Lögberg - 18.08.1949, Blaðsíða 8

Lögberg - 18.08.1949, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGLNN, 18. ÁGÚST, 1949 Ur borg og bygð Hr. Jón Ólafsson stáliðnaðar- fræðingur frá Salmon Arm, B. C., sem dvalið hefir hér um slóð ir undanfarinn mánaðartíma sér til hvíldar og hressingar, lagði af stað heimleiðis á föstudaginn; kvaðst hann í samtali við rit- stjóra þessa blaðs hafa haft mikla ánægju af dvölinni í Winnipeg og heilsað upp á fjölda vina og samferðamanna. •A Mikið og fallegt úrval mynda frá íslendingadeginum á Gimli þann 1. þ. m., er frú Kristín Johnson þá tók þar, er til sýnis á skrifstofu Lögbergs. ★ Mr. Jónas Björnsson umsjónar maður á Elliheimilinu Betel á Gimli, er nýlega lagður af stað ásamt frú sinni í mánaðar- skemmtiferð vestur að Kyrra- hafsströnd. ★ Fjórða ágúst lézt á almenna sjúkrahúsinu í Winnipeg frú Sigurborg Sigurðardóttir, 59 ára kona Bærings Hallgrímssonar C. P. R.-starfsmanns í Wynyard. Hún var jarðsunginn af Rev. J. C. Jolly, frá Sambandskirkjunm í Wynyard, 9. ágúst, að við- stöddu fjölmenni. Synir þeirra hjóna eru tveir, Óskar í Mozart og Norman í Vancouver, B. C. Bróðir hinnar látnu hér vestra er Eiríkur H. Sigurðsson í Winni peg, en þrír bræður hennar og Framhald af síðu 5 „Dymbilvaka“ eftir Hannes Sigfússon, hefði getað orðið tals vert betri bók, ef höfundurinn væri kröfuharðari við sjálfan sig. í staðinn fyrir átök, fer hann á hundavaði yfir erfiðleikana. En bull og kjaftæði verður ekki að list, þótt það sé sett fram í súrrealistísku formi. Þetta er fyrsta bók Hannesar. Áður hafa sést eftir hann smá- sögur, frumlegar og eftirtektar- verðar. Hann er gáfað skáldefni og getur án efa, gert eitthvað betra en þessa súrrealistísku leirsúpu. Og ekki skal því neit- að, að „Dymbilvaka“ ber dálít- inn vott um sérkennilega skáld- gáfu og hugarflug. Tileinkunin er góð, gamaldags skáldskapur: „Með gullinni skyttu og glitrandi þræði óf sumarið nafn þitt í söknuð minn“. tvær systur eru á lífi á íslandi. ★ Hr. Guðmundur Pétursson frá Geysi er nýlega kominn til borg arinnar og mun dveljast hér í nokkra daga. ★ GIFTING Gefin voru saman í hjónaband í Lútersku kirkjunni á Mikley, 6. þ. m., Joseph Norman Stevens og Kristín Sigurgeirson. Brúð- guminn er sonur þeirra Mr. og Mrs. Norman Stevens, á Gimli, og brúðurinn er dóttir Mr. og Mrs. Helgi Sigurgeirson í Mikley. Brynjólfur bróðir brúð- arinnar aðstoðaði brúðgumann og Margaret systir brúðgumans aðstoðaði brúðurina. Mrs. Clif- ford Stevens var við hljóðfærið; Mrs. Sigríður Sigurgeirson söng einsöng. Einnig söng söngflokk- ur kirkjunnar. Séra S. Sigur- geirson gifti. Að giftingunni af- staðinni var setin fjölmenn veizla í samkomuhúsi byggðar- innar. Séra Skúli mælti fyrir minni brúðarinnar. Framtíðarheimili ungu hjón- anna verður í Winnipeg. S. J. S. ★ Látinn er nýlega að Oak View, Man., Pétur Vigfússon 83 ára að aldri; hann var jarðsunginn af séra Skúla J. Sigurgeirssyni; þessa aldurhnigna manns verð- ur vafalaust nánar minnst síðar. ★ Elsie May Halverson, Ruth Halverson and Alene Halverson daughters of Mrs. H. T. Halver- „Frá þér ó stjarna veit ég vindar greiða ið vota hár sem fellur þungt“. Kvæðið nr. 21 er laglegt, síð- asta kvæðið einnig — en hversu miklu betri hefðu þau ekki get- að orðið ef höf. hefði vandað sig dálítið. Vökunótt við Reykjanesvita á þetta að sýna — súrrealistískt. Og sumstaðar eru dálítil tilþrif, nóg til þess að lesandann langar til að sjá meira eftir Hannes. Og nóg til þess að ritdómarinn bölvar í sand og ösku yfir því, að sjá svona illa farið með góð- ar gáfur. Mann langar til að hrista hönfundinn og eggja hann lögeggjan með hans