Lögberg - 24.08.1950, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 24. ÁGÚST, 1950
9
ÁHUCAMÁL
UVENNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
ÍSLENZK MENNINGARSTARFSEMI
Eitt af því, sem gerði félags-
lífið skemtilegt og uppbyggilegt
í íslenzku bygðunum fyrir 25 til
30 árum síðan, voru hinar mörgu
og fjölbreyttif samkomur, sem
efnt var til á vetrum og á vorin.
í hverri byggð voru leikin tvö
til þrjú leikrit á hverju ári og
stundum fleiri. Á öðrum sam-
komum voru ræðuhöld, kapp-
ræður, upplestrar, framsögn
ljóða og söngur. Leitað var að
öllum skemtikröftum í bygðinni
og þeir notaðir til að gera sam-
komurnar sem bezt úr garði.
Þannig gátu allir, sem einhverj-
um sérstökum hæfileikum í
þessa átt voru gæddir, komið
fram bæði sér og öðrum til upp-
byggingar og skemtunar. Þessi
viðleitni var nokkurs konar skóli
fyrir fólkið og setti menningar-
brag á félagslífið.
En svo komu hin nýju tæki,
útvarpið og kvikmyndirnar, sem
að vísu færðu fólkinu mikla
fræðslu og skemtun, en drógu
um leið úr viðleitni þess að
skapa sitt eigið skemtanalíf. Það
er svo miklu auðveldara að sitja
og horfa og hlusta á aðra leika,
syngja, spila og flytja ræður en
að reyna að gera það sjálfur, og
að sjálfsögðu var leiklistin, söng.
urinn og ræðuhöldin miklu full-
komnari í utvarpinu og kvik-
myndunum heldur en hjá bygð-
arfólki, eða það fanst því; fólkið
fékk því vantraust á sjálfu sér
og misti hinn sterka áhuga sem
það hafði haft fyrir samkomum
sínum; þær urðu færri og ver
sóttar eftir því sem útvarpsvið-
tækjum og kvikmyndahúsum
fjölgaði.
Sem betur fer, er fólk nú far-
ið að komast að raun um, að það
er ekki einhlýtt að^ækja skemt-
anir sínar aðallega í þessi tæki,
að félagsleg samtök um skemt-
anir og fræðslu hafa mikið
nienningargildi fyrir hverja
^ygð, og fólkið þroskast andlega
°g verður fágaðra í framkomu
við að skapa að nojckru skemt-
anir sínar og taka þátt í þeim.
Sterkra hreyfinga í þessa átt
verður nú vart norður í Nýja-
Islandi og virðist íslenzka bygð-
in Geysir vera í fararbroddi.
Mér var það mikið ánægjuefni
að eiga þess kost, að koma í hið
^nyndarlega samkomuhús, sem
bygðarbúar þar eru nýbúnir að
reisa, og hlusta þar á 19 börn
°g unglinga flytja kvæði á fag-
Urri íslenzku, ennfremur söng
litlu Lornu Stefánsson frá Gimli
°g á hinn ágæta söngmann, ólaf
Kárdal; frú Kárdal var viðTiIjóð
íserið. Þessi alíslenzka samkoma
Var haldin fyrir atbeina Þjóð-
r*knisfélagsdeildarinnar ,Esjan‘
°g forseti hennar, Gunnar Sæ-
^undsson, hafði samkomustjórn
^eð höndum. Forseti Þjóðrækn-
isfélagsins, séra Philip M. Pét-
Ursson og ritstjóri „Tímaritsins“,
Gísli Jónsson, voru og viðstadd-
jr- Kom okkur öllum saman um
Pað, að börnin og allir sem þarna
^kemtu, hefðu leyst hlutverk sín
rabærlega vel af hendi. Vel sé
0reldrunum og þeim konum,
sem kendu börnunum hin fögru
lslenzku ljóð. Það eru perlur,
sem munu auðga sálarlíf þeirra
0g, sem þau munu geyma og
ujóta alla sína æfi.
