Lögberg - 27.07.1950, Side 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 27. JÚLÍ, 1950
Fimm dauðir
menn
Eftir ANTHONY STONE
J. J. BlLDFELIi, pýddi
Þegar komið var að enda aðalmyndarinnar,
sá Sútró það sem að hann var að bíða eftir,
eða öllu heldur varð vár við, en það var hreyf-
ing í stúku Ollands, og þegar á ljósunum var
kveikt var Olland horfinn.
Sútró flýtti sér út og sá Olland þar sem
að hann stóð og beið eftir bifreið sinni.
Sútró ávarpaði hann.
„Góðan daginn, hr. Olland".
Olland sneri sér við með þóttasvip.
„Það vildi ég að þú værir ekki að ávarpa
mig“.
Sútró datt snjallræði í hug.
„Viltu fyrirgefa mér“, sagði hann. „Ég ber
mikla virðingu fyrir konunni, sem þú ætlar
að giftast. Mig langar til að senda henni brúð-
argjöf. Viltu vera svo góður og segja mér hvaða
dag að giftingin £ að fara fram“.
Olland leit til Sútró og strauk skegg sitt
hugsandi.
„Ég held“, sagði hann eftir nokkra stund,
„að ungfrú Hardy kæri sig ekki um neina gjöf
frá þér“.
Þegar hér var komið, kom Coalboys með
bifreið Ollands. Það var auðséð að Olland ætla-
aði sér ekki að gefa neinar upplýsingar, en
samt hafði hann sterka hvöt til að miklast yfir
sigri sínum á Sútró, og ásetningi, að láta ekki
þar við sitja.
„Ef þú vilt vita það“, sagði hann önugur,
„þá giftum við okkur eftir þrjár vikur, frá
deginum í dag að telja“.
Sútró horfði á eftir bílnum þegar þeir
keyrðu í burtu.
„Eftir þrjár vikur“, sagði hann við sjálfan
sig, „tuttugu og einn dag og áður en þær þrjár
vikur eru liðnar, þá er Hardy að klífa þrítug-
an hamarinn til að ná í fjögur hundruð pund.
Mér þætti gaman að vita, hvers vegna að
Hardy er að berjast við að ná í þá peninga,
áður en systir hans giftir sig“.
Eftir að Sútró hafði hugsað um þetta um
stund, án þess að komast að neinni niðurstöðu,
kveikti hann í vindling og fór aftur inn í mynda
sýningahúsið, og bað um stúku.
„Ég vil fá sæti í einni af stúkunum við end-
ann á svölunum“, sagði hann.
Stúlkan sem aðgöngumiðana seldi sagði að
stúkurnar kostuðu átta skildinga.
Sútró borgaði átta skildingana og sagðist
vilja fá stúkuna, sem væri innst og til vinstri
handar þegar að maður horfði á tjaldið.
Stúlkan kallaði á dreng, sem var í treyju
með gylltum hnöppum á og var eitthvað að
gjöra þar í dyrunum. „Stúka A“, sagði hún.
Drengurinn var að fara á stað með Sútró,
þegar umsjónarmaður hússins kom til þeirra.
„Fyrirgefðu, hr. stúkan A er upptekin“,
sneri sér síðan að stúlkunni sem aðgöngumið-
ana seldi og sagði: „Maðurinn getur ekki feng-
ið stúku A. Það er enginn í stúku B, að ég
held. Það er betra fyrir hann að taka hana“.
Sútró sagðist endilega vilja fá stúku „A“.
„Mér þykir fyrir að hún er upptekin“.
„Meinarðu að menn séu í heni nú?“
„Já, herra minn“.
„Það er misskilningur. Það var einn maður
í þeirri stúku, en hann er farinn“, sagði Sútró.
„Stúkan er upptekin, herra“.
,íEf það er svo“, sagði Sútró þá vil ég fá
algengt sæti“.
Hann fór inn og settist í sætaröðina, sem
að Hardy og stúlkan höfðu setið í. Hann þurfti
að hugsa sig um og athuga húsið og sýninguna.
