Lögberg - 18.08.1949, Blaðsíða 6

Lögberg - 18.08.1949, Blaðsíða 6
6 L.ÖGBERG, FIMTUDAGLNN, 18. ÁGÚST, 1949 FORRÉTTIINDI Eftir GILBERT PARKER J. J. Bildícll þýddl. — LjóOin í þessari sögu eru þýdd af Dr. Sig. Júl. Jóhannessyni. „Bréfið, sem ég fór með þangað, var til veika mannsins hjá Jó Portugais á Vadromefjöllunum“. „Jæja, þá veit presturinn það. Það er máske einhver ríkismaður sem hefir komið til að leita sér heilsubótar og er að leika sér að því að vera skraddari. En því var ekki nafnið hans á bréfinu. Það þætti mér gaman að vita. Það er það, sem ég ekki skil“. Rósalie hristi höfuðið og leit hugsi út um gluggann og í áttina til skradd- araverkstæðisins. „Hvað hefurðu séð hann oft?“ „Aðeins einu sinni“, svaraði Rósalie og það var satt. En hún sagði ekki frú Flynn frá, að hún hefði þrisvar sinnum gengið nærri alla leið til Vadróme-fjall- anna í þeirri von, að hún myndi sjá hann aftur, og að hún hefði farið til staðar þess, sem kallaður var „Flax- beater^ (staður þar sem línkorn er þreskt), sem var mikill uppáhaldsstað- ur hennar, í þeirri von, að hann mundi fara þar fram hjá, því sá staður var við aðalveginn frá Vadróme-fjöllunum, og hún sagði henni heldur ekki, að hann hefði naumast horfið henni úr huga síðan hún sá hann. „Þó að Portugais viti eitthvað þá segir hann víst ekki frá því“, sagði frú Flynn eftir stundarbið. Svo kemur það okkur ekki við góða mín. „En er það ekki hann Jó, sem kemur þarna út úr skraddarabúðinni ? ‘ * Þær litu báðar út um gluggann og sáu að Jó mætti Filion Lacasse, söðla- smiðnum og Maxi milian Cour, rakar- anum. Þeir stóðu allir á miðri götunni um stund og Jó var að tala við þá. Hann var vanalega þurr í viðmóti og drumbs- legur, en nú var eins og hver tuska á honum talaði. — Charley og hann höfðu komið sér saman um hvað hann ætti að segja fólkinu í Chaudieur. Frú Flynn gat ekki staðist það að sjá þessa þrjá menn skeggræða þarna úti á götunni. Hún opnaði dyrnar á pósthúsinu og kallaði á Jó og sagði: „Verið þið ekki að krunka nefjunum saman þarna eins og þrír hrafnar. Komdu inn, Jó — ung- frúin segir að þú skulir koma inn og segja sögu þína hér inni, ef að hún er húsum og eyrum hæf. Jó Portugais. Þú segir varla nei, þegar ungfrúin skipar, bætti hún við“. Eftir að Jó var kominn til þeiíra sagði hann: „Það er ekkert að athuga við þetta, því eins og ungfrúin veit, þá var presturinn viðstaddur, þegar hún ko mmeð bréfið til monsieur Mallard. Presturinn veit þetta allt saman. Mon- sieur Mallard kom til mín veikur og var hjá mér. Það er ekkert betra til að lækna vissa sjúkdóma en að anda að sér greniskóga- Einilyngslofti. Hann var oft mjög hljóður á meðan hann var hjá mér. Presturinn kom og kom. Hann veit allt um þetta. Þegar monsieur batnaði sagði hann: „Ég vil ekki fara í burtu frá Chaudiere. Ég vil vera hér. Ég er fátækur, o gég vil vinna fyrir mínu daglega brauði hérna“. Fyrst eftir að honum batnaði vann hann að trésmíði. Hann bjó til skápa og mynda- ramma. Presturinn hefir einn af skáp- unum í skrúðhúsinu í kirkjunni. Ramm arnir hafa verið settir utan um krossa í kirkjunni“. „Þetta nægir mér!“ sagði Maxi- milian Cour. „Fékk hann nokkuð fyrir þá?