Lögberg - 25.05.1950, Side 3

Lögberg - 25.05.1950, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 25. MAÍ, 1950. 3 HELGI VALTÝSSON: Drottning örbirgðar og ævintýra Hríðarhraglandi gnauðaði um fannhvítar hlíðarnar. Allt var enn á kafi í snjó. Rifahjarn á hæðum og hryggjum, en þæf- ingsófærð í öllum dældum. Komið var fram á einmánuð, og dagarnir teknir að lengjast, svo að um munaði. Útistörfum var lokið, og piltarnir komnir inn frá gegningum. Stúlkurnar sátu við vinnu sína. Rokkar voru þeyttir og kambar dregnir, vef- ur sleginn, og inn á milli heyrð- ist kliður tifhraðra bandprjóna. Gömul kona réri sér og raulaði við prjóna sína. Og svo fóru stúlkurnar að syngja við rokk- inn. Krakkarnir voru á víð og dreif um baðstofuna. Sum til þægðar, önnur til óþægðar. Það er oft þröngt um sex—sjö krakka á mismunandi reki inni í baðstofu, er allir aðrir sitja við vinnu sína. Þráinn, stóri hundurinn spak- vitri, lá fram á lappir sínar í dyraskotinu og blundaði. Hann átti sýnilega sína drauma. Nú var hann tekinn að reskjast. Allt í einu hrökk hann við, leit upp og hreyfði eyrun. Síðan reis hann á fætur og gekk fram að baðstofudyrunum og opnaði þær. Hann var ætíð sjálfbjarga við allar skellihurðirnar. Elztu börnin fylgdu ósjálfrátt á eftir honum út á hlaðið. Og þá hlupu öll hin á eftir. — Þráinn settist í hlaðvarpann og horfði upp til hlíðarinnar. Svo rak hann upp tvö—þrjú góðlátleg bofs og borfði stöðugt í sömu áttina. „Nú kemur einhver að norð- an“, sögðu krakkarnir. En samt var engan að sjá enn. Það var heldur ekki von. Nú kæmi eng- inn ferðamaður niður Sniðin Vegna hörku, heldur færi hann °fan í Dalinn og kæmi síðan neðri leiðina heim yfir Engj- arnar. Allt í einu hillti undir ein- hverja þústu uppi á Engjabrún- inni. Hún var ekki ýkjahá í lofti, en fyrirferðarmikil. Allt að því jafn mikil á þverveginn og á hæð. Hún fór afar hægt, en najakaðist þó áfram jafnt og stöðugt. Þráinn horfði á hana naeð athygli, en sat samt kyrr og þegjandi. Þústan seig áfram ofan brekk- una, heim yfir Stekkjartúnið og yfir Borgarlækinn og nálgaðist óðum Lambhússhólinn. Þá stóð Þráinn upp og gekk á móti henni. Hann fór sér hægt, var fremur háleitur og dinglaði skott ævinalega, er hann nálgaðist hana. Síðan gekk hann alveg upp að henni og nuddaði sér vina- ^ega upp við hana. Og þá kom í Ijós gildvaxinn handleggur og hönd, sem klappaði honum. Komu síðan bæði labbandi ofan hólinn heim að bænum. Allt í einu kallar yngsta telp- an upp, um leið og hún hleypur af stað á móti tvímenningun- Urn: „Brandþrúður, Brandþrúð- ur! Þetta er hún Brandþrúður!" Og svo hlupu allir krakkarnir á nióti henni. Brandþrúður gamla var ævin- týrið og þjóðsögurnar ljóslifandi °g holdi klætt. í þeim heimi lifði hún og andaði, og þar sló hjarta hennar og bærðist í sorg og sælu, grát og gleði, utar og ofar striti hversdagsleikans og störf- nm á harðbalakoti á útskaga, í einangrun og fásinni. I mjúk- um höndum sínum og hlýjum hélt hún Máríutásu-lopa ævin- týra og sagna og spann úr hon- um glitrandi lýsigulls-þræði, tvinnaði þá og þrinnaði og óf síðan úr þeim með fjöllitu hýa- h'ns-ívafi dásamlegar glitvoðir, sem hún síðan tjaldaði yfir barnahópinn á kvöldin, þar sem hún var langþráður og kærkom- hm aufúsugestur. Undir þeim tjaldhimni hvarf börnunum