Lögberg - 15.09.1949, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 15. SEPTEMBER, 1949
„Hann þeytti mér yfir á Þórsmörk“
EFTIR RANNVEIGU K. G. SlGBJÖRNSSON
þeir koma fyrir, en hrynjandin
í þeim maður, en hrynjandin“.
„Já. Ég finn hrynjandina í
þeim líka og hún þykir mér
falleg og ég hef gaman af sögu-
legu frásögnunum þar og það er
mikið af fallegum vísum þar, en
ég veit ekki nema fylla mætti
með öðrum orðum ýmislegt sem
í rímunum er óþægilegt“, sagði
Daníel.
„Rímurnar eru ákaflega vel
kveðnar, drengur minn og ómet-
anleg skemmtun að þeim“.
„Viltu þá ekki heyra hvernig
fór fyrir árgeislanum og fjól-
unni í óbundnu máli“.
„Ekki á meðan við erum að
vinna. Það dregur úr áhuganum
fyrir vinnunni að hugsa um
annað á meðan maður er að
vinna“.
„Já, en þú byrjaðir" — Daníel
steinþagnaði.
Þeir unnu af kappi enn um
stund við ristuna.
„Kannske við fáum frí eftir
nónið til þess að vera á fundin-
þetta. Nú á hann bókstaflega að
gera alt fyrir alla“.
„Hann er mentaður maður og
prestur“, sagði Daníel.
„Svo er það, en hann er nú
bara maður fyrir því. Prestar
eiga að prédika Guðs orð. Menn
lagazt við að hlusta á það. Prest
ar geta ekki gert alt sem allir
vilja fremur en aðrir menn“.
„Það getur nú verið“, sagði
Daníel dræmt, „en mér firjnst
að þeir ættu að geta hjálpað
manni eitthvað, útvegað manni
meira frelsi, betri menntun og
og svoleiðis“.
„Það eru mestu ógangsmenn
þessir nýju menn“, sagði Hjört-
ur Jósep.
„Þeir eru menn með lífi og
fjöri“, sagði Daníel.
„Fjörugur í mönr.um ógang-
urinn og heimskan“, þusaði
Hjörtur Jósep yfir stórri spólu
af torfi og þurkaði svitann af
andliti sér á treyjuerminni.
Daníel leit á hann efabland-
„Hann þeytti mér yfir á Þórs-
mörk,
Hann þeytti mér yfir á Þórs-
mörk,'
Hann þeytti mér yfir á Þórs-
mörk og þar gengum við á hólm,
Hann þeytti mér yfir á Þórs-
mörk og þar gengum við á
hólm“.
„Ertu orðinn vitlaus, greyið
mitt, að vera að stagla þessa
bölvaða vitleysu?“
„Ég hljóp upp á hæzta tindinn,
Ég hljóp upp á hæsta tindinn,
Ég hljóp upp á hæzta tindinn,
þar heimti mig yndislindin,
þar heimti mig lindin smá“.
„Ég afsegi prestinum að hafa
þig í vinnu með sér, ef þú ekki
hættir þessum vaðli“.
„Mér þykir fallegra að hafa
það, þar heimti mig yndislindin
og þar fann ég fjóluna smá“.
„Heyrðirðu ekki hvað ég sagði
þér, drengur. Ég afsegi bæði
Sveini og prestinum að hafa þig
í vinnu með sér, ef þú bullar
þessa andskotans vitleysu“.
Hjörtur Jósep rétti úr sínu
breiða og þykkvaxna baki og
hvessti augun á Daníel, átján
ára dreng, sem hélt í torfið á
meðan hann risti og lét lok-
leysurnar hrynja á meðan.
í rauninni var Hjörtur Jósep
ennþá svo stór og mikilúðlegur
að það var engu líkara en að
stormurinn hefði einhverntíma
klipið hann út úr klettaþöktum
fjallvanganum, sem reis þarna
beint yfir höfði þessara manna,
er unnu að torfristunni við
fjallsræturnar, klipið hann úr
klettunum og velt honum niður
klettabeltin og hlíðarnar þar til
hann var samanrekinn svo dyggi
lega að hann þoldi nærri alt,
sem á hann kynni að bíta. Sól-
in hafði brennt á honum vang-
ana rauðbrúna en klettarnir
gráu höfðu heimt sinn lit á hár
hans og skegg, því þó skeggið
stæði töluvert óþekktarlega út
í loftið, stíft og úfið, þá hafði
það samt orðið að láta undan
gráa litnum.
