Lögberg - 04.05.1950, Blaðsíða 2

Lögberg - 04.05.1950, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 4. M A í, 1950 Alsnægtaeyjan Formosa Að undanjörnu hejur Formosa verið getið í jréttum svo að segja dfiglega, eða síðan stjórn lýðveldishersins jluttist þangað. Marga mun því jýsa að jræðast eitthvað um ey þessa, og birtist hér útdráttur úr grein ejtir Frederick G. Vosburgh, sem jór þangað jyrri skemstu til þess að kynnast ástandinu þar. SAMKVÆMT manntali, sem fór fram í apríl 1949 voru í- búar eyarinnar þá 7.026.883. En upp frá því fór herlið að streyma þangað frá meginlandinu. Það er auðvitað hernaðarleyndarmál hve mikið lið hefur verið flutt þangað, en það mun varla ofsagt, að á Formosa sé nú álíka margt fólk, eins og er í Ástralíu, sem er 200 sinnum stærri. Um hálfa öld, eða 1895—1945, höfðu Japanar ráðið yfir Form- osa. En að stríðinu loknu fengu Kínverjar hana og setulið Jap- ana, sem var 478,00, var flutt á burt. Og þgear Kínverjar komu til að taka við stjórn eyarinnar, var þeim fagnað sem bjargvætt- um og bræðrum af þeim 6 milj- cnum Taiwanese, sem þar eru, en það eru afkomendur Kínver- ja, sem fluttust til Formosa fyr á öldum. Ekki stóð sú gleði þó lengi, því að brátt varð mikil óánægja með kínversku embættismennina og út af því að þurfa að lúta stjórn á meginlandinu. Leiddi það til mikilla óeirða í febrúar og mars 1947, og í þeim óeirðum fellu þúsundir manna. Á Formosa er einnig annar þjóðflokkur, afkomendur frum- bygja landsins. Þeir hafast nú við í fjöllunum og voru villu- menn og „hausaveiðarar“ til skamms tíma. Það er talið að þeir muni vera um 130 þúsundir. Fimm stunda flug er frá Tokio til Formosa, sem portugalskir landkönnuðir kölluðu upphaf- lega „Dásemdaey“. Svo fögur þótti þeim hún. En Kínverjar og Japanar kalla hana Taiwan og það þýðir aðeins „Hjallavogur." Fagurt er að líta yfir Formosa úr lofti. — Dimmblár sjór fellur að ströndinni og kögrar hana með drifhvítu bárulöðri. Um alt láglendið eru hrísgrjónaekrur undir vatni og líkjast mest stór- um speglum er sólin stafar á vatnsflötinn. Árnar eru eins og silfurlit bönd, en að baki rísa há fjöll, dökkgræn hið neðra, en með ljósa skýjaflóka á höfði. Taipei heitir höfuðborgin og þar búa 439.793 sálir. — Virðist svo sem þeir sé allir á ferð um göturnar á hjólum og í hand- kerum. Jeppar sjást þar inn á milli og auðugir Kínverjar og embættismenn þeysa í amerísk- um bílum, sem keyptir hafa ver- ið í Shanghai, eða öðrum borg- um á meginlandinu. — Laglegar kínverskar stúlkur, með bylgjað hár og í nylonsokkum, hjóla á vinnustaðina. Þarna eru ekki nema sárfáir leigubílar *og eng- ir strætisvagnar. Þegar við ókum inn í borgina kom blaðastrákur og dró upp enskt blað, prentað í Hong Kong, og vildi selja okkur fyrir 80 cent. Seinna komumst við að því að þetta var bannvara. Öll ensk blöð frá meginlandinu hafa ver- ið bönnuð. Víður völlur var fyrir framan gistihúsið og hinum megin við hann stóð stjórnarbygging Jap- ana. Þar hafði nú kínverskt herl- ið aðsetur sitt og nýtt nafn hafði verið letrað á húsið. Mér var sagt að það þýddi: „Lengi lifi Chiang Kai-shek höll“. Annars