Lögberg - 04.01.1951, Blaðsíða 2

Lögberg - 04.01.1951, Blaðsíða 2
2 LOGBERG, FIMTUDAGINN, 4 JANÚAR, 1951 Vinaveðjur fró Kristleifi Þorsteinssyni á Stóra-Kroppi Borgaríirði að sumarlokum 1950 Kæru landar vesian hafsins: Um leið og ég sendi ykkur sameiginlegar vinarkveðjur má ég ekki láta það hjá líða, að þakka allar þær kærkomnu vin- arkveðjur, sem mér hafa borist frá ykkur í bókum og blöðum. Verð ég að láta það nægja þótt ég hafi löngun til þess að skrifa ýmsum ykkar nokkrar línur og þakka ágæt vinabréf sem nú eru orðin svo mörg að ég kann ekki að svara þeim svo vel sem vert væri. Til þess að bæta úr þessu að nokkru vil ég hér með biðja ritstjóra Lögbergs að veita nú, enn sem fyr, þessum línum mót- töku og birta þær í blaði sínu. Nú er liðið eitt ár síðan ég sendi ykkur línu í Lögbergi. Mikil og breytileg tíðindi hafa safnast hér fyrir á því tímibili þó fátt eitt af þeim komist að í þessu bréfi, enda fljúga nú öll helztu tíðindi samstundis um allar álfur heims. Það verður því nú sem fyr að ég held mig við hinar smærri fréttir sem snerta okkur sveitabændur. hér út á Islandi. Það er alda gamall sveitasið- ur, að byrja samtal á tíðarfari og bjargræðisútvegum bæði til sjós og sveita. Ég, sem er orðinn gamall í hettunni, fylgi þessum forna vana og byrja bréf mín á yfirliti um veðurfar hér á landi síðastliðið ár. Sumir landsfjórð- ungar mega telja tíðarfarið gott, bæði vestan og sunnan og svo hefir það verið hér um Borgar- fjörð og fleiri héruð þessa lands. En líka eru þeir landshlutar þar sem heita má að fágæt óáran hafi þjakað bændum, í sambandi við snjóþyngsli síðastliðinn vet- ur og fádæma rigningar í sum- ar. I þeim efnum hafa Múla- sýslur orðið lang harðast úti, þar var mikill hagleysis og snjóavetur svo lítið var þar um heyfyrningar að tala. En sjald- an er ein bára stök. Um þetta sama svæði, þar sem fannalögin voru mest héldust stöðugir ó- þurrkar allan heyskapartímann, svo til stórvandræða horfir fyrir bændum í Múlasýslum og víðar. Hér um Borgarfjörð hefir ekki þurft að kvarta í sambandi við tíðarfar þetta síðastliðna ár. Veturinn snjóléttur og með öllu byljalaus. Svo hefir það verið síðastliðin þrjátíu ár, að um vetrarharðindi hefir ekki verið að ræða hér, í samanburði við það sem oft var hér á síðustu áratugum 19. aldarinnar. Síðast- liðið vor var stórhretalaust, en nokkuð svalt og greri seint til afdala og heiða. Grasvöxtur varð þó í góðu meðallagi og flest tún tvíslegin. Þurkgr voru stopulir í júlí og ágústmánuði, samt heppnaðist flestum að ná í hlöðu óhröktum heyjum. Mun hey- fengur hér um slóðir talinn í ágætu lagi, þar sem síðari slægja á túnum varð með bezta móti. Um engjaheyskap er nú lítið að ræða, nema þá á stöku stað þar sem greiðslegin og grasgefin engi eru í námunda við túnin. Nú fara hinar gömlu engjar í órækt ár frá ári, sem gáfu af sér mikinn heyfeng þegar vel lét í ári og verkalýður var auð- fenginn. Allan september var hér öndvegistíð, sólfar dag eftir dag og beztu heyþurkar. En á sama tíma voru fréttablöð og útvarp að segja frá áframhald- andi