Lögberg - 04.01.1951, Blaðsíða 1

Lögberg - 04.01.1951, Blaðsíða 1
PHONE 21374 á Cleaning Insíítution O70 PHONE 21374 fcu«*, .**» LttttTV ^0«. S A Compl et« Cleanlng Institution 64. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN.. 4. JANÚAR, 1951 NÚMER 1 Lögberg árnar öllum Islendingum beggja vegna hafsins gófts og gæfuríks nýárs Uppgripa síldveiði ó báta at Akranesi Armars er aílinn misjafn Síldveiðin er enn misjöfn og enda þótt margir bátar hafi ágætis afla hafa þó margir orðið útundan og litla síld fengið. Síðustu tvo sólarhringana hafa Akranesbátar fengið miklu jafn- beztan afla. í gær lönduðu þar 14 bátar samtals 1250 tunnum. Af þeim var m. b. Ásbjörn afla- hæstur með 152 tunnur. Laust fyrir kl. 9 í morgun voru 8 bát- ar komnir að landi á Akranesi og allir með mikla síld. Tveir þeirra, Svanurinn og Hoffellið töldu sig vera með um 250 tunn- ur hvort. Talið var að allir Akra- nesbátar hafi fengið síld, og eng- inn undir 40 tunnur. Um 9 leytið í morgun var að- eins einn bátur kominn til Sand- gerðis, m.b. Guðmundur Þórðar- son með 180 tunnur. Þeir bátanna sem á annað borð komust í síldartorfur, fengu uppgrip strax í gærkveldi og má segja að netin hafi sokkkið jafn- óðum og þau voru lögð. En því miður var svo allstór hluti báta- flotans sem fékk litla veiði, ekki nema 20—50 tunnur og jafnvel þaðan af minna. í gærkveldi sást síldin vaða á stundum og er talið líklegt að veiða megi hana orðið í snurpi- nót. í gær munu hafa borizt um 400 tunnur síldar á land í ýms- um verstöðvum við Faxaflóa. Allmörg skip hafa verið og Hannes á Hofi gaf Arnarneshr. jórð á Á sjötugsafmæli sínu, 4. þ. m., gaf Hannes Davíðsson, bóndi á Hofi í Hörgárdal, Skógræktarfélagi Arnarness hrepps jörðina Ásláksstaði II í Arnarneshreppi. Skógrækrarfélagi sjótugsafmæli sínu Er hér um að ræða allmikið land í góðri rækt, sem Hannes hefir til þessa nytjað með eign- arjörð sinni, Hofi^ ásamt svo- nefndum Ásláksstaðatanga, sem er annálað kostaengi. Jörðin er gefin félaginu „í trausti þess, að arður sá, sem hún kann að gefa af sér, hvort heldur er landleiga eða Ráðherrarfundur í gær komu til viðtals við brezku stjórnina forsætisráð- herrar þeirra landa, er brezku þjóðakeðjuna mynda. Mr. St. Laurent, forsætisráðherra Can- ada, lagði af stað flugleiðis til London á gamlársdag og bjóst við að verða að heiman rúman hálfsmánaðartíma; á ráðherra- fundi þessum verða að sjálf- sögðu mörg stórmál tekin til yfirvegunar, þótt víst megi telja, að öryggismálin skipi þar öndvegi, bæði með hliðsjón af Kóreustríðinu og þátttöku hinn- ar canadísku þjóðar í Atlants- hafsbandalaginu. Mr. St. Laur- ent ráðgerði að fara til Parísar að loknum áminstum ráðherra- fundi og ræða þar við frönsk stjórnarvöld um sameiginleg vanda- og áhugamál. Áður en Mr. St. Laurent lagði upp í ferðina, ávarpaði hann canadísku þjóðina og hvatti hana til þollyndis og bjartsýni á árinu, sem þá var í þann veg- inn að hefja innreið sína í mann- heima. Aukin umsetning Að því er viðskiptaráði Win- nipegborgar segist frá, varð við- skiptavelta smásöluverzlana Manitobafylkis á árinu, sem leið, fimm af hundraði hærri en í fyrra; vinnulaun í þessari teg- und verzlunar, höfðu aukist svo að segja í jöfnum hlutföllum; eigendur og forstjórar smásölu- verzlaná, tjást ánægðir með ár- angurinn. LANOSBÖKASArN wVI i80U 1 XSÍ.AUOS söluverð, verði notaður til að auka trjágróður í Arnarness- hreppi, eftir því sem stjórn