Lögberg


Lögberg - 27.07.1950, Qupperneq 8

Lögberg - 27.07.1950, Qupperneq 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 27. JÚLÍ, 1950 MOBILE NEWSPAPER OFFICE A complete mobile newspaper office was recently put into operation by the “Birmingham Post and Mail”. It is believed to be the first of its kind in the country and from outside looks like a modern luxury touring coach. The new mobile newspaper office of the “Birming- ham Post and Mail”, operating in the English Midlands, appears at first sight to be a luxury coach but is dis- closed as a strictly utilitarian vehicle carrying a lino- type machine, a photographic dark room, a Bush late news printing machine, and two generators, one providing the current for the printing machine and the other the electricity for the radio, teleprinter machines and the wireless transmission for photographs. Apart from its merits as an important link in newspaper production which permits the printing and publishing of late news, the vehicle has many outstanding features of engineering and design. One of the many innovations is the use of fluorescent tubes to provide lighting. This picture shows the mobile newspaper office at a recent agricultural show in the Midlands. Úr borg og bygð Matreiðslubók Dorcasfélag Fyrsta lúterska safnaðar hefir nú til sölu splunk- urnýja matreiðslubók, er það hefir safnað til og gefið út; bók þessi er með svipuðum hætti og hinar fyrri, vinsælu matreiðslu- bækur, er Kvenfélög safnaðar- ins stóðu að; þetta er afar falleg bók með fjölda gamalla og nýrra uppskrifta, sem koma sér vel á hvaða heimili, sem er. Matreiðslubók þessi kostar $1.50 að viðbættu 10 centa burð- argjaldi. Pantanir, ásamt andvirði, send ist: Mrs. H. Halldórson 1014 Dominion Street Mrs. L. S. Gibson 4 Wakefield Apts. eða til The Columbia Press Ltd., 695 Sargent Ave. Winnipeg ☆ Frú Kristjana Anderson frá Vancouver, sem dvalið hefir hér um slóðir nálægt hálfsmánaðar- tíma, lagði af stað heimleiðis á mánudaginn; hún dvaldi nokkra daga hjá Magnúsi bróður sín- um í Cavalier, N. Dak., og heim- sótti einnig þau Mr. og Mrs. J. H. Norman á Gimli. ☆ Frú Kristín Johnson, 109 Gar- field Street hér í borginni, kom heim á laugardaginn var úr hálfsmánaðar heimsókn til dótt- ur sinnar í Montreal. ☆ Eins og áður var frá skýrt hér í blaðinu, veiktist Halldór M. Swan verksmiðjueigandi all- alvarlega, er hann kom í heim- sókn til íslands í maímánuði síðastliðnum; var þetta hinum mörgu vinum hans hér mik- ið áhyggjuefni, og síðan hafa margir verið að spyrja um líð- an þessa vinsæla manns án þess að úrlausn fengist; um síðustu helgi sendi Ragnar Eggertsson framkvæmdarstjóri símskeyti til Ólafs bróður Halldórs, sem búsettur er á Akureyri og spurð ist fyrir um ástand sjúklingsins, og fékk samstundis það svar, að hann væri í hægum afturbata. ☆ Ung stúlka á íslandi, Ágústa A. Valdimarsdóttir, Lindargötu 44B, Reykjavík, hefir óskað eft- ir að komast í samband við ein- hvern í Kanada, sem vill standa í bréfaskriftum á íslenzku við sig. ☆ Gjafir til elliheimilisins Höfn Vancouver, B.C. Mrs. J. Magnússon $7.00. Mr. Sigmundur Grímsson $10.00. Vinur frá Wynyard, Sask. $25. 00. Icelandic Liberal Church Seattle $110.20. Mr .og Mrs. Friðleifson $2.00. Stefán Helga- son $1.00. B. Bjarnason $2.00. Mrs. Edberg og Mrs. Naylor $1.50. Aðrar gjafir. Crochet Table Cloth, Mrs. Guð rún Grímson. Five Colored Blankets, Ladies Aid „Sólskin". 