Lögberg - 29.12.1949, Side 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 29. DESEMBER, 1949
I
7
Samvinnumenn í brezka þinginu
1 þessari grein segir JACK BAILEY, aðalritari Samvinnuflokksins
brezka (Co-operative Party) frá starfsemi flokksins og skipulagi.
MARGIR erlendir samvinnu-
menn, sem gista Bretland, verða
eigi lítið undrandi, er þeim er
skýrt frá því, að í brezka þing-
inu sitji 24 fulltrúar samvinnu-
manna. Tveir þessara manna eru
ráðherrar í stjórn Verkamanna-
flokksins. Á bak við þá stendur
Samvinnuflokkurinn, m e ð
hundruðum flokksfélaga að
starfi víðsvegar um landið, þar
sem kaupfélög eru starfandi.
Hvernig varð þessi stjórnmála-
hreyfing til? Hvers vegna ákvað
brezka samvinnuhreyfingin að
hverfa frá algjöru hlutleysi í
stjórnmálum?
Þegar samkeppnisskipulagið
stóð . sem hæst á 19. öldinni,
fengu samvinnúfélögin að dafna
í friði. Þau fengu starfsfrelsi og
þroskamöguleika innan ramma
hins kapítalistiska þjóðfélags.
Er stundir liðu, varð þeim nauð
syn á að fá vernd löggjafans
fyrir sjóði sína og réttarstöðu
sína í þjóðfélaginu staðfesta. I
hin fáu skipti, sem félögin í þann
tíð höfðu afskipti af stjórnmál-
um, var það algjörlega utan
flokksbaráttunnar. Félögin áttu
þá nægilega marga stuðnings-
menn á þingi til þess að flytja
mál þeirra með árangri.
Samvinnuverzlunin var á þess
um tíma bundin við takmark-
aðan fjölda vörutegunda. Mest-
öll verzlunin fór fram í óásjá-
legum húsakynnum við hliðar-
götur í borgum og bæjum lands-
ins. Um miðja öldina síðustu
var heildsala samvinnumanna og
önnur slík starfsemi á tilrauna-
og byrjunarstigi og áhrif þess-
ara tilrauna á þjóðlíf og efna-
hag voru mjög lítil.
Ýmsum virtist samvinnuhreyf
ingin þó eiga rétt á sér fyrir það,
að hún hvatti til hagsýni og
sparsemi og jók ábyrgðartilfinn-
ingu borgaranna, en þeir komu
ekki auga á að hreyfingin stefndi
að því að breyta efnahagsundir-
stöðum þjóðfélagsins. Þegar frá
eru taldar einstakar tilraunir
fyrirtækja og kaupsýslumanna
til að bregða fæti fyrir kaupfé-
lögin á þessum árum, má segja,
að samvinnufélögin hafi ekki
fundið til þess á þessum fyrstu
starfsárum, að starfsemi þeirra
væri takmörkuð af hinu félags-
lega og efnalega umhverfi.
Tveggja flokka kerfið.
Það var ekki fyrr en á síðustu
árum 19. aldarinnar, sem farið
var að draga í efa ágæti hins
kapítalistiska framleiðslukerfis
í Bretlandi. Fram til þess tíma
höfðu aðalflokkarnir, Frjáls-
lyndi flokkurinn og íhaldsflokk-
urinn, að mestu ráðið því, um
hvað var deilt. Hvor flokkurinn
um sig leit á það sem sjálfsagðan
hlut, að efnahagskerfi landsins
væri heilbrigt og traust og lík-
legt til frambúðar. Þeir höfðu
deilt um aðferðir og tæki. Flest-
ir leiðtogar brezkra kaupfélaga
aðhylltust stefnu þessara flokka.