Áhugi hans á Cosmos myndasýningahúsinu var
bundinn við þá sannfæringu hans, að það væri
tengiliður við leyndardóminn um dauða mann-
anna fimm, sem hann var að rannsaka og líka
við leyndardóminn um „The King Receiver",
sem ekki lá honum eins þungt á hjarta.
Rannsóknin í sambandi við fyrri leyndar-
dóminn hafði leitt hann til Quantock House.
En Olland hafði leitt hann til Cosmos mynda-
sýningahússins. Þar hafði hann séð bróður Jes-
sicu Hardy á tali við stúlku, sem var áreiðan-
lega í samsærinu við þjófameistarann, sem átti
vöruhúsið við Thames ána og sem hafði reynt
að klemma á hann morði.
Það var eitthvað óskiljanlegt í sambandi við
Olland og stúku„A“. Olland kom ekki í Cosmos
myndasýningahúsið til þess að svala löngun
sinni að sjá myndir, það var víst.
Sútró vissi upp á hár, að Olland hafði tvisv-
ar sinnum séð ógeðslega mynd, sem verið var
að sýna. Hann kom þangað þegar myndin var
að byrja, sat hreyfingarlaus út alla sýninguna
og horfði stöðugt á myndatjaldið, sagði aldrei
eitt einasta orð og þegar myndasýningunni var
lokið, fór hann út og steig upp í bílinn sinn
sem altaf beið eftir honum. Sútró velti þessu
fyrir sér alllengi og reyndi að fá ráðningu á
því. Ef að Olland hefði haft einhvern hjá sér
í stúkunni, þá gátu margar hugmyndir komið
til greina. Ef að einhverjir hefðu stoppað hann
á leið hans í stúkuna, eða frá henni, þá var
hægt að hugsa sér, að hann hefði notað tæki-
færið til að framkvæma einhver viðsjárverð
viðskipti. Ef hann hefði á meðan að á mynda-
sýningunni stóð farið svo sem tíu mínútur í
burtu úr stúkunni, þá gat sama hugmyndin
komið til greina. En viljandi eða af tilviljun,
þá var framkoma hans þannig í myndasýninga-
húsinu, að enginn grúnur gat við hann fests.
Sútró hafði komist að hvar dyrnar á stúku
„A“ voru og var að hugsa um hvernig að hann
ætti að komast þangað. Hann óskaði að hann
hefði tekið aðgöngumiða að sæti uppi á svöl-
unum. Það væri ekki ómögulegt að um ein-
hverjar upplýsingar gæti verið að ræða í stúk-
unni sjálfri.
Hnan leit í kringum sig. Stúlkurnar, sem
leiddu til sæta í húsinu, voru að stinga saman
nefjum um eitthvað og veittu honum ekki
hina minstu eftirtekt. En umsjónarmaðurinn
virtist hafa auga á honum.
Sútró fékk skipti á aðgögumiða sínum fyr-
ir annan, sem gaf honum sæti uppi á svölunum.
Hann varð þess var að umsjónarmaðurinn veitti
þeirri breytingu og honum sjálfum allnákvæma
eftirtekt.
Hann sat í sæti sínu uppi á svölunum í einn
klukkutíma og lét ekki á sér bæra til þess að
gefa forvitni umsjónarmannsins tækifæri til
að hjaðna, og læddist svo eins og köttur að
dyrunum sem hann var áður búinn að upp-
götva.
Sér til mestu udrunar fann hann dyrnar
ólæstar. Hann lauk upp hurðinni og sá þá, að
það voru ekki dyrnar að stúkunni sjálfri, held-
ur að gangi sem lá að stúkunni. Stúkudyrnar
sjálfar voru lokaðar. Hann hafði lítið vasaraf-
ljós með sér og sá að dyrunum var rammlega
læst með lás, sem leit út fyrir að vera bæði
dýr og rammger. Sútró sá ekkert ráð til að opna
lásinn, þegar að hurðinni var alt í einu hrund-
ið opinni að innan og maður stóð fyrir innan í
herberginu.
