Lögberg - 08.03.1951, Síða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. MARZ, 1951
iögberg
Gefið út hvern fimtudag af
TKE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 21 804
Rritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $5.00 um árið-^Borgist fyriríram
The “Lðgberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada.
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
Drcngilcga tekið í tauma
Ræða sú hin kyngimagnaða, sem Valdimar Bjorn-
son flutti á Miðsvetrarmóti Fróns, var um margt lær-
dómsrík, skorinorð og í ýmissum atriðum beinlínis
eggjandi; hann tók drengilega í tauma varðandi til-
verugildi íslenzku vikublaðanna Lögbergs og Heims-
kringlu, og dró enga dul á það, hve fljótt yrði fábreyti-
Jegt umhorfs á vettvangi þjóðræknismálanna og reynd-
ar íslenzkra mannfélagssamtaka yfir höfuð, ef þau liði
undir lok; hann tjáðist þess fullvís, að þó eigi væri
nema tíundi hver maður af íslenzkum uppruna, er
keypti íslenzku blöðin og greiddi áskriftargjöld þeirra
reglubundið, þá ættu þau að geta átt langt líf fyrir
höndum; hann dáði að verðugu ástúð heimaþjóðarinn-
ar í garð okkar Vestmanna og þá ekki sízt skilning Al-
þingis á menningarlegu gildi blaðanna, er komið hefði
ár eftir ár fagurlega í ljós með ríflegum fjárveitingum
þeim til fulltingis og viðhalds; að slíkt ætti að verða
okkur sjálfum brennandi hvöt til líftryggingar íslenzku
blöðunum, sýnast þar af leiðandi liggja nokkurn veginn
í augum uppi; það var hressandi, og hreint engin smá-
ræðis þjóðræknisleg sálubót í því fólgin, að hlusta á
ræðu Valdimars, þessa spaka, norræna víkings, sem
er manna ólíklegastur til að leggja árar í bát þótt i
áhnn syrti og brim sverfi kletta.
Svo var mælt um Hannes Hafstein, að hann hresti
menn sína með brosi; það gerir Valdimar Bjornson líka,
að viðbættu sjaldgæfu átakamagni, er færist í auka
frá ári til árs.
Það er enginn að leika sér að því að gefa út ís-
lenzk blöð í þessari miklu álfu; þeim er haldið úti vegna
menningarlegrar nauðsynjar, vegna hinnar göfugu
tungu okkar, vegna sjálí'sagðs metnaðar og bræðra-
bandsins við íslands.
Fylkjum liði um íslenzku blöðin sem einn maður,
sem ein sál! Það er gott til þess að vita hve Valdimar
Bjornson er maður ljóðfróður og hve létt honum veitist
að vitna í vísur toáli sínu til áréttingar; það átti því vel
við að hann skyldi ljúka áminstu erindi sínu með hinni
ógleymanlegu vísu Þorsteins Erlingssonar:
Og sittu heil með hópinn þinn,
en hnipptu að þeim ungu.
Þeir ættu að hirða um arfinn sinn,
sem erfa þessa tungu.
Hugleiðingar um þjóðræknis-
og mannfélagsmól
Frelsið ómælanlegf
Frelsi er hrífandi orð. Skáld og mælskumenn nota
það tíðum, vegna hins ómælanlega hugarflugs, sem
það býr yfir; engu að síður virðist þó mörgum mannin-
um veitast furðu erfitt að átta sig á því hvað frelsið
tákni í þann og þann svipinn; mörgum er heldur ekki
ávalt ljóst, sé um tvent að velja, hvort þeir kjósi sér
fremur pólitískt frelsi eða trúfrelsi; menn komu hingað
1620 til að njóta trúarbragðafrelsis. Bandaríkin unnu
stjórnarfarslegt frelsi sitt 1781, en 1865 öðluðust Negr-
ar Suðurríkjanna að miklu leyti jafnrétti við hvíta
menn.
