Lögberg - 04.05.1950, Blaðsíða 3

Lögberg - 04.05.1950, Blaðsíða 3
LÖGBÉRG, FIMTUDAGINN, 4. M A í, 1950 3 Stalinsdýrkun kommúnista ríður ekki yið einteyming GREIN ÞESSI, sem er eftir liii> þekkta ameríska blaða- mann, C. L. Sul7,berger, birt- ist í „New York Times“ rétt eftir hinn mikla sauraaaiiK S sambaiuli við 70 ára afmseli Stalins. FRÁ ÞVÍ á dögum hinna vold- ugu, rómversku keisara og sigursælu mongólaforingja Asíu, hefur sennilega aldrei verið skipulögð jafn stórfengleg múg- hylling neinum manni til heið- urs og dýrðar, heldur en hátíðer- hald það, sem efnt var til, er Stalín geralissimo í Moskvu varð sjötugur hérna um daginn. Filipus II. Spánarkonungur, sá er réði yfir mestum hluta Evrópu og Ameríku fyrr á öld- um, átti aldrei svo stórkostlegri lýðhyllingu að fagna, og afmæl- íshátíðir Viktoríu drottningar verða næsta lágkúrulegar saman borið við öll þau ósköp. Meira að segja jafn glysgjarnir einvaldar og þeir Mussolini og Hitler, sællar minningar, gátu ekki stært sig við líka múgfögnuði. Sovétþegnum hefur löngum verið kennt að líta á Josep Stalín sem hlédrægan og einmana mann. Samkvæmt þeirri kenn- ingu væri aðeins rökrétt að álíta að Stalín sjálfur hafi orðið næsta undrandi, ef ekki illa snortinn er svo mikið var með hann látið ^egna afmælisins, að slíks eru engin dæmi. Á máli rússneskra stjórnmála manna er það látið heita svo, að Stalín sé aðeins fulltrúi öreiga um víða veröld, en enginn valda maður. Má því gera ráð fyrir, að hann hafi skort allt „vald“ til þess að koma í veg fyrir þennan múgfögnuð, heldur hafi hann orðið að þola hann, hvort sem honum líkaði betur eða verr. En beinast liggur við að álykta, að álit hans á sinni eigin persónu- gerð hafi tekið nokkrum breyt- ingum við þetta. í tilefni afmælisins kjöru Rúmenar hann vísindamann all- ra vísindamanna og skapara vís- mdalegrar hernaðarlistar. Trof- im Lysenko prófessor lýsti því yfir, að Stalín væri framúrskar- andi afreksmaður á sviði líf- fræðilegra vísinda. Hylltur var og sem snjallasti rithöfundur allra alda. Og tékkneskir íþrótta garpar tilkynntu: „Jafnvel hvað íþróttir snertir, er J. V. Stalín vor mikli lærifaðir.“ Sögulegar skoðað hljóta þessi hátíðahöld að teljast tindurinn á ævi þessa þrautseiga, lágvaxna manns, sem kominn er af fá- tæku foreldri austur í Georgíu, og fann metnaði sínum nokkra svölun í því að yrkja léleg kvæði hérna á árunum, þegar hann lagði stund á guðræðinám við prestakóla í Kákasus. Svo milljónum skiptir eru risa stórar myndir af þessum manni límdar á veggi og húsgafla í þeim borgum, sem lúta valdi kommúnista í Mið-Evrópu, og sama máli gegnir hvað snertir þorp og borgir í hinu víðlenda Kínaveldi. Líkön af honum, litprentaðar myndir í rússneskum dýrlinga- myndastíl hafa verið gerðar í tugþúsundatali, lofsöngvar og sálmar ortir til heiðurs honum bg dýrðar á tugum þjóðtungna; stræti, fjöll og ár uppnefnt svo eð þau mættu bera hans nafn. Þegar þess er gætt, að komm- únistar prédika þá heimspeki, er grundvallast á skefjalausri efnis- hyggju, bannfæra alla hetju- d.