í þeirra augum var starfsemi
samvinnuhreyfingarinnar það
takmörkuð, að hún gat starfað
og sótt fram án þess að taka
virkan þátt í stjórnmálabarátt-
unni. — Aðalstjórnmálaflokk-
arnir réðu heildarstefnunni í
landsmálum og voru hæfari til
þess en hreyfingar, sem ein-
göngu létu sig varða félags- og
efnahagsmál. Flokkarnir báru
alþjóðarhag fyrir brjósti og
slíka heildarsýn var erfiðara að
skapa innan kaupfélagshreyfing
arinnar. Það var ekki mögulegt
á þessum tíma að efla þriðja
flokkinn eða hreyfinguna í lands
málum, og ekki fyrr en allt hið
kapítalistiska kerfi í Bretlandi
var gagnrýnt og ágæti þess vé'
fengt.
Þeir, sem kunnugir eru sögu
verkalýðshreyfingarinnar í Bret
landi vita, að slík gagnrýni kom
fram við lok 19. aldarinnar og
leiddi síðar til stofnunar Verka-
mannaflokksins. En á meðan
þessu fór fram, óx verzlun og
umsetning kaupfélaganna hröð
um skrefum.
Samvinnumennirnir
og þjóðfélagið.
Enda þótt kaupfélögin væru
hvert um sig sjálfstæðar stofn-
anir, var þeim farið að skiljast,
að þeim var nauðsyn að hafa
sameiginlega stefnu. Eftir því
sem starfsgreinum þeirra fjölg-
aði, jókst áhugi þeirra fyrir lög-
um og rétti, sem snerti verzlun
þeirra og aðstöðu. Vöxtur þeirra
félaga, sem fengust við smásölu,
færði þeim í hendur ný efnahags
leg vandamál að kljást við og
jók sanjstöðutilfinninguna inn-
an allrar hreyfingarinnar. Áhugi
samvinnumanna fyrir því, .sem
gerðist í Parliamentinu var ekki
lengur tilviljanakenndur. Því
var hreyft á þingi brezku sam-
vinnufélaganna, að nauðsyn
bæri til að félögin fengju full-
trúa í þingsölunum, en málið
hafði enn ekki byr. Margir leið-
togar samvinnumanna voru því
mjög mótfallnir, að horfið yrði
frá hlutleysi í stjórnmálum.
Stundum var andspyrnan sprott
in af því, að þessir menn voru
áhugasamir flokksmenn, aðrir
héldu því fram, að betri árang-
ur mundi fást, með viðræðum
við þingmenn og góðum rök-
stuðningi fyrir málstað sam-
vinnumanna. Eðlilegt var, að
hreyfingin sem heild væri treg
til að leggja út á braut, sem að
margra áliti gat veikt hana og
sundrað henni.
Verkamannaflokkurinn var að
verulegu leyti skapaður af verka
lýðsfélögunum. Tilgangur
flokksins var nær því eingöngu
sá, að hafa áhrif á löggjöf lands-
ins. Flokkurinn var yfirleitt vel-
viljaður samvinnuhreyfingunni.
Sósíalískar stofnanir innan
flokksins juku smátt og smátt
áhrif sín. Á þessum tíma var
flokkurinn samband ýmissa
stofnana og félaga, sem vildu
koma áhrifum sínum fram, en
sterkust og voldugust voru
verkalýðsfélögin og flokksfélög
jafnaðarmanna. Samvinnuhreyf
ingin, hins vegar, þarfnaðist
pólitískrar stofnunar, sem hún
gæti sjálf ráðið við og stýrt.
° " r r cinrici
Samvinnumenn voru mjög ófus
ir að fela pólitískum flokki um-
boð sitt, eða gera við nokkurn
flokk samning, sem gæti orðið
til sundurlyndis og erfiðleika
fyrir hreyfinguna síðar. Sam-
vinnuhreyfingin varð að standa
saman sem heild, og ef ákveðið
væri að hreyfingin hæfi afskipti
af stjórnmálum, hlaut það að
byggjast á því, að kaupfélögin- í
landinu veittu slíkum afskipt-
um stuðning.
