Lögberg - 08.12.1949, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 8. DESEMBER, 1949
3
A fimtíu ára afmæli sínu var Reykjavík Torfbæjaborg Business and ProfeSSÍOIiaíCardS
ÞEGAR Reykjavík fékk kaup
staðarréttindi, fór fram útmæl-
ing á verzlunarlóðinni, sem var
aðeins „Kvosin“, milli sjávar og
tjarnar, milli Grjótahæðarinnar
og læksins. Auk þess voru
henni lögð tún Hólakots og Mels-
húsa. íjn aðrar hjáleigur jarðar-
innar Reykjavík: Landakot
Grjóti, Götuhús, Stöðlakot og
Skálholtskot urðu utan við. I út-
mælingargerðinni, sem er dag-
sett 12. febrúar 1787, segir svo
um þessa ráðstöfun:
— Þessar hjáleigur var ekki
talið nauðsynlegt að leggja til
kaupstaðarins, því það sem hon-
um hefir verið lagt virðist kapp-
samlega nóg. En skyldi svo ólík-
lega ske einhverntíma, að
Reykjavík þyrfti á meira land-
rými að halda, þá má bæta við
þessum hjáleigum, með leyfi
hans hátignar konungsins, sem
er eigandi þeirra. —
Fljótlega kom upp óánægja út
af því, að þeir, sem áttu heima
innan kaupstaðarlóðarinnar,
skyldi ekki hafa neinar nytjar
úthaga Víkurjarðar. Varð það
til þess að fram fór mat á öllu
landi jarðarinnar, og að því
loknu lagði stiptamtmaður til,
að úr því að nokkur hluti af
Reykjavík hefði verið út lagður
til kaupstaðar, yrði úthagar jarð
arinnar að fylgja honunt þann-
ig, að íbúar kaupstaðarins hefði
sameiginlegan afnotarétt þeirra
eftir þörfum á borð við aðra
landeigendur. Á þetta féllst
stjórin, með úrskurði 19. apríl
1788.
Upp úr 1790, þegar innrétting-
arnar eru að syngja sitt síð-
asta vers, fyrirskipaði Rentu-
kammerið nýja útmælingu. Hún
var framkvæmd í maí 1792, og
var þá bætt við kaupstaðarlóð-
ina Skálholts og Stöðlakots lóð-
um. Með þessu var þá kaup-
staðarlóðin endanlega ákveðin,
og helst hún þannig óbreytt um
heila öld, eða fram til 1892.
Þannig var þá afmarkað það
svæði, þar sem menn máttu
verzla. Utan við það mátti eng-
in verzlun vera. En þetta var
ekki öll Reykjavík. — Eftir sem
áður var kölluð Reykjavík öll
sú bygð, sem var á landareign
jarðanna Víkur, Arnarhóls og
Hlíðarhúsa, og þar með talin
kirkjujörðin Sel.
Nyrst í Kvosinni (við Aðal-
stræti) voru þá kongsverzlunar-
húsin, nýlega flutt þangað utan
úr Örfirisey. Þau voru*öll úr
timbri. Syðst við Aðalstræti var
kirkjan, og umhverfis hana húsa
þyrping innréttinganna. Af
nær 30 húsum og kofum þar voru
aðeins sex úr timbri. Hin húsin
voru úr torfi og grjóti. Torfbæir
voru á öllum hjáleigunum og
eins á Arnarhóli, Hlíðarhúsum
og Seli. Þá voru og komnir nokkr
ir torfbæir tómthúsmanna í
Grjótaþorpi, og einn, Þingholt,
fyrir ofan læk.
