Lögberg - 29.12.1949, Síða 1

Lögberg - 29.12.1949, Síða 1
PHONE 21 374 örfsí. - Ifl.VV’O’ S \>Vtv^le' rieaTteT .tvd. DT"GS A Complele Cleaning Insiilution PHONE 21374 ^ T ^\XK S* A rnmnl ieA A Compleie Cleaning Insiiiuiion 63. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 29. DESEMBER, 1949 NÚMER 52 GJAFIR, SEM MÁTT HEFÐI VERJA BETUR Á miðvikudaginn, þann 21. þessa mánaðar átti einvalds- herra rússnesku ráðstjórnar- ríkjanna, Joseph Stalín, 70 ára aldursafmæli. Feitletraðar fyrir sagnir í tilefní af afmælinu birtust á forsíðum dagblaðanna í Winnipeg, þar sem frá því er skýrt, að afmælisgjafirnar, sem Stalín hefði borist, hefði numið mörgum tugum smálesta en tal- ið er að verðgildi þeirra nemi $5.000,000. Flestar voru þær úr Rússlandi og leppríkjum þess. Litlar líkur munu á því að Stalín sé gjafaþurfi og verður því mörgum á að spyrja, hvort eigi hefði verið mannúðlegra að verja andvirði þessara gjafa til líknar bágstöddum. Flóð og skriður valda tjóni í Neskaupstað Ójærð á vegurn og vatn í kjöllurum húsa í kaupstaðnum 1 gærmorgun gerðust þau tíðindi í Neskaupstað að vatnsflóð með skriðufalli féll á bæinn og olli miklu tjóni. Hafði rignt mikið eystra dagana áður og mest í fyrrinótt. 1 gær var rigningunni far- ið að slota og bjuggust menn við því að mesta flóðhættan væri liðin hjá í bili. Það var um klukkan sjö í gær morgun að fólk varð vart við það að svokallaður Konráðslæk- ur í Neskaupstað hafði flætt upp úr farvegi sínum og braut læk- urinn sér nýjan farveg gegnum kaupstaðinn. Urðu af þessu vatnsflóð og spjöll mikil á hús- um og mannvirkjum. Flæddi inn í kjallara margra húsa, garðar í kringum hús skemmdust og aurskriður féllu yfir húsabletti í miðbænum. Auk þess rofnaði rafmagns- kerfið um bæinn við það að vatnið gróf sig niður í nýjan farveg, en rafmagn komst aftur á bæinn síðdegis í gær. Rennur lækurinn nú til sjávar um nýjan farveg gegnum miðbik kaup- staðarins og hefir grafið sundur eina aðalgötu hans. TÍMINN, 24. nóv. HRAÐ-NIÐURSUÐA The Schwarts Engineering Co. í San Francisco hefir tekið upp nýja niðursuðuaðferð, sem er í því fólgin að matvælin eru hituð snögglega upp í 120—150 stig og síðan kæld jafn snögg- lega og látin í umbúðirnar, sem áður hafa verið gerilspeyddar. Þessi aðferð er einkanlega hent- ug við fljótandi og hálffljótandi matvæli,’ sem hægt er að láta renna í gegnum heit og köld rör á víxl. Aðferðin hefir það til síns ágætis að ekki finnst vottur af ellibragði af matnum. HETJA HÁLFRAR ALDAR Tímaritið Time, sem gefið er út í New York, flutti þann 27. þ. m. grein um Winston Churc- hill fyrrum forsætisráðherra Breta, þar sem honum er líkt við forna víkinga, og talin mesta stjórnmálahetja fyrra helmings tuttugustu aldarinnar. JÓLAKVEÐJUR Á jóladaginn ávarpaði hans hátign, George sjötti Bretakon- ungur, þegna sína víðsvegar um hið víðáttumikla brezka heims- veldi; barst ræðan á öldum ljós- vakans til hinna yztu endimarka þess og fjallaði um frið á jörð og góðvild manna á meðal. Einnig flutti forsætisráðherra þessa lands canadísku þjóðinni fagra jólakveðju og slíkt hið sama gerði forsætisráðherrann í Manitoba, Mr. Campbell, íbúum fylkisins til handa; lögðu ávörp þeirra beggja megin áherzlu á boðskap jólanna og bræðralag manna á meðal. BANDARÍKI INDÓNESÍU Síðastliðinn þriðjudag gerðist sá söguríki atburður, að Banda- ríki