óþurkum á Norður- og Austurlandi, og það svo, að til vandræða horfir í sumum sveit- um þar sem megnið af öllum heyfeng bænda ónýttist að mestu. Þykir slíkt næsta eins dæmi hér á landi. Samt hefir okkar fagra land oft á öldum látið börnin sín kenna á hörðu í sambandi við tfðarfarið. En nú eru fleiri ráð til bjargar en áður var. Þeim landshlutum sem harðast hafa orðið úti í sambandi við óþurkana í sumar, er búið að veita ríflegan fjárstyrk til fóðurbætiskaupa. Verður það einkum síldarmjöl og taða sem um getur verið að ræða í þeim efnum. Ýmsir bændur á Suður- og Vesturlandi eru nú aflögu- færir með töðu eftir þetta sum- ar og er nú verið að leita til þeirra um hjálp þangað sem þörfin er mest. Vegna hinna mörgu og góðu farartækja, sem hér eru nú fyrir hendi, má treysta því að úr öllu rakni bet- ur en áhorfðist í sumar. Verkföll og vinnudeilur eru nú að verða stærri landsplága en allir þessir fádæma óþurkar sem bændur hafa búið hér við í sumar. Þykir það sú mesta fyrn, að allir eða flestir þeir mörgu og dýru togarar, sem landsmenn eiga nú yfir að ráða, skuli vera bundnir við land- festar mánuð eftir mánuð. En á sama tíma ösla annara þjóða skip um öll þau gæða fiskimið umhverfis landið. Það er rauna- legt til þess að vita, að slík deilu- mál verði ekki jöfnuð áður en þau verða orsök í landsplágu. Það er líka margt fleira að ger- ast á þessu ári sem hnekkir mjög fjárhag landsmanna. Má í því sambandi telja hina skyndilegu verðhækkun á öllum vörum sem flytjast frá öðrum löndum og gjaldeyrisskort til að leysa þær út. En út í slík mál skal 'ég ekki halda lengra að sinni. Eitt er víst að fólkið lifir hér enn og leikur sér eins og allt sé í bezta lagi. Fólksfæðin í sveitum landsins, einkum á vetrum, er nú orðin svo, að á stórbýlum eru jafnvel ekki nema þrjár eða fjórar manneskjur, þar sem fyrir nokkrum árum voru sex til átta vinnuhjú, auk húsbænda, barna og gamalmenna. En að sama skapi fjölgar skólum ár frá ári. Þegar ég var á barnsaldri var mér sagt að þrennt væri ótelj- andi hér á landi: Það voru Vatnsdalshólar, eyjarnar á Breiðafirði og vötnin á Arnar- vatnsheiði. Mér dettur í hug að með sama áframhaldi og síðustu Viðstaddir athöfnina voru Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri, stjórn Reykvíkingafélags- ins og fáeinir gestir. Vilhjálmur Þ. Gíslason skólastjóri flutti stutta ræðu og rakti í fáum orð- um dvöl Jónasar í húsinu. Hjört- -ur Hansson farmkvæmdastjóri Reykvíkingafélagsins afhjúpaði plötuna og lauk þar með þessari athöfn, en á eftir var gestum boðið til kaffidrykkju á Hótel Borg. — Þar talaði Hjörtur Hans son um fyrirætlanir Reykvík- ingafélagsins um að varðveita ýmsa sögulega gripi í bænum og gat þess meðal annars, að fé- lagið hefði í hyggju að komast yfir gömul hús í bænum og varð veita þau. Vilhjálmur Þ. Gísla- son gat þess, að upphaflega hafi verið ráð fyrir gert, að setja fyrstu minningartöfluna á elzta hús bæjarins, sem er verzlunar- hús Silla og Valda í Aðalstræti, en það hús er hluti Innréttinga Skúla Magnússonar. Þar bjó og Jónas Hallgrímsson og þar