Lögberg - 06.07.1950, Blaðsíða 7

Lögberg - 06.07.1950, Blaðsíða 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN, 6. JÚLI, 1950 7 RÍKISVALDIÐ Athyglisverí rit eftir Bertrand Russell um ríkisvaldið og ein- staklingsfrelsið HINN HEIMSFRÆGI, brezki heimspekingur og fræðimað- ur, Bertrand Russell varð 78 ára í síðastl. viku, en lætur þó lítið á sjá. Hann skrifar enn um hugð- arefni sín með sömu skerpu og starfsþerki og áður, en nokkuð hafa skoðanir hans þó breytzt í seinni tíð. Einkum gerir hann sér nú far um að vara við of- mikilli eflingu ríkisvaldsins og þykir ýmsum það í mótsögn við fyrri kenningar hans, þar sem hann hefir verið ákveðinn sósíal isti. Russell telur sig líka sósíal- ista áfram, en telur nauðsynlegt að hugsjón hans verði komið fram eftir öðrum leiðum en með alræði ríkisvaldsins og er hann þar í andstöðu við marxismann. Stærsta ritið, sem Russell hef- ir skráð á síðari árum, fjallar um ríkisvaldið og einstaklings- frelsið. Þetta rit hans er nýlega komið út á dönsku og fer hér á eftir ritdómur um það, sem ný- lega birtist í danska blaðinu „Information“: Efling ríkisvaldsins Ríkisvaldið og fresli einstakl- ingsins heitir síðast bók Bert- rams Russells, sem gefin hefir verið út í danskri þýðingu. Nokkuð af efni hennar eru fyr- irlestrar, sem hann hefir flutt fyrir brezka útvarpið. Hann ræðir þar um aukin ítök og völd ríkisins, en eins og nú er háttað tækni og vísindum og skipulagi eru þau áhrif meiri en nokkru sinni fyrr í sögu mannkynsins. I krafti vísindanna geta nú stjórnarvöldin með blöðum og útvarpi leiðbeint og afvegaleitt hvern sem er. Og vegna vísind- anna er það líka orðið miklu orðugra en áður var fyrir stjórn- araandstæðinga að veita mót- Þróa. Daglegt líf og öll félagsmála- skipun er nú á tímum í því formi, að ríkisvaldið hefir meiri ítök og áhrif en nokkru sinni fyr, hvort sem það hefir stefnt að þeirri íhlutun af ráðnum hug eða ekki. Aldrei áður hefir verið til stór veldi, sem átti eins hægt með að drottna yfir þegnum sínum og Ráðstjórnar-Rússland eða ríki Vestur-Evrópu gera nú. Meiri dreifing valdsins er nauðsynleg Þó að lýsing Russells á þess- ari þróun sé glögg og ljós, er þó ekkert nýtt í henni. Meira er vert um tilraunir hans til að finna einhver úrræði til að sporna gegn þessu ofurvaldi n'kisins. Hann horfist í augu við þá staðreynd, að ef til vill verði ekki reist rönd við þessari þró- un. Ef til vill er tilhneiging sam tíðarinnar til að sameina valdið svo rík, að hún verður ekki stöðvuð fyrr en hún hefir leitt til óskapa og allt skipulagið hrynur, eins og gerðist á 5. öld, uieð öllum þeim afleiðingum, sem slíku hljóta að fylgja, stjórnleysi og örbirgð, áður en mönnum tekst á ný að öðlast það persónufrelsi, sem nauðsyn- Jegt er, svo að lífið haldi fegurð sinni og yndisleika. Helzta úrræði Russells er dreifing valdsins og á hann þá ehki aðeins við hið opinbera framkvæmdavald, heldur hvers- konar félagssamtök, stjórnmála Hokka, stóriðnað o. s. frv. Eigi þjóðfélagið ekki að dofna upp, telur hann nauðsynlegt, að valdið dreifist svo vítt og smátt. einstaklingarnir hverfi