“ spurði Filion Lacasse alvarlega. Hann setti ekki einn eyri fyrir þá. Og það sem meira er, að hann er farinn að vinna fyrir hann Louis Trudel kaup- laust. Hann gekk hér í gegnum bæinn í gær, og sá Louis gamlan, boginn og veikan við vinnu sína og hann settist hjá honum og fór að vinn. „Það nægir mér“, sagði söðlasmið- urinn. Ef að maður vinnur fyrir kirkj- una kauplaust þá er hann kristinn. Ef að þú vinnur fyrir Louis Trudel kaup- laust, þá ertu asni — fyrsta flokks asni — eða þá heilagur maður. Ég vildi ekki vinna fyrir hann Louis Trudel, þó að hann borgaði mér finn dollara á dag“. „Heimska! Sá, sem vinnur fyrir Louis Trudel vinnur einnig fyrir kirkj- una, því allt, sem Louis þénar fer á endanum til kirkjunnar — það stend- ur að minnsta kosti í erfðaskránni hans eftir því sem friðdómarinn segir, og hann ætti að vita það“, sagði Maximili- an Cour. „Sjáið þið þarna“, tók frú P’lynn fram í og benti með hendlnni yfir göt- una og til skraddaraverkstæðisins. Sjáðu matsalann, hann er að reka höf- uðið inn um dyrnar og þar er Margloire Cadoret og rakarasvínið hann Moise Moisan að stara inn um dyrnar og —“ Áður en hún lauk víð það, sem hún ætl- aði að segja, leit rakarinn og félagar hans, skyndilega við og héldu út á göt- una og flýttu sér. Þeir, sem í pósthús- inu voru gengu út á götuna og sáu að skammt frá þeim hafði hópur af fólki safnast saman. Rósalie lokaði pósthús- dyrunum og fór út á eftir þeim og flýtti sér. Fyrir framan Trois Couronnes hótel- ið var að gerast sorglegur atburður. Germanin Boily, hestatemjarinn hafði ekið tömdu elgdýri upp að hótelinu, og hafði drukkið meira af víni en góðu hófi gengdi. Máske til að drekkja endur- minningunni um viðskipta ekkju Plom- ondons og hans, sem voru nýafstaðin og var því í vondu skapi og tók upp á gáleysislegu flangsi við dýrið, sem tók því illa og réðst að Germain með horn- um og fótum. Boily var of drukkinn til að koma skynsamlegri vörn fyrir stg svo dýrið tróð hann undir fótum sér. En með Boily var stór og grimmur varðhundur, sem læsti vígtönnunum í kverkar dýrsins, dróg það niður og reif flygsu úr hálsi þess. Þetta skeði svo að segja á augabragði. Fólkið hljóp út til þess að sjá aðfarirnar, en hélt sig þó í hæfilegri fjarlægð, þar til að Elgdýrið var fallið, þá gekk það nokkru nær manninum, sem lá meðvitundarlaus á snjónuní. Áður en nokkur þeirra gat gat náð til hans hljóp hundurinn til hús bónda síns og stóð yfir honum illilegur og urrandi. Hóteleigandinn ætlaði að ganga til mannsins, en hundurinn gerði sig líklegan til að stökkva á hann, svo hann sneri aftur. Svo reyndi M. Daup- hin, friðdómarinn og komst nokkrum fetum nær manninum, en hótelhaldar- inn hafði gjört, en snéri fljótlega til baka aftur, þegar hundurinn bjó sig til að stökkva á hann. Einhver bað um byssu, og Filion Lacasse hljóp heim til sín. Hundurinn hafði nú lagst niður með lappirnar yfir húsbóijida sínum og horfði á þá, sem í kring voru, með blóðstorkn- um augum. Eina ráðið sýndist vera að skjóta hann, en sá, sem það reyndi varð að vera viss í sinni sök til þess að skaða ekki manninn, ef hann skyti á hund- inn. Mannþyrpingin hafði nú greiðst í sundur og farið heim til sín og stóð við glugga og í dyrum húsa sinna og horfði á. Filion Lacasse kom brátt með byss- una. En hver vildi verða til þess að nota hana? Jó Portugais var bezta skyttan, sem menn þekktu þar um slóðir og tók hann við byssunni. Þegar hann var að taka við henni kallaði Rósalie Evan- turel: „Skjóttu ekki! Bíddu!