Lögberg - 08.12.1949, Page 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 8. DESEMBER, 1949
5
/4HU6AHAL
LVCNNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
Ársritið Árdís
Eftir PRÓFESSOR RICHARD BECK
Samgöngutœki himingeimsins fullkomnast
Hervarnarráðherra Bandaríkjanna sagði fyrir nokkrum mán-
uðum að unnið væri að því í fullri alvöru að smíða rakettur, sem
gætu komist til annara hnatta. Og rétt nýlega sagði vísindamaður
við Hardvard-háskóla, að með þeim tækjum, sem til væru nú,
n*v«iíCr» nrnf lllftll
Vel sé öllum þeim, sem á ein-
hvern hátt stuðla að viðhaldi og
eflingu félagslífs og menningar
legrar viðleitni meðal vor
íslendinga í landi hér. Bandalag
Lúterskra Kvenna vinnur að því
markmiði, bæði með margþættri
félagsstarfssemi sinni og þá ekki
sízt með útgáfu ársrits síns,
„ÁRDÍSAR", sem nýlega er kom
ið út fyrir yfirstandandi ár.
Þetta er 17. árgangur ritsins,
og er það, eins og áður, hið
smekklegasta að frágangi, prent
að með stóru letri á góðan papp
ír, prýtt mörgum myndum, og
í traustri kápu. Verð þess er 60
cent .
Efni ritsins er jöfnum hönd-
um á málunum báðum, íslenzku
og ensku, en þó drjúgur meiri-
hluti málsins á íslenzku, og
skyldi það bæði metið og þakk-
að að verðleikum, Til hægðar-
auka og til þess að gera umsögn
þessa skipulegri, verður fyrst
getið meginmálsins á íslenzku og
síðan þess enska.
Ritið hefst á inngangsorðum
til lesenda, eftir Miss Lilju Gutt
ormsson, ritara Bandalagsins,
þar sem skilgreint er hlutverk
þess; því næst kemur hlý kveðja
til Bandalagsins, og hvatning til
dáða, frá Margret Stephensen,
fyrrv. ritstjóra ÁRD1SAR.
Erindið „Verksvið kvenna“,
sem þáverandi forseti Banda-
lagsins, Mrs. Ingibjörg J. ílafs-
son, flutti á þingi þess síðastlið-
ið sumar, er hið prýðilegasta, en
það fjallar einkum um verksvið
kvenna innan kirkjunnar, jafn-
framt því, sem þar er rakin að
nokkru saga baráttu kvenna
íyrir auknum starfsréttindum
Mrs. Ólafsson ritar einnig fallega
afmælisgrein um Mrs. Elisabeth
Þuríði Polson áttræða, aðra
grein (,,Nýung“) um óvenju-
lega kveðjuathöfn um ungan
mann, sem var haldinn á bæ ein
um í Washingtonríki í Banda-
ríkjunum, og loks ritfregn um
fimmtíu ára afmælisrit Kristi-
legs Félags úngra Kvenna í
Reykjavík, er -sú umsögn syst-
urleg kveðja til starfssystranna
að kristilegum málum heima á
ættjörðinni.
Náskyld að efni erindi Mrs.
Ólafsson um verksvið kvenna
er erindi Mrs. Rannveigar K. G.
Sigbjörnsson „Hvernig getur
konan bezt styrkt heimsfrið-
inn“, sem flutt var á þingi
Bandalagsins í fyrra. Er hér um
að ræða niðurlag þess ítarlega og
tímabæra erindis, sem gerir við-
fangsefninu hin beztu skil og
vekur á margan hátt til umhugs-
unar. Hefir það lengi verið skoð-
un mín, að því sterkari sem
áhrif kvenna yrðu í alþjóðamál-
um, því meiri líkindi væru til,
að friðarhugsjónin næði fram að
ganga. Var mér það því mikið
fagnaðarefni, er ég var viðstadd-
ur fundi Sameinuðu Þjóðanna
fyrir stuttu síðan, hve margar
konur eiga þar sæti sem fulltrú-
ar eða í ýmsum mikilvægum
nefndum.
Erindi frú Ingibjargar Jóns-
son „Blikmyndir úr sögu Mikl-
eyjar“, sem flutt var í Mikleyj-
arkirkju á síðasta þingi Banda-
lagsins, er hið merkilegasta,
fróðlegt og skemmtilegt í senn,
og á mikið sögulegt 'gildi, því að
þar er brugðið upp mörgum og
glöggum myndum, eigi aðeins
úr landnámssögu eyjarinnar,
heldur einnig úr frumbyggjalíf-
inu og félagslífinu þar fyrr og
síðar.
