Lögberg


Lögberg - 11.01.1951, Qupperneq 1

Lögberg - 11.01.1951, Qupperneq 1
PHONE 21374 A VJ^6 o.0„d '^wVw**?S A Complele Cleaning Insliluiion PHONE 21374 i*e< iveTS , i VÁ«' LqU •p'O'^ ® A Compleie Cleaning Instiiuiion 64. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 11. JANÚAR, 1951 NÚMER 2 Heiðraður vegna frækilegar framgöngu Frá því var skýrt í Lögbergi í sumar, sem leið, að Þorvaldur Friðriksson, áður hárskeri í Reykjavík, hefði fyrstur íslend- inga gengið í Bandaríkjaherinn, hefði komið í stutta heimsókn, en brátt verið kvaddur vestur vegna Kóreustríðsins; fór hann til vígstöðvanna í Kóreu, særð- ist þar í hendi, lá um hríð á her- mannaspítala, en náði sér til- tölulega fljótt og tók á ný þátt í orustum með hersveit sinni, og var af hernaðaryfirvöldunum sæmdur vegna frækilegrar fram- göngu heiðursmerkinu „Silver Star“, sem er sjaldgæf viður- kenning. Þorvaldur Sargeant er ættaður frá Borgarnesi. Edward elzti bróðir Þorvaldar, lauk prófi í búvísindum við Minnesotaháskólann 1945, kvænt ist amerískri konu, hvarf til ís- lands og gerðist umboðsmaður mjólkureftirlits. Guðmundur yngstur bræðr- anna kom til Bandaríkjanna 1942, gekk þar á iðnskóla hóf svo háskólanám í raf- urmagnsfræði, en innritaðist í sjó- flotann í apríl- mánuði 1945 og tók þátt í sjó- orustum í Kyrra- hafinu; hann var leystur úr her- þjónustu 1946, og byrjaði þá aftur háskólanám og lýkur á komandi vori fullnaðarprófi í rafurmagnsfræði við háskóla Minnesotaríkis. Fréttaritari Lögbergs í Min- neapolis lætur þess getið, að stórblaðið Minneapolis Tribune hafi rétt um nýárið flutt grein um Þorvald Sargeant ásamt mynd; hann sendi Lögbergi myndamótið, og lét því fylgja á- minstar upplýsingar, ásamt af- riti af viðurkenningarskjalinu, er hér fer á eftir: Verbaíim Copy of Ciiation Awarding Master Sergeani Thorvaldur Fridriksson the Silver Star. Headquarters, 2nd Infantry Division, APO 248, c/o PO, San Francisco. General Orders No. 105. Award of the Silver Star for gallantry in action to the follow- ing named enlisted men: Master Sergeant Thorvaldur Fridriksson, RA37805 267, In- fantry, U.S. Army, a member of of Headquarters company, 2nd battalion, 38th Infantry Regi- ment, 2nd Infantry division, dis- played gallantry in a c t i o n against an armed enemy on 27 September, 1950, in the vicinity of Kochang, Korea. On that date Sergeant Fridriksson was lead- ing a motorized patrol which was reconnoitering roads and bridges between Kochang and Muju. Twenty miles north of Kochang the patrol encountered an enemy force of approximately 75, equipped with small arms, a T-34 tank and a field piece. Ser- geant Fridriksson boldly decided to attack with his outnumbered patrol and fearlessly moved for- ward. In the ensuing action the enemy was driven off, leaving their equipment behind. He then dispatched a squad to pursue the retreating enemy, while he di- rected the destruction of the enemy material. His skillful de- ployment of his force and bold initiative in attacking a numer- ically superior force resulted in 25 enemy dead, 8 