Lögberg


Lögberg - 19.01.1950, Qupperneq 3

Lögberg - 19.01.1950, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 19. JANÚAR, 1950 3 BERNSKUÁR AFBURÐAMANNA Grunnhyggnir foreldrar, sem eru þeirrar skoðunar, að born þeirra eigi í vændum að verða einhverjir snillingar, gera sér oft og einatt ekki í hugarlund, hvað orðið undrabarn þýðir. „Snilli- gáfa“ er ákaflega misskilið skapeinkenni. Ótrúlega stór hópur manna hefur gáfur og hæfileika til þess að geta unnið alveg sérstök afrek á ýmsum sviðum, en flest- ir þeirra fá aldrei hið rétta tæki- færi til þess að sýna þessa yfir- burði sína. Mjög þýðingarmiklar og athyglisverðar athuganir hafa verið gerðar, sem sýna á hvern hátt hægt er að fylgjast með því í bernsku manns, hvort hann býr yfir skapeinkennum snillingsins. Hér á eftir verða birt nokkur dæmi um það, hvernig ýmis ein- kenni, sem fram komu í bernsku nokkurra afburðamanna, gáfu tilefni til að ætla, að þeir yrðu eitthvað meira en meðalmenn. ísak Newton, sem fann þyngd- arlögmálið, hafði 170 gáfnastig og er þá miðað við það, að með- almaður hafi 100 gáfnastig. Strax í bernsku fékk Newton mikinn áhuga fyrir vélfræðileg- um viðfangsefnum. Hann hafði unun af því, að búa til alls kon- ar vélar, eins og til dæmis vatns, klukku, vindmyllu o.s. fyrv. Hann var sérstaklega rólyndur drengur og dagfarsgóður, sem eyddi löngum stundum til þess að finna upp og útbúa ýmiskon- ar leiki fyrir jafnaldra sína. Menntun hans var í meðallagi. Um hríð var hann mjög neðar- lega í skólanum, enda hafði hann á því tímabili meiri áhuga fyrir öðru en náminu. Loks kom að því, að hann sá sig um hönd, honum sárnaði við sjálfan sig, hversu neðarlega hann var í bekknum og þá sótti hann í sig veðrið og las öllum stundum. Ekki var langur tími liðinn, þar til hann náði því takmarki, sem hann hafði sett sér — hann varð efstur í sínum bekk. Newton kaus heldur félagsskap við stúlk- ur en drengi og þegar hann var aðeins 14 ára að aldrei hitti hann stúlku, sem hann vildi þegar í stað kvænast. William Penn, sá er stofnaði Pennsylvaniu, var strax í barn- æsku mjög trúhneigður. Aðeins ellefu ára gamall varð hann virk- ur þátttakandi í öllum málefnum föður síns og um svipað leyti fór hann að gefa sig verulega að trúmálum. Hann var sanntrúað- ur Guðsmaður. I skóla var hann framúrskar- andi duglegur. Gáfnastig hans voru 150. Á námsárunum sóttist hann eftir samfélagi við fólk á öllum aldri, sem var trúað og prúð- mannlegt í framkomu. Hann hafði mikla löngun til þess að kynnast mönnum, sem voru hæfileikamenn á einhverju sviði. Meðal hinna fyrstu ritverka hans er harmkvæði, er hann orti á latínu, um dauða bróður Englakonungs, er þá var við völd. Þykir þetta mesta snilldar- verk. Er hann var 24 ár gamall, hélt hann fyrstu prédikun sína opinberlega, en hún fjallaði að- allega um kenningu Kvekara. Fyrir ritgerð, sem hann skrifaði, var hann tekinn fastur og hafður í haldi í Tower og þar reit hann síðan hin beztu og frægustu verk sín. John Stuart mill, var heims- spekingur og hagfræðingur. Hann hafði fleiri gáfnastig, en nokkur annar, eða 190. Hann var ekki nema þriggja ára að aldri, er hann byrjaði að nema grísk fræði og 8 ára var hann tekinn til við latínuna. Vegna bráð- þroska síns átti hann í bernsku ekkert 'eða lítið samneyti við jafnaldra sína, en umgekkst full- orðið fólk sem andlega full- þroskaður