„Presturinn“ endurtók Daní-
el hægt. „Ætli hann hafi aldrei
verið ungur?“
Það kom hik á Hjört Jósep.
Hann rétti úr sér öllum upp frá
torfristunni, tók upp pontuna,
setti á nasir sér og teygaði
drjúgum áður en hann svaraði,
svo ótal ell flugu í hálfum hljóð-
u mút á milli tannanna. Ein-
kennilegt bros lék um varir
hans, er hann lét tappann í pont
una og ellin héldu áfram að
fljúga um fáein augnablik.
„Presturinn“, sagði hann hægt
og brosið hvarf af andlitinu og
pontap í vasann, en alvaran
breiddist yfir andlitið.
„Hann er ungur enn“. —
„Heldurðu að hann þoli þá
ekki að heyra dálítið af vit-
leysu?“
Það var eins og þungt ský
legðist yfir persónu Hjartar
Jóseps. „Ég gæti bezt trúað því“,
sagði hann hægt og ellin hurfu.
„Viltu þá ekki heyra hvemig
fór fyrir árgeislanum og fjól-
• unni“, sagði Daníel nærri því í
bænarróm.
Það mótaði fyrir meðaumk-
unarbrosi undir gráu yfirvarar-
skegginu.
„Ég held ég skilji lítið í því,
Daníel minn. Þér er bezt að
halda einhuga í ristuna á meðan
við drífum upp nokkrar torfur“.
Þeir ristu torfið þegjandi um
stund, þá sagði Hjörtur Jósep.
„Það er ekki gott að vera með
nein heilabrot. Menn eiga ekki
að fást við að yrkja néma að
þeir séu skáld svo sem eins og
séra Hallgrímur Pétursson og
Sigurður Breiðfjörð“.
Það dofnaði yfir Daníel.
„Það er nú ekki alt fallegt í
rímum Sigurðar", sagði hann.
„Það getur nú verið. Það verð
ur að tala um hlutina eins og
um?“ sagði Daníel.
Það sauð lengi í tóbaksfullum
vitum Hjartar Jóseps, áður en
hann svaraði.
„Eki skaltu hugsa neitt svo-
leiðis, Daníel litli. Það hefir ekki
verið siður, hér í Stórafelli, að
láta fólk hætta vinnu sinni þó
einhver fundur væri á ferðinni“,
sagði Hjörtur Jósep.
„Já, en þetta er nú mann-
fundur, sem ætlar að ræða end-
urbætt lífskjör manna, umbæt-
ur í verzlun og svo kannske tal-
að verði um annað, umbætur á
vinnuhjúahaldi — kannske skóla
fyrir alþýðu eins og þeir kváðu
hafa í Danmörku“, sagði Daníel.
„Já, jú jú. Sama þvælan. Þeir
hafa verið með svoleiðis þvælu-
fundi í kaupstaðnum og víðar
og nú á að koma séra Snorra í
ínn.
„Viltu þá ekki hafa meira
frelsi, Hjörtur Jósep“.
„Meira frelsi. Ég er alfrjáls
maður eins og ég er. Ég verð
altaf frjáls hvar sem ég er, að
vinna fyrir mér. Ef ég bind mig
í þvöguna, sem þessir nýju dátar
eru að sjóða saman, þá get ég
ekki snúið mér við nema beygja
mig og bukta á alla vegu. Alls
staðar eru bönd. Alls staðar
reglugerðir“.
„Og þar gengum við á hólm“,
sönglaði Daníel fyrir munni sér
eins og vildi hann leiða hjá sér
með góðu andmæli roskna
mannsins, því hann fynndi það
á sér, að sinn tími væri í raun-
inni að renna upp hvað sem sá
eldri segði“.