^ið íslenzka félagslíf er í
^iklum blóma í Geysirbygð;
Par var, eins og áður hefir verið
1 u • ^ra 1 ðlaðinu, leikið stórt
,ei rit a íslenzku í vor og síðan
0% ieikflokkurinn með
tú n a^rar bygðir og nú síðast
in <Tenboro- Þa var nýlega hald
þar afar fjölmenn íslenzk
la^dk°ma’ er sendifulltrúi Is’
p.. s. a Landnámshátíðinni,
sóttmi Hannesson rektor og frú
u- Fanst rektornum mikið til
um að hlusta á unglinga af
fjórðu og fimtu kynslóð íslend-
inga í þessari álfu fara svo fag-
urlega með íslenzk ljóð.
Þar skemti hinn blandaði söng
flokkur Nýja-íslands undir
stjórn Jóhannesar Pálssonar;
var systir hans, frú Lilja Martin
við hljóðfærið. Ber sá söng-
flokkur ekki sízt vott um þá ís-
lenzku menningarlegu viðleitni,
sem nú á sér stað í bygðunum
þar. Söngfólkið — 60 manns —
er úr flestum bygðum Nýja-
íslands og það hefir lagt á sig
fjölda margar og langar ferðir
til að sækja söngæfingar. Alt
þetta fólk og þá sérstaklega hin
vinsælu systkini, Jóhannes Páls-
son og frú Lilja, verðskuldar
miklar þakkir og viðurkenningu
fyrir þetta uppbyggilega þjóð-
ræknis- og menningarstarf.
☆ ☆ ☆
— Lærdómsrík smásaga —
Eftirfarandi smásaga um hinn
stórfræga enska prédikara,
Charles Spurgeon, er tekin úr
erlendu blaði, og getur hún ef
til vill orðið einhverjum til lær-
dóms.
Það var einhverju sinni, að
ein hinna herskáu kvenna, sem
eru jafnan fundvísar á yfirsjón-
ir annara eins og þeim er tamt
að breiða yfir sína eigin ágalla,
heimsótti Spurgeon — og var
mikið niðri fyrir. Kvaðst hún
eiga mjög alvarlegt erindi við
hann. Henni væri að vísu mjög
erfitt um að bera það fram, en
þar sem sér findist það vera
skylda sín og varða eilífa vel-
ferð hans, þá yrði hún að gera
það. Jú, það var þetta, að end-
arnir á hvítu „slaufunni“ hans
væru alt of langir og þess vegna
í ósamræmi við þá auðmýkt, sem
ætti að auðkenna mann í hans
stöðu. Hún hefði til vonar og
vara tekið með sér skæri, og nú
væri hún reiðubúin að hjálpa
honum og klippa af þessa
„drembilegu enda“.
Spurgeon hlustaði þolinmóð-
lega á konuna, tók af sér „slauf-
una“ og lofaði henni að fram-
kvæma „aðgerðina“. En að því
búnu sagði hann: „Jæja, systir,
nú óska ég líka að fá að veita
yður ofurlitla þjónustu“.
„Já, þakka yður fyrir“, sagði
hún íbyggin og alveg ósmeyk
um sitt eigið fullkomna ágæti, —
„það skal vera mér mikil á-
nægja, ef presturinn vill auð-
sýna mér þá velvild“, bætti hún
við.
„Jú, systir“, sagði Spurgeon,
„það er líka nokkuð hjá yður,
sem eftir lögmáli auðmýktar-
innar er alt of langt. Það hefir
þegar bakað mér sorg og á-
hyggju og ég vil gjarnan mega
stytta það ofurlítið“.
„Er það mögulegt“, sagði hún
óróleg. „Sé svo, er ég fús og
reiðubúin að taka við umvönd-
uninni. Hérna eru skærin. Notið
þau eins og yður þykir við eiga“.
„Jæja, kæra systir“, sagði
Spurgeon, stiltur og hóglátur að
vanda. „Gjörið svo vel að rétta
út úr yður tunguna sem snöggv-
ast“.
