Lögberg - 18.08.1949, Blaðsíða 1

Lögberg - 18.08.1949, Blaðsíða 1
PKONE 21374 Ltot ,V*o'te /-•io.a'fteirS ^oSS8® *• ndereTS S A Complele Cleaning Insliíulion 62. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 18. ÁGÚST, 1949 ?KONE 21374 _ A *-'cteaneTS A Complete Cleaning ; Institution NÚMER 33 hjón eiga gullbrúðkaup að Lundar FRÚ VILBORG GUTTORMSSON og V. J. GUTTORMSSON Fyrstu þingkosningar í Þýzkalandi síðan 1933, er Hitler kom til valda Stórmerk Síðastliðinn sunnudag mátti svo að orði kveða að allar götur lægi til Lundar, en þá um daginn var minnst gullbrúðkaups þeirra Vigfúsar J. Guttorms sonar skálds og frúar hans Vilborgar, er langvistum hafa dval- ið í því byggðarlagi við góðan orðstír og haft með höndum giftudrjúga forustu um mannfélagsmál; svo er mælt, að um 700 manns muni hafa tekið þátt í þessum sérstæða mannfagn- aði, og er slíkt talandi vottur um traust og ástsældir gullbrúðhjónanna í héraði. Heimir Thorgrímsson hafði með höndum veizlustjórn, en ræðumenn voru séra Rúnólfur Marteinsson, séra Philip M. Pétursson, Paul Reykdal, Mrs. J. F. Kristjánsson, B. E. John- son, A. V. Olson, G. J. Guttorms son, Kári Byron, Mrs. A. E. Hackland, Gavin Wellis, A. S. Bardal, Skúli Sigfússon, Chris Haldórson, D. J. Líndal og Dr. P. Guttormsson. Kvæði voru les- in eftir Dr. Sigurð Júl. Jóhann- esson, Ágúst Magnússon, Sigurð Hólm og Ármann Björnson í Vancouver. Einsöngva sungu Óli Hjartarson, Mrs. G. Finn- bogason og Miss Inga Bjarnason. Öll börn gullbrúðhjónanna, 6 að tölu, voru viðstödd þetta virðulega háíiðahald, en þau eru Dr. P. Guttormson, Watrous, Sask., John Guttormson Lund- ar, Mrs. O. F. Eyjólfsson, Lundar, Miss Fredrika Guttörm- son, Winnipeg, Mrs. J. H. Mac- farquar Toronto, og Dr. W. J. Guttormson, Kamloops, B. C. Fimmtán barnabörn voru einnig viðstödd. Sægur mikill samfagnaðar- skeyta barst gullbrúðhjónunum úr Canada og Bandaríkjunum, þar á meðal bréfleg kveðja frá Dr. Beck. Einnig bárust þeim margar og verðmætar gjafir frá vinum og sifjaliði. — Brúðguminn hefir ort allmikið strenghlýrra ljóða og hann hefir haft mikla forustu um söngmál innan vébanda byggðarlags síns, en frú Vilborg, sál hússins, verið verndarengill heimilisins og varpað frá sér mildum bjarma út um samfélag sitt. Það er hverju byggðarlagi mikill ávinningur, að eiga inn- an takmarka sinna önnur eins forustuhjón eins og Vigfús skáld og frú Vilborgu. María og George Ostlund komin María og George Östlund komu hingað frá New York með Geysi síðast. Með þeim er Pétur sonur þeirra. Þau hjónin eru í sumarfríi og er Morgunblaðið spurði Maríu hvort hún hefði í hyggju að syngja fyrir Reyk- víkinga að þessu sinni, svaraði hún: „Við erum í sumarfríi“. George hefir mikil viðskipti við ísland sem kunnugt er og hefir komið oft hingað til lands undanfarna mánuði. Mbl. 21. júlí Síðastliðinn sunnudag fóru fram í Vestur-Þýzkalandi, sem nú er orðið að lýðríki saman- settu af ellefu fylkjum, almenn- ar kosningar til sambandsþings; á kjörskrá voru um þrjátíu milj- ónir kjósenda og af þeim mann fjölda greiddu tuttugu og fjórar miljónir manna og kvenna at- kvæði; í hinu nýja þjóðþingi Vestur-Þýzkalands eiga 402 þingmenn sæti. Mest þingfylgi hlaut hinn svonefndi Kristni Demokrata-flokkur, en næstur honum varð flokkur hægfara jafnaðarmanna og má því nokk- urn veginn víst telja, að þessir tveiu. fl^kar myndi samsteypu- stjórn. Kommúnistar sættu hinum gífurlegustu hrakförum og fengu einungis 6 af hundraði greiddra atkvæða. Þótt kosning ar þessar væru sóttar af nokkru kappi, fóru þær yfir höfuð frið- samlega fram. Ný sendiráðsbygging 1 ráði er að ameríska sendi- ráðið hér, láti reisa sendiráðs- byggingu á lóðinni Fríkirkju- vegur 11, en það er stóra lóðin sunnan Bindindishallarinnar. Á fundi byggingarnefndar bæjarins, er haldinn var fyrir nokkrum dögum, var lagt fram afrit af uppdráttum af