ýrkun og telja alla dýrlingatrú og helgimyndatilbeiðslu frá hin- um vonda, verður svo ráðin og skipulögð p.ersónudýrkun ærið vandskýrð. Það fer varla hjá því, að Karli Marx hafi orðið dálítið órótt í smni látlausu gröf meðan á öll- um þessum gauragangi stóð. Og engum gæti komið beinlínis á óvart þótt smurlingur Lenins hafi roðnað í vöngum, er hann minntist þeirra orða, sem hann reit í lifandi lífi þann 4. janúar 1923, og túlka áttu hans síðasta vilja: „Stalín er svo ofstopafull- ur og ruddafenginn, að enda þótt slíkir skapgallar séu þolandi í hópi kommúnista, er hann þeirra vegna óhæfur til að gegna em- bætti í æðstu stjórnadeildum. Ræð ég ykkur því eindregið tll þess, félgaar, að þið beitið ein- hverjum brögðum til þess að bola honum úr aðalritaraemb- ættinu, og fáið það öðrum manni, sem er Stalin betur kost- um búinn“. En þrátt fyrir allt er múg- fögnuðurinn á sjötugsafmæli Stalins vissulega ekki leikara- skapur einn. Við verðum að hafa það hugfast, að Rússum svipar til Austurlandabúa um margt og það hefur þráfalt komið á dag- inn, að tjáningarhættir þeirrar þjóðar eru öðrum Evrópubúum framandi. Þeir hafa sinn ákveðna til- gang, þegar þeir hefja Stalin marskálk í guðatölu, þegar í líf- anda lífi. Þá staðrenyd er vert'að athuga nánar. 1 fyrsta lagi munu þessi hátíða höld hafa átt að sýna þá einingu og samheldni er ríkti með þjóð- um Rússlands og lepp ríkjanna og undirstrika það í meðvitund allra sanntrúaðra kommúnista um víða veröld, að kennisetning- ar Stalins hefðu verið, væru og mundu æ verað óyggjandi og ó- véfengjanlegar. Með öðrum orðum, — múg- fögnuðurinn, sem efnt var til, gömlum manni til vegsemdar og dýrðar, var um leið staðfesting á því að stefna flokksins væri allrar vegsemdar makleg. Og um leið var öll viðleitni til þess að hefja aðra forkólfa byltingar- innar, eins og þá Trotsky, Buk- harin og Tito, dauðadæmd. Stefna flokksins, eins og hún er í dag, verður ekki framar vé- fengd. Þróun hennar í kenni setningum stefnir að því, að kennisetningarnar verði við- teknar sem óvéfengjanleg trúar- játning og erfðakenning. Marx og Lenin eru ekki lengur stóru spámennirnir, heldur Stalin einn, og í nafni Stalins er stefna flokksins hafin yfir alla gagn- rýni. Samkvæmt þessu er aðeins rökrétt að dæma alla gagnrýni, er vakna kann innan vébanda flokksdeildanna, sem beina árás á guðlegt eðli' Stalins. Hnigu mörg þau heit og loforð, sem Stalin voru unnin í tilefni sjö- tugsafmælisins, mjög í þá átt, að þannig skyldi og framvegis um hnútana búið. Rudolf Slasky, sá er mælti fyr- ir hönd flokksdeildarinnar í Tékkóslóvakíu, en hann er aðal- ritari deildarinnar, bar fram þá ósk, að flokkurinn yrði hreinsað- ur af ölum nöldrunarseggjum og njósnurum heimsveldisinna Verður ekki annað sagt, en að vel sé að því unnið bæði í Búl- garíu og Póllandi. Og í Rúmeníu verður Lucret- in Patrascanu, sá er fyrir skemm stu var einn af meiri háttar spá mönnum kommúnista, leiddur fyrir rétt áður en langt um líð- ur. Afbrot hans er í því fólgið, að hann hefur stigið út fyrir hina „afmörkuðu“ braut Stalins- dýrkunarinnar. Já, — meira að segja á Sovét- Rúslandi sjálfu, hinni marglof- uðu og margauglýstu paradís Stalinsdýrkenda, gerðist það í sambandi við afmælishátíðina, að Georg M. Malenkov, — ef til vill sá maðurinn, sem gengur Stalin sjálfum næst að völdum, lét svo um mælt, að ekki væri óviðfeldið að minnast þessa merkisatburðar með einni „hreinsuninni“ enn. Lét Malenkov svo um mælt, að margir forustumenn flokksins þar í landi gerðust nú „aðfinnslu samir úr hófi, mikillátir og hirðu lausir“. Hann boðaði „miskunn- arlausa sókn gegn allri skemmda hneigð og gagnrýni“. Þá má og eflaust setja breytta sóknarað- ferð í baráttunni við Tito í sam- band við viðurkenninguna á guðlegu eðli Stalins, eins og há- tíðahöldin sjálf eru óbeinlínis einn liðurinn í þeim hernaðarað- gerðum; múgfögnuðurinn