Lögberg - 01.02.1951, Page 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 1. FEBRÚAR, 1951
7
Landbúnaðurinn 1950
Áramólahugleiðingar eflir Árna G. Eylands
Eins og svo oft áður, hefir hr. Árni G. Eylands, stjómarráðsfulltrúi
f Reykjavfk, sýnt í verki góSvild sína til ritstjóra Lögbergs með þvf
að senda honum til blrtingar f blaðinu, saman dregið yfirlit yfir
landbúnaðinn á Islandi árið 1950. Ritgerðin, siem er harla fróðleg,
er í tveimur köflum, og er fyrri hluti hennar nú hér birtur; má ekki
minna vera en Árna sé þessi hugulsemi hans innilega þökkuð. Ritst).
Árið er liðið og öldin hálfnuð.
Þetta gæfi ærin tilefni, að minn-
ast á margt varðandi búskap
bændanna og viðhorf þjóðarinn-
ar til landbúskaparins, þróun
atvinnuhátta, búsetu og verka-
skiptingu á þjóðarbúinu. En
slíkt yrði og langt mál. Hér verð-
ur því að nægja að stikla á stein-
um og minnast á fáein atriði
hins liðna búnaðarárs, eins og
það nú ber fyrir sjónir, þegar
það er liðið og gengið.
Tíðin og taðan.
Það sækist í áttina: töðufallið
eykst og útheyskapurinn dregst
að sama skapi saman. Hann
hverfur þó aldrei alveg, og á
ekki að gera það. Á nokkrum
stöðum á landi hér eru til engj-
ar, sem arðvænlegt er að heyja
í öllum árum, eða því sem næst.
Þetta eru flæðiengjar, bæði þar
sem náttúran sér um sig og þar
sem mannshöndin hefir gripið i
til varanlegra búbóta. Sumsstað-
ar eru hinar arðvænlegu engjar
einnig annars háttar og loks
er því ekki að leyna, að
þau ár geta komið og koma
við og við hér og þar á
landi voru, að túnræktin bíður
það afhroð að grípa verður til
óvenjulegrar útheysöflunar, sem
miðast við önnur sjónarmið en
venjulegt árferði og búnaðar-
hagi. Grasrækt á túnum er ör-
ugg ræktun, en hún getur orðið
fyrir áföllum eins og öll bú-
ræktun í öllum búnaðarlöndum.
Eftir því sem lengra sækist
°g nær því marki að hevja ein-
göngu ræktuð tún og arðvissar
engjar, því ónákvæmari mæli-
kvarði verður hlutfallið milli
töðu og útheys. Fram að þessu
hefir það gefið allljósa hugmynd
Urn þróun búskaparins í rækt-
unarátt. Nú virðist komið að því,
að þessi mælikvarði verði ógild-
ur. f>að munu tölurnar um hey-
skapinn sumarið 1950 sýna þeg-
sr þær verða tiltækar. Nú mun
útheyið ekki vera nema 50% af
því, sepi það var 1940 og ekki
nema um % heyskaparins að
mngni. En fyrir 30 árum var út-
hey meira en 2/3 hlutar hey-
fengsins.
Nú er það tíðin og taðan, sem
mest á veltur um öflunina í bú
hóndans, hitt er svo annað mál,
að margt annað verður til að
móta búnaðarárferðið, hvað
hóndanum verður úr afla sínum.