í fyrra heimsstríðinu hélt sam
vinnuhreyfingin áfram að vaxa
og eflast, en þegar skortur fór
að verða á matvælum 1 landinu,
fannst samvinnumönnum kaup-
félögin ekki fá í sinn hlut rétt-
látan skerf. Herdómstólar, sem
áttu að skera úr um hvort fag-
menn og ómissandi starfsmenn
skyldu kallaðir til herþjónustu,
þóttu hlutdrægir og óréttlátir
gágnvart kaupfélögunum að
dómi samvinnumanna. Tilraun-
ir til þess að koma rökstuðningi
og breytingartillögum á fram-
færi mistókust. Ráðuneytin virt-
ust lokuð fyrir talsmönnum sam
viríhumanna. Þessi reynsla og sú
gremja, sem hún vakti, varð til
þess, að skorið var upp úr með
kröfuna um bein afskipti af
stjórnmálum á samvinnuþing-
inu 1917. I ályktun, sem þingið
samþykkti, segir svo:
„Með tilliti til þeirra marg-
endurteknu árása og tillitsleysis,
sem komið hafa fram gagnvart
samvinnuhreyfingunni frá and-
stæðingum hennar á þingi og
innan héraðs- og bæjarstjórna,
lýsir þingið yfir þeirri skoðun
sinni, að tími sé tilkominn að
samvinnumenn leiti eftir því að
fá fulltrúa kosna á þing og í
héraðs- og bæjarstjórnir. —
Þingið felur því stjórn samvinnu
sambandsins að gera þær ráð-
stafanir, sem þurfa þykir til
þess að framkvæma þetta“.
Flokkurinn stofnaður.
Síðar þetta sama ár var auka-
þing kvatt saman og þar var sam
þykkt reglugerð eða starfsskrá
fyrir fulltrúanefnd, sem síðan
mæltist til þess að kaupfélögin
legðu fram fé sem svaraði \Vz
penny fyrir hvern félagsmann í
flokkssjóð. Margir leiðtogar
Verkamannaflokksins fögnuðu
þessum tíðindum, sem þeir töldu
bera vott um aukinn pólitízkan
áhuga samvinnumanna. Töldu
þeir líklegt að gott samstarf
mundi takast með samvinnu-
mönnum og jafnaðarmanna-
flokknum. Ekki leið á löngu þar
til fyrsti fulltrúi samvinnu-
manna hlaut kosningu. Var það
Henry J. May, sem síðar var
framkvæmdastjóri Alþjóðasam-
bands samvinnumanna’. í kosn-
ingunum 1918 náði einn fulltrúi
samvinnumanna kosningu. I síð-
ari kosningunum tókst betur til,
en þó voru aldrei fleiri en 10
fulltrúar Samvinnuflokksins á
þingi þangað til árið 1945. Árið
1919 var heitið Samvinnuflokk-
ur tekið upp, en fram til 1917
var ekki um að ræða neitt kosn-
ingabandalag milli Samvinnu-
flokksins og Verkamannaflokks
félögin voru sniðgengin. Við
þessi öfl varð að berjast heima
í hverju héraði, m. a. í kosning-
um.
Reglugerð sú, sem samvinnu-
þingið 1917 setti, kvað svo á, að
kaupfélögin, undir leiðsögu þjóð
nefndar, skyldu stofnsetja nefnd
ir heima í hverju héraði. Þessar
nefndir voru oftast og eru enn
skipaðar mönnum úr stjórnum
félganna, fræðsluráðum þeirra
og fulltrúum gildanna, sem
tengd eru kaupfélögunum í
Bretlandi. Stundum hafa þó ein-
stakir samvinnumenn gerzt með
limir og tekið þátt í starfi nefnd
Sikpulag flokksins.
Samvinnuflokkurinn er skipu
lagður sem deild í Samvinnu-
sambandinu (Co-opecative Uni-
on) og sambandið ræður starfs-
lið og sér um fjármál flokksins.
Flokkurinn fær fé til starfsemi
sinnar mestmegnis frá kaupfé-
lögunum sjálfum, sem greiða
eftir þeim reglum, sem upphaf-
lega voru settar og fyrr getur,
en samvinnusamböndin greiða
ákveðna upphæð á ári hverju.