maður. Aðeins 12 ára rökræddi hann af miklum skiln- ingi um heimsspeki við föður sinn og ári síðar hafði hann tek- ið ákveðna stefnu í hagfræði, sem hann síðar hélt. Sextán ára gamall reit hann sögu Rómar- borgar og er hún nú talin ágætt heimilidarrit. John Stuart Mill var óviðjafnanlegur rökfræðing- ur og var gæddur framúrskar- andi hæfileikum til þess að gagn- rýna og endurbæta undirstöðu- atriði stærðfræðinnar. Wolfgang Amadeus Mozart, tónskáld og hljóðfæraleikari, hafði 155 gáfnastig. Sjö ára gam- all var hann, er fyrsta verk hans var gefið út. Hann hafði alla tíð ódrepandi áhuga fyrir hljómlist og var byrjaður að leika á píanó áður en hann hafði náð 6 ára aldri. Fyrsta óperan, sem hann samdi, var leikin opinberlega, þegar hann var 14 ára. Var þessu verki mætavel tekið af almenn- ingi. Hann samdi heilt óratórío á aðeins einni viku, er hann var á tólfta ára. Þegar hann var 24 ára að aldri, hafði hann þegar samið snilldarverkið Idomeneo. Henry Wadsworth Longfellow hafði „áhuga“ fyrir hljómlist og dansi, er hann var aðeins 8 mán- aða gamall. Hann var duglegur í skóla og 7 ára gamall þótti hann vera jafnþroskaður og 14 ára drengir. Þegar Longfellow var 14 ára orti hann fyrsta kvæði sitt. Hann var vinmargur alla tíð. Sóttist frekar eftir kunn- ingsskap þeirra, sem hneigðust til bókalestrar og lærdóms. Á bernskuárum hafði Longfellow nokkurn áhuga fyrir stjórnmál- um, en er hann var orðinn 16 ára hvarf hann alveg frá þessum fyrri hugðarmálum sínum og helgaði sig skáldskapnum. Sir Walter Scott, hóf nám í há- skóla, er hann var 14 ára að aldri, en bæði vegna þess, að hann var vegna þess, að hann var heilsu- veill og hafði stirða lund, sótt- ist honum námið frekar illa. Læs var hann 3ja ára og þegar hann var 12 ára eyddi hann tómstund- unum í að þýða greinar úr er- lendum málum. Sir Walter forð- aðist samneyti við aðra menn, svo framast honum var unnt og vildi helzt alltaf vera einn. Gáfnastig hans voru 155. Nítj- án ára lauk hann prófi í lögum og um tíma stundaði hann lög- fræðistörf, en hætti því fljót- lega. í einveru og á hálendi naut hann sín bezt og þar samdi hann sín bezt og frægustu ritverk. James Watt, snillingurinn, sem fann upp gufuvélina, hafði 145 gáfnastig. Áður en hann var sex ára, var hann þegar byrjaður að ígrunda stærðfræði. í skóla var hann af kennurnum sínum álit- inn heimskur. Hann hafði snemma í hyggju að verða skurð- læknir, en taugar hans þoldu ekki þess konar starf og svo fór, að hann stóðst ekki prófið — féll. Watt var ákaflega forvitinn og um leið íhugall um allt það, er honum skildist ekki þegar í stað. Því var það, að hann gat setið tímunum saman fyrir framan eldstóna heima hjá sér og horft á það, hvernig gufan lyfti ketil- lokinu — og þar fékk hann hug- myndina um gufuaflið og gufu- vélina. Madame de Stael-Holstein, hin heimsfræga, franska skáldkona. hafði sem barn mikla ánægju af að klippa út úr blöðum alls kon- ar myndir — sérstaklega af kon- ungum og drottningum. Hún tók þátt í samtali fullorðna fólksins, er hún var einungis 8 ára að aldri og var fljótt vart hins skarpa skilnings hennar og gáfna. Tíu ára gömul einsetti hún sér að giftast hinum heimsfræga sagn- fræðingi Gibbon, en úr þessu varð samt ekki. Gáfnastig henn- ar voru 160. ,Um tíma gaf hún sig á vald ástinni og tók þá ákvörðun, er hún var 19 ára að helga líf sitt því markmiði að vera elskuð — og elska. Engu að síður giftist hún ekki vegna ástar sinnar „heldur til að lifa þægilegu og fyrirhafnarlitlu lífi og ná frelsi sínu þannig, sem henni var neitað um sem ást- fanginni konu.