Lögberg - 04.01.1951, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 4 JANÚAR, 1951
7
Ræða P.V.G. Kolka ó aðalfundi
Þjóðræknisdeildarinnar Frón
4. des. 1950. —------------
íslandskvikmynd, sem vekur
athygli og fær hrós erlendis
Herra forseii:
Heiðruðu landar:
Fyrir 3000 árum síðar var Ev-
rópa land villtra manna, bar-
bara, sem lifðu á veiðimennsku
og gengu hálfnaktir eða notuðu
dýrahúðir til þess að hylja með
nekt sína. Þar sem Rómaborg,
París eða London standa nú,
voru fen eða frumskógar, ef til
vill með fáeinum hreysum eða
tjöldum. Aðeins úti á einum út-
kjálka Evrópu var menning far-
in að myndast fyrir áhrif, sem
komin voru austan yfir Miðjarð-
arhaf. Þessi útkjálki var Grikk-
land, lítið land og fremur hrjótr-
ugt. Grikkland skiptist í tvennt,
Pelopsskagann, sunnan Kor-
inthueiðis, og borgríkin norðan
þess með Aþenu í fararbroddi,
en menningin þróaðist með mjög
ólíku móti í þessum tveimur
landshlutum, þó sama tunga
væri töluð í báðum. Þjóðsagn-
irnar eigna þennan mismun
tveimur löggjöfum, sem mótuðu
lagasetningu og lífsskoðun lands
síns eftir afarólíkum sjónarmið-
um. Á Pelopsskaga eða Spörtu
hafði Lykurgos sett lög, sem
miðuðu að því að gera alla menn
eins, steypa þá í sama móti, inn-
ræta þeim öllum sama hugsun-
arhátt. Þess vegna voru allir
drengir teknir frá mæðrum sín-
um sjö ára gamlir og aldir síðan
upp á kostnað ríkisins við í-
þróttir og hernaðarþjálfun.
Skáldskapur, listir og vísindi
voru höfð í fyrirlitningu, eins
og hlýtur að verða þar sem allir
eiga að vera eins, því að skáld,
listamenn og vísindamenn eru
öðruvísi en aðrir menn, þeir eru
afbrigði frá fjöldanum. Með því
andlega og líkamlega uppeldi,
sem Spartverjar fengu, tókst að
gera þá að hraustum hermönn-
um, sem létu heldur höggva sig
niður til síðasta manns en að
gefast upp eða flýja, en þó urðu
Spartverjar aldrei sigursæl þjóð
né land þeirra stórveldi. Til þess
skorti þá hugkvæmni, sköpunar-
gáfu og ímyndunarafl, en þeir
eiginleikar eru nauðsynlegir til
afreksverka og framfara. Þar
sem allir menn hugsa eins, tala
eins og hegða sér eins, getur
fljótlega ekki orðið um annað
en kyrstöðu að ræða, en kyr-
stöðunni fylgir brátt afturför,
því að það er svo bágt að standa
í stað. Heimurinn stendur því
ekki í þakkarskuld við Spörtu
nema fyrir minninguna um
hreystilega vörn í einni orustu
og fordæmi um þjóðskipulag,
sem ber að forðast.
Allt öðru máli gegnir um
Aþenu, því að þar var löggjöf
og stjórnarfar ekki miðað við
það að láta alla menn hugsa
eins, heldur við það, að hver
einstaklingur gæti þroskast sem
bezt í samræmi við það, sem eðli
hans og hæfileikar stóðu til.
Andlegt frelsi Aþeninga og ann-
ara Norður-Grikkja varð til þess,
að þeir eignuðust afburðamenn
á flestum sviðum, svo sem Hero-
dot, föður sagnaritunar í Ev-
rópu, Hómer, frægastan allra
skálda, spékinga eins og Sókra-
tes og Aristoteles, og stórbrotna
listamenn, sem hafa mótað bygg-
ingarlist og aðra list að meira
eða minna leyti allt fram á þenn-
an dag. Málið sjálft, grískan,
náði þeirri fullkomnun á tungu
skálda og spekinga, að nú á tím-
um er varla til sú vísindagrein,
sem ekki notar orð af grískum
uppruna til þess að tákna með
ýmsa þá hluti og hugtök, sem
hún fjallar um.