Þungar búsifjar við
Winnipegvatn
Um síðustu helgi geisaði fár-
viðri svo mikið við Winnipeg-
vatn, að sumargestir á Gimli og
annarsstaðar víða, urðu að flýja
sumarheimili sín; gekk vatns-
elgurinn langt á land upp.
DR. THORBERGUR THORVALDSON:
Minni Landnómsins
Niðurlag
Það hefur stundum verið sagt
að Ný-íslendingar hafi ekki sýnt
sig í að vera afkasta starfsmenn
á fyrstu árum Nýlendunnar. En
engin sem reynir að setja sig í
spor landnemanna myndi segja
það. Eg hefi minnst á hin erfiðu
lífskjör fyrstu árin, skyrbjúginn,
bóluna, sóttvörðinn. Eftir að
byggja bráðabirgðraskýli á
Gimli þurfti aftur að byggja hús
á löndunum næsta vor. Um sum-
arið kom fjöldi fólks frá íslandi,
máské um sex manns fyrir hver-
ja mannesku sem fyrir var, cg
það þurfti að hjálpa þeim til að
fá húsaskjól yfir veturinn. Land
varð að ryðja úr stórskógi og
búa undir sáningu. Eg er viss um
það að engin getur gjört sér í
hugarlund, nema af eigin reyn-
slu, hvað það tók af striti og
svita að ryðja og rækta eina
ekru af frumskógum Nýja Is-
lands án nokkurra nútíðar verk-
færa. Alt þurfti að læra af
reynslunni; að ná fiski úr vatn-
inu, að yrkja landið, að fá lifað
í vetrarhörkunni, sumarhitunum
og flugnavarginum sem ríkti í
blautlendum frumskógum Nýja
íslands. Vegir gegn um bygðina
voru engir eða ófærir mikinn
hluta ársins.
Eftir skýrslu Framfara tveim
árum eftir fyrsta landnámið,
höfðu 264 bændur, flestir eftir
eitt sumar á löndum sínum, rutt
að meðaltali um tvær ekrur og
ræktað um helming af ruddu
landi. Þeir höfðu byggt 233 íbúð-
arhús, ræst fram mýrar, byggt
girðingar, o.s.fl.
Fyrstu tvo veturna er skóli
haldin á Gimli, sérstaklega til
að kenna ensku. íslenzkur skóli
er stofnaður á Gimli innan
tveggja ára og sunnudagaskólar
í öllum bygðum. Á þriðja árinu
eru íslenzkir skólar stofnaðir
hér og þar í Nýlendunni. Bæjar-
nefnd er kosin á Gimli fyrsta
veturinn, bygðarnefndir á næsta
vetri og þingráð fyrir alla ný-
lenduna á næsta ári. Söfnuðir
eru strax myndaðir og innan
tveggja ára koma út grundvall-
arlög hins lúterska kirkjufélags
Islendinga í Vesturheimi. Byrj-
að var að byggja mörg messuhús
og bænahús í Nýlendunni.
Fréttablaðið Framfari byrjar
að koma út innan tvegja ára
frá fyrsta landnámi. Þettað er
líklega fyrsta prentað blað gefið
út í Kewatin-héraði og það
fyrsta gefið út í sveit Manitoba.
Tveir ráðherrar Canada-
stjórnar, sem heimsóktu Ný-
lenduna í september 1877, segja
að landnemahúsin séu svo stór
og loftgóð að þeirra líkar sjáist
sjaldan í eldri bygðum Mani-
toba.
Margt annað mætti tilfæra
sem sýnir að það yrði erfitt að
finna nýlendumenn, sem undir
kringumstæðunum komu eins
fljótt ár sinni fyrir borð og
landnámsmennirnir í Nýja ís-
landi.