Indónesíu voru formlega stofnuð, en í síðastliðin 350 ár höfðu íbúar þessara Austur- Indlandseyja lotið að öllu yfir ráðum Hollendinga. íbúatala þessa nýja lýðveldis nemur 170 miljónum. Fjögur ríki hafa þeg- ar formlega viðurkent hið unga lýðveldi, en þau eru Bretland, Canada, Ástralía og Indland. Höfuðborg Bandaríkja Indó- nesíu er Batavia. KVEÐJA FRÁ ÍSLANDI Reykjavík, 19. desember, 1949 Félag Vestur-íslendinga, send ir þér, herra ritstjóri, og lesend- um Lögbergs, beztu jóla- og ný- arsoskir, og þakkar fyrir blað þitt, sem það hefir með þakklæti meðtekið. Kær kveðja Hálfdán Eiríksson, formaður SAKAÐIR UM UNDIR- BÚNING AÐ SÝKLA- HERNAÐI Tólf japanskir vísindamenn, sem rússnesk stjórnarvöld hafa all- lengi haft í gæzluvarðhaldi í Síberíu, hafa nú komið þar fyr- ir rétt og eru sakaðir um undir- búning á sýklahernaði meðan á síðustu heimsstyrjöld stóð; láta nýlegar fregnir frá Moskvu þess getið, að hinir ákærðu hafi játað á sig sök; yfirheyrslum var enn eigi lokið, er síðast fréttist. Heiðurssamsœti UMFANGSMIKLIR VIÐ- SKIPTASAMNINGAR Verzlunarráðherra Breta hef- ir kunngert, að Bretar og Júgó- slavar hafi gert með sér við- skiptasamning til næstu fimm ára, er nemi fimm hundruð og sextiu miljónum dollara. Hvor aðilji um sig, tjáist hafa komist að einkar hagkvæmilegum skil- málum. Þann 10. des. s.l. var heiðurs- samsæti haldið einum landa okkar í samkomuhúsi Árnes- bygðar. Það er vitaskuld engin nýlunda að slík samsæti séu hald in hinum og þessum, af marg- víslegum ástæðum og fyrir mis- munandi verðleika. Samsæti þetta hélt félag fiski- manna, forseta sínum, Þorsteini Kardal á Gimli og konu hans og fjölskyldu, sem viðurkenningu fyrir ágæta forustu hans síðast- liðin 2 ár. Sá er þetta ritar hefir aldrei vitað viðurkenningu og þökk lenda á verðugri einstakling en einmitt Mr. Kardal. Saga Kardals er ekki ýkja löng í þessu landi, en hún er at- hyglisverð og merkileg að ýmsu leyti. Hann mun hafa komið til þessa lands árið 1922 (?), ó- mentaður að öðru leyti en barna skólanámi á sveitakenslumæli- kvarða og dróg það sjaldan mjög langt. Ólæs var hann og mállaus á enska tungu. Innan örfárra ára talaði hann og las ensku reip- rennandi, og flytur ræður á svo góðu ensku máli að til er tekið. Kemur hér fram sem oftar að góðar meðfæddar gáfur samfara eldheitum áhuga, vega vel svo mikið sem stundarseta á skóla- bekk. Allmörg fyrri ár sín hér, lagði hann stund á fiskimensku og farnaðist í bezta lagi. Hann varð þess bráðlega var, að ýms vanda og velferðarmál fiskimanna voru óleyst, og ef til vill órannsökuð með öllu, af ókunnum ástæðum frá umliðnum tíma. Hann tók því að kynna sér sögu og gang fiskiveiðamálanna og varð bráð- lega ljóst hvílík harma- og hryggðarsaga slíkt var frá upp- hafi til enda. Einsetti hann sér því að verja kröftum sínum þessu máli til framdráttar og freista hversu takast mætti í þeim efnum. Af og til bar við að sendi- menn Manitobastjórnarinnar mættu á fundum fiskimanna, til þess er þeir nefndu að „vita vilja þeirra“. Þá hlaut Kardal, ekki einungis það hlutverk að svara fyrir hönd félagsmanna, heldur einnig að krefjast ýmsra réttarbóta sem þóttu nýlunda, og gjörði það með þeim skör- ungsskap og einurð, að félögum hans varð ljóst, að hann var ein- mitt maðurinn, sem var hæfast- ur til þess að ráðstafa málum þeirra innan félags og utan í framtíðinni. Kardal