Nú býst ég við, að einhverjir
ykkar, áheyrendur góðir, séu
farnir að hugsa á þessa leið:
Hvað varðar Þjóðræknisfélag ís-
lendinga í Vesturheimi um það,
sem gerðist á Grikklandi fyrir
meira en 2000 árum síðan. Því
er fljótsvarað. Okkur varðar um
fortíðina, af því að hún hefir að
geyma lífsreynslu einstaklinga
og þjóða. Okkur varðar um Sög-
una, af því að hún varðveitir
endurminninguna um þessa lífs-
reynslu. Okkur varöar um Forn-
Grikki, af því að í dag og á
morgun verður háð úrslitabar-
átta um það, hvort þjóðir nú-
tímans eiga að feta í fótspor
Spartverja eða Aþeninga, hvort
heldur á að keppa að því að láta
alla menn hugsa eins og hegða
sér eins eða stefna að því, að
þjóðfélagið veiti mismunandi og
margvíslegum einstaklingum
tækifæri til að þroskast í sam-
ræmi við það sérstaka eðli og
hæfileika, sem þeir hafa til
brunns að bera.
Það hafa verið gerðar ýmsar
tilraunir til að feta í fótspor
Spartverja. Þegar Spánn var
mesta stórveldið í Evrópu, var
tekin þar upp sú stefna af kon-
ungsvaldi og kirkju að neyða
alla til að játast undir sömu
trú og lífsskoðun. Það átti að
gera alla að sönnum Spánverj-
um með því móti að útrýma
þeim að öðrum kosti. Þetta átti
sinn þátt í því, að Spánn lenti
í kyrstöðu og síðan í afturför
á sviði stjórnmála, vísinda og
lista^ hrapaði úr því að vera
voldugt og glæsilegt ríki niður
í það að verða fátækt land og
dragast aftur úr þegar önnur
lönd Evrópu voru í örri framför
á flestum sviðum. Nazistarnir í
Þýzkalandi ætluðu líka að gera
land sitt að voldugasta ríki ver-
aldar með því að steypa alla
borgarana í sama móti, kenna
þeim að hugsa eins og útrýma
öllum erlendum áhrifum. Allir
vita, hverjar afleiðingar þetta
hafði fyrir þýzku þjóðina. Og nú
á tímum vakir þetta sama fyrir
Rússum, að einangra frá öllum
vestrænum menningaráhrifum
sjálfa sig og þær þjóðir, sem
hafa komizt undir áhrifavald
þeirra. Hjá þeim er það beinlínis
skoðað sem glæpur að hafa aðrar
skoðanir en þær, sem eru í sam-
ræmi við stefnuskrá kommún-
istaflokksins.
