Lögberg - 18.08.1949, Blaðsíða 7

Lögberg - 18.08.1949, Blaðsíða 7
L.ÖGBERG, FIMTUDAGINW, 18. ÁGÚST, 1949 7 Ur skóla lífsins Enn kemur hún á óvart: Mikil síld virðist vera komin í Faxaflóa Síldveiðiskip haja mælt sildartorfur víðs vegar inn flóann og biðu í gærkvöldi skammt undan Akranesi eftir því að síldin æði Svo virðist sem mikil síld sé komin inn í Faxaflóa. Síldveiði- skipið Fanney kom til Akraness á laugardagskvöld með síld, sem veiðst hafði út í flóanum þá nóttina áður. Sýndi bergmáls- dýptarmælir skipsins mikla síld í torfum, sem voru inn allan fló- ann og um átta sjómílur eða svo næst Akranesi. Sömu sögu höfðu aðrir bátar að segja, sem voru á þessum slóðum nú um helgina, og í gær sást mikil síld komin skammt undan Akranesi. Framhald af bls. 3 dyrunum. Það var alveg ótrú- lega langan tíma, sem það tók þessa silalegu gripi að mjakast fót fyrir fót útúr þessu myrkra- húsi. En að lokum voru þær all ar úti og ég einnig óáreittur af öllum myrkranna verum. Um leið var ég orðinn ákaflega mik ill maður, að mér fannst. Ég hafði flogizt á við drauga og sigrað þá með ýmsum ráðum. Á heimleiðinni, þar sem ég lötraði á eftir meinlausum en alls ekki saklausum kúnum, bauð ég öllu byrginn, tröllum, útilegumönn- um og hvers kyns óvættum, og öllu því, sem ég óttaðist mest. Ég bar alls staðar sigur af hólmi. Smalastrákurinn, jafnvel á barnsaldri, getur í ótrúlegu skyndi vaxið frá smæð sinni í heljarmenni, sem allt getur, á öllu sigrazt og á flestu veit skil milli himins og jarðar. Hann verður hvort sem er svo oft að taka ákvarðanir og ráða fram úr erfiðleikum einn síns, liðs úti í haganum í samskiptum sínum við dutlungasöm dýr og marg- breytileik náttúrunnar. Hann mun þá oft eiga allra beztu kennslustundirnar í skóla lífs- ins. Þar eru þroskamöguleikar unglingsins ótrúlega miklir. Hann geysist fram á fáki ímynd unaraflsins í mikilleik sjálfs sín. Á þann hátt vex hann og þroskast oft örara en árin segia til um. í sambandi við þetta, sem nú hefir verið sagt, og allt það, sem ósagt er um þroskamögu- leika sveitadrengsins, verður mér á að hugsa til kaupstaðar- unglingsins. Hann á sannarlega kröpp kjör við allsleysi götu- lífsins. Honum mun alveg eðli- lega veitast örðugt að skynja hina sönnu fegurð lífsins og njóta hennar, sem birtist sveita drengnum í hverju litskrúðugu blómi, sem blaktir, hverju strái, sem grær, og hverri lífveru, sem móðir náttúra elur við brjóst sér. 2. Togarasjómaður Ég er 23 ára gamall, og tel mig fullharðnaðan karlmann. Það er laugardagur fyrir páska, klukk an laust fyrir 6 að morgni. Ég er háseti á togara. „Óvaningur“. Við erum á fiskiríi fyrir Suður- landi í roki og allmiklum sjó. Skipið rykkist til á kröppum öldum. Ég ligg vakandi í „koju“ minni í „lúkarnum“ á togaran- um Arinbirni hersi. í lúkarnum eru 20 kojur í þrí- eða fjórsett- um röðum með öllum veggjum. Gólfplássið er eflaust innan 10 m’. Hitinn er rúm 30° C., and- rúmsloftið er daunillt, því að margir höfðu verið sjóveikir hinn fyrsta sólarhring á sjó eftir nokkurra vikna landlegu. Það er hrópað niður í lúkarinn: „Ræs!