Lögberg - 29.12.1949, Blaðsíða 4

Lögberg - 29.12.1949, Blaðsíða 4
4 WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 29. DESEMBER, 1949 iloöbtrg Gefi8 út hvern fimtudag af THE CGLUMBIA PRESS LIMITED 69» SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: EDITOR ) ÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa ENGINN GERIR SVO ÖLLUM LÍKI Þó menn af skiljanlegum ástæðum greini á um margt, er lýtur að forustu í meðferð opinberra mála, og veitist tíðum þunglegar að einum stjórnmálamann- inum en öðrum, verður þó niðurstaðan venjulegast sú, að sá heldur velli, sem hæfastur er; en slíkt sannast á landbúnaðarráðherra sambandsstjórnarinnar í þessu landi, James G. Gardiner; stjórnmálafley hans hefir sætt þungum ágjöfum án þess að slíkt kæmi að sök eða hamlaði honum öruggrar lendingar; síðustu daga þings, og eins eftir að þingi sleit, hefir staðið um Mr. Gardiner óvenjulegur styr; stafar þetta frá málaleit- unum hans við brezk stjórnarvöld varðandi endurnýj- un samninga um kaup á canadískri búnaðarframleiðslu, svo sem hveiti, eggjum, osti og reyktu svínakjöti . E}ins og nú horfir við, eru líkur á, að brezkur mark- aður svo að segja lokist, að minsta kosti um hríð, fyrir sölu canadískra eggja, og um þetta er Mr Gardiner kent, honum er líka kent um það, hve þunglega horfist á um sölu canadísks hveitis á Bretl. á árinu, sem nú fer í hönd, þó samningar standi að vísu enn yfir og enn sé hvergi nærri séð fyrir endann á þeim, og enn geti margt breyzt til hins betra í þessu efni; nú hafa alveg nýverið, tekist fyrir atbeina Mr. Gardiners, samningar við birgðaráðu- neytið brezka um kaup héðan úr landi um kynstrin öll af reyktu svínakjöti og osti við sæmilegu verði, þó lægra sé sem svarar 10 af hundraði frá því, sem viðgekkst í ár; að hagvnælegri samningum varð víst ekki eins og á stóð, undir neinum kringumstæðum komist, og þar af leiðandi sýnist það liggja miklu nær, að þjóðin færi Mr. Gardiner fremur einhuga þakklæti í nýjársgjöf, en óviðeigandi áfellisdóm. Það er á almanna vitorði, hve Bretinn hefir átt við ramman reip að draga varðandi endurreisn efnahags síns síðan á hinum geigvænlegu styrjaldarárum; en á hinu mega menn heldur ekki missa sjónar, hve það er í rauninni aðdáunarvert, hve fljótt honum hefir tek- ist að rétta við og kveða sig úr kútnum; að áfellast Bretann fyrir það, þó hann vilji sitja við þann eldinn, sem bezt brennur, og leiti fyrir sér um eins hagvænleg innkaup lífsnauðsynja og framast má auðið verða, er ranglátt og ósamboðið heilbrigðri skynsemi. Er það ekki einmitt þetta, sem allir einstaklingar og allar þjóð- ir leitast við að gera til að sjá sér og sínum farborða? — Foringi C. C. F.-flokksins, Mr. Coldwell, sem er hversdagsgæfur maður og jafnaðarlegast orðprúður, sýnist hafa fylzt furðulegum fítonsanda, og úthúðar Mr. Gardiner með nýstárlegu offorsi vegna matvæla- samninganna við Bretland; telur hann Mr. Gardiner eiga sök á því hvernig komið sé, að brezkur markaður f'yrir canadískar búnaðarafurðir sé nú í þann veginn að lokast. Fyr má nú rota en dauðrota! í þessu tilfelli er það að minsta kosti víst, að til- gangurinn helgar ekki meðalið. Hvað fyrir Mr. Coldwell vakir er ljóst; með árás sinni á Mr. Gardiner, hygst hann auðsjáanlega að koma sér í mjúkinn hjá bændum, þó fátt bendi til að honum verði kápan úr því klæðinu, eins og fylgishrun hans í sveitakjördæmum landsins við síðustu sambandskosningar, bar svo glögg merki um. Og það mun mála sannast, sé réttilega og sann gjarnlega um dæmt, þá eigi bændur vestan lands Mr. Gardiner meira gott upp að unna, en nokkrum öðrum stjórnmálamanni, er með málaforustu hefir farið fyrir þeirra hönd. Og víst er um það, að það getur orðið óþægilegur bjarnargreiði, að reyna að skjóta bændum þessa lands skelk í bringu og telja þeim trú um að alt sé að fara í hundana, því það er síður en svo að þannig horfi við, jafnvel þó af einföldum og eðlilegum ástæðum sé treg- ara fyrir í svipinn um vörumarkað á Bretlandi en áður var; úr þessu getur greiðst áður en minst varir, auk þess sem nýir markaðir opnast jafnt og þétt fyrir cana- díska landbúnaðarframleiðslu vítt um heim. Enginn gerir svo öllum líki, segir hið fornkveðna, og þar af leiðandi gerir