Lögberg - 04.05.1950, Blaðsíða 8

Lögberg - 04.05.1950, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 4. M A í, 1950 FRÁ BLAINE, WASHINGTON Síðastliðinn 16. apríl mun mörgum í Blaine verða minnis- stæður, og sérstaklega þeim, sem elliheimilinu unna, þann dag var mikill mannsöfnuður að Stafholti, enda hafði verið mik- ill undirbúningur, sérstaklega af nefnd, sem samanstóð af öllum konum forstöðunefndarmanna, sem allir eiga sína konuna hver, en ekki fleiri, þar að auki var kvennarrefricC&ém samanstendur af 3 konum frá Unitara kven- félaginu, 3 frá Lúterska kvenfé- laginu eldra, og 3 konum sem hvorugu félaginu tilheyra, einn- ig forstöðukona heimilisins og hennar vinnufólk, þar að auki voru nokkrar sjálfboðakonur, svo að alls hafa verið um tutt- ugu og fimm konur, sem allar unnu af kappi við að veita talsvert á fjórða hundrað manns, sem veizluna sátu, og allir fengu nógan og góðan mat. Mun þetta hafa verið langfjölmennasta veizla, sem hér hefir verið hald- in um langt skeið. Um 60 manns komu frá Seat- Ég kaupi hæzta verði gamla íslenzka munl, svo sejn t6baksd6str og pontur. hornspæni, ötskornar brtkur, einkum af Austurlanill, yg væri p& aaskllegt. ef unt væri, ?erð yrCl greln fyrir aidrl mun- inna og hverjlr hefCu smfCaO þA HALLDÖR M. SWAN, 912 Jexaie Avenue, Winnipey - Simi 44 958 tle og álíka margt frá Belling- ham. Máltíðinni var lokið kl. 3.30 e. h. og þá hófst skemtiskráin. Forseti, Einar Símonarson byrj- aði skemtiskrána með lipurri ræðu. Bauð alla velkomna, og kvaðst vona að allir væru ánægð ir með það sem af væri, og þakk aði öllum fyrir komuna og þátt- töku þeirra í að gera stundina sem ánægjulegasta. Skýrði hann frá að þessi samfundur væri til að hrinda af stað fjársöfnun til að fullgjöra heimilið, eins og það var upprunalega fyrirhugað af þeim Stoneson’s bræðrum, með því að á þessu ári yrðu byggðir báðir vængirnir sem áð- ur hefðu verið eftirskildir og þegar þeir væru fullgjörðir mundi heimilið hýsa 54 vist- menn, þetta myndi kosta tals- verða fjárupphæð, en þetta yrði líka í síðasta sinn, sem farið væri fram á fjártillög. Þegar þessum viðauka væri lokið mundi nefnd in ekki hugsa til frekari bygg- inga, að minsta kosti í nokkur ár. Þá söng Mrs. Loryaine Crist- ianson og einnig síðar á skemti- skráinni. Var henni vel tekið af öllum og hennar fögru rödd. Hún er tengdadóttir Sig. Her- mans Christianson, bygginga- Itobortani fo US? /\ ™/Q\ " HaÍP/. \ fes- TisnsfBusmess is yoi/RBusmssf . . . vegna þess að þær miljónir, sem ferðamenn eyða í Manitoba, er ÖLLUM í hag beinlínis eða óbeinlínis. Ár út og ár inn, en þó einkum í ferða- þjónustu vikunni frá 1. maí til 8. skuluð þér gera alt, sem í valdi yðar stendur til að auka ferðamannastrauminn til Mani- toba. Bjóðið vinum yðar að heimsækja Manitoba, og takið þannig á móti ferða- mönnum í Manitoba, að þeir þrái aðra heimsókn. BUREAU OF TRAVEL AND PUBLICITY DEPARTMENT OF INDUSTRY AND COMMERCE Legislative Bujlding - Winnipeg. Manitoba Ný Landbúnaðar-gögn Borgið fyrir þau með ódýru Sveita-bœnda láni borganlegt með þægilegum skilmálum lán til allskonar nauðsynlegra jarðabóta fæst nú hjá öllum útibúum Royal Bank of Canada. Færið yður þetta rýmilega boð í nyt til aukinnar fram- leiðslu og þægilegra viðurværis. Nýjar byggingar, umbætur, viðgerðir og margskonar annað koma undir þennan lið. LEIÐIÐ RAFORKUNA HEIM. Fáið aukin lífs- þægindi fyrir yCur og fjöl- skylduna. Þér getiC borgaC fyrir þessi þægindi meC aCstoC hins 6dýra sveitabænda-láns. KomiC tll viCtals viC oss. THE ROYAL BANK OF CANADA meistara í Seattle, sem er einn af starfsnefndarmönnum Heimilis- ins. Þá var næstur herra Hallur E. Magnússon, forseti „Vestra“ í Seattle. Afhenti hann $100.00 frá Vestra í byggingarsjóð, talaði nokkur örfandi orð. Allir kann- ast við Hall og er hann prýði- lega máli farinn, bæði í bundnu og óbundnu máli, svo las hann kvæði það, sem hér fylgir, og vona ég að þú herra ritstjóri birtir hvorutveggja. Næst flutti séra Harold Sig- mar ræðu. Lagði