heimur allur og veruleiki um hríð, og hvert ævintýri var sem »renni, renni rekkja mín“ eða »fljúgðu, fljúgðu klæði“, sem bar börnin óravegu til nýrra lenda og ókunnra, þar sem sól skein daga og nætur yfir græn- um skógum. Og skrautlegir fuglar sungu sætum róm. Þar var hvorki^skammdegi né vetr- arríki. — Þar var gott að vera! Barnshugurinn hló og grét með sögukonunni eftir hljóðfallí sagnarinnar og hrynjandi. Og hugur þeirra varð fleygur. Sumra hverra bæði léttfleygur og langfleygur. Því að flugfjaðr- irnar uxu óðum á þessum rökk- urkvöldum í rennireið ævintýra og sagna. — Litlu stúlkurnar grétu með Brandþrúði og Grís- hildi góðu. Og svo litu telpurn-' ar með athygli á fingurgóma sína til að gá að, hvort þar sæj- ust engar brunablöðrur. Þær gengu upp úr háska-gryfjunni á gullskærum móður sinnar. Þær heyrðu svani syngja, svo að Hlini kóngssonur sofnaði og vaknaði á víxl. Annað veifið var heimurinn barmafullur af ógn- um og óhugnaði og illum stjúp- um og álögum þeirra og undir- ferli. — Þá störðu börnin stór- eygð og kvíðandi á munn sögu- konunnar. En svo runnu sól- hvörf ævintýranna. Hið fagra og góða sigraði ætíð að lokum, því að „upp komast svik um síðir“. Og er allt fór vel fram, — „þá spruttu laukar, og þá göluðu gaukar, og þá fór hrútur úr reyfi sínu. — Og þá þagnaði ungur sveinn, sem í vöggu lá“. Þá drógu börnin djúpt and- ann, og var sem fargi væri af þeim létt. Gleði blikaði í augum þeirra. Og himinn ævintýranna hvelfdist á ný, heiður og blik- andi bjartur, yfir höfði þeirra. Síðan sveif hugur þeirra suður um höf, ásamt fögru fylgdar- liði, er — „kóngur gifti dóttur sín kóngssyni fyrir austan Rín, gaf henni góss og garða nóg og gullið allt í Rínar-skóg“. Þar var síðan slegið upp veizlu, gleði og glaumur mikill: Þar voru „organ troðin og bumbur barðar, sleigið simfón og salteríum. Þar voru á borðum pipraðir páfuglar, saltaðir sjófiskar, mimjam og timjam og multum salve. Þar var drukkið: Prímet og Klaret og vínið Garganus . . . .“ „Þar hefur nú verið veizla í lagi!“ sögðu krakkarnir og hlógu þá dátt. Nú var öll hryggð og harmur gleymdur. Og í sömu svifum voru kveikt ljósin. En stundum gat fullorðna fólk ið ekki á sér setið né hallað sér út af í rökkrinu, heldur settist það líka hjá Brandþrúði og hlustaði einnig á ævintýri henn- ar og sögur. En þá var samt oft- ar beðið um þjóðsögur, — og stundum um draugasögur. Þá þrýstu börnin sér þéttar upp að Brandþrúði gömlu og héldu sér fast í hana á alla vegu. Þau minnstu smeygðu sér jafnvel upp í fang hennar. Og faðmur Brandþrúðar gömlu stóð þeim alltaf opinn, hlýr og móðurlegur. Þetta voru allt börnin hennar, hvar sem hún kom. önnur börn átti hún ekki. Enda var hún hvorki gift né við karlmann kennd alla sína löngu ævi.----- Það var ekki langur sprettur fyrir börnin á móti þeim Brand- þrúði gömlu og Þráni. En þá var samt yngsta teljan komin til hennar og búin að ná í aðra höndina á henni. Og henni sleppti hún ekki aftur. Brand- þrúður gamla laut niður og kyssti öll börnin innilega. Bjart og kringlótt andlit hennar ljómaði broshýrt og blítt út úr öllum dúðanum, og hver hrukka þess var sem gullin rák í gömlu og máðu bókfelli með skrautlegu munkaletri í hverri línu. Síðan hengdu börnin sig öll utan 1 hana, hvar sem taki varð náð. Og að lokum varð