“ Daniel 0‘Connell, írskur föð- urlandsvinur og ræðuskörungur, sagði er hann var sjö ára að aldri: „Eg mun laga til í heimin- um“. f skóla átti hann ómögu- legt með að þola að vera ekki alltaf nokkurskonar „höfuð bekkjar síns“. Tíu ára skrifaði hann leikrit, en efni í það sótti hann í æfi Stuartanna. Gáfna- stig hans voru 145. Átján ára hóf hann nám í lögfræði og lauk því 22 ára að aldri, en ári síðar hélt hann fyrstu stjórnmálaræðu sína og vakti strax á sér athygli sem ræðuskörungur. Alla tíð barðist hann af lífi og sál fyrir öllu, sem írskt var — frelsi írlands og framtíð. Thomas Jefferson þriðji forseti Bandaríkja Norður Ameríku, var byrjaður á að nema 5 ára gamall og las reiðinnar ósköp af alls konar bókum á bernskuár- um sínum. Að eðlisfari var Jeff- erson ákaflega feiminn, en samt sem áður var hann virkur þátt- takandi í alls konar íþróttum. bókmenntum og listum. V o 11 a i r e , rithöfundurinn franski, var frá barnæsku sí og æ að semja sögur. Hann reit sorgarleikrit, er hann var 12 ára gamall, en brenndi síðar hand- ritið. Svo mikil var þekking hans á bókmenntum, að einn kennara hans bar frá því fyrst, er Voltaire kom í skóla, mikla virðingu fyrir kunnáttu hans og dáðist að henni. Voltaire var frægur fyrir hnyttin tilsvör og komu þau jafnvel víða fyrir í sorgarleikjum hans. Gáfnastig hans voru 180. Nítjá ára gamall hóf Voltaire nám í lögfræði við háskólann í París. Þar tók hann einnig að snúa sér að heimskeki- legum málefnum. Hann dvaldi í nokkur ár með Friðrik II. Prússa konungi og þar setti hann fram kenninguna um „hinn menntaða einvalda“. Abraham Lincoln, hinn dáði forseti Bandaríkjanna, hafði gaman af því að draga fisk, þeg- ar hann var einungis 3ja ára að aldri. Uppáhaldsbækur hans í æsku voru Dæmisögur Esóps, Robinson Crusoe og Biblían. Tímunum sama gat hann setið yfir orðabókum og lesið þær. Hann var skarpur skólanemendi og er hann var 14 ára að aldri, tók hann að rita um alvarleg mál. Gáfnastig hafði hann 140 Strax sem drengur naut hann mikils trausts hinna fullorðnu, og var hann oft fenginn til þess að miðla málum, enda vildu allir hlíta dómi hans. Vegna þess hve orðheppinn hann var og skemmti lega máli farinn, varð hann brátt mjög vinsæll og mátti með sanni segja að hann væri hvers manns hugljúfi. Lncoln var mjög áhuga samur um sveitabúskap. Daniel Webster, hinn mikli ameríski stjórnmálamaður, fékk þegar áhuga á stjórnmálum, er hann var átta ára að aldri, enda var faðir hans mikilhæfur á þeim sviðum. Hann hafði sérstak lega gott minni, svo að því var viðbrugðið. Þriggja ára var hann látinn í skóla og sóttist honum námið vel. Á seinni hluta æfi sinnar fékk hann sérstakan áhuga á alls konar útiíþróttum, t.d. dýra- og fiskiveiðum. NÝ BÓK Sleðaferð á hjara veraldar Sten Bergman: Sleðaferð á hjara veraldar. Hersteinn Páls- son þýddi. Bókaútgáfan Norðri h. f. Prentverk Odds Björns- sonar h. f. 1949. 