hann aðal á- herzluna á skyldur barnanna til foreldranna, og var það stutt en góð ræða. Fáar eða engar samkomur hafa verið haldnar hér í Blaine meðal íslendinga, þar sem Mrs. Ninna Stevens hafi ekki verið, og enn var hún á skemtiskránni, og ávalt vekur hún gleði hjá á- heyrendunum, bæði með sinni fögru rödd og góða íslenzka framburði, og ekki sízt með sínu ljúfa viðmóti. Mrs. Emily Magnússon Reed annaðist undirspil við alla söngva á þessari samkomu, enda er hún verkinu vaxin. Mrs. Jón Magnússon, frá Seattle, færði heimilinu $100.00 frá Kvenfélaginu Eining, og er það sjötta hundraðið, sem það félag hefir lagt í þennan sjóð; talaði hún mörg vingjarnleg orð til Stafholts. Næst var kallað á séra G. P. Johnson, sem nú er búsettur í Bellingham. Mælti hann af hrifn ing, fyrir heimilismálunum, enda hefir hann margt sporið stigið fyrir það frá því fyrsta. Hann messar einu sinni í hverj- um mánuði að Stafholti á ís- lenzku og kona hans veitir góð- gæti með kaffinu, öllu messu- fólki eftir messu og er það alt gefið. Séra Albert Kristjánsson vaf næstur. Mæltist honum vel að vanda, þó nú eigi hann við örð- ugleika að stríða, hvað sjónina snertir, en ekki varð það honum til fyrirstöðu. Aðalkjarni ræðu hans var: „Trúin er dauð án verkanna". Trú að verki, starf- andi trú. Hér skal þess líka get- ið, að séra Albert messar að Stafholti einu sinni í hverjum mánuði, og er það gjöf frá hon- um. Þá var lesið bréf frá lúterska kvenfélaginu „Líkn“ í Blaine, með loforði um $100.00 til bygg- ingarsjóðs og er það sjötta hundraðið frá því félagi til Staf- holts. Anna og Ingvar Goodman sendu bréf og þar með $100.00, hvað mikið þessi hjón eru búin að leggja fram bæði í peningum og mörgum verðmætum mun- um verður ekki upptalið hér, en þau gera flestum betur. Þá lagði Hildigerður Thorlak- son fram $100.00 og er það ekki hennar fyrsta framlag. Úr borg og bygð The Dorcas Society of the First Lutheran Church is pub- lishing a Cook Book similar to the well known edition publish- ed some years ago by the Ladies’ Aids of this church. This attrac- tive book of recipes which costs $1.50 plus postage is expected to be available by the first of May. Advance orders are now being received by: Mrs. Margret McDonald, 11 Regal Ave., St. Vital, Manitoba. Miss Jenny Olafson, 22 Fermor Avenue, St. Vital, Manitoba. Sam Holm sendi inn $100.00 eins og hún hefir gert oft áður. Mr. Jónas Jónsson og kona hans gáfu $112.00 ofan á alt það, sem þau hafa áður gert. Kallaði forseti þá fram, starfs- nefndarmenn, sem ekki héldu ræður. og voru það þeir, Jakob Westford, T. B. Ásmundson, Jó- hann Straumford, Harold Ög- mundsson, Fred J. Frederickson og Sig Hermann Christianson. Síðast var kallað á þann, sem þetta skrifar. Helzt gekk það sem hann sagði út á að svara spurningu sem oft er spurð af innlendum: Hvers vegna þurfa íslending- ar að hafa heimili, sérstaklega fyrir íslenzka fólkið, eru ekki hérlendar stofnanir, sem ríkið annast fullgóðar fyrir íslend- inga eins og annað fólk? Og sagði hann að svarið væri NEI, , því að hérlendu elliheimilin væru ekki fullunandi íslenzku öldruðu fólki. Hérlenda fólkið kynni ekki vísurnar og kvæðin, sögurnar og þulurnar íslenzku. Það kynni ekki að búa til mat, sem landaðum líkaði: Skyr, rúllupylsu, kjæfu, hagldabrauð, , pönnukökur og svo margt fleira; I og það kynni ekki einu sinni að búa til almennilega kjötsúpu. því það kynnu ekki aðrir en ís- lendingar, þess vegna þyrftum við að hafa gamalmennaheimil- ið Stafholt; þar liði landanum betur, og þess vegna verðum við að leggja eitthvað í sölurnar svo . að þetta megi takast. Leggja ríflega í Byggingarsjóð Siafholis nú sem fyrst! Var svo samkomu þessari slit- . ið, með þakklæti forseta til allra, , sem veizluna sóttu, og sérstak- lega til þeirra, sem tóku þátt í skemtiskránni, og þá ekki sízt öllum konunum, sem svo mikið höfðu lagt á sig, og sem þeim, eins og ævinlega, fór svo vel úr , hendi. Var svo sungið Eldgamla Isa- fold og My County it is of Thee og með því lauk þessum þætti í 'sögu Stafholts, og voru allir glaðir og ánægðir, ekki sízt vist- menn. Blaine, Wash., 29. apríl 1950 A. D. SAMKOMA LAUGARDAGSSKÓLA ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGSINS verður haldin í FYRSTU LÚTERSKU KIRKJU, Victor Street, LAUGARDAGINN 6. MAÍ, KL. 8:00 E. H. SKEMMTISKRÁ: 1. SKÓLAKÓRINN O, Canada; Ríðum heim til Hóla; Litli Gimbill; Lóan í flokkum flýgur; Sá ég spóa. 2. LEIKUR Velvakandi og bræður hans 3. HARMONÍKU og GÍTAR SAMSPIL June Elliston og Florence Clemenson. 