var fyrsta biskupsstofa í Reykjavík, en fleiri sögulegar minningar eru tengdar við húsið. Af tækni- legum ástæðum var ekki hægt að koma því við að setja minn- ingartöfluna þar fyrst um sinn. Þá er í ráði að setja minningar- ár, verði þess ekki langt að bíða að skólar á íslandi yrðu fjórða í röðinni af því sem ekki verður tölu á komið. Allir, eða flestir skólar þessa lands eru nú svo troðfullir, að meiru verður ekki í þá komið. Allir þessir mörgu skólar eru skipaðir vel mennt- uðum kennurum sem eru starf- inu vaxnir og leggja alla stund á að gjöra nemendur sína meiri menn og betri. Nú eru ýmsir skólakennarar að sannfærast bet ur og betur um það, að hin lög- boðna seta á skólabekkjum deyfi námsþroska barna og að hollara myndi að sækja nokkuð af nám- inu út í starfið og lífið. Þau börn er setið hafa á skólum sex til níu ár verða mjög afhuga bændaheimilum sínum og öllu því sem gerir sveitalífið aðlað- andi. Verður því niðurstaðan sú, að úr sveitinni er leitað, einkum til Reykjavíkur, sem hefir flest lífsþægindi að "bjóða. En sveit- irnar sitja eftir sviftar börnum sínum. Nú er svo komið, að talið er að við framleiðslustörfin hér á landi séu aðeins tólf af hundr- aði. Allir menn vita þó hvílíkan unað sveitir þessa lands hafa að bjóða þeim, sem finna gleði í starfinu og sjá ávöxt iðju sinn- ar. Og nú er svo komið, að fáir kaupstaðabúar munu geta án þess verið, að líta yfir hinar frið- sælu sveitabyggðir í sumardýrð- inni. Það er engin þarfleysa að verja nokkrum dögum sumarins til þess að sjá og skoða fegurð og mikilleik íslenzkrar náttúru, sem skáldin ein eiga orð yfir að lýsa. Þetta sumar bættist nýr þátt- ur við skemtiferðir kaupstaðar- búa, það voru hinar svokölluðu berjaferðir. Berjatekja var svo mikil þetta síðastliðna sumar að það var talið einsdæmi. Fáliðað- ir sveitabæir gátu ekki notað sér þessi jarðargæði nema að litlu leyti. Samt voru þess dæmi að nokkur heimili seldu ber fyrir all-ríflegar fjárhæðir. Kaupstað- arbúar stóðu betur að vígi í þeim efnum, sem gátu farið á bílum í hin beztu berjalönd nærsveit- anna. Það heyrði ég eina merka frú segja í útvarpserindi, að í berjaferðum, sem stæðu yfir að- eins í fáa klukkutíma, hefðu ekki nægt minni ílát en stórir þvotta- balar, því mjólkurbrúsar hefðu verið fljótir að fyllast. Þess er töflu á Latínuskólann til minn- ingar um Þjóðfundinn 1851. Borgarstjóri þakkar ræktarsemi Reykvíkingaíélagsins. Gunnar Thoroddsen þakkaði forystumönnum Reykvíkingafé- lagsins ræktarsemi þeirra við sögu Reykjavíkur og áhuga, sem þeir hefðu sýnt í þeim efnum fyr og síðar. Borgarstjóri gat þess m. a., að koma myndi að því, að ýms gömul hús í bænum yrðu flutt úr stað. Svó yrði t. d. um Dillon-húsið, Vesturgötu 7 og íleiri hús, sem yrðu að hverfa vegna skipulags bæjarins. En þá kæmi til athugunar, hvort ekki væri hægt að stofna byggðasafn t. d. við Árbæ, þar sem Reyk- víkingafélagið hefir þegar tekið Árbæ í sínar hendur og mun varðveita hann í hinum forna stíl. Eins hefði verið minnst á Viðey í því sambandi, en eyjan væri í eign einstaklings og