Lögberg - 29.12.1949, Blaðsíða 5

Lögberg - 29.12.1949, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 29. DESEMBER, 1949 5 ÁHUGAMAL I VI SSA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON A. A. frá sjónarmiði eiginkonunnar André Gide áttræður Þessa hátíðisdaga, sem nú eru senn um garð gengnir, hafa um 300 fjölskyldur í þessari borg notið hinnar sönnu jólagleði og friðar, er þær áttu engan kost á að njóta fyrir einu, tveim jafn- vel sex árum síðan. í stað þess að bíða nýársins með kvíða og ótta, líta þær nú fram á veginn með bjartsýni, vonargleði og og þakklæti í hjarta. Þetta eru fjölskyldur manna, er þjást af þeim sjúkdómi, er almennt er nefndur ofdrykkja, en hafa nú sigrað löngun sína í áfenga drykki með hjálp bræðralags- ins, sem gengur undir nafninu Alcoholics Anonymous. Félagssamsök þessi voru stofn uð fyrir 15 árum síðan í New York og Akron, Ohio í Banda- ríkjunum, og hefir verið skrifað mikið um þau í tímarit og blöð, sérstaklega á síðari árum, því árangurinn af starfi þeirra hefir þótt ganga kraftaverki næst. — A .A. leitast við að sanna það að ofdrykkja er allt annað en hófdrykkja — að ofdrykkju- maðurinn er sjúkur maður á sál og líkama; hann þjáist af of- næmi fyrir áfengum drykkjum og má alls ekki bragða þá. Marg- ir læknar hafa nú einnig komist á þessa skoðun, og í sumum ríkj um sunnan línunnar veita ríkis- stjórnirnar fé til hjúkrunar of- drykkjumönnum á sjúkrahús- um, þar sem þeir njóta styrks og leiðbeininga manna úr A. A. félaginu. Nú er talið að þessi félags- samtök telji yfir 100,000 meðlimi og þau fara hraðvaxandi á hverj um mánuði. Áhrif þeirra hafa borist hingað norður. Fyrir 5 ár- um síðan gengust nokkrir um- bótamenn fyrir því að stofna hér A. A. deildir og hefir það drengilega framtak þeirra bor- ið mikinn og blessunarríkan á- vöxt. Að minsta kosti 300 manns tilheyra nú þessum félagsskap hér í borg. Nýlega átti ég tal við konu eins þessara manna, en það eru þær, eiginkonurnar og börnin sem finna mest til þeirra hörm- unga, sem ofdrykkjan hefir í för með sér, og það eru þær og börn in, eigi síður en fjölskyldufaðir- inn, sem fagna því af hrærðum hug að mega byrja nýtt og heil- brigt líf, þegar hann hefir unnið bug á sjúkleika sínum. „Mér finst að ég sjálf, í raun og veru, hafi verið sjúk og sé nú orðin heilbrigð“, sagði hún. „Og ég held að flestum konum A. A. manna muni vera álíka innan brjósts. Aðeins konur í okkar kringumstæðum skilja hvað það er, að búa sífelt við ótta, von- brigði, niðurlægingu og örygg- isleysi. Aðeins við skiljum hina lamandi kvíða tilfinningu, sem grípur konuna, þegar hún heyrir óstöðuga fótatakið eftir langa bið; hinn ógurlega ótta, þegar dyrabjallan hringir eftir mið- nætti, og hún veit ekki við hverju hún á að búast, ef til vill hefir hann orðið fyrir bílslysi eða er dauður; hvernig henni léttir fyrst og svo reiði hennar, þegar hann útskýrir að hann hafi bara hitt gamlan kunningja! Aðeins við skiljum hvað það er að svara dyrabjöllunni og lögregluþjónn stendur fyrir ut- an; hvernig konan missir mátt- inn og heyrir varla þegar hann segir henni, að það sé ekkert að óttast, að maður hennar hafi verið tekinn fastur og hann verði látinn laus gegn ábyrgðarfé og lítilræði í skaðabætur — aðeins hundrað dollara. — En hvar á hún að fá þá? Hún hefir enga peninga og þau eru allsstaðar skuldug! Aðeins við skiljum þá sorg er þjáir móðurina, þegar hún sér þau áhrif, sem ofdrykkja föðurs- ins hefir á börnin, ótta þeirra og öryggisleysi; og hvernig þau smámsaman tapa ást sinni og virðingu fyrir honum. Og við skiljum þá vanmáttarkend og