Sögulegt gildi á einnig heil-
síðumynd sú, sem ritið flytur af
íslenzkum frumherjakonum,
sem staddar voru á lúterska
kirkjuþinginu í Winnipeg 1891
enda getur þar að líta hóp
kvenna, sem eigi aðeins voru
:Tumherjakonur, heldur einnig
'orystukonyir í kirkju-og félags-
málum. Myndinni til skýringar
ritar Mrs. Flora Benson gagn-
orðar frásagnir um þær merkis-
konur, sem hér er um að ræða,
og er verulegur fróðleikur að
Deim skyndimyndum af lífi
þeirra og starfi.
Jón J. Bildfell ritar minninga-
grein um Rebekku Guðmunds-
dóttur Johnson og dr. Runólfur
Marteinsson aðra slíka grein um
Margrétu Tómasson á Reyni-
stað, báðar miklar merkiskonur
í hópi hinnar eldri kynslóðar.
Ennfremur flytur ritið fjölda-
margar minningagreinar eftir
ýmsa um aðrar merkar félags-
konur, sem látist hafa á síðustu
árum. Er það verðug og fögur
ræktarsemi, að halda með þeim
hætti á lofti nafni þessara
kvenna, og allar eiga minninga-
greinarnar um þær einnig sitt
sögulega gildi.
Kemur þá að hinum enska
hluta meginmálsins, og ber þar
fyrsta að geta greinar Mrs. Þjóð-
bjargar Henrickson, „A Visit to
Nawakwa," sem segir vel og
skemmtilega frá dvöl hennar á
lútersku sumarnámskeiði aust-
ur í Pennsylvania, í nágrenni
hinnar sögufrægu Gettysburg-
borgar. 1 grein sinni „Hillside
Service at Camp Nawakwa“ lýs-
ir Mrs. Henrickson einnig fagur-
lega kvöldþjónustum í umrædd-
um sumarbúðum, sem haldnar
eru undir beru lofti í svipmiklu
umhverfi. Hún ritar einnig góða
grein, „Winnipeg’s Seventy-fifth
Anniversary“, um sjötíu og
fimm ára afmæli þeirrar merki-
legu sléttuborgar síðastliðið
sumar og víkur þar, að vonum,
sérstaklega að hlut íslendinga í
sögu borgarinnar og hátíðahald-
inu.
Miss Josephine S. Ólafsson rit-
ar skilmerkilega frásögn, „Sun-
day School Teachers’ Rally“, um
fundi Sunnudagsskólakennara
kirkjufélagsins lúterska, sem
haldnir voru í Sumarbúðunum
á strönd Winnipegvatns síðast-
astliðið sumar; ræddu kennar-
arnir þar sameiginleg áhugamál
sín og hlýddu á erindi varðandi
þau.
„Árdís“ flytur einnig að sjálf-
sögðu ítarlegar skýrslur forseta
Bandalagsins, Mrs. Ingibjargar
J. Ólafsson, og ritara þess, Miss
Lilju Guttormsson (báðar þær
skýrslur á íslenzku), en á ensku
skýrslu stjórnarnefndar Sumar-
búðanna, eftir ritara hennar, S.
Bjerring, skýrslu um bindindis-
mál, eftir Mrs. A. S. Bardal,
skýrslu Sunnudagsskólanefndar,
eftir Mrs. Elizabeth H. Bjarnar-
son, og fundargerð síðasta þings
Bandalagsins, sem var 25. árs-
þing þess, eftir Miss Guttorms-
son. Bera þessar skýrslur og
fundargerðin því órækan vott,
að Bandalagið hefir fjölþætt og
þarft starf með höndum.
Núverandi forseti þess er Mrs.
A. H. Gray, Winnipeg. Ritstjór-
ar „Árdísar“ eru: Mrs. Ingibjörg
J. ólafsson, Selkirk, Man., Mrs.
Þjóðbjörg Henrickson og Miss
Lilja Guttormsson, Winnipeg,
Man. En fjárhagsnefnd ritsins
skipa: Mrs. Inga Gillies og Mrs.
Flora Benson, Winnipeg, Mrs.
