Lögberg - 18.08.1949, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 18. ÁGÚST, 1949
logbera
GefiS út hvern fímtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 21 804
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið—Borgist fynrfram
The “Lögberg” is printed and publiehed by The Columbia Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada.
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
Athyglisverð og stórfróðleg ritgerð
Frá þeim tíma, er Eimreiðin fyrst hóf göngu sína í Kaup-
mannahöfn undir ágætri ritstjórn dr. Valtýs Guðmundssonar og
fram til þessa dags, hefir hún eigi aðeins þótt góður skemmti-
lestur, heldur hefir hún jafnan haft einnig til brunns að bera
margháttaðan og mergjaðan fróðleik, sem veitt hefir lesendum
útsýn yfir ný landnám í ríki andans;- núverandi ritstjóri þessa
merka tímarits, hr. Sveinn Sigurðsson guðfræðingur frá Brim-
nesi í Seyðisfirði, hefir um langt skeið veitt því örugga forustu
og gert það að bókmenntalegu stórveldi,. sem íslenzka þjóðin
hlustar á, hvort sem hún vegna hatrammra flokkadrátta, vill eða
vill ekki.
Sveinn ritstjóri er maður spakur að viti, og hann ritar um
vandamál þjóðar sinnar með dýpri festu og alvöru, en títt er um
samtíðarmenn hans; hugleiðingar Sveins ritstjóra, sem birzt hafa
í Eimreiðinni frá ári til árs og ganga undir nafninu „Við þjóð-
veginn“, eru gagnmótaðar heitri umbótaþrá og fölskvalausri ætt-
jarðarást, en þar lýsir höfundur öfgalaust þeim stefnum og straum-
um, er hæzt rísa í þjóðlífinu í þann og þann svipinn, og bendir
á viturleg markmið því til úrbóta, er aflaga fer; slíkir menn eru
sannir hollustumenn hvaða þjóðfélags, sem er.
Réttdæmi Sveins ritstjóra um bækur, hefir á þeim vettvangi
skipað honum í fremstu röð samtíðarmanna sinna.
Nýjasta hefti Eimreiðarinnar, sem Lögbergi hefir nýverið
borizt í hendur, er í engu eftirbátur fyrirrennara sinna um fjöl-
breytni og nytsamt lesmál; það flytur meðal annars kjarngresis,
sérstæða og nýstárlega ritgerð, „Rúðólfur í Bæ“, eftir dr. Jón
Stefánsson, nafnkunnan fræðimann; er því meðal annars haldið
þar fram, að kristnin hafi komið til Islands frá brezku eyjunum,
að um þær mundir hafi íslenzk tunga verið tölum um hálft
England, auk þess sem nokkuð er þar skýrt frá skyld-
leika enskunnar og íslenzkunnar, og bent á ýmis kirkjuleg orð,
sem íslenzk tunga hafi fengið úr enskunni; vegna þess hve áminst
ritgerð er frumleg og fróðleg, er hún birt hér á eftir í heild.
Rúðólfur í Bæ
Ejtir dr. JÓN STEFÁNSSON
Kalla má, að tilraunir Englendinga að kristna Island byrji
með kristnitökunni'). Ari fróði miðar bæði bygging íslands og
kristnitökuna við dauðaár Játmundar helga, sem hann kallar
Eadmund, og hefur sögu hennar, komna með Rúðólfi, en ekki
frá Noregi. Gizur hvíti og Hjalti Skeggjason höfðu með sér til
íslands árið 1000 enskan prest, Þormóð. Honum fylgdu 6 „acolytes“,
aðstoðarmenn við guðsþjónustu. Þeir voru líka enskir og, eins
og Þormóður sjálfur, úr hinum norrænu-mælandi hluta Englands.