“, sem þýðir að við eig- um að hypja okkur upp á dekk til vinnu. Mér er sagt fyrir verk um á máli, sem ég varla skil. Það er „sjóararmál“. Rödd sjó- mannanna er dimm og hás, en há til að heýrast skuli yfir hvin- inn í rá og reiða, ölduskellum og skvampi hafsins. Á dekkinu ligg ur fiskkös og hásetar í óða önn í aðgerð. Mér er sagt að bera lifrarkörfu aftur á. Ég þríf körf una og legg af stað aftur með. Ég er þungur á mér og stirður í sjóstakknum og klofstígvélum. Dekk skipsins er glerhált af fisk slori og sjó. Aldan kastar togar- anum upp og niður og til hliðar í snöggum rykkjum. Ég kunni ekki að stíga ölduna og enda- slengdist því með lifrarkörfuna. Þá heyrði ég ægileg öskur frá hásetahópnum með verri for- mælingum en ég hafði áður vit- að að til væru í íslenzkri tungu. Mér skildist fljótlega, að ég hefði gerzt sekur um að kasta fyrir borð nokkrum skilding af lifrarhlut hásetanna, var því ekki að undra, þótt þeir sendu mér tóninn. Ég fór næstu ferð með lifur og datt nú ekki. Veðrið var vont og mikill sjór. Ég heyrði „kallinum í hólnum“, en svo var skipstjórinn nefndur, for mælt fyrir fyrir að toga í svona vondu veðri. Sjórinn gekk lát- laust yfir skipið, og þótt ég væri í nýjum stakk, varð ég fljótt holdvotur. Olli þar mestu um, að ég ekki kunni að verjast á- gjöfunum og fékk því ískaldan sjóinn niður með hálsmálinu, bæði niður á bak og brjóst. Það var 12 tíma uppistaða, og þótt ég væri svo heppinn að vera ekki sjóveikur, leið mér óskaplega illa þennan dag. Og þannig gekk þáð til í sex sólarhringa; þá höfðum við fyllt skipið af fiski og sigldum því til Reykjavíkur að landa. Mér hefir aldrei, hvorki fyrr né síðar, liðið eins illa og í þessa sex sólarhringa, sem fyrsti túr togarans tók. Ég varð sár og bólginn á höndum og í andliti og mjög þjakaður á öllum lík- amanum og jafnvel sálinni líka. Mér fannst ég aðeins hafa mætt skömmum og svívirðingum hjá hásetunum og vanþakklæti fyr- ir allt, sem ég reyndi að gera eftir beztu getu. Síðar skildi ég, að félagar mínir voru aðeins að herða óvaninginn og sjóa mig sem kallað var. Ég kveið mikið fyrir að fara um borð aftur og út á sjó, og mér fannst ég í raun inni vera svo lasburða, að ekki væri líklegt að mér tækist að rísa úr kojunni og standa að vinnunni á dekkinu. Ef svo færi, vissi ég, að afmunstrun biði mín við næstu löndun. En nú fór brátt að ganga betur, ég vand- ist vinnunni, sjónum og hásetun um og fór að fella mig furðu vel við allt um borð. Ég hafði aldrei hugsað mér að verða sjómaður. Þessi vertíð á togara var aðeins farin af illri nauðsyn til að afla mér fjár til búnaðarnáms erlendis. Ef ég hefði þá séð nokkurn annan möguleika til að afla þess fjár, hefði ég aldrei farið neinn túr á togara og áreiðanlega ekki nema einn. Á miðju sumri kvaddi ég tog- aravistina. Viðhorf mitt var nú æði breytt frá fyrstu dögunum um borð. Nú var svo komið, að ég hugsaði í alvöru um að ger- ast sjómaður fyrir lífstíð. Þeg- ar til kom heillaði sjórinn mig alveg ótrúlega. Ég hafði nú lítil- lega kynnzt starfi og lífi sjó- mannanna og fundið, að oft var það erfitt og hættulegt, en líka hressandi og kröftugt líf. Það má með sanni segja, að á sjó er annað hvort