Lögberg - 06.07.1950, Blaðsíða 4

Lögberg - 06.07.1950, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 6. JÚLÍ, 1950 iögbcrg MAN. GeflS öt hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 696 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáskritt rltstjórant: EDITOR LÖGBERG, 696 BARGENT AVENUE, WINNIPEG, PHONE 21 804 Ritsljóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and publlehed by The Columbia Presg Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manltoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Depaxtment, Ottawa BROÐURMINNINGAR Eftir GUTTORM GUTTORMSSON t Minnesota Ein blekkingin annari meiri Þó 4róðursvélin í Moskvu hafi ungað út mörgu furðulegu fóstri frá þeim tíma, er síðari heimsstyrjöld- inni lauk, tekur þó hið nýjasta nýtt í rauninni út yfir allan þjófabálk; nú eru rússneskir kommúnistar önnum kafnir við að smeygja því inn hjá almenningi, að það hafi verið íbúar Suður-Kóreu, sem átt hafi upptökin að þeim ömurlegu hjaðningarvígum, sem hófust á sunnu- daginn þann 25. júní síðastliðinn með fyrirvaralausri innrás landránsfylkinga úr Norður-Kóreu inn í suður- hluta landsins, eða hið unga lýðveldi, sem þar hafði fyr- ir tiltölulega skömmu stofnað verið fyrir atbeina vest- rænna þjóða, einkum þó Bandaríkjaþjóðarinnar; í hverri verstöð finst jafnaðarlegast einn gikkur, eins og hið fornkveðna segir, og víða getur einnig alveg óvið- jafnanlega auðtrúa menn, er gleypa við hvaða flugu sem er, ekki sízt ef vængir hennar bera á sér pólitísk- an roðablæ; í þessu tilfelli ætti það ekki að vera neitt sérlegt vandamál, að átta sig á því hvar fiskur liggur undir steini. Hvergi er þess getið, sem heldur þurfti ekki að vænta, að einn einasti Suður-Kóreumaður hefði skygnst inn yfir merkjalínu norðurlandsins, hvað þá heldur meira; á hinn bóginn er það nú á almanna vitorði, þó ógeðfelt sé til þess að hugsa, að áminstan sunnudag voru norðanmenn komnir með skriðdreka og annan vélakost, langt inn fyrir landamæri Suður-Kóreu, og komu íbúum þess hluta landsins algjörlega að óvörum; það þarf því til þess meira en algenga ósvífni, að hafa önnur eins blygðunarlaus endaskipti á sannleikanum og kommúnistaklíkan rússneska enn einu sinni hefir látið sér sæma. Það er mælt, að sannleikurinn geri mennina frjálsa, og geri hann það ekki, hvaða öfl gera það þá? Afstöðu réttlætisins og sannleikans varðandi Kór- eustríðið, má glegst marka af undirtektum sameinuðu þjóðanna; í bandalagi þeirra standa fimmtíu þjóðir; af þeirri tölu hafa að minsta kosti þrjátíu og sjö þjóðir farið að fordæmi Bandaríkjanna og heitið íbúum Suður- Kóreu fulltingi í því frelsis- og sjálfsvarnarstríði, sem nú er þar háð; öryggisráðið, að Rússum undanteknum, er á einu máli um það, að stofnað hafi verið til fjörráða við heimsfriðinn með hinni vopnuðu innrás í Suður- Kóreu, og skorar á bandalagsþjóðirnar, að veita Suður- Kóreubúum, allan þann siðferðislega styrk, er þær eigi ir yfir að ráða til lausnar þeim mikla og óvænta vanda, sem að höndum hefir borið. í grundvallarlögum sameinuðu þjóðanna, er svo fyrir mælt, að árás á frjálsræði einnar sambandsþjóð- ar skuli skoðast sem árás á allar hinar til samans; þetta er langflestum sambandsþjóðunum ljóst, þó Rússar hafi ekki séð sér fært að taka í sama streng. Áminst ákvæði fyrgreindra grundvallarlaga hvílir á máttar- stólpum drengskaparorðsins, þess orðs, er gildir þegn- ar siðaðs þjóðfélags vildu sízt allra orða rjúfa; en þar sem vægðarlaus valdagræðgi á í hlut, er ekki í það horft, að stinga kjarna drengskaparorðsins undir fell- helluna. Að svo stöddu verður engu um það spáð