Franklín D. Roosevelt Bandaríkjaforseti, lagði
einkum áherzlu á fjögur atriði frelsisins, málfrelsi, trú-
arbragðafrelsi, frelsi undan oki skortsins og frelsi frá
ánauð óttans; en liðirpir eru í eðli sínu vafalaust miklu
fleiri en þetta; og víst er um það, að miljónirnar austan
járntjaldsins hafa lítið af áminstum frelsisatríðum að
segja, hvað þá heldur fleirum.
Stundum bregða menn sér bæjarleið til að fá skiln-
að frá konu sinni vegna ófrelsis eða hvað?
Þegar tannpína ætlar að gera mann snarvitlaus-
an, er stokkið eitthvað út í buskann í áttina til tann-
læknis ef hugsanlegt ýæri að með þeim hætti mætti
öðlast frelsi frá sársauka; menn vinna baki brotnu ár
út og ár inn í því augnamiði að greiða eftirstöðvar veð-
skuldarinnar á heimilinu og verða þannig aðnjótandi
frelsis frá skuldum.
Ekki alls fyrir löngu kom hingað til lands Rússi
nokkur, er kunnugur var heljarklóm ófrelsisins í föður-
landi sínu og fékk hér land vist; liann furðaði sig á því,
að hann skyldi mega stíga upp í járnbrautarlest í
Quebec án þess að stjakað væri við honum og hann
spurður hryssingslega hvert ferðinni væri heitið.
Að öllu athuguðu sýnist það ljóst, að þegnar þessa
lands njóti í rauninni langtum víðtækara frelsis, en þeir
margir hverjir geri sér í hugarlund; hér ganga menn
fagnandi að iðju um morgna og koma heim frjálsir og
glaðir að kvöldi þar sem þeir fá notið hvíldar í öryggi
heimilissælunnar; hér er engin Gestapo-lögregla, og
hér er það megintilgangur stjórnarvaldanna, að gera
öllum þegnum þjóðfélagsins jafn hátt undir höfði, hvort
heldur auðugur eða snauður á í hlut.
Við eigum heilög vé að verja þar sem lýðræðið er,
Qg því til fulltingis þurfa allir að vaka á verði.
Margar þjóðir hafa keypt frelsi sitt dýru verði og
kaupa enn, og þær iðrar þess aldrei síðar, því hvað er
lífið án mannhelginnar?
(Framhald af hls. 3)
er með því, að um byrjun
slíku var að ræða. Svipaðar til-
raunir í Noregi, Svíþjóð og Dan-
mörku hafa borðið glæsilegan
árangur á hverju sumri um
nokkur undanfarin ár. Aðeins
einn einasti námsmaður kom
frá Vesturheimi til að njóta slíkr
ar kennslu í Reykjavík í hitteð
fyrra — og var sá hreinræktað'
ur Ameríkani, prófessor frá
Pennsylvaníu, minnir mig. Ekki
lagði nokkur Vestur-íslending
ur leið sína þangað. Kennslan
fór fram að nærri öllu leyti
ensku, og var flest-öllum að-
gengileg.
Getur nokkur ímyndað ser
betra eða gagnlegra sumarfrí
fyrir Vestur-íslending, sem
stundar hér kennslu sjálfur,
hvaða fagi eða skóla sem er, en
einmitt það að sækja tíma við
Háskóla Islands og ferðast um
sögustaði og átthaga eins og
hægt yrði? Okkur væri nær að
hætta að kvarta um kulda gagn-
vart útflytjendum og afkomend-
um þeirra — kulda, sem löngu
er horfinn — og gæta þess hvort
við höfum ekki sjálfir vanrækt
venjulegar kurteisisskyldur með
því að víkja virkilega frá
þegar bróðurhönd er rétt okkur
yfir hafið. Við ættum að meta
þær tilraunir, sem ísland ítrek-
ar þessi síðari ár, í það minnsta
með því að kynna okkur þau
tækifæri sem til eru og að nota
þau eins og ætlast er til.
Jæja, þarna kom útúrdúr í
annað sinn. Kannske ég þurfi
bara ekki að flytja ðalræðuna.
Það teygist úr henni með tóm-
um innskotum hingað til. Að ég
staglist á því einu sinni enn —
ég ætlaði að tala um ferðalag
mitt, og varð úr því hátíðlegar
hugleiðingar um ferðalag ann-
ara!
