Lögberg - 02.11.1949, Page 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 2. NÓVEMBER, 1949.
Vísindarit á ensku um uppruna tungu-
mála eftir próf. Alexander Jóhannesson
Þessa dagana kemur út hér í Reykjavík bók eftir Alexander
Jóhannesson prófessor, sem rituð er á enska tungu og heitir „Origin
of Language". Sölu hennar erlendis annast bókaforlagið Blackwell
í Oxford. 1 bókinni eru fjórar ritgerðir, er alla miða að því, að sýna
fram á, að sömu lögmál gilda um uppruna tugnumálanna, jafnt
Indógermanskra sem Semítískra. Hefur Mbl. átt tal við próf. Alex-
ander Jóhannesson og hann komist að orði á þessa leið:
Aldagömul deila
— Um skyldleika Indóger-
manskra og Semítískra tungu-
mála hefur verið þráttað í mörg
hundruð ár og enginn fastur
grundvöllur fengist. En kenning-
ar mínar í þessu efni hafa vakið
athygli víðsvegar um heim, enda
'hef ég skrifað um þær fjórar
greinar í breska tímaritið
Nature.
— Einn af kunnustu mál-
fræðingum Breta í Semítískum
málum, próf. Driver, í Oxford,
hefur ritað formála að bókinni.
Hann lætur í ljósi þá skoðun
sína, að enginn geti efast um,
sem lesið hefur bókina, að ég sé
á réttri leið í skýringum mínum
á uppruna tungumála. Eg hitti
próf. Driver í utanför minni nú
nýverið, og kvaðst hann vera svo
sannfærður um, að kenningar
mínar væru réttar, að hann væri
farinn að nota þær við kennsl-
una.
Sameiginlegur uppruni
Hinsvegar er það mín skoðun,
að ekki sé um að ræða sérstakan
skyldleika Semítískra og Indóg-
ermanskra mála, heldur sameig-
inlegan uppruna allra tungu-
mála.
Þessi upprunaskyldleiki kem-
ur sérstaklega greinilega í ljós
í kínversku og polynesisku, en
polynesiska er eitt af frumstæð-
ustu málum veraldar. —
Eg vil taka það sérstaklega
fram, að ég hefði ekki getað
skrifað þessa bók um uppruna
timgumálanna, án þess að hafa
notið aðstoðar sr. Guðmundar
sáluga Einarssonar frá Mosfelli,
því ég valdi hebresku til saman-
burðar í bókinni. En Guðmund-
ur heitinn umritaði fyrir mig
hebreskt letur í latínuletur og
gerði auk þess ýmsar athuga-
, semdir fyrir mig. En ég er ekki
nema stautfær á hebreska letrið.
í fjórum áíöngum
Síðan gerði próf. Alexander
grein fyrir kenningum sínum um
uppruna tungumála á þessa leið:
— Þróun tungumálanna hefur
átt sér stað í fjórum aðaláföng-
um. Á fyrsta stigi hefur mál
manna aðeins verið geðbrigða-
hljóð, að lýsa mismunandi geð-
brigðum svo sem sorg, gleði
reiði, hungri. Þesskonar tungu-
mál er jafngamalt hinum upp-
rétta manni.
— Þýskir vísindamenn hafa
athugað apamál og gefið út skrá
yfir 35 hljóð, sem aparnir gefa
frá sér er lýsa geðbrigðum apa.
Eg hefi fengið þessa skrá og hefi
komist að raun um, að merki-
legt samræmi kemur í ljós við
hana, og geðbrigða orð í ýmsum
tungumálum.
— Á öðru stigi lærði frum-
maðurinn að herma eftir ýmsum
hljóðum í náttúrunnar ríki,
söngfuglum, þyt vinda, nið sjáv-
ar, öskri dýra og hljóði, sem
verður við fall hluta, og þesshátt-
ar.
— Þessar eftirhermur af nátt-
úruhljóðum hafa leitt af sér
fjölda orða í öllum tungumálum.
Þó er þessi flokkur ekki mjög
orðmargur. — Af þeim 2200
frumrótum Indógermanskra
mála, sem málfræðingar leggja
til grundvallar, eru um 10—15%
af þessum uppruna, en uppruni
allra annarra orða hefur verið
talinn óskýranlegur.
