Lögberg


Lögberg - 04.05.1950, Qupperneq 7

Lögberg - 04.05.1950, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 4. M A í, 1950 7 Úr galopnu bréfi til Davíðs Björnssonar bóksala frá Ármanni Björnssyni (NIÐURLAG) Það mun hafa verið í febr. anno — hvað um það — sem ég var hringdur upp í síma og boð- aður á fund. Ég fór. Þegar þang- að kom voru þar fyrir nokkrir kunningjar mínir. — Þeir til- kynna þér nöfn sín, vilji þeir láta sín að einhverju getið. — Þar kom upp úr dúrnum, að ein- hver þeirra hafði fengið þá flugu í höfuðið að stofnað yrði til út- gáfu blaðs hér í Van. Vildi hann leita álits, sér vitrari manna — eða svo skildist okkur — og fannst honum ekki láandi. — Sýndist öllum eitt — þó ótrú- legt sé — þetta vera þjóðráð — sem ekki teldist til landráða — og samþyktum umræðulaust uppátækið. Þá var næst að gefa blaðinu nafn. Fyrir því hafði enginn gert ráð og bar til þess sitt af hverju. Nefndin orðið léttari áður en hún tók sóttina — sem stundum kvað koma fyr ir. — Var því óviðbúin, enda stóð nú „hnífurinn í kúnni“. Nefndinni varð það nú fyrst fyr ir að glápa framan í sig. Fór svo að leita í fórum sínum, en þar var ekki nafn að finna, frekar en lifandi lús, sem farin var, horfall in með skyrtu hennar á vinnu- launaskattinn austur yfir fjöll. En, „Þegar neyðin er stærst er hjálpin næst“. Nefndin hafði heyrt að guð hjálpaði þeim sem hjálpa sér sjálfir. Hún fór því að fordæmi Jóns heitins fiskimanns sem, ef hann sá öngul eða net — þó ekki væri á glámbekk — sagði: „Þetta á enginn! Ég tek það“. Nú þó nefndinni þættu þ e s s a r handar-gagnstiltektir Jóns ekki beinlínis til fyrirmynd ar, lagði hún aftur augun kink- aði kolli framan í sig og varp öndinni. Þá var nú þessu aflok- ið, gott hvað gekk. Já, ég veit þér blöskrar fátæki nefndarinn ar, en ég spyr: Hefir þú hugleitt þá miljóna mergð, um mann- heim sem nafnlaus gengur. Sem ofan í duftið er fótum fergð sem fánýti — slitinn þvengur. Hvort berst þér * ei þaðan, að eyrum ergð sem urgi þar brostinn strengur? Nú var engu líkara, en að ein syndin biði annari heim. Eitt- hvað mundi uppeldi og fram-- færsla króans kosta? Nefndinni varð það nú fyrir, að líta aftur framan í sig, — enda gefist vel í fyrri vandræðunum — og segja: „Þetta má nú öllum gera“. — Orðtak, sem hógværir spila- menn nota, þegar hágildið er ekki á þeirri hendi, sem þeir höfðu haldið. — Lá nú við sjálft að við legðum árar í bát og lét- um reka. En, þá kom okkur ann- ar Jón í hug, sem sagði: „Aldrei að víkja“. Höfðum og nokkra æf- ingu í því, bæði í búðum og eins á götu. Kom þar útreikningi nefndarinnar að þrátt fyrir hóf- stillu í klæðaburði, mætti tak- ast, að gera telpuna svo úr garði, að kinnroðalítið, mætti senda hana á húsgang mánaðarlega og niundi hún þá ekki reynast til— finnanlega þung á fóðrum. Þ. e. n*- ö. . . Setja hana á guð og gaddinn sem títt var hjá kot- ungum fyr á tíð, en þótt mis- jafnlega gæfist, slampaðist þó oftar af. Hér hefir þú þá, og — gratis — þær heimildir héðan, sem þér meiga duga til sögusamningar- innar, ef — nota bene — vel er á haldið. Vil ég, svo sem eins og til uppbótar benda þér á þá Ein- ar og Pál og Stebba, sem ég hygg að muni verða þér heldur innan handar en hitt, eins lengi og þú talar ekki um fleira, fremur en Grasa-Gudda. Vísast er og — ef vel er að mér farið — að ég sendi þér ræksni það af telp- unni, sem í mínum fórum kann að vera, ekki sízt ef ég gæti treyst því, að hún yrði rauði þráðurinn 1 sögu þinni. Fleiri skilyrði getur og komið til greina að ég setji, en eftir þeim getur þú grenslast. V. — Tíðindi — JOHN J. ARKLIE Optometrist and Optician (Eyes Examined) Phone 95 650 MITCHELL COPP LTD PORTAGE AT HARGRAVE Minnist CCTEL í erfðaskrám yðar Nú er vorið loksins komið leitirnar. Daffodil, hin gula glæsijurt, kinkar nú kolli fram- an í mig, sól og gróðrarskúrir sem hún vildi segja: „Sælir nú! Er ég ekki falleg?