var fagur aldingarður umhverfis gistihúsið. Þar var framreiddur ágætur matur eftir vestrænum sið, ásamt ananas, melónum og banönum, sem vex á eynni. — Flugnanet voru um- hverfis rúmin og utan við þau hvein í bitavarginum allar næt- ur. En það var hörgull á vatni. Vatnseyðslan var svo mikil að vatnsveitan hafði ekki við leng- ur, og þó er þarna nóg af belj- andi ám. Eftir hádegi þyknaði loft ven- julega og gerði þá oftast ræki- lega dembu. „Á þessum tíma árs er maður í svitabaði á morgnana, en holdvotur af regni seinni hluta dags,“ sagði Ameríkumað- ur við mig. Þegar vér höfðum fengið far- arleyfa hjá lögreglunni var lagt á stað í jeppa áleiðis til Chiaop- anshan og þaðan upp í fjöllin til að heimsækja afkomendur frum- byggjanna. Eitt af því, sem oss var sagt um þá, var það að þeir tæki mark á flugi fugla þegar þeir væri á ferðalagi. Ef fuglar flugu á móti þeim, var það ills viti og því ráðlegast að snúa þeg- ar heim aftur. Ef fuglarnir flugu fram á leið var það góðs viti og þá var um að gera að halda ó- trauður áfram. Ef fuglar flugu þvert yfir leið manns, var ekki annað ráð en setjast niður og bíða. Vér fórum fram hjá Buddha- hofi. Það hafði nú verið gert að lögreglustöð vegna húsnæðis- vandræða. Skamt þar frá var búð og þar voru stórar körfur fullar af fölskum seðlum. Mér var sagt að þetta væri „pening- ar hinna dauðu“. Kínverjar kaupa þessa seðla og brenna þá við útfarir, svo að hinn fram- liðni sé ekki alveg „blankur“ hinum megin. Nú fór vegurinn að versna og verða brattari. Vér mættum mörgum handvögnum fullum af kolum. Þeir voru að koma úr námu þar skamt frá. Það er mik- ið af kolum á Formosa, en kola- lögin eru svo þunn, að það borg- ar sig ekki að reka námugröft í stórum stíl. Vegmælir bílsins sýndi að vér vorum komnir 32 mílur frá Tai- pai og þar endaði vegurinn í djúpri kvos stórgrýttri, en úr kvosinni voru göng þvert í gegn um fjallið. Gömul kínversk kona kom gangandi berfætt út úr göngunum. Hún bauðst til að út- vega sporvagn handa oss. Hvarf hún svo inn í göngin og kom brátt aftur með „trilluna“, en drifkrafturinn var 15 vetra Taiwan-stúlka, þrekin og sterk- leg. Hún ók „trHlunni“ með oss fimm í gegnum göngin og blés ekki úr nös að því loknu. Fögur sjón blasti við, er út úr göngunum kom. Þarna handan við fjallið var nýr gróðurheim- ur og friðsæld. Þar var enginn umferðarhávaði, heldur aðeins fuglasöngur. Kofaþyrping var þarna og það an komu tveir piltar, naktir að öðru leyti en því, að þeir voru með lendaskýlu. Það varð að samkomulagi, að þeir flyttu oss á „trillu“ til Chiaopanshan. Þeir áttu ekki að fá neitt fyrir það, en vér áttum að greiða dáltila upphæð til „viðhalds járbraut- inni“. Hvað eftir annað fór „trillan“ út af brautinni, og varð að velta henni upp á hana aftur. Hvað eftir annað lá leiðin yfir trébrýr á straumhörðum ám, og riðuðu þær alla vega undir þung anum. „Er þetta ekki hættulegur veg- ur?