í lýðræðislöndunum vofir jafn
vel sú hætta yfir, að skólarnir,
kvikmyndirnar og blöðin steypi
menn um of í sama móti og
hindri þroskun sérstæðra og
sjálfstæðra eiginleika. Fábreytn-
in er merki stirðnunar og visn-
unar, en fjölbreytni að vissu
marki hefir ekki aðeins verið
rauði þráðurinn í hinni líffræði-
legu framþróun í náttúrunni,
heldur einnið í andlegri og menn
ingarlegri framþróun mannkyns-
ins. Skipting Evrópu í mörg ríki
með mismunandi tungumálum
hefir að vísu kostað ýmis óþæg-
indi og jafnvel blóðsúthellingar
með köflum, en þessi fjölbreytni
hefir verkað frjófgandi á menn-
ingarlega framþróun hennar. Sá
lífsþróttur, bjartsýni og athafna-
þrá, sem einkennir ameríska
menningu, er ekki mest áber-
andi í þeim landshlutum, þar
sem byggðin er elzt og hvítir
þjóðflokkar hafa minnst bland-
ast saman, eins og í Suður-Ame-
ríkuríkjunum eða í Quebec,
Lousana eða nokkrum af Aust-
urfylkjum Bandaríkjanna, held-
ur þar sem fólk frá hinum ýmsu
gömlu menningarlöndum Ev-
rópu hefir blandað blóði sínu,
lífsskoðunum og erfðavenjum
saman innbyrðis eða saman við
þá, sem lengur höfðu búið í land-
inu. v
Ég hef undanfarið ferðast um
allar stærstu íslendingabyggð-
irnar vestan hafs, hitt fjölda
Vestur-íslendinga, bæði á fyrir-
lestrum þeim, sem ég hef haldið
og með því að koma á heimili
þeirra, bæði í borgum og sveit-
um. Ég hef kynnst lífi þeirra
og sögu í þessari nýju heims-
álfu og einkum dáðst að tvennu:
Annars vegar ást þeirra á hinu
forna máli og menningu feðra
sinna, hins vegar hæfileika
þeirra til að aðhæfa sig þeim
lífsskilyrðum hér í álfu, ger-
ólíkum þeim, sem þeir áttu að
venjast í gamla landinu. Menn,
sem höfðu alizt upp vió kvik-
fjárrækt og fiskveiðar, eins og
feður þeirra í 30 kynslóðir,
byggðu sér bjálkakofa úti í ó-
byggðum Ameríku, brutu þar
skóginn og gerðust góðir og dug-
legir akuryrkjumenn. Bænda-
synir utan úr dölum íslands
settust að í borgum, ekki hvað
sízt hér í Winnipeg, stærstu Is-
lendingabyggð utan Reykjavík-
ur, og gerðust þar heppnir verzl-
unarmenn og iðnaðarmenn.
Hinu er ég ekki hissa á, að
margir menn hér vestra af ís-
lenzku kyni hafa tekið glæsileg
próf í skólum og orðið mikils-
metnir menntamenn eða „pro-
fessional“-menn. Hvernig átti
annað að verða með menn af
þjóðflokki, sem á lengstan ó-
slitinn bókmenntaferil allra
þjóða í Evrópu? Ég er heldur
ekki hissa á því, að þeir hafa orð
á sér fyrir það að vera góðir
borgarar í lýðræðisríkjum Norð-
ur-Ameríku. Hvernig átti ann-
að að verða með afkomendur
þjóðar, sem stofnaði fyrsta lýð-
yeldið í Evrópu norðan Alpa-
fjalla, kom á kviðdómum 300
árum áður en þeir voru teknir
upp í Englandi og hefir átt sitt
eigið þing í meira en 1000 ár.
En það er annað, sem ég hef
líka rekið mig á og fær mér tals-
verðrar undrunar. Sumir, sem
fæddir eru af íslenzkum ættum
í Ameríku virðast telja það
borgaralega skyldu sína að varpa
fyrir borð séreinkennum þess
ættbálks, sem þeir eru runnir
af, fyrst og fremst tryggðinni
við íslenzka tungu og þau menn-
ingarverðmæti, sem feður þeirra
fluttu með sér af íslandi. Þeir
virðast vera þeirrar skoðunar,
að styrkur hinna miklu þjóð-
landa Norður-Ameríku sé ifhdir
því kominn að takast megi að
þurka út séreinkenni einstakl-
inga og ætta, kenna öllum að
hugsa sömu hugsanirnar og
steypa þá sem mest í sama móti.
Þetta er hugsunarháttur Spart-
verja, nazista og kommúnista,
andstæður innihaldi vestrænnar
menningar, sem leggur aðal-
áherzluna á frelsi einstaklings-
ins til að þroska persónuleika
sinn í samræmi við erfðir sínar
og eðli.