Eftir vorharðindin miklu 1949
hugðu bændur með nokkrum
kvíða til vorsins 1950. Þeir von-
uðu að nú yrði ein báran stök,
srðindin endurtækjust ekki, og
þeim varð að von sinni. Fénað-
ur gekk yfirleitt vel fram og
gróður kom á eðlilegum tíma.
n sumarið, úr því leið að slætti,
gerði misskipt við bændur og
ualið. Þarf ekki að rekja þá
sogu, þar um hefir svo margt
verið rætt. Afbragðssumar um
estfirðj víðast og landið vest-
anvert. Gott um Suðurland aust-
^raefi. Hörmungar hey-
skapartíð um allt Austurland og
Þmgeyjarsýslur, þótt nokkuð
væri þar misskipt. Um Austur-
and óþurrkar og úrkomur meiri
en í manna minnum frá því í
sláttarbyrjun, þangað til að vet-
urnóttum, en í Þingeyjarsýslum,
einkum suðursýslunni, sluppu
menn víðast með fyrsta heyskap
á túnum án hrakfara. Svipað var
ástandið nyrzt í Strandasýslu og
á nokkrum bæjum í Norður-
ísafjarðarsýslu.
Afleiðingarnar þarf varla að
rifja upp, það sem af er. Ríkis-
stjórnin veitti úr landssjóði lán
og framlög vegna lélegs hey-
skapar og fóðurvöruvöntunar,
svo að nam 4,5 millj. króna.
Skiptist sú hjálp þannig:
Dr. Richard Beck, prófessor í
norrænum fræðum við ríkishá-
skólann í Norður-Dakota, hefir
undanfarið sent frá sér margt
ritgerða og ritdóma um Norður-
landabókmenntir í amerískum
bókmenntaritum.
Nýlega birtist sem forustu-
grein í hinu kunna ársfjórðungs-
riti „Books Abroad“, sem gefið
er út af ríkisháskólanum í Okla-
homa, ítarleg ritgerð eftir hann
um norsku skáldkonuna Sigrid
Undset og miðaldaskáldsögur
hennar („Sigrid Undset and
Her Medieval Novels“) og í vetr-
arhefti þess rits, nýútkomnu,
styttri grein um norska rithöf-
undinn Johan Falkberget. í um-
ræddu riti hafa einnig komið
ritfregnir eftir dr. Beck, meðal
annars.um hina nýju þýðingu
prófessors Lee M. Hollander af
Kormáks sögu og Fóstbræðra
sögu.
Allítarleg ritgerð um Falk-
berget eftir dr. Beck birtist einn-
ig í hausthefti hins merka bók-
menntarits „The American-
Scandinavian Review“, og í síð-
ustu heftum þess hafa einnig
verið birtir ritdómar eftir hann
um rit dr. Alexanders Jóhannes-
sonar „Origin of Language“ og
um hinar nýútkomnu þýðingar
af Gunnlaugs sögu ormstungu,
Bandamanna^sögu og Droplaug-
arsona sögu eftir þau prófessor
M. H. Scargill við Alberta há-
skóla og prófessor Margaret
Schlauch við New York háskóla.
f nóvemberhefti „Scandin-
avian Studies“ er allítarlegur
ritdómur eftir dr. Beck um hina
nýju heildarútgáfu af íslendinga
sögum, sem gefin er út í Reykja-
vík undir ritstjórn Guðna Jóns-
sonar mag. art. Umrætt rit er
málgagn fræðafélagsins „The
Society for the Advancement of
Scandinavian Study“, en dr.
Beck er nú forseti þess félags-
skapar.
í janúarhefti „School of Edu-
cation Record“, sem gefið er út
af Kennaraskólanum við ríkis-
Úthlutun þessi fór fram eftir
tillögum þeirra Páls Zophonías-
sonar og Árna G. Eylands, sem
settir voru til að rannsaka á-
stæður. Þeir lögðu einnig til að
athugað yrði um innflutning
heys frá Noregi, og að því yrði
vikið til Stéttarsambands bænda,
að efna til samhjálpar þannig,
að bændur um Suðvesturland og
víðar, þar sem vel heyjaðist,
gæfu hey í óþurrkahéruðin hey-
litlu. Þessi síðari tillaga náði
fram að ganga, að mörgu leyti
með ágætum. Stéttarsambandið
efndi til samskota og safnaði um
410 þús. krónum og 400 hestum
heys. Varði það samskotafénu
til heykaupa og til að lækka
verð á heyi, er sent var austur.