Maðurinn skaut á Sútró úr skammbyssu og
hann fann eitthvað mjúkt viðkomu drífa um
andlit sér og brjót.
Með andköfum og sviða í augum, af því
sem úr byssunni kom, rauk Sútró áfram. Það
var annar maður í Stúkunni, sem stóð rétt
fyrir innan dyrnar. Hann sló til Sútró með
einhverju sem hann hafði í hendinni. —
Trappa var niður frá gólfinu í ganginum
ofan á gólfið í stúkunni. Um það vissi Sútró
ekki, svo fallið áfram, með fartinni, sem á
honum var, bar hann ásamt manninum, sem
úr byssunni skaut og hann rak sig á, yíir gólf-
ið í stúkunni og fram að þröskuld fóðruðum
með flaueli og yfir hann svo þeir féllu báðir
fram af brúninni og ofan í leikhússalinn. Þeg-
ar þeir komu niður var Sútró ofan á, og þeg-
ar að hann stóð upp, lá hinn eftir.
í húsinu dundu við hróp, hljóð og köll, og
hljómsveitin hætti að spila.
Sútró, sem enn var með andköfum og
augnasviða frá keitusterkjunni, sem frá skot-
inu kom, og lamaður eftir fallið, slagaði út að
hliðardyrum hússins, sem hann áður var búinn
að kanna, komst út um þær og út á götu. Hon-
um var ekki um að lögreglan kæmi honum til
hjálpar í Cosmos myndasýningahúsinu enn sem
komið var. Hann hafði sjálfur uppgötvað Cos-
mos og sjálfur ætlaði hann sér að rannsaka
leyndardóma þess. Hann slagaði á götunni eins
og drukkinn maður. Við enda á stuttri götu
hafði strætisvagn stoppað og hann komst nógu
snemma þangað til að ná í hann. Hann paufað-
ist upp á efri hæð vagnsins og lyktin af hon-
um var svo megn, að fólkið sem var í vagnin-
um horfði á hann stórum augum og færði sig
sem lengst frá honum. Sem betur fór voru
ekki margir upp á efri hæðinni, og hann gat
jafnað sig dálítið án þess að vekja mjög mikla
eftirtekt.
Undir eins og strætisvagninn stansaði fór
hann ofan og út úr honum til þess að líta eftir
lyfjabúð. Þegar að hann kom út úr lyfjabúð-
inni aftur, gat hann vel séð og var hægara um
andardrátt. Hann hafði skilið hálsbindi sitt
eftir inni í búðinni og skyrta hans og vesti
hafði verið hreinsað. Hann keypti sér annað
hálsbindi og hélt svo á stað þangað sem Hardy
vann, því samtalstíminn við hann var kominn.
Hardy gat ekki um neitt talað, nema hesta-
veðreiðarnar og byrjaði á þeirri samræðu jafn-
vel áður en þeir komu á veitingahúsið, sem
Sútró hafði stungið upp á að þeir færu í.
I þetta sinn var aðstaða Sútró allt önnur en
hún hafði verið til Hardy. Eftir að hann var
búinn að panta te og eitthvað með því, beygði
hann sig fram á borðið, sem þeir sátu við, og
talaði út af pokanum.
„Hardy“, sagði hann. „Það var engin til-
viljun að ég mætti þér í morgun. Eins og þú
sérð, þá þekki ég þig. Ég heiti Sútró. Ég er
kunningi systur þinnar“.
Hardy roðnaði í framan og stóð á fætur.
„Hvern djöf . . . .“
Sútró rétti út hendina og ýtti honum aftur
ofan á stólinn.
„Hlustaðu á mig um stund. Ég ætla að sanna
þér vinskap minn. Ef þig vanhagar illilega um
fjögur hundruð pund, og að ég samþykki til
hvers að þú ætlar að verja þeim, þá skal ég
lána, eða gefa þér þau“, sagði hann.