að duga eða drep- ast. Kjörorð sannra sjómanna er þó vissulega að duga og drep- ast ekki. Skammdegisnóttin með illviðrum og frosti er dimm og köld, en hin bjarta sumarnótt, með miðnætursumarsól er töfr- andi og rómantísk, jafnvel um borð í togara. Ég fullyrði að ég hef aldrei verið þreyttari á lík- ama og sál en fyrstu dagana, sem ég var um borð í togaranum, en ég hef heldur aldrei hvílst eins vel og í kojunni þar. Og enn þann dag í dag nýt ég svefns og hvíldar hvergi betur en um borð í skipi. Eins og ég gat um áðan, taldi ég mig fullharnaðan, áður en ég fór til sjós. Eftir togaravistina vissi ég, að svo hafði ekki verið. — hvernig svo sem það hljóðar til þeirra, sem þetta lesa, þá er það samt satt, að sannarlega vildi ég ekki_ hafa farið á mis við þann þátt í skóla lífsins, sem ég naut sem togarasjómaður. • 3. í Samvinnuskólanum. Enda þótt ég telji mig ekki „langskólagenginn“, hef ég stundað nám í eftirtöldum skól- um: í barnaskóla aðeins tvo vet ur og aðeins átta vikur hvorn. í Bændaskólanum á Hvanneyri tvo vetur, Samvinnuskólanum einn vetur, Landbúnaðarskólan- um í Kaupmannahöfn þrjú ár og í Askov á Jótlandi eitt sum- ar. Vistarinnar í öllum þessum skólum minnist ég með þakklæti og hlýju og vildi ekki hafa verið án hennar. Þegar ég fór í Samvinnuskól- ann hafði ég ekki hugsað mér að verða verzlunarmaður, held- var tilganur minn með veru minni þar fyrst og fremst sá, að afla mér nokkurrar almennr- ar menntunar. Ég varð heldur ekki fyrir vonbrigðum í þeim efnum. Þrátt fyrir þá staðreynd, að námsgreinar Samvinnuskól- ans séu eðlilega miðaðar við að ala upp og brautskrá verzlunar- og kaupsýslumenn, og á þeim vettvangi hefir skólinn staðið vel að verki, þá er hitt ekki síð- ur athyglisvert, að fjöldi Sam- vinnuskólamanna hefir staðið og stendur í fylkingarbrjósti margra athafna- og atvinnu- stétta landsins. Við Samvinnu- skólanemendur skiljum að þetta muni svo vera. Innan þessa skóla ríkir sá frjálslyndi andi, Sameinuðu þjóðirnar hafa höf uðaðsetur sitt í Lake Success, í útjaðri heimsborgarinnar miklu, New York. En þær hafa bækistöðvar úti um víða veröld, hafa ráðstefnur og þing í mörg- um löndum og borgum í senn, og halda margs konar sendinefndir og starfsmenn, sem fara um öll lönd jarðar til eftirlits og erinda fyrir þessi miklu alþjóðasamtök. Við heyrum í íslenzku fréttun- um frá Lake Success nú daglega sagt frá sendinefndum í Grikk- landi, í Kóreu, í Palestínu, í Indó nesíu, í Nýju-Gíneu. Alls staðar er verið að kanna þau kjör, sem mannkynið á við að búa, leitast við að tryggja það, að líitlmagn- inn sé ekki kúgaður, ekki svelt- ur og hrakinn. Sums staðar er verið að koma á sáttum milli þjóða og flokka, annars staðar að líkna flóttamönnum og land- leysingjum og bæta úr hungurs- neyð. Aldrei í sögu mannkyns- ins hefir neitt þvílíkt átt sér stað í svo stórum stíl. Það er mjög almennur skiln- ingur, eða misskilningur, að alls- herjarþing Sameinuðu þjóðanna sé allt og sumt í starfi þeirra. Því þingi er veitt mest athygli, af því berast mestar fréttir um átök hinna fjandsamlegu stór- velda og fjandsamlegra hags- muna, um orðaskakið og