Þrátt fyrir alla erfiðleikana
fyrstu tvö árin eru líkindi til
að nýlendan hefði fljótt blómg-
ast ef að íslenzka þjóðarmeinið,
sundurlyndi foringjanna og
flokkaskifting almúgans hefði
ekki vakið óánægju og sundr-
ung. Island misti frelsi sitt um
nær 700 ár vegna þess að höfð-
ingjar landsins og stuðnings-
menn þeirra bárist á bana-
spjótum þar til þjóðin varð
magnþrota. Sundurlyndi í trú-
málum meðal Ný-íslendinga
drap samvinnu á þjóðernisleg-
um grundvelli og setti í gang
það miðflóttaafl sem lagði Ný-
lenduna næstum í eyði. Sagt er
að eftir burtflutningin mikla
1879 til 1881, sem seinni árm
ágerðist vegna flóða í Winnipeg-
vatni, hafi orðið eftir í Nýlend-
unni aðeins 200 manns (af nær
2000) eða als um 50 búendur.
Hugsjón landnemanna að
mynda nýtt Island er dauð. I
stað þess kemur hugmyndin að
fá auðunnari lönd en í Nýja Is-
landi. Þeir sem eftir eru hafa
bjargfasta trú á framtíð Nýlend-
unnar. En það er ekki lengur
hægt að halda uppi samvinnu í
strjálbygöinni; um 17 bændur
búa á yfir 30 mílna strandlengju.
Skólahald verður stopult eða
deyr út. Sveitarlögin verða
dauður stafur. Kirkjur standa
hálfreistar. Framfari hættir að
koma út. Nýgræðings skógur
vex upp í flestum ruddu rjóðr-
unum. Nýja ísland mókar í
frumskógunum þar til nýjar
innflutningsöldur koma frá Is-
landi.
Nú koma landnemar til Nýja
íslands ekki vegna hugsjónar-
innar að stofnsetja nýtt ísland
heldur af því að þeir eiga þar
skyldmenni, eða af því að þeim
er sagt að það sé auðveldara fyr-
ir efnalausa menn með mikla ó-
megð að hafa ofan af fyrir sér
þar en í öðrum Nýlendum ís-
lendinga vestanhafs. En ein-
angrun Nýlendunnar er ómögu-
leg. Árið 1887, eftir 12 ár undir
íslenzkum lögum, er Gimli-sveit
stofnsett undir Manitoba lögum
og litlu seinna eru enskir barna-
skólar stofnaðir í öllum bygðum.
Nýja ísland hefur nú tekið hið
fyrsta skref til að sameina sig
sínu nýja fósturlandi.
Sundrung Nýja Islands leiðir
til stofnunar margra annara ís-
lenzkra bygða í Canada og
Bandaríkjunum. Fyrst koma
beinlínis Dakota bygðirnar (með
drjúgu tillagi frá íslenzku bygð-
inni í Shawano, Wisconsin); svo
Argyle bygðin í Manitoba og
beinlínis eða óbeinlínis flestar
íslenzkar nýlendur vestanhafs.
Fjöldi Ný-íslendinga staðnæmd-
ust í Winnipeg eða Selkirk.
Seinni saga landnámsmanna
Nýja Islands verður því að
mörgu leýti saga allra íslenzku
Nýlendanna vestanhafs.
Það er til lítils að brjóta heil-
an um það hver væri afstaða ís-
lendinga í Canada í dag ef uppr-
unalega hugmyndin um eina
allsherjar íslenzka nýlendu
þessu landi hefði orðið að raun
veruleika. Þegar tekið er tillit
til hins mikla fjölda íslendinga
sem vestur fluttu er líklegt að
þeir hefðu numið alla óbygðu
spilduna milli Winnipegvatns og
Manitobavatns, þar sem um 20
þúsund manns búa nú. Eg ætla
ekki að gjöra neinn samanburð
milli hinna ýmsu íslenzku ný-
lendna. I mörgum tilfellum
fengu Vestur-íslendingar lönd
sem voru auðunnari en í milli-
vatnabygðunum, en fáir munu
hafa fengið land sem hefur betri
landkosti þegar til lengdar læt-
ur eða er betur sett sem fram-
tíðar heimili en Nýja ísland. Á
hinn bóginn höfðu íslendingar
margt að læra af annara þjóða
fólki og það var gott fyrir okkur
að taka þátt í samkepni utan ís-
lenzka þjóðarbrotsins vestan-
hafs. Þótt Nýja ísland hefði um
sárt að binda eftir útflutninginn
mikla, þá varð dreifing íslend-
inga á hagstæðu tímabili í fram-
þróun landsins. Þeir gátu numið
land í nógu stórum hópum til að
styðja hver annan á landsnáms-
tíðinni, og þeir og börn þeirra
bárust síðar áfram með fólks-
bylgjum þeim sem byggðu
Vesturlandið.