Flokknum er stjórnað af þjóð-
nefnd, sem fulltrúar þeirra kaup
félaga, sem þátt taka í starfinu,
fulltrúar samvinnusamí>and-
anna og kjörnir þingmenn,
skipa. Þessi þjóðnefnd kýs ár-
lega fámenna stjórn, sem oft
kemur saman til funda og tek-
ur daglegar ákvarðanir.
Samvinna við Verkamanna-
flokkinn.
Árið 1946 gerði Samvinnu-
sambandið (Co-operative Uni-
on) samning við Verkamanna-
flokkinn ,þar sem svo er ákveð-
ið, að föst landsmálanefnd, skip-
uð fulltrúum beggja flokkanna,
skuli mynduð til þess að athuga
mál, sem hafa þýðingu fyrir
Verkamannaflokkinn og sam-
vinnuhreyfinguna. Þessa nefnd
skipa sex menn frá hvorum að-
ila. Þar að auki er starfandi sam
eiginleg skipulagsnefnd, sem tek
ur til meðferðar skipulagsmál
samstarfsins, svo sem undirbún-
ing kosninga o. s. frv. Heima í
héruðunum eru flokksfélög sam
vinnumanna og Verkamanna-
flokksins í nánu samstarfi og
senda fulltrúa á fundi hvor ann-
ars. Flokkarnir hafa ekki sam-
einast. Hvor flokkurinn fyrir sig
svarar til ábyrgðar á flokksþing-
um.
Á þingi eru samvinnumenn-
irnir meðlimir í þingflokki
Verkamannaflokksins, en hafa
þó starfandi eigin þingflokk til
þess að ræða áhugamál og taka
ákvarðanir um mál er einkum
snerta samvinnuhreyfinguna.
Ritari Samvinnuflokksins er
jafriframt ritari þessa samvinnu
mannaþingflokks. Samvinnu-
flokkurinn heldur jafnan árs-
þing, sem sótt er af fulltrúum
kaupfélaganna og annara stofn-
ana á vegum samvinnuhreyfing
arinnar, sem flokkinn styðja.
Þetta þing tekur til meðferðar
skýrslu, sem þjóðnefndin legg-
ur fram og ræðir og tekur á-
kvarðanir um tillögur, sem þær
stofnanir, sem á bak við starfið
standa, koma á framfæri. Skýrsl
an er síðar lögð fyrir aðalsam-
vinnuþingið til fullnaðarsam-
þykktar og tekin þar fyrir á-
samt öðrum skýrslum stjórnar
stambandsins um störf á hverju
ári. Ársþing Samvinnuflokksins
hefir ekki vald til þess að fyrir-
skipa þjóðnefndinni'um stefnu
eða ráðstafanir, en ákvarðanir
þess hafa jafnan mikil áhrif á
stefnu nefndarinnar og sam-
vinnuþingsins sjálfs.
fulltrúa í þessari nefnd, en mun
þó ekki hafa atkvæðisrétt um
mál, er varða stjórn og skipulag
sambandsins. Aðalástæðan fyrir
stofnun þessarar einu nefndar
er aukin þörf á að geta tekið
mikilvægar ákvarðanir fljótt og
vafningalaust, sérstaklega síðan
afskipti ríkisvaldsins af efna-
hagsmálum þjóðarinnar færðust
í aukana.
Verkefnin framundan.