“ Og áður en menn vissu af, var hún löggð af stað til mannsins meðvitundarlausa, og hundsins, sem hún kjassaði og kallaði á með nafni. Allir, sem sáu til hennar stóðu á önd inni. Þa ðleið yfir konu, aðrir skulfu af ótta, og Jó Portugais lét byssuna síga, Óhikandi gekk Rósalie til hundsins og talaði vingjarnlega til hans. Það leit út fyrir að hundurinn ætlaði að ráðast á hana, en hún hélt út hendinni og gældi við hann og þegar hún kom til hans lagði hún hendinaá höfuðið á honum, en hann lagðist urrandi niður aftur og dró sig urrandi ofurlítið frá manninum og sleikti hendina á Rósalie, þar sem hún kraup við hliðina á Boily og þreif- aði eftir hjartaslögum haris. Hún lagði hendina yfir hálsinn á hundinum og sagði við þá, sem hjá stóðu: „Komið þið einhver ykkar — aðeins einn! — Já, þú monsieur!“ bætti hún við, er hún sá Charley, sem var alveg nýkom- inn til þeirra, koma til hennar — aðeins þú og taktu hann upp og berðu hann heim til mín“. Hún hélt enn hendinni um hálsinn á hundinum og talaði til hans, þegar Charley kom til hennar og tók mann- inn upp og setti hann upp á herðar sér og hélt af stað. Þegar Charley tók Boily upp ókyrrðist hundurinn aftur og ætl- aði að slíta sig frá Rósalie, en henni tókst að stilla hann, svo að hann gekk undir hennar stjórn, við hliðina á Char- ley og sleikti hendurnar á húsbónda sín um, sem héngu niður. Þegar heim til Evanturels kom var maðurinn meiddi lagður upp í rúm. Charley skoðaði sár hans og sá að þau voru hættuleg og réði til þess að læknir væri sóttur tafar- laust, en á meðan eftir honum var beðið þá gerðu þeir Charley og Jó Portugais allt, sem þeir gátu til að hlynna að hon- um og vekja hann til meðvitundar. Jó var mjög laginn í slíkum tilfellum og hans heima tilbúnu meðul dugðu oft vel. Það var sent eftir prestinum og þeg ar hann kom, tók hann við aðalumsjón á Boily, og hann ráðstafaði því, að hann skyldi vera fluttur heim til sín um kveld ið og vera hjá sér á meðan að læknirinn væri sóttur, sem heima átti í öðru byggð arlagi. Það var á þennan hátt, sem fólkið í Chaudiere kynntist Charley Steele fyrst, og þetta var í annað sinn, sem hann sá Rósalie Evanturel. Þetta tilfelli vakti undur og eftir- tekt á honum. Áður en hann fór burt úr húsi Evanturels, höfðu þeir Filion Lacasse og Maximilion Cour sagt sögu hans þar, eins og Jó Portugais sagði þeim hana, og frú Flynn hafði einnig bætt sinni við eins og hún hafði heyrt hana frá Jó, og fólkið allt var komið í háspennu ákafa. En hann var ekki sá eini, sem talað var um þann dag, því það var ekki ein einasta mannpersóna í þorpinu, sem ekki dáði hugrekki Rósalie. Friðdómar inn stóð á tröppunum fyrir framan hús rakarans og færði henni þakkir þorps- búanna í glymjandi ræðu, sem hann hélt og fagnaðarlæti fólksins voru svo áberandi að þau heyrðust inn í póst- húsið og frú Flynn kom út. „Þetta er fyrif hana elskuna — fyr- ir ma’m’selle Rósalie — þeir eru að rífa á sér hálsinn!