ÞESSI var þá stofninn að höf-
uðborg íslands: 9 eða 10 timbur
hús, en allar aðrar byggingar úr
torfi og grjóti. Þá voru íbúar
Reykjavíkur taldir 167 alls, en
í Reykjavíkurkirkjusókn (sem
náði einnig yfir Nessókn og
Laugarnessókn) voru alls 302
sálir, en íbúar landsins voru þá
alls taldir 38.363. Móðuharðind-
in voru þá nýgengin um garð og
árið 1785 höfðu látist 83 í Reykja
víkursókn, 36 í Nessókn og 33 í
Laugarnessókn, „flest úr vesöld,
niðurgangi og kreppusótt“ eins
og segir í kirkjubókinni. Hér
voru því óglæsilegir tímar, er
hin nýja borg reis á legg.
Á næstu árum fjölgar þó mjög
timburhúsum í kvosinni. Og á
næstu áratugum fjölgar einnig
mjög þurrabúðarmönnum. Þeir
reistu sér torfbæi, flestir utan
við Kvosina. Tók þá að myndast
bygð í Skuggahverfi og Þing-
holtum og Grjótahverfið að
stækka. Reykjavík varð þannig
tvöföld í roðinu. Annars vegar
voru timburhúsin í Kvosinni,
flest eign erlendra kaupsýslu-
manna, en hins vegar torfbæir
Islendinga. Þegar þessa er gætt
má segja að íslendingar hafi upp
haflega byggt höfuðborg sína úr
torfi. Og þannig er hún álitum á
50 ára afmæli sínu.
í Landsbókasafninu er geymt
handrit að skrá um torfbæi í
Rvík 1830 og bætt við nokkrum,
sem bygðust á næstu árum, eða
alt fram að 1840. Skrá þessi er
samin af Jóni Jónssyni prentara
í Stafni. Hefir hann tekið hana
saman á gamals aldri (1866) og
má því vera að einn og einn bær
hafi gleymst, annaðhvort vegna
þess, að höfund hafi mint að
hann væri rifinn fyrir þennan
tíma, eða bygður seinna. En skrá
þessi sýnir þó greinilega hvern-
ig Reykjavík hefir verið á svip-
inn þegar hún hafði náð fimm-
tugsaldri.
TORFBÆIRNIR í Reykjavík
voru yfirleitt lélegri heldur en
sveitabæir, enda var þeim venju
lega hróflað upp af litlum efn-
um.
Til er lýsing á torfbæjunum,
er Þorbergur Þórðarson rithöf-
undur skrifaði eftir frásögn
Ólafs Jónssonar fiskimatsmanns,
sem fæddur var í Hlíðarhúsum
1856 og segir þar meðal annars
svo:
— Öll úthverfi Reykjavíkur
voru langt fram eftir aldarhelm-
ingnum eintómir torfbæir að
heita mátti. Hver bær var tíðast
tvö hús, er stóðu hlið við hlið.
Annað húsið var til íbúðar, hitt
til eldamensku og geymslu. Vegg
ir voru hlaðnir úr torfi og grjóti,
framstafnar sumstaðar úr torfi
og grjóti, upp að glugga og þar
fyrir ofan gerðir úr timbri. Aft-
urstafnár voru ýmist úr torfi og
grjóti upp að glugga og efri hlut
arnir úr timbri, eða þeir voru úr
torfi og grjóti ppp úr og þá
gluggalausir. Þá hétu þeir
gaflöð. Framstafnar sneru venju
lega til suðurs, stundum til aust-
urs. Sperrur voru að jafnaði
krossreistar (mynduðu 90 stiga
horn í mæni). Stundum voru
þær með kalfa í maéni. Á sperr-
unum var skarsúð á íbúðarhús-
unum, en refti á eldhúsi og
geymslu. Á milli þekjunnar og
súðarinnar var hvorki tróð né
hella.
Langt fram eftir aldarhelm-
ingnum voru hér til torfbæir,
sem voru með moldargólfi og
höfðu refti eitt og torf í stað
súðar. Rúmstæðin voru bálkar,
hlaðnir úr torfi og grjóti, og þá
var dreift heyi undir sængur-
fötin. —
Þrifnaður stóð á þessum tím-
um í flestum greinum að baki
því, sem nú tíðkast, enda voru
skilyrði flest til þrifnaðar þá
margfalt verri en nú á tímum.
