Lögberg - 04.05.1950, Blaðsíða 1

Lögberg - 04.05.1950, Blaðsíða 1
PHONE 21374 V>"e Clea'aeTS * Ltt^^jfl ST-° A Complele Cleaning Instilution 63. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 4. M A í, 1950 PHONE 21374 ClettUcTS ndercTS a Complete Cleaning Institution NÚMER 18 Jóseph B. Skaptason fyrrum umsjónarmaður fiskiveiðo J. B. Skaplason Síðastliðinn fimtudag lézt að heimili sínu 378 Maryland Street hér í borginni, Jóseph B. Skapta- son 76 ára að aldri, mikilhæfur maður, er mjög hafði komið við sögu íslendinga í þessu landi vegna hæfileika sinna og marg- þættrar starfsemi. Mr. Skaptason kom ungur til þessa lands af Islandi, en ruddi sér brátt hér braut til mikils frama; hann starfaði í þjónustu sambandsstjórnar og fyikis- stjórnarinnar í Manitoba í ná- lega fjörutíu ár, og var jafnan kunnur að nákvæmni og skyldu- rækni í embættisfærslu sinni; hann var um langt skeið yfir- umsjónarmaður fiskiveiða í þessu fylki fyrir hönd sambands- stjórnar, og eins eftir að fylkið fékk í hendur sínar endurheimt náttúrufríðinda sinna; h a n n gegndi foringjaembætti í fyrri heimsstyrjöldinni með kafteins- tign, og á þeim vettvangi sem annars staðar naut hann óskipts traust. Mr. Skaptason var mikill mað- ur að vallarsýn og höfðinglegur í framgöngu, frábærlega ástúð- legur heimilisfaðir og gleðimað- ur í hópi vina sinna; hann lætur eftir sig ekkju, frú Jóhönnu Guðrúnu, mikilhæfa ágætis- konu, ásamt þrem dætrum, Mrs. N. K. Stevens á Gimli, Mrs. H. C. Dalman í Fort William og Mrs. A. F. Wilson í Winnipeg, svo og einn bróður, Mr. H. B. Skaptason í Winnipeg og eina systur, Mrs. Fred Johnson að Gardar, North Dakota. Útför þessa merka samferða- manns fór fram frá Sambands- kirkjunni í þessari borg á laug- ardaginn var að viðstöddu miklu fjölmenni undir umsjón Bardals. Þeir séra Philip M. Pétursson og séra Eyjólfur J. Melan fluttu kveðjumál. Úr borg og bygð Þjóðræknisdeildin Frón þakk- ar innilega þeim Dr. Rúnólfi Marteinssyni, Eiríki Davíðssyni °g Mrs. Th. Olson, fyrir bækur og tímarit, er þau gáfu bóka- safni deildarinnar. Fyrir hönd Þjóðræknisdeildar- innar Frón J- Johnson, 735 Home Street bókavörður. ■ír Laugardaginn, 8. apríl, andað- ist Jensína Guðmundína Ólafs- dóttir, að heimili sínu , að Hecla, Man., í Mikley. Banamein henn- ar var hjartabilun. Hún var fædd 16. sept, 1875, á ísafirði, á íslandi. Kom til Canda árið 1914, dvaldi eitthvað í Winnipeg, síðan að, Hnausum, en lengst af í Mikley. Hún skilur eftir tvo syni, Egg- ert og Sigurgeir, og eiga þeir heima í Prince Rupert í British Columbia. Séra Rúnólfur Marteinsson flutti kveðjumálin í kirkju og grafreit Mikleyjar-safnaðar, við góða aðsókn og góða aðstoð fólksins þar í bygð. Alt bar vott um vinarþel hmn- ar framliðnu, enda hafði hún með góðri framkomu til orða og verka, áunnið sér velvild þeirra, sem hana þektu. Hún var hug- ljúf, velvirk og stefnuföst í því, sem gott var. Sterka fórnarlund hafði hún gagnvart drengjum sínum. ☆ Heimilisiðnaðarfélagið heldur næsta fund sinn, þriðjudaginn 9. maí að heimili Mrs. Paul Sig- unrdson, 134 Niagara St. Fundur inn byrjar kl. 8 e. h. ' ☆ FUNDUR í Stúkunni Heklu I.O.G.T. í kvöld, (fimtudag). ☆ W. J. Líndal dómari kom heim í lok fyrri viku úr ferðalagi aust- ur til Ottawa og Montreal. Lín- dal dómari sat í Ottawa fund í alþjóðaatvinnunefnd