Lögberg - 15.09.1949, Síða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 15. SEPTEMBER, 1949
5
LGAMAL
rVENNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
FRÚ MARGRÉT STEPHENSEN KOMIN HEIM
Nýlega er komin heim úr íslandsferð frú Margrét Stephensen.
Hún lagði af stað til Islands í öndverðum júnímánuði; dvaldi 10
vikur á landinu og fór flugleiðis fram og til baka.
Frú Margrét hefir aldrei áður
ísland litið; hún er fædd í Nýja
íslandi; foreldrar hennar voru
Stefán Gunnarsson frá Mýrum
í Skriðdal og Anna Sigfúsdóttir,
Hallsonar frá Sleðbrjót. Þau
hjónin námu land að Fensal í
Víðirnesbyggð árið 1876, en
fluttust sex árum síðar til Winni
peg, og þar hefir frú Margrét
átt heima jafnan síðan. Hún
giftist Ólafi Stephensen M. D.,
fyrsta íslenzka lækni í Winni-
peg, er útskrifaður var í læknis-
fræði; hann lézt fyrir nokkrum
árum.
Frú Margrét hefir komið mik-
ið og vel við sögu V.-lslendinga
bæði, sem kona hins vinsæla
læknis og sem áhugamikill þátt-
takandi í íslenzku félagslífi.
Hún hefir látið kvenfélagsstörf
mikið til sín taka og er forseti
eldra kvenfélags lúterska safn-
aðarins. Frú Margrét er vel máli
farin og ágætlega ritfær; hún
var í mörg ár ritstjóri við Árdís
og hefir flutt mörg erindi og
samið ritgerðir.
Það var vinum frú Margrétar
fagnaðarefni að henni gafst
kostur á að heimsækja Island,
en þangað fór hún í boði ætt-
ingja manns hennar. Hann var
af hinni kunnu Stephensen ætt,
sonur Stefáns prófasts í Vatns-
firði og konu hans, Guðrúnar
dóttur Páls antmanns Melsteð.
Vertu velkomin
„Ég vil ekki gera mig seka
um það að þykjast fær um að
dæma um land og þjóð, eins og
oft vill verða með gesti, er
dvelja nokkrar vikur í landinu",
sagði frú Margrét, þegar ég átti
tal við hana; „en það get ég
sagt af eigin reynslu að ekki
hefir verið ofsögum sagt af gest-
risni íslendinga. Hið vingjarn-
lega viðmót fólksins og hlýhug-
ur þess í garð okkar vestra líð-
ur mér aldrei úr minni. „Ert þú
frá Ameríku? — vertu velkom-
in til landsins“, þannig var ég
oft ávörpuð.
Ég sá fátt á íslandi, sem kom
mér á óvart, því að eins og svo
margir hér, hefi ég ávalt fylgst
með því, sem þar hefir verið
að gerast. Maðurinn minn kom
fullorðinn til þessa lands og ég
fræddist mikið af honum um ís-
land, og ég hefi ávalt lesið Lög-
berg, en það flytur fréttir af því
helzta, sem gerist þar á landi,
og ég hefi haft áhuga fyrir að
lesa þær. Ef ég hefði ekki séð
einstaka konur klæddar peysu-
fötum á götum Reykjavíkur,
hefði mér geta fundist að ég
væri í borg í Ameríku. Fólkið er
klætt samkvæmt nýjustu tízku.
Byggingar í líkum stíl og hér,
margar hverjar eru ultra —
modern; en göturnar eru slæm-
ar og þurfa mikilla viðgerða við.
Bílaumferðin er afarmikil og
margir bílarjiir eru af nýjustu
gerð.