ingar nú að takast í fang með
því að stofnsetja kenslustól í Is-
lenzku við Manitoba-Háskólann
í Winnipeg. íslenzk deild við
Fylkisháskólann mun halda uppi
minningu íslenzka landnámsins
í Vesturheimi löngu eftir að öll
önnur íslenzk vegsummerki eru
horfin og gleymd. Það er skylda
okkar að sjá um að þessi minnis-
varði íslenzku landnemanna sé
byggður á öruggum og traustum
grundvelli.
Það er ómögulegt að segja
hvað margt fólk af íslenzku
bergi brotið býr nú í Norður
Ameríku. Maður gerir sér til-
gátur, t.d. 25 til 50 þúsundir. Að
líkindum er hærri talan nær
sannmæli en hin. En manntals-
skýrslur Canada fyrir Manitoba
g'efa gott sýnishorn af dreifingu
íslendinga í þessu fylkji. Þar
er talið hvað margir gáfu ís-
lenzku sem sitt móðurmál,
nefnilega fyrsta málið sem þeir
sem börn lærðu og gátu ennþá
talað þegar manntalið var tekið.
Þessi flokkur inniheldur því þá,
sem ólust upp á heimilum þar
sem íslenzka var töluð svo mik-
ið að börnin lærðu hana fyrst,
nefnilega, áður en þau lærðu
ensku. I þessum flokki verða því
innflytendurnir frá íslandi, sem
þá voru á lífi, og líklega meiri
hluti fyrstu kynslóðarinnar sem
var fædd í þessu landi. Það er
ólíklegt að margir af annari kyn-
slóð í þessu landi séu taldir né
börn sem eru íslenzk aðeins í
aðra ætt. Árið 1936 voru í Mani-
toba liðlega 12 þúsundir í þess-
um flokki sem gaf íslenzku sem
móðurmál sitt, og 1946 um 8
þúsundir. En það sem má heita
merkilegt er, að fólk í þessum
flokki býr í hverju einasta
manntalshéraði og í hverjum bæ
í Manitoba. Það eru líkindi til
að sama sé hægt að segja um
hin fylkin í Vestur-Canada og í
Miðnorður- og Vestur-ríkjum
Bandaríkja.
Við erum hér samankomin í
dag til þess að minnast íslenzka
landnámsins og íslenzku land-
nemanna. Við sem búum í þessu
landi undir nútíðar kringum-
1' stæðum getum varla gjört okk-
ur í hugarlund hvað mikið við
erum í skuld við landnáms-
mennina og landnámskonurnar.
Það hefði verið auðveldara fyrir
þau að vera kyrr á Islandi held-
ur en að freista hins ókunna í
óbygðum nýrrar álfu. Þau völdu
það hlutskifti að erfiða svo árum
skifti eða jafnvel æfilangt til
þess að niðjar þeirra gætu lifað
undir betri kjörum en þau sjálf.
Þau voru fús að fórna sér fyrir
okkur, fyrir komandi kynslóðir.
Þau sáðu en við höfum erft upp-
skéruna.
Fornöld Nýja íslands eins og
fyrstu árin í öllum elztu bygðum
vestanhafs er að miklu leyti rið-
in við baráttuna að hafa ofan
af fyrir sér og sínum. En lífs-
gleðin var ætíð sterk meðal
landnemanna þótt lífskjörin
væru ekki alt af sem bezt. Heim-
ilislífið var í anda alíslenzkt.
Börnin lifðu í draumalandi ís-
lenzkra æfintýra og þjóðsagna.