fyrirhug- aðri sendiráðsbyggingu. — Mbl. Ný bók eftir Á. Óla „Blárra tinda blessað land“ heitir ný bók, sem komin er út eftir Árna Óla blaðamann. Bregður hann þar upp skyndi- myndum af því, sem fyrir augu og eyru ber á ferðalagi um land- ið, eins og hann kemst sjálfur að orði. Árni Óla er fyrir löngu orðinn þjóðkunnur maður fyrir ritstörf sín, og hafa þó ferðalýsingar hans og frásagnir einkum þótt frábærlega skrifaðar. „Blárra tinda blessað land“ er nokkurs konar framhald af bók Árna „Landið er fagurt og frítt“, sem kom út 1944. Sú bók hlaut miklar vinsældir, seldist upp á skömmum tíma og er nú ófáan- leg. Má búast við að svo verði einnig með þessa bók. Bókin er í tíu aðalköflum og bera þeir þessi nöfn: Á næstu grösum, Ferð um Snæfellsnes, Frá Dölum og Ströndum, Frá Vestfjörðum, Ferð um Skafta- fellssýslu, Frá Siglufirði, Sess- elja í Skógum, Elsta mannvirki á Islandi, Kapellan á Voðmúla- stöðum, Skátamót á Þingvöllum og Að lokum. Bókin er prýdd fjölda mynda efninu til skýringar. Hún er yfir 330 blaðsíður að stærð, og vönd- uð að frágangi. Bókfellsútgáfan gefur bókina út. Aðalsteinn Kristjánsson 14. apríl, 1878 — 14. júlí, 1949 Þig, drenginn við Hörgána, dreymdi það jlest, sem dró þig til framandi landa. 1 umhverfi breyttu þú blómgaðist mest, í borginni nyrðra þitt starfsríki sézt eins lengi og steinarnir standa. Með einhuga kepni í æskunnar móð og aldrei að breyta um né hopa, þú ótrauður gekst þína ákveðnu slóð, en undan þér samtíð gróf meira en hún hlóð, sem spinnur vorn lífdaga lopa. í bókunum þínum þú bregður upp mynd með bjartsýni og athyglisgáfu af Jankanna musterum: mannaðri synd — af mönnunum beztu, sem hæst klifu tind, — en landarnir svefnþungu ei sáu. « Svo þökkin var goldin með þögninni mest, sem þreytir hvern starfsríkan anda. Og leiðirnar skildu. — Þér blessaðist bezt, að búa þars Kyrrahaf speglandi sézt, í sólskini suðvestur stranda. Og nú ertu signaður svefninum þeim, er sigrar í eilífa liði. Og velkominn sértu til Winnipeg heim. Hjá vildustu ættmönnum hvílir þú tveim í eilifum allsherjar friði. Þ.Þ.Þ. HEIÐREKUR GUÐMUNDSSON: Feðgar á ferð Ég gekk með þér, vinur, á vori um vegleysu brattan stig. Svo leikandi léttur á fæti þú lékst þér í skriðum og hoppaðir kringum mig. Ó, æska, ég öfunda þig. En stirður við brattann ég barðist og brjóstið varð þungt og mótt. Ég veit að þig gat ekki grunað, hve gangan var erfið og hversu ég mæddist skjótt og mönnunum förlast fljótt. Ég horfði á brúnina hœstu, „ sem heiðsólin glampaði á, og vildi ekki láta þig vita, hve vonlaust mér sýndist að klífa brekkuna þá, sem ofan í urðina lá. En það var þó allt eins og ekkert hjá ógnþrungnum sannindum þeim, er fann ég í fyrsta sinni að fjör minnar æsku var glatað.- Mig langaði heim, — úr glitrandi öræfageim. Stórkostleg vegagerð fyrirhuguð Þær fregnir bárust frá Ottawa þann 10. þ. m., að sambands- stjórn sé staðráðin í að hefja lagningu þjóðvegarins cana- díska næsta vor, og löggjöf þar að lútandi verði lögð fyrir næsta þing, sem kemur saman þann 15. september næstkomandi; ráðgert er að verkinu og kostn- aðinum, sem það hefir í för með sér, verði jafnað niður á fimm ár; stjórnin mun nú vera í þann veginn að gera stjórnum hinna einstöku fylkja aðvart um þessa fyrirætlan sína, því að þær verða að standa straum af á- kveðnum hluta kostnaðarins; svo telst til, að kostnaðurinn við þetta mikla vegarbákn hlaupi upp á fjögur hundruð milj. doll- ara. Framlag sambandsstjórnar til lagningar veginum, mun nema tvö hundruð miljónum dollara; vegurinn verður nálega fimm þúsund mílur á lengd. Kjörinn forseti Ó, sonur minn, sérðu ekki tindinn? Þú, sigrar, ef gengurðu beint. Og það hefði ég brotist í bernsku, þó brött væri skriðan, ef aðeins ég hefði reynt. — Ó, vinur, ég sá það of seint. Alþýðubl. Giftingarafmœlis minnst Á þessu sumri áttu þau Valen- tínus Valgardsson og Þórunn