enemy soldiers captured, the destruction of all enemy equipment, including small arms abandoned by the fleeing enemy, without a single casualty to his patrol. The gal- lantry and skillful leadership displayed on this occasion by Sergeant Fridriksson r e f 1 e c t great credit upon himself and are in keeping with the finest traditions of the military service. Entered the military service from Minnesota. —☆— Þegar blaðið var að fara í pressuna barst því sú fregn, að Þorvaldur hefði einnig hlotið „Bronze Star“ fyrir nýja hetju- dáð. Úr borg og bygð Mr. Boði Sædal, sem verið hefir í canadíska sjóhernum í allmörg undanfarin ár og hækk- að þar að tign, kom bílleiðis hingað til borgar um nýárið á- samt konu sinni og tveimur börnum vestan frá Kyrahafi, á leið austur til Halifax; hann er sonur þeirra Ágústs Sædal mál- arameistara og frú Mínervu Sæ- dal, hinn mesti dugnaðar- og myndarmaður. ☆ Kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar efnir til Tea og sölu á heimatilbúnum mat í samkomu- sal kirkjunnar á miðvikudaginn þann 31. þ. m. Nánar auglýst síðar. ☆ Hr. Grettir L. Jóhannsson ræð- ismaður Islands í Manitoba, Saskatchewan og Alberta, veikt- ist snögglega á aðfaranótt síðast- liðins sunnudags, var hann flutt- ur á Almenna sjúkrahúsið hér í borginni og gekk þar undir uppskurð á sunnudaginn; lánað- ist læknisaðgerðin hið bezta og er ræðismaðurinn á ágætum batavegi. Nýr íslenzkur héraðsdómari (Frá fréllariiara Lögbergs í Minneapolis) Gullbrúðkaup Gísli og Guðrún Björnson Þorvaldur Friðriksson Vestur-íslendingar eru altaf að montast af dómurum, þing- mönnum, og öðrum embættis- mönnum úr þeirra hópi. Guð- mundur Grímsson, sern var lengst af héraðsdómari í Norður Dakota og er nú dómari hæsta- réttar þar, er bezt þekktur með- al dómara. Árni Gíslason, sem var í fjölda mörg ár héraðsdóm- ari hér í Minnesota kom aldrei eins mikið fyrir almennings- sjónir í blöðunum — og nú hefir það sjaldgæfa skeð, að þegar hann sagði af sér, tæplega 73 ára í vor, varð bróðursonur hans eftirmaður Árna — Sidney Gísla son, sonur Björns heitins Gísla- sonar lögfræðings. Sidney fékk útnefningu, er governor ríkisins veitti, þegar prófatkvæðagreiðsla meðal lög- fræðinga í umdæminu leiddi það í ljós að þeir voru nærri einróma með því að hann yrði eftirmaður frænda síns. Árni fær eftirlaun, er dómarar hér fá þegar þeir ná aldurstakmark- inu — og býr hann áfram í New Ulm, ásamt konu sinni, Solveigu, dóttur Gríms heitins Þórðarson- ar frá Stað í Hrúntafirði, og eftirlifandi ekkju hans, Ingi- bjargar Snæbjarnardóttur, ætt- uð úr Dölum (er Ingibjörg föður- systir Rigmor Hansen dans- kennara í Reykjavík). I kosningunum 7. nóvember var Sidney kosinn gagnsóknar- laust til sex ára kjörtímabils. Þó ungur sé var hann búinn að fá orð á sig víða um suðurhluta Minnesota-ríkis sem afbragðs lögfræðingur. Hann er fæddur í Minneota, Minnesota, í íslenzku byggðinni þar, sumarið 1908, og varð þannig “42 síðastliðið sum- ar. Að maður ættfæri hann smá- vegis (en það er nú sýki hjá mér, eins og þið vitið) þá var Björn faðir hans sonur