ekki föl eins og er, þótt bærinn vildi kaupa hana í þeim tilgangi að koma þar upp byggðasafni. —☆— Minningartöfluna gerði Au- gust Hakonsson málarameistari, en Sigurður Halldórsson tré- smíðameistari sá um uppsetn- ingu plötunnar á húsið. —Mbl. 17. nóv vert að geta að síðasta dag októ- bermánaðar voru ber tínd hér í Borgarfirði, sem héldu enn sínu rétta bragði. Hér er nú sumarveður dag eftir dag. Ber- ast þau tíðindi að hey sé þurkað og hirt á þeim svæðum þar sem óþurkarnir voru mestir í sumar. í byrjun október voru hríðar- byljir og jarðbönn í Þingeyjar- sýslu, en nú er þar sól og sumar. Þannig er veðurfar óútreiknan- legt hér á landi. Nokkrir Vestur-lslendingar heimsóttu ættlandið fagra, en kalda. Munu þeir allir hafa ver- ið sammála um það, að betur hafi verið farið en heima setið, því landið er enn sem áður bæði fagurt og frítt. Og mikið hefir breytzt til batnaðar fyrir íbúa þess frá því sem var þegar Ame- ríkuferðir hófust hér eftir miklu harðindin 1880. Nú eru þær leið- ir farnar á fáum klukkustund- um, sitjandi í bílum, sem verið var þá að staulast svo vikum skipti með klyfjahesta í togi. Og ekki er munurinn minni á sjó- ferðunum, frá árabátunum til hinna stóru gufuskipa sem sí- fellt eru í gangi. Og þó má heita seinagangur á þeim samanborið við flugvélarnar, sem búnar eru að gera að litlum spöl leiðina milli íslands og Ameríku. Það má því segja að þið séuð aftur komið í nágrenni eftir margra ára útlegð. Öll þau tíðindi sem mikils eru verð koma því jafnótt og þau gerast. Hefi ég lengi fylgt þeirri venju að halda mig við það, sem snertir okkur sveitabændur, hvort sem það reiknast til skaða eða ábata. Og nú sýnist eitt og annað hallast á þá sveifina, sem lamar fjárhag bænda. Sauðfjárræktin hefir frá land- námstíð verið sterkasti þáttur- inn í afkomu þeirra sem búið hafa í sveitum þessa lands og allt til þess að mæðiveikin í sauðfénu dreifðist nú fyrir sex- tán árum j»fir meirihluta lands- ins. Hefir nú verið unnið að því á síðustu árum að aflétta þess- ari plágu með því að afgirða sýslur eða sýsluhluta og skera þar niður allt hið sjúka fé og kaupa í þess stað fé af hinum ó- sýktu svæðum. Þetta er dýrt spaug, en hefir, að því er séð verður, gefið góða raun. Aldrei hefir verið gert jafnstórt áhlaup með niðurskurð eins og þetta haust, þar sem hverri einustu sauðkind var slátrað í Borgar- fjarðar-, Mýra-, Hnappadals- og nokkrum hluta Dalasýslu. Norð- an Hvítár í Borgarfirði hefir aftur verið flutt inn nokkuð af lömbum af lömbum frá ósýkt- um svæðum og þaðan sem fé hefir verið endurnýjað upp með heilbrigðum stofni. En þegar um svona stórfelldan niðurskurð var að ræða var ekki unnt að fylla upp í þá stóru eyðu nema þá að litlu leyti. Varð því sú niðurstaðan að öll Borgarfjarðar sýslan yrði sauðlaus þetta ár. Þykir mörgum súrt í broti, en verða þó að sætta sig við það sem orðið er í þessum efnum. Það hefir ekki þótt nýlunda á þessu hausti, að sjá bíla koma hlaðna lömbum vestan af Barða- strönd og norðan úr Þingeyjar- sýslu, alla leið suður í Borgar- fjörð. En hitt var áður