226 bls. Árið 1920 lagði sex manna leið angur frá Svíþjóð í rannsóknar- för til Kamtsjaka, fjallaskaga þess hins mikla, sem gengur norðaustur úr Síberíu. Ferðin til Japans g e k k nokkurn veginn tíðindalítið, en á leiðinni þaðan til Kamsjaka lentu leið- angursmenn í skipreika og eftir það er ferðasaga þeirra full af mannraunum og æfintýrum. Höf undurinn, sem dvaldi þarna tvö ár með konu sinni, fór t. d. ann- an veturinn í 800 km. langa sleða ferð yfir fjöll og firnindi í allt að 40 stiga frosti og fárviðri, en hinn veturinn 2700 km. leið eða yfir þveran skagann. Ferðir þess- ar voru hinar mestu mannraun- ir, en þó dvelur höfundurinn ekki nema takmarkað við þær. Saga hans er ekki síður full af frásögnum um landshætti og hin- ar frumstæðu þjóðir, er byggja Kamtsjaka. Allar hafa þessar þjóðir lifað utan við mc/nninguna svonefndu til skamms tíma. Sumar hafa þó komist í kynni við ýmsar skugga hliðar hennar, svo að liggur við tortímingu í þorpum og með ströndum fram, og gildir þetta fyrst og fremst sjálfa Kamtsjak- inga. En uppi á heiðum og fjall- lendi skagans ferðast mongólsk- ir kynflokkar Lamúta og korjaka með stórar hreindýrahjarðir sín- ar. Eru Lamútar veiðimenn öllu fremur, veiða safala, refi birni, en eiga þó hreindýrahjarðir. En Korjakar eru aftur á móti ein- göngu hreinhjarða-eigendur með 5000—7000 hreinahjarðir. Lax- veiði er geysimikil í öllum ám, og fóðra þeir m. a. hunda sína á laxi. Frásögn Bergman-hjóanna um heimsókn sína og gistingu á heimilum, þ. e. í tjöldum þessara „villimanna“ er bæði fróðleg og merkileg, því að hér kynnast menn þjóðflokkum, sem lagt hafa leið sína til Kamtsjaka. Höfundur segir í formálsorð- um, að miklar breytingar hafi orðið á þessum slóðum síðan hann var þar á ferð, ekki síst fyrir atbeina sovétstjórnarinnar. „Uppi í hrikalegu hálendinu og úti á túndrunum“, segir hann, „flakka þó hjarðmennirnir enn með hreindýrahjarðir sínar, skinnklæddir veiðimenn smjúga enn um skógana og hundasleð- arnir þjóta milli bústaða lands- manna. Eg er sannfærður um að gestrisnin er enn hin sama í skinntjöldum hjarðmanna og stofum þeirra, sem fasta búslóð hafa, og þegar við vorum á ferð um landið.“ íslendingum hefir löngum þótt gaman af ferðasögum, þar sem saman hefir farið fróðleikur um fjarlæg lönd og þjóðir og frá- sagnir af æfintýralegum atburð- um. Umrædd bók er rík af þessu hvorutveggja. Triumph ofa Sinner By Art Reykdal The parson ivas proper and pompous and proud His figure was lanky and thin; In an atmosphere dark as a funeral shroud, Declaiming a sermon on sin. , The evils of liquor he treated at length. He mentioned beer, ivhiskey and stout. And, as an example to give his point strength, He singled the schoolmaster out. “There’s one little thing I’d like you to disclose, My dear Brother Stebbins,” he said. “Just ivhy are the veins on the end of your nose Such a bright and conspicuaus redV’ The pedagogue wasn’t the least bit annoyed (Although it is true that he belched.) And, with exultation and joy unalloyed, The parson lie properly squelched. For, placing his thumbs on the lobes of his ears, He offered this prompt explanation: “My nose isn’t pried into others’ affairs And its blushing in justification.” Business and Professional Cards SELKiRK METAL PRODUCTS LTD. Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- við, heldur hita frá aö rjúka út meö reyknum — Skrifið símið til KELLY SVEINSSON 187 Sutherland A ve., Winnipeg Sfmi 54 358 S O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh Sl. Winnipeg Phone 924 624 Office Ph, 925 668 Res, 4C4 319 NORMAN S. BERGMAN, B.A., LL.B. Barrfster, Solfdtor, etc. 411 Childs Bldg, WINNIPEG CANADA PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barrislers - Solicilors Ben C. Parker, K.