Lögberg - 04.01.1951, Blaðsíða 5

Lögberg - 04.01.1951, Blaðsíða 5
5 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 4. JANÚAR, 1951 ÁH LGAMAL LVCNNA Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON KAFLI ÚR BRÉFI TIL RITSTJÓRA KVENNASÍÐUNNAR Segist vera flóttamaður fró Ukrainu, en framburður hans getur ekki staðist . . . . Einn dag um jóla-leytið fyr- ir mörgum árum síðan, sat eg í Capitol Theatre í Winnipeg, og horfði á kvikmyndasýningu af Peter Pan, ævintýrinu fræga eftir J. M. Barrie. Litlu stúlkurn- ar mínar sátu hjá mér, og leik- húsið var fullt, mest af börnum og mæðrum þeirra. Ég var eins hrifin og börnin af þessari ein- kennilegu, barnslegu og þó svo dj úpvitru sögu. Ég minnist sér- staklega augnabliksins er Tinker Bell, ljósálfurinn, vinur og vernd ari Peter Pan, er að deyja, vegna þess að hann drakk eitrið er Peter Pan var ætlað. Ljósið er táknaði Tinker Bell, varð dauf- ara og daufara, brátt varð það eingungis flöktandi skar. Aðeins eitt gat bjargað Tinker Bell. Trú á ljósálfa. Með angist í rómnum kallaði Peter Pan til áheyrend- anna: „Trúið þið á ljósálfa?“ Á svipstundu kom svarið — hvellt, snjalt og ákveðið: „Já“, og Tinker Bell hresstist óðara, og sveimaði á ný yfir leiksviðinu sem bjartur ljósgeisli. Mér datt þessi atburður í hug er þú minntist á að laugardags- skólinn væri á fallandi fæti. Þar er hugmynd, sem svo margir góðir menn og konur hafa fórn- að bæði tíma og kröftum, ein- ungis vegna þess að þeir unnu íslenzri menningu. En þessi hugmynd, viðhald íslenzkrar tungu, hlýtur að deyja ef trúna á hana vantar. Við verðum að trúa því að íslenzk menning sé þess virði, að börn okkar kynn- ist henni. Frá mínu sjónarmiði er það stórkostlegur velgerningur af hálfu Þjóðræknisfélagsins að gefa íslenzkum börnum kost ú að læra að lesa íslenzku, — ,,ást- kæra ylhýra málið“. Þróttmikla auðuga málið; málið, sem er móðir margra annara tungu- mála og í ætt við Sanskrít, — því bergmál frá sjálfri „vöggu mannkynsins“ í Austurlöndum. Það er ómetanlega dýrmætur fjársjóður sem börnunum er boðinn og of margir snúa bak- inu við. Er ástæðan sú að vér ísledingar séum að verða „brauð og smér“ — dýrkendur, sem hallast að þeirri skoðun að „bók- vitið verði ekki látið í askana“. Eftir því er ég man bezt, átti sú stefna ekki miklum vinsæld- um að fagna á íslandi fyrir fimmtíu árum og mætti afturför kalla ef hún réði gjörðum af- komenda landnemanna hér vestra nú. En ef svo er að efnis- > hyggjan er búin að eitra þjóð- ernis-tilfinningu vora svo að hún er særð til ólífis og aðeins blaktandi skar, þess meiri þörf er á einhverjum Peter Pan til að vekja oss af dvala. Mér er nær að halda að ís- lenzkar mæður geti miklu um ráðið í þessu efni. Því mundi ég snúa orðum mínum til þeirra og spyrja, biðjandi: „Trúið þið á íslenzka menningu?