Lögberg - 06.07.1950, Blaðsíða 1

Lögberg - 06.07.1950, Blaðsíða 1
PHONE 21374 u«^e , w r re« ^foB^-06 A Complele Cleaning Inslilulion 63. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 6. JÚLÍ, 1950 PHONE 21374 l/Ound A Complele Cleaning fnslitulion NÚMER 27 Kveðjur fró Vestur-íslendingi í heimsókn ó íslandi Ásmundur P. Jóhannsson Verður hólfóttræður ó morgun Túngötu 7. Reykjavík, 23. júní, 1950. ’ Kæri Einar Páll: Eg skrifaði þér á bréfspjald, en fannst það ekki nóg, ég er svo lukkulegur og ánægður hér, að ég má til að segja þér frá því. Til að byrja með þá líkaði mér ágætlega að ferðast með flugvél, betra farartæki getur ekki hugs- ast, og ferðin gekk ágætlega, góð umönnun af flugmanna hálfu og góðir ferðafélagar. Þegar til Keflavíkur kom kl. 3 að morgni Fyrrum róðherra látinn Hon. James A. Glen Á þriðjudaginn í fyrri viku lézt að heimili sínu í Ottawa Hon. James A. Glen fyrrum for- seti í neðri málstofu sambands- þingsins og síðar náttúrufríð- indaráðherra, nálega stjötíu og þriggja ára að aldri; hann flutt- ist ungur hingað til lands frá Skotlandi og hóf snemma nám við Manitobaháskólann, og lauk þar fullnaðarprófi í lögum með hárri einkunn. Mr. Glen stund- aði lengi málafærslustörf í bæn- um Rossell hér í fylkinu, og naut hvarvetna mikilla vinsælda og trausts; hann hafði verið veill á heilsu tvö síðustu ár ævinnar. Útför Mr Glens fór fram í Ottawa á föstudaginn að við- stöddum fjölda þingmanna og annara samferðamanna; meðal heiðurslíkmanna voru þeir nú- verandi forsætisráðherra, Mr. St. Laurent, og fyrrum forsætis- ráðherra, Mr. MacKenzie King. Öryggi ó þjóðvegum Dómsmálaráðuneytið í Mani- toba, sem jafnframt hefir um- sjón með umferðareglum á bíl- vegum innan vébanda Manitoba- fylkis, hefir tekið sér fyrir hend- Ur víðtæka fræðslustarfsemi varðandi öryggi á bílvegum fylkisins; frumkvæði að þessu átti hinn nýlátni dómsmálaráð- herra Manitobastjórnar, Hon. J. O. McLenaghen, en honum til aðstoðar var R. B. Baillie, yfir- Umsjónarmaður með umferða- reglum bílvega og þar að lút- andi öryggisráðstöfunum. Það er hörmulegt til þess að vita, hve bílslys hafa orðið mörg um manninum að bana í fylkinu a undanförnum tímum, og hve fala þeirra hefir gífurlega hækk- að, sem sætt hafa margháttuð- Um örkumlum; tíðum stafar sh'kt af ógætni manna, og þar af leiðandi verður það aldrei of °ft brýnt fyrir þeim, sem aka hílum, að gæta fylztu varúðar, eigi aðeins sjálfs sín vegna held- Ur og engu síður vegna hinna, Sem um þjóðvegi ferðast um sömu mundir. þ. 15. júní, var dimm þoka yfir öllu landinu, aðeins eitt fjall stóð upp úr, líklega Snæfells Jökull; þá kvað Dr. Sveinn Björnsson: Huldi þoka þylác og grá þúsund mílna hafið, undir henni Islandi lá eins og dautt og grafið. Vorum við þarna á sveimi ofar skýjum og þoku í einn klt. og var okkur þungt í skapi, svo þegar Kapteinninn sagði okkur að nú sneri hann til Prestwick á Skotlandi — annars átti flugan að fara beint til Oslo frá Kefla- vík — þá kvað Sveinn: Þennan endi á okkar túr ekki í Gander spáðum á Skotaströnd við skýjum úr skyndilending náðum. En svo leið okkur vel á Skot- landi þessa þrjá daga sem við vorum þar, Skotarnir eru skraf- hreifnir og þægilegir, og við fór- um víða um, sáum fæðingarstað Burns og sveitina þar sem