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson 500 Canadian Bank of Commerce Chambers VVinnipeg, Man. Phone 923 M1 JOHN A. HILLSMAN. M.D., Ch. M. 332 Medical Arts. Bldg. OFFICE 929 349 Home 40S 288 Phone 724 944 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 6 — 652 HOME 8T. ViOtalMtlml 3—6 eftir hft.degrl Also fi&siiro JEWEILERS 123 TENTH ST. BRANOON 447 Portage Ave, Ph, 926 885 DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREEl Selkirk. Man Offlce hre. 2.30—6 p.m. Phonen: Offlce 26 — Ree. 280 Phone 21 101 ESTIMATES FREE J. M. INGIMUNDSON Asphalt Roofs and Insulated Siding — Repairs 632 Simcoe St. Winnipeg, Man. Ot'flce Phone Re8 Phono 924 762 726 11B Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m and by appolntment DR. A. V. JOHNSON Dentist _ f Drs. H. R. and H. W. TWEED 50« SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 Tannlcelcnar 406 TORONTO QEN. TRUST8 BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. Phone 926 952 WINNIFBQ Talslml 926 826 Helmllla 62 892 DR. K. J. AUSTMANN SérfrœSingur i augna, eyrna, nef og kverka ijúkdómum. 209 Medlcal Arta Bldg. Stofutlmi: 2.00 til 6.00 e. h. DR. ROBERT BLACK BérfrœOingur i augna, eyrna, nef og hdlssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG Graham and Kennedy St. Skrlfstofualmi 923 851 Heimaslmi 403 794 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. DAK. islemkur lyfsali Fðlk getur pantað meðul og annað með pöatl. Fljðt afgreiðala. A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur llkkistur og annast um út- farlr. Allur útbúnaður 8á beztl. Ennfremur aelur hann allakonar mlnniavarða og legateina. Skrifstofu talslmi 27 324 Helmílis talslmi 26 444 Cars Bought and Sold SQUARE DEAL MOTOR SALES "The Working Man’s Ftriend" nttCA 297 PaiNcatsa Strkkt Z0404 Haif Block N. Logan Ph: SARGENT TAXI Phone 722 401 FOR QUICK RELIABLB . SERVICE J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPO. Faateignaaalar. Lelgja hús. Ot- vega penlngalán og elds^byrgð. bifreiðaábýrgð, o. ■. frv. Phone 927 528 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LögfraUHngar 209BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Oarry St. Phone 928 291 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC SL Mary's and Vaughan, Wpg. Phone 926 441 GUNDRY PYMORE Limited British QuaUty Fish Netting 68 VICTORIA ST„ WINNIPEQ Phone 98 211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage wlll be appreclated _________________L_______ Phone 927 025 H. J. H. Palmason, C.A. H. 1. PALMASON St CO. Chartered Acconntant* 305 Confederatlon Life Bldg. Wlnnlpeg Manltoba CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. B. PAOE, Managing Director Wholesale Dlstributors of Frasta and Frozen Flsh. 311 CHAMBERS STREET Offlce Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 Phone 49 469 Radlo Service Specialists ELECTRONIC LABS. B. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Equlpment System. 592 ERIN St. WINNIPEG O. F. Jonaaaon, Prea. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited 404 8COTT BLK, 8Iml 926 227 Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH \

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.