örvæntinguna, sem grípur kon- una, þegar hún horfir upp á hvernig manni hennar fer versn andi dag frá degi; ruglingsköst- in verða tíðari og vökunætur hennar, yfir hinum sjúka manni, fleiri. Allar höfum við orðið að þola eitthvað af þessu að meira eða minna leyti. Og aðeins við, konur A. A. manna, skiljum þann fögnuð og það þakklæti til guðs, sem fyllir hjörtu allrar fjölskyldunnar, þegar fjölskyldufaðirinn kemst á bataveg, hve miklu fargi er af konunni létt þegar hún skilur að maður hennar er sjúklingur, en ekki ístöðulaus eða siðspillt- ur maður, eins og almennings- álitið hafði dæmt hann. — Hún hafði sjálf áfelst hann engu síð- ur en aðrir, en nú þegar hún skil ur að hann á við alvarlegan sjúk dóm að stríða, breytist afstaða hennar til hans; hún verður gagntekin ást og umhyggju; kvenneðlið, að líkna þeim sem hrjáðir eru, fær útrás. — Eins og ég mintist á áðan, þá verða margar konur ofdrykkju- manna einnig sjúkar, bæði á sál og líkama. Hinn sífeldi kvíði, ótti og öryggisleysi heldur þeim í taugaspenningi svo þær verða óstyrkar í geði; þar að auki þjást þær af ofþreytu og öðrum kvillum. í sambandi við sumar A. A. deildir mynda konurnar félag með sér í því augnamiði að hjálpa hver annari til þess að skilja hið nýja viðhorf þeirra, og komast á réttan kjöl. Menn þeirra hafa sett sér það mark- mið að reyna á allan hátt að bæta sjálfa sig, svo að þeir verði sér og öðrum til gagns og bless- unar. Þær vilja ekki verða eftir- bátar þeirra og setja því einnig markið hátt“. Að endingu sagði þessi kona við mig: „Ef ég bara gæti sagt nokkur huggunnar- og uppörf- unarorð til konunnar sem enn á við örðugleika ofdrykkjunnar að etja. Ég vildi segja henni að í ástvini hennar býr þrá eftir hinu göfuga og góða; ást og virð- ing fyrir sönnum manndómi. Ég veit að fyrir miskun guðs getur hann öðlast gott og nytsamt líf- erni; hann vill læra og getur lært að sönn hamingja er inni- falin í frumburðarréttinum: að verða eitthvað, ekki að eiga eitthvað; að gefa eitthvað, ekki að þyggja eitthvað; að þjóna öðrum, ekki að ráða yfir öðrum. Og ef hún er stöðug í trú sinni á gæzku guðs og minnist þess, að á knjám sínum í hæn, verður hin veikasta kona sterkari en hinn sterkasti þrumufleygur, þá mun hún einnig verða bænheyrð og líf hennar og hennar fólks getur orðið fagurt.“ ☆ ☆ ☆ JÓL Jól, blessuð jól, hversu dýrð- leg er koma ykkar í þenna heim. Jólin lýsa upp dómkirkjurnar, heimilin, hreisin og kirkjur all- ar hvar sem kristin trú er þekt. Og þar sem hún er ekki þekt þar eru ljósin dimm eða algert myrkur. Þegar presturinn vitj- ar í dýflissurnar þeirra brot- legu, dæmdu — já dauðadæmdu, þá kæmi hann alveg tómhentur hefði hann ekki Jólin, Föstudag- inn langa og Páskana til þess að færa þeim hryggu og örvænt- andi. Þegar góð móðir tekur Darn sitt í fang sér til þess að gleðja það með því bezta og feg- ursta sem hún á, þá segir hún því frá Jólunum. Segir því frá hvernig endur fyrir löngu að hin dýrðlegustu orð, sem nokk- umtíma hafa hljómað yfir jörð- ina, hljómuðu fyrir löngu síðan. „Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum, því að yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs“. Og fyrir þessum frelsara, hafa beygt kné og beygja, konungar og kennimenn fram á þenna dag. Þegar hugga skal þá föllnu verður Jesús Kristur að koma til sögu með kærleika sinn og alla fullkomnun til þess að mönn um auglýsist kærleiki Guðs og full viðreisn, vilji menn aðhyll- ast slíkt. Þegar hugga skal lítið barn, sem sér elskaða móður sína hverfa í fang dauðans, er engin slík huggun til sem frá Honum, er sagði: „Leyfið