Lögberg - 10.11.1949, Blaðsíða 4

Lögberg - 10.11.1949, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 10. NÓVEMBER, 1949. Hogkrg GefiS út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 696 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utandskrift ritstjórans: EÐITOR J ÖGBEKG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and publiehed by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa ALÞINGISKOSNINGARNAR SÍÐUSTU Almennar þingkosningar í hvaða landi, sem er, teljast jafnan til meiri háttar atburða og fer það að vonum; að vísu eru stefnuskrármálin tíðum harla mis- munandi að mikilvægi; sum eru líkleg til frambúðar- árangurs, en önnur svipuð dægurflugum; þó svipmerkja þau að einhverju leyti hvert kjörtímabil, og grípa inn í afkomu þegnanna. Eins og vitað er, fóru fram kosningar til Alþingis á sunnudag og mánudag 23. og 24. október síðastliðinn; venju samkvæmt voru þessar kosningar sóttar af miklu kappi, jafnvel ofurkappi, eins og kosningablöðin báru svo glögg merki um. Meðal íslendinga í þessu landi, sem enn fylgjast með stefnum og straumum í íslenzku þjóðlífi, var áhug- inn vegna Alþingiskosninganna svo mikill, að sím- hringingum bókstaflega rigndi yfir skrifstofu Lögbergs með það fyrir augum, að fá, ef auðið yrði, fréttir um kosningaúrslitin; í fyrri viku lánaðist Lögbergi að skýra lesendum sínum frá þingstyrk flokkanna, en nú í þess- ari viku flytur blaðið nákvæma skrá yfir úrslitin í hin- um ýmsu kjördæmum landsins, og þarf eigi að efa að slíkum tíðindum verði alment fagnað. Varðandi viðhorf innanlandsmálanna breyttu kosn- ingarnar litlu til frá því, sem var, um það leyti, sem þing var rofið; enginn þingflokkanna er nándar nærri nógu sterkur til að mynda af eigin ramleik ábyrga stjórn, þó Sjálfstæðisflokkurinn ráði að vísu yfir mest- um þingstyrk eins og hann gerði áður; það er því auð- sætt, að samsteypustjórn verði mynduð á sínum tíma, hverjir svo sem að henni standa, og hvort heldur að slík fæðing gengur betur eða ver; þó er vonandi að giftu- samlega takist til um myndun hins væntanlega ráðu- neytis. Að meðferð utanríkismálanna taki verulegum stakkaskiptum, er ólíklegt; mikill meirihluti hinna ný- kjörnu þingmanna eru einu og sömu mennirnir, er stóðu að samþykt Atlantshafssáttmálans, og má þjóð- in því vel una. Við nýlega afstaðnar þingkosningar í Noregi, var flokkur Kommúnista svo að segja alveg þurkaður út og gat með harmkvælum komið einum þingmanni að. Fyrir síðasta þingrof, áttu sæti á Alþingi íslendinga tíu Kommúnistar, og nú, að loknum leik, eiga þeir níu fulltrúa á þingi. Það er annars töluvert undrunarefni hve margir ís- lendingar sitja enn við austurgluggann og mæna vonar- augum til Moskvu varðandi úrlausn vandamála sinna. ★ ★ ★ FER EKKI f LAUNKOFA MEÐ NEITT Hinn vaski og djarfmannlegi utanríkisráðherra sambandsstjórnarinnar, Lester B. Pearson, fer ekki í launkofa með neitt, er hann ræðir um áhugamál hinn- ar canadísku þjóðar eins og þau horfa við frá degi til dags; ef allir stjórnmálamenn væru eins hreinskilnir og hann, myndi víða hærra til lofts og víðara til veggja. Mr. Pearson er um þessar mundir formaður hinnar pólitísku nefndar sameinuðu þjóðanna, og hann hefir þegar'í þeim verkahring getið sér slíkt frægðarorð, að þar komast fáir til jafns við hann; þegar Mr. Pearson tekur til máls, hvort heldur er í þingi sameinuðu þjóð- anna eða á öðrum vettvangi, er enginn í vafa um af- stöðu Canada varðandi þau