Björns Gísla- sonar bónda á Hauksstöðum í Vopnafirði; var Björn gamli sæmdur Dannebrogsorðunni fyr- ir framúrskarandi búskap, og fluttist hann til Minnesota á- samt Aðalbjörgu Jónsdóttur (ættqð af Fjöllunum) konu sinni og fjölákyldu, árið 1879. Björn, faðir dómarans, dó fyr- ir tæpum 20 árum, kona hans fyrir tæpum tveimur árum. Hét hún Jóhanna og var dóttir Jón- atans bónda á Eið um Jónatansonar Péturssonar frá Hákonarstað á Jökuldal; móðir hennar var Krist- ín dóttir Jóns Þorvarðssonar frá Papey og Rósu konu hans. Jóhanna var með þ e i m alfyrstu meðal íslenzks kvenfólks, austan hafs og vestan, sem lauk háskólanámi, hún út- skrifaðist úr Minnesotaháskól- anum nokkru fyrir aldamót og var í fleiri ár kennari áður en Sidney Gíslason hún giftist Birni. Var hún fædd að Eiðum, og um sex ára þegar hún kom vestur með foreldrum sínum til Minnesota-byggðarinn- ar. Sidney dómari lauk gagn- fræðaskólanámi í þorpinu Min- neota árið 1925, fluttist svo til Marshall, nærliggjandi bæjar, það ár með foreldrum sínum, og þaðan til Minneapolis með móður sinni og systkinum þeg- (Frh. á bls. 8) Það var ekki ský á lofti í Argyle og Glenboro 1. des. s.l. Sólin skein í heiði, og allir voru brosandi og glaðir, því þetta var gullbrúðkaupsdagur þeirra Gísla og Guðrúnar Stefaníu Björns- son, og þau eru með afbrigðum vinsæl, og það má svo að orði kveða að þau hafa lifað allan sinn aldur í þessu bygðarlagi. Þau giftust 2. des. árið 1900 og bjuggu þau í Brúarbygð, alveg í suðaustur horni bygðarinnar þar til 1945, en síðan hafa þau búið rétt vestan við Glenboro-bæ og sitja þar eina beztu bújörð, sem þar er um slóðir. Gísli er sonur Björns Björns- sonar frá Sæunnarstöðum í Hallardal í Húnaþingi og konu hans Guðnýjar Vilhelmínu Ein- arsdóttur, ættuð úr Þingeyjar- sýslu. Þau fluttu vestur frá Gras- hóli á Melrakkasléttu, og námu land í Argyle og nefndu bæ sinn Grashól og bjuggu þar til dauða- dags. Kona Gísla Guðrún Stefanía er dóttir Sigtryggs Stefánssonar frumherja í Argyle og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur, fædd á Þverá í Staðarbygð í Eyja- fjarðarsýslu. Komu þau til Vesturheims 1882. Guðrún er með sérstæðustu konum, hún varð níræð í sumar, og er enn frísk og fjörug, var hún við- stödd hátíðahöldin og minntust flestir hennar fagurlega í ræð- um sínum. Fólkið í Brúarbygð og Glen- boro stóð fyrir samsætinu, og fólk í allri bygðinni tók saman höndum, og fór samsætið fram í North West Hall í Glenboro. Mr. og Mrs. Jónas Anderson frá Winnipeg leiddu gullbrúð- hjónin til sætis, er leikið var á slaghörpu brúðkaupslagið. Er Mrs. Anderson systir gullbrúðar- innar, og áttu þau Anderson- hjónin 40 ára giftingarafmæli þennan dag. Fór þá fram skemtiskrá all- fjörug, er séra Eric H. Sigmar stjórnaði, og söng hann gifting- arsálminn “I’U walk bside thee” (Ég geng við hlið þér). Ræður fluttu: B. S. Johnson, forseti Frelsissafnaðar; B. K. Johnson fyrir hönd Fríkirkjusafnaðar. S. A. Anderson sendi skeyti fyrir hönd Baldur-safnaðar, (hann gat ekki verið viðstaddur). Fyrir hönd fólks í Glenboro mælti G. J. Oleson nokkur