Canada- stjórnar. ☆ Laugardaginn þann 22. apríl voru gefin saman í hjónaband, af séra L. W. Koehley, í Em- manuel Lutheran kirkjunni hér í bæ, þau Kenneth Hallgrímur Hallson og Dorothea Esther Koss dóttir M. og Mrs. Frederick Koss. Kenneth er sonur Mr. og Mrs. Paul Hallson. Til aðstoðar voru Mr. Baldur Daníelson, frændi brúðgumans og Miss Linda Hallson systir brúðgum- ans. Blómmeyja var Miss Ada Thorkelsson systurdóttir brúðar innar. Veizla var setin að heim- ili foreldra brúðarinnar. Brúðhjónin fóru flugleiðis í skemtiferð suður í Bandaríki, en heimili þeirra verður í Winni- peg- ☆ Mr. B. Eggertsson kaupmaður að Vogar, Man, var staddur í borginni í fyrri viku. ☆ The Jon Sigurdson Chapter I O D E will hold their next Miss Snjólaug Sigurdson Það mun ekki ofmælt, að Miss Snjólaug Sigurdson hrifi þús- undir hlustenda með hinum lýr- iska og fágaða píanóleik sínum í Civic Auditorium hér í borg- inni á laugardagskvöldið var, og eins yfir útvarpið; tóntúlkun hennar var yndisleg, streng- mjúk og heillandi. Miss Sigurdson hélt heimleiðis austur til New York í gær, þar sem hún enn stundar nám og gefur sig við píanókenslu. Oliver Bjornson Teksfr á hendur nýja sfröðu H. L. MacKinnon Company Limited, Winnipeg, kunngerir formlega, að það hafi ráðið í þjónustu sína Mr. Oliver Björn- son sem söluumboðsmann nú þegar; starf hans verður fyrst um sinn falið í því, að annast um sölu og útbreiðslu Melrose vörutegunda í Winnipeg' og inn- an héraðanna á milli vatnanna. Meðan á síðasta stríði stóð dvaldi Mr. Björnson austan við haf í þjónustu konunglega cana- díska flugliðsins; hann er syst- ursonur Mrs. Fred Bjarnason, en Mr. Bjarnason var um mörg ár í þjónustu áminsts félags og seldi við góðum árangri hinar ágætu Melrose vörur, og er víð- kunnur meðal íslendinga. íl. L. MacKinnon Company Ltd. framleiðir Meirose kaffi, Melrose te, bökunarduft og ljúffenga bökunardropa. meeting in the New Head- quarters in the Winnipeg Audi- torium York St, entrance on May 5th Friday evening at 8 o’clock. , Þeir Gestur Pálsson og J. K. Johnson frá Mikley hafa dvalið í borginni undanfarna daga. ☆ Mr. G. F. Jónasson forstjóri Keystone Fisheries Limited er nýlega kominn heim úr ferða- lagi til New York og Motreal. Fullveldi Viefr Nam sfraðfesfr AURIOL Frakklandsforseti hefir nú undirritað lögin, sem veita Viet Nam frelsi innan franska bandalagsins, og er því búizt við, að önnur ríki muni innan skamms veita stjórn Bao Dai viðurkenningu. Bao Dai hefir sagt, að viður- kénning Rússa á hinum komm- únistísku uppreisnarmönnum í landinu muni ekki verða þeim til framdráttar þar. í London hefir embættismaður utanríkis- ráðuneytisins lýst undrun og vanþóknun Breta á þeirri ákvörð un Rússa að viðurkenna upp- reisnarmennina sem 1 ö g 1 e g a stjórn landsins. Mófrfrökuveizla Á miðvikudaginn 26. apríl söfnuðust 65 — 70 konur saman við miðdegisverð í Marlborugh hóteli í tilefni heimsóknar frú Bentínu Hallgrímsson og dóttur hennar frú Þóru Fawdry. Frú Bentína dvaldi vestan hafs með manni sínum, séra Friðrik Hall- grímssyni, um margra ára skeið, er hann þjónaði Argyle söfnuð- um. Er hún hinn mesti aufúsu- gestur hinum mörgu vinum sín- um hér. Frú Lauga Jóhannesson var samsætisstjóri; frú Lilja Ey- lands flutti borðbæn; frú Mar- grét Stephensen ávarpaði heið- ursgestina. Frú Pearl Johnson skemti