“ sagði hún við Char- ley, þegar hann var á leiðinni út frá veika maninum. „Hefurðu nokkurntíma séð slíkt auga og slíka hönd? Þetta ægilega dýr, sem drepið hefir tvo Indí- ána nú þegar — og allir mennirnir skriðu á bak við hana og horfðu á hana ganga þarna kalda og rólega eins og viðarlauf vökvað morgundögg og dá- leiða djöfulsins eigin útsendara! Hef- urðu nokkurntíma séð nokkuð líkt því, herra minn — þú, sem hefir séð svo margt?“ „Frú, það er ekki handtakið eitt, eða orðin ein“, svaraði Charley. Satt er það, það er eitthvert dýpra samband á milli hennar og kvikindisins, meinarðu. „Já, það er rétt“. „Einfalt og skilningsríkt, eins og hjá honum Nóa í örkinni hans — því að hann hefir sjálfsagt talað við dýrin, sem hann hafði þar um verkefni þeirra“. „Á sama hátt“. „Það er satt, sem þú segir, herra minn. Það eru fleiri mál til, en þau, sem mennirnir tala. En hlustaðu nú á það, sem ég ætla að segja — og hún lækk- aði málróminn. — Það er ekki í fyrsta sinn að þessi stúlka, sem er komin af frönsku aðalsfólki, sýnir hugrekki. Það var fyrir þremur árum síðan, þeg- ar hún var unglingur að aldri, nákvæm- lega þremur árum eftir að móðir henn ar dó, og að hún var nýkomin heim frá Nunnuskólanum í Quebec. Að kona kom hingað í bygðina, og var tekin veik heim til bróður síns, sem hér bjó — hún kom frá Frakklandi. Þeir sögðu fyrst að hún væri bóluveik, en það var al- deilis ekki bólan, heldur svarti dauði, sem upp hafði komið á skipinu, sem hún kom á yfir hafið. Þegar það komst upp, þá hljóp svínið hann bróðir hennar í burtu úr húsinu frá henni og skyldi hana eina eftir. Fólkið forðaðist að koma ná- lægt henni. Presturinn var ekki heima, svo að vesalings konan var alein og yfir gefin. Hver heldurðu að hafi farið til hennar til að annast hana? Hver held- urðu að það hafi verið herra minn?“ „Ungfrú Rósalie?“ „Engin önnur en hún“ Farðu og segðu frú Flynn að annast hann föður minn, þangað til ég kem til baka, sagði hún og þaut af stað til hússins, þar sem konan og Svarti dauði voru. Hún var þar í viku og það kom enginn nálægt henni. Hún var alein með konunni og dauðanum. „Látið þið hana vera“, sagði presturinn, þegar hann kom til baka. Þetta er kærleiksverk Guðs. Guð er með henni — látið þið hana vera, og biðjið fyrir henni. Hann fór sjálfur til hússins. en hún hleypti honum ekki inn. „Þetta er mitt verk“, sagði hún, „og það er Guðsvilji, að ég stundi það“, sagði hún. Og konan lifir ef það er vilji Guðs“, sagði hún. Það er agnus dei, (Guðs lamb) á brjóstinu á henni, sagði hún. Bið þú fyr- ir henni, sagði hún. Og presturinn bað, og við báðum öll fyrir henni. En konan dó úr pestinni. Einsömul dróg Rósalie líkið á sleða, ofan götuna, og út fyrir hæðina, þangað sem kirkjugarðurinn var og gróf hana með sínum eigin hönd- um, og enginn vissi um það fyrr en morg uninn eftir. Þegar því verki var lokið fór hún aftur til hússins og brenndi það til grunna, sem óþokkinn hann bróðir hennar átti sannarlega skilið, og hún brenndi fötin sem hún var í og fór í önnur, sem að ég færði henni. Er unnt fyrir mig, prestinn, eða nokkurn annan að gleyma slíku mannúðar- og kærleiks verki? Það er satt bezt að segja, að prestinum leið ákaflega illa út af því, að vera ekki heima, og svo út af því, að vera lasinn eftir að hann kom heim