Lögberg - 04.05.1950, Blaðsíða 6

Lögberg - 04.05.1950, Blaðsíða 6
Ö LÖGBERG. FIMTUDAGINN, 4. M A í, 1950 FORRÉTTINDI Eftir GILBERT PARKER J. J. Bildfell þyddi. — Ljóöin i þeaaari. sögu eru þýdd af Dr. 8ig. Júl. Jóhannessyni. „Það er dauðinn, sonur“, sagði prest urinn lágt við eyrað á honum sorgbit- inn, Rödd prestsins virtist hafa sefandi áhrif á tilfinningar og hugsun veika mannsins og vekja huga hans til hinna ytri atburða. Það varð algjörð, þung þögn um stund. Charley leitaði og leit- aði með hendinni á brjósti sér eftir augnaglerinu og fann það og bar það upp að auganu á sér, sem óeðlilegur eldur brann í. Hin gamla spurninga- hneigð sálar hans, hinn upprunalegi vani hans lifði lengur en allt annað hjá honum. Hin upprunalega hneigð hans varð öllu öðru yfirsterkari. „Ég bið fyrir- gefningar“, hvíslaði hann að ímyndaðri viðstaddri persónu, og birtan í augun- um á honum þvarr. „Við höfum — ald- drei verið gjörð kunnug“. „Þegar þú fæddist, sonur“, sagði presturinn. — Hjarta skerandi hljóð heyrðist frá fótagafli rúmsins. En Charley heyrði það ekki. Eyru hans voru að eilífu lokuð fyrir röddum lífsins og tímans. LX. fCAPÍTULI Við dyrnar á herberginu Kvöldið áður en jarðarförin eftir- minnilega fór fram, komu tveir ferða- menn til Chaudiere, sem ekki vissu að sorgarleiknum mikla væri lokið, og ekki heldur um tragidíuna, sem varpað hafði skugga og sorg yfir alla í dalnum, og því síður, að þau, því það var maður og kona, vissu að nokkuð sameiginlegt væri með þeim og fólkinu sem syrgði skraddarann í Chaudiere. E]n sorgar- þunginn, sem alment ríkti í dalnum, hafði áhrif á þau, vakti hluttekningu og meðaumkvunarkend hjá þeim, konunni sérstaklega. Þau báðu um leyfi að meiga sjá lík mannsins og var þeim veitt það. Þeim var fylgt til skraddarabúðarinnar, þar sem frú Flynn tók á móti þeim, en í staðinn fyrir að sýna þeim lík Charley, tók hún þau inn í herbergið, sem leyfar Jó Portugais hvíldu í, en það var beint á móti herberingu, sem að leyfar hús- bónda hans og vinar hvíldu í. Konan leit á lík Jó Portugais og sneri sér frá því vonsvikin — hann hafði engan hetju blæ þessi maður. Frú Flynn fór með hana inn í her- bergið þar sem leyfar Jó Portugais hvíldu, því á þeim sama tíma, og þessir gestir voru þar staddir, var Rósalie á bæn inni í herbergi því, sem leyfar Charley hvíldu í, og hún var ekki á að hleypa neinum þar inn á meðan þannið stóð á. Þegar að gestirnir komu aftur út á ganginn, sagði maðurinn. „Það var ann ar maður, Kathleen — skógarvinnu- maður“. Þau stóðu með bökin að her- berginu, sem þau komu út úr og sáu kertaljósin við kystu skraddarans í Chaudiere í gegnum dyrnar á herberg- inu, því hurðin var lítið eitt opin — Kathleen hvíslaði að félaga sínum: „Við höfum séð skraddarann, það er nóg. Það er aðeins skógarhöggsmaður- inn, sem þarna er inni. Ég vil heldur ekki fara þarna inn, Tom“. Maðurinn með hendina á skráar- .húninum hikaði, þegar frú Flynn kom alvarleg til hans, hann yppti öxlum og fór ofan stigann með Kathleen og út þangað sem vagn þeirra beið. Kegar þau keyrðu í burtu sagði Kath leen: „Það er undarlegt að menn, sem vinna slík ágætisverk, skuli líta svona hversdagslega út“. „Máske að hinn hafi ekki verið eins hversdagslegur“, svaraði förunautur hennar. „Skyldi ekki það!