Mr. Gardiner það vitaskuld ekki heldur, ekki sízt meðan sá ósiður helzt við, að tor- tryggja hina beztu menn þjóðfélagsins; engu að síður verður sú staðreynd eigi umflúin, að Mr. Gardiner, sem er sjálfur bóndi, veit manna bezt hvar skórinn kreppir að og hefir varið til þess traustum starfskröftum langr- ar ævi, og það við góðum árangri, að hefja landbúnað canadísku þjóðarinnar í hærra veldi. ☆ ☆ ☆ ferðalög þeirra í áminstum erindum, beri tilætlaðan ár- angur. Þegar hinn skygni og göfugi forsætisráðherra Ind- lands, heimsótti Ottawa í haust, sem leið, lét hann þá von í ljósi, að takast mætti að koma á fót traustum og víðtækum viðskiptasamböndum milli þjóðar sinnar og Canada, og sú ósk hans fann næman hljómgrunn hjá stjórnmálamönnum og iðjuhöldum þessa lands; það er því gild ástæða til að ætla, að Mr. Pearson finni, þegar þangað kemur austur, frjósaman jarðveg fyrir sölu ým- issa canadískra búnaðarafurða, því Indverjum er brýn þörf á margvíslegum innflutningsvörum, og hafa auk þess margt að selja sjálfir, er komið getur að góðu haldi í Canada. Það var viturlega ráðið af sambandsstjórn og spor í rétta átt, að senda þessa tvo mikilhæfu ráðherra út af örkinni í markaðsleit, svona rétt eftir áramótin. Jón Björnsson Johnson (F. 24. sept. 1885 — D. 20. júlí 1948) SPOR í RÉTTA ÁTT Á öndverðu næsta ári, er ráðgert að tveir af ráð- herrum sambandsstjórnar, þeir C. D. Howe viðskipta- málaráðherra, og Lester B. Pearson utanríkisráðherra, taki sér ferð á hendur með það fyrir augum, að skygn- ast um eftir markaðssamböndum fyrir canadískar af- urðir. Mr. Howe mun einkum leita fyrir sér í Bretlandi og hjá ýmissum Vestur-Evrópuþjóðum, en Mr. Pearson ætlar sér að leggja land undir fót í Asíu; báðir eru þessir ráðherrar miklir áhrifamenn, og þarf því eigi að efa, að Ég hefi lengi ætlað mér að minnast þessa gamla nágranna og góða vinar með nokkrum orð- um, en það hefir nú dregist eins og svo margt annað, sem maður ætti þó að láta sitja í fyrirrúmi. Flestir Islendingar norður með Manitobavatni munu hafa þekt Jón eða „J. B.“ eins og hann var oftast nefndur enda kom hann kornungur til Álftavatnsbygðar með foreldrum sínum árið 1889 og þar bjó hann alla ævi sína. Á yngri árum vann Jón á búi föður síns en var þó oft í lesta- ferðum á vetrum. í þá daga var járnbrautarendi á Oak Point og þangað varð að koma afurðum bænda og fiskimanna að norðan. Jón fór margar þessar ferðir eftir freðfiski, sumar þeirra alla leið norður í vatnsbotn, sem er um hundrað mílna vegur hvora leið. Þetta voru því erfiðar ferð- ir og ekki með öllu hættulausar, en Jón var harðger og auk þess afbragðs hestamaður og því oft sjálfkjörinn lestarstjóri. Eftir að þessar leiðir lögðust niður hélt Jón áfram að fást við keyrslu og hann eða Páll bróðir hans voru oftast fengnir þegar lækn- ar eða aðrir heldrimenn þurftu keyrslu með að vetrarlagi. Það er líklegt að Jón hafi á þessum ferðum sínum komið á öll íslenzk heimili í bygðunum við austurströnd Manitobavatns. Víst er um það, að hann kunni deili á næstum hverjum manni þar um slóðir, en allan sinn fróð- leik um menn og atburði geymdi hann í kollinum og segir ekki meira af honum. Jón var röskur meðalmaður á hæð, axlamikill og breiður und- ir hönd, handleggjasver og hand stór. Hann var svartur á hár og fremur dökkur á hörund, ekki smáfríður en karlmannlegur í sjón. Hann var dagfarsgóður, fjörmaður í vinahóp og félags- lyndur. Hann var skapstór og uppstökkur nokkuð. Ekki var hann langrækinn, en mundi þó vel það sem honum var illa gert, en vinu msínum var hann trúr og tryggur og vildi alt fyrir þá gera. Um það get ég borið því hann var nágranni minn og míns fólks í tuttugu ár og gerði okk- ur margan greiða. Jón var ham- hleypa til vinnu og kunni því betur að þau störf, sem hann hafði umsjón með gengi vel úr hendi. Oftast gekk hann að erf- iðisvinnu og leyfði sér sjaldan hvíld, en loks- kom hún þannig að hann féll örendur við starf sitt skömmu eftir nón á heitum sumardegi. Jón var fæddur að Eyjaseli í N.