Lögberg - 06.07.1950, Blaðsíða 2

Lögberg - 06.07.1950, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 6. JÚLÍ, 1950 ÞÓRIR BERGSSON: SJÁANDI GR í M U R HALLDÓRSSON, skáld, var að staulast úr rúm- inu. Gamli maðurinn, — hann var bráðum áttatíu og tveggja ára, — fór sér að engu óðslega, enda hefði flas ekki orðið hon- um til fagnaðar. Hvernig gat það verið öðruvísi, maður á þess- um aldri — og hafði legið í slæmri inflúensu í hálfan mán- uð? Satt að segja undraðist gamli maðurinn, er hann steig í fæturna, hvað hann var þó brattur, hafði jafnvel búizt við því að hann gæti varla valdið sínum eigin skrokki. Hann svim- aði að sönnu, dálítið, fyrst í stað og var ekki laus við óstryk 1 fótunum, en var við öðru að búast? Sei-sei, nei. Sólin skein inn um glaggana á svefnherberginu, björt og skær útmánaðarsól, ljómi hennar end- urvarpaðist frá snæviþaktri jörð. — Grímur gekk út að glugga og leit út á götuna, á húsaraðirnar fram undan. Ann- að sást ekki úr þessum glugga, hvorki fjall né sjór. Oft hafði þessi útsýn ergt hann, nú vakti hún fögnuð og yl í huga hans. Því, þrátt fyrir háan aldur og allt, sem háum aldri er sam- ferða, gat hann enn notið þess að vera lifandi og sjá þetta gam- alkunna umhverfi, hús, er hann hafði horft á í hálfa öld, og hús, sem höfðu orðið til smátt og smátt síðan. Hans eigið hús var frá byrjun aldarinnar, tvílyft timburhús, vel byggt og entist ágætlega: sjálfur bjó hann uppi á efri hæðinni og hafði auk þess þakhæðina til umráða. Niðri var vefnaðarvörubúð og skrifstofa, auk geymslu, það var þessi hæð, sem gaf góðar tekjur, alveg ó- trúlegar. Skáldið var svo lán- samt að eiga systur, ekkjufrú Sigurðsson, sem var bústýra hans. Hún Var bæði útsjónar- söm, dugleg og góð. Þetta kom sér vel, svo sem auðvitað er, því Grímur Halldórsson var ónýtur fjármálamaður, allar verðalgs- breytingar og allt gildi peninga var honum hulinn leyndardóm- ur og óráðanleg gáta. Hvernig gat hann skilið það, að neðri hæðin í þessu gamla húsi gaf nú af sér, árlega, meira en helm- ingi hærri upphæð í krónum en allt húsið með lóð, hafði kostað upphaflega? Já, mikið meira, og þó var hún Katrín, systir hans óánægð með leiguna? Það var hlýtt og notalegt inni, blessað góða vatnið frá Reykj- um var dásamleg lind, það gat Grímur vel viðurkennt. Hann hafði, meira að segja, orkt um það kvæði, sem var bæði snjallt og skáldlegt að allra dómi. Var þó kominn nær áttræðu, er það kvæði varð til. Honum datt þetta kvæði í hug, þegar hann gekk yfir gólfið frá «glugganum inn í baðherbergið til þess að þvo sér. — Það er annars undar- legt, hugsaði hann með sér, eða, öllu heldur, — tautaði við sjálf- an sig, — að á efri árum þarf ég alltaf eitthvert sérstakt atvik, eða afrek, að yrkja um. Áður komu mín beztu kvæði af sjálfu sér, spruttu upp í huganum eins og lind í hlíð eða brutust fram eins og hver eða eldgos úr iðr- um jarðar, óviðráðanlegt út- streymi og óskiljanlegt. Þá þurfti ekki neina hitaveitu, lýð- veldi, stríð né dauða til þess að vekja mig. — Nei, ég skil það nú ekki, hvernig á því getur staðið, að mér hefur ekki alltaf þótt fallegt að horfa á þessar götur og þessi hús! Hvert út af fyrir sig eru þau kannske ekki öll fal- leg, en þau hafa þó hvert sinn svip, toginleitt hús og sorgmætt, íbyggið