Voru fyrir áramót sendir um
4000 hestar heys og kostaði töðu-
hesturinn með þessu móti um
kr. 85,00 kominn á hafnir eystra.
Tilkostnaðurinn við heysöfnun-
háskólann í N. Dakota er grein
eftir dr. Beck um heimsókn
þeirra dr. Alexanders Jóhannes-
sonar og dr. Francis Bull, frá
Oslóháskóla, er báðir heimsóttu
N. Dakota háskólann síðastliðið
haust.
Fjaðrafok
F yrirhygg j uleysi.
íslendingar hafa aldrei verið
fyrirhyggjumenn. Og þeim ætl-
ar seint að lærast það. Fyrir
eitthvað einni öld spáði útlend-
ingur því, að íslendingar mundu
safna í sarpinn í nokkur ár eins
og rjúpan, en éta svo allt upp á
einu eða tveimur hörðum árum.
Hefir hann reynst sannspár?
☆
Jarðarfarir í Reykjavík.
Þótt skemtanalíf væri ekki
fjölskrúðugt á þessum árum (um
aldamótin) samanborið við það,
sem menn eiga nú að velja á
milli, voru þó ýmsar ókeypis
skemtanir, sem sumir settu sig
aldrei úr færi að taka þátt í.
Þar á meðal voru jarðarfarir.
Mér er óhætt að segja, að sumt
kvenfólk hafi farið í hverja og
eina jarðarför, sem fram fór í
bænum. Gamansöm kona sagði
mömmu einu sinni, að hún hefði
verið í vist er hún var yngri og
þá verið send til að kaupa eitt-
hvað. Þegar hún var komin nokk
uð frá heimili sínu, rakst hún á
líkfylgd og slóst í förina. Hún
gekk góðan spöl við hliðina á
annari stúlku og loks snýr hún
sér að henni og segir: „Hvern er
verið að jarða?“ Hin svaraði
þegar í hálfum hljóðum: „Ég
veit það ekki“.
(Eufemína Waage).
☆
Heilinn
í litlum sjimpansa vegur ekki
meira en 300 grömm, heilinn í
stórum górilla uppundir 650
grömm. Heilinn í hinum frum-
stæðasta steinaldarmanni, Pithe-
canthropus erectus, neðan við
1000 grömm. Heili vor, karl-
manna, er 1300 til 1500 grömm,
heili Neandertahls-mannsins vó
1700 grömm. Heilinn í Ivan Tur-
genjev vó 2100 grömm. Sjimp-
ansaheilinn annars vegar, 300
grömm, en heili hins fræga
Rússa hins vegar 2100 grömm.
Hinn smái heili er þó að miklu
leyti eftirmynd hins stærra. —
Sjimpasann skortir einkum þá
hluta sem valda því, að vér höf-
um hið göfuga enni vort.
(Undur veraldar).
☆
Nikulásargjá
á Þingvöllum dregur nafn af
kaupendur lögbergs
Á ÍSLANDI
Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir
yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið
ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna.
Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem
eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir
að snúa sér til mín.
BJÖRN GUÐMUNDSSON
BÁRUGATA 22 REYKJAVÍK
Lán kr. Framlag kr.
Au.-Skaftafellssýsla austan öræfa ....... 268 þús. 92 þús.
S.-Múlasýsla .......................... 887 — 353 —
N.-Múlasýsla 893 — 602 —
N.-Þingeyjarsýsla ....................... 345 — 160 —
S.-Þingeyjarsýsla austan Vaðlaheiðar 590 — 260 —
Árneshreppur.............................. 25 — 20 —
Grunnavíkurhreppur ....................... 3 — 2 —
Alls 3011 þús. 1489 þús.
Fræðslusturfsemi dr. Becks
ina og sendingu hefir orðið mik-
ill, telur Stéttarsambandið að
heyið fengið og flutt á þennan
hátt, hefði kostað um kr. 150,00
hestur á höfn eystra, ef ekki
hefði komið til fjárframlögin, til
að standast kostnaðinn og lækka
verðið.