eigin orð- um: „Ó þú sem veldur hvorki önd né æði, en eigrar milli svefns og vöku. svona upp með þig það er glas“. Mbl. 15. júlí son (Jona Jonasson) and the late Mr. Halverson og Regina, Sask. passed through Winnipeg with their mother on Tuesday on their way to Northfield, Minn. where Alene will be married to Mr. Walter Moris of Fergus Falls Minn. ★ Dr. J. A. Bildfell frá Montreal, er nýlega' kominn til borgarinn- ar ásamt frú og börnum í heim- sókn til foreldra sinna, þeirra Mr. og Mrs. J. J. Bildfell. ★ Mr. Harold Johannsson efna- fræðingur frá Montreal er staddur í borginni ásamt frú sinni og tveimur börnum í heim sókn til ættingja og vina. ★ Dagblöð i Winnipeg-borgar létu þess getið í lok fyrri viku, að píanósnillingurinn ungfrú Agnes Helga Sigurdson, hafi á- kveðið að efna til hljómleika í Town Hall. í New York í önd- verðum marzmánuði næstkom- andi. ★ Látinn er nýlega í Arborg Elli Sigurðsson verzlunarmað- ur; hann hafði legið rúmfastur svo árum skipti; hinn látni var mannkostamaður, er naut al- mennra vinsælda. ♦ Mrs. Bertha Bjornson has re- turned to her home in Chicago, after spending some time in Winnipeg. While here she at- tended the Baldwinson-Boddis wedding which took place July 29. ★ Baldwinson - Boddis King Memorial church was the setting for the wedding of Ruth Lillian, only daughter of Mr. and Mrs. H. Boddis, and Chris Stephen Baldwinson, July 29 at 7 p.m. Rev. W. Smetheran officiated. Cora James was solo- ist and Miss Helen Young played the wedding music. The bride wore a gown of white satin, fashioned with a low round neckline inset with net and outlined with a shirred bertha of satin and lace. Her sleeves ended in lily points and her skirt was full. A band of white flowers held her long veil and she carried red roses and white carnations. Mrs. Peter Call was matron of honor and Miss Ruth Morris was bridesmaid. Fred Gunnlaug son cousin of the bridegroom, was groomsman an ushers were John Baldwinson, brother of the bridegroom, and Reginald Winser, uncle of the bride. A reception was held að Elm- wood Community hall. Mr. and Mrs. Baldwinson left for Van- couver where they will reside. ★ Mrs. O. Gunnlaugson, Mrs. E. Erickson, Miss G. Gunnlaugson, Fred Gunnlaugson, Kalman Bar dal, and H. Erickson have re- turned to their home Wynyard, Sask., after attending the Bald- winson-Boddis wedding. ★ Mörgum Islendingum. er frú Ingibjörg Halddórsson að góðu kunn. En ef til vill er það á fárra vitorði hér í vestur land- inu, að þessi dugnaðar og rausn ar kona hefir nú um nokkur ár starfrækt gisti og greiðasöluhús í New York. Til hennar hafa leit að fjölmargir íslendingar, sem hafa átt leið til hinnar miklu heimsborgar. Hafa þeir rómað heimili hennar og aðbúnað all- an. — Bústaðurinn er að 240 W 104 St. Apt 4A Sími Un-4 - 8178. Heppilegt það — Kúlan hitti mig hérna í brjóstið, sagði hermaðurinn, og fór út í gegnum hrygginn. — Það getur ekkiverið, sagði vinkona hans, því að þá hefði hún hitt hjartað og þú ekki lifað það af. — Jú, á því augnabliki var hjartað komið niður í buxur. MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja á Séra Valdimar J. Eylands. Heimili 776 Victor Street. Sími 29017. — Islenzk guðsþjónusta á sunnu- dagskvöldið kl. 7. — Argyle Prestakall — Sunudaginn 21. ágúst. Brú kl. 11 f. h. (ensk messa). Glen- boro — kl. 7 e. h. (ensk messa). Séra Eric H. Sigmar Gimli Prestakall 21. ágúst. — Ferming og altar- isganga í Mikley. — Ég mun kveðja söfnuðinn við þessa guðs þjónustu. Allir boðnir og velkomnir. Skúli Sigurgeirson Messað verður í Sambands- kirkjunni á Lundar s.d. 21. á- gúst n.k., kl. 2 