Lögberg - 04.05.1950, Blaðsíða 4

Lögberg - 04.05.1950, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 4. M A í, 1950 Högtorrg QefltS út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 696 SARGENT AVENUE, WINNIPEQ, MANITOBA Vtanáskrift rltstfórans: EDITOR LÖQBERQ, 696 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manltoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Holl og nytsöm mannfélagssamtök Eitthvað um fimtán ár eru liðin frá þeim tíma, er grundvöllur var lagður að mannfélagssamtökum, er margir kannast nú við sem Alcoholics Anonymous; fé- lagsskapur þessi berst ekki mikið á og lætur nafns síns lítt getið; en einmitt kannske vegna þess hve lítið hann lætur yfir sér, hefir hann skotið traustum rótum í Gan- ada og Bandaríkjunum við vaxandi virðingu og fylgi. __Félagsskapur þessi hefir það að markmiði, að koma þeim á traustan kjöl í þjóðfélaginu, er orðið hafa of- nautn áfengra drykkja að bráð og þurft á glæddum sið- ferðislegum styrk að halda; að þessu hefir verið unnið hávaðalaust af konum jafnt sem körlum, er dýrkeypt reynsla hafði opnað augun á. Svo er fyrir að þakka, að margir kunna það, sem kallað er að fara með vín; en svo er líka á hinn bóginn tala þeirra legíó, er engin tök kunna á slíku, og leiða með ofnautn áfengis bölvun yfir sig og sína; og tíðum fer svo, að á þessum vettvangi haldist hrein og bein sál- sýki í hendur við líkamlega vanlíðan; þegar svo er á- statt virðist það liggja hendi næst, að styrkja viðnáms- þrótt þeirra, sem verst eru haldnir og vekja hjá þeim ábyrgðartilfinningu gagnvart þeim sjálfum og þjóðfé- laginu, sem þeir eru óaðskiljanlegur hluti af. Áfengissýkin hefir náð yfirhönd yfir mörgum mann- inum, og það svo átakanlega, að hann af sjálfsdáð fékk eigi rönd við reist, og veltur þá mikið á að, þeir, sem hnútum eru kunnugastir, og þurfa í rauninni ekki ann- að en stinga hendi í eigin barm, bregðist drengilega við og vísi veginn. Engum hugsandi manni blandast hugur um það, að ofnautn áfengra drykkja sé eitt af stórvandamálum þjóðanna, og að þar þurfi róttækra aðgerða við; en úr- bætur í þá átt vinnast hvorki með mannúðargorgeir né stóryrðum einum, þar verður hjartalagið að koma til sögunnar og hin óeigingjarna fórnarlund. Fyrir atbeina áminsts félagsskapar hafa þúsundir manna og kvenna endurheimt sig, ef svo mætti að orði kveða, og náð öruggri fótfestu á ný þeim sjálfum, sifja- liði þeirra og þjóðfélaginu í heild til gagns og blessunar, og verður slíkt seint þakkað sem skyldi. Fyrir nálega sex árum skaut rótum í þessari borg frjóangi af þeim mannfélagssamtökúm, sem hér hafa stuttlega verið gerð að umtalsefni, og nú er orðinn að laufguðum kvisti; til grundvallar þessu starfi lá einlæg umbótaþrá, og þess vegna hefir miðað áfram eins og raun er á orðin; það mun ekki ofmælt, að mörg heimilin hafi skipt um svip vegna hinnar óeigingjörnu starfsemi þessara hljóðlátu félagssamtaka, að þar hafi skapast öryggi og heimilishamingja, er áður ríkti dapurleiki og kvíði. Það er ómannúðlegt, að bölsótast yfir þeim, sem ofnautn áfengis hefir náð á vald sitt, því þeir eru haldn- ir skæðum sjúkdómi; hitt er drengilegra og líklegra til mannfélagsbóta, að auðsýna þeim kærleiksríka samúð, og vekja hjá þeim traust á lífinu og sjálfum sér. Mannraunir Þó mönnum hafi að vísu miðað nokkuð áfram á hin- um mörgu og mismunandi sviðum, standa þeir þó til- tölulega ráðafáir gagnvart náttúruöflunum; þeim hefir lánast að beizla margvíslega orku og gera sér jörðina í mörgum tilfellum undirgefna, en þegar móðir náttúra kemst í algleyming fá þeir ekki nema þá að örlitlu leyti rönd við reist; þannig er það með vatnavextina, sem þjaka Manitoba um þessar mundir, einkum suðurhluta fylkisins; þeir hafa reynst mönnunum ofurefli, og breytt gróðrarlendum í stöðuvötn, að minsta kosti eins og sakir