hann vann að plægingu, og fórum til Glasgow og Edinborgar. Eg var þar í tvo daga, á gamlan ná- granna þar frá Eriksdale, sem ég hafði ánægju af að heim- sækja. Það voru með í ferðinni 4 stúdentar frá Reykjavík — 3 karlmenn og ein ung stúlka, óskup inndæl, hún heitir Gyða. —Samkvæmt ósk föður hennar í Reyjavík, tók hún sér far heim með m/s Hekla, sem þá var í Glasgow ferðbúin til Rvíkur. Þá kvað Sveinn: Sem gyðja á guðastóli hún Gyða er dásamleg, skeytir ei heimsku hóli en heldur áfram sinn veg. Hvorki Ottó né Óli elska' hana meir en ég. Svo var send fluga með okkur á sunnudags morgun j&nn 18. og við náðum góðri lendingu í Keflavík kl. 9 f.h. í inndælu veðri; síðan hefir hver dagurinn verið öðrum betri; allt leikur í lyndi fyrir okkur, landið, sem altaf hefir verið „fagurt og frítt“ hefir nú fengið nýja fegurð, því hefir verið sýnd svo mikil rækt- arsem i þessa áratugi síðustu, smekklegar byggingar, blóma- og grasgarðar, og ung tré sem plantað hefir verið í þúsunda tali um all borgina. Fólkið er frjáls- Þann 12. júní síðastliðinn lögðu af stað til íslands, þau merkishjónin Ottó Kristjánsson byggingarmeistari frá Gerald- ton, Ont., og kona hans, frú Sig- ríður Kristjánsson. Mr. Kristjánsson kom ungur til þessa lands og lagði fyrir sig trésmíðar, ýmist í Winnipeg eða Winnipegosis; en nú hefir hann í allmörg undanfarin ár rekið í stórum stíl bygingariðnað I fé- lagi við son sinn og tengdabróð- ur í bænum Geraldton í Ontario legt, duglegt og elskulegt í við- mótimóti, og vill allt gera til þess að gera okkur vestan gest- um heimsóknina ánægjulega svo ekki verður betur áskosið. -- þætti vænt um að þú sendir mér Lögberg hingað (og heim líka) Eg skal borga fyrir það þegar ég kem til baka til Winnipeg, og sendu mér nú línu á bréf spjaldi. Nú þykist ég vera búinn að bæta fyrir skyssuna að vera að skrifa þér á bréfspjaldi og á ensku þar ofan í kaupið (eins og íslenzkan væri ekki nógu góð.) Með kærri kveðju til þín og Ingibjargar, Þinn einlœgur, Ólafur Hallson, frá Eriksdale, Manitoba. Sig. Baldwinsson og Hallgrímur Benediktson biðja að heilsa. —Óli Bandalag íslenzkra skóta er 25 óra í dag Bandalag íslenzkra skáta er 25 ára í dag. í því eru nú 44 kvenna- og drengjaskátafélög með um 3500 félögum. Á þessum aldarfjórðungi hefir bandalagið leyst af höndum mörg verkefni. Má þar nefna stórmál, eins og stofnun og rekstur skátaskól- anna að Úlfljótsvatni og sam- einingu kvenna- og drengja- skáta undir einni yfirstjórn 1944, sem fylgzt er með af miklum á- huga víða um heim. Skátablaðið er málgagn banda lagsins, og hefir það nú komið út í fimmtán ár. Ennfremur gef- ur bandalagið út Skátablaðið, sem einkum er ætlað skátafor- ingjum. I Fyrstu stjórn bandalagsins skipuðu Ársæll Gunnarsson, Hendrik Thorarensen og Axel V. Tulinus, sem var fyrsti skáta- höfðinginn hér. Er stjórn bandaT lagsins kosin til tveggja ára nema skátahöfðinginn, sem kos- inn er til lengri tíma. Alþbl. 