Þeir Þormóður höfðu með sér kirkjuvið, reistu kirkju þar sem
þeir lentu í Vestmannaeyjum og helguðu hana hinum heilaga
Clemens. Eru enn í dag tvær kirkjur í London helgar St. Clement,
önnur þeirra er St. Clementis Danorum. Var hún sóknarkirkja
Dana á dögum Knúts ríka. Englendingar höfðu miklar mætur
á þeim dýrðling. Tveim mánuðum áður en þeir fóru til íslands,
höfðu þeir Þormóður verið viðstaddir vígslu Niðaróss-kirkju, sem
var helguð sama dýrðling, að tilsögn þeirra. Annan dag eftir
alþingi var sett, árið 1000, söng Þormóður messu á gjárbakka.
Eftir messu gengu sjö klerkar — Þormóður og 6 akólýtar hans —
alskrýddir í prósessíu og báru tvo krossa, annan við hæð Hjalta
Skeggjasonar, hinn við hæð Ólafs konungs Tryggvasonar. Þeir
lögðu reykelsi á glæður, og barst ilmurinn eins mót og með vindi.
Á gjárbakka eru vindar svo andstæðir, að kraftaverkið var eðli-
legt, þar. (Islendingabók, kap. 7, Kristni saga, kap. 10—12).
Heiðnir menn ráðgera þá að fórna hinum heiðnu guðum tveim
mönnum úr hverjum fjórðungi. Hjalti Skeggjason, fyrir hönd
kristinna manna, býðst þá til að fórna guði almáttugum jafn-
mörgu mmönnum. Þormóður mun eiga upptökin að því. Þessi
Englendingur styður fyrstu skref hinna nýskírðu íslendinga.
Hann hverfur úr sögunni. Norðmenn eru ennþá heiðin þjóð.
Þangbrandur, sem Ólafur Tryggvason sendi til íslands, kom frá
Englandi. Næsti enskur trúboði er Bernard, Bjarnvarður Vilráðs-
son, hinn bókvísi, : íslenzku. Adam af Brimum nefnir hann í
Hamborgarbiskupasögu sinni (II, 55), segir, að Ólafur helgi hafi
haft hann með sér frá Englandi, 1015. Orðið bók var þá ekki til
í íslenzku. íslendingum hefir orðið starsýnt á hinar skrautlegu,
logagylltu guðsorðabækur hans og gefið honum auknefnið: inn
bókvísi. Hann var á íslandi 5 ár, 1016—1021. Bendir auknefni
hans á, að honum hafi verið meir umhugað að halda veglega
guðsþjónustu en að kenna. Orðið bók, bækur, á fornensku bóc, béc,
kom inn með Rúðólfi í Bæ, 1030—1050, og er ritað bóc, eins og í
fornensku, í elztu íslenzku.
Þrjátíu árum eftir kristnitökuna kemur til sögunnar sá stór-
virki maður, sem flytur inn í íslenzkt mál mestallan orðaforða
hinnar skipulögðu kirkju á Englandi, sem var 400 ára gömul, sem
kennir lærisveinum sínum, ungum ættbornum mönnum, staf-
rofið enska. Þetta stafrof hefir tákn (stafi) fyrir þau hljóð í ís-
lenzku, sem latínuletur vantar, þ, ð, æ, o. s. frv. Hann veitir
straumi menningar Englands og Frakklands, eins og hún var bezt
á 11. öld, til íslands. Lanfranc og Anselm voru þá frægustu heim-
spekingar í Evrópu. Báðir höfðu kennt á hinum nafnkennda
menntabóli Bec (bekkr, norrænt orð) í Normandíu. Báðir voru
skipaðir erkibiskupar í Canterbury. Rúðólfur hafði hlustað á þá í
Bec. Enginn slíkur skóli var til í París. Sæmundur fróði mun
1) Cristni com & ísland . . . CXXX vetra epter dráp Eadmundar, ísl.bók,
kap. 7. ísland bygþisc fyrst ... es Ivarr Ragnars sonr loþbrðkar lét drepa
Eadmund enn helga Engla Conung, en þat vas dcccLxx (= 870) vetra epter
burþ Cristz, at því ee rítit es i sögu hans (Eadmundar). 1sl. bók, kap. 1.
hafa gengið í hann, því allir norrœnir menn vissu af honum, og
þaðan hefur Jón helgi „spanið“ hann heim til íslands. Slíkt
veganesti hefði Rúðólfur með sér til Islands.