„Þú ert tekinn til aftur“. Það
flL VIGFÚSAR GUTTORMSSONAR
OG KONU HANS VILBORGAR
á jimtugasta giftingarafmæli þeirra 1949.
V
Þetta er formáli með fyrirsögninni
„YOU STARTED IT“.
Fregnin barst um fjöll og laut
og flaug á milli húsa.
Bergmálið í björgum þaut,
Borga kyssti Fúsa.
Breyting smáa þurfti á því
þó í einu húsi.
Boðin þaðan bárust ný
Borgu kyssti Fúsi.
Gnast í vörum geysi hátt
Gall um heiminn víðan
Kristnir menn í allri átt
Altaf kyssast síðan.
Já, margt hefir nú á dagana drifið
frá dögum til sólarlags
Fn mest hafa næturnar heillað og hrifið
Og helmingur eru þær dags.
Því þið hafið lagt saman Ijósið um daga
og Ijós ykkar tendrað um nótt.
Og Ijóðað og starfað það sýnir vor saga
og sannar hinn íslenzka þrótt.
Já, víst eru Vilborgar hendurnar hagar
og traustar við hverskonar starf
Og æðrulaus var hún til lands og lagar,
með Ijónshjarta víkings að arf.
En Vigfús er alt öðrum gáfum gæddur
Hann glápir í heiðloftin blá
Þar fuglum og vindum er vegur þræddur
það vekur hans söngvaþrá.
. 4*. » V
En þeim hefir tekist að tvinna saman
og treysta sinn örlagaþráð.
Við söng og við strit, við gleði og gaman
þau gjörðu sig engum háð.
Þó samtíðin jafnan sé gjöm á að gleyma
að gjalda okkur störfin og Ijóð.
Mun framtíðin samt ykkar söguna geyma
Til sæmdar vorri íslenzku þjóð.
AT/RUVRT TTRTSTJÁNSSON
var ekki laust við ergelsi í rómn
um.
„Það er nú ekki mikið“, svar-
aði drengurinn góðlátlega og
tók tveim höndum um streng-
inn, sem Hjörtur Jósep risti og
Daníel orkaði því aðeins að
fylgja Hirti Jósep að verki í
ristunni, af því að hann var sér-
lega efnilegur bæði til lífs og
sálar. Það þurfti eindreginn
huga og allsterka hönd að vera
að verki með þessum roskna
víkingi.
Rétt fyrir klukkan þrjú kom
stúlka, að kalla þá heim til mið-
dagsverðar. „Og presturinn seg-
ir að þið eigið ekki að fara aft-
ur í ristuna bætti hún við. Hann
vill þið séuð á fundinum“.
Daníel brosti út undir eyru,
en Hjörtur Jósep saup hveljur.
„Hvað hugsar maðurinn. Við
erum ekki búnið að fá hálf nóg
torf“.
„Það veit ég ekki“, sagði stúlk
an og sneri heim.
„Nú er ég aldeilis hissa“, varð
Hirti Jósep að orði. „Svona hef-
ir ekki verið búið í Stórafelli
áður“.
Svo stjaldraði hann teinrétt-
ur og horfði yfir væna fylkingu
af torfi, í vafningum er stóðu
upp á endann skammt frá þeim,
torfið, sem þeir Daníel höfðu
tekið upp, strauk yfirvararskegg
sitt og það lýsti sér nokkur
valdamenska í svip hans og lát-
bragði. „Maðurinn veit ekkert
hvað hann er að gera hvað þessu
viðvíkur. Ég ætla að tala við
séra Snorra þegar ég kem
heim“.
„Blessaður Hjörtur Jósep,
láttu það nú vera að spilla fyrir
því að við fáum að vera á fund-
inum“, sagði Daníel.
„Við höfum ekkert með fund
þann að gera, Daníel. Þú sannar
að hann verður ekkert nema
uppþot og vitleysa nema það,
se mpresturinn segir og þá ef
Sveinn tekur eitthvað til máls,
ef hann skiptir sér þá nokkuð
um fundinn“.