málefni, sem efst eru á baugi. í nýlegri ræðu um stefnu Canada í utanríkismálum, komst Mr. Pearson meðal annars þannig að orði; „Með hliðsjón af efnahagsmálum sínum og verzlun við aðrar þjóðir, er canadíska þjóðin ófrávíkjanlega þeirrar skoðunar, að gagnskipti þjóða á milli séu eigi aðeins æskileg, heldur hvorki meira né minna en brýn nauðsyn; frá pólitísku sjónarmiði séð, er það aðaláhuga mál okkar að vernda heimsfriðinn, og að því markmiði stefna allar okkar athafnir; en komi til þess, sem von- andi verður ekki, að við verðum að grípa til vopna til að verja frelsi okkar og mannréttindi, munum við ekk- ert til spara sæmd okkar og sjálfstæði til fullverndar. Canada er að öllu leyti ábyrg þjóð, er lætur engan segja sér fyrir verkum; hún hefir oft í utanríkismálum stað- ið á öndverðum meið við Bretland og Bandaríkin og mun í framtíð, sem endranær, framfylgja þeirri stefnu einni, er hún er sannfærð um að miði til mannfélags- heilla. Canadíska þjóðin er sannfærð um það, að þau spor, sem vestrænar þjóðir hafa í seinni tíð stigið til að sporna við yfirgangi rússnesku ráðstjórnarríkjanna, miði í rétta átt, núlifandi kynslóð og komandi kynslóð- um til blessunar; má í þessu sambandi einkum og sér í lagi minnast Marshallhjálparinnar og Norður-Atlants- hafssáttmálans; með þessu hvorutveggja hafa verið stigin mikilvæg skref í áttina til viðreisnar og varanlegs friðar“. Baráttan við Klu Klux Klan Undanfarið virðist hafa borið meira á blökkumannaofsóknum í suðurríkjum Bandaríkjanna en lengi áður. Eigi að síður eru þó viö- horf almennings þar stöðugt að breytast þeim í vil, bæði meðai verkamanna og iðjuhölda, en hinir fátækari landeigendur virðast hins vegar eiga erfitt með að sætta sig við breytnguna. Endurvakn- ing Klu Klux Klan-hreyfingarinnar, sem nú lætur allmikið til sín taka, virðist einskonar lokatilraun tl þess að stöðva þessa þróun. í grein þeirri, sem hér fer á eft ir og nýlega birtist í danska blað- inu „Information“, er gefið nokk- urt yíirlit um það, hvernig þessi mál standa nú í suðurríkjunum, en víðast í öðrum hlutum Banda- ríkjanna hafa blökkumenn tryggt hlut sinn til jafns við aðra. í suðurríkjum Bandaríkjanna eru veiðar einkum stundaðar að sumrinu til, þ. e. mannaveiðar. Það er engu líkara, en hinn kæf- andi hiti magni það versta í fari mannanna, fregnir af ódæðis- verkunum berast nú um víða veröld. í bæ einum á Florida- skaga reyndi hvítur skríll að kveikja í blökkumanna þverfinu, fyrir nokkrum dögum. í Donal- sonville í Georgía varð borgar- stjórinn að verja hendur sínar með vopnavaldi, er hópur kufl- klæddra manna ætlaði að nema hánn á brott. Frá Alabama berast fregnir af Klu Klux Klan mönn- um, sem elta uppi „negra“ og þá, sem „hlynntir eru negrunum“ til þess að misþyrma þeim í skjóli náttmyrkursins. Ástandið í suð- urríkjunum virðist jafn ægilegt nú, og það hefir ætíð verið. Hins vegar fréttist nú sjaldnar um, að blökkumenn hafi verið grýttir þar í hel. Ofbeldismennirnir virðast gæta þess betur en áður, að fórnardýr þeirra séu með ein- hverju lífsmarki, þegar skilið er við þau. í þessu sambandi er einnig annað atriði, sem hafa verður í hyggju. Hér áður fyrr gátu Klan- mennirnir ætíð gengið út frá því sem gefnu, að yfirvöldin myndu vera á þeirra bandi, ef einhverj- um dytti í hug, að mótmæla of- bendisverkum þeirra. Og það var ekki óalgengt, að yfirvöldin hefðu beinlínis samvinnu við Klu Klux Klan. Nú er þetta breytt, víðast hvar. Félagsskap- urinn