skógræktarfélagsins og félags- fundir kunna að telja hagkvæm- ast" — eins og komist er að orði í gjafabréfinu. Fyrir 16 árum síðan gaf Hann- es Búnaðarsambandi Eyjafjarðar aðra stórgjöf, kr. 10.000 — tíu þúsund — til minningar um for- eldra sína, prófastshjónin á Hofi, frú Sigríði Ólafsdóttur og séra Davíð Guðmundsson, svo segja má, að ræktunarmálin í sveit og héraði eigi hér hauk í horni. Hannes á Hofi hefir um langt skeið gegnt gjaldkerastörfum við Sparisjóð Arnarnesshrepps, ásamt öðrum trúnaðarstörfum fyrir sveitarfélag sitt fyrr og síðar. Hann er um margt óvenjuleg- ur maður og á alls staðar vini. —DAGUR, 15. nóv. eru inni í Sundum, en afli er mjög misjafn og sum hafa lítið fengið eða ekkert. Rifsnesið kom í gær með 500 mál og Skíði með 140 og fór þetta í bræðslu í Hær- ingi. Ennfremur mun Dagsbrún hafa fengið um 200 mál, sem fóru í bræðslu. Fregnir hafa borizt um, að smá síld sé komin í Hvalfjörð. Fann- ey var þar í gær og fékk eitt- hvað af kræðu. —VÍSIR, 24. nóv. Bjartar horfur Náttúrufríðindaráðherra fylk- isstjórnarinnar í Manitoba, Hon. J. S. McDiarmid, lét þeSs ný- verið getið, samkvæmt síðustu skýrslum iðnaðar og framleiðslu ráðuneytisins, að samanlögð framleiðsla fylkisins á nýliðnu ári, hefði numið $525,000,000, eða 18 miljónum umfram það; sem viðgekst árið á undan. Þrjátíu og sex ný iðnaðarfyrirtæki hófu starfsemi innan vébanda fylkis- ins árið 1920. Kommúnistar hefja sókn Á nýársdaginn hófu kommún- istar sókn mikla á þremur víg- stöðvum í Kóreu, þótt fylkingar þeirra sækti fastar fram í ná- munda við Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu lýðveldisins; urðu fylkingar sameinuðu þjóðanna í öllum tilfellum að láta nokkuð undan síga og treysta varnar- línur sínar að'nýju. Fréttir frá herbúðum MacArt- hurs í Tokyo telja víst, að vænta megi þá og þegar enn strangari sóknar af hálfu kommúnista. Mannfall af hálfu rauðliða, er sagt að vera geisimikið þó af, miklu sé að taka og naumast sjá- ist högg á vatni þó nokkrum þús- undum af liði þeirr,a sé rutt úr vegi. MíNNINGARORÐ: Stefanía Sæmundson Fædd G. maí 1861 — Dáin 30. desember 1949 Sambandsþing kemur saman Forsætisráðherrann ,Mr. St. Laurent, hefir lýst yfir því, að sambandsþing setjist á rökstóla þann 30. yfirstandandi mánaðar; má þess vænta, að mörg og mik- ilvæg mál verði tekin til með- ferðar á þinginu þó hervarna- málið verði sennilega mest áber- andi, þar sem meðal annars er ráðgert, að farið verði fram á biljón dollara fjárveitingu til þriggja megin deilda hervarn- anna; fullyrt er, að um slíka fjárveitingu muni þó lítt verða skiptar skoðanir með því að öll- um þingflokkum jafnt muni skiljast, hve áríðandi það sé, eins og nú horíir við á vettvangi mannfélagsmálanna, að öryggis- málin skipi í öllum efnum fyrir- rúm; þess vegna má víst telja, að mikil áherzla verði á það lögð í þinginu; að auka að verulegum mun mannaflann í öllum grein- um herþjónustunnar. Sveinn Bergsveinsson: VIÐ ÞÁTTASKIL Ég er fæddur á þessari fold. Ég er frjóangi úr þessari mold. Allt sem ég er og ég verð er íslenzkt að stofni og gerð. Menn lá mér, að land mitt ég flý, að leita ég burtu á ný, því hér sé mér hugljúfast allt: helga þig landinu skalt. En land mitt er fátækt um flest, of fátækt að hýsa þann gest því vísindum vígður ég er, en veglaus með þjóð minni fer. Gleymdan að garði mig bar, sem gesti mér tekið var. Erindi gaum enginn gaf, gríp ég því hatt minn og staf. LÍF og LIST