Gólf voru venjulega þvegin
tvisvar í viku, á miðvikudögum
og laugardögum, en aðra daga
voru þau oftast sópuð með fugls-
væng. Gólf voru aldrei þvegin
úr sápu, heldur aðeins úr vatni
og fínum sandi, sem sóttur var
niður í fjóru. Eftir þvottinn var
stráð á þau hvítum skeljasandi,
sem fluttur var í pokum utan
úr örfirisey. Gólfdúkar eða
teppi voru þá ekki til. Hvíti
skeljasandurinn var því fyrsti
vísir til dúka og teppa á gólfum.
Honum var einnig stráð í ganga
og bæjardyr, þótti það hrein-
legra og fallegra.
Sjaldnast voru vanhús við
torfbæina. Karlmenn gengu örna
sinna út um holt og niður að sjó,
en börn og kvenfólk hægði sér í
næturgögn, sem tæmd voru í
hlandforina eða á sorphauga, er
voru heima við flesta bæi.----
Þessu ber saman við lýsingu
Mackenzie, sem hér var á ferða-
lagi 1810. Hann kom að prests-
setrinu Seli. Þar átti þá heima
Brynjólfur Sigurðsson dóm-
kirkjuprestur. Segir Mackenzie
svo frá:
— Presturinn mætti okkur við
dyrnar á kofaræfli, og leiddi okk
ur inn löng, dimm og skítug
göng fram hjá allskonar drasli,
fram hjá manni, sem var að
berja harðfisk, og inn í dimt
herbergi. Það var svefnherbergi
fjölskyldunnar og hið bezta á
bænum. Þakið var svo lágt, að
maður gat varla staðið upprétt-
ur, og þar var tæplega rúm fyr-
ir nokkurn hlut nema húsgögn-
in, en þau voru: rúm, klukka,
lítil kommóða og glerskápur. —
Jón Helgason biskup, sem
mundi eftir flestum torfbæjun-
um, segir svo á einum stað:
— Fæstir hinnar uppvaxandi
kynslóðar vorra tíma gera sér í
hugarlund, hve léleg húsakynni
voru gömlu reykvísku torfbæirn
ir í úthverfum bæjarins, eða
„kotin“, eins og algengast var
að nefna þessa mannabústaði.
Torfið á þekjunum reyndist alt
annað en góður regnvari, er til
lengdar lét. Snemma fór vætan
að leita á súðina undir torfinu
og áður en menn vissu af, var
hún orðin svört af sagga undan
þekjunni. Og þá leið sjaldnast
á löngu áður en lekinn, versti
óvinur góðra húsmæðra, færi að
gera vart við sig.----
Það var löngum fangaráð hús
mæðranna að hengja bjór undir
lekann og veita úr honum vatn-
inu þannig, að það færi ekki nið-
ur í rúmin. Annars höfðu þessir
tor'fbæir þann stóra kost, að þeir
voru hlýir þegar frost og hríðar
gengu. Það næðir ekki í gegnum
þykka moldarveggi né þekjur,
sem máske eru orðnar hálf alin á
þykkt vegna þess að altaf er ver-
ið að dytta að þeim og bæta torfi
ofan á torf. Veðráttan hér, um-
hleypingar og votviðri, hamlaði
því að þekjur gæti orðið vall-
grónar, og þess vegna var lek-
inn og þess vegna þurfti alltaf
að-vera að bæta nýju torfi utan
á hið gamla.
HÉR fer á eftir skrá Jóns
prentara um torfbæina og í
þeirri röð, sem hann telur þá.
En innan sviga hefi ég bætt við
nokkrum upplýsingum um
hvern bæ. Hefi ég þar m. a.
reynt að skýra frá því hvar hver
bær stóð, svo að menn geti bet-
ur áttað sig á því hvernig bygð-
inni var skipað. Hefi ég við það
notið aðstoðar Sigurðar Hall-
dórssonar trésmíðameistara, sem
er manna fróðastur í þeim efn-
um.