“ Jú; víst ert þú það, í öllu þínu útlátalausa s k r a u t i. Enda sagði hann Salomon í allri sinni dýrð væri ekki svo skrýddur sem þú. Já, miklar eru dásemdir drottins — lífsins. Nú þó góðviðrið gæli við mann, batnar lítt í búi, né hagur þeirra, sem á heiðarlegum hand- afla draga fram sitt auma líf — eða öllu heldur dauða. — Góna þeir til lofts, biðjandi þess, að einhver náðarrauf eða glufa opnist, svo „manna“ greiðist vegur í þeirra horkrumlur tóm- ar. Ekki lætur þó landinn, bil- bug á sér finna. Virðist svo sem á hann bíti hvorki, óáran né hungur, eldur eða ís, enda öllu þessu vanur, en vaninn gefur listina sem vitað er. Þau eru og tíðindi af högum hans og ráða- gerðum að segja, að nýlega kom söfnuðurinn saman til skrafs. Lágu þrjú stórmál fyrir honum til úrlausnar. Hið fyrsta var að gefa sjálfum sér nafn, en sem þrátt fyrir gaumgæfilega leit fyrirfanst ekki í eigu hans. Var því frá því horfið að sinni í þeirri von að hagur hans kynni að skána með sólgjöfulu sumri. Varð mér, er ég frétti af fund- inum, hugsað til Varaldar- nefndarinnar. Annað tveggja þekti söfnuðurinn ekkert til Jóns fiskikarls eða var fróm- lyndari nefndinni og þótti mér það líklegra. Númer tvö á dagskrá, var að kjósa leiðtoga þ. e. prest, í stað séra Sigmars, sem nú er að skilja við, þ. e. a. s. láta af embætti. Stungið var upp á tveimur. Eld- fornum grallara norður í hafs- auga og ungum og efnjlegum kennimanni hér í landi. Gengu hinum yngri manni flest vitni betur, sem betur fór. Þó kváðu nokkrir hinna eldri hafa lagst á sveif á móti honum, fyrir þá sök eina að þeir efuðust um, að hann gæti flutt ræðu á guðamálinu, ís- lenzkunni, sem þeir skilja til hlýtar en heyra illa sé annarlegt landsmálið um hönd haft. En þeim til huggunar vil ég segja stutta sögu, sem, þó ótrúlegt sé, er dagsönn. Vinur minn einn, hafði eitt sinn fyrir nábúa, franskan og náttúrlega ram- kaþólskan guðsmann. Sá gekk til tíða, hvern sunnudag sem annan. Hann lét sér ant um sálarheill vinar míns og þrábað hann að taka kristni og ganga í guðshús- ið. Einn sunnudagsmorgun í bíti — hrafninn ekki vaknaður — kom hann sem oftar sömu erinda og sárbað hann að koma nú með. Lét hann tilleiðast og fór í kirkjuna. Á heimleiðinni spurði fransi, hvernig vini mínum hefði líkað athöfnin. Hann svaraði, að söng- urinn hefði verið mjög áheyri- legur, en, ég skildi ekki eitt ein- asta orð, eða skildir þú? No; sagði Frans: „No; but you get used to it“. Því segi ég það: Sé söngurinn góður, má einu gilda um hitt. Trúin getur vitað sínu viti fyrir því. Þriðja stórmálið var kirkju- bygging. Hváðu umræður hafa verið uppörfandi og skemtilegar. Tillögu kvað einn ræðumanna hafa gert, um að byggja 100,000 dala guðshýsi. Kvað hann þetta lafhægt, ef 1000 menn legðu, fram sitt 100,00ið hver. Ég fór — til vonar og vara — með dæmið til stærðfræðings og reyndist það rétt að vera og er því ekkert til fyrirstöðu, hvað sem verður. Nú sem mönnum er kunnugt um, að byggingin kostar ekk- ert — eða sama sem, fyrst hinir leggja fram það sem með þarf — vilja allir vera með. „Sólskin" kvað fýsa að hafa fundi sína í kjallaranum en „Ströndin“ spil og dans. Sólskini er búist við að verði hleypt inn, en um „Ströndina", segir mönnum allt þyngra hugur. Ströndin hefir, nú um alllangt skeið, viljað tví- menna á fyrirtækinu eða öllu heldur hugmyndinni, eins og þeir Sæmundur og grallarinn á selnum. Hafa „Ströndungar" haldið fram, að kirkja væri dauð ur dráttur eins og hlass, eða bókstafurinn, en hafa í banda- lagi við hana, lifandi tákn, um starfandi bróðureðli. En, „sín- um augum lítur hver silfrið“. Þeir hjakka