Það hefir dregist lengur en skyldi að minnast þessarar mætu konu, sem lézt 30. desem- ber 1949 í Grand Forks, North Dakota. ,, Stefanía var fædd að Urriða- vatni, Fellnahrepp í Norður- Múlasýslu á Islandi, hinn 6. maí'' 1861. Foreldrar hennar voru Stefán Björnsson og kona hans Anna Katrín. Þegar Stefánía var ung að aldri fluttu foreldrar hennar frá Urriðavatni niður í Borgarfjörð, í jarðaskiptum við Abraham bónda á Bakka. Þar ólst Stefanía upp. Oft minntist hún á fegurð þessarar sveitar. Snemma varð hún að fara að vinna fyrir sér. Hafði hún lært til sauma og var fyrir það oft langvistum á betri heimilum við sauma. Þannig liðu árin þar til hina uppvöxnu mær dreymdi um meiri tækifæri í hinu ó- kunna landi vestan um haf. Föður sinn misti Stefanía þegar hún var í æsku og varð því enn- þá meir að hjálpa mömmu sinni og öðrum systkinum. Árið 1892 kom hún með móður sinni og systkinum til Hallson-byggðar- innar, þar sem heimili þeirra var næstu árin. Árið 1900 giftist hún ekkju- manni Eiríki Sæmundssyni bónda við Hallson og gekk í móðurstað ungum börnum hans. Þau Eiríkur og hún eignuðust eina dóttur, Önnu Katrínu, Mrs. Walter Dippe, sem býr í Grand Forks, N. Dakota. Mann sinn misti Stefanía árið 1935. Bjó hún skamma stund á landi sínu eftir það, heldur flutti með dótt- ur sinni og tengdasyni til Neche, N. Dak. og svo seinna til Grand Forks, þar sem heimili hennar var eftir það. Stefanía var gáfuð og vel gefin kona og húsmóðir. Meðan hún var í byggðinni tók hún ágætan þátt í öllu kirkju- og líknarstarfi, og mörg var sú líknarhöndin, því hún sjálf hafði þekkt fátækt og vissi hve ljúft er að fá skilning og viðkvæmni frá þeim, sem sviplegt og erfitt hafa reynt. Eitt af því sem prýddi þessa ágætu konu var andlegur þroski og bókmentaþrá, ásamt hæfi- leikum til að bera fram ljóð og kvæði og smávísur úr eigin barmi, og get ég ekki neitað les- andanum um að heyra sýnis- horn af því, sem landnámskonan hugsaði í bundnu máli. í kvæð- inu „Svefninn" segir hún: Þú sefar alla sára hryggð og sendir anda í ljóssins byggð. Þú breiðir friðarblæju á alt, sem bæði þótti of heitt eða kalt. Þú vekur barnsins veika traust, og vermir líf þá kalt er haust. Þú sendir von í sálu inn og sigurmátt í barminn minn. (1943) í öðru vetrarkvæði er þetta: Kveður við vetur og kvöld- skugga að setur kveina við blaktandi sinustrá, laufkrónur hrynja, hlynir við stynja. Hverfa burt fuglar með átthaga- þrá. (1937) Siefanía Sæmundsson Úr ,Sumarkvæði' tek ég þetta: Á sólstráðum vegi, á vermandi degi vakir nvert smáblóm í Alföðurs dýrð. Vísa hans vitar. Hvert vit þarna stritar. Vísdómsins djúpsæi, ei tunga fær skýrð. Sem lífið alt litar, og lífsstöfum ritar í laðandi fegurð þú alls staðar býrð. Mörg eru kvæðin minningar frá æsku hennar heima og fylgja þeim héraðs- og sveitalýsingar, ásamt mannlýsingum skýrum. Islenzka gestrisnin fær þessa lýsingu hjá Stefaníu: Gestrisnin af góðum toga spunnin. Gestrisnin af kærleikanum runnin. Gestrisnin sem grætt hefur mannleg sárin. Gestrisnin sem þerrað hefur tárin. Þessi erindi sýna oss ofurlítið inn í sál alþýðukonunnar og því hefi ég sett þau hér. Hún skrif- aði þau sér til hugarhægðar, en þau bergmála líka tilfinningar margra annara, sem ekki áttu eins ljúft tungutak eins og þessi ágæta kona. Ég læt hér staðar numið. Steíanía heitin átti við van- heilsu að stríða seinni árin, en hlýjar kærleikshendur veittu henni skjól, og aðeins seinustu