og geta ekki verið viðstaddur, þegar konan dó og sagt við Rósalie. Leyfðu mér að koma inn í húsið og vera hjá henni síðustu stundirnar. En það, sem Rósalie hefir sagt við hana hefir verið eins gott og það, sem presturinn hefði sagt“. Þetta er sagan, sem frú Flynn sagði Charley, þar sem þau stóðu bæði við dyrnar á pósthúsinu. Þegar frú Flynn hafði lokið sögunni, fór Charley aftur inn í herbergið, þar sem Rósalie sat við rúm sjúka mannsins, með hundinn við fætur sér. Hún stóð á fætur og gekk á móti honum undrandi, því að hann hafði kvatt, þegar hann fór út, fyrir fá- einum mínútum. „Má ég sitja hér inni hjá manninum um stund, ungfrú? Þú þarft að ljúka verkunum þínum í pósthúsinu“. „Monsieur, þetta er fallega gjört af þér“, svaraði Rósalie. ChaPiey sat inni hjá veika mannin- um í tvær klukkusttindir, og horfði á Rósalie ganga út og inn og hvísla fyrir- skipunum í eyra frú Flynn og gjöra ýms innanhússverk, og hann sá, að yndis- þokki fylgdi hverri hennar hreyfingu og birta fylgdi hverju bliki augna hennar. Það var liðið fram yfir hádegi, þegar hann kom aftur í skraddarabúðina, þar sem Louis Trudel tók á móti honum með þögn og þótta. Þeir héldu áfram vinnu sinni steinþegjandi í klukkutíma, svo sagði skraddarinn: „Þessi stúlka er hugrökk. Við vinn- um til klukkan níu í kveld“. XV. KAPÍTULI Markið í pappírnum Níu daga undrin út af komu Char- ley til Chaudiere voru í rénun. Flestir í þorpinu höfðu gengið fram hjá dyrun- um á skraddarabúsinni, staðið á göt- unni gegnt henni, eða látið máta á sig föt inni í henni sjálfri, sem fleiri höfðu gert á þeim níu dögum, en á nokkrum þremur mánuðum áður — og var Char- ley aðdráttaraflið— að sjá hann sitja á bekk með krosslagða fæturna, eða standa við borðið með pressujárn í hendi, og gler á öðru auganu, sem mönn um þótti heldur en ekki einkennilegt. Signorinn hann M. Rossignol hafði að vísu augnagler, en því var haldið að auganu með umbúnaði úr horni, sem lítið gyllt skaft var á, en enginn í Chau- diere hafði nokkurntíma séð augnagler, líkt því, sem þessi maður notaði, og svo hafði heldur aldrei neinn komið til Chaudiere, sem líktist þessum manni, svo að eftir nokkra daga, fóru allir að kalla hann ,,Monsieur“ en felldu „Mall- ard“-nafnið niður, sem bar vott um eftir tekt þá, er hann vakti og virðing þá, sem menn báru fyrir honum. Menn komu og stóðu við dyrnar á skraddarabúðinni og skeggræddu og hlustuðu á samræður þeirra Louis Tru- dels og monsieur, og það komst brátt í almæli, að þessi ókunni maður væri bet- ur máli farinn, en friðdómarinn, og eins vel og presturinn. Eftir nokkurn tíma var augnagler hans gert að sér- stöku umræðuefni sem valdgjafi mál- snildar hans. En vanalega var um- ræðuefni fálksins, eðlilegt og blátt áfram um daginn og veginn, ein- staka sinnum um stjórnmál og um al- heimsmál, þegar pósturinn kom til þess, yfir langa leið og lítt færa vegi. Við einu umtalsefni var þó aldrei hreyft og það var máske sökum þess, að hljóðbært varð, að Charley væri ekki kaþólskur, ar einhver braut upp á því umtalsefni, og máske meðfram fyrir þá sök, að þeg- við hann, þá eyddi hann því og beindi umtalsefninu sniðuglega inn á aðrar brautir.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.