með söng. Ennfremur fluttu frú Ingibjörg Jónsson og frú Fjóla Gray stutt ávörp. Frú Flóra Benson og frú Lauga Jóhannesson önnuðust undirbúning þessa myndarlega samsætis og höfðu þær beðið séra • Valdimar J. Eylands að taka myndir af því. Hann gerði það, og ávarpaði einnig heiðurs- gestina einkar hlýlega. Að lokum þökkuðu þær mæðg ur með fögrum orðum þá virð- ingu og þá vinsemd, sem þeim hefði verið auðsýnd með sam- sætinu. Kolbeinn S. Thordarson Vararæðismaður íslands lófrinn Þann 27. apríl síðastliðinn lézt að heimili sínu, 1645 — lOth Avenue N. Seattle, hr. Kolbeinn S. Thorðarson vararæðismaður Islands fyrir Washingtonríkið, fæddur að Hofsstöðum í Hálsa- sveit í Borgarfjarðarsýslu árið 1872, mikilhæfur atgerfismaður; hann starfrækti um langt skeið prentsmiðju í Seattle og vegn- aði vel; hann tók mikinn og giftudrjúgan þátt í mannfélags- málum, og var heilsteyptur vin- ur vina sinna; ekkja Kolbeins, frú Anna, er ættuð frá Einars- stöðum í Reykjadal, merk kona og mæt. Þ e i m Kolbeini vararæðis- manni og frú var haldið veglegt gullbrúðkaupssamsæti í Seattle fyrripart síðastliðins nóvemþer- mánaðar og voru þar viðstödd sjö börn þeirra af níu ásamt fimtán barnabörnum. Útför þessa mæta manns fór fram 1. yfirstandandi mánaðar. My Growing Boy Oh he is mine for such a little while To hold and oherish—all my very own— I live beneath the shadow of his smile And feel his beam of love on me alone. His childhood days, and now as growing boy, I shall more keenly live when I am old, When precious moments of this living joy Become too sacred ever to be told. When I am strong enough to set him free That he may seek the jewel I have found, Will recitations of ivhat used to be Soothe empty arms with echoes of a sound? My love is not confined to tirnely grace, But springs to life in every little face. FREDA McDONALD Jón J. Bíldfell óttræður Jón J. Bíldfell Á mánudaginn, 1. maí, varð Jón J. Bíldfell, fyrrum ritstjóri Lögbergs, fyrrverandi forseti Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi, heiðursmeðlimur þess, og núverandi skrifarl, átt- ræður. Var afmælisins minnst með borðhaldi á Moore’s veit- ingahúsinu hér í borginni, kl. 12:30 þann dag. Var þetta gjört að tilhlutun Þjóðræknisfélags- ins, og undir stjórn forseta þess, séra Philips M. Péturssonar. Við- staddir voru og aðrir meðlimir núverandi stjórnarnefndar, og nokkrir fleiri vinir. Frú Bíldfell var þar einnig, og Hrefna, dóttir þeirra, Mrs. McRae, og maður hennar, sem er einn af yfir- mönnum Hudson’s Bay verzlun- arinnar hér. Dr. Rúnólfur Mar- teinsson mælti bænarorð um leið og sezt var að borðum, en séra Philip flutti aðalræðuna, sem var ávarp til heiðursgests- ins. Fór forsetinn maklegum og hlýlegum orðum um starf Jóns í þágu Þjóðræknisfélagsins, en hann var einn af stofnendum þess, og hefir lengst af síðan set- ið í stjórnarnefnd og gegnt ýms- .um embættum þess og ábyrgð- arstörfum. I lok ræðu sinnar las forsetinn heillaóskaskeyti til heiðursgestsins frá Bíldfell lækni, syni hans í Montreal, og frá Ragnari lögmanni Johnson, og konu hans í Toronto, og af- henti honum síðan pennasam- stæðu að gjöf frá Þjóðræknisfé- laginu. Þá töluðu þeir séra Valdimar J. Eylands, og Arin- björn S. Bardal nokkur orð, og svo að síðustu heiðursgesturinn sjálfur. Jón J. Bíldfell er fyrir löngu