Orð hlutlægrar merkingar
— Þessum meginþorra orð-
anna má að mínu áliti skipta í
tvennt. 1 fyrsta lagi kemur þriðja
stigið, sem eru orð hlutlægrar
merkingar. Þau lýsa lögun hluta
í náttúrunnar ríki og hreyfing-
um þeirra, t.d. beinn, flatur, bog-
inn, kringlóttur eða kvelfdur. Sá
orðaflokkur, sem síðast kemur til
sögunnar, í fjórða stigi tungu-
málanna, eru orð huglægrar
merkingar, afleidd af orðum
hlutlægrar merkingar (koncret
verður abstrakt).
— En hvernig er hugsanlegt,
að hægt sé að sjá leifar þessarra
frummerkinga með samanburði
tungumálanna?
— Þá verður að líta á þróun-
arsögu mannsins. Það er talið
fullvíst, að jarðrækt byrji ekki
fyrr en 5000 árum fyrir Krists-
burð austur í Persíu. — Merkur,
breskur vísindamaður, Sir
Arthur Keith hefur lýst þessu í
nýútkominni bók, er nefnist „A
New Theory of Human Develop-
ment.“ Eru menn yfirleitt sam-
mála um, að skoðanir hans séu
í aðalatriðum réttar. En af þessu
leiðir, að fyrir þennan tíma hef-
ur frummaðurinn lifað sem
flökkumaður, eða hálfgerður
villimaður, líkt og apinn, sem
gerir sér nýtt bæli á hverju
kvöldi.
— En eftir að akuryrkjan kem-
ur til sögunnar þróast fyrsti vís-
irinn að verslun, iðnaði, listum
og öllu sem því ekki nema nokk-
urra þúsunda ára gamall.
Þurfa að lýsa hlutunum
— Eftir að menn höfðu lært að
líkja eftir náttúruhljóðunum,
var þefm mikil þörf á, að geta
lýst lögun hlutanna í nátt fylgir
í mannlegri tilveru. — Það er að
segja, að yfirgnæfandi meiri-
hluti mælts máls er úrunnar ríki
t.d. því sem var beint eða flatt
eða bogið, kringlótt eða holt o.s.
frv. — Þetta gerðu menn, að
mínu áliti, með því að líkja eftir
lögun hlutanna í hreyfingum
með talfærum, sjálfsagt meira og
minna ósjálfrátt. T.d. ef maður
vildi líkja eftir því sem var beint,
notað hann til þess hreyfingu
tungunnar upp í góm t.d. í orð-
inu „rígur“ og réttur, en uppruna
leg rót þessara orða er „reg“. —
Ef menn vildu herma eftir því
sem var flatt mynduðu þeir
hljóð, með því að láta tunguna
hvíla í munnbotni með orði, svo
sem flatur og flag. Sbr. gríska
orðið Pelagos, sem merkir hið
„flata haf“. Ef menn vildu tákna
það sem er bogið eða kringlótt
eða hvelft, mynduðu menn fljót-
lega orð eins og kemur fram í
íslenska orðinu kollur eða haus-
kúpa, sem er af rótinni „gel“ og
myndast á tungunni með hreyf-
ingu frá afturgóm yfir e-stöðuna
upp í hinn mjúka góm, þar sem
sem hið mjúka 1 myndast. Sbr.
t.d. orðið Golgata, sem þýðir
Hausaskeljastaður.
Bendingamálið .
Frummaðurinn hafði ýmsa
aðra möguleika til með talfær-
unum að herma eftir hinu bogna,
eins og kemur fram í íslenzka
orðinu höfuð, á latínu cap-ut.
Fjöldi slíkra orða sést í hebresku,
kínversku, tyrknesku og öðrum
málum.
— Þetta sést yfirleitt á rótum
orða eða stofnum og með saman-
burði stofnorða í ýmsum óskyld-
um málum verður þetta glöggt.