“ spurðum vér. „Nei,“ sögðu þeir. „Ökumenn- irnir gæta þess að stökkva af „trillunni“ nógu snema. Það eru aðeins farþegar, sem verða fyrir slysum“. Vér mættum öðrum „trillum“ hlöðnum með te. í hvert skifti veltu þá ökumenn okkar sinni trillu út af brautinni, svo að hinar gæti komist leiðar sinnar. Chiaopanshan stendur á hárri tungu milli tveggja gljúfra. Þar er veitingahús, sem Japani átti áður, en nú ríkir þar frú Li Goat-kian, vingjarnleg kona og háttprúð. Hún er með „hjúskap- armerkið“, breiða svarta rönd frá munnvikum út að eyrum. Það var gott að komast í húsa- skjól og fá heitt bað og mikinn cg góðan mat. Frú Li var um skeið fulltrúi héraðs síns á þinginu í höfuð- borginni. Það var árið 1946. „Hún sagði af sér vegna þess að hún er kona og ekki vön að fást við stjórnmál“, sagði túlk- urinn. „Hún segir að jafnrétti karla og kvenna sé ekki til nein- ar blessunar fyrir kvenfólkið.“ Morguninn eftir var lagt á stað og fyrst farið yfir hættu- lega brú á Tanshui-ánni. Þar sá- um vér einn af þessum stóru, svörtu afríkönsku sniglum (achotina fulica), sem nú eru orðnir landplága víða á Kyrra- hafseyjum. Japanar fluttu þá þangað, og ætluðu að hafa þá til manneldis, því að viðkoman er gífurleg. Hér á Formosa safna Kínverjar þeim og ala endur é þeim, en afkomendur frumbyggj anna hafa þá til matar, sjóða úr þeim súpu og segja að hún sé ágæt! Hjá þorpinu Chikouíai kom hópur af börnum á móti okkur. Þau voru feimin fyrst, en það fór af þeim þegar vér gáfum þeim amerískt sælgæti. Frú Li hafði fylgt oss hingað, því að þarna bjuggu frændur hennar. Og þarna sáum vér fjóra ættliði og þeir voru talandi tákn þeirr- ar breytingar, sem þarna er að verða. Það var nú fyrst faðir Li, áttraæður að aldri og seinni kona hans. Þau voru bæði með hörundsmerki kynstofnsins, svartan blett í enni. Li sjálf var líka með hörundsflúr, eins og áður er getið. En sonur henn- ar og kona hans voru ekki með ættarmerkið og barn þeirar 7 mánaða gamalt, var klætt eins og amerísk ungbörn nú á dög- um. Um kvöldið fórum vér aftur til Taipei og hvíldum oss þar um róttina, en daginn eftir átti að fara í hringferð um eyna. Fyrst var ferðinni heitið til Chiaochi á austurströndinni. Vegurinn liggur í gegnum skóg utan í snarbrattri skriðu. Þar höfðu Japanar ^ert hella mikla fyrir landvarnarlið sitt. Skriður íalla oft yfir veginn, og voru unglingar, aðallega stúlkur, að vinna við að hreinsa veginn og báru grjótið í tágakörfum og fleygðu því fram af vegarbrún- inni. Var þar víða hengiflug og leið nokkur tími áður en vér heyrðum grjótið skella á sjónum fyrir neðan. Undir sólarlag beygði jeppinn fyrir klettanef. Þar blasti við dýrleg sjón, faugrgræn slétta og Kyrrahafið framundan. Skamt undan landi reis klettaeyan Ku- eishan eins og ferleg skjaldbaka upp úr sjónum (hún heitir líka Skjaldbökuey) og gylti sólin hana en friðarbogi hvelfdist yfir alt saman eins og fögur umgjörð. Daginn eftir var haldið suður sléttuna og fórum vér fram hjá mörgum pappírsverksmiðjum og fá þær nóg hráefni úr skógunum í fjöllunum. Þarna í fjöllunum vaxa einnig kamfórutré. Hafði Formosa áður miklar tekjur af því að flytja út kamfóru, en nú hefur dregið mjög úr því síðan menn komust upp á að framleiða kamfóru úr terpentínu. Hjá Suao lýkur sléttunni og fjöll ganga aftur fram í sjó. Og þarna hófst sá glæfralegasti veg- ur, sem