rækir starf sitt með heilum hug og fullri alvöru; hann ferðast um vetur og sumur meðal fiskimanna um veiðitím- ann, heldur yfir þeim ræður og hvetur þá til dáða, hann sannar þeim með órækum dæmum að sameinaðir muni þeir standa en sundraðir falla. Séu nokkrar undantekningar meðal fiski- manna að taka þessi eggjunar- orð alvarlega, þá er það áreiðan- lega ekki sök forsetans. Margar ferðir mun Kardal eiga í stjórnarráðsbyggingarnar við Broadway í Winnipeg til þess að leggja fram beiðnir og kröfur — eftir því sem rök standa til — fyrir hönd fiski- manna og vissulega hefir hann ýmsu kdmið til leiðar, sem telja má til verulegra hagsbóta, en örðugur mun róðurinn vera á stundum og ekki mun hann ætíð hafa byr Hrafnystumanna á þeim slóðum. Ekki er mér kunnugt um með limatölu fiskimanna, en ég veit að sú tala er álitleg að minsta kosti á pappírnum. Vonandi er að fiskimenn þekki svo sitt vitj- unartíma, að þeir fylgi þessum foringja sínum ótrauðir og sam- heldnir. Gömul harmsaga yrði óefað endurtekin, ef menn vanræktu skyldur sínar við sjálfa sig og félaga sína, á þeim tíma sem mest ríður á að standa saman og hörfa hvergi. Trú mín er sú, að með einlægri samheldni þeirra sjálfra og forustu Kardals, muni fiskimenn eiga bjartari framtíð en fortíð. í samkomulok var Kardals- hjónunum afhentur alldigur fé- sjóður á dýrmætum silfurdiski, þess utan blómvöndur fyrir Mrs. Kardal sérstaklega. Ýmsir ræðu menn fluttu Mr. Kardal þakkar- ávörp við góðan róm áheyrenda. Samkomugestir munu hafa ver- ið í kringum 300 og Önnur eins tala styrkt samkomuna, án þess þó að geta verið þar viðstaddir. J. G. SENDIHERRA DANA FÆRIR RÍKISSTJÓRN- INNI ÞAKKIR SENDIHERRA Dana á Islandi, frú Bodil Begtrup, gekk í gær á fund utanríkisráðherra og bar honum þakkir ríkisstjórnar Dan merkur og dönsku þjóðarinnar fyrir þann þátt, sem ísland átti að því, ásamt Noregi og Svíþjóð, að bera fram tilmæli til ríkis- stjórna Frakklands, Bretlands og Bandaríkjanna um að stuðla að því að leysa vandræði Dana í sambandi við flóttamanna- vandamálið í Suður-Slésvík. í þessu sambandi gat sendi- herra þess, að danska þjóðin liti á hin sameiginlegu tilmæli frændþjóðanna sem sönnun fyr- ir þeim samhug og frændrækni, sem ríkti meðal Norðurlanda- þjóðanna, og að Danir litu svo á, að þessi ráðstöfun væri vel til þess fallin að vekja áhuga stórveldanna fyrir því að rétta hlut Danmerkur í þessu vanda- máli. (Frétt frá utanríkisráðuneyt- inu). — Mbl. 6. des. HJÓNASKILNAÐIR Hjónaskilnuðum fer mjög fjölgandi í Danmörku. Árið 1945 voru þeir 5849 og árið 1946 7500. Er þetta tvöfalt fleira en fyrir stríð. Af hverjum tíu nýjum hjónaböndum slitnaði upp úr tveimur. Þetta er þrefalt meira en í Noregi eða í Svíþjóð, og Danir hafa þann vafasama heið- ur að vera mesta hjónaskilnaðar landið, segir blaðið Köbenhavn. Hagstofan danska bendir ekki á neinar sérstakar ástæður til þessa, en tekur fram að hjóna- böndunum hafi fjölgað mikið. Skyldi það ekki geta verið hús- næðisleysi og vaxandi „tauga^ stríð“ sem á sökina. ÆGILEG UMFERÐAR- SLYS í Canada og Bandaríkjunum urðu, um nýafstaðin jól, um- fangsmeiri umferðarslys en nokkru sinni fyr; í þessu landi biðu 42 manneskjur bana af völdum bílaárekstra en í Banda- ríkjunum, að því er síðast frétt- ist, 517 manns. Sum þessara slysa stöfuðu frá illviðri og vond um vegum. NÆGUR SVEFN