var í raun réttri vel tif þess fallinn að ógna honum og sýna, hversu lít- ils hann mætti sín gegn öllum þeim fjölda. Hvernig í ósköpunum á lítið og fámennt Balkanríki að geta stað ið qppi í hárinu á öðru eins vdídabakni og bezt sést þarna að Stalin á að baki sér? Múgfögn- uðurinn var því fyrst og fremst vakinn og skipulagður í því skyni að brýna fyrir öllum flokksdeildum nauðsyn þess, að útiloka alla veiktrúaða og reik- ula úr sveit sinni, ef þær ættu að geta átt heima í heldinni, og skipti þá engu máli, hvort um væri að ræða æðstu menn flokks deildarinnar eða óbreytta liðs- menn. Og enn er eitt athugandi í þessu sambandi; Stalin er ekki aðeins maður hniginn að aldri, heldur er hann og orðinn heilsu- veill mjög og hefur verið það um nokkurt skeið. Því er áríðandi að nota nú tímann sem bezt til þess, að Stalin megi verða sem sterkast tákn þess í kommúnistískri helgi fræði, sem forráðamennirnir telja nauðsynlegt, að milljónir þegna trúi og treysti sem óvef- engjanlegum erfðakenningum. Þrátt fyrir allt geta þeir ekki hindrað þá stað reynd, að Stalin getur safnazt til ferða sinna fyrr en varir. Að vísu hafði þetta bragð ver- ið leikið áður, en þó aðeins að litlu leyti, þegar Lenin var smurður. Smurning hans virtist alger mótsögn við kenningar þess flokks, er taldi sig berjast gegn allri persónudýrkun og helgimyndatilbeiðslu en var engu að síður notadrjúg aðferð til þess að flokksmennirnir skyldu muna persónuleika for- ingja síns, er hann var liðinn. ekki er það út í bláinn að ætla, að múgmennin geti sótt húg- sjónahrifningu í grafhýsið á Rauða torginu. Og ekki er það neinum vafa undirorpið, að Stalin verður, þegar hann fellur frá, rækilega smurður og balsameraður, og ekki er ólíklegt að honum verði reist grafhýsi í Kreml, enn veg- legra heldur en fyrirrennara hans. Það getur því ekki talizt nema hyggilegt, að kenna fólk- inu að elska Stalin sem persónu- leika, áður en sú athöfn fer fram, — enda þótt slík brögð beri ein- kenni Austurlandabúans. Þrátt fyrir allar þversagnir og mótsagnir, getum við því gengið að því vísu, að hátíðahöldin og múgfögnuðurinn, sem efnt var til í sambandi við sjötugsafmæli Stalins, séu í sjálfu sér eins kon- ar frospil að smurningu hans og upptöku í guða tölu. Þessi sama milljónaþjóð, er fyrrum áleit keisara sinn fulltrúa guðs á jörðu og kraup á kné fyrir dýrl- ingamyndinni í hýbýlum og kirkjum, mun þá finna dýrkun- ar- og tilbeiðsluþörf sinni full- nægt í lotningu fyrir hinum heil- aga Stalin, — enda er allt gert til þess, að svo megi verða. Og nú, þegar Stalin virðist í þann veginn hafa runnið valda skeið sitt á enda, er sízt að und- ra, þótt með manni vakni spurn- ing, varðandi eftirmann hans. Þar er viðhorfið enn hið sama og það var við dauða Lenins, — eng inn veit neitt um það. Vissulega mun það ekki heil- susamlegt neinum háttsettum flokksmanni, að láta í ljós löng- un eða von um það að mega koma þar til greina. Lenin tefldi skákina með þeim Stalin, Trot- sky, Bukharin og Tomsky, sem glæsilegum og vígreifum ridd- urum, og samt fór svo, að sá þeirra hlaut hnossið, sem hann virtist álíta sízt til þess fallinn. Stalin hefur hins vegar beitt þeirri aðferð að lækka þá um- svifalaust í tign, sem líklegastir voru til að ná miklum og skjót- um frama og teknir voru að keppa við hann um lýðhylli. Þannig eru flestir hinir glæsi- legustu og sigursælustu herfor- ingjar Rússa úr síðustu heims- styrjöld fallnir í gleymskunnar