Norður-Ameríka er nú orðin
höfuðvígi vestrænnar menning-
ar og hver sá Ameríkumaður,
sem ber skyn á það bezta í
menningu evrópiskra forfeðra
sinna, ætti að vera bæði fúsari
og hæfari til að verja það vígi
en hinn, sem ekki gerir sér grein
fyrir verðmæti þess arfs, er feð-
ur hans fluttu austan yfir At-
lantshaf og ávöxtuðu síðan hér
í hinni nýju heimsálfu. Ég hygg,
t. d., að fáir munu vera taldir
betri borgarar hér en einmitt
Skotar, sem eru minnugri upp-
runa síns og hafa meiri ættar-
Undirbúningur Sogsvirkjun-
arinnar hefir gengið vel til
þessa, að því er Steingrímur
Jónsson rafmagnsstjóri hefir
skýrt blaðinu frá. Loktó er
að gera brú fyrir ofan íra-
foss og bráðabirgðabrýr fyr-
ir neða Kistufoss. Vegagerð
sem gera þurfti í sambandi
við undirbúning verksins
hefir miðað vel áfram og er
það mikið að þakka hag-
stæðu tíðarfari til vegagerða
í haust.
Bygging íbúðarhúsa.
Byggingu íbúðarhúsa hefir og
miðað vel áfram, en húsin eiga
að vera tilbúin . næsta vor.
Standa vonir til, að húsin verði
komin undir þak í haust og að
þau verði tilbúin á tilsettum
tíma.
Verulegur skriður á Sogs-
virkjunina kemur ekki fyrr en
með næsta vori, en eins og kunn-
metnað en flestir aðrir kyn-1
flokkar.
ísland hefir lengur verið tengt
sögu Norður-Ameríku en nokk-
urt annað land, eins og Vil-
hjálmur Stefánsson landkönnuð-
ur hefir sýnt svo rækilega í bók
sinni,Iceland, The First Amer-
ican Republic. Það var ekki að-
eins Islendingurinn Leifur Ei-
ríksson, sem fann Ameríku
fyrstur allra hvítra manna, sem
sögur fara af, heldur var það
og íslendingurinn Þorfinnur
Karlsefni, sem gerðist fyrsti
landneminn þar, þótt hann yrði
að hörfa þaðan aftur eftir þrjú
ár, af því að hann hafði ekki
mannafla til að verjast ásókn
Indíánanna. Snorri sonur hans
var fyrsti hvíti maðurinn, sem
fæddur var á amerískri grund,
að því er bezt verður vitað. Hann
gerðist síðar höfðingi norður í
Skagafirði á íslandi og kom þar
af honum mikil ætt, sem hægt
er að rekja fram á þennan dag.
Allt eru þetta sögulegar stað-
reyndir. Fjöldi Islendinga á kyn
sitt að rekja til þessara fyrstu
landnema, sem settust um stund
að á meginlandi Ameríku fyrir
meira en 900 árum síðan. Bættar
samgöngur og fjölmennara þjóð-
félag gerði Englendingum kleift
að framkvæma það landnám,
sem Islendingum mistókst löngu
áður, og það er því ensk tunga
tunga og ensk menning, sem
mest hefir sett svip sinn á þjóð-
félög Norður-Ameríku. En ef
rekja skal sögu enskrar tungu
og menningar langt aftur í ald-
ir, þá verður ekki gengið fram
hjá þeim heimildum, sem ís-
lenzkar fornbókmenntir veita.
Islenzkan er eitt elzta lifandi
talmálið, sem til er. Hún hefir
að geyma fleiri rætur orða úr
indogermönsku en latína og
stendur þar aðeins að baki
grísku. Hver sæmilega greindur
unglingur á íslandi getur lesið
íslenzku fornbókmenntirnar —
The Sagas, — sem ritaðar voru
á 12. og 13. öld, og jafnvel haft
gagn af Eddukvæðunum, sem
eru miklu eldri og hafa sum að
geyma frásagnir úr lífi frumger-
manskra þjóða. Þau bregða því
ljósi á margt í lífi og menningu
germana og engilsaxa, enda er
íslenzkan ekki ólíkari engilsax-
nesku en það, að íslendingar eiga
hægra með að skilja Beowulfs-
kviðuna en enskumælandi menn,
sem ekki hafa lagt sérstaka
stund á sögu ensks máls.