Ekkert vopn dugir betur í bar áttunni við ellina en langur og nógur svefn. Ekkert fegrunar- lyf gefur húðinni -jafn fallegan blæ. Þótt þér notið allar mögu- legar tegundir krema og and- litsvatna, munuð þið komast að þeirri niðurstöðu, að það hefir lítið að segja, ef þér farið ekki í rúmið fyrr en um miðjar næt- ur og snemma á fætur. Það kem ur okkur fljótlega í koll að vaka lengi frameftir. Einn góðan veð- urdag förum við að sjá hrukkur kring um augu okkar og þrota í augnalokunum. Tíminn fer al- veg nógu illa með okkur kon- urnar, þótt við ekki hjálpupa hon um til að vinna bug á æsku okk- ar og þrótti. Flestar okkar vinna frá morgni til kvölds, annað hvort að hús- störfum eða verzlunar- og skrif- stofustörfum, og eru því oft þreyttar, þegar komið er fram á kvöld. Hið eina rétta í þeim til- fellum er að leggja höfuðið á koddann og vona, að svefninn aumkist yfir okkur. Ef þér vinnið frá morgni til kvölds, og sjáið yður þó ekki fyrir nægum svefni, getið þið ekki með nokkrum rétti tautað og nöldrað yfir því, þar eð þér getið einungis sjálfri yður um kennt. Það þarf engin, sem fer óút- sofin á fætur að ímynda sér, að hún standi jafnvel í stöðu sinni og hún annars getur. Heili henn ar er ekki jafn skarpur og venju lega, drungalegar hugsanir gera vart við sig og göngulagið verð- ur þunglamalegt. Engu að síður eru margar starfandi konur, sem þrátt fyrir annríki alla daga, vaka fram eftir nótt eftir nótt. Fyrr eða seinna kemur að því, að þær ofbjóða líkama sínum, og missa heilsuna. Við þurfum meiri svefn á vet- urna en á sumrin, vegna þess, að þá höfum við minna sólskin og minni útivist. Og gleymið því ekki, að þér getið orðið of þreytt til að geta sofið. Það stafar af því, að tauga cerfið er að mótmæla, gera upp- reisn. — Sumir læknar segja, að svefnleysi sé mjög að færast aukana. Látið það ekki sannast á yður, eins og það gerir, ef þér eruð ekki á verði gegn óvinum heilsunnat. EININGIN OLÍULINDIR í DAN- MÖRKU Danish American Prospecting Company hefir nýlega byrjað á jarðborun, sem að líkindum verð ur sú dýpsta, sem nokkurn tíma hefir verið gerð í Evrópu. Það er við Hvidsten hjá Hariager, sem borað verður og er áætlað að bora þurfi 4000 metra til þess að gera sér von um að finna steinolíu. Á öðrum stað í Dan- mörku hefir verið reynt að bora áður, en þar var hætt þegar kom ið var niður í 3000 metra hæð. Þrjátíu manns vinna að borun- inni og ef allt gengur að óskum verður holan orðin 4000 metrar í desember. HERSTYRKUR CANADA Áætlað er að herstyrkur Can- ada á næsta ári nemi 50,000 mönnum, er þar átt við allan mannafla lofthers landhers og flota; þessu samkvæmt eykst heraflinn um 7000 manns frá því sem nú er. Útgjöld til hervarna fyrir næsta fjárhagsár aukast að mun vegna kaupa á flugvélum, smærri herskipum og radartækj um. Fyrir þessu verður að fullu gerð grein, er Mr. Abbott á næsta þingi leggur fram fjár- hagsskýrslu sína. VILJA FÁ JARÐNÆÐI í ALBERTA Fjölmennir hópar Mennonita, er eigi hafa getað fengið keypt- ar bújarðir í Manitoba, eru nú að leita fyrir sér um jarðnæði í High River héraðinu í Alberta, en þar eru taldir landkostir góð- ir; menn þessir stunda samvinnu búskap, og eru að reyna að festa kaup á landssvæði í Alberta- fylki, sem mælt er að kosta muni sex hundruð þúsundir dollara. Ný útvarpsstöð tekur senn til starfa í Winnipeg Frá því hefir