4. júní Gefin saman í hjónaband í Lútersku kirkjunni í Selkirk þann 30. júní. Corp. Joseph Spencer Hilliord Phillips, og Anna Oliver, Selkirk. Brúðurin er dóttir Mr. og Mrs. Guðmund- ur Oliver, Selkirk, en brúðgum- inn er af hérlendum ættum. Fjölmenn veizla var setin í sam komuhúsi Lúterska safnaðarins, að giftingu afstaðinni. Ungu hjónin setjast að í Winnipeg- borg. — Sóknarprestur gifti. fylki; þar hefir hann reist mörg vegleg stórhýsi, svo sem póst- húsið. Mr. Kristjánsson er ætt- aður af Vestfjörðum, en á syst- kyni í Reykjavík; hann er um alt hinn mesti sæmdarmaður; frú Sigríður er hin mesta dugn- aðar og ágætiskona, hún er dótt- ir þeirra Jóns Borgfjörð og konu hans Guðrúnar í Árborg. Þau Ottó og frú eiga mann- vænleg börn, sem þau hafa kom- ið til æðri menta. Á fimtudaginn 7. þ. m. verður Ásmundur P. Jóhannsson bygg- ingameistari hálfáttræður; hann er ættaður úr Miðfirði í Húna- vatnssýslu; en með því að frá uppruna hans og athafnalífi hef- ir áður verið ýtarlega sagt í Lög- bergi, verður því ekki frekar út í þá sálma farið að sinni. Ásmundur hefir um dagana Fró Selkirk, 30 júní, 1950 Nú virðist voðinn af vatna- vexti vera á enda sem betur fer. Það er aðdáunarvert hvað margir hafa lagt fram krafta sína og fjármuni hinum nauð- líðandi til hjálpar. Ekkert sann- ar liðveizluna betur en eftirfar- andi vísa Hjálmars frá Bólu: „Víða til þess vott ég fann þótt venjist oftar hinu. Guð á margan gimstein þann, sem glóir í mannsorpinu". Sjaldan eða máske aldrei í sögu þessa lands hefir almenn- ingur sýnt og sannað betur, hvað miklu er hægt að orka með ein- lægum vilja. Ekki verður fram hjá því gengið að margur er góð- ur ef í raunir rekur. Hér í Sel- kirk eru öll félög að safna fé til hjálpar. Þjóðræknisdeildin sendi 25 dali fyrir nokkru síðan' og nú er deildin að setja af stað arð- berandi samkomu í stærsta sam- komusal bæjarins. Ég gat þess í síðustu línum, á undan þessum, er ég skrifaði i Lögberg, að ég hefði löngun til að minnast á einstaka menn. Það eru menn, sem að ég hefi per- sónulega kynst og þekt í lengri tíma. Einn af þessum mönnum er Sigurður Goodman, formað- ur fyrir Selkirk fiskifélagið. Það félag hefir aðalstöð sína í Win- nipeg. Sigurður er búinn að vera þar yfirmaður í æði mörg ár. Áður var hann í lögreglliði Sel- kirkbæjar. Ennfremur hefir hann gegnt áríðandi störfum í Lúterska söfnuðinum í Selkirk síðastliðin 22 ár, og lengi verið gjaldkeri safnaðarins. Öll þessi störf hefir Sigurður leyst af hendi með mestu prýði og áreið- anlegheitum. Kona Sigurðar er mesta myndarkona, og heimili þeirra fyrirmynd. Sigurður er Húnvetningur að ætt. Næsti maður, sem ég minnist á, verið mikill málafylgjumaður, staðið í fylkingarbrjósti og hlíft sér lítt; fyrir þjóðræknismálum okkar hefir hann barist eins og hetja, og ann af alhug íslenzkri tungu og íslenzkri þjóðmenn- ingu. Lögberg árnar afmælisbarn- inu og fjölskyldu hans allra hugsanlegra heilla. er Borgfirðingur að ætt og upp- runa, Jóhann Pétursson. Hann er búinn að vinna fyrir bæinn í 28 ár. Nú er hann vatnsleiðslu- stjóri bæjarins. Þrír verkfræð- ingar hafa verið ráðnir hver eft- ir annan til að ráða fyrir verk- um bæjarins; nú eru þeir allir farnir; altaf hefir Jóhanni verið falin stjórn á bæjarverkunum, þegar hinir hafa farið, og ætíð hefir bærinn tekið verklegum framförum, þegar Jóhann hefir haft stjórnina með höndum. Hann var lengi forseti Lúterska safnaðarins. Ennfremur var hann í byggingarnefnd kirkj- unnar þegar hún var bygð. Hann er mesta valmenni, og ekki er kona hans síðri, hún er mesta myndar- og ágætiskona. Synir þeirra