Ekki leynir það sér að það
er mikill framsóknarhugur í
þjóðinni; manni virðist jafnvel
að hún sé á nokkurskonar end-
urreisnartímabili -- Renaissance
— Mikil áherzla er lögð á að
senda ungt fólk til útlanda til
framhaldsnáms og til að kynn-
ast nýjungum á öllum sviðum;
stefnt virðist vera að því tak-
marki, að notfæra sér hinar nýj-
ustu uppfinningar og beztu að-
ferðir, sem völ er á. Togararnir
af fullkomnustu gerð; bygging-
ar í nýjasta stíl með semjnest-
um nútíma þægindum; þjóðleik-
húsið er útbúið með þrem leik-
sviðum, sem hægt er að snúa í
kring; berklahælið Reykjalund-
ur er mjög fullkomið að ljósaút-
búnaði og starfrækstlu. Ég nefni
þetta sem nokkur dæmi. Og nú
er afar mikill áhugi fyrir því
að klæða landið skógi á ný. Með-
an ég dvaldi á íslandi var þar
nefnd trjáræktunarsérfræðinga
frá Noregi á ferð til þess að at-
huga skilyrðin fyrir trjárækt á
landinu.
Það, sem mér fannst öðru frem
ur einkenna þjóðina er hinn
brennandi frelsishugur og ein-
staklingshyggja. íslendingar
vilja ekki láta segja sér fyrir um
það, hvernig þeir eigi að hugsa.
Ekki varð ég vör neinna stjórn-
málaæsinga. Ég hygg að þeir,
sem aðhyllast útlendar öfga-
stefnur, hafi aðeins um stundar-
bil sveigst af leið. Þeir, eins og
aðrir, bera hag lands síns fyrir
brjósti og þegar þeim gefst næg-
ur tími til að hugsa sjálfir mál-
ið í gegn, komast þeir aftur á
rétt strik“.
„Ég naut góðs af því að ég
var á íslandi um sama leyti og
gestir ríkisstjórnarinnar, Vil-
hjálmur Stefánsson landkönnuð
ur, Guðmundur Grímsson, dóm-
ari og konur þeirra. Ég var með
í skipsferð þeirra í kringum
landið; í ferðinni voru um hundr
að og fimmtíu manns. Ófeigur
Ófeigsson læknir var fararstjóri
og hann var einstaklega lipur
og laginn á það, að skemmta
fólkinu og láta því líða sem bezt.
Þannig sá ég miklu meira af
landinu en ég hefði annars gert,
Þegar til Eskifjarðar kom, ókum
við til Hallormsstaðar og þar
var veizla. Þaðan ókum við til
Reyðarfjarðar, þar sem skipið
beið okkar. Eiginlega var ferð-
in ein veizla. Mikið var drukkið
af kaffi á skipinu! Og alls staðar
þar sem við lentum var okkur
tekið með söng og gleði. Þegar
til Siglufjarðar kom var rigning,
en íslendingar láta slíkt ekki á
sig fá; söngflokkur söng á
bryggjunni í allri rigningunni.
Þaðan sigldum við til baka til
Akureyrar, og fórum þaðan á
bílum til Reykjavíkur. íslenzku
blöðin hafa endurprentað frá-
sagnir af þessari ferð og hinum
hlýju móttökum fólksins.
Ferðin var mér eins og ein
óslitin myndasýning; náttúru-
fegurð landsins er svo tilbreyti-
leg og litauðug. Fjöllin eru ekki
hrikaleg; þau eru vingjarnleg,
sveipuð einkennilega fögrum
bláma. Þegar vegurinn opnast
milli fjallanna blasa við manni
nýjar og nýjar myndir, glitr-
andi vötn, hvítfissandi fossar,
djúpgrænar hlíðar; jafnvel hið
gráa hraun tekur á sig aðláðandi
myndir.
Ég ferðaðist líka mikið um ná
grenni Reykjavíkur — til Þing-
valla, Gullfoss og Geysis. Einn
dag heimsóttum við séra Eirík
Brynjólfsson og frú Guðrúnu að
Útskálum; veður var fagurt og
kyrt; mér fannst fallegt um að
litast á staðnum; séra Eiríkur
fór með okkur til Hvalsnes, þar
sem séra Hallgrímur Pétursson
þjónaði fyrst. Kirkjan er snotur
og í henni er prédikunarstóll,
smíðaður úr mahoganyvið er
rak þar á land. Séra Eiríkur
hafði um hönd stutta guðræknis
athöfn, þótt við værum ekki
nema fjórar, las 23. sálm Davíðs
og flutti bæn og var það hríf-
andi. Þau hjónin sakna vina
sinna vestra og báðu mig að
flytja þeim hjartans kveðjur.