Tillagan um heykaup frá
Þrændalögum náði ekki fram að
ganga, enda lagðist stjórn Bún-
aðarfélags íslands á móti henni.
Þrændur seldu mikið af töðu til
Englands og hefði verið hægt að
flytja hey frá Þrændalögum til
Austurlands og selja þar'á höfn-
um fyrir um kr. 65,00 hestinn,
ef með manndómi hefði verið að
staðið, meðal annars af þeim fé-
lögum, er skipum ráða til slíkra
flutninga. Gjaldeyrishlið máls-
ins var hagkvæm. Má um deila,
hvort hér er ekki dæmi um of
mikla hjartveiki og einangrunar-
trú.
Eftir veturnætur brá til hag-
stæðrar tíðar á óþurrkasvæðinu
og góð haustveðrátta hélst ann-
ars staðar. Um miðjan nóvember
brá til hins verra víða eystra og
gerðist gjafasamt og svo hefir
einnig verið hér og hvar um
Norðurland. Það sem af er vetr-
arsins lofar því eigi bótum fyrir
óþurrkana í þeim sveitum, sem
ieir ollu mestu tjóni.
Garðrækiin.
Árið 1949 voru fluttar inn 3150
smál. af kartöflum en 3490 árið
1950. Þessi innflutningur virðist
því vera kominn í nokkuð jafnt
og miður gott horf þessi ár, og
er jafnvel furða, að innflutning-
urinn 1950 er ekki meiri, sem
afleiðing af hinu slæma árferði
vorið 1949. Það ár er áætlað að
uppskeran hafi numið 50—60
þús. tunnum, en síðastliðið haust
er áætlað, að hún hafi komist
upp í 90—100 þús. tunnur. Því
miður er þessi mikli munur
mest árferðismunur, en ekki að
þakka mikilli framför varðandi
kartöfluræktun yfirleitt. Á því
sviði er svo sorglega lítið um
haldgóðar leiðbeiningar og
hvatningu, að um afturför er að
ræða frá því er var t. d. á stríðs-
árunum, og var þó við ramman
reip að draga á þeim árum, að
því er kom til vinnuafls o. fl.
Ótíð olli miklum erfiðleikum
við upptöku kartaflna í haust
bæði um Austurland og Norður-
land t. d. í Eyjafirði, en það staf-
aði þó mest af því, að bændur
voru svo lengi bundnir við erf-
iðan heyskap, að upptaka kar-
taflna drógst úr hófi fram.
Önnur garðyrkja gekk einnig
vel á árinu. Nýbygging gróður-
húsa var lítil sökum skorts á
byggingarefni, eða um 2800 ferm.
en um 4000 ferm. 1949.
Sölufélag garðyrkjumanna
eldri 133,9 (110,8) smál. af tó-
mötum, 13351 (7416) kassa af
gúrkum, 67,0 (45,85) smál. af
hvítkáli og 3,1 (1,9) smál. af rauð-
káli. Af blómkáli seldi félagið
62,292 (42,120) hausa og af gul-
rófum 21,8 (10,1) smál. Þessar
svigatölur og aðrar í greininni
varða árið 1949, til samanburðar.
Mjólkuríramleiðslan.
Átta (9) mjólkurbú tóku á móti
35.239.580 (33.194.217) kg. af
mjólk 11 fyrstu mánuði ársins.
Af hinni innvegnu mjólk þessa
11 mánuði voru 17.928.672
(17.147.739) lítrar seldir sem
neyzlumjólk.
Af rjóma voru seldir 801.003
(769.588) 1. Af smjöri voru fram-
leidd 262.795 (234.791) kg. Mjólk-
urostur 345.758 (388.245) kg.
Mysuostur 66.546 (48.463) kg.
Skyr 1.084.245 (1.057.294) kg.
Mjólkurduft 113.900 (109.557) kg.