á ekki nándar næiri eins miklu fylgi að fagna meðal al- mennings og það er ekki jafn öflugt vald, er stendur á bak við hann nú og fyrr á árum. Einkum gætir þessa mjög í Alabama. Þar hefir löggjafar- samkundan samþykkt ný lög með yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða, er banna fólki að hafa á sér grímur, utan heimilis síns. Hins vegar er ekki þar með sagt, að unnt verði að framkvæma lög þessi. En fylkisstjórinn, James E. Folson, virðist staðráðinn í því að ganga milli bols og höfuðs á Klu Klux Klan, en Folson var á sínum tíma kjörinn fylkisstjóri vegna þess að honum var ein- staklega lagið að kyssa kvenkjós- endur sína. Yfirmaður Klu Klux Klan í Alabama, William Hugt Moiris, hefir nýlega verið dæmd- ur í fangelsi, fyrir að „sýna rétt- inum fyrirlitningar“. Nánasti samstarfsmaður hans, E. P. Pruitt, hefir sagt sig úr félags- skapnum, á þeim forsendum, að han geti ekki sætt sig við ýmis- legt það, er Klu Klux Klan hafi gert — og kann það að virðast býsna seint athugað hjá honum. En hann hefir m. ö. o. orðið hræddur, þegar Moitís var varp- að í fangelsi. í Alabama hefir einnig verið komið á fót hæstarétti (grand jury), er á að rannsaka hvort ekki sé neitt það í stefnuskrá eða starfsemi Klu Klux Klan, sem brjóti í bág við lögin, enda þótt ekki sé unnt að dæma félags- skapinn í iheild fyrir það, sem hinir ýmsu meðlimir hans kunna að gera. Víðar í suðurríkjunum er nú reynt á svipaðan hátt, að útiýma Klu Klux Klan með öllu. I Florida hefir fylkisstjórinn farið þess á leit við löggjafarsamkund- una, að hún samþykki lög, er banni fólki að bera grímur, eins og gert hefir verið í Alabama. Hann hefir eining verið all hvassyrtur í ræðum sínum, og hefir m. a. minnst á „köflótta ó- bótamenn“. Jafnvel í Atlanta, höfuðborg Georgíu og aðalbæk- istöðvum Klu Klux Klan til þessa verður nú vart sívaxandi fyrirlitningar á félagsskapnum. Nær öll dagblöðin, kirkjufélögin og verzlunarfélag borgarinnar, sem stutt er af öllum hinum stærri kaupsýslumönnum, hafa skorað á Herman Talmadge fylk- isstjóra að grípa til einhverra ráðstafana gegn óþjóðalýð þess- um. En Talmadge hefir ekki sinnt þessum áskorunum fram til þessa. Hann var líka kjörinn af sveitunum, og þar líta menn öðr- um augum á málið. Baráttan í suðurríkjunum í dag er í raun réttri á milli gamla og nýja tímans. Annars vegar eru plantekrueigandurnir, sem græddu á hinu ódýra vinnuafli blökkumannanna. Hins vegar er iðnaðurinn í borgunum, þar sem sameinginlegir hagsmunir neyt- andanna í verksmiðjunum virð- ist mega sín meira en kynþátta- vandamálið. Undanfarin ár hefir iðnaðinum fleygt mjög fram í suðurríkjunum. Hann er að vísu ennþá minni þar, en nokkurs staðar annars staðar í Bandaríkj- unum, en framfarirnar hafa engu að síður verið geysimiklar og tekjur verkamanna hafa aukist þar örar en annars staðar í Banda ríkjunum. Afleiðing þessarar þróunar er sú, að í fyrsta sinn í sögu suðurríkjanna er nú litið á verkamenn sem mikilsverða þjóð félagsþegna. Og þar eð verka- mennirnir í bæjunum eru vitan- lega ekkert hrifnir af því, að fá- tækir blökkumenn flykkist þangað frá plantekrunum og haldi laununum niðri, þá vinna nú hvítir og svartir verkamenn saman í öllum verkalýðsfélögum, að því að gæta sameinginlegra hagsmunamála sinna. Verka- lýðsfélögin hafa því hvarvetna tekið upp baráttuna fyrir jafn- rétti kynþáttanna. Yfirleitt eru þau studd bæði af vinnuveitend- um og kaupmönnum, sem nú virðast farnir að sjá, að eigi þeir að geta selt vörur sínar, verður að auka kaupmátt almennings. Hinir stærri plantekrueigend- ur í sveitunum virðast einnig farnir að sjá að sér. Undanfarin ár hefir fjöldi blökkumanna flutzt frá suðurríkjunum norður á bóginn, og frá sveitunum til bæjanna. Áætlað hefir verið, að s. 1. 