Hardy varð alveg hissa á þessu boði.
„Hverni gvissir þú?“
„Það gerir ekkert til“, sagði Sútró. „Það,
sem ég ætla sérstaklega að tala við þig um, er
stúlkan sem þú varst með í Cosmos myndasýn-
ingahúsinu í dag“.
Hardy reis aftur á fætur, og þegar Sútró
reyndi að varna honum þess varð hann reiður.
„Láttu mig í friði“, sagði hann. „Heldurðu
að ég láti þig . . . .“
Sútró sló hann rokna högg.
„Hardy, gerðu engan óróa. Ég hefi enga
ástæðu til að blanda mér á ódrengilegan hátt
inn í mál þín“.
Hardy sagði að hann hefði engan rétt til
að blanda sér inn í þau á drengilegan eða neinn
annan hátt.
„Ég veit það“, svaraði Sútró. „En þú verður
að hlusta á mig. Stúlkán — frú Stockton eins
og að hún kallar sig, er glæpakona og í félagi
við glæpamenn“.
„Hún er það ekki“, sagði Hardy reiðilega.
„Það er lýgi“. Hann sló Sútró með hægri hend-
inni í andlitið, svo að hnúaförin skildu eftir
rauða bletti á kinninni á Sútró.
Sútró náfölnaði í framan og sagði: „Eigum
við að setjast niður?“
Hardy varð svo hvert við þessa afstöðu
Sútrós, að hann settist niður þegjandi.
„Hlustaðu nú á mig“, sagði Sútró. „Ég virði
þig fyrir tryggð við vini þína. En það sem ég
er að segja þér er hvorki uppspuni né for-
dómur, það er áreiðanlega víst, að lögreglan er
að leita að þessari konu“.
Hardy hélt höndunum um röðina á borðinu.
Hann skalf allur og varirnar á honum titruðu,
og hann stundi upp eins og utan við sig: „Hún
er það ekki! Hún er það ekki!“
Plássið, sem þeir sátu í var dálítið afsíðis.
Það var aðeins einn maður, sem sá Hardy slá
Sútró, en hann var ekki nógu nærri þeim til
þess að heyra hvað þeir sögðu.
Sútró sagði Hardy allt sem hann vissi um
frú Stockton, og framkoma hans öll var sann-
færandi. Þeir sátu þarna í klukkutíma og svo
tók Sútró Hardy með sér þangað sem vín var
selt og keypti honum eitt staup af brennivíni.
Eftir að hafa drukkið úr vínglasinu náði
Hardy ser nokkuð aftur. Honum rann nokkur
beiskja í brjóst, þegar að hann hugsaði um allt
þetta veðreiðatal Sútró hafði ekki verið ann-
að en agn eitt. En þrátt fyrir það og annað, þá
var hann sér þess meðvitandi, að honum féll
eldri maðurinn vel í geð, og hann hann virti
hann.
Með gætni vék Sútró talinu aftur að fjögur
hundruð pundunum. Þeir voru við veitinga-
borðið í vínsölusalnum og sneri Sútró bakinu
að dyrum salsins og var sokkinn niður í tal sitt
við Hardy. Allt í einu rak einhver sig á hann
að aftan svo að vínið, sem vat í glasinu er
hann hélt á skvettist niður og á föt hans. Sútró
sneri sér við.
Tveir stigamenn, sem áður höfðu veitt hon-
um atför í Soko, stóðu á gólfinu og glottu fram
an í Sútró og félaga hans. Það var sá eldri af
komumönnum, sem hafði rekið sig á Sútró og
sett niður fyrir honum vínið, og sem auðveld-
lega gat álitist óviljaverk.