Mér var mikil ánægja í að
hitta biskupinn aftur, herra Sig-
urgeir Sigurðsson og hans ágætu
konu; bað hann mig einnig um
það að bera Vestur-íslendingum
kveðjur sínar. Yngri dóttir
þeirra hjóna, Guðlaug, er nú
við nám í Berkley, California.
Ég var mikið með þeim hjónum,
séra Friðriki Hallgrímssyni og
frú Bentínu; þau voru vinir mín
ir frá því að þau voru hér vestra.
Ég leyfði mér að færa frú Ben-
tínu samúðarorð fyrir hönd
hinna mörgu vina þeirra hér,
þegar maður hennar var kall-
aður burt svo óvænt. Frú Ben-
tína hefir í hyggju að koma vest-
ur og dvelja í vetur hjá dóttur
sinni í Toronto.
Ekki get ég annað en vikið
aftur að hinni frábæru gestrisni
fólksins og hinni yndislegu alúð,
sem ég átti hvarvetna að mæta.
Fyrst og fremst hjá ættingjum
mannsins míns og mínu eigin
ættfólki og svo mörgum öðrum.
Mér gafst ekki tími til að þiggja
öll þau boð, sem mér voru gerð.
Mér var boðið í veizlurnar, sem
haldnar voru fyrir vestur-ís-
lenzku gesti ríkisstjórnarinnar.
í stuttu máli sagt, fólkið gerði
allt, sem í þess valdi stóð, til að
gera mér heimsókn þessa sem
ánægjulegasta. Ævilangur
draumur minn um að heim-
sækja ættjörð mína rættist á
fegurri hátt en ég get lýst. Land
ið er fagurt, framfarir miklar,
en mest dáist ég að fólkinu
sjálfu, ekki aðallega fyrir gáfur
þess, menntun eða framtak,
heldur fyrir að það er yfirleitt
heilsteypt og drengilegt fólk —
gott fólk“. —
Afmæli frú Margrétar bar
upp á næst síðasta daginn, sem
hún dvaldi á íslandi, 28. ágúst;
heimsóttu hana þá margir í til-
efni afmælisins og til að kveðja
hana og óska henni fararheilla.
Hún er frændmörg í Reykjavík;
börn séra Haraldar Níelsonar og
fyrri konu hans, Bergljótar eru
skyld henni og ennfremur Gunn
ar Gunnarsson skáld, og María,
kona Rikharðar Jónssonar lista-
manns. Frú Margrét var leyst
Af sjónarhól hálfrar aldar
Framhald af bls. 4.
an hafa fylgt honum í spor í því
starfi. En haustið áður höfðuð
þið stofnað íslenzkt lestrarfélag,
sem ber réttnefnið „Fróði“, og
er enn lifandi. Ber það fagran
vott fróðleikshneigð ykkar og
bókmenntaást. Þá er það ekki
síður ykkur til sæmdar og ber
hinu sama vitni, að þið urðuð
fyrstir til þess, landarnir, að
stofna skólahéruð á þessum slóð
um. Sú umhyggja fyrir mennt-
un barna og unglinga hefir einn
ig borið ríka ávexti, meðal ann-
ars í því, að myndarlegur mun
orðinn hópur þeirra héðan úr
byggð, sem stundað hafa nám í
æðri skólum og getið sér hið
bezta orð á menntabrautinni.
Þá hafa hér verið starfandi
um lengra eða skemmra skeið:
knattleikaflokkur (Baseball),
lúðrasveit, Góðtemplarastúka,
og Rauða Kross deild, að ó-
gleymdu kvenfélaginu „Fjólan“,
sem á mikið starf að baki, og
er enn bráðlifandi, og þjóðrækn-
isdeildin „lsland“, sem starfað
hefir í meir en aldarfjórðung
óslitið, og er enn með fullu fjöri.