-Múlasýslu 24. september ár- ið 1885. Foreldrar hans voru þau Björn Jónsson og Guðrún Páls- dóttir. Með foreldrum sínum fluttist hann vestur um haf tveggja ára að aldri, en árið 1889 flutti fjölskyldan til Álftavatns- bygða og settist að við Maryhill. Árið 1910 giftist Jón eftirlifandi ekkju sinni Sigrúnu Jóhannes- dóttur og bjuggu þau við Mary- hill þangað til vorið 1924, er þau fluttu til Lundarbæjar og þar áttu þau heima á meðan Jóns naut við. Börn Jóns og Sigrúnar voru þessi: Guðjón, Björn, Paul, Lína, (Mrs. Lindal), Herbert eldri, Herman og Herbert yngri. Guð- jón og Lína eiga heima á Lund- ar, Paul í Winnipeg, en Björn, Herbert yngri og Hermann í Vancouver en þar býr móðir þeirra nú. Þrír yngztu synir Jóns og Sig- rúnar gengu í herinn á stríðs- árunum. Tveir komust heilir aJ: en Herbert eldri féll suður ítalíu í maílok 1944. Hann er grafinn í Liridalnum vestan unc ir Cassinofjalli. Systkini Jóns eru þessi: Páll, Þórarinn, Jóhann og Helga (Mrs. W. Stinson) á Lundar, Ingi í Winnipeg, Guðný (Mrs. G. Downey) Portage la Prarie og Sigríður (Mrs. J. Björnsson) Steveston, B.C. Jón varð bráðkvaddur á Lund ar 20. júlí, 1948 og var jarðsung' inn frá Lútersku kirkjunni þar í bæ af séra Bjarna Bjarnasyni þann 23. sama mánaðar. Fjöldi bygðarbúa fylgdi honum til graf ar. Heimili Jóns og Sigrúnar var fyrirmynd að gestrisni og höfð- ingsskap og átti ég þar margar skemtistundir og þakka þeim nú báðum fyrir alt gamalt og gott, míns góða vinar, Jóns mun ég lengi minnast. Heimir Thorgrimson WORTHERW CALIFORMA ^ewsletter GAS TURBINES FOR POWER GENERATION The British Admiralty have placed a contract with Messrs. W. H. Allen and Sons, Ltd., of Bedford, England, for a 1,000-Kilowatt Gas Turbine and Generator for base load operation. The set has been designed in collaboration with the Bristol Aeroplane Company and consists of an axial compressor of 4/1 pressure ratio delivering to an annular type heat exchanger, a compressor turbine and a free power turbine. The free power turbine while it complicates the governing problem, gives a necessary improvement in part-load /erformance. The generator is driven through an epicyclic reduc- tion gear. Maximum continuous rating is 1,000 kw, fuel is Diesel Oil, estimated fuel consumption at full load is 1.07 lb/Kw/hr, maximum gas temperature is 720 Deg. Centigrade (Tropical con- ditions) operating life is 50,000 hrs. and overhaul periods 5,000 hrs. Major) and 1,000 hrs. (Minor). It is expected that development running of the prototype, shown here, will be early in 1951. This letter is actually being written at the beginning of December in order to avoid the Christmas rush. Barring the un foreseen, we hope to get it into the mails early! ☆ We had a wonderful Thanks- giving Picnic on November 27th The crowd was most congenial and the dainties served were tops! Thanks to Everybody, Sure, these are Everybody’s Pic- nics. So we say again, thanks to you all who came, whether you bring dainties or not. We are already looking forward to be- ginning a new year of Picnics on January 22nd. Oh yes, again there was one of our number who hit the Birthday Jackpot on the 27th. Mrs. John MacLeod (Bertha). The other November Babies were: Sigrid Scheving, Freda Wilson, Joe Sveinson and Walter Thorlaksson. Congratula- tions. ☆ Two of our readers, Mr. and Mrs. J. J. Balamenti, of Phoenix, Arizona, have announced the safe arrival of a son, Philip Kristjan, on October 13th. They have also moved into a new home. Congratulations. Mrs. Balamenti is a daughter of Krist- jan J. Kristjansson of the Ice- landic Airways, Reyjavik, who was here last summer with Air- plane GEYSIR. ☆ , On December 9th, Mrs. I. Ost- lund (Besta) returned safely from her travels in and around Chicago and New York. She is happy to be home again, and we are all very happy to have her around again. Welcome. ☆ On December lOth, Mrs. Ingi Thordarson (Kristin) invited a few intimate friends to a baby shower for Mrs. F. G. Koeberle (Anna) of Sunnyvale, Calif. Can’t you imagine what a good time was enjoyed by the Ladies? ☆ Are you going to the Rose Bowl game on January 2nd? If so, look for Jon Gudmunds, son of Mr. and Mrs. Steinthor Gud- munds of Berkeley, who won out with 24 others of this Area from among 2,000 applicants for the job of ushering at the game. Jon is a junior at Berkeley Hi and has already won a record for ushering at local university