í niðursuðu voru notaðir
434.820 (197.160) 1. af mjólk og í
„kasein“ 1.274.200 (733.900) lítrar
af undanrennu.
Niðursuða mjólkur fer nú ein-
göngu fram í Reykjavík — þótt
undarlegt sé og öfuguggalegt.
Kaseinið er framleitt á Akur-
eyri og að nokkru í Húsavík og
á Sauðárkróki, en mjólkurduft-
ið á Blönduósi.
Rjómabú er nú fullgert á Egils
stöðum á Völlum, en hefir ekki
tekið til starfa og er óvíst hverju
fram fer um það.
Kjölframleiðsla og
f járskipii.
Alls var slátrað 252.642 (306.-
805) kindum. Af því voru 214.738
(243.022) dilkar. Meðalkjötþungi
dilkanna reyndist 14,28 (13,8) kg.
Skorið var niður vegna fjár-
skipta í Borgarfjarðar- og Mýra-
sýslum, þremur hreppum í Snæ-
fellsnessýslu og þremur hrepp-
um í Dalasýslu.
Árið 1949 var, sem kunnugt
er, skorið niður á svæðinu frá
Lónsbrú í Eyjafirði, að Héraðs-
vötnum eystri og auk þess 1
Saurbæjarhreppi í Eyjafirði, og
var haft fjárlaust árlangt á því
svæði. í haust voru flutt á það
svæði um 21 þús. lömb. Af þeim
voru 6000 af Vestfjörðum, 14
þús. úr S.-Þingeyjarsýslu, Öng-
ulstaðahreppi og úr Kelduhverfi,
en 970 af Sléttu.
1 fyrstu var til þess hugsað að
hafa sauðlaust árlangt á niður-
skurðarsvæðinu í Borgarfirði, en
því miður var frá því horfið.
Tala sláturfjár, er bæta ber, að
lögum, var um 42 þús. á þessu
svæði, en það lætur nærri að
sú tala samsvari slátrun umfram
hið venjulega á svæðinu.
Inn á svæðið voru flutt um
13 þús. líflömb. Frá Vestfjörðum
um 7 þús., úr Dalasýslu 2 þús.,
úr Bæjarhreppi í Strandasýslu
500, úr Húnavatnssýslu 2 þús. úr
S.-Þingeyjarsýslu 900 og úr ör-
æfum 600 lömb, sem flutt voru
loftleiðis.
Allmikil mistök urðu að þessu
sinni um smalanir og fjárheimt-
ur, þar sem fjárskiptin fóru
fram. Stendur bændum stuggur
af þessu og með öllu er óvíst
hvort gæfa leyfir, að eigi snúist
til hins verra. Vafalaust eiga
fleiri aðilar sök á þessu og verð-
ur hvorugur aðilinn, sauðfjár-
sjúkdómanefnd né fjárskipta-
nefnd í héraði, kvittaður af sök-
inni. En loks eru ófáir bændur
sorglega sekir um vanrækslu og
óprúttni 1 sambandi við fjár-
skiptin. Þeir hafa svikið sjálfa
sig og granna sína svo að tóm-
legt er um að hugsa. Bendir
þetta allt til þess, að það sé ó-
fært annað en að hafa sauðlaust
eitt ár, þar sem fjárskipti fara
fram. Auk mistaka og mannlegs
GAMAN 0G
ALVARA
Scrope Davis, vinur Byrons,
var kunnur fyrir fyndni sína og
það, af hve miklum eldmóði
hann spilaði fjárhættuspil. Hann
var sífellt að veðja á hesta, og
þegar h*ann var við nám í Cam-
bridge hafði hann það fyrir
venju að reyna að skera sig á
háls eftir hvert veðhlaup, sem
hann tapaði. Svo oft gerði hann
þessa tilraun, að í eitt skipti
þegar komið var til læknis og
honum sagt að flýta sér, því að
það væri hálsinn á Scrope, sem
væri í veði, sagði hann: „O,
hann er ekki í neinni hættu, ég
er þegar búinn að sauma hann
sex sinnum saman“.