ekki í úöldann. Flokkakerfið Hinn grái tómleiki, sem spillir 1 i margra nútíðarmanna, stafar af því, að menn komast ekki í eðilega snertingu sín á milli inn- eða utan félagsheildanna. Til ekh>n^S’ erU almennir hjósendur ekkl 1 neinni snertingu við flokk nn’ sem Þeir kjósa. Kjósandinn OG FRELSIÐ er peð í tafli flokksins um völd- in. Kjósandinn á einskis úrkosta á kjördegi annars en að greiða einhverjum flokki atkvæði. Hvergi er eins mikil þörf og þar að vinna gegn einskorðun valds- ins. Hið stjórnarfarslega vald á ekki að vera hjá miðstjórnum flokkanna, heldur hjá samtökum kjósendanna í kjördæmunum. Það kynni að geta orðið til þess, heldur Russell, að einhverjir aðrir en eldheitir flokks menn færu að hafa áhuga á stjórn mál- um. Iðnaðurinn og verkamennirnir Það er líka eftirtektarvert, sem Russell segir um iðnaðar- málin. Það eru alltof lítil tengsl milli starfsins og arðsins. Dreng- urinn telur ekki eftir sér að toga sleðann sinn upp brekkuna, þótt erfið sé, til að njóta hins skammvinna unaðar, er sleðinn þýtur niður aftur með hann. Það þarf ekki að hvetja hann til átakanna. Þar er augljóst og ó- rofið samband milli áreynslu og endurgjalds. En það er öðruvísi ástatt í verksmiðju. Russell nefnir það sem dæmi, að lengi hefir verið reynt í bifreiðaiðnaðinum að hvetja verkamenn til meiri af- kasta. Þeim hefir verið bent á, að þeir gætu veitt sér fleira girnilegra hluta, ef þeir legðu fastar að sér. En það er of löng leið frá árenyslunni til þess, sem er umbun hennar, og svo verð- ur ekkert úr því, að menn reyni á sig. En það er of langt mál hér að ræða um hugmyndir Russells til umbóta í þessu efni. Russell bendir á það, að nauð- synlegt sé að veita einstökum verka mönnum persóulegan til- lögurétt. Það er skilyrði þess, að hann geti orðið eitthvað ann- að en limur á vél. En þessu fylg- ir líka ,að hann verði hluteig- andi í fyrirtækinu. Misskilningur sósíalisla Þó að Russell sé sósíalisti, tel- ur hann að barátta skoðana- bræðra sinna gegn auðvaldinu hafi beinzt of mikið að tekjum í staðinn fyrir völd. Þegar iðn- aður er þjóðnýttur, er hægt að gera breytingu á skipun hans og stjórn, en sú breyting ein hefir orðið á, að valdamennirnir, sem öllu ráða, verða embættis- menn ríkisins. Jafnaðarmenn hefðu átt að stefna að því fyrst og fremst að gera verkamennina með eigendur fyrirtækisins, því að annars er sigur yfir einkafjár magninu vafasamur ábati fyrir verkamennina. Af þessu má sjá að síðasta bok Russells er á margan hátt merk- isrit. Hann hefir hér líka gert heiðarlega tilraun til að endur- heimta brjóstvit sitt. Honum er nú ljóst, að mannlífið þarf líka að rúma ævintýrið. Nítjánda öldin byggði upp ævintýralausa tilveru menntaðra borgara, og þrátt fyrir öll ósköp, sem yfir hafa dunið á tuttugustu öldinni, er flestra manna líf ennþá flatt og bragðlaust. Russell bendir á þau skilyrði, sem séu til ævintýra og eftir- væntingar á ný, ef hver einstakl- ingur sé persónulega ábyrgur á sínum stað. Hin persónulega á- byrgð einstaklingsins í því um- hverfi, sem hann lifir og starfar daglega í, getur enn gert lífið skemmtilegt