þræt- urnar. Þeir, sem hlýtt hafa á íslenzku fréttirnar frá Lake Success hafa getað fylgzt með þessu í vor, beint frá þingstaðn- um svo að kalla og um leið og atburðirnir gerðust. Margir munu hafa buizt við, að þessar fréttir mundu falla niður af sjálfu sér um leið og allsherjar- þinginu væri slitið. En þeir, sem fylgzt hafa með fréttunum munu hafa komizt að annari raun. Þá fyrst þegar allsherjar þinginu var slitið kemur það fram í fréttunum til hlýtar, hversu víðtæk og margbrotin verkefni Sameinuðu þjóðanna eru, og mörgum finnst, að eftir það hafi fréttirnar orðið miklu fróðlegri og lærdómsríkari. Þær sýna viðleitni þessa alþjóðasam- bands til þess að koma á friði, jafna deilur, hindra sjúkdóma, vinna gegn hungri, líkna og fræða. Með því að Sameinuðu þjóð- irnar hafa ekki nema mjög tak- markað vald enn sem komið er, verða þær einmitt að beita fræðslu og fortölum meir en ella. Þær leitast við að koma fram málum sínum með öllum þjóðum með fræðslu, eða á- róðri, ef maður vill heldur orða það svo. Þetta er byggt á þeirri gömlu góðu trú, að sá, sem veit hið rétta, muni og fremur gera hið rétta. Upplýsingadeild Sameinuðu þjóðanna er í Lake Success. For- sem fær nemendurna til að hugsa um fleira en verzlun og kaupsýslu. Ég á margar dýrmætar endur minningar frá veru minni í Sam vinnuskólanum. Þar var ánægju legt samstarf og góður félags- skapur við nemendur og kenn- ara. Þótt húsakynnin væru í þrengra lagi, var þar samt vítt til veggja og hátt til lofts. Þar fékk ég undirstöðufræðslu í fé- lagsfræði og fagurfræði. Hvort sem einhverjum sýnist, að slík fræði eigi ekki mikið skylt við verzlun, þá hafa þau komið mér að meiri notum en margt annað nytsamt, sem ég hef numið. Ég tel mig ekki hafa þroskazt ann- ars staðar meira andlega og á jafn skömmum tíma en einmitt í Samvinnuskólanum. Þar fékk ég eitt það bezta veganesti og beztu leiðbeiningar hjá Jónasi Jónssyni, skólastjóra, sem ég hef notið í skóla lífsins. Runólfur Sveinsson Samvinnan, 1949 stöðumaður hennar er Norð- maður Tor Gjesdal. Það er á- hugamál Sameinuðu þjóðanna að ná sambandi til allra þjóða og allra landa, beita fyrir sig hverju menningarmáli, hversu fáir sem skilja það. í þessu skyni hefir auglýsingadeildin það fyrirkomulag, að bjóða heim fréttamönnum (þ. e. útvarps- mönnum) frá hinum minni löndum og fátækari þjóðum. Þessum fréttamönnum er látin í té hvers konar aðstoð við öflun fréttanna, þeir fá vinnustofu og vinnutæki, en verða, þó að búa þröngt. Loks fá þeir umráð yfir hljóðnema nokkrar mínútur á dag, til þess að senda fréttir til heimalands síns, á sinni eigin tungu. Allt er þetta þeim og landi þeirra kostnaðarlaust, og að auki fá þessir heimboðsfrétta menn nokkra þóknun upp í dvalarkostnað. Þess er krafist í móti, að útvarpið í heimalandi þeirra útvarpi fréttunum og að full samvinna sé um það. Umboðsdeild Sameinuðu þjóð anna fyrir Norðurlönd er í Kaup mannahöfn. Forstjóri hennar er Viggo A. Christensen. Hann kom hingað til Islands í haust eð var í erindum Sameinuðu þjóðanna, og kynntist hér mörg um í þeirri för sinni. Nokkru eft ir heimkomu sína lagði hann til við útvarpið hér, að