500 lbs. Fertilizer — H. S. Mes- surier. Coffee, Skyr and other Food donated by Mrs. Alla Jones, Mrs. G. Holm, Mrs. G. Essex. Books, Sewing Machine and Radio, Mrs. K. Gillis. Innilegt þakklæti, Icelandic Old Folks Home Höfn. Dr. B. T. H. Marteinsson Treas. ☆ Séra Eric H. Sigmar messar á Silver Bay kl. 11 f. h., og á Vogar kl. 3 e. h., sunnudaginn 30. júlí. Messað verður bæði á íslenzku og ensku. — Allir vel- komnir. ✓ ☆ The Northern California Icelander — July 1950. For the benefit of tþose of you who could not come to the June 17th celebration we are happy to report an attendance of 170 representing our Area form Redding to Bakersfield. The Program and Refreshments were tops. Each Committee Member worked hard and de- serves an extra THANK-YOU. It was unanimously decided to make June 17th an Annual Event in our Community. On July 4th we presented to the city of Oakland a flag of Iceland which was received by the Mayor. This flag will be unfurled in the City Hall every year on June 17th. Our members on the City’s Hospitality Com- mittee are Mr. and Mrs. Ingvar Thordarson. Kindest greetings. Rev. and Mrs. S. O. Thorlakson ☆ Vows Exchanged Ai Wedding Held Af Westminster A wedding v/as solemnized June 30 at 7 p.m. at Westminster church when Svava Sigurbjorg Hallgrimson, daughter of Mr and Mrs. J. B. Palmason of At- halmer, B.C. became the bride of Donald Arthur Brown, anly son of Mr. and Mrs. A. P. Brown of Brandon. Rev. A. R. Husband officiated. Herbert Sadler was organist. The bride wore orchid bro- caded taffeta and carried Jo- hanna Hill roses and sweetpeas. Mrs. N. Prentice was matron of honor. George Harley was groomsman. A reception was held at the Homestead. Following a motor trip to the west coast, Mr. and Mrs. Brown will reside in Win- nipeg. ☆ Þjóðræknisdeildin ESJAN i Árborg heldur samkomu í Geys- ir Hall föstudaginn 28. júlí n.k. Þar fer fram samkeppni í fram sögu íslenzkra ljóða. Með söng skemta Óli Kardal og Lorna Ste fánsson frá Gimli. Má ráða af þessu að vandað hefir verið til samkomunnar. — Fjölmennið! H. E. ☆ Gefin voru saman í hjónaband að heimili Mrs. Rannveigar Ste- fánson og barna hennar að 513 Dufferin Ave. Selkirk, þann 17. júlí, Friðrik Eyford Nordal Leslie, Sask. og Sigrún Sigurðs- son, Selkirk, Man. — Við gifting- una aðstoðuðu Mr. og Mrs. Her- man G. Nordal, Selkirk. Ágætar veitingar voru fram bornar að afstaðinni giftingu. Allstór hóp- ur vandamanna og vina var við- staddur. Sóknarprestur gifti. — ☆ Gefin saman í hjónaband að heimili Mr. og Mrs. E. J. Hin- rikson, Morris Ave. í Selkirk, þann 15. júlí, Victor Helgi Max- on og Verna Margaret Sander- son, Heenley, Sask. Brúðguminn er sonur Mrs. Rakelar Maxon og Sæmundar Maxon, eiginmanns hennar, sem nú er látinn fyrir allmörgum árum. Brúðurin er af hérlendum ættum og búa for- eldrar hennar í Saskatshewan- fylki. Við giftinguna aðstoðuðu Mary Warrack og John Kozan. Prýðilegar veitingar voru born- ar fram að giftingu afstaðinni. Ungu hjónin setjast að í Sel- kirk. Sóknarprestur gifti. ☆ Látinn að hemili sínu Kjalvík, Husavick P. O. Man., Skapti Arason, 62 ára að aldri, hinn merkasti maður. Dánardægur hans var 16. júlí. Útförin fór fram þann 19. júlí. Mun hans nánar getið síðar. ☆ Þann 1. þ. m. lézt í Brandon Mrs. Þorgerður Davíðsson, kona Eiríks Davíðssonar; þau hjón áttu um eitt skeið heima í Win- nipegosis, en upp á síðkastið að Ewart; hún var fædd á Islandi árið 1884, og hafði dvalið í Can- ada í fjörutíu og fimm ár; út- för hennar fór fram í Brandon frá útfararstofu McPherson Bedford. Rev. H. G. Rees jarð- söng. ☆ Mrs. B. S. Benson kom heim á þriðjudagsmorguninn eftir ná- lega viku ferðalag suður um Bandaríki og Ontario; hún tókst þetta . ferðalag á