orð. Fyrir hönd kvenfélaganna töluðu þær Mrs. Conrad Nordman (Brú) og Mrs. P. A. Anderson (Glenboro). Sonur gullbrúðhjónanna, Har- aldur, mælti fyrir hönd fjöl- skyldunnar, og dóttur-dóttir þeirra, Sigrún Sigmar, Mrs. Jónas Anderson, systirbrúðar- innar, talaði mjög fallega, sem og F. Friðfinnsson náfrændi hennar frá Winnipeg. Seinast talaði Hr. Óli K. Stefánsson tengdabróðir hennar, (hann er giftur Svöfu systur gullbrúðarinnar) frá Van- couver, B.C. Þá voru heiðursgestum af- hentar fjölmargar og verðmætar gjafir frá fólkinu í bygðinni og ættfólki þeirra: Verðmætt gull- úr var þeim gefið af býgðarfólki; Kvenfélagið á Brú gaf brúður- inni hring (Signet-ring) og Kvenfélagið í Glenboro hálsfesti. Ættfólkið gaf þeim „Chester- field set‘, lampa, rafmagns- klukku og postulíns borðbúnað (China dinner set) allt af vönd- uðustu gerð, og fleiri gjafir. Þá tóku heiðursgestir til máls og þökkuðu með fögrum orðum heiður, vinsemd og gjafir. Veitingar voru fram bornar af mestu rausn, og allir voru hjart- Minnisvarði um Stephan G Stephansson á Arnarstapa Árið 1953 verður öld liðin frá fæðingu Stephans G. Stephanssonar skálds. í til- efni þess hefir Ungmenna- samband Skagafjarðar haf- ist handa um að skáldinu verði reistur minnisvarði á Arnarstapa í Skagafirði, ör- skammt frá fæðingarstað þess. Ríkarður Jónsson myndhöggv- ari hefir gert uppdrátt að minn- ismerkinu, sem er varði hlaðinn úr brimsorfnu grjóti og stuðla- bergi. Svo er til ætlast, að varð- inn verði 4% metri á hæð, þrí- strendur að lögun. Á hverri hlið hans verður inngreyptur stein- flötur með myndum af skáldinu og tilvitnunum úr ljóðum hans. Fjársöfnun til minnismerkis- ins er þegar hafin, en aðeins inn- an ungmennafélaganna í Skaga- firði. Þó hafa þegar borist nokkr ar peningagjafir frá aðdáendum skáldsins, og má þar til dæmis nefna Kvenfélag Seyluhrepps, Kjartan ólafsson í Hafnarfirði og Rannveigu Líndal á Sval- barði. Ef hinir mörgu aðdáendur Stephans G. Stephanssonar víðs vegar um landið, vildu leggja eitthvað af mörkum, — hver eft- ir sinni getu og vilja, — þá væri létt verk að koma upp þessu minnismerki, en hins vegar er sjóður sá, er ungmennafélögin hafa myndað, hvergi nærri nógu öflugur til að standa straum af byggingu minnisvarðans. Þess vegna er þeirri ósk vinsamlega beint til allra þeirra, er heiðra vilja minningu Stephans G. Stephanssonar, að þeir láti eitt- hvað af hendi rakna til minnis- merkisins. Þær gjafir má senda til framkvæmdastjóra nefndar, sem vinnur að því að hrinda anlega glaðir; um 165 manns sóttu hóf þetta. Gestir úr fjar- lægð voru margir og skulu þeir nefndir, sem ég man eftir, Mr. og Mrs. Oscar Jósephson, Can- nington, Ont. (hún er dóttir gull- brúðhjónanna); Mr. og Mrs. Hjörtur Davidson (systir brúð- gumans); Mr. og Mrs. O. K. Ste- fánsson, Vancouver, BC.; Mr. Hermann Björnsson, Chicago, 111. (bróðir brúðgumans); Mrs. Axel Sigmar, Winnipeg (systir brúðgumans) og dóttir hennar Mrs. Bertonille; Sigrún Sigmar, Murrey Sigmar (dótturbörn); Mr. og Mrs. F. Friðfinnsson og systir hans Jónína Stephenson (frændsystkini