Ber það því órækan vott, að þið
hafið viljað halda við sem bezt
tengslunum við ættlandið og
varðveita sem lengst íslenzkar
menningarerfðir. Eins og oft
hefir verið bent á af mér og
öðrum á þingum þjóðræknisfé-
lagsins, þá á^þessi byggð sér-
stöðu um það, að hér er öll
byggðin í félaginu, í þeim skiln-
ingi, að einn eða fleiri af hverju
heimili eða því sem næst eru í
félaginu. Er það bæði þakkar-
vert og mjög til fyrirmyndar.
1 sambandi við félagsmál ykk-
ar og félagslíf er þá eins ógetið,
og hreint ekki hins ómerkileg-
asta, sem sé þess, að snemma á
árum réðust þið í það að byggja
samkomuhús. Það var bæði mik
ið verk og þarft, en fyrir þá
framsýni ykkar og dugnað, hafa
hin félagslegu samtök ykkar
átt þak yfir höfuðið, og er auð-
skilið, hve mikils virði það er
fyrir alla menningarlega við-
leitni í byggðinni.
Með tilliti til þess, sem sagt hef
ir verið um almenn störf ykkar,
félagsleg samtök og menn-
ingarviðleitni, svara ég því,
hiklaust og rauplaust, játandi
spurningum skáldsins, sem ég
vitnaði til: Ykkar starf er mik-
ið, margþætt og ávaxtaríkt orð-
ið, og þið hafið vissulega til mik-
ils góðs gengið götuna fram eft-
ir veg. Þið hafið eigi aðeins rækt
að jörðina, heldur hafið þið lagt
engu minni ástundun á ræktun
hins andlega lífs. Þið hafið, með
öðrum orðum, fetað dyggilega í
spor frumherjanna, til gagn-
semdar sjálfum ykkur og land-
inu, sem þið búið í og eigið þegn-
skuld að gjalda, og jafnframt
ykkur til heiðurs og ættlandinu;
sómi barna þess og afkomenda
þeirra hvarvetna er sómi þess.
Og þegar við á þessum degi
minnumst að verðugu og um
annað fram íslenzkra frumherja
þessarar byggðar, þá minnumst
við einnig með þakkar- og rækt-
arhug landsins, sem ól þá, lands
ins svipmikla og sögufræga á
norðurslóðum, Islands, ættlands
okkar allra og fæðingarlands
margra okkar. Við biðjum því
og heimaþjóðinni blessunar um
ókomna tíð, minnugir þeirra
erfða, sem við höfum þaðan
fengið, og jafn minnug þess, að
„lengi mun lifa í þeim glæðum,
sem landarnir fluttu um sæ“.
Þegar ég svo að málslokum
út með mörgum fögrum og dýr-
mætum gjöfum að forníslenzk-
um sið. Frændi hennar, Sigurð-
ur Baldvinsson, póstmeistari í
Reykjavík, gaf henni ættartölu
hennar og meðfylgjandi kvæði
og mætti tileinka það öllum
vestur-íslenzkum mæðrum, er
ala upp börn sín í umhverfi þar
sem þeim, vegna kringumstæðn-
anna, „kann að fatast móður-
mál“.
TIL MARGRÉTAR STEFÁNSDÓTTUR
(Mrs. O. Stephensen, Wpg.)
Það vermir eins og geisli’ í gegn um ský
er gamlir tímar rifjast upp á ný
og minningarnar vaka í vorsins eld’
á vina-arni um glóbjart júníkveld.
Og það sem gott og fornt og íslenzkt er,
við eldinn þann svo hugnæmt svipmót ber
þá hreyfir töfrastrengi móður-mál
svo milt og þýtt og hljómbjart eins og stál.
Og þó að kynni að fatast móður-mál
er mest um vert að ísland búi í sál
er meti frelsi, sögu og sœmdarbrag
og sinnar ættarmót og hjartalag.
Það fró er sterkt, sem þolir ís og eld
og ylmríkt blómstrar þúsund morgna og kveld,
sitt œttarskrúð og eðlisháttu ber
í Ameriku og hvar á jörð sem er.