hús og hugsandi, grobb- ið hús, hús, sem er feimið og þorir varla að líta upp, stærilátt sperriófuhús, hús, sem glennir upp glyrnurnar og starir á þig eins og naut á nývirki. uppdubb- að hús eins og daðursdórs, illa hirt og sóðalegt hús, — ef það nú er, allar mögulegar tegundir af húsum! öll saman heillandi hópur af lifandi húsum, vantar jafnvel ekki sjálfbirgingslega, yfirlætismikla húsið, sem með mjóum turni eða þunnri burst teygir sig upp fyrir litlu húsin, þrekvöxnu og herðabreiðu; held- ur ekki litla, skælda og skakka timburhúsið, sem reynir með tjáningu vesaldómsins að vekja á sér athygli og tístir um mikil- leika fátæktar og forréttindi auðnuleysis á hinn skoplegasta hátt! Grímur Halldórsson er nú kominn inn í baðherbergið, hann tautar, hlær gegnum nefið að hugsununum, sem blossa upp, eins og logar í rústum af ný- brunnu, hrundu húsi. Hver veit nema hann geti enn þá orkt eitt- hvað af ölum þeim kynstrum sem hann á eftir að koma á blað? Áður var það rtmnur, sem logaði án þess að brenna, rödd, sem talaði úr eldinum, — ennþá, í dag hafði hann heyrt óminn af þessari raust, þessum hljómi allra hljóma, og sál hans fylltist af þeim gamla unaði, sem hann átti einn, án allrar íhlutunar. Hann leit á sjálfan sig í spegl- inum, sá þar mjög gamlan mann með hálfsmánaðar skeggbrodda, snjóhvíta, hrukkótt andlit, þunnt hvítt, en langt hár, sem fór mjög illa, lafði niður á enn- ið og var úfið. Augu, sem fyrst, allra snöggvast ljómuðu, eins og í eftirvæntingu, hrifningu, en urðu jafnskjótt þreytuleg og dauf, — sljó gömul augu. Hann strauk grönnum, hvítum fingr- um um kjálkana og hristi höfuð- ið, renndi augum að borðinu, þar sem rakáhöldin hans voru. Nei, varla nú. — Hann svimaði aftur, settist á stól, studdi olbog- anum á borðið og hönd undir kinn. — Þessar bækur! Þær stóðu í flestum bókaskápum á landinu, stundum ein, oft fleiri, víða all- ar, tíu bindi, heildarútgáfa. Heildarútgáfa! Grímur Halldórs- son, maður nítjándu aldarinnar, maður fortíðarinnar, kulnandi glæður af brunnu húsi, hann lýsti nú ekki lengur umhverfið með ægiljóma hins mikla báls, fólk þyrptist nú ekki lengur að til að heyra og sjá. Sú álfa- brenna er hann hafði kveikt, var slokknuð, söngurinn þagnaður, dansinn hættur. Enginn hefur unun af að dvelja við hálf- brunna, rjúkandi rafta á ber- svæði, þótt þar hafi, um stund, verið dansað, sungið og hlegið. Aldrei mundi nýjum viðum, ný- ju eldsneyti, verða bætt í þá brennu. — Heildarútgáfa! Engu við að bæta. — Bálið var slokkn- að, — tíminn einn gat skorið úr því, hve langt fram í aldirnar bjarminn af því mundi berast. Nei, dauðinn hafði ekki náð í hann í þetta sinn. Hann var aftur að hressast, — risinn úr rekkju .Sólin skein á hann, eins og hina, — þessa tuttugustu ald- ar menn. — Ennþá gat honum dottið margt í hug og þótt hann hefði ekki löngun — kannske ekki þrek, — til þess að raka sig í dag, því síður að hann gæti farið út til Sigurðar og látið raka sig, þá gat hann gert það á morgun eða hinn daginn, ef hann þá ekki safnaði alskeggi 1 ellinni, snotru, hvítu alskeggi? Hann stóð upp leit aftur í spegil- inn. Nei, það var ómögulegt að geta sér til, hvernig honum myndi fara alskegg, líklega yrði hann langleitur og ennþá vesældarlegri með það.