ég hef séð. Japanar höf- ðu höggvið hann inn í 1000 feta há björgin. Sums staðar eru göng boruð í gegn um snasir, ég taldi 14 slík göng. Vegurinn er svo mjór, að bílar geta ekki rnæst, en á stöku stað eru út- skot. Steyptur öryggisgarður er á fremri brún, en hann var víða brotinn og hafði fallið niður í hafið djúpt fyrir neðan. Einhver gamansamur náungi hafði raðað lausum steinum í hallfleytt skörðin. Vér komum að Tarokoánni, sem kemur fram úr gljúfrum. Þar var rafmagnsstöð, en hún var nú gagnlaus, því að hún hafði stíflast af leðju úr ánni. Önnur rafmagnsstöð hjá Tung- men var þó ver farin, því að hún var komin í kaf í leðju og sand. Árfarvegurinn hafði þar hækkað um 5614 fet. Eyarskeggjar hafa þann sið þarna að brenna skógarspildur i fjallshlíðunum, rækta þar kar- töflur á meðan nokkurt frjómagn er í moldinni, og taka svo annan stað fyrir. Þá nær rigningarvatn- ið sér niðri í flögnum og sópar öllum jarðvegi niður í árnar, enda eru þær oft þykkar eins og grautur. Bílvegur nær ekki lengra en að Hualienchinag. Þar er höfn og þar áttu Japanar aluminium- verksmiðju. Þaðan ligur svo járnbraut til Taitung 108 mílum sunnar. Vér fréttum þarna að miklir vatnavextir hefði tekið af járnbrautina á nokkrum stöðum, og yrði farþegar því að ganga langa leið og bera farangur sinn. Eg seftist einn upp í lestina, hinir urðu eftir. Lestin var troð- full af fólki og það reyndi að hliðra til fyrir mér. Eg efast um að það hefði verið hliðrað til fyrir mér. Eg efast um að það hefði verið hliðrað til fyrir Kín- verja í járnbraut í Ameríku. Fjórupi sinnum á leiðinni varð að fara úr lestinni, ganga langan veg yfir aurskriður og setjast svo upp í næstu lest. Vegarspjöll in urðu er fellibylur gekk yfir eyna. Veðurstofan varaði við veðrinu fyrirfram og dreifðu yf- irvöldin þá eimvögnum með nokkuru millibili á brautina, svo að þeir gæti selfutt fólk, ef brautin laskaðist. í hvert skifti sem fellibylur geisar fylgir steypiregn og flóð í ölum ám og brjóta þær þá af sér hinar lélegu timburbrýr. Ekkert fé er til þess að gera traustar hábrýr yfir árnar, eða grafa göng undir þær. og þess vegna eru altaf sett- ar nýar og lélegar timburbrýr í stað þeirrar er sópast burt. Hjá Taitung endar járnbraut- in og þaðan var farið með bíl yf- ir suðurodda eyarinar og komið yfir á hina frjóvsömu Linuien- sléttu.— Þangað nær járnbraut vesturstrandarinnar og þar eru miklir flugvellir. Þaðan komu japönsku flugvélarnar, sem gerðu árásina á Pearl Harbour. — Kaohsiung er önnur stærsta borg eyarinar. Þar eru 211.000 íbúar. Nú hefur kínverska stjórn in þarna mikinn her. Anping er hafnarborg Tainan, sem einu sinni var höfuðborg eyarinnar og nú þriðja stærsta borgin. Þar reistu Holllendingar vígi fyrir rúmlega 300 árum, og sátu þar í 40 ár. Þá voru þeir hraktir þaðan. Nú er vígi þeirra, P'ort Zeelandia, lögreglustöð. Umhverfis Anping er fjöldi stór- ra poll aeða vatna, þar sem menn ala upp vatnafiska. Járnbrautarlestin lagði á stað að ákveðinni stundu og rann yfir víðar sléttur, þar sem vatna vextir hafa engin spjöll gert. Hvarvetna blöstu við sykurreyrs ekrur, hrísgrjónaaakrar og aldin