Lögberg - 08.03.1951, Síða 8
8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. MARZ, 1951
Úr borg og bygð
Malreiðslubók
Dorcasfélag Fyrsta lúterska
safnaðar hefir nú til sölu splunk-
urnýja matreiðslubók, er það
hefir safnað til og gefið út; bók
þessi er með svipuðum hætti og
hinar fyrri, vinsælu matreiðslu-
bækur, er Kvenfélög safnaðar-
ins stóðu að; þetta er afar falleg
bók með fjölda gamalla og nýrra
uppskrifta, sem koma sér vel á
hvaða heimili, sem er.
Matreiðslubók þessi kostar
$1.50 að viðbættu 10 centa burð-
argjaldi.
Pantanir, ásamt andvirði,
sendist:
Mrs. A. MacDonald
11 Regal Ave. St. Vital
Sími 205 242
Mrs. H. Woodcock
9 St. Louis Road, St. Vital
Sími 209 078
eða til Columbia Press Limiied,
695 Sargent Ave.
Sími 21 804.
☆
The Jon Sigurdson Chapther
I O D E will hold a “Birthday
Bridge“ on March 19th Monday
Eve. in the Federated Church
Parlors at 8.30 sharp.
Valuable prizes will be
awarded the lucky winners.
☆
Sale of Home cooking.
The Women’s Association of the
First Lutheran Church is having
a sale of Home cooking in tbe
lower auditorium of the church
on Friday March 9th at 7.30 to
10 p.m. Icelandic food will be
served. Also “skyr” with cream.
You are cordially invited to
attend.
☆
Afmœlisgjafir til BETEL,
I. marz 1951
Ónefndur í minningu um Lýð
Johnson, er dó á Betel nýlega
$10.00.
Úr Minningarsjóði Kvenfélags
ins Baldursbrá í minningu um
Björn Anderson, er dó að Baldur
II. des. 1950 $15.00.
Snæbjörn Anderson, Glen-
boro, og Mr. og Mrs. Paul Ander-
son $20.00 og Kvenfélag Frelsis-
safnaðar að Grund $5.00 í minn-
ingu um Björn heitinn Ander-
son — alls $25.00.
Mr. og Mrs. S. Ólafsson, Foam
Lake, Sask. „Með allra beztu af-
mælisóskum og von um að land-
ar framrétti samtaka margar
gjafmildar kærleikshendur Betel
til stuðnings og styrktar, því
margs þarf með á svo fjöl-
mennu heimili“. $10.00.
Frá Kvenfélaginu Isafold í
Víðir-bygð. „Með ósk um góða
framtíð fyrir Betel“ $25.00.
Mrs. C. Paulson, Gerald, Sosk.
$2.00.
Mr. og Mrs. J. R. Johnson,
.Wapah, Man. $15.00.
Samskot á samkomu Kvenfé-
lags Fyrsta lúterska safnaðar í
Winnipeg 1. marz, $216.80.
Nefndin þakkar innilega fyrir
allar þessar gjafir. *
J. J. Swanson, féhirðir
308 Avenue Bldg., Winnipeg
☆
Mr. Bjarni Sveinsson frá
Keewatin, sem dvalið hefir hér
síðan um þjóðræknisþing hélt
heimleiðis á mánudaginn.
☆
Mr. Skúli Sigfússon, fyrrum
þingmaður St. George-kjördæm-
is, var staddur í borginni fyrri
part yfirstandandi viku.
Minnist
BCTCL
erfðaskrám yðar.
Skreið fótbrotinn í 5-6 klst.
um hónótt suður ó Álftanesi
í fyrrinótt fótbrotnaði ungur
maður suður á Álftanesvegi, en
þar var hann einn á ferð. —
Maður þessi heitir Árni Einars-
son 25 ára hreingerningarmaður
Nönnustíg 8 Hafnaðarfirði. Eng-
in hjálp barst Árna alla nóttina
en vegna karlmennsku sinnar,
tókst honum að skríða langan
veg og brjóta upp flugvitahús.
Og gat hann gert aðvart um,
hvernig komið væri fyrir sér
snemma í gærmorgun.
Árni Einarsson hafði farið
með síðasta vagni suður í Hafn-
arfjörð og farið úr vagninum
hjá Álftanesvegi. Þar á nesinu
ætlaði hann að gista í húsi, sem
hann ekki mundi hvað hét, en
taldi sig mundi þekkja það
strax og hann kæmi að því. —
Hann hafði aðeins einu sinni
áður komið að húsinu og þá í
myrkri.
Þegar hann kom út úr vagn-
inum hljóp hann við fót vestur
eftir Álftanesvegi. Hafði hann
hlaupið talsverðan spöl, er hann
á hlaupunum sté á steinvölu og
Á nýlega afstöðnu Miðsvetrar-
móti Fróns, týndist í Good-
templarahúsinu kvenbrjóstnál;
komi hún fram, er finnandi beð-
inn að skilja hana eftir á skrif-
stofu Lögbergs.