------- — En Grímur, Grímur minn! ertu kominn á fætur! Það er systir hans, sem kemur inn í svefnherbergið. Gamla skáldið staulast fram í herbergið, hann er í þykkum flókaskóm, buxum og slopp. — Já, hvað sýnist þér, Katrín? — En góði bróðir minn, lækn- irinn sagði þér að liggja í dag. Það eru ekik meira en tveir dagar, síðan þú hafðir hita og þú varst mikið veikur. — Þú býður mig ekki velkom- inn á fætur, segir gamli maður- inn, ég er bara sprækur, miklu skárri en ég bjóst við. Hann eigrar yfir herbergið, út að glugganum. — Komdu hingað, Katrín, og sjáðu! Katrín gekk til hans að glugg- anum. — Já, það er fagurt og kalt úti, segir hún. — Það er ekki veðrið, segir hann, — en líttu á alla þessa hersingu þarna úti! Katrín lítur út. — Nú, ég sé bara ekkert sér- stakt, segir hún, — tvær þrjár manneskjur á götunni, hún snýr sér að bróður sínum, hálfhrædd, hersingu, hvað meinar þú, Grím- ur? En Grímur horfir út, kímileit- ur og íbygginn á svip. — Húsin, húsin, segir hann, og hlær lágt, gegnum nefið. — Sérðu ekki hvað skoplega og skemmtilega öll þessi hersing stendur þarna og horfir á okkur? Katrín tekur undir handlegg hans. — Góði Grímur minn, ég held þá ættir nú ekki að reyna meira á þig í dag, heldur leggja þig útaf aftur! — Eg hef ekki tekið eftir því áður, segir hann, en ég er viss um, að það verður sannarlega mörg dægradvölin að því. — Já, efalaust, segir Katrín, —en gerðu það nú fyrir mig, bróðir minn, að fara í rúmið aft- ur í dag. Það er áreiðanlega bezt fyrir þig að vera mjög stutt á fótum, og rölta sem minnst um svona fyrsta daginn. —Nei, segir Grímur og lítur á Katrínu, — það er varla von til þess að þú sjáir þetta allt, sem ég sé. En nú skal ég segja þér hvað það er. Ár eftir ár hef ég litið út um þennan glugga og aldrei séð annað en leiðinleg hús, sem smátt og smátt hafa byrgt fyrir alla útsýn eftir því sem þau hafa verið byggð. Eg hef sjálfsagt haft orð á þessu við þig, líklega oft. En, allt í einu, nú áðan, opnuðust augu mín, og ég sá ,að þetta dauða efni og mannaverk er, í rauninni, allt lifandi, alveg eins og allt annað, sem litið er á með vakandi, lif- andi sál. Líttu nú á það, systir góð! Eru ekki húsin, þarna, hvert með sinn svip, gleði, sorg- ir, hvatir og duttlunga, vit og vitleysu, hreysti og vesaldóm, alveg eins og við mennirnir? Katrín horfir á bróður sinn og áhyggjunum léttir af henni. Svo lítur hún út. — jú, þetta er sjálfsagt rétt hjá þér, bróðir góður, enda þótt ég sjái ekkert nema venjuleg hús. — Hamingjunni sé lof fyr- ir að þér er að batna. Eg var, snöggvast, hrædd um að þú værir með eitthvert rugl eða óráð, þegar þú fórst að tala um hersinguna, — hélt að þú sæir ofsjónir. En nú kannast ég við þig- — Heyrðu, Katrín mín, segir Grímur, reyndu nú að koma auga á öll þessi óteljandi og undraverðu svipbrigði, alla þessa fjölbreytni, langar og merkilegar sögur, sem lesa má út úr ásýndum þessara mörgu húsa, sem hrúgazt hafa upp hér í kringum okkur. Katrín horfir út. — Svo hrist- ir hún höfuðið, leggur handlegg- inn um herðar bróður síns og klappar honum, mjúklega. — Elsku bróðir minn, segir hún, þú verður að fyrir gefa mér heimskuna, en ég se bara þessi sömu hús og áður! Eg get ekki komið auga á neitt annað. —Heimilisblaðið FERÐIR FUGLANNA Benedikt Valdimar Magnússon Melsted BENEDIKT