nokkru áður ver- ið skýrt hér í blaðinu, að ný út- varpsstöð, C K Y væri á upp- siglingu hér í borginni fyrir at' beina Norman S. Bergmanns lög fræðings; þessi nýja útvarps- stöð hefir aðsetur að 432 Main Street; verður hún búin öllum þeim fullkomnustu áhöldum, sem tækni nútímans veit bezt skil á; dagskráratriði verða þau vönduðustu, sem hugsast getur og ekkert til sparað, er veita megi hlustendum hina fullkomn ustu ánægju; númerið á viðtæk- inu verður 1080. CANADASTJÓRN SETUR LÁGMARKSVERÐ Á REYKT SVÍNAKET Samkvæmt tilkynningu frá Rt. Hon. J. G. Gardiner, verður lágmarksverð á reyktu svínaketi til Bretlands $32.50 fyrir 100 pundin á komandi ári. Rretar munu þó ekki borga nema $29 fyrir 100 pundin en Canada stjórn borgar framleiðendum mismuninn, $3.50. Talið er að þessi ráðstöfun muni kosta sam- bandsstjórnina $2.000,000. Senni- legt er að stjórnin setji einnig lámarksverð á egg og ost. STEFÁN ÍSLANDI ÁNÆGÐUR KAUPMANNAHÖFN, 7. des. — Nationaltidende birta langt viðtal við Stefán íslandi óperu- söngvara í tilefni af því, að hann er fyrsti íslendingurinn, sem hlýtur kammersöngvaranafnbót. — Fyrst þegar mér var til- kynnt gegnum síma, að ég hefði orðið þessa heiðurs aðnjótandi, hélt ég að það væri verið að segja mér það í gamni. Mér fannst ekki ég eiga þann heiður skilið og hafði enda talið, að þessi nafnbót væri ekki veitt út- lendingum í Danmörku. En útnefningin gleður mig og það ekki minst vegna þess að mér er kunnugt um, að hún hef- ir vakið gleði heima á Islandi. Þetta treystir líka samvinnu og skilning milli íslendinga og Dana og hrindir þeirri bábilju, að það þýði ekki fyrir íslending að koma til Danmerkur. — Mbl. 8. des. HERNAÐARBANDALAG Fregnir frá Moskvu á mánu- daginn létu þess getið að rúss- nesk stjórnarvöld og stjórn kommúnista í Kína væru í þann veginn að gera með sér hernað- arbandalag, þessi frétt kemur víst engum á óvart. POTTUR BROTINN ENN Þegnum þessa lands er það enn í fersku minni hve óhöndug lega sambandsstjórninni í Ot- tawa fórst með skýrslu Mr. McGregors er að því laut að verðlagssamsæri hefði átt sér stað um mörg undanfarin ár meðal hveitimylnueigenda í landinu. Skýrsla þessi átti lög- um" samkvæmt að vera gerð al- menningi kunn innan fimtán daga frá þeim tíma, er hún barst dómsmálaráðherranum í hend- ur; þetta var ekki gert og skýrsl unni haldið leyndri í tíu mán- uði og olli slíkt af eðlilegum á- stæðum hneikslunum miklum. Nú hefir Mr. McGregor feng- ið dómsmálaráðherranum í hend ur skýrslu, er gefur til kynna að enn sé pottur brotinn á vett- vangi viðskiptalífsins; hann hef- ir komist að raun um það, að innan takmarka gleriðnaðarins, einkum í Quebec og Ontario, hafi átt sér stað alvarlegt verðlags samsæri, þar sem eigendur iðn- aðarins hafi komið sér saman um ákvæðisverð framleiðslunn- ar og með því komið í veg fyrir heilbrigða samkeppni; þessa síð- ustu skýrslu Mr. McGregors hefir dómsmálaráðherrann nú þegar birt samkvæmt fyrirmæl- um þar að lútandi laga. Hvort málsókn gegn áminst- um iðjuhöldum verði hafin er enn eigi vitað. Frá því hefir áður verið skýrt að Mr. McGregor láti af starfi sínu þann fyrsta janúar næst- komandi og fyrir þann tíma muni hann einnig fá dómsmála- ráðherra í hendur niðurstöður rannsókna sinna varðandi starfs háttu togleðursiðnaðarins í land inu.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.