og unaðarsælt og borið uppi trausta þjóðmenn- ingu. —Tíminn Sveinn sterki á Kleifum Séra Sveinn Nielsson á Staðastað ritaði dálítinn þátt um aía sinn, Svein Sturlaugsson, er kendur var við Kleifar í Gilsfirði og eru hér teknar upp frásagnirnar um aflraunir hans. SVEINN VAR FÆDDUR 1728. Hann ólst upp í Fagradal (á Skarðsströnd) og þótti snemma afbragð jafnaldra sinna, bæði til munns og handa. Hann átti fyrir seinni konu Guð- rúnu laundóttur Ólafs Björns- sonar í Hvítadal. Bjuggu þau fyrst í Bessatungu í Saurbæ. Fluttust þaðan að Efri-Brunná og þaðan að Þambárvöllum í Bitru. Eftir 6 ára búskap þar fluttu þau að Kleifum og bjuggu þar í 31 ár. Þar andaðist Sveinn skömmu eftir aldamótin 1800. Sveinn var hinn mesti af- burðamaður að afli, en beitti því aldrei við nokkurn mann, þótt honum rynni í skap, en maðurinn var brályndur. Enda sýndi hann aldrei að óþörfu afl sitt, en það sáu menn, þegar á lá, munaði meira um handtök hans en 4—5 óvalinna manna, og aldrei varð honum aflfátt. Hér skal minst á fáein dæmi: Maður hét Brandur Skeggja- son. Hann var mikill maður og mjög þreklegur. Hann var svo sterkur að hann var álitinn maki tveggja gildra manna. Hann bjó í Litla-Holtil í Saur- bæ. Hann varð geðveikur og geð veikin varð að æði. Þá bjó Sveinn Sturlaugsson á Efri- Brunná. Þá var það einu sinni, að svo bráði af Brandi að honum var lofað að fara í kirkju að Hvoli um messutímann. Prestur var í stól. En Brandur segir í því hann gengur inn kirkjugólf- ið: „Eg, Brandur Skeggjason, á að þjóna þessu húsi í dag“. Þá gegnir prestur: „Þegi þú, Satan“ og skipar undir eins að taka hann höndum og færa í bönd. Sex menn hlupu á Brand, en þeir gátu engu við hann ráðið. Hopaði hann þá út úr kirkjunni og tók þá, sem á hann réðust og fleygði þeim. Loks var Sveinn, sem var við kirkjuna, beðinn að hjálpa til að taka Brand. Hann var tregur til, en fór þó einn að Brandi og þá kom Brandur engri vörn fyrir sig. Þegar Sveinn bjó á Þambár- völlum, stóð bænahús í Guð- laugsvík. Á sú, er Víkurá kall- ast, fellur á milli Skálholts og Kolbeinsvíkur. Hún verður oft ófær í vorleysingum. Um einn vormessutíma hafði Víkurá vax- ið svo, að hún þótti lítt fær. Sveinn fylgdi þá Guðrúnu konu sinni yfir ána, en þá hann kom á land, sá hann að flaut ofan eftir ánni kona, er Sessela hét og átti heima í Skálholtsvík. Á það horfðu tveir karlmenn úr- ræðalausir. Sveinn hljóp af hestbaki og út í ána. Braut straumurinn á öxlum honum, þar sem hann náði konunni og bar hana á handlegg sér í land, en konan var kvenna stærst. Einu sinni sá hann heiman frá sér (á Kleifum) eitthvað það, sem hann átti ekki von á, í blautri mýri fyrir neðan Brekku í Gilsfirði, er Brekkugormur er kölluð. Heldur hann að eitthvað gangi þar að, og gengur þangað. Þegar hann kemur þar, sér hann að tvær konur standa þar hálf- bognar og grátandi og halda báð um höndum í eyru á kú, sem er fallin í pytt og orðin máttvana. Þær urðu fegnar komu hans. Hann skipar þeim að fá sér eyrun>Veður var mjög hvast og kalt. Skipar hann þeim svo að sækja heim tvær rekkjuvoðir og brekan og flýta sér sem mest. Þær hlupu af stað sem mest þær gátu, því þeim var orðið kalt enn sem þær litu aftur, sáu þær baulu standandi á pytt- barminum og var hún að öllu jafngóð, nema máttlítil í eyrun- um. Þá var Sveinn sextugur að aldri og að líkindum mikið far- inn að tapa afli.