börn- unum að koma til mín og bannið i þeim það ekki, því að slíkum heyrir Guðs ríki til“. Hinn al- fullkomni kærleiki sem auglýs- ist í Jesú Kristi, er eina alfull- komnasta huggun barnshjartans, hafi því verið kent með alúð og viðeigandi alvöru að þekkja þann „hinn eina sanna Guð og þann, sem hann sendi Jesúm Krist“. Já, hvar sem vér erum stödd, værum vér aum og snauð ættum vér ekki jólasöguna miklu og umfram alt, ættum vér ekki Jesúm Krist mannkyns frelsarann í sál og hjarta til leið- beiningar, til huggunar, til von- ar, til viðreisnar, til tendrunar ljósinu, sem Guð sjálfur hefir lagt í sérhverja mannssál. í nafni Jesú Krists. Franska nóbelsverðlaunaskáld ið André Gide er áttræður um þessar mundir. Þótt hann sé vafalaust í röð fremstu og list- fengustu höfunda á þessari öld, má hann heita nálega óþekktur hér á landi, og mun ekkert hafa verið þýtt eftir hann á íslenzka tungu. Því miður gat eigi af því orðið, að Alþýðuhelgin flytti að þessu sinni sýnishorn af skáld- skap hans, en vill þó í tilefni áttræðisafmælisins geta að nokkru ritstarfa þessa aðsóps- mikla höfundar. Gide var um langt skeið meðal fremstu bók- menntamanna Frakklands, bæði sem skáld og gagnrýnandi. Hann hefir samið listfengar skáldsög- ur og er almennt viðurkenndur einhver fremsti stílsnillingur sem Frakkar hafa átt. André Paul Guillaume Gide er fæddur í París 1869. Hann var bróðursonur hagfræðingsins fræga, Charles Gide. Margir fleri miklir gáfumenn eru í ætt- inni. Foreldrar André Gide voru heitttrúaðir Kalvinistar, og var sonur þeirra alinn upp í mjög ströngum, púrítönskum anda. Hafði hið stranga uppeldi grund vallandi áhrif á skapgerð hans og sálarlíf og endurspeglast það hvarvetna í ritum hans. Gide var snemma órólegur og leitandi, mikill geðhrifamaður, og ekki við eina fjöl felldur. Hann ferðaðist mikið á unga aldri, kynntist margvíslegri menningu, eigi aðeins Evrópu- landa, heldur einnig Suður- Austurálfu. Varð hann fyrir miklum og sundurleitum áhrif- um. Fyrstu rit hans, dagbókar- blöð og ljóð, einkenndust af næsta ofsakenndum trúarhita. á symbolisma, og efasemdir í trúarefnum tóku þá að gera vart við sig. Á þessum árum náði Gide fullkomnu valdi á franskri tungu. Bækur hans vöktu at- hygli listhneigðra manna, en al- mennir lesendur gáfu þeim lít- inn gaum. Allt fram að fertugs aldri varð Gide að gefa bækur sínar út sjálfur, þar eð útgefend ur þóttust ekki geta selt þær sér að skaðlausu. Árið 1909 hóf Gide útgáfu tíma ritsins „Nouvelle Revue Fran- caise“. Söfnuðust utan um það ýmsir beztu rithöfundar Frakka af yngri kynslóðinni, og var Gide um margt leiðtogi þeirra. Þeir gerðu mjög strangar fagur- fræðilegar kröfur til sjálfra sín og annarra, en fylgdu að öðru leyti mismunandi stefnum og straumum. Þjóðfélagsmál hefir Gide látið allmjög til sín taka. Hefir hinn leitandi og eirðarlausi efasemd- armaður kastast þar nokkuð á milli tveggja póla, og því verið brugðið um hringlandahátt. Hann var um skeið eldheitur þjóðernissinni, og dreymdi stór- veldisdrauma fyrir Frakklands hönd. Það breyttist þó, og hneigð ist Gide til alþjóðahyggju. Á styrj aldarárunum fyrri lét hann mál flóttafólks mjög til sín taka, og áttu þýzkir flóttamenn — styrjaldar- og keisarafjendur — hauk í horni þar sem hann var. Síðar geriðist Gide kommúnisti um hríð, en varð fyrir miklum vonbrigðum af för til Rússlands 1937, og hefir lítið lagt til stjórn- mála síðan. Gide hefir frá upp- hafi verið eindreginn andstæð- ingur nazismans. Eftir hernám Frakklands 1940 dvaldist hann í Tunis og gaf þar út tímarit. Gide hefir samið mörg skáld- verk. Sögur hans