hve Kóreu- stríðið kann að verða langvint; það er ekki auðhlaupið að því fyrir Bandaríkjamenn að flytja til Suður-Kóreu nægilegan herbúnað og mannafla, því að hvorttveggja verður að flytja loftleiðis þangað frá Japan; alt öðru máli gegnir með innrásarher norðanmanna, sem get- ur fyrirhafnarlítið fengið skriðdreka og aðrar vítis- vélar, sem Rússar Jeggja blessun sína yfir alveg úr ná- grenninu, eða frá Mansjúríu; fregnum frá vígstöðvun- um ber ekki saman, nema þá að litlu leyti; enda mun mála sannast, að fram að þessu hafi oltið á ýmsu um framvindu stríðssóknarinnar; þó verður það ekki dregið í efa, að réttlætið fái yfirhöndina, og þeir seku hljóti makleg málagjöld. Nú hefir brezka þingið tekið þá ákvörðun, að senda til Suóur-Kóreu flugvélar og herskip. Ástralía hefir hall- ast á sömu sveif, og Canadastjórn hefir einnig ákveðið að hafa til taks þrjú herskip við strendur Kóreu ef á þarf að halda; víða annars staðar frá mega Suður- Kóreubúar vænta styrks. Fram að þessu hefir Rússinn sölsað undir sig með áróðri eitt landið af öðru viðnámslaust; nú líðst honum þetta ekki lengur eins og afstaða sameinuðu þjóðanna til Suður-Kóreu ber svo glögg merki um. Þinglausnir Síðastliðinn föstudag fóru fram þinglausnir í Ottawa, en sambandsþing hafði setið á rökstólum í fimm mánuði, og var kominn í fjölda þingmanna áber- andi heimþrá; einkum varð þessa vart hjá þeim bænd- um, er á þingi sátu og voru orðnir með hálfan hugann heima viðvíkjandi algengri búsýslu; þingstörfin voru yfirleitt leyst friðsamlega af hendi, þó eigi væri margt um stórvægileg löggjafarnýmæli. Frá því var áður skýrt, að skipuð hefði verið nefnd þingmanna úr báðum þingdeildum og öllum flokkum, er það hlutverk hefði með höndum, að gerkynna sér skilyrðin til varanlegs samfélagsöryggis varðandi elli- styrk og örorkubætur; nefndin hélt fjölda funda og I. Ætt og uppruni. „Berr er hverr at baki nema sér bróður eigi“, sögðu forfeð- urnir. Sá gamli málsháttur stjak ar nú við mér, og heldur óþægi- lega, þar sem Jósep bróðir minn hefir legið óbættur hjá garði síð- an hann andaðist á Gimli spítal- anum 8. nóvember 1947. En nú vil ég bæta nokkuð úr skák, og draga fram úr djúpi liðinna ára sumt af því sem mér þykir sér- staklega frásagnarvert um þenn- an bróður minn, uppruna hans og æviferil. Jósep var fæddur 16. dag maí- mánaðar árið 1871 á sögustaðn- um forna, Krossavík í Vopna- firði. Ekki átti hann þó kyn sitt að rekja til hinna fornu Kross- víkinga, Geitis og niðja hans, svo að mér sé kunugt. En bær- inn kemur nokkuð við sögu Is- lands á síðari öldum líka. Þar bjó í byrjun nítjándu aldar Guð- mundur Pétursson sýslumaður, höfðingi allmerkur á sinni tíð. Það var hann, sem á stríðsárum Napoelons fór erfiða för suður á Bretland, þess erindis, að fá Bretlandsstjórn til að leyfa sigl- ingu til íslands með korn og nauð synjar aðrar; því að Bretar höfðu skipavarnir víða um sjó í styrjöldinni; en af þeirri sök lá við hungursneyð norður á ís- landi. Guðmundur kom aldrei til Islands aftur. Sagan segir að hann hafi dáið af byltu í Leith á Skotlandi. Heilmikil ætt austanlands, Krossavíkurættin, er komin frá Guðmundi. Hann var langafi okkar systkina. Sonur hans, Þor- steinn „sterki“, og sonarsonur Guttormur, faðir okkar, bjuggu báðir í Krossavík; en móðir okk- ar, Birgitta Jósefsdóttir, var ætt- uð af næsta bæ, sem Syðrivík beitir. Faðir Birgittu var Jósef Jónsson, sem lengi fékkst við kaupmannsstörf og var síðast faktor á Berufirði, að mig minn- en flutti um aftanskeið æv- innar heim til Syðrivíkur og dó þar. Fer ég svo ekki fleiri orðum um ætternið. Þetta, sem nú var sagt, mun