------ Geir Jónsson Vídalín (biskup) kom sumarið 1790 að Kleifum á ferð. Dvaldi hann þá lengi hjá Sveini. Þeir bundust því að skrifast á meðan báðir lifðu, og það gerðu þeir. Prýðilegar þýðingar tveggja The Sagas og Kormák and The Sworn Brolhers. Trans- lated from the Old Icelandic with Introductions and Notes by Lee M. Hollander. Princeton Universtiy Press, Princeton, for the American- Scandinavian Foundation, New York, 1949. Það er orðið umfangsmikið nytjaverk, sem Prófessor Lee M. Hollander við háskólann í Texas í Bandaríkjunum hefir unnið íslenzkum fornbókmennt- um með enskum þýðingum sín- um úr þeim, ásamt ritum, rit- gerðum og ritdómum um þær. Ber þar hæst fræðimannlega og vandaða þýðingu hans af Sæmundar-Eddu, og næst merk- isrit hans um fornskáldin og kvæði þeirra, The Skálds. En hann hefir eigi látið þar við lenda. Fyrir stuttu síðan komu út eftir hann á vegum The American-Scandinavian Foundation í New York þýðing- ar af Kormáks sögu og Fóst- bræðra sögu (The Sagas of : Kormak and The Sworn i Brothers). Er og skylt að geta þess í því sambandi, að sú merka Smælki Guðmundur hafði um skeið verið kennari í sveitinni og afl- að sér lítilla vinsælda. Hafði fræðslunefndin hvað eftir ann- að beðið hann að sækja um kennarastöðu annarsstaðar en Guðmundur hafnað og eins haf- ði nefndin kært hann fyrir f ræðslumálast j óra. Eitt sinn kom þó Guðmundur' til nefndarinnar og bað um meðmæli, því nú ætlaði hann að sækja um annað hérað, en þyrfti nauðsynlega á meðmælum frá þessum húsbændum sínum að halda. Voru meðmælin auðfeng- in, þar sem Guðmundur sagðist vera á förum. En er hann hafði fengið þessi góðu meðmæli fór hann til fræðslumálastjóra og sýndi hon- um þau og spurði svo hvort hann gæti tekið hér eftir gildar kærur sem kæmi á sig frá þeim sem meðmælin höfðu gefið, og var síðan kyrr á sama stað. ☆ Lítt gefinn, metnaðargjarn maður var að flytja mjög ein- strengingslega ræðu um bind- indismál. — Áheyrandi skaut þá inn í ræðuna: „Það hefir einu sinni hvarflað að mér að verða bindindismaður. Það var þegar ég sá hæstvirtan ræðumann fullan.“ ☆ Maður einn í Árnesþingi var mjög mikill ákafamaður bæði í orðum og verkum, enda stór- bóndi og duglegur. Eitt sinn var verið að baða hjá honum fé og brýndi hann þá fyrir mönnum að dífa baðinu tvisvar ofaní gemsana. — Hann taldi einnig nauðsynlegt að öðlast þekking- arleysið, því vöntun þess stæði mörgum fyrir þrifum. Séra Einar Guðbrandsson, sem dó á Auðkúlu 1842, kvaðst hafa heyrt biskupinn segja, að hann hefði séð einn gamlan mann hér á landi, sem sér hefði þótt mjög líkur því, sem hann ætlaði að hinir frægu fornaldar kappar, einkum Gunnar á Hlíð- arenda, hefði verið. Og þá int var fetir, hver sá hefði verið nafngreindi hann Svein Stur- laugson á Kleifum. Sveinn óskaði oft í elli sinni að niðjar sínir léti heita eftir sér