heitinn var fæddur að Gvendarstöðum í Köldu- kinn í Suður-Þingeyjarsýslu á ís landi 27. nóvember 1862. For- sldrar hans voru hjónin Magnús Grímsson frá Krossi í Ljósavatns skarði og Elin Magnúsdóttir frá Sandi í Aðaldal. Ungur fluttist Benedikt með foreldrum sínum að Halldórs- stöðum í Köldukinn. Þaðan flutt- ist hann með móður sinni þá ekkju og systkinum til Nýja Is- lands, árið 1876. Fimm árum seinna flutti öll fjölskyldan suð- ur til Dakota og nam þar land suðvestur af Garðar. Þeir bræð- ur Einar og Benedikt héldu sam- vinnu lengur en hinir aðrir bræður hans. Einnig vann Ben- edikt að smíðum með Jóni Matthiassyni um langt skeið. En þar kom að, að hann stofnaði sitt eigið heimili er hann giftist Geirfriði S. J. Freeman og þau settu bú sitt við smálæk sem rennur sunnanvert við Islensku byggðina. Sagan endurtekur sig. Fyrst var loggahús, ekki kofi því myndarlega var byggt og með árunum uxu húsakynnin svo sem velmegun ungu hjónanna. Og sigurinn stærsti var unnin þegar nýja húsið reis á rústum hins gamla fyrir ötulleik, sam- vinnu og samhuga líf Melsteðs hjónanna. Melsted var eljumað- ur, sístarfandi það var honum lífsgleði að sjá börnin sín komast lengra mentalega en hann sjálf- ur hafði tækifæri til. Guð hafði gefið honum hendur sem fúsar unnu tækifæri og möguleika handa þeim sem honum voru kærir. Guð hafði gefið honum hjarta sem skildi óskir barna sinna og vildi hjálpa þeim til að rætast. Guð hafði gefið honum fórnfýsi sem sá ekki í að leggja alt sitt þerk fram að aðrir mættu komast „upp á tindinn", þó hann sjálfur yrði við það bundnari heima eins og árin og aldurinn færðist yfir. Allir dagar eiga kvöld. Þeim hjónum varð sex barna auðið. Eru þau: Elin, Mrs. F. H. Goldsmith, Carson, N.D. Björn, prófessor í Whapeton N. D. Sigurður, prófessor Illinois University, 111. Haraldur, skóla- stjóri í Bisbee, N.D. Sigrún, Mrs. D. Harding, Salem Oregon, og Alvin sem býr heima. Benedikt hafði verið hraustur maður um æfina en elli svo sem öðrum hafði komið honum á kné nú hin síðari árin, en um búgarð sinn gat hann lengst af farið og notið minninganna um alt sem unnist hafði. Nokkru fyrir and- látið hafði hann veikst af flú og enda þótt honum væri að batna nokkuð, sýndist sem seinasta raunin hefði verið honum um of. Og nokkrum dögum fyrir and- látið hnignaði honum snögglega, og mátti þá enginn mannlegur kraftur úr bæta, og morguninn hinsti varð einnig hinn eilífi morgun því snemma föstudags hins 26. maí lauk hérvistum hins þreytta öldungs og friður, eilíf- ur friður, lokaði „bókinni hans“. Auk sex barnanna áður nefnd- ra lífir hann eiginkona hans Geirfríður og sjö barnabörn. öll systkini hans voru á undan hon- um gengin heim. Jarðaförin fór fram frá heim- ilinu og kirkju Garðarsafnaðar þann 29. maí 1950 að viðstöddum ástvinunum og vinum og sam- ferðafólki. Séra E. H. Fáfnis jarðsöng. MARGT ER enn óskiljanlegt um ferðir fuglanna. En þegar um þær er talað, er venjulega átt við ferðir far- fuglanna, sem ferðast á vissum tímum vor og haust suður og norður, og einnig austur og vest- ur yfir meginlöndin. En sjófugl- arnir fara einnig langferðir í stórhópum. Um farfuglana er það að seg- ja, að þeir fljúga oftast nær milli vissra staða. Þeir dveljast á ákveðnum stöðum á sumrin og ferðast á haustin