þjóðkunnur maður með Islend- ingum báðu megin hafsins, enda hefir hann víða komið við, á rit- vellinum, og sem starfsmaður þjóðræknis- og kirkjumála. Aust an hafs mun hans lengi minnst sem eins af stofnendum Eim- skipafélags íslands, en hann sat Ásfrralíumaður bæfrir heimsmefr Furuhasi Ástralíumaðurinn John Mars- hall, sem nú stundar nám við Yale-háskólann í Bandaríkjun- um setti nýlega heimsmet í 400 m. og 440 yards sundi, frjálsri aðferð. Tími hans í 400 m. var 4:33,1 mín., en eldra metið, sem Japan- inn Furuhasi átti var 4:33,3. 440 yards synti Marshall á 4:34,8 og bætti sitt eigið met í þessari grein. Afrek hans gefur um 1200 stig samkvæmt sundstigatöflunni. Met þessi setti Marshall í keppni milli nokkurra háskóla vestan hafs. Auk sundsins var keppt í ýmsum greinum frjálsíþrótta og kastaði þar heimsmethafinn Fuch 1751 m. í kúluvarpi. Dick, Philips stökk 1,97 m. í hástökki og 1000 yard hlaup vann Stolt- mann á 2:16,6 mín. stofnfundinn í umboði Vestur- íslendinga, og fyrir þeirra hönd. Um allmörg ár var hann svo meðlimur í stjórnarnefnd Eim- skipafélagsins. 1 viðurkenningar skyni fyrir störf hans í þágu heimaþjóðarinnar, sæmdi ríkis- stjórn íslands hann Stórriddara- krossi Fálkaorðunnar, árið 1939. Mun Jón jafnan talinn framar- lega í hópi athafna og áhrifa- manna með íslendingum. Öll af- skipti hans af almennum mál- um hafa verið auðkennd af hreinskilni, trúmennsku og festu. Hann hefir notið og nýtur enn, almenns trausts og vin- sælda. Vinir hans í Vesturálfu og víðar, munu ljúka upp einum munni, nú á áttræðisafmæli hans, þakka honum fyrir vel unnin störf, og gefa honum þann vitnisburð að hann hafi reynzt farsæll maður, góður íslending- ur og í öllu hinn bezti drengur. V. J. E. Dr. Richard Beck Ársfundur Ameríska- Norræna fræðafélagsins (The Society for The Advance- ment of Scandinavian Study) verður haldinn í St. Olaf Col- lege, Northfield, Minnesota, föstudaginn og laugardaginn 5. og 7. maí. Félag þetta vinnur, eins og nafnið bendir til, að efl- ingu og útbreiðslu norrænna fræða í Vesturheimi og skipta félagsmenn þess í Canada og Bandaríkjunum nokkrum hundr uðum. Á ársfundinum flytja ýmsir háskólakennarar erindi um Norð urlandamál og bókmenntir og kennslu í þeim fræðum. Meðal annars flytur Prófessor Jess H. Jackson, College of William and Mary, erindi um Melkólfs sögu og Salomons konungs, en hann hefir lagt sérstaka rækt við ís- lenzkar riddarasögur. Einnig flytur dr. Richard Beck, fyrrv. forseti félagsins, er- indi um Hannes Hafstein („Hann es Hafstein, Statesman and Poet“). Hann flytur einnig ræðu á allsherjar samkomu kennara og nemenda St. Olaf College um efnið „Lögeggjan samtíðarinn- ar“ (The Challenge of Today), erindi um íslenzkar nútíðar bók- menntir fyrir nemendur skólans í Norðurlandabókmenntum og um ísland (The Republic of Ice- land) fyrir nemendur í sagn- fræðideild skólans. Forseti félagsins er Dean J. Jörgen Thompson, St. Olaf Col- lege, ritari Norsk-Ameríska Sögufélagsins, auk hans eiga sæti í stjórnarnefndinni kennar- ar í germönskum fræðum við ýmsa ameríska háskóla, meðal annara prófessorarnir Lee M. Hollander, University of Texas, A. B. Benson, Yale University, og Joseph Alexis, University of Nebraska, sem allir eru kunnir fyrir áhuga sinn á íslenzkum fræðum.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.