Frá sjónarmiði blaðamanns —
og við það starf var ég enn rið-
inn í ferðalaginu í fyrra — þá
gafst fágætt tækifæri einmitt í
júní og júlí, með þessari heim-
sókn til Norðurlanda. Ekki var
staðið við lengi. Og satt að segja
eftir að farið var frá íslandi var
alls ekki langt á milli áfanga.
Það er ekki í neinu tilfelli eins
langt milli höfuðborga á Norð-
urlöndum og á milli Minne-
apolis og Winnipeg, til dæmis.
Maður fór — og konan með —
milli Hafnar, Stokkhólms, Hel-
sinki og Oslóborgar, venjulega
á tveimur til þremur klukku-
tímum í flugvél. Flugferðin frá
New York til íslands, á lengsta
degi ársins í guðdómlegu veðri,
tók ekki nema tólf tíma. Við
vorum ekki nema rúma sex
klukkutíma á milli Reykjavík-
ur og Kaupmannahafnar með
íslenzku flugfélagi. Ég kvaddi
konu mína í Osló kvöldið 15.
júlí. Næsta dag fór hún flug-
leiðis til Reykjavíkur. Lagði ég
sjálfur á stað þá, á laugardags-
kvöld, frá Osló — var ég kom-
inn um sama leytið á sunnu-
dagskvöldi alla leið til Minne-
apolis. Tækniþróun okkar hefir
sannarlega eytt vegalengdum.
Maður er stórhrifinn, við eigin
reynslu, af slíkum hraðferðum
enn, þrátt fyrir það að þær séu
ar, hugsum við nú á dögum
heldur um hernaðarþýðingu
þessarar hraðskreyðu farar-
tækja. Við höfum nærri því náð
ofþroska í vísindalegum fram-
förum og á meðan gætir sér vax-
andi vanþroski í andlegum efn-
um.
Búið þá með þriðja útúrdúr
inn! Hvað var þetta sjaldgæfa
tækifæri blaðamannsins, sem ég
minntist á áðan? Það var bara
það, að fá að athuga afstöðu
Norðurlanda-búa gagnvart árás^
inni sem gerð var af Kommún
istum á lýðveldi Suður-Kóreu-
manna. Ég var staddur á íslandi
þegar sú árás var hafin.. Þar
heyrði maður strax athugasemd-
ir sem einkennt hafa umræður
um málið frá byrjun hér á
landi — óskir þess efnis að bar
dagar á Kóreu-skaga verði ekki
að grundvelli heimsstyrjaldar.
Maður mætti láta sér detta í
hug, að norður undir heims-
skautsbaug ætti fólk að skipta
sér frekar lítið af ófriðarástandi
lengst suður í Kyrrahafi. Nú
virðist vera hæfileg fjarlægð á
milli. En sannleikurinn er, að
Norðurlöndin eru, því miður,
nákvæmlega miðdepillinn í
þessum klofna heimi nútímans,
heimi ótta og óvissu, heimi tog-
streytunnar milli austurs og
vesturs. Norðurlöndin standa
mitt á milli landfræðilega. Ekki
geta Skandinavar látið fram hjá
sér fara athugunarlaust hið
minnsta atvik meðal heimsvið-
burða þar sem kommúnistaríki
Rússa á hlut að máli. Á megin-
landi Evrópu liggja lönd þeirra
rétt við Rússland. Hvað íslandi
viðkemur er hættan augljós —
„einbúinn í Atlantshafi“ er, því
miður, nákvæmlega 2800 mílur
frá New York, 2800 mílur frá
Moskva. Lega landsins varð þýð-
ingarmikil í síðasta stríði. Sú
lega er ekki að minna leyti ó-
Dægileg núna.
Norðurlöndin standa „mitt á
milli“ ekki aðeins frá landfræði-
legu sjónarmiði, heldur líka í
stjórnmálaskoðunum um leið.