og þagnarinnar djúp. Á efri árum sínum hefur Stal- in veitt þeim Molotov, Malenk- ov og Beria sífellt vaxandi völd og virðingu, og gæti það bent til þess, að hann ætlaði þessari þrenningu öll völd eftir sinn dag. En slíkar þrenningar eru ekki sem heppilegastar, þegar um einræði er að ræða, og er því ekki ólíklegt, að einhver einn þeirra þriggja, til dæmis Malen- kov, sem er líkastur Stalin um margt, sigri á lokasprettinum. En hvað um það. Hver sem verður eftirmaður Stalins og hvað sem hann aðhefst á sviði stjórnamálanna, þá er það víst, að hann mun alltaf lýsa því af- ir, að allt sé það samkvæmt kenn isetningum og guðspjallabókum þess blessaða, sem hafinn var í guðatölu hérna um daginn. Nýjasf-i skólinn GOTT RÁÐ til að læra og muna, er að kenna öðrum, þó er eitt enn betra, það er að snúa lær- dómi í athafnir. Ekki aðeins vita, hvað rétt er, ekki aðeins kunna fallegar siðareglur, heldur breyta samkvæmt þeim og gera rétt. Þannig tileinkar maðurinn sér til fulls nytsemi þekkingar- innar. Iðjusemi og athafnirnar eru ekki aðeins beztu uppalarnir og kennararnir, heldur er þar einn- ig fólgin lækning margvíslegra meina. Hefði Þorkell, bróðir Gísla Súrsonar, ekki verið að slæpast í iðjuleysi heima, og lát- ið Gísla einan um búsýslustörfin, þá hefði hann ekki hlustað á meinleysisrabb kvennanna, sem varð til þess, að Þorgrímur mág- ur Gísla drap Véstein bróður Auðar, konu Gísla, en Gísli drap svo Þorgrím mág sinn og svo héldu manndrápin áfram í þeirir hryggilegu sögu. Dale Carnegie segir í bókinni How to stop Worrying and start Living: „Hinn mikli vísindamað- ur, Pasteur, hafði orð á því, hve friðsamt væri í rannsóknarstof- um og í bókasöfnum. Hvers vegna er þar friðsamt? Af því að menn á slíkum stöðum eru nið- ursokknir í eitthvað annað en að hugsa um sig sjálfa. Menn sem stunda rannsóknir verða sjaldan taugabilaðir né fá tauga- áfall. Þeir hafa ekki tíma til að láta slíkt eftir sér.“ Sami höfundur segir, að lækn- ar hafi ráðlagt það helzt til bjargar mönnum, sem komu gersamlega taugabilaðir úr stríð- inu, að láta þá vera í önnum hverja einustu mínútu, við leiki eða störf, helzt úti við. Blessun vinnunnar er heilsu- lind og marvísleg meinabót. Iðjusamir athafnamenn hafa ekki tíma til að illskast út af smámunum. Dale Carnegie getur þess einn- ig, að Joseph Sabath í Chicago, sem hefur verið dómari í 40 þús und skilnaðarmálum, fullyrði, að „oftast séu það smámunir, sem valdi ógæfusömu hjúskaparlífi“. Fátt kvelur mennina ver, en litlu púkarnir, sem dafna bezt í iðjuleysinu. Disraeli sagði: „Ævi mannsins er of stutt til þess að vera lítil- fjörleg“. Emerson sagði: „Maðurinn er það, sem hann hugsar um dag- inn út og daginn inn“. Norman Vincent Peale segir einnig: „Þú ert ekki það, sem þú hugsar að þú sért, en hugsanir þínar gera þig að því sem þú ert.“ Hér við bætir Dale Carnegie þessu: „Ef hugsanir okkar eru bjart- ar, verður við hamingjusöm, en okkur líður ömurlega, ef hugs- anir okkar eru ömurlegar. Ef ótti býr í huganum verðum við kjark við sjúkdóma, getum við búizt laus, ef hugsunin dvelur mjög við heilsuleysi. Ef við óttumst að verkið muni misheppnast, eru mestar líkur til að það misheppn ist. Ef við sökkvum okkur niður í sjálfsmeðaumkvun, munu allir reyna að forðast okkur.“ Business and Professional Cards SELKIRK METAL PRODUCTS LTD. Ileykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinlr. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- við, heldur hita frá að rjúka út með reyknum — Skrifið slmið til KELLY SVEINSSON 187 Sutherland Ave., Winnipeg Sími P4 358 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smith Sl. Winnipeg Phone 924 624 Office Ph, 925 668 Res, 4C4 319 NORMAN S.BERGMAN, B.A..LL.B. Barrlster, Solicitor, etc. 411 Childs Bldg, WINNIPEG CANADA PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barristers - Solicitors Ben C. Parker, K.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson 500 Canadian Bank of Commerce Chambers Winnipeg, Man. Phone 923 5S1 JOHN A. HILLSMAN. M.D.. Ch. M. 332 Medical Arts. Bldg. OFFICE 929 349 Home 403 288 Phone 724 944 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 6 — 652 HOME ST, VlðtalBttml 3—5 eftlr hádegl A/so E‘9 123 ríEIBSTEl)] TENTH ST. 1 JEWELLERS BRANDON 447 Portage Ave, Ph, 926 886 DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selklrk. Man. Offlce hrs. 2.30—6 p.m. Phonea: Office 26 — Res. 280 Phone 21101 ESTIMATES FREE J. M. INGIMUNDSON Asphalt Roofs and Insulated Slding — Repairs 632 Simcoe St. Winnipeg, Man. DR. A. V. JOHNSON Dentiat 506 SOMERSKT BUILDING Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 Talslmi 925 826 HelmiUs 404 630 DR. K. J. AUSTMANN Sérfrœðingur i augna, eyrna, nef og kverka ajúkdómum. 209 Medical Arts Bldg. Stofutlmi: 2.00 tll 5.00 e. h. DR. ROBERT BLACK BérfrœOingur < augna, egrna, nef og hdlaajúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG Graham and Kennedy St. Skrlfstofuslmi 923 851 Heimaslmi 403 794 EYOLFSON’S DRUG PARK RTVER, N. DAK. ialenzkur lyfaali Fölk getur pantað meðul og annað með pösU. Fljöt afgrelðsla. A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur llkklstur og annast um út- farlr. Allur útbúnaður sá beztl. Ennfremur selur hann allskonar mlnnisvarða og legstelna. Skrifstoíu talsími 27 324 Helmllls talslmi 26 444 Offlce Phone Res Phone 924 762 726 115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment DR. H. W. TWEED Tannlicknir 508 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. Phone 926 952 WINNIPEJG Cars Bought and Sold SQUARE DEAL MOTOR SALES "The Working Man’a Friend" Ph: 26464 297 Princess Strbet Half Block N. Logan SARGENT TAXI Phone 722 401 FOR QUICK RELIABLE SERVICE J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPG. Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega penlngalán og eldsábyrgð. bifreiðaábyrgð, o. s. frv. Phone 927 688 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LögfrœOingar 209BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Phone 928 291 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Wpg. Phone 926 441 GUNDRY PYMORE Limited Britiah Quality Fiah Netting 58 VICTORIA ST„ WINNIPEG Phone 92 8211 Manager T. R. THORVALDBON Your patro’iage will be appreclated Phone 927 039 H. J. H. Palmason, C.A. H. J. PALMASON & CO. Chartered Accountants 505 ConfederaUon Llfe Bldg. Winnipeg Manitoba Phone 49 469 R&dio Service SpeclaUsts ELECTRONIC LABS. H. THORKELBON, Prop. The most up-to-date Sound Equlpment System. 592 ERIN 8t. WINNIPEG CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Managing DWector Wholesale Distrlbutors of Fraah and Frozen Flsh. 311 CHAMBERS STREBT Office Ph. 26 328 Ree. Ph. 78 917 G. F. Jonasson, Pres. A Man. Dlr. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLK, Slml 925 227 Wholeaale Diatributora of FRESH AND FROZEN FIBH

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.