“ Ef svar þeirra verður eins snjalt og á- kveðið og það er Peter Pan fékk í Capitol-leikhúsinu endur fyrir löngu, þá er laugardagsskólan- um borgið og um leið íslenzkri tungu hér vestra, fyrir mörg ár enn. — Ragnhildur Guitormsson ---☆----- SVEFN og SVEFNLEYSI Carl Schiötz, doktor í læknis- fræði, ritar langa grein í tíma- ritið: Líf og heilsa, um svefn og svefnleysi. Margar eru sálarlegar orskair til svefnleysis. ^ær geta haldið manni vak- andi, eins og hjá myrkfælnum börnum, stundum meðfæddar. Ennfremur má nefna ákafa gremju, þykkju, ákafa gleði, eða eitthvað, sem kemur óvænt, sorglegt eða gleðilegt. Verra er, ef um er að ræða, langvinnan taugaspenning út af áhættu í verzlunarsökum, eða kvíða út af einhverjum nákomnum langt í burtu, eða sem hefir ekki lengi látið frá sér heyra, eða hefir langsamlega þurft að vera í hættu staddur. Það getur líka verið sorg eða önnur áhyggja út af einhverju, sem hefir komi^ fyrir og ekki verður breytt til batnaðar. Til eru þeir, sem ekki geta slitið sig frá bóknámi, held- ur lesa allar nætur, og oft kem- ur það annars af slæmum starfs- venjum eða réttara sagt óvenj- um og skorti á skynsamlegum sjálfsaga. Þá eru til þeir menn, sem sitja á nefndarfundum og stjórnar- fundum allar nætur. Þá skal ég nefna nokkrar al- gengar líkamlegar orsakir að svefnleysi: Kaldar fætur; sé ein- hverjum kalt á fótum eða um hnén, þá er mörgum slíkum manni ómögulegt að sofa. Sama er að segja ef kvöldmaturinn er ekki haganlega saman settur, svo að viðkomanda verður ó- hægt, eftir það að hann er hátt- aður. Svo fer, ef aðalmaturinn er gróft brauð, ávextir eða rót- arhnúðar (t. d. jarðepli). Skal hér á það minnt, að nefndar fæðutegundir þarfnast sérstakr- ar meltingar. Gróft brauð o. s. frv. að kveldi getur verið full- þungur kostur handa fullorðn- um, einkum gömlu fólki; sama er að segja um það, ef mikils er neytt af ávöxtum að kvöldi dags. Ávextir eiga bezt við að morgni dags og síðdegis. Óhægð í maga veldur ógleði um nætur, þó að hægt sé að hrista það af sér á daginn. Ef hægðir eru til lang- frama slæmar, þá raskar það mjög heilbrigðum svefni. Menn fá hósta, andþrengsli, alls konar tilkenningu og sótthita. Nú er því svo varið, að stund- um hverfur líkamlega orsökin, eða aðalorsökin til þess, að vér sofum illa; hlutaðeigandi er lengi búinn að sofa illa, og svo heldur það áfram. Óttinn við svefnleysið veldur slæmum svefni. Svefnherbergið sjálft getur verið svo óhentugt, að það sé aðalorsökin til svefnleysis eða þá átt töluverðan þátt í því. Ég skal þá sérstaklega minna á of mikinn hita í herberginu. Menn eiga að sjá um, að herbergið sá all-svalt, einkum er líður að háttatíma. Kosta skal kapps um að sofa fyrir opnum gluggum, en það verður að gjörast með skynsemd; það verður að gjöra greinarmun á, hvort sumar er eða kaldast á vetrum. Ennfrem- ur má geta þess^ að kaffi er hinn óhentugasti kvölddrykkur, sem hugsast getur. Allir vita, að mik- ill og sérstaklega heitur matur á kvöldborðinu eyðileggur oft nætursvefninn. Þeim, sem nauð- syn er að hafa „eitthvað heitt“ á kvöldi hverju, hafa engan rétt til að kvarta um svefnleysi, vilji þeir ekki leggja niður þann vana. Hiti á höfði af völdum á- fengis hindrar svefn hjá mörg- um. Sterkt te er heldur ekki holt; aftur getur súkkulaði verið gott til að sofna af. Mikil tóbaks- nautn um daga, og ekki sízt sterkir vindlar að kveldi, hindra svefn hjá mörgum. Doktorinn heldur því fram, að óttinn