Hver Norður-Ameríkumaður,
sem vill kynna sér elztu heim-
ildir um mál og menningu hins
engilsaxneska kynstofns og
fyrstu afskipti hvítra manna af
landi sínu, verður að leita til
hinna klassisku íslenzku fræða:
Að öðru jöfnu hlýtur sá maður,
sem þekkir sögu lands síns,
tugumáls síns og þjóðlegrar
menningar sinnar, að verða betri
ugt er, hefir verið áætlað að
að verkinu verði lokið þann 1.
des. 1952.
Aðalverkið.
Aðalverkið hefir gengið seinna
en áætlað var, en þó ekki svo
að sök muni koma. Félagið „Foss
kraft“, en það er nafn hins
dansk-sænska firma, sem sér
um sprengingar, hefir fengið
hingað nokkra sérfræðinga. Er
fyrst unnið að því, að gera lóð-
rétt göng niður að þar sem stöðv
arhúsið á að vera. Nokkur drátt-
ur hefir orðið á amerískum vél-
um, sem nota þarf við gerð jarð-
gangnanna. En samt eru allar
líkur til að verkið standist á-
ætlun.
Nú vinna um 40—50 manns
við Sogsvirkjunina og er ekki
búist við að aukið verði til muna
mannafla við verkið fyrr en að
vori er steypuvinna getur hafist.
—Mbl. 18. nóv.
Eins og lauslega hefir verið
getið í fréttaskeytum hefir ís-
landskvikmynd Kjartans Ó.
Bjarnasonar vakið mikla eftir-
tekt í Danmörku. Hefir henni
alls staðar verið mjög vel tekið.
Kjartan hefir að undanförnu
sýnt þessa kvikmynd bæði í
Kaupmannahöfn og í ýmsum
öðrum bæjum. Komið hefir fyr-
ir, að hann hafi haft fjórar sýn-
ingar á einum degi. Ætlar hann
að halda áfram að sýna kvik-
myndina víðsvegar um landið
m. a. í skólum og 1 félögum.
Þegar Kjartan sýndi íslands-
kvikmynd sína í fyrsta sinn op-
inberlega í Kaupmannahöfn
voru allir aðgöngumiðar upp-
seldir, þótt sýningin færi fram í
stóra salnum í Oddfellowhöll-
inni. Var sýningin því endur-
tekin nokkrum dögum seinna.
Auðséð var, að áhorfendurnir
voru hrifnir af kvikmyndinni.
Niels Nielsen, prófessor, mælti
nokkur orð áður en sýningin
byrjaði og sagði meðal annars,
að þessi mynd bæri langt af öðr-
um íslands-kvikmyndumv Sama
segja mörg blöðin. Bæði Hafnar-
blöðin og blöð utan Hafnar ljúka
miklu lofsorði á myndina. „Á-
og nýtari borgari en hinn, sem
litla eða enga þekkingu hefir á
þeim efnum. Þess vegna er það
svo mikils virði fyrir þá cana-
diska eða ameríska borgara, sem
eru af íslenzkum ættum, að
halda við þeim arfi, sqm feður
þeirra fluttu með sér hingað til
lands frá gamla landinu. Það er
þetta, sem mér finnst sumir af
afkomendum íslenzkra land-
nema hér í álfu ekki skilja eða
meta, auk þess, sem þeir mis-
skilja höfuðtakmark vestrænnar
en það er að steypa ekki alla
menn í sama móti, heldur að
gera þeim fært að þroska per-
sónuleik sinn á sjálfstæðan og
sérstakan hátt.
Hið íslenzka þjóðræknisfélag
hefir það hlutverk að þroska
persónuleik fólks af íslenzku
kyni í samræmi við forna menn-
ingu og arfbundna eiginleika
ættbálks þess. Með því er líf
ykkar auðgað og hið nýja þjóð-
félag ykkar gert fjölskrúðugra.