“ sagði hún og varp öndinni um leið og þau óku út úr þorpinu. Svo fann hún roða færast fram í kinnar sér, þvf hún varð þess allt í einu vör, að orðatiltækið var svo oft á vörum mannsins fordæmda og dauða, hvers nafn að hún hafði borið. Ef að maðurinn við hliðina á henni hefði opnað herbergishurðina, sem þau hurfu frá, þá hefði skraddarans frá Chaudiere verið grimmilega hefnt. LXI. KAPÍTULI Presturinn talar Presturinn stóð og sneri bakinu að kirkjurústunum. Við fætur hans voru tvær nýteknar grafir og allt í kringum þær stóð fjöldi safnaðarfólksins þögull og hryggur. Málrómur prestsins, sem var blandinn einlægum hryggðarhreim, var í fullu samræmi við þunglyndi dags- ins, sem var síðasti vordagur. Síðasti kaflinn í ræðu hans hljóðaði þannig: „Ég er í mikilli skuld við ykkur, fólk mitt. Ég er í meiri skuld við hann, því honum, sem ekki þekti Guð, var veitt sú gáfa, að kenna okkur að þekkja hann betur. Um hina liðnu ævi hans, er okkur ekki leyft að vita. Sú saga er geymd í skauti kirkjunnar. Syndari var hann einu sinni, glæpamaður aldrei, eins og maður sá, sem þekkir ævisögu hans getur borið vitni — hann leit til Ros- signol ábóta, sem stóð við hlið hans al- varlegur og hógvær — og syndir hans voru honum fyrirgefnar. Hann er eina bindið, sem þið og ég getum borið fagn- andi heim, frá hinum trúarlausa heiðna heim. Það, sem hann átti til gaf hann okkur að sér látnum, nema það, sem hann ánafnaði stúlkunni sem hann unni — Rósalie Evanturel“. Það leið eins og þungt andvarp upp frá mannfjöldanum, en svo stiltist það og fólkið hélt áfram að hlusta. „Hann skilur henni eftir nokkurt fé, en allt annað skyldi hann okkur eftir. Látum okkur biðja fyrir sálu hans, og látum okkur hlynna að henni, sem elsk- aði djúpt, án þess að njóta ávaxta kær- leika síns. Lögin ná máske aldrei haldi á hin- um ófyrirleitnu morðingjum hans, því það veit enginn hverjir það eru, en þó að þeim væri tíu sinnum hegnt, hvað hjálpaði það okkur nú! Látum okkur ávalt muna, að vinur okkar í gröfinni ber á brjósti sér litla járnkrossinn, sem okkur öllum er svo kær. Það er allt sem við gátum gefið honum — okkar dýrasta eign. Ég bið Guð, að örið, sem hann bar á brjóstinu í lífinu, megi lækna öll sár hans í dauð- anum og megi verða ímynd sáluhjálpar- innar á brjósti hans við samfundinn síð- asta“. Hann rétti upp hendina og bless- aði yfir grafirnar og mannfjöldann. Eftirmáli Sorgarleikurinn mikli (The Passion Play) var aldrei aftur sýndur í Chau- dieredalnum. Vorin, uppskerutíminn og vetrarnir löngu komu og liðu, og bless- un og velgengni óx og dafnaði í daln- um bæði á meðal dýra og manna. Þann- ig var það í tuttugu ár, að menn komu og fóru í ró og næði. Sumir höfðu farið í lengri og styttri kynnisferðir og komu aftur heim til sín, sumir í langferðir dauðans og komu ekki aftur. Á meðal ^ þeirra var signor M. Rossignol og kon- an, sem einu sinni lék Maríu Magda- lenu. En við hliðina á nýju kirkjunni bjó presturinn, M. Loisel, á sómasamlegum eftirlaunum, aldraður og göfugmann- legur. Það kom ekki sá dagur, hvernig sem viðraði, að kona forkunar fögur heimsækti hann ekki, sem að lifði lífi fólksins í dalnum. Það var ekkert mót- læti í dalnum, sem sú kona tók ekki þátt í með aðstoð annarar írskrar konu. Ef um veikindi var að ræða, þá var hún komin þangað til að hjúkra. Ef um ó- samlyndi eða erfiðleika var að ræða, þá var góðvilji hennar og glaðlyndi þar komið til að greiða úr því. Ef um mann- orð eða siðferðisspell var að ræða, þá bætti hún það með orðum sínum eftir mætti. Þeir vissu ekki, að hún fyrirgaf svo margt sökum þess, að hún fann svo mikið hjá sjálfri sér til að fyrirgefa. Hún var alltaf kölluð madama Rósa- lie, og henni þótti