kona hans tuttugu og fimm ára giftingarafmæli. — Þau hafa öll þau ár búið í Moose Jaw, Sask. þar sem Valentínus er kennari við Moose Jaw Collegiate, en hafa oftast á hverju sumri heim- sótt Mikley ásamt börnum sín- um því þar er frú Þórunn frændmörg og öll fjölskyldan mjög vinsæl. fram veitingar og fólk skemmti sér við söng og samtal fram eftir kveldinu. Sonur þeirra hjóna, Norman, og eldri dóttir þeirra, Kristine, ásamt manni hennar Stan Walter og tveim börnum voru viðstödd. Yngri dóttir þeirra, Margrét Avis var við nám við Saskatoon háskólann og gat því ekki verið viðstödd. Samkvæmt fregnum frá Stras bourg hinn 11. þ. m., hefir Paul Henry Spaak, fyrrum utanríkis- ráðherra belgísku þjóðarinnar, verið kjörinn forseti hins fyrsta ráðgefandi þings Bandaríkja Norðurálfunnar, sem sýnist að vera fyrir alvöru í uppsiglingu. Winston Churchill fyrrum for- sætisráðherra Breta mælti með kjöri Spaaks, og var hann kos- inn í einu hljóði af fulltrúum þeirra tólf þjóða, er þingið sóttu; kosnir voru á fundi þessum eða þingi, hvort heldur sem menn vilja kalla það, fjórir varafor- setar, þeir Layton lávarður fyrir hönd Breta, Francois de Ment- hon af hálfu Frakka, Stefano Jacini frá ítalíu og Ole Bjoern Kraft fyrir hönd Danmerkur. Þessa áfanga í lífi þeirra var minnst á þriðjudaginn 9. ágúst með því að nánustu skyldmenni og venzlafólk á eyjunni gerðu þeim óvænta heimsókn. Helgi K. Tómasson hafði orð fyrir gest um, minntist tryggðar silfur- brúðhjónanna við byggðina, árn aði þeim heilla og afhenti þeim minjagjöf fyrir hönd gestanna. Ingibjörg Jónsson, systir silfur- brúðarinnar, mælti og nokkur orð til heiðursgestanna. Frú Sigþóra Tómasson af- henti frú Þórunni fagra gull- nælu, sem kvenfélagið „Und- ina“ hafði gefið Margréti sálugu Tómasson á afmæli hennar 9. ágúst 1913 — hún var þá sú eina á lífi af stofnendum kvenfélags- ins. Bað frú Sigþóra silfurbrúð- urina að eiga næluna og geyma í minningu um ömmu sína og í minningu um þennan vinafund, sem bar upp á sama dag og af- mælisveizla ömmu hennar fyrir 36 árum. Silfurbrúðhjónin þökkuðu með hlýjum orðum þessa vina- lieimsókn og alla vinsemd í þeirra garð. Voru síðan bornar Nýtt ráðhús Nú er svo komið, að bæjar- stjórnin í Winnipeg hefir fallist á að kaupa lóð undir hið væntan lega ráðhús borgarinnar; hefir verið mælt með því að kaupa landsvæðið milli Spence og Balmoral stræta við Portage Avenue, þar sem nú stendur Wesley College. Kaupverðið mun nema sjö hundruð þúsund- um dollara. A förum til íslands í næstu viku Þeir feðgar Kristinn Guðna- son verksmiðjueigandi og Har- old sonur hans í San Francisco, Kristinn Guðnason Harold Guðnason leggja af stað í skemmtiferð til íslands þann 22. þ. m., og munu dvelja rúman mánaðartíma á gamla Fróni. Kristinn er stofn- andi og aðalframkvæmdastjóri kvenkjólaverksmiðjunnar um- fangsmiklu og víðkunnu, Alice of Californía, en Harold sonur hans á sæti í framkvæmdanefnd fyrirtækisins. Kristinn Guðnason gefur sig jafnframt mikið að andlegum málum og hefir unnið mikið að útbreiðslu Biblíunar í Norður- Ameríku og eins á íslandi; hann sendi ritstjóra Lögbergs nú í vik unni eintak af Jóhannesar guð- spjalli á ensku og íslenzku, sem Gideons Biblíufélagið gaf út, einkar laglegt að frágangi. Þeir Guðnasonfeðgar ætla að hafa með sér til íslands 15 hundr uð eintök af áminnstu guð- spjalli til ókeypis útbýtingar í landinu. Kristinn bað þess getið, að þeir, sem vildu eignast þessa nýju útgáfu Jóhannesar guð- spjalls gætu fengið ókeypis ein- tak með því að skrifa Gideons International, 212 B, Superior Street, Chicago, Illinois, U.S.A. # Ennfremur lét hann þess getið, að íslenzkir prestar gætu fengið 10 eintök hver hjá áminnstu Gideonsfélagi. Kristinn hafði góð orð um að senda Lögbergi línu, er þeir feðgar kæmu vestur úr Islands- förinni.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.