Sútró vissi, að um ekkert óviljaverk var að
ræða heldur ásetning. Hann sló stærri manninn
með hægri hendinni það heljarhögg, að hann
tókst á loft og skall endilangur ofan á gólfið
og lá þar hreyfingarlaus. Sútró var aldrei geð-
spakur maður og svo var hann nýbúnn að fá
löðrung frá Hardy, sem hann hafði ekki kvitt-
að fyrir. Svo þetta högg var nokkurs konar
fróun fyrir hann. Hardy horfði með undrun á
manninn sem höggið fékk takast á loft og steyp-
ast á gólfið. Félagi þess, sem fallinn var, fór
með hendina undir treyjulaf sitt.
Sútró greip um hendina á honum.
„Ef að þú tekur til byssunnar . . . .“ sagði
Sútró og beit orðin í sundur.
Vínsölumaðurinn sá það sem fram fór, lagði
á stað til þeirra og kallaði: „Herrar mínir!
Herrar mínir!“
Sútró sagði honum, að ekkert væri að óttast.
„Þessir tveir menn“, sagði hann, „eru auð-
virðilegir þorparar. Annar þeirra misbauð mér
og ég sló hann. Hinn hérna hefir byssu, sem
að þér er bezt að taka við.
Hann tók yngri áreitnismanninn og lagði
hann um kné sér, og þrátt fyrir sprikl og spark
í honum, þá tók hann skammbyssuna af honum
og fékk vínsölumanninum hana, og sagði svo
við Hardy: „Ég held að það sé bezt fyrir okkur
að fara“.
Hardy fylgdi honum út.
„Herra minn!“ sagði Hardy, „og að þú skyld-
ir láta mig slá þig“.
Sútró nuddaði kinnina á sér hugsandi og
sagði:
„Ég er nú ekkert upp með mér af því“.
Þeir fengu sér leigubíl og Sútró fór með
Hardy heim til sín og tókst þar að fá upplýs-
ingarnar, sem að hann var að leita eftir.
Það kom í ljós, að konan sem hafði gengið
undir nafninu frú Stockton, sagði Hardy, að
hún héti ungfrú Lottie Foster, og hann hafði
þekt hana með því nafni nokkurn tíma. Það
leyndi sér ekki að Hardy unni henni hugást-
um. Hún hafði komið honum til að kaupa handa
sér armbandið, sem kostaði fimm hundruð
pund. Þá hafði Hardy nóga peninga, því að Ol-
land, sem að virtist hafa tekið ástfóstri við
hann, gaf honum alla þá peninga, sem hann
þurfti. Hardy hafði aldrei komið í hug að spyrja
sjálfan sig að því hvernig á því stæði, að Ol-
land skyldi vera að gefa sér stórar upphæðir
af peningum. Hann hafði sætt sig við að kalla
þær lán, og gaf Olland reglulega viðurkenn-
ingu fyrir þeim. Hann hélt að þetta gæti hald-
ið áfram út í það óendanlega, og hélt, þó að
hann hefði ekki nema hundrað pund til að
borga niður í armbandinu, af fimm hundruð-
unum, sem það kostaði, að þá myndi Olland
greiðlega lána sér það, sem að hann sjálfur
gæti ekki borgað.
Svo til stórrar furðu fyrir hann sjálfan,
hafði Olland allt í einu farið að krefja hann
um endurborgun. Hann þurfti endilega á tvö
hundruð og fimtíu pundum að halda, og það
strax til þess að mæta óvæntum bráðabirgðar-
útgjöldum, og Hardy fann sig siðferðilega skild-
ugan til að finna peningana á einhver nhátt.
Hann hafði verið í öngum sínum út af þessu,
en þá fann ungfrú Foster, sem hann hafði sagt
frá vandræðum sínum, úrlausnina og hún var
sú, að setja armbandið í pant fyrir þessari upp-
hæð. Honum þótti sú uppástunga bera vott, ekki
aðeins um úrræðahæfileika hennar, heldur líka
um veglyndi hennar. Hún hafði ekki aðeins séð
þetta ráð heldur líka fundið mann, sem viljug-
ur var að lána peningana.