Skandinavar hafa hrint frá sér
pólitískum öfgum, bæði hægra
og vinstra megin. Einræði er
þeim ógeðfellt hvort sem það
kemur fram í gerfi Hitlerisma
eða Kommúnisma. Dæmin um
andúð þeirra gagnvart svarta
Nazismanum eru enn í glöggu
minni. Þeir eru eins vel á verði
gegn rauðu tegundinni líka.
Fylgi Kommúnista hefir far-
ið stögugt hnignandi í hverju
landi þar sem frjálsar kosning-
ar tíðkast enn. Ekki hafa Norð-
urlöndin verið undantekning.
Heimsóknin til Norðurlanda í
fyrra var ekki fyrsta ferð mín
þangað. En Finnland sá ég samt
í fyrsta sinn. Og það var sér-
staklega hrífandi fyrir Amerí-
kana að kynnast betur þjóðinni
sem þar býr. í Bandáríkjunum
höfum við dáð Finna mest á
þeim einfalda grundvelli, að
þeir hafa reynzt ábyggilegir —
þeir borguðu altaf skuldir sín-
ar frá fyrri stríðsárum. Nú bæt-
ast þýðingarmeiri ástæður við.
Enginn okkar hér vestra — eng-
inn, sem býr í lýðfrjálsu landi
orðnar eins algengar og raun getur annað en dáð finnsku þjóð
A j ina fyrir hugrekki og djörfung,
sem þar mæta þeirri ögrum og
er a.
Þessi gerklofni heimur, sem
við eigum dvalarleyfi í, hefir
stórminnkað síðustu árin. Þró-
un flugtækninnar hefir gert ná-
granna úr fjarlægum þjóðum.
Vélamenning okkar hefir veitt
skilyrði til þess að auka gagn-
kvæm kynni um gjörvalla jörð.
Okkur hefði átt að takast það
að yfirvinna sundurlyndi og
fyrirbyggja misskilning. En
gallinn er að menning okkar er
alt of einhliða vélamenning. Við
höfum ekki náð þeim þroska að
geta ráðið við þau tæki, sem
vísinda- og uppfinningamenn
okkar skapa. Þar sem hægt og
æskilegt væri að hugsa um hrað
flug heimsálfanna á milli sem
tákn aukinnar vináttu og frið-
þeim átroðningi, sem Rússar
hafa í frammi. Bjarndýrið —
tákn Rússlands — hefir Finn-
land í fangi sér. Það gæti kreppt
framlappirnar saman og eyði-
lagt landið á svipstundu. En
Finnar halda hiklaust áfram,
fylgja lýðræðishugsjónum í orði
og verki, spyrna mót áhrifum
Kommúnista innanlands og ut-
an, og vekja aðdáun hjá öllum,
sem unna frelsi og frómleik.
Sovétveldið tók Karelíu eign-
arnámi í friðarsamningunum,
sem þeir neyddu Finna að ganga
inn á. Fjögur hundruð þúsundir
Finna vorðu gerðir rækir úr
heimilium, þar sem þeir höfðu
búið mann fram af manni, öld
eftir öld. Búum var skipt niður.
Einhvern veginn var fjöldanum
komið fyrir. Efnaðir bændur
voru sviptir aleigum á svip-
stundu. En finnska fólkið hefir
auðsýnt hetjudáð oftar en einu
sinni. Það stóð sig og stendur
sig enn. Rússar hlóðu ógnar
skaðabótakröfum á Finnland.
Þeim kröfum hefir verið full-
nægt ekki aðeins á tilteknum
tíma, heldur á undan áætlun.
Finna ljúka við þau gjöld núna
á næsta ári. Þrátt fyrir, að frið-
arsamningurinn leyfir Rússum
að láta herlið á finnska grund
hve nær sem þeim dettur í hug,
hefir ekki tekist að kæfa frelsis-
þrá eða sjálfstæðiskennd Finna.
Og hvorki hafa hótanir Rússa
né áróðurstilraunir fimmtu her-
deildarinnar heima fyrir náð
tilganginum með því að auka
fylgi Kommúnista-flokksins. Sá
flokkur tapaði 11 sætum í síð-
ustu kosningum.