Unga fólkið söng íslenzku þjóð-
söngvana og stundum ensk söng-
va sem það lærði í Winnipeg. Á
mannamótum skorti aldrei eldra
fólkið umtalsefni, bókmentaleg,
trúfræðileg eða heimspekileg.
Og hagyrðingarnir og kímnis-
skáldin gerðu sitt til að auka
glaðværðina. En allir unnu sem
vetlingi gátu valdið og mesta
ánægja landnemanna held ég
hafi verið að sjá bygðina blómg-
ast.
íslandsvinurinn Lord Dufferm
lét í ljósi sitt álit á landnemun-
um í ræðu á Gimli 1877. Hann
sagði: „I have pledged my per-
sonal credit to my Canadian
friends on the successful devel-
opment of your settlement. I
have not the slightest misgiving
—but that it will be universally
acknowledged that a more val-
uable accession to the intellig-
ence, patriotism, loyalty, indus-
try, and strength of the country
has never been introduced into
the Dominion.“
Eg held það sé hægt að segja
með réttu að landnemarnir sjálf-
ir hafi séð um að engin þurfi
lengur að standa í veði fyrir
happasælum þroska nýlendunn-
ar við Winnipegvatn, né annara
nýlendna, sem voru síðar stofn-
aðar af landnemunum, sem Lord
Dufferin talaði til. En hvað um
slðari staðhæfingu Lord Duffer-
ins? Það er hlutverk okkar erf-
ingja landnámsins að sanna að
hann hafi haft rétt fyrir sér. Það
er okkar hlutverk að halda hátt
á lofti orðstír og minningu land-
nemanna íslenzku.
Lengi lifi minning landámsms
íslenzka í Vesturheimi!
Lengi lifi minning íslenzku land-
nemanna!
Bus. Phone 27 989—Res. Phone 36 1S1
Rovalzos Flower Shop
Our Specialties:
WEDDING CORSAGES
COLONIAL BOUQUETS
FUNERAL DESIGNS
Miss K. Christie, Proprietress
Formerly with Robinson & Co.
253 Notre Dame Ave.
WINNIPEG MANITOBA
Greið leið að senda
PENINGA
YFIR HAFIÐ
Frá tilliti til viðhalds íslenzkr-
ar tungu í þessu landi töpuðum
við við tvístringinn. Lord
Dufferin sagði að Gimli 1878: „I
trust that you will continue to
cherish for all time the heart-
stirring literature of your
nation.“ Eg er viss um að við
getum öll tekið undir með Lord
Dufferin. En við vitum nú að
þótt allir Vestur-íslendingar
hefðu sest að í einu héraði þá
hefði það lengt aðeins um lítinn
tíma notkun íslenzks máls meðal
alþýðu manna. Það er aðeins
einn vegur til þess að von
þessa Islandsvinar rætist og það
er að búa svo um hnútana að
íslenzk tunga og íslenzkar bók-
mentir lifi meðal mentamanna
þessa lands. Þettað eru Islend
Notið
CANADIAN PACIFIC
EXPRESS
til útlanda
Er þér viljið senda pen-
inga til ættingja eða vina
handan hafs þá skuluð
þér fara á næstu Canadian
Pacific skrifstofu - greiða
upphæðina, sem þér ætlið
að senda að viðbættum af-
greiðslukostnaði, og fáið
kvittun. Canadian Pacific
setur sig strax í samband
við umboðsmann sinn er-
lendis. Viðtakandi fær
greidda peningana um
leið og hann leggur fram
persónuleg skilríki um að
hann sé réttur aðilji. Er
þér næst þurfið að senda
peninga, þá notið þessa
öruggu aðferð.
UNIVERSITY STUDENTS
Students entering the University or any of the affiliated
colleges next month are urged to buy their textbooks as
early as possible. Publishers’ shortages may cause delays
before all students can be supplied. Many of the books are
now available, and their purchase will enable the student
to prepare for the opening of term.
The University Calendar is now ready.
THE UNIVERSITY OF MANITOBA
BOOK DEPARTMENT
Down Town Store
Broadway Building
Osborne St. Entrance