hendur með dóttur sinni og tengdasyni, þeim Mr. og Mrs. Harald Sigurðson, sem hér höfðu dvalið um hríð, en búsett eru í Fort William. Vönduð skemtisamkoma, með yngri drengjum 6—10 ára, er nú í undirbúningi. Verður hún hald in að kvöldi föstudags 28. þ. m. kl. 8 síðd. Að samkomunni lok- inni veitir kvenfélag Gimlisafn- aðar gestum kaffi í matarskál- anum. Aðstandendur barnanna er heimilt að fara með bönr sín heim það kvöld. Hin fara að morgni næsta dags, laugardags 29. Þann sama dag kemur stór hópur yngri stúlkna, er dvelja til sunnudags 6. ágústs. ☆ Á miðvikudaginn 19. júlí voru gefin saman í hjónaband í Fyrstu lútersku kirkju, Con- stance Lillian Jóhannesson og William Richard Appleby. Dean Fletcher Argue framkvæmdi hjónavígsluna með aðstoð séra Valdimars J. Eylands. Brúðurin er dóttir Mr. og Mrs Konrad Jóhannesson en brúð- guminn er sonur Mr. og Mrs. O. W. O. Appleby. Heimili ungu hjónanna verður í Royal Crest apts., hér í borg. ☆ Carol Joyce Sigurdson, einka- dóttir Mr. og Mrs. Paul Sigurd- son, og Dr. Daniel Egil Berg- sagel, eldri sonur Rev. og Mrs. Knút Bergsagel, voru gefin sam an í hjónaband í Fyrstu lútersku kirkju, fimtudaginn 20. júlí. Faðir brúðgumans framkvæmdi hjónavígsluna, með aðstoð séra Valdimars J. Eylands. Ungu hjónin fara í brúðkaups ferð til Bandaríkjanna; heimili þeirra verður Ste 4 Emily apts., hér í borg. ☆ Grettir Leo Johannson ræðis- maður og frú, lögðu af stað flug leiðis um miðja fyrri viku í skemtiferð suður um Bandaríki og munu dvelja þar fram að mánaðamótunum. Ákvarðanir teknar Á fundi canadíska ráðuneytis- ins í Ottawa síðustu viku, var ákveðið að auka herliðið um 8000 manns, fara fram á miljóna hækkun í fjárveitingu til land- varna og auka um helming fram leiðslu hernaðarflugvéla. Samþykt var að senda þegar flutningaflugvélar til aðstoðar Bandaríkjunum til að fljúga milli Seattle og Japan. Canadísk ur her verður ekki sendur til Kóreu að svo stöddu. JOHN J. ARKLIE Optrrmetrist and Optician íEyes Examined) Phone 95 650 MITCHELL COPP LTD. PORTAGE AT HARGRAVE Gísli Hermannsson með sérfræðinganefnd til Bandaríkjanna Gísli Hermannsson verkfræð- ingur Sölumiðstöðvar hraðfrysti húsanna mun taka þátt í sér- fræðinganefnd frá Marshallríkj- unum, sem fer til Bandaríkj- anna í næsta mánuði til að kynna sér nýjungar í fristi-iðn- aði og dreifingu frystra mat- væla þar í landi. Þessi kynnis- ferð er einn þáttur tæknilegrar aðstoðar, sem efnahagssamvinnu stjórnin í Washington veitir. Hafa Marshallríkin útnefnt um GAMAN 0G ALVARA Lét ekki plala sig. Hinni samvizkusömu móður fannst rétt að láta rannsaka, hvort litla dóttir hennar væri fullkomlega heilbrigð andlega, svo að hún fór með hana til sál- fræðings. Meðal annars spurði sálfræðingurinn hana: „Ertu drengur eða stúlka?“ „Drengur“, svaraði telpan. Sálfræðingurinn varð ofur- lítið undrandi, en reyndi aftur: „Þegar þú verður stór, verðurðu þá kona eða maður?“ „Maður“, svaraði sú litla við- stöðulaust. Þegar móðirin fór heim með þessa furðulegu dóttur sína, spurði hún hana: „Hvers vegna svaraðirðu manninum svona ein kennilega?" Litla stúlkan setti upp merk- issvip. „Þetta gamla flón“, sagði hún‘ „Fyrst hann þurfti að spyrja mig asnalegra spurninga, þá svaraði ég asnalega líka. Hann gat ekki platað MIG!“. ☆ „Hvers vegna ertu svona fölur og dapur?