„Við skulum sjá“, sagði Daní-
el.
„Já, við sjáum“, sagði Hjörtur
Jósep, og Daníel fann að hon-
um var mikið niðri fyrir.
„Nú ætla ég að segja þér sög-
una af árroðanum og fjólunni“,
sagði Daníel.
„Svo er það“, anzaði hinn og
horfði út í hött og Daníel fann,
að hann hafði hugann fullan af
áhyggjum útaf fundinum og
því að vera frá torfristunni eft-
ir nónið.
„Fjólan var nú þarna uppi á
hæzta tindinum“, byrjaði Daní-
ómunatíð. En þegar árroðinn
rann upp einn fagran sumar-
morgun, þá kom hann auga á
fjóluna og leizt svo vel á hana
að hann kyssti hana. Með það
sama skall á ægilegur gnýr því
rafaldan sá þetta og fór þvílík-
um hamförum um loftið, að hún
kreisti fjóluna til dauðs af ofsa
sínum. Sérðu, því árroðinn hafði
aldrei kysst rafölduna eins
hljótt og yndislega fallega og
hann kyssti fjóluna. Og þegar
að var gáð, sást að árroðinn
hafði dáið líka. Hann sást
hvergi. Lækurinn einnig var
horfinn. Hafði farist í eldinum.
Aðeins þetta var eftir þarna, af
þeim þremur. örlítill daggar-
dropi, sem bar lit af árroðanum
og lífdögg - fjólunnar, sem átti
upphaf sitt í læknum. Þetta er
svo fagur litur að enginn hefir
fegri sézt. Sólargeislinn litast af
honum þegar hann skín í gegn-
um hann og ber litinn til gagns
og prýðis um allan heim. Hann
kallast hinn konunglegi litur.
Hann er purpura rauður. Samt
er náttúra hans aðdáanlegust,
því sagt er að með honum megi.
lækna allar meinsemdir jarðar-
búa“.
Daníel þagði og var góða
stund hljóður. Þeir héldu áfram
göngunni þegjandi um stund.
„Jæja, Daníel minn. Ekki held
ég að þú sért algeggjaður, því
þú heldur vel í ristuna, en hálf-
vitlaus finnst mér á stundum að
þú sért, svo sem eins og með
söguna þá arna“, sagði Hjörtur
Jósep. En rödd hans var með
þýðara móti.
Daníel svaraði því engu en
tók að raula fyrir munni sér:
Upp mig drífur aldan há,
yfir svífur leiðið,
Undir klýfur knörrinn sjá,
knálegt þrífur skeiðið.
„Þú ert að kveða um sjóinn,
Daníel“.
,Já, sagði Daníel. Hann varð
glaður við að Hjörtur Jósep
skyldi hafa tekið eftir vísunni,
en það dró nokkuð úr ánægj-
unni að honum fannst hann vera
svo einkennilegur í málrómn-
um.
„Hugsar þú ekki um sjóinn,
síðan þú hættir að stunda hann
mikið?“
„ Jú.------Stundum. —
Orðin duttu eins og þungur,
hljóður dynur, af vörum Hjart-
ar Jóseps.
Hér er til dæmis ein vísa, ekki
hef ég gert hana“, sagði Daníel,
„um sjóinn, sem er alveg skín-
andi fyrir hrynjandina í henni,
maður. Hún er svona:
„Öslaði gnoðin, beljaði boðinn,
blikaði voðinn, kári söng.
Stýrið gelti, aldan elti,
ýmsu er helt á borðin löng“.
„Já, ég kann þessa vísu, Daní-
el. Ég kann hana. Hún er eftir
Sigurð Breiðfjörð“.
Svo þagnaði Hjörtur Jósep
enn á ný og virtist ekkert létt-
ara í huga þó þeir hefðu nefnt
Sigurð Breiðfjörð. Hvað gekk að
Karlinum? Það var eitthvað enn
þá þyngra en fundurinn og rist-
an, þó hvorutveggja væri illt
eins og það stóð núna.
„Þú ert sjómaður þó“, sagði
Daníel.