enn í sama farinu, sem ekki vilja eiga neitt á hættu, minnugir þjóðsögunnar, sem þess getur að sá hinn aldraði höfuðpaur, greip í hurðarhring kirkjunnar og dróg hana, ásamt hinni ungu dansandi kynslóð, ja eitthvað ofan á við. En óminnug- ir þess að nafni þinn, dansaði fyrir drottni og umbunaðist fyr- ir. Indíánar blótuðu Manitú hin- um illa guði í því augnamiði, að hafa hann góðann. Hinn, þann hinn góða, báðu þeir bónar, ef þeim reið á, svo sem ef fiskurinn vildi ekki bíta á agnið, eða land- veiði lét ekki sjá sig. Við kristnir menn berum fé í drottinn, sem við ættum þó að vita — er sem betur fer — ekki fjárþurfi frek- ar en Skallagrímur faðir Egils nema síður sé. Við óttumst hann, en elskum ekki, eða hvað? En nóg um það. Ég býst ekki við að ég komist í brauðið hérna, enda of seint nú, í rassinn gripið, sem oftar fyrir mér. Veitti þó ekki af að taka í lurginn á þessum hugsunarhætti. Byggja fyrir hinn unga mann, en máske tek- ur nýi presturinn af mér ómak- ið. Ja, hvert veit. ingaöflun. Verzlunum þykir sem vonlegt er, óþarft að auglýsa í báðum, vitandi að bæði eru hús- gangar á hverju heimili í borg og bygð. Vita, að þó allir kaupi þau ekki bæði ,hafa þeir kaup kaups, skiptast á um þau. Hér gæti eitt ísl. blað, þó tvö- falt væri í roðinu, fengið allar þær auglýsingar, sem það gæti höndlað eða rúmað. Líklegt þætti mér, að prenta þyrfti tvær síður að auki (á ensku máli) og dreifa, því í pósti, út um allan bæinn. Landinn hér — sem ann- ars staðar — vel kynntur! verzl- ar í öllum búðum og reynist eins og nýtt net. Eigum við og hauka hér í horni, svo sem konsúl Is- lands, hr. Thorláksson sem er hæzta ráð (Manager) hjá Hudson Bay. Um mægðir voror við Eaton vita allir, heilbrigðir sönsum. Sem sé, eignarnafns- endingin son hefir kynnt sig á- gætlega, út og inn á við. Marga furðar á þessari endingu nafna vorra, svo sem eins og Bert Steil, fiskikaupmann, sem spurði Þórð Gunnarsson hvernig henni stæði. Þórður svaraði — og draup ekki af honum: — Við höfum allir feður í gamla landinu". Af því sem hér hefir verið bent á, er augljóst, að blaðinu væri borgið innan fylkisins. Út á við, austan fjalla mundu vel ritaðar fréttagreina og annað kjaftæði, blása því byr í voð. Flest, ef ekki allt, hið góða, sem mannkyninu hefir áskotnast, hefir komið að austan. Elt sól, mána og stjörnur, í einu orði, sólkerfið. Það er því ekki að ó- fyrirsynju, að ég geri mér í hug- arlund, að þaðan kunni og að koma, einhver með bein í hendi og kyngimátt orðsins á tungu, sem segir við okkur, sem stönd- um yfir líkbörum Voraldar: „Hún er ekki dáin, heldur sefur hún“ og: „Stattu upp, litla stúlka“, og undrið skeður. Þeim hinum sama, mundi útgáfunefnd hennar verða frekar innan hand- ar en hitt og yfirleitt mundi hann finna sig á meðal vina, sem ekki mundu telja eftir sér smá- snúninga og jafnvel framlög. Því — sá fórnfúsi andi, býr enn með vorri þjóð. — Þótt ýmsir haldi tímabil það liðið — sem fús er þess að leggja í sölur í þann sjóð er síður granda, möl- urinn og rýðið. The Tourist Service Week Eftir á að hyggja Þegar ég yfirfór framanskráð. VI. Niðurlag Nú þó þetta sé orðið miklum mun lengra mál, en ég býst við að þér endist nenning til að lesa — Kraftarnir jafnmargir óvirku dögunum í vikunni — hér vinna allir á sunnudögum. — Finnst mér sem ég geti ekki skilist svo við þessar línur að ég geti að engu, almennar eftirsjónar Vor- aldar litlu. Telpan, þá fátæklega væri til fara, hafði náð hylli, manna og kvenna að jöfnu, sem biðu hennar með óþreyju, mán- uð hvern. Hún var sem sé, „blað- ið okkar“. ^ Á ferð minni um borgina, varð ég þess var að vina er horfin úr umferð, sem þar lýsa af van- mætti vildi. Og getið því nærri getur þú að gömlum og ungum. þykir nú, „Skarð fyrir skildi“. Það