Á 11. öld eru England og ísland einu þjóðirnar í Evrópu, sem
rita á móðurmáli sínu. Hjá öllum öðrum er ritað á latínu, jafnvel
hjá Norðmönnum. Fornensk þýðing á guðspjöllunum er til í hand-
riti frá 700 e. Kr.b., The Lindisfarne Gospels. Elfráður ríki ritar
fagurt óbundið mál á 9. öld. Adam af Brimum segir, í Hambargar-
biskupasögu sinni (II, 55), að, þegar Ólafur digri (seinna Ólafur
helgi) kom til Noregs, 1015, hafði hann með sér marga biskupa
og presta frá Englandi, meðal þeirra Sigafried (Sigurð), Grimkil,
Rudolf og Bernard, fræga fyrir lærdóm og mannkosti (clari doct-
rina et virtutibus). Eftir fall Ólafs helga á Stiklastöðum, 1030,
heimsóttu Rúðólfur og Sigurður erkibiskup Liawiso í Brimum.
Síðan fór Rúðólfur til íslands. Nú má spyrja hvernig stendur á
því, að enskur trúboði skuli vera að heimsækja erkibiskupinn í
Brimum? Því töluverður rígur var milli enskra og þýzkra trú-
boða. Erkibiskupinn af Brimum var skipaður af páfa til yfirráða
yfir öllum Norðurlöndum og yfir Vindum (Rússum) að auk.
Trúboðar á Norðurlöndum voru því skyldir að koma sér vel við
höfuð kirkjunnar á Norðurlöndum.
Ari fróði nefnir (íslendingabók, kap., 8) nafn Rúðólfs, sem
hann kallar Hróðólf, meðal annarra trúboða á íslandi, segir hann
hafi dvalið hér 19 ár.
Hungurvaka segir (kap. 3): „inn fjórði biskup var Rúðólfr,
segja sumir að hann hafi heitið Úlfr frá Rúðu á Englandi. Hann
var 19 vetr á íslandi og bjó á Bæ í Borgarfirði“. Rúða er sögð vera
á Englandi, af því að, er Vilhjálmur bastarður vann England, urðu
England og Normandía eitt ríki. Tilgátan að Rúð í Rúðólfur sé
dregið af Rúðu, villir ekki Ara, sem kallar hann Hróðólf (af
hróðr, þ. e. hinn frægi úlfr). Rúðólfur dvaldi löngum við hina
norrænu hirð í Rúðu og var viðstaddur, er Ólafur digri var skírður
þar af Robert biskupi, bróður Emmu drottningar, móður Játvarðs
helga. Enska konungsættin hafðist þar við, meðan Knútur ríki
og synir hans réðu Englandi. Hvergi er greint hvernig Rúðólfur
var skyldur ensku konungsættinni, en beztu heimildir bera þeim
skyldleika vitni. Frá Normandíu og frá Rúðu gat hann siglt beint
til íslands, því íslenzk skip með ull og skinnavöru fóru upp Signu
og komu heim hlaðin víni og öðrum frönskum vörum. Jón Sig-
urðsson prentar bréf um þessi íslenzku skip á Signu í fyrsta bindi
Fornbréfasafnsins. Segir meir af þeim.
Auðvitað hefir slíkur maður sem Rúðólfur, er kunni norrænu
eins vel og móðurmál sitt, búið sér í haginn með orðsendingum
til höfðingja í Borgarfirði, sem voru fúsir að selja honum syni
sína í hendur til læringar. Öll líkindi eru til þess, að þeim hafi
þótt hefð að fá kennslu hjá slíkum höfðingja. Hann kom út í
Hvítá, en þar var þá mest skipaganga á íslandi. Hann hafði með
sér enska klerka og kennara. Þormóður hafði 6 aðstoðarmenn,
Rúðólfur mun hafa haft fleiri, eins og sæmdi stöðu hans. Hann
settist að á Bæ í Borgarfirði.