tvo dagana hlaut hún að dvelja á sjúkrahúsi, og þar kom hvíld- jn, er síðustu dagar ársins liðu seinfara út í tímans sæ. Þá fjar- aði og út hennar líf og hinir ei- lífu samfundir voru fyrir stafni. Henni var ljúft heim að ganga. Hún lætur eftir sig eina dóttur Önnu Katrínu, Mrs. W. Dippe, í Grand Forks, N. Dak., einnig þrjú stjúpbörn: Sigríði, Mrs. Richard Árnason í Grand Forks; Marin, Mrs. Tryggvi Anderson í Seattle, Wash. og Mr. Stefán Johnson í Seattle, Wash. Ein systir hennar, Ingibjörg, Mrs. Paul Peterson, býr í Grad Forks og einn bróðir, Björn Stefánsson, í Piney, Manitoba. Jarðarför hennar fór fram frá Hallson kirkjunni föstudaginn 6. janúar 1950 að viðstöddum nán- ustu aðstandendum og vinum. — Sr. E. H. Fáfnis jarðsöng. Hún hvílir í Hallson grafreit. E. H. F. Athyglisverð ræða Mr. John Foster Dulles, sem er Republicani, en samt sem áður ráðunautur amerísku stjórn arinnar á sviði utanríkismál- anna, flutti mergjaða ræðu í New York þann 30. desember síðastliðinn, þar sem hann lagði ríka áherzlu á það, að hinar lýð- frjálsu og frelsisunnandi þjóðir mættu ekki undir neinum kring- umstæðum slaka til við þau of- beldis- og ásælnisöfl, er nú léki lausum hala í veröldinni; hann taldi það fjarstæðu, sem Her- bert Hoover fyrrum forseti Bandaríkjanna hefði nýlega haldið fram, að hin ameríska þjóð gæti einangrað sig og jafn- framt trygt sér frambúðarör- yggi; slíkt gæti hún.einungis í samstarfi við þær þjóðir, er tryggja vildu mannfrelsið í heiminum og staðráðnar væru í því, að koma í veg fyrir landrán og hvers konar ásælni. Helgispjöll Á jóladagsmorgun voru þau helgispjöll framin á Englandi, að hinum fræga Scone-steini var rænt úr Westminster kirkju. Steinn þessi myndaði sætið í krýningarstólnum; hann kom upphaflega frá Skotlandi, hafði hann verið notaður við krýning- arathafnir hinna fornu konunga Skota. Arið 1296 flutti Játvarð- ur fyrsti, konungur Englands, steininn suður í ríki sitt. Hon- um var komið fyrir í Westmini- ster kirkjunni og hafa tuttugu og sjö konungar Breta verið krýndir á honum. Steinninn táknar og sameiningu hinna tveggja ríkja, Englands og Skot- lands, undir sameiginlega kon- ungsstjórn. Margir Skotar eru þeirrar skoðunar að Scone-steinninn til- heyri Skotlandi og eigi að vera geymdur þar, ,og eru skozkir þjóðernissinnar grunaðir um að hafa rænt steininum. Ekki var það neinn barnaleikur, því steinninn er um 350 pund á þyngd. Skotland Yard lögreglan hefir lagt sig alla fram til að hafa upp á steininum, og stórfé er boðið þeim, sem vísar á stein- inn, en fram að þessu hefir leit- in engan árangur borið. Ekki munu Skotar gráta úr sér augun yfir hvarfi steinsins, þvert á móti, er sagt að Skotar hvarvetna hafi verið óvenjulega kátir undanfarna daga. Bcðið að heilsa Sigurgeir biskup skrifar 30. des. frá Edgewater Park, Mis- souri, á þessa leið: „Við höfum nú dvalið hér tvo daga við Mexico flóann. Veðrið hefir verið gott og hlýtt, en sól- arlítið enn sem komið er. Gerum ráð fyrir að vera komin til Chi- cago aftur eftir miðja næstu viku, og förum þaðan til New York síðari hluta dags hinn 7. jan. n.k. Við biðjum þig að skila og túlka kveðjur okkar, og flytja blessunaróskir okkar bæði heimilum og söfnuðunum í Win- nipeg, sem við sóttum heim". Islenzku blöðin í Winnipeg eru hér með beðin að flytja ofan- greindar kveðjur og blessunar- óskir hinna góðu gesta. V. J. E.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.