það sendi heimboðsfréttamann til Lake Success, er allsherjarþingið tæki þar aftur til starfa, 1. apríl. Nokkrum mánuðum áður hafði ungur maður héðan, Daði Hjörv ar, komist að útvarpsnámi hjá brezka útvarpinu, B.B.C., fyrir meðalgöngu útvarpsins hér, en seinna fór hann til Þýzkalands og var þar með útvarpsmönn- um, á vegum brezku og banda- rísku herstjórnarinnar. Hann sendi heim nokkra útvarpsþætti eins og útvarpshlustendum er kunnugt, þar með lýsingar á „loftbrúnni“ til Berlínar. En honum varð ágengt um það við hernámsstjórnina, að fá að fljúga með herflutningavélun- um fram og aftur á flutninga- leiðunum og taka lýsingar á seg ulband. Daði hafði hitt Viggo Christensen í Kaupmannahöfn, á leiðinni til Þýzkalands, og það varð úr, að útvarpsráð gaf Daða umboð sitt til að þiggja heim- boð Sameinuðu þjóðanna, að verða fréttamaður íslenzka út- varpsins í Lake Success. Átti hann fyrst að vera þrjá mánuði, en það hefir ráðizt, að hann heldur starfinu enn áfram fyrst um sinn. íslendingurinn mun vera lang yngstur fréttamann- anna þar; líka er hann einn síns liðs, en flestar aðrar þjóðir munu hafa þar að minnsta kosti nokkra menn. Eins og margir Veður hamlar veiðum Þó að menn þykist hafa nokk- urn veginn öruga vissu um það, að þarna sé allmikil síld hefir lítið verið hægt að veiða af henni vegna óhagstæðrar veðr- áttu og þess að síldin veður lít- ið. Suðlæg og austlæg átt hefir verið á þessum slóðum undan- farna daga og henni fylgt ylgja í sjó. Veður batnar en síldin vill ekki vaða í gær og fyrradag var allsæmi legt veður í flóanum og var þá hægt að fást við veiðar. Mældu síldveiðiskip í gær síld á stóru svæði rétt upp undir Akranesi, en síldin óð ekki. Síldveiðiskipið Ófeigur frá Vestmannaeyjum veiddi 180 mál af síld á þessum slóðum aðfaranótt sunnudags- ins. í fyrrinótt náði hann hins vegar engri síld vegna þess hvað torfurnar voru stutt uppi. Segja sjómenn að síldin hafi í gær og fyrradag verið á ótrúlega og ó- venju mikilli ferð inn flóann, og í gærkvöldi þegar blaðið átti símtal við fréttaritara. sinn á Akranesi biðu mörg skip yfir síldinni rétt utan við skagann og sýndu mælar skipanna mikla síld. Var beðið eftir því að síld- in æði svo að hægt væri að kasta. En þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi var ókunn- ugt um það, hvort bátarnir höfðu veitt. Reknetaveiðin hafin Fyrsta reknetasíldin barst til Akraness í gær. Var það „Sigur fari“, sem kom frá fyrstu lögn- útvarpshlustendur munu hafa veitt eftirtekt, eru rússnesku fréttamennirnir alltaf næstir á undan honum við hljóðnemann, og tala í 10 mínútur; rússnesku þulirnir eru alltaf tveir. Formaður rttvarpsdeildarinn- ar, sem hefir Evrópulöndin í sinni útvarpssókn, heitir Hugh Williams; hann er Ný-Sjálend- ingur og maður ákaflega vinsæll af öllum, sem til hans þurfa að leita. Þannig safnast þarna sam- an menn frá fjarlægustu lönd- um og vinna saman sem ein þjóð og bræður, en mál þeirra allra er enskan. FÁLKINN, 15. júlí Magrir menn, konur Þyngjast 5, 10, 15 pd. Nýr þróttur, nýtt fjör, jjrek Hvtllk unun, limlr styrkir, ójötnur aléttast, hálsin verSur liðugur; lfkam- inn ekki framar veiklulegur; þúsundir manna og kvenna hafa komist I g68 hold; þetta fðlk þakkar Ostrex töflum heilsubðt sina; vegna hins mikla nær- ingarkrafts, er þær hafa. Engin hætta & offitu, magurt fðlki þyngist frá 5, 10. og 15 pd. Kynnist þessum nýja lækn- ingalyfi! Notið Ostrex Tonic töflur, sem styrkja lfkamann. 