fyrir svefnleysi sé aðalorsökin til þess, að menn sofi illa og óró- lega. Á Klaustri Þegar ég var barn að aldri las ég bækur Jóns Trausta af mikilli kostgæfni. Meðal sagna hans var bókin „Sögur frá Skaftáreldi“. Við lestur þeirrar bókar, og síð- an, opnaðizt hugsýn minni heim- ur, sem í senn var undraland töfrum vafið og gjörólíkt þeim hluta lands vors, sem ég þekkkti bezt. Ég vissi þá, að þetta var á hinu horni landsins, en það var í hug mínum veröld óralangt í burtu. I þessu landi ógna og töfra stóð grænn óasi og á hon- um persóna ein, sem gnæfði hátt yfir fjöldann. óasinn var Kirkjubæjarklaustur — eða Klaustur eins og það er nefnt í daglegu tali — en persónan var Jón Steingrímsson, prestur, er þar var þjónandi í þá daga, sem Skaftáreldar brunnu og runnu, og sem Jón Trausti hefir greint alþýðunni frá í sögu sinni, „Holt og Skál“. Hér er eigi tími né rúm til að rekja allar þær hugmyndir um stundir og staði, sem barnshug- ur, og almanna umræður á fjar- lægu landshorni, skapaði við lestur þessarar sögu, en þetta landssvæði og þessi staður hefir löngum verið æfintýraland í huga mínum — og eftir að hafa litið þetta land eigin augum, get ég aðeins staðfest barnshug- myndirnar og undirstrikað, að hér er virkilega undraland á landi voru, og það fyrir margra hluta sakir. En umræður um þau efni verða ekki hér spunnar. ☆ Að Klaustri hefir oft verið mannmargt bæði fyrr og síðar, hvort sem þar var nunnuklaust- ur, sýslumannssetur eða bara bújörð og heimili góðs bónda. Hér eru margir samankomnir enn, einkum nú um mánaðamót ágúst-september, því að hér er aðal-fundur Stéttarsambands bænda háður í þetta sinn, dag- ana 30. og 31. ágúst 1950. Leiðin hingað er nokkuð löng úr fjar- lægustu landshlutum og vegur- inn er torfær á sumum tímum árs, einkum yfir Mýrdalssand og Skaftáreldahraun. En farartæki nútímans klifa allar torfærur og leiðin um loftin blá er jafngreið hingað og í aðra landshluta, enda reglulegar áætlunarferðir á flug vélum hingað. Við komum með stórum bifreiðum og litum hið stórbrotna og mikilúðlega land, sem er á aðra hönd á leið þess- ári, en tilbreytingarleysi flat- lendisins á hina. Hér að Klaustri er miðstöð hinna fögru sveita, Síðunnar og Fljótshverfisins og hér eru nægi- leg húsakynni til þess að hýsa fjölmenni, en svo má telja að sé, þegar hér hafa saman safnazt allt að 60 manns auk þeirra, sem á staðnum búa. Frá aðalfundi Stéttarsambands ins er sagt í upphafi þessa heftis Freys, en nokkru rúmi er vel varið til frásagnar um það helzta, sem séð verður og kynnzt við stutta dvöl á þessum stað. Á Klaustri er öll starfsemi rekin í félagi af þeim bræðrum, sonum Lárusar sál. Helgasonar alþingismanns og bónda þar. Hafa þeir stofnað hlutafélagið „Leiðólf“ og eru framkvæmdir og framtak þarna á þess vegum, en afköstum þess verður að sjálfsögðu ekki lýst, aðeins drep- ið á helztu atriði, sem ferðamað- urinn sér eða verður áskynja. Hér er þá fyrst og fremst rekið bú rétt eins og gerzt hefir frá upphafi vega og eins og vera ber í íslenzkri sveit. Hér er skjól undir fjöllunum og veðursæld meiri en víða annars staðar á landi hér. Að baki eru afréttir