Þess ber að geta, að bæirnir
voru altaf að skipta um nöfn og
hefir það valdið nokkrum erfið-
íeikum þeim, sem hafa viljað
kynna sér þróunarsögu Reykja-
víkur. Ég hefi haldið mér við
þau nöfn, er Jón prentari notar
(og bætt inn í nöfnum, þar sem
hann hefir sleppt þeim), en auk
þess reynt að láta hverjum bæ
fylgja þau önnur nöfn, er hann
hafði. Hefst svo skráin.
AUSTURBÆR
1. Skuggi elzti bær í Skugga-
hverfi. (Hann stóð rétt austan
við þar sem „Völundur“ er nú.
Þennan bæ reisti fyrst Jens
nokkur Jensson um 1800).
2. Nikulásarkot, sem Gunnar
Hafliðason á núna. (Þessi bær
hét upphaflega Nýibær, en var
síðar kendur við Nikulás Er-
lendsson, föður Hafliða, föður
Ólafar, móður Bjarna Jónssonar
dómkirkjuprests. Gunnar Haf-
liðason var orðlagt valmenni.
Hann „stoppaði út“ fugla af mik
illi list fyrir söfn og einstaklinga.
Nikulásarkot stóð þar sem nú er
Landsmiðjan).
3. Traðarkot. (Það stóð þar
sem nú mætast Smiðjustígur og
Hverfisgata. Þar rétt fyrir vest-
an var grjótgarður mikill á mörk
um Arnarhólstúns og Skugga-
hverfis. í traðarkoti var löngum
tvíbýli. Þar bjó Þórður Stefáns-
son, sem var að nokkru leyti upp
alinn hjá Steingrími biskupi.
Hann var „talsvert drykkfeld-
ur“, en varð einn af fyrstu góð-
templurum- þessa bæjar, og varð
það gæfuhlutskipti hans“).
4. Arnarholt (var neðst við
Smiðjustíginn. Þar bjó lengi Ein-
ar Þorsteinsson slátrari, hraust-
menni mikið).
5. Vindheimar (sá bær stóð
þar sem nú er vörugeymsluhús
Völundar. Þar bjó um eitt skeið
Anton Magnússon, tengdasonur
Ara í Skálholtskoti og faðir Ara
B. Antonssonar).
6. Steinsstaðir. (Þann bæ
bygði fyrst Pétur Sigurðsson,
bróðir Vigfúsar halta, sem Vig-
fúsarkot er kent við. Kona hans
hét Jarþrúður. Þótti hún kven-
skörungur mikill og var því
jafnan kölluð Stálþrúður. Sonur
þeirra var Túnis, faðir Margrét-
ar konu Guðmundar Gissurar-
sonar fiskimatsmanns. Fyrir
framan Steinstaðabæinn var
túnblettur og þar stendur nú
bústaður danska sendiherrans).
7. Sölvahóll. (Þarna bjó Jón
Snorrason frá Engey. Hann end-
urbygði bæinn 1834 og var hann
þá talinn einn af bestu torfbæ-
unum í Reykjavík. Seinna bjó
þar Jón Jónsson orðalgður sjó-
sóknari, faðir hinna kunnu Söl-
vahólsbræðra, Jóns og Stein-
gríms. Hús S.Í.S. var bygt rétt
við bæinn. Lagðist hann litlu
síðar í eyði og var rifinn).
8. Klöpp var bygð 1838, rétt
fyrir vestan Skuggabæinn, en
Skuggi er nú eyðilagður. (Bær-
inn stóð á hárri klöpp niður við
sjóinn, rétt fyrir austan Klapp-
arvör, sem var aðallendingar-
staður á þessum slóðum. Þar
standa nú olíugeymar B.P.)
9. Móakot var bygt sama árið,
1838. (Það var beint upp af
Kveldúlfshúsunum. Þar bjuggu
einu sinni Jóhannes Guðmunds-
son og Sólveig Sigurðardóttir.