— Áður en frummaðurinn
lærði þessa aðferð, notaði hann
bendingamál. Hann benti upp á
við, til þess að tákna það, sem
var beint. Hann rétti út flata
hönd, til þess að tákna það sem
var flatt. Hann gerði bognar
hreyfingar annað hvort með ann-
arri hendi eða báðum, til þess
að tákna það sem var bogið
(kringlótt, hvelft). Og komst
síðan upp á lagið með að nota
talfærin, til þess að tákna það
sama, og hætti þá að mestu að
nota hendurnar. En rauð-
Indíánar eru enn á þessu bend-
ingastigi.
14 ára rannsóknir
Er ég spurði próf. Alexander
hversu lengi hann hefði fengist
við þessar rannsóknir sínar,
skýrði hann svo frá:
— Eg komst að þessum niður-
stöðum við fjórtán ára rannsókn-
ir á uppruna íslenskra orða og
við samantekning á etymolog-
iskri orðabók yfir íslenska tungu.
Handrit hennar er tilbúið til
prentunar hjá bókaforlagi A.
Francke í Bern. Bók þessi verð-
ur að minnsta kosti 1000 bls. En
dráttur hefur orðið á prentun-
inni vegna þess, að forleggjarinn
er að safna að sér letri.
— Eg varð mjög forviða, segir
prófessor Alexander að lokum, er
ég varð þess var, að Englending-
urinn Sir Richard Paget hefði
komist að mjög svipaðri niður-
stöðu og ég um uppruna tungu-
mála, með því að rannsaka mann
legt mál frá lífeðlisfræðilegu
sjónarmiði. Um það 'hafði hann
skrifað bók sína „Human
Speech“ Eg hef haft mikið sam-
band við hann og samvinuu og
tileinka honum bók mína.
—Á undan honum hafði Holl-
endingurinn dr. J. Rae, sett fram
svipaðar skoðanir árið 1862 í
skýrslu, er hann gerði um Póly-
nesísku. Vissi ég um hvorugan
þessarra manna, er ég komst að
niðurstöðum mínum. Smámsam-
an við samning upprunaroðabók-
arinnar þróuðust kenningar mín-
ar og fengu fast form. Hefði ég
ekki samið þá orðabók, hefði ég
aldrei kom'ist að þessum niður-
stöðum. V. St.
Mgbl. 22. sept.
Það er eins og að heyra söguna sjálfa tala
Eg barði að dyrum hjá Sigurði
Kristjánssyni bóksala, að Bjargi
á Seltjarnanesi. Steinhljóð.
Hugsa með mér. Skelfileg vit-
leysa er þetta, að vera að ónáða
gamla manninn. Má vera, að
hann vilji alls ekki við blaða-
menn tala. Barði samt aftur.
Heyri umgang fyrir innan. Hurð-
in opnast. 1 dyrvmum stendur
Sigurður, alveg eins og hann var,
er ég sá hann síðast.
Við fórum beina leið 70—80 ár
aftur í tímann, fyrstu árin, sem
hann var í Reykjayík. Um það
bil, sem Sigurður var að kynnast
öllum mentamönnum bæjarins.
Og brátt hafði hann viðskifti við
þá alla.
Hvað ertu að skrifa?
Eg fór að pára niður á blað,
sitt af hverju sem hann sagði
mér.
— Hvað er þetta, segir hann
þá. Hvað ertu að skrifa? Þú ætl-
ar þó ekki að fara að setja þetta
í blaðið. Er það satt, sem maður
heyrir, að það sé varasamt að
tala við blaðamenn?
Eg lagði skjótt frá mér blað
og penna. Því ég átti á hættu
að Sigurður þagnaði og hætti að
segja frá. Þarna lýsti ihann hverj-
um af öðrum, af málsmetandi
mönnum, sem hér voru uppi, og
hæstaráðandi fyrir og um 1880
hvernig þeir komu honum fyrir
sjónir, hvernig þeir reyndust
honum, hvernig þeir voru í dag-
legri umgengni.
Það var eins og heyra sjálfa
söguna tala.
Lengi lifi Sigurður!
— Viltu annars ekki eitt glas,
segir hann í miðju kafi?
Það liggur ekkert á, segi ég,
því ég vildi ekki tef ja hann í frá-
sögninni.
Að vörmu spori kemur hann
með vínið og glösin.
— Liggur ekkert á, segirðu.