óþekkt fyrirbrigði þegar flugvél hóf sig á loft austur á Fagurhólsmýri í Öræfum, með eltt hundrað lömb innanborðs. Eftir klukku- tímaflug var lent með þennan farm á flugvellinum hjá Stóra- Kroppi í Reykholtsdal. í flug- vélinni var lömbunum raðað þétt saman, líkt og bókum í hyllu, og þannig stóðu þau á leiðinni, róleg og hreyfingar- laus. Voru um sex hundruð lömb flutt frá Fagurhólsmýri í öræf- um á flugvöllinn hjá Stóra- Kroppi í Reykholtsdal, og fór flugvélin tvívegis tvær ferðir á dag. Hafa Skaftfellingar víst al- drei losnað við sölufé með jafn hægu móti. Svo merkilegur þótti þessi fjárflutningur að blaða- menn, danskur og íslenzkur, tóku sér far með flugvélinni Minningartafla um Jónas Hallgrímsson sett á Dillonshús í gær var afhjúpuð minningartafla um Jónas Hall- grímsson á svonefndu Dillons-húsi við Suðurgötu 2. Er þetta eirtafla og stendur á henni í upphleyptum stöfum: „Jónas Hallgrímsson skáld átti heima í þessu húsi 1841—1842. Reykjavíkurfélagið 1950“. Jón Árason og Mindtzenty í gær fluttu dagblöðin grein- ar um Jón Arason biskup og sumar þeirra langar greinar þar sem honum var lýst sem fremsta manni íslenzkrar sjálfstæðis- baráttu og þjóðhetju. Þetta er líka að vissu leyti rétt, þrátt fyrir það, að kaþólska kirkjan fór ekki alltaf vel með vald sitt. Það mýktist í minningunni þeg- ar nýir aðilar voru komnir í hlutverk kúgarans, enda ærinn munur þjóðhagslega, hvort fé var dregið undir innlenda bisk- upsstóla eða útlenda krúnu. En hvernig litu samtíðar- mennirnir á Jón Arason? Jón var formaður hins gamla siðar hér á landi. Hann var hér- aðsríkur höfðingi og hafði með- al annars átt í deilum við Ög- mund biskup Pálsson og fleiri höfðingja innan lands út úr jarð- eignum. Það þurfti því ekki neina sjálfstæðispólitík til þess, að Jón Arason stæði í deilum. En að öðrum þræði var hann mikill andans maður, höfuðskáld sinnar aldar og brautryðjandi í bókaútgáfu og prentun. En svo kom hinn nýi tími. Ungir og áhugasamir kirkju- menn höfðu mótast af stefnu Lúthers suður í Þýzkalandi. Stórmennið Gissur Einarsson komst á biskupsstól í Skálholti. Allt benti til að þróunin yrði þjóðinni holl. Gissur fékk kon- ung til að fallast á, að klaustra- eignir rynnu til skólahalds • í landinu sjálfu. Þær áttu að verða almenningseign um aldur og ævi. En Gissurar naut skammt við og flokkadrættir urðu miklir í landinu. Eftirmenn hans vægðu ekki hinum aldna Hólabiskupi, enda þrútnuðu nú ýmsar sakir við fulltrúa konungsvaldsins Menn hins nýja siðar höfðu kon- ungsvaldið bak við sig. Að sönnu þurftu þeir engan erlendan her til að taka Jón biskup höndum. Það gerði íslenzkur bónlii og héraðshöfðingi vestur við Breiða fjörð. Og það var íslenzkur mað- ur, sem mælti hin frægu orð: Öxin og jörðin geyma þá bezt, En danskur maður var við og hans var ábyrgðin. Og góðum íslendingum sveið það lengi síð- an, að danskur embættismaður lét taka íslenzkan biskup af lífi án dóms og laga. Sá sviði var eðlilegur, ekki sízt vegna þess, sem á eftir kom. Þegar þetta er skrifað, er talið að annar kaþólskur biskup og