Mýrlendi er á þrjá vegu að Bæ, en að norðan Hvítá. Mundi
óvinum reynast ógreið atganga yfir mýrina. Einhverjir höfðingjar
hafa látið sér annt um að bæta húsakynni í Bæ, svo að læri-
sveinar Rúðólfs, synir þeirra sjálfra, fengi gott húsnæði. Rúðólfur
hafði þar betri samgöngur við England og Normandíu en annars-
staðar á Islandi.
Rúðólfur vann verk sitt í kyrrþey. Hvorki kristnir né heiðnir
menn urðu til að gera honum óskunda. Undarlegt er, að Ari,
sem er uppi 100 árum seinna en Rúðólfur, skuli engin deili segja
af honum, hann nefnir Teit, son Isleifs biskups,’) sem heimildar-
mann um trúboðana. Teitur var Sunnlendingur og hefir ekki þekkt
Bæjarsveit nákvæmlega.
Að kenna hið fornenska stafrófi) 2 var eitt fyrir sig ærið verk,
en kennarar Rúðólfs munu hafa unnið það verk, með yfirstjórn
hans. Lítur svo út sem kunnátta á því hafi breiðzt út fljótt frá
höfðingjasetrunum, er synir höfðingjanna höfðu numið það.
Hvað höfðingjarnir hafast að
hinir ætla sér leyfist það.
Öllum var það augljóst, að hið nýja letur tók hinum þung-
lamalegu rúnum mjög fram. Það hafði þann mikla kost, að hljóð
í íslenzku, sem latínuletur hafði enga stafi til að tákna, þ,ð,æ, o. fl.,
voru táknuð í fornenska stafrófinu. Þá komu þessi ensku orð
inn í íslenzku: stafr (bókstafr), f. e.: stæf; stafróf, f. e.:stæfrów;
bók, bækr, f. e.: bóc, béc, stafað bóc í elztu handritum; að rita
f. e.: wrítan, í elztu íslenzkum handritum kemur fyrir: að wríta.
Rúðólfur mun hafa notað við kennslu í latínu og málfræði þýð-
ingu Aelfrics ábóta á málfræði Priscians, með orðasafni aftan
við, og Colloquium ad pueros linguae latinae locutione exercendos
þ. e. Samtöl til að æfa sveina í að tala latínu. Þær voru nýjustu
kennslubækur, sem völ var á í Englandi, og kennsla á þeim var
handhægari en venja var til um þær mundir. Þeir, sem ætluðu
að verða klerkar, urðu að læra latínu.
Rúðólfur lagði móðurmálið, en ekki latínu, eins og venja var
annarsstaðar, til grundvallar. Englendingar höfðu vanizt við að
rita á móðuráli sínu í rúmlega 300 ár. Þetta hafði ómetanlega
þýðingu fyrir ritöld vöra. Norðmenn rita á latínu framan af. Á
íslandi ritar Sæmundur fróði einn á latínu, enda hafði hann lært
á Frakklandi.
Smám saman færðust klerkar, útlærðir í Bæ, út um landið. I
kyrrþey skipulagði Rúðólfur kirkju á íslandi, eftir fyrirmynd
hinnar fornensku kirkju. Varð hann þá fyrst og fremst, að taka
upp í íslenzku öll orð fornensku kirkjunnar á helgum athöfnum
og tíðum. Lærisveinar Rúðólfs höfðu um hönd þessi kirkjuorð
daglega, svo þau urðu þeim töm í máli — og urðu íslenzka.
íslenzkan átti engin orð til að tákna það, sem ekki var til á
íslandi.
Nú vill svo vel til, að öll þessi orð eru náskyld og hægt að
innlima og gera þau íslenzk. Vísa ég til eftirfarandi lista yfir
helztu kirkjuleg orð, sem fyrir löngu eru orðin góð íslenzka.