Að maður minnist með örfá-
um orðum á kosningaúrslit ann-
ars staðar fyrir norðan, þá voru
það Norðmenn, sem slógu alla
út í október-mánuði 1949. Ellefu
Kommúnistar höfðu átt sæti á
þingi hjá þeim. Frændur okkar
í Noregi þurrkuðu þingflokkinn
algerlega út — ekki einn ein-
asti kommúnisti var kosinn á
þing. Danir kusu síðast í sept-
ember, í fyrra. Áður fyrr höfðu 1
þeir komið tölu Kommúnista-
þingmanna úr 18 niður í 9; nú
urðu aðeins fimm Moskva-
menn eftir. Hjá Svíum síðast
gekk talan frá níu niður í sjö.
ísland er engin undantekning,
þó löndum hafi aðeins tekist að
fella einn af tíu Kommúnistum;
þeir eru níu alls í elzta löggjafar
þingi heimsins núna.
Það var í Noregi, sem maður
varð var við sterkasta andúð
gegn Kommúnistum, mesta
þrautseigju í þeirri mótspyrnu,
sem hinn frjálsi heimur sýnir
yfirgangsstefnu Rússa. Mér
fannst ég sjá glöggt dæmi um
orsakir þessarar festu, þegar ég
heimsótti landbúnaðarráðherra
Noregs í fyrra, hann Kristian
Fjeld. Skrifstofa hans er í Vic-
toria Terrace. Og enginn, sem
fylgdist með atvikum í Noregi,
þegar Nazistar hertóku landið,
gleymir því hlutverki, sem
bundið var við þá voldugu bygg-
ingu á þeim árum. Leynilög
regla Nozista — hin illræmda
Gestapo — hafði þar aðsetur.
Byggingin er stjórnarráðsbygg-
ing. Ég hitti þennan ráðherra
þar í herbergi, sem var ekki
nema nokkur skref frá salnum,
þar sem hann hafði sjálfur ver-
ið tekinn fangi af Nazistum
snemma í stríðinu. Hann var
bæjarstjóri í Stange í Hede
mark-fylki þá. í þessari bygg'
ingu, þar sem hann situr nú í
ráðherrastóli, var hann geymd-
ur sem fangi í tvo mánuði. Það
var í þessari byggingu, sem þjóð
ræknir Norðmenn voru píndir
af Nazistaglæpamönnunum; þar
fóru fram réttarhöld í skrípa-
mynd, þar voru Norðmenn í
fangahaldi þangað til einræðis-
herrunum þóknaðist að flytja
þá í stærri fangelsi. Þaðan var
hann Fjeld fluttur í fangelsis-
vist, sem varði í þrjú ár, áður
en uppgjöf Nazista veitti hon-
um og öðrum frelsi.
Ef nokkrir nú á dögum eru
með bollaleggingar um það,
hvers vegna Norðmenn hika
ekki vitund með það að taka af-
stöðu um hervernd og aðrar ráð-
stafanir til varðveizlu öryggis
og sjálfstæðis, þá finnst mér á-
stæðan augljós í einu atviki.
voru Norðmenn óhikandi þegar
Norður Atlantshafs-sáttmálinn
bauðst. Þess vegna minntist
Eisenhower hershöfðingi sér-
staklega á frelsisást og fórnfýsi
Norðmanna, þegar hann kom
fyrst vestur eftir heimsókn sína
til allra aðilja sáttmálans.
Hernám Nazista olli aldrei
þeim erfiðleikum hjá Dönum
eins og urðu í Noregi. En Danir
þekkja hernám af hálfu einræð-
isþjóða. Þeir fengu sína reynslu
stríðsárin þegar Nazistar kló-
festu þá. Þeir fengu smávegis
reynslu af rússnesku hernámi
líka, eftir stríðslok, á meðan að
herlið Sovétveldis sat á Borg-
undarhólmi. Danir hugsa um
vernd núna, eins og Norðmenn.
Þeir líta atburði þessa nýja og
verri tíma raunsæisaugum.
Ég geri ráð fyrir að engum
í heiminum mundi takast að
rökstyðja þá hugmynd að Norð-
urlandabúar séu ófriðarsinnar.