Guðrún Erlendson, Árborg,
Man., Mrs. Sarah Childerhose,
Selkirk, Man., og Mrs. Elizabeth
Bjarnarson, Langruth, Man.
Þakka ég svo konunum fyrir
lesturinn og bið þeim blessunar
í ágætu starfi þeirra.
Vestur-íslenzk kona í
Reykjavík
1 Morgunblaði Reyjavíkur eru
dálkar, sem nefnast „Úr daglega
lífinu“. Þeir eru einstaklega vin-
sælir og bregða upp glöggum
myndum af því sem gerist dag-
lega í borginni og umhverfi
hennar. Ritstjóri þessa dálka er
hinn kunni blaðamaður Ivar
Guðmundson. í dálkum þessum
birtist nýlega eftirfarandi grein:
Komið heim
Vestur-íslenzk kona, frú Sól-
veig Sveinsdóttir frá Chicago,
hefur dvalið hér í sumar hjá ætt-
ingjum og vinum. Hún er syst-
urdóttir síra Jóhanns Þorkels-
sonar og hefur dvalið hjá Þur-
íði frænku sinn. — Fyrir nokkru
kom Sólveig með eftirfarandi
grein og bað um að birt yrði í
„Daglega lífinu“, ef tilskrifin
þættu þess virði.
Eg er viss um að mörgum mun
hlýna um hjartaræturnar við
lesturinn.
„Rigning, norðvestan kaldi“.
Útvarpið spáði fyrir deginum og
það reyndist rétt spað. Eg afréð
þá þegar að láta það ekkert á
mig fá hvernig veðrið komin
til væri; ég var ekki að leita
að sólkskini. Af því hafði
ég nóg heima á mínu eigin landi.
Gekk ég því um göturnar í
Reykjavík og naut til fulls
þeirrar stundar er ég hafði lengi
þráð, að vera komin heim!
Ganga ofar íslenskri mold;
ganga um götur höfuðborgar
míns eigin lands! Hér bjó mín
þjóð. Þetta var allt mitt fólk,
sem á undan mér gekk og það
sem var hinum megin á götun-
um. Eg fann, með mikilli
ánægju, að nú hafði ég uppfyllt
þá þrá er leynst hafði með mér
allan minn aldur. Þrá eftir nán-
ara sambandi við minn eigin
uppruna.
Sama veðurspáin
„Rigning, norðaustan kaldi“.
Útvarpið sat við sinn keip. —
Þoka og suddi huldu algjörlega
„viðsýnið frítt“, svo ekki var til
neins að hugsa um ferðalag upp
í sveit.
En í húsum inni, hjá vinum
mínum og ættingjum, ríkti ylur
og glaðværð. Kaffiborðin sett
með kökum og alskonar sæl-
gæti, líkast mest marglitu
blómabeði. Ilmin af nýheitu
kaffi leggur um húsin. — Til
mín hefur þar engin kaldi náð,
hvorki að norðaustan né nokk-
urri annarri átt. Við kaffiborðin
hef ég séð heiðan himinn í blá-
um blíðum augum íslensks
kvenfólks, og fjarlægann, þýð-
an nið fossanna heyri ég í hljóð-
falli íslenskrar tungu af vörum
íslensks karlmanns.
Sólsetrið
„Rigning, norðaustan kaldi“.
Það er sama sagan upp aftur og
upp aftur hjá útvarpinu, og ekki
líklegt að það breyti stefnu
sinni.
En svo var það eitt kvöld að
eitthvað hefur sjálfsagt farið
aflaga við vatnsveitu himinsins,
svo það var engin rigning. Sá
ég þá mér ógleymanlega sjón.
Sólsetur í Reykjavík!
Sólina hníga til hafs á bak við
Snæfellsnesjökul. Þar tóku eld-
ur og ís saman höndum og stráðu
allt vesturloftið með auð síns
mikla máttar. Dýrindis gull!
Flóð af logandi dýrð!—Rósrauð-
ar slæður lágu sumsstaðar létt
yfir gullna hafinu og marglitir
geislar teygðu sig upp í dimm-
bláan himin.
Engin tunga talar það mál er
lýst getur að fullu þessari sjón,
né heldur þeim áhrifum er hún
hafði á mig. Þessi dýrð—þessir
geislar teygðu sig inn í sál mína.