„Já. Ég var það. Ég gutla dá-
lítið annað slagið þegar ég er
ekki í sveitinni“.
„Hafðirðu ekki gaman af sjó-
menskunni?"
„Jú. Einu sinni hafði ég það
nú-------En svo breyttist það
nú“.
Það var eins og að toga tenn-
ur úr karlinum að koma honum
til að tala um þetta: — Um sjó-
inn.
„Fyrst ég er nú búinn að lofa
þér að heyra sögur mínar og
rím, viltu þá ekki lofa mér að
heyra í staðinn af hverju það
breyttist“.
Hjörtur Jósep þagði um stund
og horfði í gaupnir sér.
„Það er engin skemmtisaga,
drengur minn. — Ekki skemmti-
saga“.------
„O, — ó. Er það svo — En —
en ég — ég get heyrt fleira en
skemmtisögur“.
„Þú ert áfjáður í að heyra
þetta, barn. Spurðu mig þá al-
drei aftur ef ég segi þér það
núna“.
„Ég skal reyna að gera það
ekki“, sagði Daníel.
„Fyrst við eigum að hafa frí
eftir nónið, þá skulum við setj-
ast hérna í móinn, á meðan ég
segi þér það. Það gerir ekkert
til þó nónmaturinn bíði dálítið11.
Þeir settust niður í skjóli frá
bænum.
Hjörtur Jósep greip dálitla
mosató, tutlaði hana í sundur
þegjandi áður en hann tæki til
máls. Daníel beið.
„Ég varð snemma formaður.
Ég var, eins og þú sérð, stór og
sterkur og ekki hrædur við neitt
í allri tilverunni, sízt við sjó-
inn. Mér fannst ég hafa ráð við
öllu og góð tök á öllu og orð fór
af því að ég kynni að stýra skipi
vel í ýmsum veðrum. Það mátti
segja, að mér stæði á sama hvort
ég var niðri í sjónum eða upp
á honum. Ég var til í alt. Fær í
(Frh. á bls. 3)
el. „Við getum hugsað okkur að
það hafi verið Mont Blanc“.
„Hvað ertu að segja, dreng-
ur?“
„Ég er að tala um hæzta fjall-
ið í Evrópu“, sagði Daníel.
„Ætli það sé nokkuð hærra
en fjöll hér á íslandi?“
Það var bæði móður og metn-
aður í spurningunni.
’ „Svo segja þeir“, sagði Daníel.
Hjörtur Jósep og Daníel voru
á heimleið.
Eldri maðurinn rankaði við
sér. „Mont Blanc, Mont Blanc“,
( tautaði hann fyrir munni sér,
reisti sig svo við. „Ég held það
vaxi þar ekki margar fjólur, þar
er ekkert nema ís ár út og ár
inn, hefi ég heyrt menn segja“,
sagði hann.
Daníel varð hljóður um stund.
Landafræðisleg þekking hans
gat ekki bjargað honum út úr
þessari klípu.
; „En þetta skeði nú samt“,
sagði Daníel og mannaði sig upp.
„Það hefir þá verið áður en ís-
inn kom á fjallið“.
„Fásinna er í þér drengur að
| vera með þessa vitleysu í höfð-
inu“.
„Fjólan var nú þarna“, hélt
Daníel þrautseigjulega áfram.
„Ég fann hana þar þegar ég
slapp frá óvini mínum á Þórs-
mörk og ég stökk upp á Mont
Blanc. Og þarna var yndislind-
in. — Lækurinn. Hann var þar
líka. Lindi fyrir fjallið, sérðu.
Þau höfðu unað sér þarna frá
BeagoodDIKT/LINE
ighboor
Mgmii3sissasi»
FOR FASTER
LONG DISTANCE
SERVICE
Long Dlstance calllng is
especially heavy just now.
For best service . . .
Call Between These Hours
6:00 p.m. and 4:30 a.m.
AND AL'L DAY SUNDAY
Be quick to release the line if
your party-line neighbour
needs to make an urgent call.
You may have to ask a similar
favour of him sometime when
you need a doctor or are in a
hurry„