Síðumanna, með góð haglendi, og uppi á brekkunum eru engj- ar og beitilönd frá Klaustri, og þar er ræktun nokkur við fjár- húsin. Hér hefir löngum verið margt fé, og 4—500 fjár á fóðr- um að vetri þykir ekki mikið, enda nóg land fyrir fleira, þeg- ar heyöflunarskilyrði á ræktuðu og sléttu landi verða til sam- ræmis auknum bústofni. Og svo er tún og engjar heima í góðri rækt og þar vaxa garðávextir eigi síður en annars staðar ger- ist. Svona búskapur er náttúr- lega ekki sérstæður á landi voru, en það eru aðrir hlutir, sem ein- kenna stað þenna fremur en flesta aðra. Eða hvar á íslenzku sveitaheimili mun vera ráð á 130—140 kílówatta raforku frá eigin vatnsaflstöð? Fljótsvarað — hvergi. Áirð 1922 virkjaði Lárus fyrst, en síðar var við bætt og um undanfarin ár hefir orkan verið um 90 kílówött frá tveim afl- stöðvum. Á síðasta ári var opn- uð ný 112 kílówatta stöð og önn- ur eldri stöðin er svo til við- bótar, þegar á þarf að halda. Fall hæðin er hér 80 metrar og með veitum vatns uppi á heiðinni hefir verið svo fyrir séð, að Systravatn er vatnsmiðlari fyr- ir aflstöðvarnar. En til hvers ér allt þetta rafafl notað? mun ein- hver ef til vill spyrja. Fyrir það eru ærin not. í fyrsta lagi er þess að geta, að á Klaustri er nú að rísa sambyggð (þorp?). Þar er læknissetur, prestssetur og véla- mannssetur. Þar búa bræðurnir, sem heima eru, í íbúðarhúsum sínum. Þar er gistihús, sem rek- ið er af Leiðólfi. í landareigninni er verið að reisa félagsheimili. Á staðnum er stórt sláturhús á- samt frystihúsi og vöruskemm- um. Þá er notuð raforka til þess að knýja frystitæki heimilisins og til starfa á viðgerðarverk- stæðinu fyrir bíla og búvélar, þarf einnig raforku. Fyrirhugað er, að þarna rísi iðnaður af ein- hverju tagi, ef til vill ullariðn- aður eða annað, semN hagnýtt gæti heimafengna hrávöru. Og svo er lagður frá aflstöðinni 1460 metra langur jarðstrengur niður að Skaftárbrú, en þar er dælu- stöð, sem notar nokkra orku til þess að lyfta hluta af Skaftá yfir bakka sína í því skyni að græða upp sandana, sem hún hefir flutt ofan af öræfum um liðnar aldir og safnazt hafa fyrir á flat- lendinu, þar sem vindarnir þyrla kornunum fram og aftur, svo að gróður fær aldrei stundarfrið. Þetta atriði eitt út af fyrir sig, í starfsemi Leiðólfs eða þeirra bræðra, er svo sérstætt og frá- sagnarvart, að rúm er ekki til þess hér, enda enginn hlutur eðlilegri en að framtaks þessa sé sérstaklega getið, svo merkt er það og mikilsvert. Því er þess vegna ætlað sérstakt rúm í Frey við annað tækifæri. Af framanskráðu er auðsætt, að orkan fer ekki til ónýtis hér, enda er hún að sjálfsögðu notuð til allra heimilisþarfa, sem orku krefjast, og ekki bara til ljósa. Þegar farið er um veginn og horft hingað heim að kvöldlagi er myrkur hjúpar landið, þá er ljósadýrðin hér í sambyggðinni rétt eins og í bæ eða borg. Við ljós og yl vatnsorkunnar eru störfin unnin og menningaratriði leyst úr læðingi. Félagsheimilið, sem þarna er að rísa, á að verða samkomustaður sveitarinnar og líklega skólastaður. Hér er nóg land, þó að fleiri komi og sam- byggiðin aukizt. Framundan er víðáttumikið