Tek ég þá með mér heim, geymi
þá í þeirri von að þeir birti og
mýki lengsta sólarlag minna eig-
in æfidaga.
Sólveig Sveinsdóttir
Eskimóafrúin: — Maðurinn
minn kemur allt af snemma
heim á nóttunni, aldrei seinna
en í febrúar — marz.
nýjustu framförum í þessu.
Sérfræðingar segja að fyrsta
áhafnarlausa en fjarstýrða
skeytið frá jörðinni muni lenda
á tunglinu innan tíu ára. Og á
næstu fimm árum eftir muni
tunglraketta með áhöfn hafa
komist leiðar sinnar en þó ekki
lent á tunglinu heldur flogið
kringum tunglið. Það rakettu-
eldsneyti, sem menn þekkja nú,
leyfir ekki meira. Stærstu rak-
ettuhreyflarnir brenna vínanda
og fljótandi súrefni og hraðinn
er um 2300 metrar á sekúndu.
Nú berst hljóðið með 330 m.
hraða á sekúndu og 2300 metr-
ar eru því sæmilegur hraði, en
þó er hann ekki nægur. Vilji
maður fara til tunglsins, lenda
þar og gera athuganir og snúa
aítur til jarðarinnar verður
maður að hafa farartæki, sem
ber 20.000 sinnum meira elds-
neyti en vélin vegur sjálf. En
til þess vita menn engin ráð að
svo stöddu.
En það eru til efni, sem kann-
ske væri hægt að nota og eru
miklu sterkari en vínandinn.
Áhrifamesta efnasambandið,
sem efnafræðingar þekkja, er
vatnsefni, sem brennur í sam-
bandi við ozon. Það hefir fræði-
lega 5.600 metra „afgösunar-
hraða“ á sekúndu, eða meira en
tvöfalt á við vínanda og fljót-
andi súrefni. En í framkvæmd-
inni mundi þó ekki verða hægt
að ná nema um 4000 metra
hraða með þessu efnasambandi,
þó að vísindamennirnir vissu
hvernig ætti að fara að því að
láta vatnsefni og ozan samein-
ast, — en það vita þeir ekki enn-
þá. Og líklega verður efnasam-
bandið aldrei notað til himin-
geimsflugs. Um það leyti sem
fyrstu raketturnar verða ferð-
búnar til tunglsins mun mönn-
um hafa tekist að gera eldflug-
ur, sem knúðar eru atóm-orku.
Hreyfiafl rakettunnar mynd-
ast við það að eldsneytið sam-
einast súrefni og brunaloftið gýs
út úr henni. En það er ekki hægt
að láta atómrakettu starfa á
þennan hátt. Það er ekki hægt
að láta hana eyða úran eða
plutoníum og spýta úr sér efna-
sambandinu sem myndast, enda
er það of létt til að koma að
gagni til að hrinda rakettunni
áfram. Atómrakettan verður að
spýta úr sér „fyllingarefni“.
William S. Parson vara-aðmír-
áll hefir nýlega sagt, að hægt
væri að nota vatnsefni sem þess
háttar fyllingarefni. Það á ekki
að sjóðhitna við atómorku og að
brenna sagði hann heldur gjósa
aftur úr rakettunni. Vatnsefni
er hentugt til þessa, því að þeim
mun léttara sem útstreymis-
gasið er því betur hentar það
til örs útstreymis. Vatnsefni hef-
ir léttast molekyl allra efna. Og
það er ódýrt og nóg til af því.
Ef gert er ráð fyrir að atóm-
hreyfillinn geti spýtt vatnsefnis-
lofti með 20.000 sekúndumetra
hraða (níu sinnum hraðar en
V-2-skeytin komast) þarf tungl-
rakettan ekki að flytja með sér
meira eldsneyti en nemur 2Vz
sinnum þyngd hennar sjálfrar.
Eldflugan V-2 ber meira en
þrisvar sinnum meira eldsneyti
en hún vegur sjálf. Af þessu
leiðir, að hægt er að smíða tungl
rakettu undir eins og hægt er
að nota atómorkuna sem rekst-
ursafl handa henni.
Af því að efnið, sem gýs úr
afgösunarpípunni er vatnsefni
ætti rakettan að geta flogið til
tunglsins og heim aftur, svo
framarlega sem vatn er til í
tunglinu. En stjarnfræðingarnir
vilja ekki fullyrða neitt um að
svo sé, en flestir telja líklegt að
vatn sé þar — en vitanlega er
það frosið.