10 ár hafi blökkumönum í New York fjölgað um helming, og í Los Angeles búa nú þrisvar eða fjórum sinnum fleiri blökku- menn en fyrir styrjöldina. Blökkumenn í suðurríkjunum hafa því hækkað í áliti í réttu hlutfallivið það, sem þeim hefir fækkað þar. Það virðist einnig skynsamlegast að reyna að stefna að því, að búa svo vel að þeim fáu, sem eftir eru, að þeir fari ekki að dæmi systra sinna og^bræðra og freisti gæfunnar í norðuxríkjunum. Þessi þróun miðar öll í þá átt, að blökkumennirnir hljóti fullt 'jafnrétti á borð við hina hvítu menn í Bandaríkjunum en slíkt skeður vitanlega ekki á einum degi. Annað veifið rís upp öflug mótmælaalda gegn blökkumönn- unum — frá hinum fátækari hvítu landeigendum í suðurríkj- unum. Eigi maður að vega og meta það, sem skeður á þessu sviði, er ekki nóg að segja með fyrirlitningu: „Jæja, svona er þá bandarísk menning“. Menn verða að hafa hugfast, að ástand- ið fer ekki versnandi, heldur fer það sífellt batnandi ár frá ári, bæði fyrir blökkumenn og hvíta menn. Tíminn Kvöld í Öskjuhlíð Ég brá mér suður í Fossvog að kvöldi dags snemma í ágúst. Það var bezta veður. Dagurinn var einn af þessum fáu sólbjörtu sumardögum, sem komið hafa sunnanlands á þessu sumri. Gott er að koma í Fossvoginn. Snemma á öldinni var þar lítill gróður og lítil ræktun. Nú er hann nálega allur ræktaður, ým- ist tún eða skógarreitir. Þeir menn, sem eru trúlitlir á að land ið ræktist upp, hafa gott af að koma suður í Fossvog og sjá með eigin augum samfelld rækt- unarlönd og afla sér um leið upp lýsinga -um hvernig landið var til skamms tíma. Dagur var liðinn að kvöldi og margir voru búnir að þurrka og taka saman heyið sitt, aðrir unnu að slætti og undirbúningi bygginga, og enn aðrir hvíldu sig eftir unnið dagsverk. En á Hafnarfjarðarvegi var stöðug iðandi umferð. Bílar komu og fóru og flestir kepptust við að komast sem fyrst áfram. Ósjálfrátt kom upp í hugann, hvað er allt þetta fólk að gera? Ómögulegt að ráða þá gátu. En eitt leyndi sér ekki: Bifreiðun- um var ekið hratt eins og mikið lægi við. En ég var fótgangandi. Það er einstöku sinnum gaman að fara hægt, og gefa sér tíma til að at- huga næsta umhverfi. Leiðin lá upp hjá kirkjugarðinum. Hann er vel umgenginn og snotur, án íburðar. Steindrangar á leiðum eru að mestu horfnir, og er að því ótvíræð framför. Aftur er steypt umhverfis flest leiðin. Fer það vel og er til ánægju eft- irlifandi ástvinum og vanda- mönnum. En lágu grasleiðin, þar sem ekkert er annað en ís- lenzk jörð og blóm, falla ein- kennilega vel við dauðakyrrð- ina í kirkjugarðinum. En utan garðs dunar umferð- in og allir flýta sér. Hvort eru menn að flýta sér í þennan sama stað, þar sem allir eru jafnir að loknu dagsverki og hvort sem yfir þeim er aðeins íslenzk jörð og gras, eða danskt steinlím bindur íslenzkt grjót í einhvers- konar girðingu um visnaðan lík- ama manna. Kapella stendur ofan við garð inn. Það er mikil bygging og traustleg ásamt viðbyggingum. Að innan er hún rúmgóð og myndarleg, án alls íburðar. Um- gengnir úti er öll hin snotrasta og til fyrirmyndar. Frá kapellunni og hinum al- varlegu hugsunum, sem þessi staður vekur, er góður