games. ☆ CHRISTMAS VISITORS: Mr. Goodie Einarson of Glenboro, Manitoba, together with his son Henry, has come to visit with his daughter, Mrs. Ted Christopher- son (Pauline). There will prob- ably be others who should be mentioned in this department and who will be reported after we have gone to press. We wel- come you all to California! ☆ We have had one inquiry about an Icelandic Christmas Service. Since Christmas Day falls on a Sunday this year, we did not want to offer an extra service which might only con- flict with your family plans for the day. Maybe you are attend- ing a Worship Service together in the community in which you live. Hence the omission this year. We shall be happy to en- tertain any requests or sug- gestions for Icelandic Services, i.e., in the Icelandic language if there be a real desire for such. Our opportunities for worship- ping in the English language are so many in our own residential neighborhoods that we hesitate to inflict one in a foreign langu- age unless it be for special reasons on special occasions. Do you agree with us? ☆ SOMETHING DIFFERENT:— Since we are in no position to give each of you a Christmas present, we have wondered if you all would not be happy to help us m a k e a Christmas present to a Cause to which we are not in a position individually to send a substantial check, much as we would like to. We are thinking about the many needy in Europe. To be sure, the need is just as great in Asia, and some may say that there are spots at home to which we should give, and this latter we will do to the best of our ability, of course, if and when we are honest with ourselves. But here- in lies the tragedy of the whole situation, i.e., that you and I should be living in such a grand world of plenty, and still, on a world scale, want and hunger are on the rampage even at Christmas time. With this tug at our heart-strings, how shall we enter upon another season of joy and gladness unless we have made room in our hearts by acts of love (charity) for Him whom we adore at Christmas and wor- ship at Easter? He said, “For as much as ye have done it unto one of the least, ye have dorte it unto Me”. Whatever we do, therfeore, we want to do it in His Holy Name. This is why we are asking you to help us help this Cause. Please send us by return mail enclosed in the en- closed little envelope, at least $1.00, all of which we shall in turn forward on behalf of our Community to the Lutheran World Action in New York as Our Christmas Present (yours and mine) to a Cause. What oetter Christmas present can we give each other than by joining together in O N E Christmas oresent to boost the work among War Refugees? Yes, This Is Something Different, and we know you will respond. Thanks. ☆ Our next Date is January 22, 1950. Yes, we’ll have a New Year’s Service then. Again, we trust that you will enjoy this Christmas season to the fullest, and thus get yourselves ready for a very happy New Year. Rev. and Mrs. S. O. THORYAK Very sincerely, Rev. and Mrs. S. O. Thorlaksson. Fjárhagsörðugleikar. Foreldrarnir fóru í sumarfrí og synirnir tveir, Páll og Siggi, voru einir heima. Eftir nokkra daga fékk móðirin svohljóðandi bréf frá Sigga: —Palli gleypti tveggja króna pening í gær. Við vitum ekkert hvað við eigum að gera. Nokkrum dögum síðar fékk Siggi eftirfarandi svar frá móð- ur sinni:—Við pabbi þinn kom- um heim eftir hálfan mánuð. Eg vona að þið komist fram úr fjár- hagsörðugleikunum, sem orsök- uðust af þessu með hann Palla. ☆ / Misskipt gæðum Lítill drengur sem átti ennþá minni tvíburabræður komst einu sinni í heimspekilegar hug- leiðingar og sagði: — Hvernig stendur á því, að það eru tvö stykki af þeim en ekki nema eitt stykki af mér? ☆ Mikill drykkjumaður sat að miðdegisverði, og voru boðin vínber í eftirmat. Hann stóð upp og sagði móðgaður: — Þakka yður fyrir, en ég tek ekki vín í pillum. ☆ V erkf ræðipróf essorinn: — Nefnið einhvern mikinn tíma- sparnað. Stúdent: — Ást við fyrstu sýn. ☆ — Að Jón skuli geta notað þetta hárrauða bindi. — Hann notar það í sögutím- unum. Þegar höfuðið á honum fellur niður á bringuna, vekur bindið hann.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.