standa; ýmsir bæir eru gersamlega umflotnir vatni, fólk hefir í hundraða, ef ekki þúsunda tali, orðið að flýja heimili sín hvernig, sem ástatt var, og tjón á búpeningi er þegar orðið geysimikið og tilfinnanlegt; hamfarir sem þessar hafa vitaskuld reynt á þolrif manna, en þegar svo er komið, kemur það jafnan skýr- ast í ljós hvað í mönnunum býr; yfir höfuð hefir fólk tekið þessum mannraunum með karlmensku og óbil- andi þreklund í styrkri von um það, að senn muni fram úr ráðast, eins og vafalaust kemur á daginn, því öll él birta upp um síðir, og ár komast á ný í sinn fyrri far- veg, en þá hefst landnám af nýju, því alt af verður mannkynið að nema lönd þó á sömu stöðvum sé. Nú er þess að vænta, að stjórnarvöldin hlaupi skjótt undir bagga og hefji viturlega viðreisnarstarfsemi þeim til liðsinnis, er uppi standa ráðþrota af völdum vatna- vaxtanna, án þess að eiga þar á sjálfir sök. Dásamlegt og drengilegt er það starf, sem Rauði Krossinn hefir int af hendi á áflæðissvæðunum, og er vonandi að sem allra flestir þjóðfélagsþegnar taki sér slíkt til fyrirmyndar. HÁSKI STUTT ER SÍÐAN við fórum enn í gegnum tímabilið, sem öllu fremur minnir mann á all- ann lífsins gang. Á dimmuna og á byrtuna. Á aðsóknir hins illa að mannssálinni og á þann ægi- lega kostnað, sem því fylgir að sigra það ílla í algleymingi sín- Tim. Eigingirni og hirðuleysi eru á meðal þeirra stóru galla, sem á- sækja okkur mennina, kemur það fram í mörgum myndum. Sumar þessara mynda, eru næsta meinleysislegar á yfir- borðinu í daglega lífinu, svo meinleysislegar að til öfga mun talið að minnast á þær, en sem í sjálfu sér varða þó miklu. Svo mun verða talið, ef til vill, það er ég ætla að minnast á hér, en ég vil biðja alla væna menn og góðar konur að athuga það og veita því fylgi sitt þar sem svo er ástatt, að til greina geti kom- ið. Svo sem kunnugt er á þessum slóðum, hafa víða um Saskat- chewan bygðirnar verið grafnar vatns gryfjur, er það til komið vegna þurkanna, sem ganga svo oft yfir hér og gera menn ráða- lausa með vatn handa skepnum sinum. Fallegra væri að kalla gryfjur þessar „þrær“, en þar sem þær eru ekkert gerðar upp innan, efast ég um að það sé rétta orðið. í daglegu tali köllum við þær „dug-out“. Þessar vatns- gryfjur, eru mesta þarfa þing í sjálfu sér, en eins og með fleira sem gott er, þarf að hafa var- hygð við að enginn skaði komi af. Skepnur geta gengið sjálfar að og drukkið úr þeim, sjá þá allir þann mikla verka sparnað og vinnu léttir, sem því fylgir að þessu er þannig varið. En — og hér er stórt enn, gryfjurnar eru opnar og óvarðar og þar með umkringir þær ægilegur háski bæði fyrir menn og skepnur undir mismunandi kringum- stæðum. Segjum aðvífandi komi ókunnugur maður í myrkri eða rakkar elti skepnu nærri gryfj- unni, getur þá slys hlotist af. Og svo er um ótal fleiri tilfelli. Já, ægilegur háski umkringir gryfj- urnar bæði fyrir börn, fullorðna cg skepnur sé ekki varúðar gætt °g gryfjurnar gyrtar in ná hlið- unum að minsta kosti. Nýrri gryfjurnar eru eitt- hundrað og sjötíu fet á lengd, sextíu fet á breidd og tólf fet á dýpt. Til endanna eru þessar nýrri gryfjur atlíðandi en hlið- arbakkar þverskornir. Á hliðun- um kemst því engin skepna upp- úr, sem á annað borð fellur inn. En líkindi eru til að skepna kæmist upp úr til endanna, myndi synda í kring þar til hún íyndi atlíðandi brekkuna og klifraði þar upp úr. Þar er mögu- leiki, einnig fyrir syndan mann. Barn eða ósyndur, fullorðinn rnaður kemst hvergi upp úr. Gömlu gryfjurnar eru eitt- hundrað og tuttugu fet á lengd, svipaðar að sjáa breidd og hinar og tólf feta dýpið þar líka. Bakk- ar allir þverir og þó að ofur- lítið bil sé til endanna frá vatn- inu og að moldarhaugnum, þá er það sumstaðar svo lítið að skepna sýnist standa á höfði við að drekka, væri þá ilt ef hundgá eða önnur þvílík