Brandþrúður gamla að taka minnstu telpuna upp í fang sér til að rýma til fyrir hinum. Og samt skorti hana anga og útlimi, svo að öll börn- in fengju nægilega traust tak Og eignarhald á persónu hennar. En nú var stutt eftir til bæjar. Húsbændurnir höfðu fengið pata af, hver væri á ferð, og voru nú komnir til að taka á móti henni og leiða hana inn í bæinn. ----Að klukkustund liðinni var móttökunni lokið. Brand- þrúður hafði hresst sig vel á heitu og góðu kaffi og góðri mál- tíð, sagt helztu fréttinar og hall- að sér síðan út af til að láta líða úr sér mestu þreytuna. Hún var komin alllanga leið norðan úr víkum, frá yzta nesi þar nyrðra, hafði farið að heiman bráð- snemma um morguninn. Færð- in hafði verið allgóð, en þó þæf- ingur með köflum, og hríðar- hraglandi öðru hvoru. Hún bjó ein með bróður sínum á útkjálka jörð og fór venjulega lítið að heiman, nema þessa árlegu út- mánaðaför sína í Fjörðinn til komu hennar, hlökkuðu börnin, er hún tók að nálgast, og þau söknuðu hennar lengi á eftir, er hún var farin.---- Rökkrið færðist hægt yfir bæinn, því að dimmt var í lofti. Börnin voru hljóð um hríð, en þó heit af eftirvæntingu. Og enn hallaði fullorðna fólkið sér út af í rökkrinu. Loks gat minnsta telpan ekki stillt sig lengur. Hún læddist hægt og gætilega yfir að rúminu, þar sem Brandþrúður hvíldi, og teygði sig upp yfir rúmstokkinn, unz hún náði í aðra hönd hennar. Telpan var varkár og hálfsmeik, um leið og hún snerti hlýja og vinnuhrjúfa höndina stóru. En þá lokaðist hún skyndilega fast utan um höndina litlu og dróg hana til Fyrir nokkrum árum átti dr. Þorkell Jóhannesson frumkvæði að því, að stjórn Þjóðvinafélags ins og menntamálaráð hófust handa um að láta rita og gefa út sögu landsins í tíu bindum. Var hann síðan í þessum nefnd- um kosinn í undirnefnd til að undirbúa verkið, ákveða stærð þess og semja við nokkra menn um að skrifa þessa fyrstu sam- stæðu íslandssögu, sem þjóðin hefir eignast. Nú hefir dr. Þor- kell aukið framlag sitt til þessa verks með því að rita hálft ann að bindi og nær sá þáttur frá miðri 18. öld og fram að 1830. Dr. Páll Eggert hafði riðið á vaðið og samið hálft þriðja bindi frá siðaskiptatímanum og fram að upphafsstarfi Skúla fógeta í Reykjavík um 1750. Er þannig búið að rita samfellda sögu lands ins í þessu ritverki frá siðaskipta tímanum og þar til Fjölnismenn og Jón Sigurðsson komu til sög- unnar. Verkum var þannig skipt í upphafi, að Barði Guðmunds- son skyldi rita eitt bindi um tímabilið frá landnámsöld og fram undir Sturlungatímana. Þá átti Árni Pálsson að rita tvö bindi, annaði um Sturlungaöldina og hitt um blómatíma kaþólsku kirkjunnar fram að siðakiptum. Þá var mér failð að rita 8. bindið u m hinar nýju hræringar frá 1830 og fram að 1874. Þá var von- ast eftir, að Einar Arnórsson mundi taka landshöfðingjadæm- ið, þrjátíu árin frá 1874—1904. Magnús Jónsson guðfræðipró- fessor hafði góð orð um að rita eitt bindi um ráðherratímabilið 1904—18, en þá var honum falin forysta í fjárhagsráði og tefur sú vinna þetta starf. Af þeim, sem enn eiga eftir að ljúka sín- um störfum við þetta verk, munu flestir hafa mest traust á Einari Arnórssyni til skjótra að- gerða, þó að hann hafi nú haldið sjötugsafmæli sitt fyrir nokkr- um dögum. En hvað sem líður öugnaði einstakra höfunda, þá er nú tækifæri til að þakka dr. Þor- sín. Og litla stúlkan smaug óð- fús og glöð upp í rúmið og stakk sér inn undir vanga gömlu kon- unnar. „Segðu mér sögu, elsku góða Brandþrúður mín, — æ, segðu mér sögu!