Hún hafði áður átt Guðlaug
Ólafsson frá Helgafelli og var
sonur þeirra Ólafur í Hlíðarhús-
um (d. 1894), faðir séra Þórðar
á Söndum, föður Sigurðar tón-
skálds).
10. Svo var Snússa, þar sem
gamla Hólshúsið er. (Býli þetta
stóð á ofurlitlum hól og hét upp-
haflega Litlibær. Lárus Hall-
grímsson (bróðir séra Svein-
bjarnar) bygði það upp og var
það þá kallað Lárusarhús, en
hlaut seinna nafnið Hólshús. En
í daglegu tali var það kallað
Snússa. Halldór Þórðarson bók-
bindari lét rífa það og bygði þar
tvílyft timburhús, sem nú er
Laugavegur 4).
11. Garðshorn rétt fyrir ofan
þar sem hún Helga Hálfdánar-
sonar er núna; það stóð þar inn
í Landshöfðingjatúnið, er var
rifið þegar Hilmar Finsen var
hér stiptamtmaður. (Það var
rifið 1868. Nú er þar verslun
Jóns Björnssonar and Co.
12. Bergstaðir þar sem þeir
eru nú (á horni Skólavörðustígs
og Bergstaðastrætis. Þar bjó eitt
sinn Páll Eyjólfsson gullsmiður,
sem jafnframt gaf sig við blaða-
mensku og gaf út um nokkur ár
blað, sem „Tíminn“ hét).
13. Pétursbær. í efri Þing-
holtaröðinni var norðast gamall
bær, sem Jón sálugi Markússon
átti og reif hann og bygði upp
aftur, sem nú á Pétur Stephans-
son Ottesen skósmiður. (Þessi
bær hét að réttu lagi Bjarg og
var nyrsta býlið í „nýu Þing-
holtum“, en svo nefndist fyrst
bygðin við Ingólfsstræti. Lárus
G. Lúðvígsson skósmiður keypti
seinast bæ þenna og reisti þar
steinhús, sem enn stendur, Ing-
ólfsstræti 3).
14. Þar rétt fyrir ofan Skafta-
bær, sem kallaður er. (Þessi bær
hét áður Miðbýli, en seinna dró
hann nafn af Skafta Skaftasyni
jársmið og smáskamtalækni.
Þessi bær stóð þar sem nú er
verslun Jóh. Árm. Jónssonar).
15. Stafn. Fyrir sunnan Pét-
ursbæ er bær, sem Einar heitinn
póstur átti og nú býr í honum
Jón Jónsson prentari. (Þarna
(Framh á bls. 71
SELKIRK METAL PRODUCTS LTD.
Heykháfar, öruggasta eldsvörn,
og ávalt hreinir. Hitaeiningar-
rör, ný uppfynding. Sparar eldi-
viö, heldur hita frá að rjúka út
með reyknum — Skrifið símið til
kelly sveinsson
187 Sutherland Ave., Winnipeg
Simi 54 358
S. O. BJERRING
Canadian Stamp Co.
RUBBER & METAL STAMPS
NOTARY & CORPORATE SEALS
CELLULOID BUTTONS
324 Smith St. Winnipeg
Phone 924 624
Office Ph, 925 668 Res, 404 31»
NORMAN S. BERGMAN, B.A., LL.B.
Barrister, Solicltor, etc.
411 Childs Bldg,
WINNIPEG CANADA
KHMlÍíl
JEWELLERS
447 Portage Ave,
AImo
123
TENTH ST.
lBRAND0N
Ph, 926 885
Phone 21 101 ESTIMATES
FREE
J. M. INGIMUNDSON
Asphalt Roofs and Insulated
Slding — Repairs
632 Simcoe St. Winnipeg, Man.
DR. A. V. JOHNSON
Dentist
506 SOMÉRSET BUILDINQ
Telephone 97 932
Home Telephone 202 398
Talsfmi »26 826 Heimilla 63 898
DR. K. J. AUSTMANN
BérfrœOingur i augna, eyma, nef
oo kverka sjúkdómum.