☆
Afmælissamkoma Betel, sem
Kvenfélag Fyrsta lúterska safn-
aðar efndi til þann 1. þ. m., var
ágætlega sótt og þeim öllum, er
að henni stóðu til hinnar mestu
sæmdar; hún gaf af sér góðan
arð, eins og ráða má af gjafa-
listanum til Betel, sem birtur
er á öðrum stað hér í blaðinu.
tr
Enn verða Islendingar sigur-
vegarar.
Það var haldin samkepni í
„Curling“ í febrúar s.l. af Presta
„Curling“-félagi borgarinnar,
„Chaplain Curling Club“. Það
er leikið undir nafni safnaðar-
ins, sem presturinn þjónar og
hann velur þrjá menn með sér,
þeir verða að vera góðir og gild-
ir meðlimir hans safnaðar. Nú
í ár valdi séra Valdimar J. Ey-
lands þessa menn: Lincoln G.
Johnson,' son hans Allan og
Arinbjörn S. Bardal. Þeir unnu
önnur verðlaun.
Eins í fyrra vetur unnu þeir
þriðju verðlaun. (Þá var Albert
Johnson með þeim í staðinn fyr-
ir Allan Johnson nú).
Fyrir þremur árum síðan,
vann séra Valdimar J. Eylands
Bikarinn í aðalleiknum, sem
leikinn er á hverjum mánudags-
morgni allan veturinn.
Ég er búinn að leika þennan
„Curling“-leik með prestum
borgarinn í tólf ár. Það er góð
æfing fyrir líkamann.
A. S. Bardal
☆
Frú Marja Björnsson frá
Miniota, Man., var í hópi þeirra
gesta, er sátu nýafstaðið þjóð-
ræknisþing; hún flutti hlýjar
kveðjur frá íslandi og lagði fyr-
ir þing fallega hugmynd um
vestur-íslenzkan gróðurreit á
Þingvöllum, er fagnað var hið
bezta.
☆
Mr. Ólafur Hallsson kaupmað-
ur á Eriksdale og frú, sátu ný-
afstaðið þing Þjóðræknisfélags-
ins. ,
☆
Stúkan SKULD
heldur fund í Goodtemplara-
húsinu á þriðjudagskvöldið þann
13. þ. m. kl. 8. — Vonast er eftir
góðri aðsókn.
Tilhynning . . .
Vegna veikinda höfum við ekki átt þess kost að
fullljúka Almanaki okkar fyrir 1951 enn, sem komið
er, en væntum þess að það komi á markað fyrir lok
þessa mánaðar. Við vonum að kaupendur auðsýni okk-
ur umburðarlyndi í þessu efni.
THORGEIRSON COMPANY
féll um leið. Þegar hann ætlaði
að rísa á fætur, gat hann ekki
beitt hægra fæti. Hann varð
þess skjótt vísari, að fótleggur-
inn hafði brotnað.
Hvergi sá Árni ljós og ekki
varð hann var við neinar manna
ferðir. Hann lá nú all-lengi
kallaði á hjálp í þeirri von, að
þarna á svellaðri götunni og
einhver kynni að heyra hrópin.
„Ekki veit ég, hvað tímanum
leið um nóttina, því að ég var
úrlaus“, sagði Árhi, er Mbl. átti
tal við hann í gær þar sem hann
liggur í Landsspítalanum. „En
ég lá lengi þar til mér fór að
verða kalt, því að frakkalaus
var ég. Þá byrjaði ég að skríða
af stað. Vonaðist til, að sjá bráð-
lega húsið, sem ég var að leita
að. Ég sá ekkert hús og ljós sá
ég ekki, nema þá ljósin hér í
Reykjavík og-Hafnarfirði.
Við það að skríða áfram eftir
svallaðri götunni á olnbogum
og á vinstri síðu, hitnaði mér
fljótt. Og varð ég ekki var við
kulda á meðan ég gat þokast
áfram. Ég hafði nokkrar þrautir
í brotna fætinum.
Loks sá ég í myrkrinu, rétt
fyrir utan veginn, móta fyrir
litlum húskumbalda. Ég byrjaði
á ný að hrópa og kalla og skreið
í áttina að honum. Lóðin við
húsið var umgirt gaddavír, að
ég held, og eftir að hafa skriðið
meðfram girðingunni, fann ég
hlið, en ég gat ekki opnað það.
Nú fann ég dálítið gat í girð-
ingunni, og vonaðist til að geta
komist nokkurnveginn klakk-
laust í gegnum það. En gatið var
svo lítið, að fötin mín festust í
gaddavírnum. Vegna brotna
fótsins gat ég ekki snúið við,
og varð ég að halda áfram. Við
það rifnuðu fötin mín mjög mik-
ið, t. d. rifnaði buxnaskálmin á
hægra fæti, þeim sem brotinn
var, svo mikið, að fótleggurinn
varð að mestu ber.