Efnahagsafstaða Bretlands í
dag er þannig, að rík nauðsyn
er að gera áætlanir fram í tím-
ann. Nokkrar undirstöðuatvinnu
greinar þjóðarinnar hafa verið
þjóðnýttar svo að stjórnin hefir
nú hlotið vald til þess að leggja
þeim til fjármagn, umskapa þær
og ráða yfir þróun þeirra í fram-
tíðinni. Stefna Verkamanna-
flokksins hefir verið sú, að rík-
isvaldið og héraðsstjórnir eigi
að vera aðaltækin til þess að
koma á þjóðfélagslegum breyt-
ingum. Ef þessi stefna færist
enn í aukana kann svo að fara
Þessi aðstaða hefir breytt við-
horfinu. Er rétt að meðhöndla
fyrirtæki, sem þegar eru eign
fólksins á sama hátt og gróða-
fyrirtæki einstaklinga? Á ekki
að verða nein framtíð fyrir fyrir
tæki neytenda er lúta þeirra eig-
in stjórn? Hafa Rochdale-regl-
urnar ekki lengur neitt gildi fyr-
ir félagslega og efnahagslega-
framtíð Bretlands? Eru sam-
vinnumenn á tuttugustu öldinni
áð skrifa seinasta kapítulann í
sögu brezku samvinnuhreyfing-
arinfiar?
Vissulega er þetta ekki stefna
samvinnufélaganna né heldur
meðlima þeirra. Það er ekki ætl-
un samvinnuhreyfingarinnar að
láta berast aðgerðarlaust með
straumi atburðanna, eða láta sér
nægja að vitna til afreka for-
feðranna. Ef brezkir samvinnu-
menn hefðu ákveðið það 1917,
að skipta sér ekki af stjórnmál-
um, mundu þeir nú vanmáttug-
ir að hafa nokkur áhrif á þá
atburði, sem nú eru að undirbúa
framtíð hreyfingarinnar. Heim-
ms.
Samvinnumenn miðuðu stjórn
málastarf sitt ekki eingöngu við
það, að fá menn kjörna á þing.
Sjónarmið einkafyrirtækja voru
oft rík innan héraðs- og bæjar-
stjórna og stofnana þessara að-
ila. Kom þar til m. a. sala varn-
ings til bæjar- og sveitafélaga í
sambandi við margvíslegar fram
kvæmdir. Bar þá oft við að kaup
að athafnasvigrúm samvinnu- speki samvinnustefnunnar verð-
hreyfingarinnar verði stórum
þrengt .Þar að auki gæti svo far
ið, að fyrirtæki samvinnumanna
yrðu látin hverfa inn í þjóðnýtt
fyrirtæki.
ur að þýðast á mál fjármála og
stjórnmála í dag. Hlutverk Sam
vinnuflokksins er að sjá um, að
það verði gert.
SAMVINNAN
GAMAN 0G
ALVARA
Samvinnuþingið ræður.
Samvinnuþingið (Congress)
ákveður stjórnmálastefnu sam-
vinnuhreyfingarinnar og flokk-
urinn talar í nafni þess og með
þess umboði. Á þessu ári ákvað
þingið að stofna eina stjórnar-
nefnd, sem hafi vald til þess að
taka ákvarðanir og tala fyrir
þrjár nefndir, sem áður réðu
stefnu og störfum samvinnu-
manna. Samvinnuflokkurinn á
Bezti knattspyrnumaður í
heimi er svo leikinn, að hann
getur látið knöttinn snúast án
afláts kringum fimmeyring.
Það þarf ekki að taka það
fram að maðurinn er Skoti.
☆
Það var veizla í Skotlandi á
nýársnótt og allir hátt uppi. Sá,
er veitti, var í ágætu skapi,
klappaði á öxlina á einum af
gestu msínum og sagði:
— Viltu ekki eitt staup ennþá,
Mac Tanish, þá ertu búinn að
fá fjögur.
☆
Hann: — Ástin mín! Ég hef
misst alla mína peninga. Ég á
ekki eyris virði eftir.
Hún: — Það gerir ekkert til,
vinur minn! Ég mun allt af elska
þig, jafnvel þó að við sjáumst
ekki framar.
☆
Hún: — Árni, við eigum gift-
ingarafmæli í dag, ertu búinn
að gleyma því?
Hann: — Ha, nei, en það er
fyrirgefið.
☆
Smáleikrit
Hjónaband er leikrit í þremur
þáttum. í fyrsta þætti hlustar
hún á hann. í öðrum þætti hlust-
ar hann á hana og í þriðja þætti
hlusta nágrannarnir á þau bæði.