er álit hagfróðra manna og þeirra, sem hafa þau hygg- indi sem í hag koma, að hér í Vancouver gæti ísl. prentsmiðja og blað, þrifist stórum betur en tvö í Winnipeg. Má það teljast hin mesta furða, að menn skuli ekki hafa komið auga á þessi sannindi, svo sem þau eru þó augljós. Fyrst má á það benda, að í Winnipeg sitja þau tvö, að sömu hitu — óþarft fram að taka, þó ég geri það — bæði með hráa köku. Ég á hér við auglýs- sá ég í hendi mér að ég mundi koma þér fyrirhafnarlaust í gapastokkinn. Vildi þó ekki gera það — læt ekki allt eftir mér — þó innan handar sé. Tek því það ráð að senda það til Einars og bið hann, að stafa það ofan í þig. Einar hefir haft nokkra æfingu íþví, að klóra sig fram úr hrafna sparki mínu. Er og að auki fund- vís og getspakur, á það, sem ég vildi sagt hafa, þótt ég forðist, að geta þess einu orði, sem þér má vera Ijóst af þessu skrifi. Ber margt til þess, að skrift mín ger- ist nú ólistrænni hvað líður, þó mestu valdi stirðleiki handar- innar, sem gerist nú sein og sila- leg. Fylgist ekki með, en dregst aftur úr andanum, sem engin bönd halda, en ganar eins og graðneyti á hvað sem fyrir er. En, „Sælt er sameiginlegt skip- brot“. Þetta kvað einkenna alla snjöllustu rithöfundana fyr og síðar. Læt ég mér því vel lynda. Af þessu leiðir, að setningar, orð og stafir, strik og lestrarmerki, eru á ringulreið, hvað á öðru ofan. Er þvi ekki að furða, þó ritstjórar og prentarar hafi hit ann í haldinu og hrjóti stundum kröftugt mál af munni og glopri niður staf. Ég gleymdi að geta þess við Einar, að gefa þér þetta inn í smáskömtum. Vona að hann hafi vit á því, svo þú hafir ekki verra af, verðir ekki sendur til? Ja, út um bæinn. Þýzkur málsháttur segir: „Der Mann ist was er iszt“. Forðastu þess vegna að éta hunda, hvorki heita né kalda. Heima 29. febr. þ. á. Náðarsamlegast. Þinn Á. B. HE HANDSOME t o u r i s t earnings of the past can be maintained in the future only through aggressive promotion and greater attention by every Manitoba citizen to tourists’ requirements in accommoda- tions, facilites, services, enter- tainment and, above all, cour- tesy and co-operation”, the Hon. J. S. McDiarmid, Minister of Industry and Commerce, said in Winnipeg. Mr. McDiarmid spoke in support of Tourist Service Week which is being observed throughout Canada during the week of May lst to May 8th. Tourist Service Week has been proclaimed this week, ex- plained the Minister, in order to bring to the attention of every Canadian citizen that this country’s large and growing tourist trade benefits all Can- adian residents— whether they are actively engaged in the tourist industry or not. This is even more true as it applies to Manitoba. This province has be- come famed as a vacation-land throughout the United -States and Canada and the revenue which will come to Manitoba individuals and firms, and the Manitoba government, from this year’s tourist trade will fmd its way back into the econ- omy in a thousand different ways, for everyone’s benefit. It is vital therefore to our tourist trade, continued Mr. Mc Diarmid, that each and every Manitoban realize that he has a personal stake in that trade and that he do everything pos- sible to extend a warm welcome to the tourists who visit Mani- toba in 1950. “We must also put our tourist assets in the best possible shape so that our tour- ists may spread the word to their friends and feel within themselves, that Manitoba is worth visiting again and again. Unless we give our American visitors what they want in vaca- nioning, our own tourist “take” is apt to suffer and suffer quickly,” concluded the Minis- ter. R. E. Grose, Director of the Department of Industry and Commerce, and Regional Co- ordinator