eru allar tald- ar mjög vel ritaðar, ágætar að byggingu, stíllinn fágaður, jafn- vel þrautslípaður. Þær hafa þó aldrei náð verulegri fjöldahylli, eru of sérstæðar og listrænar til þess. Hins vegar hefir Gide ver- ið nefndur „skáld rithöfund- anna“. Með því er átt við það, að franskir rithöfundar milli styrjaldanna, og raunar rithöf- undar margra annarra þjóða, lásu bækur hans ákaft og lærðu af þeim. Eru áhrif hans á fransk ar bókmenntir þessara ára talin mjög mikil. Flestar skáldsögur Gide eru sálfræðilegar stúdiur, fjalla um lífslygina, bælingu hvata og föls un hugtaka. Tíðræddast verður honum um margvíslegar ógöng- ur og öfughneigðir kynferðislífs- ins, enda eru sumar sögu hans einskonar skriftamál, þar sem hann byggir á eigin ævi. Hvað eftir annað sækir hann uppi- stöðu skáldverka í æskuminn- ingar sínar. Hvergi eru skrifta- málin eða „játningarnar“ hlífð- arlausari en í sögunni „Si le grain ne meurt“ (1926), enda hefir verið sagt um þá sögu, að hlífðarlausari hreinskilni og ber sögli sé ekki til í heimsbókmennt unum. Gide lýsir hér hinu púrí- tanska uppeldi sínu, hvernig honum var blásin í brjóst óbeit á því, sem „ósiðlegt“ var. Konan var, að dómi uppalenda hans, verkfæri djöfulsins til að freista karlmannsins og tæla hann í net sitt. Snilldarvel lýsir Gide því, hvernig við horf hans var til kvenna. Honum tókst að þróa með sér andúð á þeim, sem hann taldi lengi vel vera kristilega dyggð, — unz hann komst að raun um að hún spratt af því, að hann var orðinn kynvilling- ur! „Hvað er það“, segir Gide, „sem við köllum hinum fögru nöfnum: trú, dyggð, hreinleikur, siðsemi. Það eru oft og einatt áferðarsnotrar flíkur, sem við klæðumst til að hylja með nekt fýsna okkar og frumhvata, ryk, sem við þyrlum í augu sjálfra okkar og annara, svo að ekki sjá ist, að það er hvatalífið, sem knýr okkur áfram“. Svipað efni er tekið til með- ferðar í hinni frægu skáldsögu, „L’immoraliste“ (Siðleysing- inn), er út kom 1902, og olli all- miklum hneykslunum. Lífslygin er höfuðviðfangs- efni harmsögunnar „La symp- honie pastorale“ (1919). Klerkur nokkur segir söguna. Af ein- skærum kristilegum kærleika (að hann telur) tekur hann að sér umkomulausa, blinda stúlku. En lesandinn skynjar brátt, eins og milli línanna, að kærleikur prestsins er í hæsta máta jarð- neskur, og þegar hann vísar bón orði sonar síns á bug, er hafði fest ást á stúlkunni, var það af fullkomlega eigingjörnum ástæð um, þótt hann héldi um það al- varlega, móralska prédikun yfir syni sínum. Og tilraunir hans til að „ala son sinn betur upp“, eru ekkert annað en ógeðfelld teg- und afbrýðisemi. Þegar klerkur getur ekki logið legur að sjálf- um sér, um ástæðurnar fyrir gerðum sínum, reynir hann að réttlæta þær við samvizku sína með tilvitnunum 1 biblínua. Son urinn beygir sig fyrir ströngum vilja og trú hins næstum „hei- laga“ föður síns, og gengur í klaustur. Klerkur reynir enn um hríð að ljúga að sjálfum sér og fákunnandi stúlkunni, fullyrðir, að samband þeirra og ástalíf sé „guði þóknanlegt“, en eftir lækn isaðgerð opnast blind augu stúlk unnar fyrir því, að hún hafði valdið konu prestsins sorg og kvölum, og framið afbrot gagn- vart ást sinni til sonar prestsins — og hún styttir sér aldur. Af öðrum skáldsögum eftir Gide ber einkum að nefna „La porte étroite“ (Þrönga hliðið), 1909, hugljúfa en dapurlega ást- arsögu, „Les caves du Vatican“ (Kjallarar Vatikansins), 1914, sögu um afbrot, og „Les foux- monnayeurs“ (Myntfalsarinn), 1926, þar sem Gide lýsir afburða vel, hversu ólíkar hneigðir búa með sama manni, og hve litlu má oft muna, svo að mannsefni