til ákveðinna staða. Það má vel vera að á þessum langferðalögum styðjist þeir við lajidsýn og kennileiti og rati þess vegna. En ekki á þetta þó við um alla farfugla. Um gaukinn er það til dæmis vitað, að ungarnir leggja á stað í suðurferðina á haustin, löngu eftir að foreldrar þeirra eru farnir. Þeir hafa því enga leið- sögu og þeir geta ekkert vitað um það land, sem þeir eru að fara til. En þó rata þeir. Ungir gaukar, sem eru fæddir og upp- aldir í Evrópu, fljúga á haustin rakleitt til Suður-Afríku eða Arabíu. Maður á bágt með að trúa að þeim sé það meðfætt að vita hvert þeir eiga að fara. Og ekki er sú skýring líklegri ,að hitabreytingar í lofti eða vindar ráði ferðum þeirra. En þeir kom- ast altaf á ákvörðunarstað. Tökum vér til dæmis farfugl, sem er fæddur og upp alinn 1 Grænlandi, þá verður hann að fljúga þrisvar sinnum yfir haf áður en hann kemst til Hjalt- lands, fyrst milli Grænlands og íslands, svo milli íslands og Fær eyja, og seinast milli Færeya og Hjaltlands. En hver þessi áfangi er um 300 mílur. Þeir hafa þó landsýn við að styðjast á leið- inni. Öðru máli er að gegna með sjófuglana, en þeir munu jafnan sækja á vissar slóðir undir vet- ur. Á hinu mikla landgrunni hjá New Foundland hefir fjöldi sjó- fugla veturvist. Þar hafa veiðst 8 ungir mávar og tveir ungir lundar, sem höfðu verið merkt- ir í Bretlandi. Enn fremur hafa veiðst hjá New Foundland og Labrador mávar, sem merktir hafa verið í Danmörk, Græn- landi og íslandi. Tveir mávarnir frá íslandi voru fullorðnir þeg- ar þeir voru merktir. Um þessar tegundir fugla er hið sama að segja og um gaukana, að ungarn- ir og fullorðnu fuglarnir verða ekki samferða. Verða ungarnir því að rata sjálfir á þær slóðir, þar sem foreldrar þeirra eru vanir að dveljast á vetrum. En hvernig fara þeir að því að rata á þá staði? Máske slást þeir í fylgd með einhverjum öðrum fuglum, sem rata. Þó er sú get gáta ekki fullnægandi. Mávar, sem merktir hafa verið í Bret- landi, hafa einnig veiðst í sunn- anverðu Grænlandi, í Davis- sundi, á íslandi, Færeyum, Dan- mörk, Hollandi og Biscay-flóa, svo að þeir dreifa allmjög úr sér. Merkingar fugla eru mjög þýð- ingarmiklar til þess að afla þekkingar á háttum þeirra, enda fara nú fuglamerkingar fram um alla Norðurálfu og Norður- Ameríku og færast í vöxt ár frá ári. Til dæmis hafa um 750 Þús- undir fugla verið merktar í Bretlandi seinustu 40 árin. En þrátt fyrir þennan mikla fjölda, er það furðu fátt af merkjum, sem aftur kemur til skila. Þó hefir fengist mikill fróð- leikur um ýmsar tegundir fugla á þennan hátt, eigi aðeins um það hvert þeir ferðast, hvar þeir hafast við á vetrum, hve gamlir þeir eru þegar þeir veiðast o.s. frv., heldur einnig um það hverj ir vitja sömu varpstöðva ár eft- ir ár, og jafnvel sama hreiðurs. Fyrir fjórum árum voru merktir 140 skúmar og kjóar í Skotlandi en ekki hafa nema um 3% þeirra komið í leitirnar, og enginn þeirra í Skotlandi. Einn settist á franska fiskiskútu út af Flandern. Á Fagurey, sem er skamt und- an Skotlandi, er fuglamerkinga- stöð. Var henni valinn staður þar vegna þess að þar koma við farfuglar úr tveimur áttum, annar straumurinn frá íshafs- löndum Kanada, Grænlandi og íslandi, en hinn frá Skandin- avíu, íshafsströnd Evrópu og Síberíu og jafnvel