leiðtogi sitji í varðhaldi, illa einn daginn, til þess að kynnast þessu ferðalagi af eigin sjón. — Tóku þeir margar myndir með- an verið var að tína lön^bin eitt og eitt úr flugvélinni og raða þeim í bíla sem þá voru á staðn- um og ætlaðir voru til þess að flytja lömbin til kaupenda þeirra í Mýrasýslu. Það var ánægju- legt að sjá hvað flugmennirnir fóru mjúkum höndum um þessa saklausu málleysingja, sem þeir töldu með skemtilegasta farmi, sem þeim hefði verið trúað fyrir. Framhald í næsta blaði haldinn, austur í Ungverjalandi. Það er Mindtzenty kardináli. Svo er kallað, að landar hans hafi sjálfir svipt hann völdum, en til þess hafa þeir verið studd- ir af útlendu valdi. Þó að 400 ár séu á milli er margt líkt með þessum tveimur aðsópsmiklu, kaþólsku kirkjuhöfðingjum. Báð ir eru þeir héraðsríkir og and- stæðir hinum nýja sið. Báðir eiga þeir andstæðnga, sem trúa því, að þeir séu að frelsa landið og lyfta þjóðinni til meiri menn- ingar og hagsbóta og finnst hin forna kirkja óg biskup hennar vera þar helzta fyrirstaðan. Stundum eru það liðsmenn og píslarvottar hins gamla tíma og gamla siðar, sem bera höfuð og herðar yfir byltingarmennina þegar frá líður. Þess vegna ætti minning Jóns Arasonar meðal annars að geta fest Islendingum í huga þau sannindi, að tilgangurinn helg- ar ekki tækin og jafnvel full- trúi gamallar þjóðlegrar auð- valdsstofnunar getur orðið þjóð- hetja af því að láta líf sitt fyrir ungum hugsjónamönnum, með erlent vald að baki sér. Svo und- arlega ráðast stundum dómar sögunnar. Svo skammsýnir geta ungir og heittrúaðir byltinga- menn verið. Jón Arason og Mindtzenty kardináli voru kaþólskir biskup- ar, hollir og trúir kirkju sinni, og viðurkenndu ekki vald ríkis- ins yfir heilagri kirkju eða í- hlutun þess í hennar mál meira en þeim þótti góðu hófi gegna. Þess vegna hlutu þeir báðir að lúta ofureflinu. En þar sem báð- ir höfðu karlmensku til að bera og héldu máli sínu til streytu var ekki hægt að beygja þá. Því voru þeir beittir ofbeldi. Plslarvotturinn og þjóðhetjan Jón Arason gerir því hvort tveggja í senn, að stæla þrek manna til að halda fast við sann- færingu sína og áminna um að fara að réttum lögum og með hófsemi. -TÍMINN, 6. nóv. STYRK OG STALHRAUST DVERG-RUNNA JARÐARBER Avextir frá fyrsta árs íræi; auðræktuö, sterk og varanleg; þroskast ágætlega fyrripart sumars unz þau deyja af frosti eru sérlega bragðgðð og líkjast safarlkum, villijarð- berjum; þau eru mjög falleg útlits, engu slður en nytsöm, og prýða hvaða stað sem er, P6 þau séu smærri en algeng jarðarber, sem höfð eru að verzlunarvöru, eru þau þð stærst sinnar tegundar og skera sig Ur, og skreyta garða, Vegna þess hve fræsýnishorn eru takmörkuð, er víssara að panta snemma, (Pakki 25c) (3 pakkar — 50c) pðst frítt, r.í Vor stðra 1951 Business College Education In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence Your Business TraintngImmediately! For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED PHONE 21 804 695 SARGENT AV *, WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.