Hardy hafði ekki fyrr borgað Olland þessa
peninga, en að hann varð þess var, að Olland
hafði sagt systur sinni frá öllu saman. Hann
hafði og sagt systur hans, að Hardy hefði með
þessu framið glæp, sem hann yrði nauðbeygð-
ur til að tilkynna lögreglunni. Jessica hafði orð-
ið að kaupa þögn hans með því að loftast til
að giftast honum. Hún hafði ekki ásakað bróð-
ur sinn fyrir þetta, samvizkan slóg hann sjálf-
an tilfinnanlega út af því.
Hann sá engin önnur ráð, en að reyna að
finna fjögur hundruð pundin, sem vantaði upp
á svo að hann gæti borgað armbandið að fullu
og á þann hátt að löggilda kaup sitt á armband-
inu og frelsa systur sína frá fórnfærsluloforði
hennar, sem hann í gáleysi sínu hafði bundið
henni.
Sútró hlustaði á allt þetta, án þess að segja
orð. Hann bjóst við að heyra eitthvað líkt því.
Að síðustu sagði hann: „Ég held, Hardy, að
þú sért reglulegur asni“.
Hardy var til með að samsinna það, og hon-
um var farið að líða betur. Hann fann að hann
hafði fundið bandamann sér sterkari og vitrari
og hann spurði: „Hvað á ég að gjöra?
„Ég veit, að þú heldur að ég sé flón, hr.
Sútró. Ég á von á að ég sé það, en svo langt
er ég ekki leiddur, að ég láti systir mína fórna
sjálfri sér mér til lausnar. Ég verð að reyna allt
sem ég get, áður en ég læt hana giftast Olland.
Ég skal gjöra, ég veit ekki hvað — eitthvað
hryllilegt — drepa hann eða sjálfan mig, ég
skal áreiðanlega gjöra það“.
„Þú átt ekki að gjöra neitt“, sagði Sútró
ákveðið, „nema að skilja þetta eftir í höndun-
um á mér. Ég er að gjöra allt sem ég get til
þess að vernda systur þína“.
Þetta samtal þeirra var rofið þegar barið
var á útidyrahurðina, og þar sem þjónn Sútró
var ekki heima fór hann sjálfur til dyranna.
Honum til mestu undrunar, þá var það
Jessica Hardy, sem komin var.
„Gott kveld“, sagði hún kuldalega. „Mér
skilst að bróðir minn sé hérna“.
„Já, hann er hér“, svaraði Sútró.
Hann bauð henni inn.
Hún þáði það og kom inn í dagstofuna. Hún
var mjög alvarlega var um sig.
„Clive“, sagði hún, „ég hefi alls staðar verið
að leita að þér. Ég þarf að tala við þig“.
„Rétt er það, systir“.
Hardy leit ýmist á systir sína eða Sútró.
„Þið þekkist er ekki svo?“
Jessica svaraði: „Já, við höfum hist áður“.
Sútró spurði hana að: „Hvernig stóð á, að
þú hélst að bróðir þinn væri hér?“
„Ég sé ekki neina ástæðu til að svara ekki
þeirri spurningu“, svaraði Jessica. „Olland
sagði mér að hann væri hér. Hann bíður í bif-
reið sinni hérna fyrir utan“.
Það kom alvörusvipur á andlit Sútró.
„Svo hr. Olland sagði þér það?“
„Já“, sagði Jessica, og hélt áfram kuldalega:
„Hann sagði mér líka frá valdi því, sem þú
ert búinn að ná yfir bróðir mínum. Hann sagði
mér að þú hefðir verið með honum í drykkju-
stofu í kveld, og þið eruð að drekka núna sé
ég er“.
„Ég hefi aldrei getað áttað mig almennilega
á þér“, hélt Jessica áfram, „en ég hefi haldið,
að þú værir maður, sem hefðir frekar góð áhrif
á aðra en ill. Það er hægt að leiða Clive. Þú
hefir engan rétt til að veita honum vín“.
Hún færði sig nær dyrunum.
„Komdu með mér Clive, náðu hattinum þín-
um og komdu með mér. Ég þarf að tala við
þig“-