Það tímabil í sögu þeirra er fyr-
ir löngu liðið undir lok. Um ára-
tugi hafa þeir kappkostað að
varðveita friðinn. Þeim hefir
oftast nær tekist að halda sér
utan við þegar aðrar þjóðir hafa
lent í styrjaldir. En um leið hafa
þessar friðsömu þjóðir haldið
uppi herþjónustuskyldu. Þeir
hafa ekki látið narra sig, eins
og var svo lengi hér í Kanda og
Bandaríkjunum, með þeirri
hugmynd að öruggasta leiðin til
friðar sé einmitt sú, að veikja
varnir og draga úr þjóðarstyrk-
leika. Við lærum með miklum
erfiðleikum að friður þurfi fórn-
ar með ekki síður en ófriður. Við
lærum að hönd verði að fylgja
máli og að sumir, því miður,
bera virðingu aðeins fyrir mætti
og megin.
í kvöld er okkur skemmt með
söng karlakórs, þar sem meðlim-
ir eiga Svíþjóð sem ættland. Það
er ekkert nýnæmi við það fyrir
Framhald á bls. 7
Vestri Rangá flæðir
yfir bakka sína
Með aðeins einni undantekningu
hefir hver einasti ráðherra, sem
nú á sæti í stjórn Noregs verið
fangi Nazista í síðasta stríði.
Þessir menn — og öll þjóð
þeirra — vita hvað einræði þýð-
ir. Þeir þekkja það í hvaða gerfi
sem er. Þeir hafa lært í dýrum
skóla — í skóla reynslunnar —
að „hlutleysi“ sé aðeins orð sem
fletta má upp í orðabókinni.
Þeir vita, að þjóðir sem eru í
hættu staddar verða að standa
saman ef þær eiga ekki að falla
ein og ein í senn. Þess vegna
Melersdjúpl vatn á þjóð-
veginum.
Vestri Rangá flæddi aðfara-
nótt þriðjudags yfir bakka
sína, skammt fyrir ofan
Þykkvabæ, eða nánar til-
tekið milli Bjóluhverfis og
Djúpáróss. Annað eins flóð
hefir ekki komið á þessum
slóðum í 30 ár. Skemmdir
urðu ekki miklar af völdum
þess, en flóðið hefir nú rén-
að, svo að áin fellur nú á
ný í farveg sínum.
Um . síðustu helgi gerði þíð-
viðri mikið þar eystra og var
mikill jakaburður í Rangá á
þriðjudaginn og hlóðust íshrann
ir upp í Djúpá, og stífluðu ána,
svo að um miðnætti á þriðju-
dagskvöld flæddi hún yfir
bakka sína. Alla aðfaranótt mið-
vikudags mun flóðið hafa farið
vaxandi og náð hámarki undir
morgun.
Mjólkurbílar í djúpu valni.
Á miðvikudagsmorgun, er
mjólkurbílarnir komu eftir þjóð
veginum í Þykkvabæ, hafði áin
flætt yfir veginn á þriggja km.
kafla og var vatnið um meters
djúpt.
Á þessum kafla var illmögu-
legt að aka bílunum og voru
þeir um fjórar klukkustundir á
leiðinni þessa þriggja km. leið.
Vatn flóði inn í verzlun Frið-
riks Friðrikssonar í Miðkoti og
eyðilagði þar um fjögur tonn af
fóðurbæti. í fjárhúsi og hest-
húsi að Miðkoti, stóðu skepnur
upp í kvið í vatni, er komið var
í húsin á miðvikudag. Þá komst
vatn í tvær heyhlöður og
skemmdist hey í þeim.
Eftir því sem á daginn leið,
tók flóðið að minnka. 1 gær var
þjóðvegurinn kominn undan
flóðinu og virtist lítið skemmd-
ur, enda allur frosinn.
Allvíða á veginum stóðu stórir
jakar, er áin hafði borið þang-
að og varð að aka út fyrir veg-
inn, til að komast fram hjá sum-
um þeirra. —Mbl. 30. jan.
I