209 Medical Arts Bldg.
Stofutími: 2.00 til 5.00 e. h.
DR. ROE3ERT BLACK
Bérfrœólngur i augna, eyrna,
nef og hálssjúkdómum.
401 MEDICAL ARTS BLDQ
Graham and Kennedy St.
Skrifstofusíml 923 851
Helmasimi 403 794
EYOLFSON’S DRUG
PARK RIVER, N. DAK.
islenzkur lyfsaH
Fðlk getur pantað meðul og
annað með pðsU.
Fljöt afgreiðsla.
A. S. B A R D A L
848 SHERBROOK STREET
Selur líkkistur og annast um út-
farlr. Allur útbúnaður sá bezti.
Ennfremur selur hann allskpnar
mlnnisvarða og legsteina.
Skrifstofu talsimi 27 324
Heimills talsfmi 26 444
Dr. P. H. T. Thorlakson
WINNIPEG CLINIC
8t. Mary’s and Vaughan, Wpg.
Phone 926 441
Phone 927 025
H. J. H. Palmason, C.A.
H. J. PALMASON & CO.
Chartered Account&nts
305 Confederation Life Bldg.
Winnipeg Manltoba
Phone 49 469
Radio Service Speclaliets
ELECTRONIC LABS.
H. THORKEL.BON, Prop
The most up-to-date Sound
Eciulpment System.
592 ERIN St. WINNIPEG
PARKER, PARKER
& KRISTJANSSON
Barrislers - Solicilors
Ben C. Parker, K.C.
B. Stuart Parker. A. F. Kristjansson
500 Canadian Bank of Commerce
Chambers
Winnipeg, Man. Phone 923 5*1
JOHN A. HILLSMAN.
M.D., Ch. M.
332 Medical Arts. Bldg.
OFFICE 929 349 Home 403 388
Phone 724 944
Dr. S. J. Jóhannesson
SUITE 6 — 652 HOME ST,
Viðtalsttmi 3—5 efUr hádegl
DR. E. JOHNSON
304 EVELINE STREET
Selkirk. Man.
Offlce hrs. 2.30—6 p.m.
Phones: Office 26 — Res. 230
Drs. H. R. and H. W.
TWEED
Tannlœknar
406 TORONTO QEN. TRUSTS
BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smlth St.
Phone 926 952 WINNIPBQ
Cars Bought and Sold
SQUARE DEAL
MOTOR SALES
"The Working Man’s Friend’’
Di..tíAÍA 297 PRtNCSras Strbbjt
r||. Z0404 Haif Block N. Logan
SARGFNT TAXI
Phone 722 401
FOR QUICK RELIABLE
SERVICE
J. J. SWANSON <6 CO.
LIMITED
308 AVENUE BLDQ WPQ.
Fasteignasalar. Lelgja hús. Ct-
vega penlngalán og elds&byrgð.
blfrelðaábyrgð, o. n. frv.
Phone 927 683
Andrews, Andrews,
Thorvaldson and
Eggertson
Lögfrœóingar
209BANK OF NOVA SCOTIA BQ.
Portage og Oarry St.
Phone 928 291
GUNDRY PYMORE
Limited
British Quality Fish Netting
68 VICTORIA ST„ WINNIPEO
Phone 98 211
Uanager T. R. THORVALDBON
Your patronage wili be appreclated
Offlce Phone Res Phone
924 762 72« 115
Dr. L. A. Sigurdson
528 MEDICAL ARTS BLDQ.
Offlce Hours: 4 p.m.—6 p.m.
and by appolntment
CANADIAN FISH
PRODUCERS, LTD. )
J. H. PAOE, Managing Director
Wholesale Dlstributors of Fraah
and Frozen Flsh.
311 CHAMBERS STREET
Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 I
O. F JonaHHon, Pres. & Man. Dlr.
Keystone Fisheries
Limited
404 SCOTT BLK, Slml »25 227
Wholesale Distributors of
FRESH AND FROZEN FISH