of Tourist Service Week in Manitoba, elaborated upon Mr. McDiarmid’s remarks. Manitoba’s tourist revenue for last year has been estimated officially at $20,000,000 or over $25 for every man, woman and child in the province, he said. Furthermore, all indications point to the fact that the num- ber of American tourists who will enter Manitoba this year, and the amount of money that they will leave in our hotels, restaurants, filling stations, and stores will be even greater than last year’s record-breaking fig- ures. distributed as follows: in re- tail and department stores, 25 cents; in restaurants and food stores, 22 cents; in hotels, re- sorts and tourist camps, 17 cents; in service stations and garages, 12 cents; for movies, entertainment and recreation, 9 cents; for train, steamship, bus and plane fares, 7 cents; for re- freshments and roadside pur- chases, 5 cents; and for novel- ties, souvenirs, and a host of other things, 3 cents. “Once it is commonly realized that the tourist is important to all of us,” said Mr. Grose, “there are definite things the individ- ual can do to assist in the pro- motion and development of the Visitor Industry in his own com- munity. He must familiarize himself with all local activities concerning tourist trade, and take acitve interest in commun- ity organizations which are in- terested in developing such trade and, most important, he must ensure that visitors to his community are received in a courteous and friendly fashion and that they are given all pos- sible information and facilities for the enjoyment of their stay,” he concluded. Þrjór merkar íslenskar bækur fró Helgafelli ..Maður og kona“ * „Maður og kona“ er komin út í nýri útgáfu. Er hún i flokki þeirra verka er Helgafell hefir látið myndskreyta. Hefir einn þekktasti hinna yngri málara okkar, Gunnlaugur Ó. Scheving gert myndirnar. Þarf ekki að efa listgildi þeirra þar sem Scheving er annarsvegar. Dr. Steingrímur J. Þorsteinson hefir annast út- gáfuna og ritar hann formála.— Útgáfan er mjög falleg. ☆ ,.Fornar Ástir“ Þá er bók dr. Sigurðar Nor- dals „Fornar ástir“. Bókin kom út fyrir 30 árum og vakti þá geysiathygli unga fólksins. Nú hefir Nordal skrifað langa rit- gerð, sem bókarauka, er bregð- ur nýjur ljósi yfir margt í bók- inni og gefur lesendunum tæki færi til þess að kynnast höfund- inum nú 30 árum eldri en hann var, er hann skrifaði bókina. Bókin er mjög falleg. ☆ Kvæðakver Laxness. Þriðja bókin er Kvæðakver H. K. Laxness. Kvæðakverið kom út fyrir tuttugu árum, en þá að- eins um helmingur þess sem það er nú. Nýju kvæðin eru ort á ýmsuhi tímum síðastliðin 20 ár. —Mbl. “This money will reach soon- er or later into every community m the province and the tourists will have dealings with every conceivable type of merchant,” stated Mr. Grose. It has been estimated that the taurist dal- lar spent in Manitoba will be „Halló, Bill, hvernig gengur það í nýju atvinnunni þinni í búðinni?“ „Ég var rekinn“. „Rekinn, hvers vegna?“ „Ég tók miða af kvenkjól og setti hann á baðker“. „En hvers vegna varstu rekinn fyrir það?“ „Jú, sérðu til. Á miðanum stóð: „Hvernig myndi þér líka að sjá beztu vinstúlku þína í þessu fyrir 250 kr?“ Absolute Protection! For Tour Fur Coat IN OUR MODERN FUR STORAGE VAULT For a small deposit you can order now and have your new fur coat made from choice skins and in the latesl style ready for next winter. Whether it is to change the style of your sleeves, collar or to remodel, repair or replace a skin, our expert craftsmen give your coat the most careful attention. DIAL 34 378 For Prompt Pickup and Delivery Service PILUTIK FUR Cö. 156 Sherbrook Street (at Preston Ave.)

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.