“ hvíslaði telpan á- köf, en þó hálfskelkuð yfir dirfsku sinni og áræði. Og í munni gömlu konunnar góðu var eigi nei fundið. Hún hóf þeg- ar sögu sína, hálfhvíslandi eins og hin, með ljóðrænni, hreim- þýðri hrynjandi, er steig og hné eftir efrii og blæbrigðum sög- unnar. Þetta átti svo vel við. Það var sem andardráttur kvöldsins sjálfs í rökkurró. I sama vetfangi voru öll hin börnin þarna komin! Þau blátt áfram hrúguðust ofan á gömlu konuna. Og upp úr alldri hrúg- unni stakk að lokum brosandi andlitið gamla, rúnum rist, er Brandþrúður reis upp og bjó um sig uppi 1 rúminu, svo að allur hópurinn gæti komizt sem næst henni á alla vegu. Tvö stærstu börnin settust á skemil við rúm- stokkinn, en hin fjögur vöfðu sig utan um hana, og sú yngsta smaug alveg upp í fangið á henni. „Æ, lofaðu blessuðum börn- unum að koma til mín, húsfreyja góð“, sagði Brandþrúður gamla, er móðir barnanna reyndi að aftra þeim frá að gera aðsúg að þreyttum gestinum. — „Þetta er yndi okkar allra og ánægja“, sagði hún og hélt síðan áfram sögu sinni, — og síðan hverri af annarri langt fram á kvöld. Augu hennar blikuðu, fjar- ræn og draumúðug, gegn snæ- blárri skímu baðstofugluggans. Og hugur hennar allur var á ævintýraslóðum. Hún lifði sjálf í ævintýrinu og naut þess fylli- lega. ;— Hún trúði! — Á slíkum stundum var hún kynborin drottning örbirgðar og ævintýra, en réð þó yfir víðlendu ríki og undursamlegu! — austfirzka al- þýðukonan sögufróða. —Eimreiðin katli Jóhannessyni fyrir hans mikla skerf við iausn þessa máls. Bindi það, sem hann hefir nú ný- lokið, er stórmikill fengur fyrir alla þá, sem unna sögu landsins. Það nær yfir erfitt tímabil í lífs- sögu íslendinga: Skaftáreldana, niðurfall Alþingis, flutning Al- þingis, flutning latínuskóla og biskupsstóla frá Hólum og Skál- hotli, siglingaleysi Napoleons- styrjaldanna og kyrrstöðutíma- bilið að fengnum friði. En mitt í þessum erfiðleikum byrjaði vor- hugur í þjóðlífinu. Margir ágæt- ir menn komu fram á starfsvöll- inn og unnu þjóðfræg verk. Skúli fógeti og Eggert Ólafsson felldu tjöld sín saman. Stephens sensættin tók um stund forystu í landinu og má segja, að Magnús Stephenssen sé höfuðkempa þessa tímabils. Glæsilegur ferill Jóns Eiríkssonar, Finns biskups og Hannesar sonar hans og Sveins læknis Pálssonar, er hefir gert einhverja frumlegustu vís- indauppgötvun allra Islendinga og voru lífskjör hans þó hin erf- iðustu. Dr. Þorkell hefir í þessu verki sameinað þær aðferðir, sem mest gætir í íslenzkri sagna- ritun. Hann ritar vel og skemmti lega um lífsbaráttu skörung- anna, en vefur þess á milli breiða voð menningarsögunnar. Ættu sem allra flestir ungir menn að eignast þessa sögu og lesa vandlega um baráttu og sigra forfeðranna, þegar oft var við mest ofurefli að etja. Saga þessa tímabils ber fagran vitnis- burð um þrek og mátt íslenzku þjóðarinnar, þegar flestar hörm- ungar steðjuðu að þjóðinni. J.J. —Landvörn Bus. Phone 27 989—Bes. Phone 36 151 Rovalzos Flower Shop Our Speelalties: WEDDING CORSAGES COLONIAL BOUQUETS FUNERAL DESIGNS Mlu K. ChrUtle, Proprletress Formerly with Robinson & Co 253 Notre Dame Ave. WINNIPEG MANITOBA Bækur og listir Business and Professional Cards PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barrisiers • Solicilors Ben C. Parker, K.