e. h. E. J. Melan Frá Tantallon í grend við bæinn Tantallon í Saskatchewan er nokkur byggð Islendinga og annara þjóða. Ég hefi flutt þar nokkrar guðs- þjónustur í samkomuhúsi byggð arinnar, er gott að koma til þessa fólks, sækir það vel mess- urnar. Sunnudaginn þ. 26. júní kom- um við saman allmörg, fór messugjörðin mikið fram á ensku, en íslenzkir sálmar sungn ir; að lokinni messu keyrðu menn heim á heimili Helga Vig- fússonar; var það af tilhlutun kvennanna í bygðinni og annara. Menn höfðu komið sér saman um að minnast tuttugu og fimm ára giftingarafmælis hjónanna Mr. og Mrs. Helga Vigfússonar; hafa þau hjónin áunnið sér hylli byggðarmanna, var stundin hin ánægjulegasta á allan hátt; vist ir voru iram bornar margvísleg ar og ágætar; blóm og giftingar kaka skreytti veizluborðið. Þá voru bornar fram gersemis- gjafir brúðhjónunum, voru það silfurmunir til borðhalds, prýði lega greyptir vínberjamyndum og fleira skrauti. Unga fólkið settist við hljóð- færið og söng mörg dáfalleg ljóð, báru raddirnar vott um æskugleði og fögnuð þeirra, sem hafa ekki reynt brim og boða- föll lífsins. Tel ég víst, að þessi gleðiríka stund veitti þeim og öðrum hugblíða endurminning um komandi daga. Reis upp í brjósti mér sú bæn, að Guði mætti þóknast að vernda, styrkja og blessa hin ungu líf í hretviðrum ævinnar. Veðrið var upp á það blíð- asta, og voru menn á gangi um- hverfis íveruhúsið og glöddu sig við góða veðrið og ánægjulegar samræður. Heimili þetta er hið vistleg- asta, ber það vott um ástund- unarsemi, reglusemi og þrifnað. Þau Mr. og Mrs Vigfússon eiga stóran hóp barna, eru börn in sérlega fríð, mannborleg og vel að sér til munns og handa. Vil ég að endingu árna heimili þessu allrar blessunar í bráð og lengd. S. S. C. Heiðarlegir þjófar eru ekki til Kútur: — Ég spurði pabba að því, hvort ekki væru til heiðar- legir þjófar. Hann sagði að þeir væru ekki til, þeir væru ná- kvæmlega eins og allt annað fólk. Athyglisverður diaumui! Morgunblaðið hefir verið beð- ið að birta eftirfarandi: Aðfaranótt hins 9. apríl 1949 dreymdi mig eftirfarandi draum: Mér þótti ég vera stödd á heim ili mínu og voru þar samankomn ir nokkrir gestir. Allt í einu finnst mér ég vera knúin til að segja eftirfarandi orð: „Hver sá, sem ekki tileinkar sér í trú, í þessu lífi, Friðþægingarverk Jesú Krists, á á hættu að hljóta óásjálegan líkama í endursköp- uninni“. — Síðan vaknaði ég. Guðrún Sveinbjörnsdóttir, Hurðarbaki, Reykholtsdal 24. maí 1949 Kona sú, sem hér um getur, er systir hr. Sigurðar Sveinbjörns- sonar trúboða, sem nýlega er kominn frá íslandi til Winnipeg til nokkurrar dvalar. GAMAN 0G ALVARA Rottur höfðu ekki komist þar nálægt Það skeði hjá bakaranum. Ung stúlka kom inn til hans og bað um góða smjörköku, beztu tegundar. — Hér er ein, sagði bakarinn, sem er sérstaklega góð. Ég mæli eindregið með henni. — Svei, sagði stúlkan, þegar hún sá kökuna, ég get ekki betur sér en að hún sé rottunöguð. — Rottunöguð, sagði bakar- inn stórkostlega móðgaður, það getur alls ekki átt sér stað, kött- urinn sem svaf á henni í alla nótt. Síðasta orðið Það er erfitt að hafa síðasta orðið í samræðum við Bob Hope, eða koma með eitthvað, sem hann getur ekki svarað. Það tókst samt nýlega ungri leik- konu, sem langt er þó frá að sé fræg orðin. — Þér eruð áreiðanlega allt- af með blöðrur á fingurgómun- um, Hope, sagði stúlkan. — Hvaðan ættu þær að koma? spurði Hope undrandi. — Af að telja alla peningana, sem þér fáið. — Hö, heyrðist í Hope. Slúð- ur. Einu samskiptin, sem ég hefi við peningana, sem ég vinn mér inn, er að vinka til þeirra um leið og þeir fljúga framhjá beint til skattstjórans. — Svo, sagði unga stúlkan, þá hafið þér bara fengið blöðrur af að vinka. Stríðshjónabönd eru haldlítil I opinberum finnskum skýrsl um hefir mjög greinilega komið í ljós, að hjónabönd þau, sem stofnað var til á stríðsárunum hafa reynst heldur haldlítil. 