Það er ekkert víst, að þú komir
á föstudaginn. Svo við getum
haft þetta fyrir afmæli. Skál!
Lengi lifi Sigurður, segir hann,
eins og gárungi, og hampar glas
iriu.
Svei mér sem ég ætlaði að trúa
mínum eigin augum og eyrum.
Þetta var 95 ára gamall maður,
sem stóð fyrir framan mig.
Jafngamall verslunarfrelsinu.
Heyrðu, segi ég svo. Þú ert
jafngamall verslunarfrelsinu.
— Jú. Eg held nú það. Fæddur á
dánardægri Snorra Sturlusonar.
Líklega sendur inn í tilveruna,
til þess að taka við af honum.
Ætli ekki það.
Þegar verslunarfrelsið var
fimtugt, þá var ég í veislu versl-
unarmanna. Sá eini, sem þar var,
sem var jafngamall frelsinu.
Á jafndægradaginn er ég
fæddur. Þess vegna hefi ég lík-
lega þetta jafnvægi á geðsmun-
unum. Hefi lifað 95 ára jafnvægi.
Það eru ekki allir, sem þola geð-
breytingar. Eg er ekkert viss um,
að ég hefði þolað þær. Það eru
skapmenn í ætt minni. Býst við,
að ég hafi kannske erft eitthvað
frá þeim.
Klárum það ekki í kvöld.
— Þú hefir frá mörgu að segja,
Sigurður, skýt ég inn í, eftir
nokkra stund.
— Við klárum það ekki í kvöld,
ansar hann. Þegar ég renni hug-
anum aftur í tímann, þá bylgjast
enduTminningarnar upp í huga
mér.
— Og þú hefur ekki hugsað þér
að láta skrásetja neitt af þeim?
— Onei. Það er nóg búið að
skrifa um mig. Þú getur geymt
það, þangað tilég er dauður. Þá
verður allt vitlaust. Og þá verð
ég ágætur, og verð að sitja með
öll axarsköftin, sem hlaðast utan
á mig.
Nóg að segja bara í blaðinu.
Sigurður Kristjánsson er 95 ára
í dag. Engin mynd og enginn
lestur og enginn orðagrautur,
sem er engum til ánægju, né lofs
og dýrðar.
Orðið framorðið.
Eg fár að inna hann eftir öll-
um bréfunum, sem hann hefði
fengið á hinni löngu æfi, og hvort
hann 'hefði geymt eitthvað af
þeim. Sagði hann svo vera. Ann-
ars þarf ég að fara að athuga
þetta betur. Það er orðið svo
framorðið.
Þessa stund, sem ég sat hjá
Sigurði og spjallaði við hann,
undraðist ég meira og meira og
dáðist að lífsfjöri hans og minni
á atburði og ljóð. — 1 samtalinu
vitnaði ég í vísuhelming úr Al-
þingisrímum, en misminti við
hvern þar var átt.
— Þetta er úr Bankarímunni,
leiðrétti hann. Síðan tekur hann
til við Bankarímuna og kveður
góða stund reiprennandi upp úr
sér. ☆
Þegar ég hafði gleymt tíman-
um í samtalinu við Sigurð góða
stund, þakkaði ég honum inni-
lega fyrir fróðleikinn og skemt-
unina, og allt það, sem hann
bannaði mér að skrifa. Það er
honum að kenna en ekki mér. að
lesendurnir fá ekki nema reyk-
inn af réttunum. V. St.
Mgbl. 23. sept.
tDREKKIÐ ÞAÐ
KAFFI SEM FLESTU
FÓLKl FELLUR
BEZT
Möguleikar eru nú hér til
sokkaframleiðslu í stórnum stíl
Nærfataefna og prjónlesverksmiðja tekin til slarfa
Ný verksmiðja hér í bænum mun auðveldlega með framleiðslu
sinni geta séð öllum karlmönnum hér á landi fyrir hinum ágætustu
sokkum, en þeir eru nú að koma á markaðinn. Auk þess framleiðir
þessi verksmiðja ýmiskonar dúka, svo sem efni í nærfatnað, jersey-
efni í kjóla og annað sem saumað er úr því efni, en verskmiðjan
ætlar að sýna framleiðslu sína næstu daga í sýningarglugga versl.