fari ekki forgörðum. Eitt merkilegasta rit Gide eru dagbækur hans, „Journal“, sem út komu 1939. Þær gefa mjög góða hugmynd um skáldið, alla þá margvíslegu innri baráttu, sem það hefir átt við að etja. Djörfung og hreinskilni ein- kenna ritið. Þar er margt spak- lega sagt; ýmislegt er þar einnig af hæpnum fullyrðingum, en hvergi er það leiðinlegt. Það hefir verið hljótt um André Gide síðustu árin. Fyrir alllöngu eru þagnaðar þær radd ir, sem báru honum á brýn sið- leysi og sóðaskap í ritum. Hann er viðurkenndur mikill listamað ur, og í stað siðleysingjanafnsins, sem honum var löngum gefið, er á það bent af ritskýrendum, að hann sé tvímælalaust í hópi „móralista“ — rit hans gædd sið- rænni alvöru. André Gide hefir lifað á mikl- um umbrotatímum. Hann hefir verið maður mikilla andstæðna, móttækilegur fyrir margvísleg- um áhrifum, órór, leitandi, — en nógu mikill listamaður til að móta geðhrif sín og hugsanir í listrænt form. í „Journal“ segir Gide, að hann hafi ritað bækur sínar til þess „að einhverntíma geti unglingur, slíkur sem ég var 16 ára gamall, en frjálsari, djarfari, þroskaðri, fundið þar svör við nokkrum þeim spurn- ingum, sem fastast sækja á hug- ann“. Það verður e. t. v. ekki sagt, að Gide hafi svarað mörgum slíkum spurningum til fullrar hlítar, enda mun hann naumast þeirrar skoðunar, að algilt og tæmandi svar verði við þeim gefið. En hitt er ótvírætt, að hann hefir skyggnzt óvenju djúpt inn í mannssálina, og leit- að af hreinskilni að sönnum svör um við ýmsum ráðgátum lífsins. Alþýðuhelgin Minnist BCTEL * í erfðaskrám yðar Rannveig K. G. Sigbjömsson í næstu bókum hans bar mjög Kristján Sigurðsson, Brúsastöðum: Þitt innsta vígi Við yzta haf þitt auga skynjar rönd, af eilífheiðu Ijósi og geislaveldi. Þar byggir vonin víð og fögur lönd og viljinn knýr að fara um landnámseldi. Hver gaf þér hina glöðu leitarþrá? Hver gœddi líf þitt starfsins undramætti, og óf í sál þér hneigð að hlýða á huldumál í lífsins strengjaslætti? Sem úfin þoka stikar inn um strönd, og steypir dökkum hjúp á jörðu þína, en geislinn sundurgreiðir styrkri hönd hinn gráa kufl og nœr á þig að skína, í andans riki eins og glíma háð, þar örlög tvísýn skapast mannábörnum, en upp er skorið eins og til er sáð, það er þér leiðarmerki villugjömum. Og haturs nátttröll herja þína jörð. Þeim heiðniguðum enn er lyft að stálli og þeirra er dýrð í þinni bænagjörð, og þér finnst nautn að hlýða þeirra kalli. Þótt valdsins græðgi teygi krabbaklœr og kreisti hrjáðar þjóðir inn að hjarta, þá er það máske anda þínum nær, en eiga tal við Mannsinssoninn bjarta? Þó sannar hann að sálar þinnar blik, er sígilt tákn úr andans furðuveldi, og að þú fremur við þig sjálfan svik að selja öðrum vald í þínum eldi. Hann laust við sprota, kom fram kærleikslind, hann kenndi þér að elska hana og finna, að hún er lífs þíns sanna sigurmynd og samnefnari geislabrota þinna. Lát innra lífs þíns bjartast morgunblik með beinu skeyti nema tröllsins auga því sigurleysi sannar allt þitt hik. Já, seg þú slitið fylgd við næturdrauga því dómur guðs er genginn um þitt pund. Hann gaf þér reit og kvist er áttu að sinna. Ef kemur þú í kœrleiks gróðurlund, þar köllun þinni muntu verkssvið finna. Þá gafst þér tóm að virða vígið þitt, þar vex og dafnar margs kyns flækjugróður, þar tímans blekking mörg á sæti sitt og sannleiksandinn gengur þar um hljóður og enn mun brotna bylgjan mörg á þér því brimhljóð timans flytur þar um sanninn, en treysta má að vígið örugt er ef alltaf má þar finna sjálfan manninn. TÍMINN

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.