1941 voru 1580 hjónaskilnaðir í Finnlandi, 1944 voru þeir 3246 og 1945 5605. Síðustu árin hefir þeim fækkað örlítið, en saman- borið við árin fyrir stríð, 1936— ’40, er skilnaðartalan þrefalt hærri. Þau hjónabönd, sem stofnað hefir verið til á stríðsárunum hafa reynst haldminnst. I 60 prósent tilfellum er það konan, sem óskar eftir skilnað, en í fæstum tilfellum eru báðir aðilar ásátir um að skilja. Skiln aðarorsakir eru ótrygglyndi, kynsjúkdómar, misnotkun á eit- urlyfjum, fangelsisdómur eða hrottaleg meðferð. 40 prósent þessara skilnaða hafa átt sér stað eftir tveggja ára sambúð. Áður áttu þeir flest ir sér stað eftir 5—9 ára hjóna- band, en nú eru þeir algengastir eftir 1—4 ára hjónaband. I MANITOBA BIRDS WESTERN WILLET (Catoptrophorous semipalmatus inomatus) A large grey bird with white rump and pale tail and a conspicuous white bar across the wings. Distinctions: There is no other species with which the Willet is likely to be confused. The general greyish and white colour and conspicuous black and white wings are perfectly distinctive. Field Marks: A large grey and white wader with white rump and ta.il, and in flight a flaring white bar across black wings. Distribution: North and South America. Breeding from Nova Scotia and the prairies. The westem bird is slightly paler than the eastern one The Western Willet is common on the prairies today, more common in Saskatchewan and Alberta. It is one of the three waders that is characteristic of the prairies. It loves to stand on the edge of the muddy water and raise its striking black and white wings, banner-like, over its back and posé spectacularly. Its characteristic note is a long, musical whistle, sometimes in the distance it sounds remarkably like the mournful plaint of the Whip-poor-will. This space contributed. by SHEA'S WINNIPEG BREWERY LTD. MD-230 To Our M.arty Friends: This is to announce that Freda Johannesson (Mrs. Konnie Johannesson) and Elva (Holm) Youngs have opened The Blossom Flower Shop at 1406 Main Street. We offer a complete floral service for Weddings—bouquets, corsages, church and home decorations. A variety of house plants, ornamental vases and pottery novelties are available. We guarantee prompt and efficient service on distinctive and original Funeral Designs. Your requirements will receive our personal attention. THE BLOSSOM FLORISTS 1406 MAIN STREET Phone 55 553 Evenings 35 689 TIL KAUPENDA LÖGBERGS og HEIMSKRINGLU Frá því var nýlega skýrt í báðum íslenzku blöðunum vestan hafs, að verð æfiminninga, sem færu yfir 4 ein- dálka þumlunga, yrði framvegis reiknað 20 cents á þumlunginn; þetta er að vísu ekki mikill tekju auki, en þetta getur dregið sig saman og komið að dálitlu liði. Aðrar auglýsingar kosta 70 cents eindálka þumltmgur. Fyrir samskotcdista reiknast 50 cents á þumlunginn. THE COLUMBIA PRESS LIMITED THE VIKING PRESS LIMITED ^Royal Arrow'7 PO RTABLES A compact portable typewriter designed to give you years of service at home or while travel- ling. Many useful and dependable features: two - color r i b b o n , touch control, magic margin, variable line spacer and time saver top. Complete with attractive carrying case. Each $86.50 Stationery Section, Main Floor, South. <*T. EATON C°u LIMITED Bókmentir Og sumstaðar glitrar á gull- mola í leirkássunni:

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.