Fullbúin flugstöð tll tungl-
siglinga atómknúinna rakettu-
skipa verður að hafa fyrir liggj-
andi úran með miklu af plutoní-
um, fljótandi vatnsefni, fljót-
andi súrefni handa farþegunum
til að anda að sér og svo ýmis-
legt svo sem fjörefnispillur og
frosinn mat. En þar sem fljót-
andi vatnsefni er ekki fyrir
hendi verður rakettan sjálf að
hafa tæki til að skilja vatnsefn-
ið úr vatni með rafstraumi og
þétta það unz það verður fljót-
andi. Atomrekin orkustöð á að
geta gefið nægilegt afl til þessa
og vegna þess hve næturfrostið
er mikið á tunglinu er hægara
að gera vatnsefnið fljótandi þar
en á jörðinni.
Nú skulum við líta á sólkerfið
á sama hátt og ferðamaður lítur
á landsuppdráttinn áður en
hann leggur af stað. Okkur er
ennþá meiri þörf á því undir
þessa ferð en þó að við ætluðum
í landferð. Ef við ætlum að heim
sækja fastastjörnur þá halda
þær sig á sama stað, en jörðin
hreyfist. Hvað tunglið snertir
þá er málið tiltölulega einfalt,
því það fer sína ákveðnu braut
kringum jörðina. Það virðist svo
sem hægt væri að leggja upp í
ferð til tunglsins hvenær sem
vera skyldi. En þó er þetta ekki
eins einfalt mál og ætla mætti.
Hins vegar nýtur flugstjórinn á
rakettunni þeirra hlunninda að
hann getur alltaf séð áfangastað
inn. En það sama er ekki hægt
að segja um sjómanninn.
En eigi rakettan að fara til
Marz er öðru máli að gegna.
Allar reikistjörnur hringsnúast
um sólina — en sem betur fer í
sömu áttina og í svipuðum fleti
— en þær fara ekki allar jafn
hart. Merkúr, sú minnsta af plá-
netunum, fer harðast, þá Venus,
sem er nokkru seinni á sér, svo
jörðin, sem fer enn hægar, en
Marz sem fer braut sína nokkru
fyrir utan jörðina fer dálitlu
hægar en jörðin. Allar fara plá-
neturnar sporöskjubraut kring-
um sólina — en sem betur fer í
ekki langt frá því að vera hring-
myndaðar. Braut rakettunnar
verður aflöng og snertir annar
endinn braut jarðarinnar en
hinn braut Marz.
En það er ekki nóg að rakett-
an snerti braut Marz heldur
verður hún að snerta stjörnuna
sjálfa, á depli í brautinni, sem
ákveðinn hefir verið fyrirfram.
Þetta er líkt og að hitta bifreið
á fullri ferð. Eina bótin er að
maður þekkir stefnu stjörnunn-
ar og hraða hennar, stjarnfræð-
ingarnir geta reiknað það út
mörgum árum áður hvar Marz
verði stödd á ákveðnum klukku
tíma og mínútu.
Hugsum okkur nú að rakett-
an leggi upp frá jörðinni. Hún
gæti tekið beina stefnu, en það
væri óhagfellt. Útblástursloft
atómknúins farartækis er rad-
iumsmitað og þess vegna hættu-
legt. Afköst rakettuhreyfilsins
vaxa með vaxandi hrða og þess
vegna er hagfelldast að sigla
skipinu upp í mikla hæð, t. d. 15
kílómetra og auka hraðann þar
upp í t. d. 725—800 km. á klukku
stund. Það væri enn betra að
hraðinn væri meiri en þetta er
sá hraði, sem nú er hægt að ná
með rakettuknúnum flugvélum.
í þessari hæð skilur fylgdarflug-
vélin við rakettuna og forðar
sér hið bráðasta frá radium-
virka útstreyminu frá henni.
Útstreymið er eins og stór blossi,
sumpart vegna þess að vatns-
efnisgasið hitnar svo að það verð
ur hvítglóandi og sumpart af því
að það sameinast súrefni loftsins
og brennur. Nú er fyrst fyrir að
komast á rakettunni út úr and-
rúmsloftinu kringum jörðina,
sem hindrar hreyfingar hennar.