Er ég var kominn í gegnum
girðinguna, tók við sá kafli, sem
reyndist erfiðastur yfirferðar,
vegna þess hve ójafn hann var.
Við að skríða þennan vegspotta
heim að húsinu, reyndi oft mjög
á brotna fótinn, og fylgdi því
mikill sársauki í hvert sinn.
Er ég kom heim að húsinu,
heyrði ég vélaskrölt út úr því
og gerði ég mér vonir um að
þarna væri einhver. — Enn kalla
ég á hjálp, en án árangurs. Ég
skreið fram með húsinu, og
komst fljótt að því, að hlerar
voru fyrir öllum gluggum og
hurðin harðlæst.
Ég settist nú undir húsvegg-
inn, fór úr jakkanum og breiddi
hann yfir mig. Þegar ég vakna
ríf ég mig á fætur. Ég hoppaði
á öðrum fæti kringum húsið, í
þeirri von að finna þar spýtu
eða eitthvað, sem ég gæti notað
til að brjóta hlerana frá. —
Kvalirnar í brotna fætinum
voru sannast að segja ægilegar
á þessu ferðalagi mínu. Ég fann
trausta spýtu og gekk nú af öll-
um lífs- og sálarkröftum á einn
hlerann og tókst að spenna hann
frá. Rúðan í glugganum var all-
stór og mölvaði ég hana. Á móti
mér lagði hita frá vélum.
Ég veit ekki gjörla hvernig
mér tókst að komast inn í hús-
ið, en ég man, að ég togaði
brotna fótinn inn á eftir mér.
Ég var að velta því fyrir mér,
meðan ég leitaði að eldspýtun-
um, hvaða hús þetta myndi vera.
Ég skreið inn eftir því og að
vörmu spori fann ég legubekk.
1 skininu frá eldspýtunni sá ég
hvar sími, búinn sveif, stóð á
borðinu. Er ég hafði skriðið að
símanum og snúið sveifinni í
dauðans ofboði, var samstundis
svarað. — Það var Flugturninn
í Reykjavík. — Sá, sem fyrir
svörum varð, ætlaði ekki að
trúa mér, er ég sagði honum,
hvernig komið væri fyrir mér,
að ég hefði brotist inn í húsið,
er reyndist vera flugvitahús,
skammt frá Bessastöðum. Ég
spurði manninn hvað klukkan
BRITISH LIVESTOCK FOR SOUTH AFRICA
í || V
A consignment of British livestock was recently
loaded aboard the ‘Good Hope Castle’ at the Victoria
and Albert Docks, London, for shipment to South
Africa.
The export of British livestock is greatly increas-
ing, and in this recent consignment to South Africa,
twelve Jersey cows, ten Ayrshire heifers in calf, and
a number of Aberdeen Angus cattle were dispatched.
The ten Ayrshires are for exhibition at the Witwaters
and Easter show and will afterwards be sold by auction.
Also included in the livestock are a Saneen billy-goat,
three deer, and five large white pigs. This picture
shows the Ayrshire heifers being unloaded from a
cattle truck before being loaded aboard ship.
Hið sameininglega öryggi
Með vernsandi horfúm í al-
þjóðamálum hafa þær raddir
orðið nokkru háværari í Banda-
ríkjunum, sem krefjast þess að
þau einangri sig og dragi úr
samvinnu sinni við aðrar þjóð-
ir um eflingu alþjóðlegs öryggis.
Formælendur þessarar stefnu
hafa fyrst og fremst krafist þess
að Bandaríkin drægju úr skuld-
bindingum sínum gagnvart Ev-
rópu og Asíu og hugsuðu ein-
göngu um eigin varnir.
En svo virðist sem litlar líkur
séu til að hún hafi mikil áhrif á
utanríkisstefnu Bandaríkjanna.
Meginhluti beggja hinna stóru
flokka Demokrata og Republic-
ana, heldur áfram fast við þá
stefnu, sem þeir hafa markað í
utaiíríkismálum. Er það þjóðum
Evrópu a. m. k. mikið fagnaðar-
efni. Bandaríkin eru nú lang-
samlega öflugasta lýðræðisríki
heimsins. Þau hafa með efna-
hagslegum stuðningi sínum við
inn skerf af mörkum til við-
inn skerf að mörgum til við-
reisnar þjóðum hennar eftir
niðurrif og eyðileggingu styrj-
aldarinnar. Er raunar óhætt að
fullyrða, að sú aðstoð hafi forð-
að mörgum Evrópuþjóðum frá
efnahagslegu hruni og vand-
ræðum, sem haft hefðu ófyrir-
sjáanlegar afleiðingar.