spölur fyrir gangandi mann upp á Öskjuhlíð. Þar standa hitavatns- geymarnir sjö, ásamt smáhúsi, þar sem hægt er að hafa stjórn á að- og frárennsli heita vatns- ins. Þar er einnig komin fyrsta hæð að sýningarturni, sem fyrir hugaður hefir verið þarna á Öskjuhlíðinni. Hann mun hafa verið hugsaður allt að 30 mtr. á hæð, og yrði hann vafalaust fjöl- sóttur, enda tilkomumikið og fallegt í björtu veðri hér að vera. Og þó enn miklu víðsýnna úr svo mikilli hæð. Þessi kvöldstund á Öskjuhlíð- inni er eitt af þeim fáu augna- blikum, sem greypast í hugann og verða ógleymanleg. Liðið var fram um miðnætti. Úti var hvorki heitt né kalt. Byggðin umhverfis er næsta aðlaðandi. Upp af ræktunarlöndunum í Fossvogi, Álftanesi og annars- staðar, sem augað nemur, stíg- ur mildur hjúpur, kvöldmóðan. Flugvöllurinn liggur upp að hlíð inni að vestan og þar koma flug- vélar og fara. En bærinn sjálfur með sínum mörgu íbúum breið- ir sig yfir holt og hæðir. Hann er margbreytilegur, óregluleg- ur, en aðlaðandi í kvöldkyrrð- inni. Lengra í burtu er fjallahring- urinn í austri og norðri. Og yzt við sjóndeildarhring er sólin að ganga til „viðar“ bak við Snæ- fellsjökul. Kvöldhiminninn, jök- ullinn og fjöllin næstu eru sem gullröndum prýdd í geislaflóði miðnætursólarinnar, Og þegar þetta er betur aðgætt, er sem jökullinn og allur Snæfellsnes- fjallgarðurinn sé kominn hér skammt fyrir utan eyjar. Og lín ur þeirra og litir og allt um- hverfið er jafnvel enn fallegra en hjá Kjarval. B. TÍMINN ÓLAFUR THORS: Kosningarnar marka enga stefnu í innanríkism. 28. október. — Morgunblaðið snéri sér í gærkveldi til Ólafs Thors, formanns Sjálfstæðiflokksins, og bað hann að segja álit sitt á kosningaúrslitunum. Ólafi fórust þannig orð: „í kosningabaráttunni leitaðist Sjálfstæðisflokkurinn við að leiða þjóðinni fyrir sjónir, að ef takast ætti að stýra farsællega út úr örðugleikunum, yrðu kjós- endur að veita Sjálfstæðis- flokknum meirihlutavald á Alþingi. Kjósendur landsins hafa að sönnu sýnt Sjálfstæðisflokknum mikið traust, en þó ekki nægi- lega mikið. Sjálfstæðisflokkur- inn heldur fyiri þingmannatölu sinni, 19, og er því enn fjölmenn- asti flokkur þingsins. Hann hef- ur bætt við sig 2118 atkvæðum, fengið hærri hundraðshluta greiddra atkvæða en 1946, eða rúmlega 39,5%, í stað 39,4%, og á því enn lang mestu kjós- endafylgi að fagna. Þannig fékk Sjálfstæðisflokkurinn nær 11,- 000 atkvæði umfram Framsókn- arflokkinn, eða rúmlega 62% meira atkvæðamagn, enda þótt þingmenn Sjálfstæðisflokksins séu aðeins tveimur fleiri en þing- menn Framsóknarflokksins. Hið mikla kjörfylgi Sjálfstæð- isflokksins er eitt út af fyrir sig ánægjulegt, en það raskar ekki því meginatriði, að þjóðin hefur ekki veitt Sjálfstæðisflokknum umboð til að reyna að ráða fram úr örðugleikunum eftir þeim leiðum, sem flokkurinn benti á í stefnuyfirlýsingu sinni. Kosningaúrslitin eru traustyf- irlýsing á utanríkismálastefnu. lýðræðisflokkanna. Mbl. 1. nóvember Avalt á mínútunni Gangið úr skugga um að þér verðið á mínútunni varðandi Jólaverzlun yðar! E£ þér loslst við jólaösina haf- ið þér ávalt úr nógu að velja og fáið skjóta afgreiðslu. Sé pantað snemma vinst næg- ur tími til að ganga frá jóla- gjöfum og annast um endur- sendingar sé þess þörf — hafið hugfast .... Séuð þér ekki ánægð með vöruna er pening- skilað aftur að inniföldu flutningsgjaldi. ^T. EATON C?,™ WINNIPEG CANADA EATONS

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.