stygd kæmi þar að. Gömlu gryfjurnar eru því öllu verri og það talsvert, en þær nýrri. Mér hefir oft orðið óglatt við að sjá skepnur standa á svo tæpum og aðkreptum bökkum við að drekka úr vatni, sem engrar bjargar væri að vænta íyrir þær ef þær féllu inn. Tvent er enn að athuga við þetta, í leysingum fellur vatn svo yfir að ómögulegt er að greina hvar bakkinn er né þar með, hvar landið byrjar. Eg sá þetta svo vel í vor því þá vor- um við búin að fá eina af þess- um gryfjum gerða hér hjá okk- ur. Vatnið flaut alt yfir og sáust þess engin merki, að missmíði væri þar undir. Jafnvel fulloðr- inn maður hefði getað forgripið sig á gryfju brúninni og stigið þar inn fyrir. Vitakuld eru mold- arhaugarnir við endana nokkurs konar vitaverðið til fullorðinna manna en börn og málleysingjar eru ekki læsir á slík merki. Hið annað, sem skapar hættu, er ónýtur ís, veit ég vel að erfitt muni vera að sjá við honum, en við því verða menn þó að leyt- ast við að sjá. Væri náttúrlega iullkomnasta ráðið, sem óvíða, ef nokkursstaðar er þó notað, en það er að gyrða alla gryfjuna inn og grafa brunn í námunda við hana og setja pumpu þar í. En annað er þó auðveldara að gera og sannarlega ekki kostnað arsamt og það er að GYRÐA HLIÐARBAKKA þessara gryf- ja. Það hafa bæði menn og skepn ur farist í gryfjunum, í sumum tilfellum fyrir óaðgætni, í sum- um fyrir veikan ís og fleira. Gyrðingar úr staurum og gaddvír meðfram hliðum gryfj- anna gæti ekki orðið kostnaðar- söm né erfið viðfangs til upp- setningar. Nógur skógur mun víðast hvar enn til þess að fá sér fáeinar „willow-stikkur“ til þess að gyrða hliðarnar með. Og þó að gyrðingin þyrfti helzt að vera þrílögð yrði vírinn ekki svo mjög mikið. Margir eiga líka ráð á gömlum vír, er nægja myndi til slíkra gyrðinga. „Það er seint að byrgja brunn- inn þegar barnið er dettið ofaní“ segir gamalt máltæki. Eitt mis- stigið spor á gryfjubrúninni set- ur hvern mann eða skepnu á bólakaf í tólf feta dýpi. Ekkert barn kæmist þar upp úr ekki ó- syndur maður heldur. Kostnað- urinn við gyrðingu eins og hér er talað um, getur ekki orðið mikill. Og mönnum, sem eru sí- vinnandi munar það minstu þó þeir gyrði svona spotta. Hver maður getur séð það sjálfur, ef hann bara athugar það, að það er alls ekki mannúðlegt að láta þessar gryfjur vera alopnar. Og þó að hliðargyrðing sé ekki það fullkomnasta, sem hægt er að gera, þá er það nokkurt spor í áttina til þess að varna slysum. Og það er minn eini tilgangur með þessum línum að vekja sér- stakt athygli á háskanum, sem hér um ræðir og nauðsyninni á að gera eitthvað, þó ekki sé nema þetta.— Að gyrða inn hlið- arnar og koma þannig í veg fyrir eitthvað af hættunni. Gömlu gryfjurnar þyrfti að laga svo þær yrðu hættu minni. Laga end ana og gyrða hliðarnar. Blómin fara bráðum að skjóta höfði upp á iörðina, söngfuglarnir úr suðr- inu að koma og syngja fyrir okk- ur og skrautfjaðra fuglar að bera blik fyrir augu manns á þessum slóðum. Grængresið að klæða jörðina, skógurinn að breiða úr sínu fagra og dýrmæta skrúði, jörðin öll að ilma. Reynum að hafa það hugfast að koma í veg fyrir slysin, sem æfinlega eru hræðileg og sár-hryggjandi. Og í þessu tilfelli, er tilraunin sem um ræðir, smá, í samanburði við háskann sem hún getur afstýrt. —Leslie, 23. apríl, 1950 Rannveig K. G. Sigbjörnsson Sauður bjargar mannslífi. Hinn 28. október 1888 voru tveir menn, Þorkell Þórðarson vinnumaður frá Lóni í Viðvíkur sveit og Páll Pétursson bóndi á Kjarvalsstöðum í Hjaltadal, að ferja fé yfir Héraðsvatnaós. Höfðu þeir sauðina lausa í ferj- unni og riðluðust þeir, þegar út var komið á miðjan ósinn. Hall- aðist þá ferjan og fyllti undir þeim, en sauðirnir fóru útbyrð- is og var forystusauðurinn fyrir þeim. Seinast fór út tvævetur sauður frá Viðvík og á eftir honum fór Páll útbyrðis í hyl- inn. En er