vera dágott sýnishorn af ættum íslendinga yfirleitt. Þeir munu flestir geta fundið embættismann einhvern eða prest eða kaupmann á meðal feðra sinna, og það án þess að langt sé rakið. % II. Æskuheimilið. Ekki var Krossavík höfðingja- setur í mínu minni, þá var þrí- býli á jörðinni. Bæirnir þrír stóðu allir í sama túni, sem var gríðarstórt. Bernskuheimili Jó- seps og okkar systkina var í „frambænum“. Þann bæ hafði Þorsteinn afi okkar fyrstur bygt, að mig minnir; en faðir okkar jók þar við timburbyggingu, sem var áföst við aðalbæinn. I þeim parti var stofa lítil og svefnhús yfir, hvort tveggja ætlað heldri gestum. í aðalbænum var baðstofa inst húsa; veggir og þak úr torfi vita- skuld, en þiljuð innan. Til hlý- inda voru kýr hafðar á vetrum undir baðstofuloftinu. Heyrt hefi ég, að sú tilhögun þætti til muna fátækleg, jafnvel í sveitum á ís- landi; en „frekur er hver til fjörsins“, segir gamalt máltæki; þetta var þó betra en að lyókna. Um eldivið til hýbýlahitunar var ekki að tala. Jósep Guttormsson Að timburskálanum undan- skildum var þessi húsaskipun á- þekk lýsingu Halldórs Laxness á Sumarhúsum í skáldsögunni frægu; og eins er um lífskjörin sem hann lýsir þar, baslið, ör- byrgðina, stríðið endalausa við nekt og hungur. Sú skilagrein kemur allvel heim við það sem ég man eftir frá barnsárunum á íslandi. Aldrei var þó slátrað mjólkurkú til að bjarga sauð- fénu, svo að ég vissi. En það man ég, að við drengirnir þrömmuð- um ófærð í vorharðindum nokk- uð á aðra mílu niður að sjó; höfð- um með okkur ljái bundna við langar stengur; og elztu bræð- urnir, Jósef og Þorsteinn, skáru þarategund eina niður undir botni við klappirnar; en hey- skapinn bárum við svo allir á bakinu hráblautir heim að bæ; og björguðust kýrnar við það fóður með lítilli heygjöf, þang- að til bati kom um síðir. Allir urðu að ganga vopnaðir á hólm við hungurdauðann, börn og fullorðnir. Svo langt á mitt minni sam- leið með Laxness skáldi. En alls ekki lengra. Fólkið sjálft kemur mér ókunnuglega fyrir, þessi bændalýður, sem hann lýsir í áðurnefndri sögu. Lýsingin minn ir mig helzt á vísupart alkunnan eftir Bólu-Hjálmar: — „Eru þar flestir aumingjar, en illgjarnir þeir sem betur mega“. Vera má, að höfundurinn hafi haft kynni af slíkum kotbúalýð einhversstaðar á íslandi; um það veit ég ekki neitt. En öðruvísi var fólkið sem ég kyntist á barns árnunum í Vopnafirði. Það var greindarfólk, yfirleitt, og býsna vel lesið líka; höfðu þó fæstir komið inn fyrir dyr á skólahúsi. Ég man vel eftir ýmsu sem á góma bar, einkum þegar gestir voru komnir. Viðræðurnar þoldu vel samanburð við daglegt tal hérlendra manna, sem setið hafa á skólabekk árum saman. Ekki voru þeir hræddir við að minn- ast á bókmentir og annan lær- dóm, sveitungar mínir. Vísurnar flugu fram og aftur, bæði gaml- ar og nýjar; og furðu vel tókst þeim að kveða smekkvísan dóm yfir mörgu stefi, þessum íslenz- ku bændum. Af og til heyrði ég líka skeggrætt um stórtíðindi nokkur eða stórmál, bæði inn- lend og útlend, og það af góðri greind, að því er ég bezt get munað. Heimilið okkar í Krossavík mun vart hafa skarað fram úr íslenzkum sveitaheimilum yfir- leitt. Ég hygg, að það mætti telj- ast í góðu meðallagi. Á því öll þjóðin hlut að máli, þegar ég minnist með virðingu þess and- lega lífs, sem ég kyntist mitt í fátækt og harðindum heima á ættjörðinni. Alls konar fróðleik heyrði ég lesinn við baðstofu- lampann á vetrum; fyrst og fremst Njálu, tvisvar að mig minnir; aðrar sögur yngri; ís- lenzk fréttablöð, bæði innlend og frá Vesturheimi; kvæði af og til og ýmislegt annað. Lestrarmenn voru elztu