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson 500 Canadian Bank of Commerce Chambers Winnipeg, Man. Phone 923 561 JOHTJ A. HILLSMAN. M.D., Ch. M. 332 Medical Arta. Bldg. OFFICE 929 349 Home 403 288 Phone 724 944 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 6 — 652 HOME ST, V'lötalatiml 3—5 eftlr hadegl DR. E. JOHNSON 304 EVELINF, STREET Selklrk. Man Ofriue hra. 2.30 6 p m Fhones: Offlce 26 — Rei. 251’ Phone 21 101 ESTIMATES FREE i. M. INGIMUNDSON Asphalt Rnofs and Insulated Slding — Repairs 632 Simcoe St. Wínnipeg, Man Office Phone Ree Phon* 924 762 726 116 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Office Houra: 4 p.in.—6 p.m. and by appointment DR. A. V. JOHNSOfv! Denti.nt 606 SOMKRStíT BUlIrDINO Telephone 97 932 Home Telephone 202 39* DR. H. W. TWEED Tannlæknir 508 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor Portage Ave og Smith St Phone 926 952 WINNIPEG Talslmi 926 826 Heimilis 404 630 Cars Bought and Sold DR. K. J. AUSTMANN SQUARE DEAL Rérfrœðini/ur i augna, eyrna. nef oo kverka sjúkdómum MOTOR SALES “The Workino Man’n Friend” 209 Medlcal Arts Bldg. Stofutimi: 2.00 til 5.00 e. h ql. TlAri 297 Prinorss Strebt Kn. ZO404 Half tílock N. Lopan DR. ROBERT BLACK SérfrœOinour < aupna. eyrna. nef og hdlssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTH BLDQ Graham and Kennedy St Skrlfstofustmi 923 851 Heimasími 403 794 1 SARGENT TAXI Phone 722 401 FOR QUICK RELIABLB SERVICE EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N DAK islenzkur lyfsali Fólk getur pantaö mefiul ojf annaíS meC pösti. Fljót afgreiösla. J. J. SWANSON & CO. LIMTTED 308 AVENUE BLDO WPG Fnstotgnasalar. I.elgla hús. Öt- wcti peningalán og eidsábyrgfi. hlfrei8aá.bvrgC, o. «. frv. Phone 927 538 GUNDRY PYMORE Limited tíritish Quality Flsh \ettino 68 VICTORIA ST„ WINNIPEG Phone 92 8211 Unnayer T. R. THORV A LDtíOh' Vour patronage will be appreclated Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LöofrtOinyar »I9BANK OF NOVA SCOTIA BG Portage og ilarrv St Phone 928 291 Q. F. Jonasaon, Pres * Man. Dlr Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLK, Slml 925 227 Wholesale Diatributors of FRESH ANU FROZRN FIS** C A N A D 1 A N FISH PRODUCERS, LTD. J U. PAQE. ilanauinu LHrector Whoiesale Distributors of Frjei. and Frozen Fish 311 CHAMBERS STKEET Dffice Ph. 26 328 Res Ph 73 917 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC 8t. Mary’s and Vaughan, Wpg Phone 926 441 A. S. B A R D A L *4k SHERBROOK o I KliKl cS*-)ur iíkklHtur og annast um Qt fa#ir. Allur óthúnaóur só beztt Ennfremur selur hann aiinkona! ntiimiavarÖa og legstema tíkrífstofu taÍHitm 27 324 HeimillR talsinn 26 444 Phone 927 025 H. J. H. Palmason, C.A. H. 1. PALMASON * CO. Chartered Accountants 505 Confederatlon Life Bldg. Wtnnipeg Manitoba Phone 23 996 761 Notre Dame Ave. Just West of New Matemity Hospital Nell's Flower Shop Wedding Bouquets, Cut Flowers Funeral Designs, Corsages Bedding Plants Nell Johnson Ruth Rowland 27 482 88 790

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.