Páli skaut upp, varð þessi sauður fyrir honum; hann hafði eins og staldrað við ferj- una. Páll greip í herðakamb honum í dauðans ofboði og þá var eins og sauðnum væri sagt að leggja til lands með mann- inn, sem ekki kunni að synda. Synti sauðurinn með hann í land og bjargaði þannig lífi hans. Sundið var æði lagt og var furða hverju sauðurinn ork- aði. En hinn maðurinn drukkn- aði. MINNINGARORÐ: Jón Jónsson Freeman Þessi vinsæli og háttprúði maður, sem nú verður hér stutt- lega minst, Jón Jónsson Free- man, var fæddur að Ási í Þing- eyjarsýslu hinn 22. dag desem- bermánaðar 1885. Foreldrar hans voru þau Jón Frímann Kristjánsson og Kristín Jóns- dóttir, og með þeim fluttist hann vestur um haf árið 1889. Fjöl- skyldan settist fyrst að í grend við Riverton. Jón misti móður sína 1899, og fór þá til Sigurlaug- ar systur sinnar og manns henn- ar Sigfúsar Sigurðssonar, er auð- sýndu honum alúð og fagra ræktarsemi. Jón var kornungur, er hann tók að vinna fyrir sér og var þess vegna meira og minna að heiman; kom þá brátt í ljós sú trúmenska hans við störf, er einkendi æviferil hans jafnan síðan. Þessi systkini átti Jón: Krist- vei^u, er lézt 1941 og gift var Sigurbirni Benediktssyni, að Otto; Sigurlaugu, gifta Sigfúsi Sigurðssyni að Oak Point; Sigur- björn, kvæntur Sigurbjörgu Hallbjörnsdóttur, en þau eru bú- sett við Lundar; og Hólmfríði, Sem gift er Björgvini Guð- mundssyni tónskáldi á Akureyri. Árið 1913 fluttust þau Sigur- laug og Sigfús til hinnar svo- nefndu Grunnavatnsbygðar og hófu búskap í Otto-pósthéraði um átta mílur austur af Lundar, og með þeim kom þangað faðir Jóns og Hólmfríður dóttir hans; meðan Jón enn var ungur, vann hann í mörg ár hjá Jóni H. John- son, sem rak stórbú í grend við Hove, og tókst brátt með þeim rótarstyrk og innileg vinátta; í nokkur ár var Jón í þjónustu rausnarbóndans Þorsteins Jóns- sonar á Hólmi í Argylebygð, og undi þar hag sínum vel. Megin ævistarf Jóns var þó bundið við fiskiveiðar og fisk- iðnað; og þar átti hann í raun- inni heima; hann gaf sig um hríð að fiskiveiðum fyrir Jón H. Johnson á Oak Point, en fisk- aði einnig í mörg ár upp á eigin reikning út frá þorpinu Amar- anth við Manitobavatn; á sumr- um vann Jón tíðum að fiskiveið- um á Winnipegvatni, en var lengi í þjónustu Manitoba Fisheries útgerðarfélagsins í Winnipeg og fram í fyrstu viku síðastliðins októbermánaðar, er heilsan bilaði og skyggja tók í álinn. Jón Jónsson Freeman Jón var maður vinfastur og vinavandur að sama skapi; hann var ekki eitt í dag og annað á morgun, skapgerð hans var ó- hvikul og traust. Jón Freeman fór alveg vafa- laust með þann vitnisburð í gröf- ina, að allir þeir, sem kyntust honum treystu honum, og hefir þá slíkri ævi eigi verið til einskis eytt; hann reyndist vinum sín- um vel, og þeir brugðust hon- um heldur ekki, svo sem þeir Jón H. Johnson og Gordon Henders, forstjóri Manitoba Fisheries, er vitjaði hans tíðum í banalegunni og létti honum með því síðustu ævistundirnar. Jón var fljótur til hjálpar, er svo bar undir, án þess að slíkt yrði haft í hámæli, enda var hann maður lítt fyrir sjálfshól gefinn; hann var glöggur í hugs- un og með næmt auga fyrir því, sem fagurt var, en stundum var hann fálátur og einmanalegur. Það var með Jón eins og svo marga aðra, er starfhæfir urðu snemma á yfirstandandi öld, að hann varð ungur að gefa sig við hvers konar erfiði til að ryðja sér braut; hann var manna skylduræknastur við störf sín og fann í því hina æðstu nautn, að skila drjúgu dagsverki; vinir hans kveðja hann með hlýhug og órofaþökk. Jón safnaðrst til feðra sinna á R o s 1 y n hjúkrunarstofnuninni hér í borginni þann 10. desem- ber síðastliðinn, en útför hans fór fram frá Bardals þann 13. s. m. undir forustu séra Valdi- mars J. Eylands. E. P. J.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.