Þess vegna er rakettunni stefnt
lóðrétt (eða hér um bil lóðrétt)
upp þangað til hún er komin í
130 kílómetra hæð, en síðan er
tekin lárétt stefna, því að með
henni næst mestur hraði. Fer
rakettan nú í bogalínu sem
stefnir alltaf austan við upp-
runalegu stefnuna. Þegar rakett
an hefir náð 8 kílómetra hraða
á sekúndu er engin hætta að
jörðin togi í hana til sín aftur
(að hún hrapi).
Rakettan þarf 8 mínútur til
að komast á fulla ferð, en síðan
þarf hún ekki rekstursafl held-
ur berst áfram sjálfkrafa, því
að núningsmótstaðan er engin.
Þegar kemur að tunglinu þarf
rakettan að hamla á móti að-
dráttarafli þess og draga úr fall
inu. Lendingarstaður er valinn
þar sem vatn er og er vatnsefn-
ið unnið úr því og fyllt í rakett-
una. Og svo er haldið áfram til
Marz.
Mestan hluta þeirrar leiðar
berst rakettan áfram sjálfkrafa,
eftir að hreyflarnir hafa knúð
hana á fulla ferð. Þarf litlu
meira vatnsefni í ferðina til
Marz en í ferðina frá jörðu til
tunglsins. En hún tekur lengri
tíma. Reiknast að 258 daga þurfi
til að komast til Marz. En elds-
neytisnotkunin byrjar fyrst þeg-
ar komið er í námunda við plá-
netuna, því að þá þarf rakettan
að „hafa aftur á“.
Á Marz er vatn. Hvítu blett-
irnir sem sjást á heimskautun-
um þar, sanna það. En þessir
blettir hverfa — bráðna — á
sumrin og sýnir það að ísinn er
ekki mikill. Er giskað á að hann
sé ekki nema 2—3 þumlunga
þykkur.
Það borgar sig ekki að leggja
upp frá Marz til jarðarinnar
þegar í stað heldur verður að
miða burtfarartímann við það
að jörðin verði á sem hentug-
ustum og nálægustum stað þeg-
ar rakettan kemur aftur. Getur
farið svo að það borgi sig að
bíða allt að 45 daga, svo að næg-
ur tími verður til að líta kring-
um sig!
I sumum tilfellum verður leið
in til baka sú sama, sem farin
var til Marz en í öðrum tilfell-
um gagnstæð. Marz hreyfist á
braut sinni nákvæmlega nógu
hratt til að vega upp á móti að-
dráttarafli sólarinnar, en ef
hann færi hægar mundi hann
nálgast sólina smátt og smátt í
gorm-mynduðum boga. Þegar
rakettan fer frá Marz fer hún
svona bogaleið, í ákveðnum til-
gangi, og fer hægar en plánet-
an sjálf, eða lætur sig með öðr-
um orðum reka áleiðis til jarð-
arinnar.
Þegar rakettan kemur í ná-
munda við jörðina fer aðdrátt-
araflið að verka. Og jörðin hefir
lag af andrúmslofti kringum sig.
Ef rakettan brunaði beint inn í
það mundi hún verða hvítgló-
andi og brenna upp af núningn-
um og þess vegna verður nú að
hamla og hringsóla á rakettunni
yst í andrúmsloftinu og fikra
sér niður smátt og smátt. En ef
rakettan hitnar samt þá verður
hún að snúa við út í geiminn til
að kæla sig. Til þess að draga
frekar úr hraðanum í lending-
unni verður að nota „lofhemla",
sem eru svipaðir fallhlífum. Þær
fyrstu brenna kannske upp til
agna vegna hraðans, en við
hverja fallhlíf dregur nokkuð
úr hraðanum, unz hann er orð-
inn viðráðanlegur.
Svona eru bollaleggingar
sumra vísindamanna núna. Fá-
ránlegar að vísu, en mannkynið
á svo mörgu óvæntu að venjast
nú á tímum, að það er ekki vert
að fortaka neitt. — FÁLKINN.
Jón: — Það stendur hér í blað
inu, að enskur vísindamaður
hafi farið suður í Afríku til að
athuga risavaxna menn.
Stutti Sveinn: — Það finnst
mér langsótt. Þegar ég fer á bíó
koma þeir ævinlega og setjast
fvrir framan mig.
☆
Drengurinn: — Pabbi, hvað
eru fimm prósent?
Faðirinn: — Allt of lítið,
drengur minn; allt of lítið.