og lagði heitar blessunarósk- ir yfir nafn sitt hjá niðjum sín- um. Sveinn Björnsson, forseti ís- lands, er fjórði maður frá Sveini á Kleifum. —Lesb. Mbl. Eftir prófessor RICHARD BECK menningar-og fræðastofnun, sem hér er um að ræða, hefir, auk fyrrnefnds rits Próf. Holl- ander um fornskáldin, gefið út mörg önnur rit varðandi ísland og íslenzkar bókmenntir, meðal þeirra enskar þýðingar af Völ- sunga sögu og Vatnsdæla sögu, sem og smásagna-og ljóðasafnið Icelandic Poems and Stories. Þó að Kormáks saga og Fóst- bræðra saga geti eigi talist í hópi stærstu eða merkustu Is- lendingasagna, er hin fyrr- nefnda talin meðal hinna eldri sagna og hin síðarnefnda ein af þeim elztu, en báðar eru þær skemmtilegar lestrar og hinar athyglisverðustu frá bókmennta legu og menningarsögulegu sjónarmiði. Báðum er sögum þessum það sameiginlegt, að þær segja frá skáldum og ásta- málum þeirra, og verður það þó með enn meiri sanni sagt um Kormáks sögu, þar sem ævi skáldsin og ástir eru meginefn- ið, en Fóstbræðra saga, á hinn bóginn, fjallar einkum um afreks verk þeirra fóstbræðra Þorgeirs Hávarsonar og Þormóðar^ Kol- brúnarskálds og um hefnd Þor- móðs eftir Þorgeir fóstbróður sinn. Með þýðingum sínum af skáldakvæðunum, í riti sínu The Skálds og annarsstaðar, hafði Próf. Hollander sýnt það að hon- um tekst óvenjulega vel að snúa slíkum kveðskap á enska tungu, Fjárhagsráð synjaði um byggingarleyfi. UNDANFARIN ÁR hefur elli- heimilið Grund aukið húsakost stofnunarinnar verulega, og enn er á döfinni viðbygging við austurhlið hússins, ef fjárfest- ingarleyfi fæst til framkvæmd- anna, en það hefur ekki fengizt enn þá. Forstjóri elliheimilisins skýrði blaðamönnum frá því í gær, að stjórn elliheimilisin hefði sótt til bæjarins um 700 þúsund króna fjárveitingu til þessarar fyrir- huguðu viðbótarbyggingar, og hefði málið fengið góðar undir- tektir þar, þannig, að hann bygg ist við því, að það yrði sam- þykkt. Sagði hann, að farið hefði verið fram á að styrkurinn yrði veittur í tvennu lagi, 350 þús- und kr. á þessu ári og 350 á því næsta. Hins vegar væri áætlað, að byggingin kostaði allt að 1200 þúsund krónur, og myndi stofn- unin sjálf leggja fram það fé, sem á skorti. Sótt hefur verið um fjárfestingarleyfi, en svar við því er nýkomið og var það neitandi. Sagði forstjórinn, að svar fjárhagsráðs væri ömur- legt vitni um fjárhagsástand þjóðarinnar, þegar ekki væri lengur hægt að byggja yfir gam- alt fólk. Áætlað er, að nýja viðbótar- byggingin myndi auka vist- mannatölu elliheimilisins um 30, þannig, að alls gætu þá dval- izt þar 280—290 manns, en nú eru þar 257, þar af 183 konur og 74 karlar. Forstjóri elliheimilisins minnt ist á nokkrar fleiri framkvæmd- ir heimilisins á undanförnum árum, og er þá fyrst að geta þvottahúss, sem nú er fullbúið og taka mun til starfa eftir nokkrar vikur. Byrjað var á byggingunni 21. maí í fyrravor. Hafa vélar þvottahússins nú ver ið settar þar niður, en við það losnar rúm í kjallara sjálfrar elliheimilisbyggingarinnar, og þar verða framvegis vinnustof- ur vistmanna. Þá voru fyrir tveim árum byggðar tvær