svæði norðan Skaft ár, Stjórnarsandurinn, sem nú er auðn, en verður 2000 hektara graslenda um nokkur ár, þegar dælustöðin er búin að brynna landsvæði þessu með hæfilegu magni jökulleðju- og frjóefna- þrungnu vatni úr Skaftá. Hér er merkilegt starf unnið til gagns fyrir þá, sem hérna byggja og búa um komandi tíma. Þar verður nytjaland, sem nú er eyðimörk. En ekki nóg með það. Að byggingabaki, í snarbrattri hlíðinni fyrir ofan, er einnig ver- ið að ræktunarstarfi. Brekkurn- ar voru að vísu grónar að mestu, en nú hafa þær verið girtar og vel varðar, svo að þar komist engin skepna að, því að þar eru tré gróðursett, þar á skógur að vaxa. Þar er búið svo mikið að gera., að á engu íslenzku hemili mun undirbúningur vera hafinn 1 gær kom kona ein í Hafn- firði á lögreglustöðina með mann og afhenti hann í vörzlu lögreglunnar. — Þessi ókunni maður hafði á sunnudagskvöld gefið sig á tal við mann hennar, og beðið hann ásjár. Kvaðst hann vera banhungraður flóttamaður, er hefði hvergi höfði sínu að halla. — Vega- bréf hafði hann að sjálf- sögðu ekkert og engin skjöl, sem gæfu til kynna hver hann er, eða hvaðan hann er. Tók lögreglan í Hafnarfirði frumskýrslu af manni þessum. En afhenti hann síðan útlend- ingaeftirlitinu til umsjár. Saga manns þessa er næsta ótrúleg. Hann kveðst hafa flúið frá Ukraínu, ásamt þrem félögum sínum. Hafi þeir komist til Tékkóslóvakíu og verið þar 1 nokkra daga. Komist þaðan til Austurríkis, og þaðan til Frakk- lands. Þar kveðst maður þessi hafa komist leynilega út í skip, í smábæ einum nálægt Bordeau. Hafi hann leynst í skipinu í þrjá daga, án þess að skipverjar yrðu hans varir meðan skipið lá í höfn. — Og áfram, meðan skip- ið var á siglingu, hafi honum tekist að fela sig. Ekkert kvaðst hann hafa vitað hvert siglt var. Og ekkert vita hvað skip þetta var. En hann kvast vita þrjá fyrstu stafina í nafni skipsins. Eftir langa siglingu lagðist að svo stórum heimilisskógi, þar sem ekki voru neinar leyfar fyr- ir. I brekkunum hafa á síðustu 7 árum verið gróðursettar 35 þúsund birkiplöntur, sem fengn- ar hafa verið úr trjáræktunar- stöð Hermanns Jónassonar, í Fossvogi. Hafa þær reynzt með ágætum og varla nokkur planta eyðilagzt, en vöxturinn er ör, sem ráða má af því, að hæstu trén eru nú rétt við tveggja mannhæða há og fjöldi hefir náð tveggja metra hæð. Á síðasta vori voru gróðursettar 2400 barr- plöntur, fura og greni. Um ör- lög þeirra er reynsla ekki fengin, en þarna er skjólsælt undir hárri hlíð, þarna stendur vatn ekki við og sólríki er mikið og ylríki, svo ætla má, að barrvið- irnir þrífist eins og birkið. Þá líða ekki margir tugir ára, unz heimilisskógurinn á Klaustri gefur gangvið í brú. En hér er ekki látið staðar numið. Uppi á brekkunum er af nógu landi að taka og þeir bræð- urnir láta sig ekki muna um að afgirða þar víðlent svæði. Girð- ingarefni er komið á staðinn og framkvæmdir byrjaðar. Þar á svo að sá trjáfræi, fræið spírar, grær og vex,viðir skulu vaxa og fræ bera síðar og dreifa því fram af brekkunum, svo að þar verði skógi klætt, sem ekki hefir náðst að gróðursetja plöntur í bergi og skriðum brekkunnar. Hér