brúðarinnar) öll frá Winnipeg og Mr. og Mrs. S. A. Sigmar, Brandon. Kvöldstund þessi var hin á- nægjulegasta, allir tóku þátt í þessum fagnaði með hjarta og sál. Gullbrúðhjónin hafa tekið þátt í félagslífi bygðarinnar alla ævi með örlæti og fórnfærslu, og lagt allt hið bezta til lífsins og eru og hafa ævinlega verið með afbrigðum gestrisin. Þau eru enn ótrúlega ung í anda, þrátt fyrir 50 ára giftingarferil. hefir ellin ekki enn barið að dyrum hjá þeim; óska allir þeim til blessunar og hamingju á kom- andi æviárum. Börn þeirra eru: Emily í Vancouver, B.C., gift hérlendum manni (Mr. H. Lewis) Lára Jósephson í Cannington, Ont.; Guðmundur giftur hér- lendri konu, bóndi nálægt Glen- boro; Haraldur, Friðrik og Hansína, öll ógift og öll heima. Mörg heillaóskaskeyti bárust gullbrúðhjónunum frá vinum og vandamönnum fjær og nær. G. J. Oleson þessu máli í framkvæmd, Kára Sigurðssonar, Hverfisgötu 41, Reykjavík, — eða formanns nefndarinnar, Eyþórs Stefáns- sonar á Sauðárkróki. Fimmfugur Jochum Ásgeirsson Síðastliðinn mánudag átti hr. Jochum Ásgeirsson stofnandi fyrirtækisins „The Electrician, 685 Sargent Avenue hér í borg- inni fimmtugsafmæli; var fyrir- tækið stofnað 1941, en 1944 gekk hr. Guðmann Levy í félag við Jochum og hafa þeir rekið þetta rafiðnaðarfyrirtæki í samein- ingu síðan, og hefir það frá ári til árs fært út kvíar við vaxandi vinsældir. I tilefni af afmæli Jochums kom saman álitlegur hópur karla og kvenna á hinu kunna risnu- heimili þeirra Guðmanns Levy og frú Margrétar Levy 263 Ren- frew St. hér í borginni til heiðurs við afmælisbarnið, og skorti þar hvorki gleði né góðan fagnað. Séra Philip M. Pétursson, for- seti Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi, hafði orð fyrir gestum, skýrði tilgang mann- fagnaðarins og þakkaði heiðurs- gestinum gott og ánægjulegt samstarf; við lok máls síns af- henti hann afmælisbarninu fallegar minjagjafir, er viðtak- andi þakkaði fyrir með fögrum hlýyrðum; meira var ekki um ræðuhöld, en þeim mun meira um söng, mestmegnis á íslenzku, er veizlugestir alment tóku þátt í; veitingar voru hinar stór- mannlegustu, svo sem vænta mátti. Jochum Ásgeirsson á rót sína að rekja til Arngerðareyrar við ísafjarðardjúp, sonur þeirra Ás- geirs Guðmundssonar og Aðal- bjargar Jónsdóttur, er þar bjuggu; hann kom hingað af Is- landi árið 1924. Jochum er kvæntur Ingibjörgu Halldórs- son frá Riverton hinni glæsi- legustu konu og eiga þau tvö mannvænleg börn. Framhald á bls. 5 íslenzkur félagsforseti Mr. Gustaf Gottfred hefir ver- ið kosinn forseti Kiwanis félags- ins hér í borginni; hann er af al- íslenzku fólki kominn, þótt nafn- ið eigi bendi til þess; voru for- eldrar hans hin mætu landnáms- hjón, þau Mr. og Mrs. Jóhannes Gottskálksson. Kona Mr. Gott- ferds er Valdína Reykdal. Mr. Gottfred er hið mesta glæsi- menni, er rutt hefir sér braut til góðs gengið og frama; hann nam ungur símritun og hækk- aði jafnt og þétt í tign unz svo var komið, að hann er nú yfir- umsjónarmaður við Canadian National Telegraphs.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.