F orystumenn Bandaríkj anna,
sem ábyrgð bera á stefnu þeirra
hafa gert sér það ljóst, að sam-
vinna þeirra við aðrar frelsis-
unnandi þjóðir, ekki aðeins á
sviðí efnahagsmála, heldur einn-
ig í þágu þeirra eigin þjóðar.
Einangrun stórveldis eins og
Bandaríkjanna getur ekki skap-
að því öryggi við þær aðstæður,
væri og sagði hann að hún væri
hálf sjö.
Eftir nokkra stund komu
sjúkraliðsmenn og fluttu mig í
Landsspítalann.
Löng hafði nóttin verið, sagði
Árni; og er ^iann sat undir flug-
vitahússveggnum, hvarflaði að
honum, að hér myndi ekki verða
mannavon og hér myndi hann
verða úti.
Líðan Árna var eftir atvikum
góð, en þrautir hafði hann mikl-
ar.
Báðar pípurnar á hægra fæti
eru brotnar og við það að beita
einkum vinstri olnboga fyrir sér
er hann skreið, hefir hann hlot-
ið meiðsl á honum, því jakkinn
var fljótur að tætast í sundur.
—Mbl. 15. janúar
sem nú eru fyrir hendi. Ef Ev-
rópa verður ofbeldinu að bráð
brennur veggur Bandaríkjaþjóð
arinnar sjálfrar. Eftir að svo
væri komið hlyti röðin að koma
að henni. í raun og veru getur
engin þjóð leitað skjóls í ein-
angrunarstefnu um þessar mund
ir. Við lifum í einum heimi, eins
og Wendell Wilkie komst að
orði í lok síðustu heimsstyrjald-
ar.
Þetta höfum við íslendingar
fyrir löngu gert okkur ljóst. Við
g e r ð u m það raunverulega
snemma í síðustu heimsstyrjöld
og höfum stigið hvert sporið á
fætur öðru í þessa átt. Það er
ekki til nema einskonar öryggi
í heiminum í dag, ef nokkurt ör-
yggi er á annað borð til: —
Hið sameiginlega öryggi þjóð-
anna. Að eflingu þess verður að
einbeita öllum kröftum frið-
elskandi manna.
—Mbl. 23 jan.
MESSUBOÐ
Fyrsta Lúterska Kirkja
Séra Valdimar J. Eylands.
Heimili 776 Victor Street. Sími
29017.—
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
Sunnudagaskóla kl. 12.15 e. h.
Allir ævinlega velkomnir.
☆
Lúterska kirkjan í Selkirk
Sunnud. 11. marz.
Ensk messa kl. 11 árd.
Sunnudagaskóli kl. 12
íslenzk messa kl. 7 síðd.
Allir boðnir velkomnir.
S. Ólafsson
ís
— Argyle Prestakall —
Föstu-guðsþjónustur (íslenzkar):
Brú, miðvikud. 7. marz, kl. 8 e. h.
Glenboro, fimtud. 8. marz, kl.
7:30 e. h.
Baldur, föstud. 9. marz, kl.
7:30 e. h.
Sunnudaginn, 11. marz
Brú kl. 2:30 e. h.
(ensk og íslenzk)
Glenboru kl. 7:00 e. h.
(ensk og íslenzk)
Sé^a Eric H. Sigmar
Rovaizos Flower Shop
253 Notre Dame Ave.
WINNIPEG MANITOBA
Bus. Phone 27 989—Res. Phone 36 151
Our Speelaltles:
WEDDING CORSAGES
COLONIAL BOUQUETS
FUNERAL DESIGNS
MUi K. ChrlsUe, Proprletress
Formerly wlth Robinson & Co.
EIGHTH ANNUAL
<7öiking
Banquet and Ball
Thur. March 15th, al 6.30 p.m.
in the
Marlborough Hotel, 8th Floor
JIMMIE GOWLER'S ORCH.
Dinner and Dance: $2.10
Dance .75
RESERVE EARLY
WHAT IS
CONSERVATION?
Conservation does NOT mean the hoarding of our
natural resources, but the WISE USE of them.
Take a tree in the forest, for example. If left alone,
it will eventually become so old that it weakens and
becomes prey to insects and disease. It dies. During
its long life it has used up much nourishment from the
soil, preventing other little trees from growing big
and strong.
Conservation means using the tree—and all our
natural resources—to the greatest good of the greatest
number of people. It doesn’t mean saving all the trees,
nor cutting them down. It means using them wisely,
managing them for sustained yield, or cutting as a
crop only an amount equal to the annual growth.
This message from THE CANADIAN FORESTRY
ASSOCIATION is displayed through the courtesy of
SHEA'S WINNIPEG BREWERY LTD.
MD-279