Jóns Björnssonar. -------------------------------
Verksm. þessi heitir Nærfata
efna- og Prjónleysverksm. og er
hlutfélag. Verksmiðjan er til
húsa í miklu stórhýsi, Bræðra-
borgarstíg 7.
Undirbúningur að stofnun
verksmiðjunnar hófst seinnipart
ársins 1944. Þá veitti Nýbygginga
ráð leyfi fyrir öllum vélum til
verksmiðjunnar, en þær eru eigi
allfáar. Eru það allt prjónavélar,
nokkrar mjög stórar, sem búa til
dúkana og allmargar minni vél-
ar, sem búa til sokka o. fl. Loks
eru svo pressur fyrir sokkana,
gufuhreinsunarvélar fyrir dúk-
ana o. fl. vélar. — Eru þær allar
af hinni fullkomnustu gerð. Mun
það ekki vera sagt úr í loftið, að
þessi verksmiðja er miðað við
stærð, fyllilega sambærileg við
hvaða prjónlesverksmiðju sem
er hér í Evrópu á a. m. k. Vélarn-
ar eru allar frá Bretlandi, en við
þær starfa 10—15 menn.
Sokkaframleiðslan.
Með þeim vélakosti sem nú er
í verksmiðjuni til karlmanna
sokkaframleiðslu, er hægt að
framleiða um 500 pör á dag. Eru
það bæði alullar- og baðmullar-
og ullargarnsbaðmullarsokkar.—
í verslun kosta ullarsokkaTnir
9.50, en sokkarnir, sem eru úr
ull- og baðmull frá kr. 7.20 Efnið
er allt erlend framleiðsla, en
gjaldeyriseyðslan á hvert par af
ullarokkunum er um kr. 2,24, í
öðrum tegundum frá 84 au„ upp
í kr. 1.63.
Af þessu má ljóst vera hvílík-
an gjaldeyrissparnað sokkafram-
leiðsla verksmiðjunnar hefur í
för með sér, fyrir okkur, sem við
jafnmikinn gjaldyerisskort eig-
um að etja.
Stjórn verksmiðjunnar bauð í
gær fréttamönnum að skoða verk
smiðjuna og gaf stjórnin frétta-
mönnunum og ýmsar upplýsing-
ar varðandi framleiðslu verk-
smiðjunnar.
Dúkaframleiðslan
Sem fyrr segir framleiðir
verksmiðjan og dúka í nærfatn-
að og sportskyrtur. — Þá mun
verksmiðjan hefja framleiðslu á
jerseyefni, sem notað er í barna-
fatnað, kjóla og kápur og fleira.
— Verða þessir dúkar allir send-
ir í verslanir og mun verðið
verað 20—30 kr. í smásölu, en
dúkurinn er um hálfur annar
metrer á breidd. Loks framleiðir
svo verksmiðjan efni til vinnu-
vetlinga og teygjubönd til nær-
fatagerðar og heimilisnotkunar.
Hlutafélag stendur að rekstri
verksmiðjunnar og er Magnús
Víglundson formaður þess, en
framkvæmdarstjóri félagsins er
Helgi Hjartarson og dvaldi hann
árlangt í Englandi til að kynna
sér meðferð hinna ýmsu véla hjá
framleiðendum þeirra, en auk
þess hafa erlendir sérfæðingar
verið í þjónustu verksmiðjunnar
um nokkurt skeið til aðstoðar við
tæknilega skipulagningu fram-
leiðslunnar. Mbl. 20. sept.
Minnist
BCTEL
í erfðaskrám yðar
JOHN J. ARKLIE
Optometrist and Optician
(Eyes Examlned)
Phone 95 650
MITCHELL COPP LTD.
PORTAGE AT HARGRAVE
KAUPENDUR LÖGBERGS OG
HEIMSKRINGLU Á iSLANDI
Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir
yfirstandandi árgang, kr. 25.00- fyrir hvort blað.
Dragið ekki að greiða blöðin. Það léttir innheimtuna.
Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem
eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir
að snúa sér til mín.
BJÖRN GUÐM UNDSSON
Mávahlíð 37, Reykjavík.
Hið bezta
vindlinga
tóbak