frá löndum sunnar. Er það ótrúlegur sægur fugla, sem fer þar um á suður- leið, en langt um færri koma þar við á norðurleið á vorin. Menn þykjast og hafa tekið eft- ir því, að sé snörp vestlæg átt þegar fuglarnir eru á ferðinni, þá koma færri þar við en endr- anær. Mest berst þangað af far- fuglum þegar suðaustlæg átt er og votviðri. En hvar leggja þeir fuglar þá leið sína, er koma þar ekki við í vestanátt? Auðvitað fara þeir sinna ferða, en velja sér þá einhverja aðra leið. Er ekki talið ólíklegt að vestan- vindurinn hreki þá yfir Norður- sjó að ströndum meginlands Evrópu og þeir þræði svo með þeim. Sumir ætla þó að verið geti að í vestanátt fljúgi þeir yfir Skotland hátt í lofti og komi þar ekki við. Eitt er víst, að ef skyndilega breytir um átt frá vestri til austurs, þegar fuglarn- ir eru á ferðinni, þá koma þeir í stórhópum til Fagureyar. Það gæti ekki átt sér stað ef þeir væri þegar komnir austur yfir Norðursjó. Þá er það einkennilegt að það er eins og farfuglarnir fælist vit- ann á Fagurey. Á björtum haust nóttum, þegar mikið ber á vit- anum, setjast þar mjög fáir fugl- ar. En skyldi þoka skyndilega skella yfir, þá fyllist alt af þeim. Af þessu mætti ef til vill draga þá ályktun, að farfuglarnir leiti til landa þegar dimmviðri er. Annars er talið að farfuglarnir fljúgi yfirleitt mjög hátt og sú ályktun dregin af því hve sjald- an sést til ferða þeirra af skip- um, sem eru á siglingu á þeim slóðum, er leið þeirra liggur yfir. —Lesb. Mbl. Vistfólki á Elliheimilinu boðið um borð í Gullfoss geta eignast hlutabréf í Eim- skipafélaginu, og þar með lagt sitt lóð á skálarnar til þess að efla félagið. Framkvæmdastjóri og stjórn Eimskapafélags íslands buðu í gær vistfólki af Elliheimilinu Grund um borð í Gullfoss til þess að skoða skipið, og varð gamla fólkið hrært af hrifningu, enda hafði það aldrei fyrr aug- um litið svo glæsilegt og fagurt skip. Tveir fulltrúar félagsins, þeir Guðjón Einarsson og Ottar Möller tóku á móti gamla fólk- inu og fylgdu því um skipið á- samt Sigurði Jóhannssyni ein- um af stýrimönnum Gullfoss. Var fólkinu sýnt allt skipið hátt og lágt, en á eftir var því boðið til kaffidrykkju í einum af borð- sölum skipsins. Þar bauð Guð- jón Einarsson það velkomið fyr- ir hönd framkvæmdastjóra og stjórnar Eimskipafélagsins, og enn fremur flutti Ottar Möller ræðu, og rakti sögu og þróun Eimskipafélagsins. Gat hann þess sérstaklega hvern þátt eldri kynslóðin hefði átt í stofnun fé- lagsins, vexti og viðgangi þess — einmitt fólk á sama aldurs- skeiði og vistmenn eilliheimilis- ins. Nefndi hann í því sambandi nokkur dæmi um það hvernig margt fátækt fólk hefði klofið þrítugan hamarinn til þess að Að lokum tók Gísli Sigur- björnsson, forstjóri elliheimilis- ins til máls, og þakkaði boðið fyrir hönd elliheimilisins og vist fólksins, og enn fremur toku til máls Flosi Sigurðsson, einn af stjórnarmeðlimum elliheimilis- ins, og frú Þuríður Guðmunds- dóttir, ein af boðsgestunum. Eftir kaffidrykkjuna heilsaði allt gamla fólkið upp á skip- stjórann í reyksal skipsins, en fór síðan frá borði glatt og á- nægt með komuna. Alls voru það milli 40 og 50 vistmenn, sem gátu þegið boðið var elzti gest- urinn 86 ára. —Alþbl. 27. maí

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.