garðar, en inn á milli hús úr tígulsteini. Við ströndina er unn- ið mikið salt úr sjó og þúsundir smálesta af því flutt til Japan. Sykurverksmiðjur eru þarna margar. Þær eru þjóðnýttar, eins og aðrar helstu iðngreinir. Þarna er og gríðarstór rafmagnsstöð, knúin vatnsafli frá „Sólar og tunglsvatninu“ sem er hátt uppi í fjöllum. Þaðan fá verksmiðj- urnar orku og borgirnar raf- magn til ljósa. Nú er haldinn strangur hervörður um orkuver- ið og má enginn óviðkomandi þangað fara. Hjá vatninu á yfir- hershöfðinginn sumarbústað. Annan bústað á hann hjá hvera- svæði notðan við Taipei. Þar heitir Tsaoskan. Þar eru brenni- steinsnámur. Vér fórum þar um lítið rjúkandi dalverpi, þar sem menn voru að safna brennisteini. En í hlíðunum voru terunnar og appelsínustré.----- Hvað bíður þessa fagra ey- lands í framtíðinni? —Leb. Mbl. Phone 23 996 761 Notre Dame Ave. Just WestofNew Maternity Hospitai Nell's Flower Shop Wedding Bouquets, Cut Flowers Funeral Designs, Corsages Bedding PÍants Nell Johnson Ruth Rowland 27 482 88 790 LÆKNABÓKIN: Ritgerðir eftir 30 lækna SÍÐASTA VERK Guðmundar heitins Hannessonar prófess- ors mun hafa verið að rita for- mála að mjög merkilgeu og sér- síæðu riti, sem hlotið hefir nafn ið Læknabókin. í þessu rit eru einungis ritgerðir eftir íslenska lækna eða lækna sem starfað hafa á Islandi (sbr. dr. Karl Kroner, sem ritgerð á í bókinni). í bókinni eru ritgerðir um ýms efni, yfirleitt um læknisfræði- leg efni. Ritgerðirnar eru 30 og er varla hægt að benda á neina sérstaka grein sem sker sig úr, því þær eru allar hvor annarri snjallari, þó er ekki unnt að komast hjá að minnast á þrjár ritgerðir sérstaklega eftir lækna, sem nú eru látnir, en einn þeir- ra, dr. G. Claussen, dó meðan bókin var í prentun. Þessar rit- gerðir eru: Vakað yfir velli, æskuminningar eftir Guðmund Hannesson, prófessor. Áfengir drykkir eftir Guðmund heitinn Björnsson, landlækni. Svarti dauði eftir Guðmund prófessor Magnússon og Kvíðbogi fyrir sjúkdómum eftir dr. Claessen. Einnig er vert að minnast sér- staklega á grein dr. Karls Kron- ers: Undralækningar. Dr. Kron- er var hér um nokkra ára skeið og eignaðist hér marga vini, en hann er nú aftur horfinn héðan fyrir fult og allt — aðrir lækn- ar, sem ritgerð eiga í bókinni eru: Páll Kolka um Guðmund Björnsson landlækni og aðra um Vestmannaeyjar, Sæmund- Bjarnhjeðinsson um Guðmund Magnúson prófessor, Ingólfur Gíslason, endurminningar frá æskuárum, Bjarni Bjarnason um Steingrím Matthíasson, Stein- grímur Matthíasson um andleg- ar lækningar, Sigurður Sigurðs- son um berklavarnir, Helgi Tóm- asson: þegar karlmenn eldast, Jónas Sveinsson: Frá Vínarborg, Kristján Sveinsson um blinda menn, Gísli Fr. Petersen: Blóð- þrýstingur, Þorbjörn Þórðarson um upphaf ögurhéraðs, Þórður Sveinsson: áhrif föstu á undir- vitundinna, Júlíus Sigurjónsson um síldina, Halldór Hansen um í þróttir, Jóhann Sæmundsson um starfssjúkdóma, Guðmundur Thoroddsen um matræði barns- hafandi kvenna, Stefán Jónsson um kynrannsóknir og Bjarni Jónsson um skófatnað. Helgafell gefur bókina út. Það er þegar vitað að fólk íylgist af alhug með því, sem læknar