Með því verðið þið nýtari borg-
arar og hæ'fari til að standa vörð
um allt það bezta í vestrænni
menningu. Þess vegna óska ég
félagi ykkar vaxtar og viðgangs,
heilla í starfi og langra lífdaga.
horfendunum fór að þykja vænt
um þetta land“, skrifar t. d. blað
eitt í Holbæk.
Dönum þykir mikið til þess
koma, að sjá þarna myndir af
hinni sérkennilegu og fögru ís-
lenzku náttúru. „Fegurra lands-
lag sést varla á Norðurlöndum“,
segir „Kristeligt Dagblad“. Á-
horfendunum þykir líka fróðlegt
að sjá myndirnar af daglega líf-
inu á íslandi, af togurunum á
veiðum, af síldveiðunum og líf-
inu í sveitum. Fólki þykir gam-
an að sjá hitaveituna, sem vak-
ið hefir eftirtekt um allan heim.
Mörgum finnst líka einkennilegt
að sjá gróðurhúsin í þessu hrjóst
ruga landi. Ekki hvað sízt hafa
myndirnar af laxveiðunum og
fuglalífinu íslenzka vakið mikla
aðdáun. Segir eitt af Hafnar-
blöðunum, að skólafólk, land-
fræðisfélög, fuglafræðingar og
laxveiðimenn um allan heim
muni gera sér far um að sjá
þessa kvikmynd. Laxakvikmynd
in var fyir nokkru sýnd í Höfn
ásamt laxa myndum frá ýmsum
öðrum löndum þ. á m. Kanada.
Voru menn, sem vit hafa á lax-
veiðum sammála um, að íslenzka
laxamyndin bæri langt af hin-
um og væri blátt áfram meistara
verk.
íslandskvikmynd Kjartans
gefur vafalaust Dönum, sem sjá
hana, nýja og betri hugmynd
um Island. „Hverjum gæti dott-
ið í hug, að Reykjavík sé orðin
stórbær. Eða að þar séu tilkomu
mikil stórhýsi, sem ekki standa
að baki nýtízku húsum í Kaup-
mannahöfn. Vissu menn, að flug-
vélar eru mikið notaðar til inn-
anlands ferða á íslandi", skrifar
t. d. Roskilde Socialdemokrat. 1
skólunum, þar sem kvikmyndin
hefir verið sýnd, hefir nemend-
unum gefist kostur á að spyrja
Kjartan um Island, þegar sýn-
ingunni var lokið. Hafa þeir ó-
spart notað þetta tækifæri og
spurt um margt Islandi viðvíkj-
andi íslandi. Stundum hefir hver
spurningin rekið aðra í heila
klukkustund.
Dönsku blöðin eru ekki í nein-
um efa um, að þessi kvikmynd
muni auka áhugann fyrir Is-
landi og skapa löngun til að
kynnast landi og þjóð nánar. ís-
landskvikmynd Kjartans er því
vafalaust mikilsverð auglýsing
fyrir ísland sem ferðamanna-
land —Mbl. 19. nóv.
TIL BÚNAÐARUMBÓTA
Lán til búnaðarbóta má nota til girðinga,
afrenslis og annara umbóta. Upphæðir, sem
nema alt að $3,000 eru fáanlegar samkvæmt
þar að lútandi ákvörðun, og um afborganir
má semja til eins, tveggja eða fleiri ára. Og
vextir eru aðeins 5%. Leitið upplýsinga hjá
næsta útibúi.
BÚNAÐARLÁNI
má einnls verja til
Nýrra véia og búáhalda.
Nýrra kjallara e8a til kaupa
hreinræktaSs búpenings.
Nýrra bygginga eSa viBgerBa
viS eldri hús á býlinu.
Raflagna á býlinu.
GirSinga, afrenslis etSa ann-
ara umbóta.
THE ROYAL BANK
OFCANADA
Þér megið treysta "RoyaT7
BiðjiO um
eintak af
þessum
bœklingi, er
skýrir frá
öllu varðandi
öúbótalán.
Undirbúrtingur Sogsvirkjunar
innar hetir gengið ollvel