“ spurði eldri vinur rómantískan pilt. „Ó, það er hræðilegt", stundi pilturinn. „Hún er dásamlegasta stúlkan í heiminum. Og — og loksins tók ég 1 mig kjark og bað hennar, og hún hryggbraut mig“. „O, vertu vongóður“, sagði vinurinn. Þegar kona segir ,nei‘, meinar hún oft „já“. „Ég veit það“, sagði pilturinn yfirkominn. „En hún sagði ekki „nei“. Hún sagði: „Svei attan“. ríkin í 6—8 vikur, og er allur dvalar- og ferðakostnaður þar greiddur af Marshallfé. Frétt frá viðskiptamála- MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Séra Valdimar J. Eylandíi. Heimili 776 Vif’tor Street. Simi 29017. — Engar guðsþjónustur í júlí- mánuði. ☆ Árborg-Riverion prestakall 30. júlí — Hnausa, messa kl. 2 e. h. — Riverton, íslenzk messa kl. 8 e. h. B. A. Bjarnason Sjómaður drukknar í N.-Noregi Á mánudagskvöld drukknaði í Norður-Noregi ungur Hafnfirð ingur Jón Ólafsson annar mat- sveinn á togaranum Júlí frá Hafnarfirði. Togarinn Júlí hefir verið að veiðum við Bjarnarey, ásamt öðrum ísl. togurum. Hann kom á mánudag til norska hafnarbæj arins Havningberg, sem er nyrst í Norður-Noregi, til að taka salt og brennsluolíu. Meðan togar- inn lá þar í höfninni fór Jón Ólafsson ásamt tveim mönnum öðrum út á bát. Bátnum hvolfdi undir þeim félögum. Björguðust félagar Jóns, en hann ekki. Lífg- unartilraunir voru gerðar á hon um, en þær báru ekki árangur. Jón heitinn Ólafsson var að- eins tvítugur að aldri. Hann var 40 fulltrúa til þessarar farar. Nefndin mun ferðast um Banda- ráðuneytinu. Mbl. 29. júní sonur Ólafs H. Jónssonar kaup- manns í Hafnarfirði. SJÖTÍU OG FIMM ÁRA Landnámshátíð íslendinga ----1 MANITOBA í skemtigarði Gimli-bæjar — 6. og 7. ágúst 1950 Sunnudaginn 6. ágúst almenn guðsþjónusta kl. 2 e.h. (S.T.) Séra Valdimar J. Eylands — Séra Rúnólfur Marteinsson, D. D. Séra Philip M. Pétursson. Söngílokkur Norður Nýja-íslands. Jóhannes Pálsson söngstjóri. Mánudaginn 7. ágúst íþrótir byrja kl. 11 f. h. (S. T.) — Skrúðganga byrjar kl. 1.30 e. h. (S. T.) frá C. P. R. stöðinni á Gimli — Hljómsveitin spilar undir sljórn H. Duyvejonck. Forseti SÉRA V. J. EYLANDS — Fjallkona MRS. A. N. (STEINA J.) SOMMERVILLE Hirðmeyjar MISS MARGARET STEFANIAANDERSON og ESTHER HILDA STEVENS Skemtiskrá kl. 2 e.h. (Standard Time) 1. O Canada. 2. Ó, Guð vors lands. . 3. Ávarp forseta séra V. J. Eylands. 4. Söngflokkur Nýja-lslands, söng- stjóri Jóhannes Pálsson, við hljóð- færið Mrs. Lilja Martin. 5. Ávarp Fjallkonunnar Mrs. A. N. Sommerville. 6. Einsöngur Ólafur N. Kardal, við hljóðfærið Mrs. Sylvia Kardal. 7. Ávörp gesta: Fulltrúi Manitoba- stjqrnar — Fulltrúi Ríkisstjórnar Islands. 8. Söngflokkur Nýja-lslands. 9. Ávörp gesta II Aðrir fulltrúar. 10. Minni landnámsins — Kvæði (I) Þorsteinn Þ. Þorsteinsson. 11. Minni landnámsins — Kvæði (II) G. O. Einarsson. 12. Einsöngur Ólafur N. Kardal. 13. Minni landnámsins, Ræða Prófessor Thorbergur Thorvaldson L. L. D. 14. Minni íslands Kvæði — Einar Páll Jónsson. 15. Söngflokkur Nýja-íslands. 16. “Our heritage“ An Address in English by Professor Skuli Johnson. 17. Hljómsveitin spilar. 18. Willow Point (A Poem) (I) Frank Olson. 19. An Ode to Canada (II) Albert Hall- dorson. 20. Söngflokkur Nýja-Islands. 21. Hljómsveitin “God Save the King”. Skrúðganga fer fram að minnisvarða landnemanna strax að lokinni dagskrá. Com- munity singing kl. 8 undir stjórn Mr. Paul Bardal M.L.A. — Hreyfimyndir frá íslandi verða sýndar í skemtigarðinum að kvöldinu. — Dansinn hefst kl. 9 (standard iime) með hljómsveit "Johnny and his Musical Mates". Aðgangur í garðinn 50 cent fyrir fullorðna, frítt fyrir börn innan 12 ára. Aðgangur að dansinum 50 cent. Gjallarhorn góð. Sérstök járnbrautarlesl fer frá Winnipeg til Gimli kl. 8 að morgninum (central standard time) og frá Gimli til Winnipeg kl. 11 að kveldinu (central standard lime).

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.