vænt um það nafn, og lagði svo fyrir, að þegar gröf hennar yrði grafin, við hliðina á vissri annari gröf, þá skyldi nafnið „Madama Rósa- lie“, vera sett á legstein hennar. Glað- lyndi og göfgi fylgdi henni hvar sem hún fór, og hún gerði sér ekkert far um að grenslast eftir leyndardóminum, sem umkringdi líf þess manns, sem einu sinni hafði svo mikil áhrif á hennar líf og hana sjálfa. Hún reyndi aldrei að grennslast eftir hvaðan að hann kom; henni nægði að vita hvert hann hafði farið, og að hún hefði átt hann, þó ekki hefði verið nema um stutta draum- stund. Það var betra að hafa lifað þá stuttu rómantísku stund með öllum sín- um sársauka, heldur en að hafa aldrei þekt hana, eða fundið til þess, sem að hún fann. Leyndardómurinn jók á þá rómantísku tilfinningu, og hún jafnvel gladdist yfir því, að stigamennirnir, sem að réðu honum bana, voru aldrei fyrir dóm dregnir. Hún leit á þá sem part af leyndardómsfullu fyrirkomulagi örlag- anna. Árin höfðu farið vel með hana og hún dróg enga dul á það dag einn, er hún heimsótti prestinn og kom með son Paulette Dubois með sér, sem var nýlega útskrifaður af háskóla og presta skóla á Frakklandi og var á leið til Aust- urlanda. Það var á Austurlöndum, að því er menn frekast vita, sem mönnum hug- kvæmdist fyrst að ilmbera sig. Sam- tímis og þeir fóru að brenna ýmsum trjátegundum og jurtum til að fram- leiða ilmreyk, þá fundu þeir nýtt og mik- ilvægt ráð til að mýkja reiði guðanna. Reykelsisfórnir eða ilmfórnir urðu al- mennar. Og hjá menningarsnauðum frumþjóðum helzt sá siður enn í dag. um og smyrslum, bæði er þeir smurðu Egiptar hotuðu ósköpin öll af ilmolí- lík; en þeir höfðu þau og mjög til að fegra þá, sem lifandi voru, svo að þeir gætu laðað aðra, yrðu girnilegri nefi og augum þeirra. Sömuleiðis voru olíur þessar og smyrsl mjög notað við hátíð- leg tækifæri. Ilmviðum og trjákvoðu brendu prestarnir við hvert tækifæri. Og við hátíðlegustu tækifæri stóðu konungarnir sjálfir fyrir framkvæmd þessa hirðsiðar. Egiptar tíðkuðu mjög böð; en engin snyrting þótti algjör, nema menn væri smurðir frá hvirfli til ilja með ilmolíu. Hið þurra loftslag á Egiptalandi var ef til vill orsökin til þess. Grikkir höfðu hinar mestu mætur á ilmefnum. Þeir, sem kunnu að búa til ilmolíur og ilmsmyrsl, voru taldir með kunnáttumönnum. Um eitt skeið var svo mikil ilmolíueyðslan, að mönnum hugkvæmdist að gera hana að bannvöru með lögum, leggja á hana sölubann. Úr því varð þó ekkert. Og auðugir slæp- ingjar sóttu þangað, sem þessar vörur voru á boðstólum. Diogenes bar á sig ilmolíur, en hann var nú samt mesti sparnaðarmaður. í stað þess að ilmbera allan skrokkinn létu menn sér lynda að ilmbera eða ilmsmyrja á sér fæturna, minnugir þessara orða: „Ef ég ilmsmyr höfuð mitt, þá rýkur það óðar burtu aft- ur; það gufar út í loftið og fuglar einir hafa not af því; en ilmberi ég fætur og fótleggi, þá verður allur líkaminn ilm- aður og leggur þann ilm svo þægilega fyrir vitin á mér“. Rómverjar notuðu ilmvökva að dæmi Egipta og Grikkja og ilmuðu ekki hárið eitt, heldur allan líkamann. Neró hafði mestu mætur á slíku. í gullnu höll- inni voru allir veggir matsalarins þakt- ir lausum fílabeinsplötum, og bak við þær voru silfurpípur og úr þeim var dreift ilmvötnum yfir gesti hans. Avicenna, arabískur læknir, sem var uppi á 10. öld, segja menn að fyrstur hafi fundið upp að gufuhreinsa ilmefni úr ilmvökvum jurtanna. Alt til þessa höfðu trjákvoður verið aðalilmefnin eða krydd og steyttar