4. LEIKUR Bjarndýrin þrjú 5. SKÓLAKÓRINN Kindur jarma í kofunum; Krummi svaf í klettagjá; Pabbi. 6. LEIKUR Eggjakaupin 7. PÍANÓ SÓLÓ Ruth Horne 8. LEIKUR Bollalestur 9. VOCAL SÓLÓ Evelyn Thorvaldson 10. LEIKUR ....................Þyrnirós 11. ÁVARP Séra Philip M. Pétursson 12. SKÓLAKÓRINN Stóð ég út í tunglsljósi; Þú bláfjallageimur; Frjálst er í fjallasal. Samkomustjóri, Ingibjörg Jónsson; söngstjóri, Salome Hall- dórsson; meðkennarar: Ragnhildur Guttormsson og Stefanía Eyford; píanisti, Ruth Horne. Aðgangur 25 cents, ókeypis fyrir börn innan 14 ára. There’s no surer way to risk a collision—plus legal liability for damages—than to drive too close to the car ahead. A good rule is to stay two car lengths hehind the car ahead for every 10 miles of speed you ar travel- ing. Thus—30 miles an hour— 6 car lengths. 40—8 car lengths. 50—10 car lengths. Etc. Why not read this rule to your entire family? Place Your Insurance with J. J. SWANSON and CO. LTD. 308 Avenue Building, Winnipeg, Manitoba. ☆ Howdy, Folks! Put on your cowpoke regalia and come prepared to kick up your spurs and enjoy yourselves Saturday night (May 6th) when the Evening Alliance of the Federated church collects all its pardners for an evening of fun in the church auditorium. Spring round-up of entertain- ment includes a Western rodeo, tombola, spot dances, raffles, games and stunts . . . all this and a door prize too; Admission ten cents. ☆ VEITIÐ ATHYGLI samkomu barna og unglinga Laugardags- skólans, sem er auglýst á öðrum stað í blaðinu. Þau hafa, með miklum áhuga, undirbúið þessa alíslenzku skemtun og vænta þess að fólk fjölmenni á sam- komu þeirra og sýni þannig að það meti viðleitni þeirra í þá átt að læra íslenzkuna. — Bregðist þeim ekki. MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Séra Valdimar J. Eylanda. Heimili 776 Victor Street. Sími 29017. — Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli kl. 12:15 e. h. ☆ Árborg-Riverlon Preslakall 7. maí — Geysir, messa kl. 2 e. h. — Árborg, engin messa né sunnudagaskóli vegna kirkju- viðgerðar. 14. maí — Hnausa, messa kl. 2 e_ h. — Riverton, ensk messa kl. 8 e. h. B. A. Bjarnason ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 7. maí. — Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 12 íslenzk messa kl. 7 síðd. Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson Kaupið þennan stóra 25c PAKKA AF VINDL- INGA TÓBAKI vegna gæða HEAR DR. A. H. S. GILLSON President of the University of Manitoba at a CONCERT in LUNDAR, MANITOBA on Saturday Evening, May 13th# 1950 at 8.30 p.m. The Following Part of the Programme Will Be In lcelandic: Solos by Dorolhy Danielson and Mrs. Christie Thorsteinson Recitations by Allan Howardson, Glady Sigurdson and Leonard Danielson A Chorus of Six Young Girls The Male Voice Choir of Lundar will render Songs Short addresses will be delivered by Miss Lillian Byron and Dr. G. Paulson Greetings will be extended by Reverend P. M. Petursson, President of the Icelandic National League, and Dr. P. H. T. Thorlakson, Chairman of the Executive Committee of the Founders of the Chair in Icelandic Language and Literature at the University of Manitoba. The concert is sponsored by the I.undar Chapter of the Icelandic National League. There is no admission charge but donations to the Chair in Icelandic will be gladly accepted. Luncheon Will Be Served After the Concert

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.