hjóna eru mestu skauta- kappar bæjarins og hafa getið sér hins bezta orðstírs, hvar sem þeir hafa farið. Þrándur í Gölu. Útgerðarfélag Akureyrar eykur hlutafé sitf Útgerðarfélag Akureyringa h.f. hélt nýlega aðalfund með hluthöfum í tilefni af fyrirhug- uðum kaupum á nýjum togara. Fundurinn var fjölsóttur og samþykkti nær einróma að auka hlutaféð eins og félagsstjórnin bað um. Margir fundarmanna skrifuðu sig fyrir fjárframlög- um á fundinum. Kaldbakur er kominn úr þriðju veiðiför sinni fyrir Krossa nesverksmiðjuna, og var skipið með góðan afla. Mjölvinnsla í Krossanesi geng ur vel og veiða Akureyrartog- ararnir þrír nú fyrir verksmiðj- una. Alþbl. 1. júní Mr. Hólmsteinn Dalmann smiður frá Vancouver, kom hingað til borgar á mánudaginn á leið í heimsókn til móður sinn- ar, sem búsett er á Lundar. Fró Kóreustríðinu Fréttir af vígstöðvunum í Kóreu, eru svo þokukendar og sundurleitar, að erfitt er að átta sig á hvernig viðhorfi hernaðar- ins þar um slóðir sé í raun og veru farið; þó sýnist, enn sem komið er, að herjum Rauðliða hafi veitt nokkru betur, og að því er síðast fréttist, eru fylk- ingar þeirra smátt og smátt að færa sig upp á skaftið suður á bóginn, og eru að sögn, komnar eitthvað um tuttugu mílur suð- ur fyrir höfuðborg Suður-Kóreu, Seoul. Norðanmenn flytja inn jafnt og þétt skriðdreka frá Mansjúríu, og margháttaðan vígbúnað annara tegunda. Bandaríkin hafa nú sent til vígstöðvanna nokkurt fótgöngu- lið og aukið flugvélakost sinn að mun; amerísk og brezk her- skip hafa sökt tólf vöruskipum og vígasnekkjum Norðanmanna, og gert önnur ónothæf. Veðráttan í Kóreu hefir verið óhagstæð upp á síðkastið, regn og umhleypingar skiptst á, og hefir það torveldað Bandaríkja- mönnum flutninga í lofti frá Japan. Nú hefir stjórn Indlands boð- ist til að gangast fyrir málamiðl- un í Kóreu. Mr. J. J. Swanson Sjötugsafmæli Þann 1. þ. m. átti Mr. J. J. Swanson fésýslumaður og fast- eignakaupmaður hér í börginni sjötugsafmæli; hann hefir með ráðdeild og reglusemi rekið fé- sýslufyrirtækið J. J. Swanson & Company, sem jafnt og þétt hef- ir fært út kvíar við vaxandi orð- stír og vinsældir. Mr. Swanson hefir alla jafna verið áhugasamur um mannfé- lagsmál, hann hefir verið um langt skeið einn af traustustu máttarstólpum Fyrsta lúterska safnaðar, gegnt árum saman fé- hirðisstarfi fyrir elliheimilið Betel, og tekið virkan þátt í stjórnmálum, og hin síðari ár hallast að stefnu C.C.F.-flokks- ins; þá hefir Mr. Swanson einn- ig um allmörg ár átt sæti í út- gáfunefnd Lögbergs. Mr. Swanson er maður félags- lyndur og telur ekki eftir sér nein spor í þjónustu hugðar- mála sinna. Lögberg árnar afmælisbarn- inu og fjölskyldu heilla í bráð og lengd. Sunrise Camp News Sunnudaginn 9. júlí kl. 2 e. h. verður messað á ensku í Mem- orial Hall. Söngflokkur ungling- anna annast sönginn, en séra E. H. Fáfnis, Dean, skólans og for- seti Kirkjufélagsins prédikar. Þriðjudagskvöldið 11. júlí kl. 8 (Standard Time) verður loka- samkoma elzta flokksins í Camp. Foreldrar gætu þá glatt börn sín og notið skemtunarinnar. Einnig eru allir velkomnir. öll kvöld eru heimsóknarkvöld í Camp. Oító Kristjánsson — Frú Sigríður Kistjánsson Dvelja ó íslandi um þessar mundir

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.