skrifa og er það í sjálfu sér mjöð eðlilegt. Læknar hafa betri skilyrði en aðrir menn til þess að kynnast fólki, erfiðleik- um þess og raunum, en engu síð- ur gleði þess, enda hafa íslensk- ir læknar ekki síður en starfs- bræður þeirra meðal annara þjóða margir verið snjallir rit- höfundar. —Mbl. Starfsemi Málmiðjunnar ITT AF YNGRI iðnfyrirtækj- um bæjarins er Málmiðjan h. f., sem starfrækt hefir verið að- eins rúmt ár, en framleiðsluvör- ur fyrirtækisins hafa þegar vak- ið athygli víða um land. Aðal- framleiðsla Málmiðjunnar til þessa hafa verið ljósakrónur, vegglampar og borðlampar úr kopar. Þykja þessar vörur ekki aðeins jafnvel gerðar og erlend- ar, heldur hefir og tekist að sel- ja þær talsvert ódýrari, en sam- bærilegar innfluttar vörur úr sama efni. Aðeins 5% erlent ejni. Aðalefnivara verksmiðjunnar er kopar. Hefir hún keypt brota kopar víðsvegar að af landinu. Er það að mestu efni, sem ekki var talið nýtt til eins eða neins og lá í óhirðu hjá mönnum, sum- staðar í haugum. T.d. bræðir verksmiðjan talsvert af gömlum eirpatrónum, gamlan koparvír og allan brota kopar yfirleitt. Hafa nokkrir menn haft af því talsverðar tekjur að safna saman brotakopar og selja varksmiðj- unni, sem kaupir koparinn fyrir 3 krónur kílóið. í ljósakrónur og lampa eru „fatningar“ og snúrur eina er- lenda efnið sem aðkeypt er til Framleiðslunnar og telja foráða- menn verksmiðjunnar, að henni væri nóg, ef hún fengi, sem svar- ar 5% af heildsöluverði fram- leiðslunnar í erlendum gjald- eyri til kaupa á efnivöru og mun það vera sjaldgæft um innlenda tramleiðslu, að ekki þurfi að kaupa meira að erlendis frá af hráefni. 30—40 manna starjslið. Verksmiðja Málmiðjunnar er við Þverholt 15. Þar er bræðslu cfnar og annað, sem til fram- leiðslunnar þarf. Vinna 30—40 manns að staðaldri við verk- smiðjuna. Steypumeistarinn er danskur maður, sem hefir mikla æfingu og reynslu í koparsteypu. Alls framleiðir verksmiðjan nú um 50 gerðir af ljósakrónum og vegglömpum. Er sífelt breytt um gerðir til þess að hafa fram- leiðsluna sem fjölbreyttasta. Þessi nýja iðngrein hefir verið gerð að umtalsefni hér vegna þess að um framleiðslu er að ræða, sem áður var keypt er- lendis frá fyrir hundruð þús- unda króna árlega. Með stofn- un Málmiðjunnar hefir verið hægt að hagnýta efni, sem fyrir var í landinu, en lítið, sem ekk- ert notað, enda að miklu leyti tekið úr sorphaugum og má með sanni segja, að um leið og brota- koparinn hefir notast til þarfrar framleiðslu, hefir víða hreinsast til, þar sem hann var geymdur, engum til gagns. Framkvæmdastjóri Málmiðj- unnar er Edwald Berndsen. INSTALL CITY HYDRO Electric Service in your new home! Yes, for a dependable supply of electricity in your new home — at low-cost — install City Hydro Electric Service. Then you’re assured of economical electric bills for all your light and power needs. In the City of Winnipeg 83% of the home- makers use City Hydro electricity! Install City Hydro Electric Service in yours, too. Call 848 124. CITY HYDRO Owned and operated by the Citizens of Winnipeg

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.