Rúðólfur vann að þessu í nær 20 ár. Skipulag fornensku kirkjunn-
ar komst á smám saman. Þó Rúðólfur bæri höfuð og herðar yfir
alla kennara sína, lét hann ekki bera meir á sér en öðrum út
í frá. Hann var svo yfirlætislaus, að menn taka ekki eftir honum
út í frá.
i) Isl.bék, kap. 9: Teit fæcLIi Hallr i Haukadal . . . ágæztr at géþu á landi
hér ólærþra manna . . . ec kom os til Halls VII vetrg gamall . . . oc vasc þar
XIIII vetr.
’) Stafróf af fornensku: Stæfrów, ætti að vena staf-röð, ef það væri íslenzkt
orð.
Miklu ástfóstri hefur hann tekið á Islendingum, að vinna slíkt
heljarverk fyrir þá, leggja hyrningarsteina bæði undir kirkju
íslands og bókmenntir, enda er hann lúinn og slitinn, er hann
kemur aftur heim til Englands á langaföstu 1050.
Rúðólfur var íslenzkur í lunderni. Hann kunni að meta kosti
heiðninnar, drenglyndi og kjark, tryggð og staðfestu. Ekki datt
honurri í hug að banna hin heiðnu nöfn vikudaga, eins og Jón
helgi. Hann lét kristna menn halda uppi því, sem heiðnin hafði
til síns ágætis, að svo miklu leyti sem unnt var.
I öndverðri kristni á Englandi voru heiðin hof ekki brotin,
þeim var breytt í kirkjur. Hvíta-Kristur og María mey voru
sett á stalla skurðgoðanna. Enginn maður var píndur eða neyddur
til að taka hina nýju trú.
I Noregi beitti Ólafur helgi lífláti og pyndingum til að þröngva
mönnum til kristni. Islendinga hryllti við þessu, en dáðust að
aðferð Rúðólfs. Er það ein af ástæðunum fyrir því, að kristni
komst á á íslandi þrætulaust og þegjandi. Var það mikið happ
fyrir ísland, að kristnin festist undir forustu þessa víðsýna
manns. Það var eins og hann sæi fyrir bæði biskupsdóm Jóns
helga og hina glæsilegu ritöld á 12. og 13. öld.
Sumir hafa haldið því fram, að trúboðar frá Englandi hafi
þurft túlka til að tala við íslendinga. Þeir vita auðsýnilega ekki,
hvernig hagaði til á Englandi á 11. öld. Víkingaherir höfðu tekið
sér bú og bólfestu á Norður- og Austur-Englandi, eða á nærri
helmingi Englands. Það kemur því ekki til mála, að Englendingar
hafi verið svo skyni skroppnir, að þeir hafi sent aðra en norrænu-
mælandi menn að boða trú á íslandi. Svo margir voru boðnir
og búnir til þess, að velja mátti ágætismenn.
Hér fara á eftir nokkur ensk kirkjuorð í íslenzku: m
íslenzka:
kirkja
prestur
prófastur /
djákn
kapalein, kapalinn
klerkur
kanóki, kanúki
múnklífi
klaustur
ábóti
abbadís
múnkur
nunna
að biskupa
prédika
embætti
skrýða
hátíð
ganga til skripta
húsl, hunsl, it helga húsl
kaleikur
guðspjallabók
redingabók
saltari
Fornenska:
cyrice, cirice, cyrce, circe, kirke
(Cart. Saxon. No. 1014).
preóst — þýzka orðið priestar
(af presbyter) heldur loka-ri
í hneigingum
profast
diácon
capelein
clerc
canonic
munclif
clauster
abbott
abbodesse
munc, munuc
nunna
biscopian
predícian
embiht
scrýðan
heáhtid
gán eða gangan to scrifte
húsel, húsl, þæt hálege húsel
eucharistia
calic
godspellbóc, evangeliarium
rædingsbóc, lectionarium
saltere.
Hið bezta
vindlinga
tóbak
Business College Education
In these modern times Business College
Education is not only desirable but almost
imperative.
The demand for Business College Educa-
tion in industry and commerce is steadily
increasing from year to year.
Commence Your Business Training Immediately!
For Scholarships Consult
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
PHONE 21 804 695 SARGENT AVE., WINNIPEG