Scrope Davis tókst að lifa af
öll „sjálfsmorðin“ í rúmlega
fjörutíu ár og dó eðlilegum
dauða i París.
Þegar hann lá á banabeði bað
hann lækninn að segja sér í al-
vöru hve lengi hann ætti eftir
að lifa. Læknirinn svaraði, að
hann gæti ekki lifað lengur en
til kl. 8 morguninn eftir.
Þegar læknirinn var í þann
veginn að ganga út um dyrnar,
neytti Davis síðustu krafta sinna
til að kalla á hann. „Læknir“,
hvíslaði hann. „Ég veðja fimm
guineum að ég lifi til níu“.
breiskleika, en á þeim vettvangi
dansa limirnir eftir höfðinu, ber
ekki að gleyma því, að jafnvel
samvizkusömum bændum, sem
á engu vilja níðast, getur reynst
torvelt að ganga lönd sín sauð-
laus, í góðri tíð að haustdegi.
Nú er í ráði, og hefir þegar
verið samþykkt af bændum að
fella allt fé á svæðinu frá Hval-
firði að Þjórsá á næsta hausti.
Mistökin í haust ættu að vera
full áminning um að fara varlega
og fylgja reglunni um eins árs
sauðleysi.
Líður nú að lokamarki um
niðurskurð til að útrýma kara-
kúlpestunum. í því máli hefir
þjóðin lyft miklum björgum hin
síðustu ár. Karakúlmistakanna
mun lengi verða minnst, því að
auk annars verða bændur að búa
lengi enn við garnaveikina, þó
að nokkrar vonir standi til að
læknisráð verði ef til vill fundin
gegn þeirri veiki. Niðurskurður
til að útrýma henni kemur vart
til tals.
Sauðfjárræktin og kjötfram-
leiðslan hefir dregist ískyggilega
saman hin síðustu ár, samanbor-
ið við vaxandi neyzluþarfir. Hin
aukna mjólkurframleiðsla vegur
ekki á móti því og kemur ekki
í stað þess. Vonandi lagast þetta
senn, enda verður þess mjög
vart, að hugur bænda stendur til
þess að auka fjárstofninn jafn-
skjótt og karakúlfarginu er af-
létt. Öll merki benda til þess, að
útflutningur sauðfjárafurða geti
hafist á ný til hagsbóta fyrir
þjóðina og beinnar bjargar fyrir
bændurna, til þess standa miklu
meiri vonir, en að flytja út
mjólkurafurðir svo verulegu
nemi. FRAMHALD
því, að þar drekti sér Nikulás
Magnússon sýslumaður Rang-
æinga aðfaranótt 25. júní 1742.
Hafði hann sent Magnúsi Gísla-
syni lögmanni boð þremur dög-
um áður, ásamt skjölum og pen-
ingum, og beðið hann að sjá um
Þorleif son sinn, því líf sitt væri
brátt á enda. Þegar hans var
saknað var fyrst leitað í tjöld-
um og síðan hafin dauðaleit. Hjá
gjánni fundu menn vasaklút
hans og skjal nokkurt, og síðan
var lík hans lætt upp úr gjánni.
☆
Fyrir 100 árum
voru 24 húsasmiðir í Reykja-
vík og hafði þeim fjölgað um
helming seinasta áratuginn. Af
þeim voru tveir steinsmiðir, 14
snikkarar, 5 snikkaranemar og
einn timburmaður. Þá voru íbú-
ar Reykjavíkur alls 1149.
—Lesb. Mbl.
Business Gollege Education
In these modern times Business College
Education is not onlv desirable but almost
imperative.
The demand for BusinesS College Educa-
tion in industrv and commerce is steadily
increasing from year to year.
Commence Your Business TraininglmmeJiately!
For Scholarships Consult
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
PHONE 21 804 695 SARGENT AV '. WINNIPEG