Lögberg - 03.08.1950, Síða 6

Lögberg - 03.08.1950, Síða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 3. ÁGÚST, 1950 /UÍIGAH4L IWEJNÍNA Ritatjón: INGŒJÖRG JÓNSSON SÖGULEGAR MENJAR Með þessu tölublaði minnist Lögberg 75 ára afmælis íslenzka landnámsins í Vesturlandi Ame- ríku; innan fárra daga fara fram hátíðahöld á Gimli í tilefni þess, að nú eru liðin 75 ár frá því að íslendingar stofnuðu byggðir í Winnipeg, Nýja-íslandi, Minne- sota og Markland. Þar mun verða minst sögu þessara byggða og mun það ekki erfitt, því mik- ið er af heimildum fyrir hendi; Vestur-Islendingar hafa verið allvel vakandi fyrir því að skrá sögu sína í blöð, tímarit og bæk- ur, en um hitt hafa þeir síður hirt, að varðveita ýmsar sögu- legar menjar og er það slæmt, því að þær eru engu að síður tengiliðir við fortíðina en hin skráða saga. — AJtli sé nokkur landnámskofi nú til í Nýja- íslandi, eða aðrar byggingar, sem reistar voru á fyrstu árun- um? Eða hafa nokkur þau á- höld, sem þá voru notuð verið varðveitt. Finnast nú margar þeirra bóka, er landnámsmenn fluttu með sér; eru kisturnar allar eyðilagðar? Hefir myndun- um af frumbyggjunum verið haldið til haga? Er staðurinn merktur þar sem fyrsta íslenzka blaðið í Vesturheimi var gefið út? Þannig mætti lengi spyrja og myndi flest svörin, því miður, leiða í ljós að á þessu sviði eru vanrækslusyndir okkar miklar. En íslendingar eru hvorki betri né verri en aðrir að þessu leyti. Hér í Winnipeg og grend- inni hefir verið miskunarlaust jafnað við jörðu sögulegum byggingum og menjum, eins og til dæmis Upper Fort Garry, sem var vísirinn að sjálfri borg- inni. Það er líka leitt til þess að vita að hér skuli ekki vera til sýnis einn af bátunum, sem fluttu fólk á Rauðánni í gamla daga. Gaman hefði verið fyrir íslendinga og fleiri ef, til dæmis, gamli Colewille hefði verið varðveittur. Sagan um Bluenose Það virðist vera canadískt ein- kenni að sýna litla rækt sögu- legum menjum. Orsökin er sennilega sú, að þjóðin er ung og þess vegna vanþroska. Slá- andi dæmi um það, hve fólk yfir- leitt hirðir lítið um að varðveita sögulega og merkilega hluti, er sagan um Bluenose. Bluenose var frægasta fiski- skútan á Atlantshafinu — hrað- skreiðasta seglskipið. Árið 1920 tilkynti eigandi Halifax Herald að stofnað yrði til kappsiglinga árlega milli fiskiskútna og sú hraðskreiðasta fengi $4000 að verðlaunum. Árið eftir hljóp Bluenose af stokkunum í Lun- enburg. Hún reyndist svo hrað- skreið að engin önnur skúta komst til jafns við hana. Banda- ríkjamenn sendu hverja skútuna á fætur annari, en árangurs- laust, Bluenose bar sigur úr být- um, hvdrnig sem viðraði og hvort sem kappsiglingin var fram undan Halifax, Gloucester eða Boston. Frægð hennar barst víða um heim; hún sigldi til Englands og konungurinn gaf henni segl; hún sigldi upp Stórvötnin og var drottning heimssýningarinnar í Chicago og einnig canadísku sýningarinnar í Toronto. Ekki einungis Lunenburg og Nova Scotia, heldur var öll Canada- þjóðin stolt af henni. Mynd hennar var á fimtíu 'centa frí- merkjunum, sem.prentuð voru 1928—29; hún var greypt á cana- dískan tíu centa pening og kon- ur saumuðu mynd hennar í þús- undir sessuborða og dúka. Foot Comfort Assured! When you obtain the proper shoes — correctly fitted by expert salesmen. For comfort and beauty be sure to visit Macdonald Shoe Store Ltd. 492-4 MAIN STREET “Just South of the City Hall” Þegar stríðið braust út, lögð- ust kappsiglingar niður og þá fyrntist fljótt yfir frægð Blue- nose, og árið 1942 seldu eigend- urnir hana verzlunarfélagi suð- ur í Vestur-Indíueyjunum. Hún rakst á sker 1946 og liggur þar á hafsbotni. Margar sögur fara af því, að á síðustu dögum hennar, hafi hún verið notuð við hina ó- virðulegustu flutninga. Það var ekki fyrr en fregnin Minnist BETEL í erfðaskrám yðar Bus. Phone 27 989—Res. Phone 36 151 Rovaizos Flower Shop Our Specialties: WEDDING CORSAGES COLONIAL BOUQUETS FUNERAL DESIGNS Mlss K. Chrlstte, Proprletress Formerly with Robinson & Co. 253 Notre Dame Ave. WINNIPEG MANITOBA um afdrif þessarar frægu skútu barst heim, að fólkið í Lunen- burg og annars staðar í Canada vaknaði, eins og við vondan draum. Fólkið, sem áður hafði verið svo stolt af henni, varð gagntekið söknuði og reiði: „Því létum við hana frá okk- ur? Hér átti hún heima. Ferða- fólk, sem hingað kemur, spyr fyrst eftir Bluenose. Hún gerði Lunenburg fræga. Því lögðum við ekki saman í sjóð og keypt- um hana. Við hefðum getað haft Congratulations to the lcelandic People on the Occasion of their 75th Anniversary of Settlement in Western Canada. Whitey’s Service Station PORTAGE og ARLINGTON One Stop Stalion — Towing Anywhere Business Phone 36 091 House Phone 71373 Hamingjuóskir til íslendinga í tilefni af 75 ára landnámshátíðinni á Gimli, 7. ágúst 1950. ★ PAGE OIL CO. R. A. PAGE Dealer in: G.M.C. TRUCKS - OLDSMOBILE MINNEAPOLIS MOLINE TYDOL OILS AND GREASES Phone 122 Cavalier North Dakota BaLuÍe ta Ute. PioueeJii F roiii the Pioneer Hydro Power Produeer in Western Canada . . . Down through the years we have kept abreast of Community needs with PINAWA the PIONEER, GREAT FALLS-G68,000 h.p.) and SEVEN SISTERS nearing completion—(225,000 h.p.). WIWNIPEG ELECTRIC COMPAMY

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.