Og það er íslands stolt að stofninn er
svo sterkur eins og raun ber vitni’ í þér,
sem eiginmanns og barna bættir hag
og barst þitt sigurmerki langan dag.
Og þér, sem ert á fjarri storðu fœdd,
og fornum íslands-mœðrakostum gædd,
úr hjartans blómum bind ég dýran kranz.
Þig blessi alla tíma Guð vors lands!
Reykjavík, 28. ágúst 1949
Sigurður Baldvinsson
þakka ykkur hjartanlega unnin
störf og óska ykkur til hamingju
með þetta merkisafmæli byggð-
ar ykkar, óska ég þess jafn-
framt, að hér í þessu. byggðar-
lagi megi hið bezta 1 íslenzkum
hugsjóna- og menningarerfðum
halda áfram að sameinast hér-
lendum menningarerfðum á
sem affarasælastan hátt. Og þá
mun framtíðin segja: Hér voru
að verki menn og konur af ís-
lenzkum stofni, trúir hinu bezta
í sjálfum sér og erfðum sínum,
trúir og gjöfulir þegnar lands
síns, og minnug þeirra orða
skáldsins:
„Að fólk, sem tignar trúmennsk-
una í verki,
það tendrar eilíf blys á sinni
gröf“.
The Swan Manufacturing Co.
Cor. AIÆXANDER and EIAÆN
Phone 22 641
Halldór M. Swan eigandi
nclmlll: 912 Jesste Ave — 46 958
JOHN J. ARKLIE
Optomeerist and Optician
(Eyes Examlned)
Phone 95 650
MITCHELL COPP LTD.
PORTAGE AT HARGRAVE
AND &ut FUEL BILL$
NEXT WINTER UP TO
HÉR ERU staðreyndir
• Jjækkai' kostnað eldsneytis
uin lielminK vegna þess að
IkHiker brennir ódýrustu og
smæstu linkolategundum í
vest urlandinu.
• f sama sem sjálfvirku eld-
hólfi. þar sem eiiítir iiartar f;»'r
ast til eða ganga úr líiíti, eru
svo að segja engin óhrelnindi
og sáralitil aska.
• Þarf að kynda upp einu
TRADEMARK REG'D
sinni á árl og tiieta í eldliólftð
tvisvar á sólarhring'.
• Jafn liiti varir yfir nóttina,
yfir vikulok eða 7 daga í röð,
ef súgpípur eru lokaðar. Eng-
in hætta á að eldurinn deyi út.
• Skupar funandi liíta á
augnabliki.
• Afar traust smíði, gert af
stiltu stáli og sanumþjappað.
Endist von úr viti.
• Er altaf I fuliu jafnvægi,
eldtraust og áhyggilegt,
• Vinnur í sanieiningu sem
stoker og miðstöðvarhitunar-
vél og verðið óviðjafnaniegt.
YFIR 25000 BOOKERS f NOTKVN f VESTUR-CANADA
Booker niiðstöðvarliitunai'vélar fást af mJsnmnaiidi stærð-
iim og gerðum. Þrýsti-lofthreinsun, gaivaniseruð og Iiökuð
enamelsteypa. Svo að segja pípulausar og alveg pípulausar
véiar. Spaee Heaters Standard og Deiuxe kabinet tegundir.
£1
1 |l 1
I
J i;
BOOKER PIPE FURNACE
Junior Model
$125.00
F.O.B. Winnipeg
BOOXER HEATER
Standard
Model
House Size
$79.75
F.O.B. Winnipeg
BOOKER DELUXE
CABP.'ET MODEL
Standard House
Size Heater
and Cabinet
$107.95
F.O.B. Winnipeg
Cabinet Only
$29.95
F.O.B. Winnipeg
^ Kaupið Booker í ár. VéUn greiðir
andvirði sitt á tveimur til þremur ámni.
Finnið viðurkenndan Booker um-
boðsniann í násrennt yðar nú þep:-
ar, eða skrifið Dept. WL og fáið
ókeypis bækling, er veitir full-
konrnar upplýsingar.
mmmnKfiWiff
KINC AND JARV/S WINNIPCC MAN.