við- bótarálmur við norðurhlið elli- íslendingasagna og er það þó hvorki létt verk né vandalítið, svo vel fari. Ekki verður heldur annað sagt, en vel hafi, þegar alls er gætt, tekist um þýðingarnar á kveð- skapnum í umræddum sögum, bæði um efni vísnanna og ljóð- form, því að þýðandi heldur kenningum, stuðlum og höfuð- stöfum, og þá jafnframt hreim og hrynjandi að eigi litlu leyti. Mun það eigi margur eftir leik. Sama máli gegnir um óbundna málið. Samanburður við frum- ritin leiðir í ljós, að sögurnar eru nák'væmlega þýddar, á lát- laust og lipurt enskt mál, svo að blær frummálsins heldur sér vel, þó að löngum geti orðið skoðanamunur um orðaval og orðalag í einstökum atriðum. Það hefir ósjaldari viljað brenna við, að málið á íslendingasögum hefir verið fyrnt um skör fram í enskum þýðingum þeirra, en fram hiá því skerinu hefir próf. Hollanaer mjög vel tekist að sigla í þessum þýðingum sín- um. Þær eru einnig fræðimann- lega út gefnar. Þýðandi fylgir þeim úr hlaði með fróðlegri og all ítarlegri inngangsritgerð, en góðar skýringar fylgja aftan við bókina, hinum enskumælandi lesanda til glöggvunar og gagn- semdar. Framan við bókina er skrá yfir staðanöfn, sem fyrir koma í sögunum, og landabréf af sögustöðvunum. Ytri frágangur bókarinnar er í alla staði hinn prýðilegasti. heimilisins, og stórt starfsmanna hús var byggt við Blómvalla- götu fyrir nokkrum árum. I sambandi við heilsugæzlu heimilisins sagði forstjórinn, að Alfreð Gíslason læknir, sem haft hefur heilsugæzluna á hendi, væri nú í Ameríku, og hefði um tveggja mánaða skeið dvalizt þar til þess að kynna sér heilsu- gæzlu í gamalmennahælum þar. Að lokum drap hann lítillega á gamalmennaíbúðirnar, sem ráðgert er að byggja, sagði hann, að það mál hefði fengið mjög góðar undirtektir, og hefði bær- inn'þegar gefið loforð fyrir góð- um lóðum fyrir stofnunina, en ráðgert er að hún verði reist suður af Grandanum. Eins og áður hefur verið skýrt frá, er ráðgert að þetta verði „blokk“-bygging með 21 eins herbergis íbúð og 15 tveggja herbergja íbúðum, og er ráð- gert, að gamla fólkið, sem í þær flytzt, kaupi íbúðirnar eða að- standendur þess fyrir þess hönd, og munu þegar hafa borizt margar umsóknir og fyrirspurn- ir um íbúðirnar. Hins vegar er enn ekki hægt að taka neina endanlega ákvörð- un í þessu máli, í fyrsta lagi vegna þess, að ekki er enn hægt að gera áætlun um byggingar- kostnaðinn, og í öðru lagi mun ekki að sinni fást fjárfestingar- leyfi fyrir þessum íbúðum frem- ur en öðrum byggingum, svo að búast má við, að nokkur dráttur verði á þessari framkvæmd fyrst um sinn. —Alþbl. 25. maí Tveim þingmönn- um boðið til Bretlonds Brezka þingið hefur boðið al- þingi að senda tvo þingmenn til Bretlands í sumar, og er hér um skiptiheimsókn að ræða, en eins og kunnugt er, voru hér tveir brezki þingmenn í boði al- þingis í fyrrasumar. Ákveðið mun vera að alþing- ismennirnir Sigurður Bjarna- son og Skúli Guðmundsson fari héðan til Bretlands í þetta boð. —Alþbl. 25. maí Elliheimilið vill byggja viðbótarólmu fyrir 30 vistmenn

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.