jurtir, blandaðar vökva. Honum tókst fyrstum manna, að framleiða eiginlegt rósavatn, og það ilm „Ég hefi notið meira af gæðum lífs- ins, en að ég á skilið — þúsund sinnum meira“, sagði hún. Presturinn brosti og lagði höndina of^n á hendi hennar. „Það er rétt af þér að hugsa þannig“, sagði hann. „En eftir að hafa lifað eins lengi og að ég hefi gjört, þá er ég reiðubúinn til að segja, að við vinnum fyrir allri lífsá- nægju, sem við njótum, á einn eða ann- an hátt — ég meina sannri lífsánægju — stundirnar, barnið mitt. Ég naut einu sinn alfullkominnar ánægjustundar“. „Má ég spyrja?“ sagði hún. „Þegar að ég fyrst fann til meðlíð- unar með honum“ — og hann leit út að kirkjugarðinum. „Hann var framúrskarandi maður“. sagði hún dálítið upp með sér. Presturinn leit vingjarnlega til henn ar: hún var kona og hafði unnað mann- inum. En hann sjálfur, var kominn að því takmarki lífsins, að frægðin ein út af fyrir sig, hafði litla þýðingu fyrir hann. Hann svaraði henn ekki, en þrýsti hlýlega á hendi hennar. ENDIR ! vatn er enn í mestu metum hvarvetna í heiminum. Umvörur voru ekki alment notaðar á Englandi fyr en í lok 16. aldar. Þá tók Elízabet drotning að láta hirðmenn sína bera fram kúlur af ambra (úr búrhveli) og úr benozl og öðrum ilmefnum. Menn lögðu kúlurnar milli handa sér; við lík- amshitann bráðnuðu kúlurnar og frá þeim lagði svo ilminn og var haldið, að þær væru sóttvarnarlyf. Á Austurlöndum voru ilmvötn mjög tíðkuð. Indverjar hafa notað þau frá ó hiunatíð, einkum í helgisiðum sínum og af blómum og ilmefnum leggur enn ilm- inn í musterum Indverja. Stundum eru ilmviðir hafðir við líkbrennur, en venju- lega er það of kostnaðarsamt. Kínverjar brenna reykelsisprjónum og gliti í fórnarskyni. Og svo er mikið gert að þessu, að í umhverfi Kanton- borgar einnar fyrir sig, hafa 10,000 manns atvinnu af því að búa þessa hluti til. Að fráteknum reykelsisprjónum, hafa Kínverjar lítið af ilmefnum, og er moskus (af moskushirtinum) þá hið helzta af því tagi. Auk þess sem þeir hafa hið mesta dálæti á hinu næma moskusefni, sem læsir sig inn í alt, þá hafa þeir það að læknisdómi og ráða fjallabúum að hafa það gegn slöngubiti. Undir nöglina á stóru tánni á að leggja örlitla moskus-kúlu. Af því að moskus- hjörturinn etur slöngur, þá hyggja þeir, að moskusþefurinn, fæli frá mörinum slöngurnar. önnur einkennileg notkun moskusefnis í Austurlöndum er það, að því er dreift í steytu saman við sand og annað, sem haft er til að múra í muster- um þeirra. Af því að moskus er eitt hið sterkasta ilmefni, sem til er, þá varir þefurinn af honum óendanlega lengi. — Mest er framleitt af ilmefnum í Frakklandi, ítalíu, Spáni, Tyrklandi. Algier og Indlandi, því að í þeim lönd- um er urmull af blómum og plöntum, sem vel eru til þess fallin. Moskus er efni, sem dregst saman í poka undir kviðnum á moskus-hirtinum. Það er kröftugast og varanlegast allra ilmefna. Það kvað vera svo megnt, að þeir sem skera pokann af kviðnum á dýrinu verða að loka munni og nefi; að öðrum kosti fá þeir blóðspýju. Ambra fæst úr þörmum búrhvelisins. Af því er frugga- þefur; en sé það blandað öðrum ilmefn- um, leggur af því yndislegasta ilm. Með hæfilegri blöndun ýmsra ilmefna, þá geta menn nú gert líkingu af hvaða ilm- efni sem er, og mörg ilmefni eru líka framleidd með efnablöndun. HEIMILISBLAÐIÐ DIOGENES ILMAÐI A SÉR TÆRNAR en löngu fyrir hans iíð, voru ilmvötnin þekt og mikið notuð af mönnum og konum

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.