1 öllum lyfjabú8um. MR. PETER JOHNSON Representing J.J. H. McLean&Co. LTD. PORTAGE AT HARGRAV* Phone 924 231 ■'The West's Oldest Music House" Exclvsive Representatives for HEINTZMAN & CO. NORDHEIMER SHERLOCK MANNING NEW SCALE WILLIAMS PIANOS Minnist BETCL í erfðaskrám yðar inni með 82 tunnur af stórri og feitri hafsíld. En þannig er öll síld, sem veiðist af þessari göngu. Sigurfari lagði reknetin um klukkustundar ferð út af Skaganum. Auk Sigurfara var landað á Akranesi í gær síldarafla tveggja annara skipa, Ófeigs frá Vestmanaeyjum, sem var með 180 mál og Braga frá Reykjavík, sem var með 50 mál. Togarinn Sindri frá Akranesi er nú að búast á síldveiðar, en hann hefir legið aðgerðarlaus um skeið. TÍMINN, 26. júlí Góður drengur genginn Þann 31. maí lézt að heimili sínu 470 Ferry Road St. James, Sigurður Stephensen, er um langt skeið starfaði hjá Cres- cent Creamery félaginu og naut þar sem annars staðar virðingar og trausts. Sigurður var fæddur á Seyðis firði 18. desember árið 1888, en fluttist vestur um haf með hin- um ágætu og gagnmerku for- eldrum sínum, Jónasi fyrrum póstmeistra Stephensen, og frú hans Margréti, árið 1902. Komst Sigurður snemma að atvinnu hjá áminnstu félagi, og hélt henni við vaxandi orðstír unz kraftar þrutu. Sigurður kvænt- ist árið 1909 og gekk að eiga ungfrú Kristjönu Kristjánsdótt- ur, er reyndist honum dyggur förunautur og önnur hönd; þeim hjónum varð tveggja barna auð ið, er bæði menntuðust og kom- ust vel til manns; eru það þau Albert hljómlistarkennari í Winnipeg, og frú Helen Abbott, sem búsett er í Tacomaborg í Washingtonfylki. Kveðjuathöfn um Sigurð fór fram frá útfararstofu Gardiners. Séra McLaren þjónustaði við út förina. Sigurður Stephensen var bú- inn heilsteyptri skapgerð, og eins og hann átti kyn til, manna vinhollastur; um þetta get ég dæmt af eigin reynd vegna lang varandi vinskapar við hann sjálf an, foreldra hans og systkini hans öll. Ég var ungur, er ég fyrst kynntist Stephensenfjölskyld- unni á Seyðisfirði, og það var eins og hún ætti í mér hvert bein báðum megin hins breiða hafs; slíkur trúnaður verður seint þakkaður sem skyldi. Sigurður Stephensen var glað vær í hópi vina sinna og kær- leiksríkur heimilisfaðir; en í meginatriðum var hann hinn leitandi alvörumaður, er brjóta vildi hvert mál til mergjar svo sem framast mætti verða. Sigurður var góður Austfirð- ingur — góður og velviljaður maður. Þökk fyrir samfylgdina! E. P. J. The Swan Manufacfuring Co. Oor. ALEXANDER and ELLEN Phone 22 641 Halldör M. Swan eigandl * Heimlli: 912 Jessie Ave — 40 958 JOHN J. ARKLEE Optorrnetnrt and Optieian (Eye* Examlned) Phone 95 650 MITCHELL COPP LTD. PORTAGE AT HARGRAVE Utvarpsfréttastarfsemi Sameinuðu þjóðanna Islendinkurinn er yngsti fréttamaðurinn

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.