☆
Hetja dagsins
Viðskiptavinurinn: — Eg þori
ekki að láta rakaralærlinginn
raka mig.
Rakarinn:—Og svo ætlið þér
að telja mér trú um, að þér haf-
ið tekið þátt í tveimur heims-
styrjöldum.
Forfeður og bileigendur
Forfeður vorir myndu ekki
trúa sínum eigin augum, ef þeir
sæju bílinn, sem hægt er að
setja í gang aðeins með því að
ýta á einn takka.
-^- Margir bíleigendur myndu
heldur ekki trúa því.
☆
Nóg af ástæðum
Kennslukonan: Hvers vegna
kemurðu með aðra skýringu
núna Siggi en áður á því, að þú
komst of seint í kennslustund-
ina?
Raggi: Jú, þá vildir ekki trúa
fyrstu skýringunni.
☆
Tveir Skotar voru að tala sam-
an og annar segir:
— Má ég ekki bjóða hress-
ingu?
— Þakka þér fyrir segir hinn.
Sá fyrri gekk út að gluggan-
um og opnaði hann.
Allt hœgt
Maður getur það sem maður
vill, en iðni þarf til.
Englendingur einn var að
missa hárið. Hann eyddi stórum
fjárhæðum til þess að lækna hár
rotið.
Skoti varð sköllóttur. Hann
seldi greiðuna sína og hárburst-
ann. ^
Það var fjársöfnun í kirkju í
Englandi. Að henni lokinni til-
kynnti kapelláninn að inn hefði
komið 12 pund og þrjú hálf-
penny. — Ég ræð af þessum hálf
pennyum að hér sé Skoti við-
staddur, sagði kapelláninn í
spaugi.
— Já, við erum þrír, var svar-
að á aftasta bekk.
☆
Messías í London.
Ungur amerískur trúboði fékk
nýlega þá vitrun, er hann var
staddur í London, að hann væri
Messías. Þetta hafði að vísu
flögrað að honum fyrr, en nú
þóttist hann vera viss í sinni sök.
Hann fór í hvítan slopp og gekk
um göturnar ásamt konu sinni,
sem var í nunnubúningi. Svo
ætluðu þau að fá sér að borða
á Claridge—einum hinna betri
veitingastaða í London, er bryt-
inn neitaði að hleypa þeim inn.
—Blöðin höfðu tal af trúboðan-
um — Venta heitir hann — og
sagði hann þeim, að fyrir nokkr-
um árum hefði hann komist á þá
skoðun að hann væri Messías.
Þess vegna hefði hann láti sér
vaxa hár og skegg og klæðst eins
og Gyðingar gerðu fyrir 2000 ár-
um. Þegar hann var spurður hve
gamal hann væri svaraði hann
að hann væri „aldurslaus“.
Venta talar venjulegt Banda-
ríkjamál. Sagðist hann eiga
hundruð þúsunda af áhangend-
um vestan hafs og yfir milljón
lærisveina víða um heim. Frá
London fór hann til Stokkhólms
og vakti enn meiri eftirtekt þar
en í London.
98 amerískir málarasveinar
settu nýlega ótrúlegt met í iðn
sinni að viðstöddum miklum
mannfjölda, sem safnaðist í
kring tij að horfa á handatiltekt-
irnar. Þeir máluðu sem sé heilt
húsað utan á 2 mínútum 32 sek.
Þessi mettilraun gekk slysalaust
að öðru leyti en því að endur-
taka varð „startið“ en það var
borgarstjóranum að kenna.
Hann átti að hleypa af byssunni,
en hafði gleymt að hlaða hana.
Sá sem gladdist mest yfir þessu
„íþróttameti“ var einfættur
maður, Robert Hazle, sem átti að
flytja inn í húsið. Hann fékk nfl.
málninguna ókeypis, því að
keppendurnir tóku ekkert fyrir
verkið. En þessi ameríska fregn
segir ekki frá því hve húsið hafi
verið stórt!