bræðurnir oftast í mínu minni, Jósef og Þorsteinn. — Þorsteinn ætti að fá nokkurn hluta af minningum þessum. Hann dó í Winnipeg sumarið 1913. Allir keptust við tóvinnu á meðan þessi fræði voru lesin; tóku þó vel eftir. Og stundum urðu allsnarpar umræður um eitt og annað sem lesið var. Rím- ur heyrði ég aldrei kveðnar fyrir fólkinu. Faðir minn mun hafa fylgt þar kenningu Jónasar Hall- grímssonar. Þó var hjá okkur í húsmensku gamall maður, sem Jósías hét, einkennilegur og forn í skapi. Hann átti talsvert af al- þýðukvæðum og þar á meðal rímur einhverjar. Oft heyrðum við karlinn kveða við tón bæði rímnaslitur og annað, og stund- um raulaði hann gömul alþýðu- lög sem nú munu fallin í gleymsku. En eitt er það öðru fremur sem heldur Jósíasi við mitt minni. 1 bókaskrínu karls var Odysseifsdrápa Hómers 1 ís- lenzkri þýðingu eftir Sveinbjörn Egilsson. Á þeirri bók hafði Jósías miklar mætur; hann las hana fyrir okkur tvisvar á vetr- arkvöldum; en við höfðum mikla nautn af, eins og geta má nærri. leysti af hendi störf sín af frábærri samvizkusemi; hún komst að þeirri niðurstöðu, að sanngjart væri að greiða öllu fólki, sem náð hefði sjötugs aldri, að minsta kosti fjörutíu dollara án þess, að eignakönnun (Means test), færi fram, en slíkt ákvæði hafði janfan mælst illa fyrir, og verið þyrnir í augum hinna frjálslyndari þingflokka ; þá mælti nefndin einnig með því, að fólki, sem orðið væri sextíu og fimm ára, og væri illa á vegi statt, yrði veitt nokkur aðstoð af hálfu hins opinbera; mál þetta kemur til nánari yfirvegunar á fundi sambandsstjórn- ar og stjórna hinna einstöku fylkja, sem haldinn verð- ur í Ottawa í næstkomandi októbermánuði. Forsætisráðherra lýsti yfir því í þinglok, að ef þörf þætti vegna Kóreumálsins, eða breytts viðhorfs á öðr- um sviðum, yrði þing endurkvatt til funda nær, sem verða vildi. III. Heimamentun. Eins og víðar í sveitum voru elztu börnin látin kenna þeim yngri. Jósef var elztur okkar systkina. Þegar ég var farinn dá- lítið að stauta, lenti það helzt á honum að segja mér til í lestrin- um. Var ég þá oft látinn lesa í Nýja testamentinu. Það mun hafa þótt góð tilhögun að kynna mér trú og lestur í sömu svif- um. En ekki fer alt vel, sem vel er meint, og svo var um þetta staut mitt í þeirri heilögu bók. Einkum reyndust mér postula- bréfin ofraun — bæði í trú og skilningi. Mig grunaði sízt á barnsárunum, að margt 1 þeim sömu bréfum mundi síðar verða mér dýrmætara en flest annað, sem í bókum er skráð. Skilnings- leysið og tregðan, sem því fylgdi, mun hafa gjört mér lesturinn erfiðari; en það man ég vel, að þegar Jósef sagði mér til, þá varð lítið úr þeirri hindrun; hann var svo þýður við kensl- una. í tvo vetur eða fleiri voru hjá okkur umferðakennárar, svo sem mánuð í senn. Elztu systkinin, Jósef, Þorsteinn og Björg — hún er nú dáin — fengu þá til- sögn í reikningi, skrift, réttrit- un, landafræði, og sjálfsagt fleiru. Áhuginn við það nám er mér enn minnisstæður; var þá vakað og sofið í skólafræðum; skrafað og skeggrætt og líklega dreymt um námsgreinir og fátt annað, vikurnar þær. Einstöku lærdómsmolar hrutu þá líka til okkar, sem yngri vorum. Reyndar þurftu þau varla kennara, þessi systkini mín. Þau voru öll gefin fyrir bóknám og lásu mikið í tómstundum. All- mikið af bókum var keypt á heimilinu, þótt efni væru lítil; þar á meðal alþýðurit um ýmis- konar vísindi — „Sjálfsfræðar- inn“ voru þau bindi kölluð. Þeir ræddu oft, bræður, um þekking- arforðann sem þar var á boð- stólum, og margan fróðleik ann- an. Báðir kunnu þeir dönsku þeg- ar ég fyrst man eftir þeim; munu þeir hafa lært það mál af