er mikið hlutverk og veg- legt til úrlausnar. Og hér er ekki unnið með vantrú á það, sem koma skal. Hér er verið að klæða fjallið og græða sandinn. Það er að vinna fyrir framtíðina. Hér eru margir að verki og það sem mest er um vert — hér eru margir samtaka. Hvað stoðaði skipið við bryggju. Ekki vissi hann hvar það var. En eftir lýs- ingunni að dæma, átti það að geta Verið í Keflavík. Eftir að hann sté hér á land fyrir 10—11 dögum, segist hann hafa farið huldu höfði, og aðallega haft sér til matar afgang af nesti, er hann hafði með sér frá Frakk- landi. Hafði það enst honum all- an tímann, svo að hann gat dreg- ið fram lífið, þangað til á laug- ardag. Hann treysti sér ekki til að lifa á því lengur. Maður þessf kvaðst vera 28 ára gamall. Er öll frásögn hans tor- tryggileg. Á hinn bóginn ein- kennilegt, hvaða hag hann kann að sjá sér í því, að segja ekki eins og er. Hann hefir verið útskurðaður í gæzluvarðhald og situr í „Steininum“. Var svo lagt fyrir hann í gærkvöldi, að hann skyldi nota tækifærið til morguns til að skrifa nánari skýrslu, hvern- ig á ferðum hans stendur. Mætti hann skrifa skýrsluna á því máli, er honum líkaði bezt, m. a. rúss- nesku, ef honum biði svo við að horfa. Samkvæmt seinustu fregnum, sem blaðinu hafa borist um framburð manns þessa, hefir það komið í ljós, að ekkert franskt skip hefir komið hingað til lands á hinum tiltekna tíma. Svo að eitthvað hlýtur að vera bogið við þá staðhæfingu í framburði hans, hvað sem öðru líður. Mbl. 14. nóv. það, ef einn vildi þetta og annar hitt? Jafnvel þeir bræðranna, sem fluttir eru að heiman og búa fjarri Klaustri allan ársins hring, eru einnig með í starfi af lífi og sál. Máttur samtakanna er milcill, en hvergi verður ár- angur hans eins ávaxtaríkur og þar, sem uppskeran er nokkuð í framsýn. Þar verður að vinna vel og lengi í trú á það, sem unn ið er fyrir, en síðar verða ríku- legir ávextir uppskerunnar, enda þá búið til svo mikils að vinna. ☆ Frá Klaustri fer ég til baka sömu leið og ég kom með bíln- um. Ég fer um veginn í gegn um hraunin, sem runnu um land það fyrir 165 árum síðan. Á þeim er víða að koma gróður, og þar sem Skaftá hefir flætt um hin síðari ár, eru góðir hagar komn- ir. Hún hefir fyllt gjótur og ó- færur og þar hefir gróður fest rætur, sem aur og leðja hefir jafnað. Ég sagði við samferða- mennina í bílnum, er við ókum í gegn um hraunið: Hér þarf að fljúga yfir með nokkrar smá- lestir trjáfræs og dreifa því um hraunið. Eftir að hafa hugleitt, hvað felst í ræktunarfram- kvæmd bræðranna á Klaustri sýnist mér það ekki nema eðli- legt hlutverk annarra aðila að veita vatni á ógróna „Stjórnar- sanda“ þessa lands og dreifa trjá fræi um heiðar eða hraun í þeim tilgangi að þar vaxi vænir viðir. Að baki hverri framkvæmd stendur hugsjón og svo þarf trú á gildi framkvæmdarinnar. Allt þetta hlýtur að vera sameinað í samstarfi þeirra b r æ ð r a á Klaustri. —FREYR, okt. 1950 KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 50.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMUNDSSON BÁRUGATA 22 REYKJAVÍK

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.