föður okkar. Danskar bækur voru geymdar frammi í stofu. I þeim ritum lásu þeir ýmist fyrir föð- ur minn, eða hann fyrir þá; en við yngri börnin hlustuðum á lærdóm þann, og skildum ekki orð. Seinna nokkuð, þegar Ame- ríkuhugurinn var í algleymingi þar um sveitir, fóru þeir að leggja sig eftir enskunni, bræð- ur, og einkum Jósef. Hver vissi hvað verða mundi? Kensluritin voru Enskunámsbók Hjaltalíns og Vesturfaratúlkur Jóns Ólafs- sonar. Svo náði Jósef einhvers staðar í Nýja testamentið á ensku, og varð það að sjálfsögðu mikil hjálp við enskunámið. Þeir æfðu sig á orðum og setn- ingum iðulega; en við smælingj- arnir stóðum nú betur að vígi en með dönskuna fyr. Náðum í orð og orð á stangli. IV. Kristindómur. Á hverjum sunnudegi var les- inn húslestur, nema helgar féllu úr um hásláttinn. Æfinlega var sunginn sálmur á undan og eftir lestri. Líka var sungið á vetrar- kvöldum við hugvekjulestra — Passíusálmar á föstunni, vita- skuld. Kemur mér því ókunnug- lega fyrir lýsing Laxness á ís- lenzkri útför uppi í sveit, þar sem enginn bar við að syngja vers í þeim sálmum, nema gam- all karlfauskur, og hann radd- laus. Um sannleiksgildi þeirrar frásagnar skal ég ekkert segja. En þeim er þá illa úr ætt skotið, íslendingum, ef enginn þeirra getur sungið vers úr Passíu- sálmi við jarðarför. Á mínum barnsárum voru stef og orðtök úr sálmum Hallgríms í hvers manns munni. Menn vitnuðu oft í Passíusálmana; sungu þau ljóð á hverri föstutíð. Allir sungu, sem sungið gátu — og sumir sem ekki gátu. Ein- stöku sinnum urðu glöp við sálmasönginn, eins og þegar hús- faðir einn í sveitinni söng, að sagt var, tólfta Passíusálm allan undir skökku lagi; og varð þá upphafið á þessa leið: — Pétur þar sat í sal hjá sveinum inni; Tvent hafði hanagal heyrt, að því sinni. Búinn. — En þess konar misgrip röskuðu ekki lotningu manna fyrir trúar- ljóðum Hallgríms Péturssonar. Elztu systkynin lærðu Helga- kver. Jósef var natinn við barna- lærdóminn, eins og við alt annað sem hann tókst á hendur. Hann gekk til prests, séra Jóns Jóns- sonar á Hofi, í tvo vetur að mig minnir; og trúi ég að hann stæði fremstur við ferminguna; en fermingarbörnum var á þeim ár- um raðað eftir kunnáttu. V. Sönglist í barndómi. Gunnlaugur Oddsen, frændi okkar, sonur Vilhjálms Oddsen söðlasmiðs, sem þá bjó á Bökk- um, koti fyrir neðan Krossavík, var fenginn til að veita ungling- um Krossavíkur tilsögn í söng, eina tvo vetur. Æfingarnar fóru fram í stofunni hjá okkur. Oft var hrollkalt þar frammi; en við hirtum ekki um það, yngri börn- in, ef við bara fengum að hlusta á og taka annað veifið þátt í þessum hrífandi söng. Gunnlaugur hafði með sér flautu til að „taka nótuna“, og sló síðan „takt“ með sama hljóð- færi. Þrjú elztu systkinin lærðu þá flest auðveldari lögin í söng- heftum Jónasar Helgasonar, cg „raddirnar" með; kendu svo okkur hinum í rökkrinu að syngja þau lög með einni „rödd“ eða tveimur. Bassann sungu þeir sjálfir, og létu sér ant um að „það stemdi“ hjá okkur. Eitt haustið litlu síðar var Þorsteinn sendur til Seyðisfjarð- ar og dvaldi þar vetrarlangt við að „læra á orgel“. Vann fyrir sér jafnframt. Átti hann að verða organisti í Hofskirkju. Um vorið gat hann spilað flest íslenzku sálmalögin hindrunarlaust. Var þá keypt handa honum „orgel“- kríli, eitthvert hið lítilfj örleg- asta hljóðfæri þeirrar tegundar sem ég hefi nokkurn tíma séð eða hlustað á. En fátæktin spyr ekki að kostum. Eftir það fór þeim bræðrum mikið fram í söng. Jósef lærði von bráðar að leika á orgelið. Hann var söng- elskur að upplagi. Framhald.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.