Lögberg


Lögberg - 15.03.1951, Qupperneq 1

Lögberg - 15.03.1951, Qupperneq 1
PHONE 21374 A U">«e a»4 ^<SC° >e A Complel* Cleaning Inslilulion PHONE 21 374 J _,oti vw»!e Cleaning Inslilulior 64. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 15. MARZ, 1951 NÚMER 11 Frú Valgerður Sigurðsson 3fn Jllemorium Frú ValgerSur SigurSsson Vináttan á sér víðlent þroskaríki, verður þó stærst í góðrar konu líki; tendrar sín blys um fjallveg jafnt scm fjörðu festir í skorður ríki Guðs á jörðu. Þó frú Valgerður Sigurðsson væri að vísu eigi í hópi hinna allra fyrstu landnámskvenna íslenzkra í nýbygðunum við Winni- pegvatn, þá var hún þó frumherji engu að síður, og hefir réttilega verið nefnd ein af göfugustu og glæsilegustu mæðrum landnáms- ins norður þar, og bar til þess margt; hún var háttprúð og tíguleg ásýndum eins og ráða má af mynd hennar, sem línum þessum verður samferða; þó var það hjartalagið, hinn fangvíði móður- kærleiki, er ákveðnast mótaði afstöðu hennar til manna og mál- efna, og skipaði henni í foringjasveit. Ævi frú Valgerðar varð drjúgum lengri, en alment ger- ist, og hún varð að sama skapi nytsöm og litbrigðarík; hún kunni hálfverknaði illa, var kröfuhörð við sjálfa sig og vildi að sem allra flestir að lokinni dagsönn, skiluðu ávöxtuðu pundi; trúnaði hennar við lífið °g samferðasveitina voru eng- in takmörk sett; sá var enginn einn á ferð, er átti frú Val- gerði að vini; hún var ekki eitt í dag og annað á morgun; hún var kona auðug af háum hug- sjónum, sem hún unni, og þorði að berjast fyrir. Frú Valgerður var óvenju fjölgáfuð kona, víðlesin og jafn- víg á enska tungu sem íslenzka; hún var frábærlega vel máli farin, og hefði vafalaust orðið ræðugarpur meir en alment gerist, ef hún hefði lagt rækt við mælskulist; en hún átti Jafnaðarlegast öðrum skyldum að sinna, er urðu að ganga á undan, svo sem umfangsmiklum húsmóðurskyldum og mannúð- arskyldunum í þágu meðbræðra sinna og systra. Er hugur minn hvarflar til frú Valgerðar látinnar, minnist eg hennar fyrst og fremst sem Persónulegs vinar; ég kynntist henni á fyrstu dvalarárum mín- um í þessu landi, lærði að meta niannvit hennar og alhliða kosti; í viðræðum beitti frú Valgerð- ur aldrei neinni óþarfa mælgi; spurningar hennar gátu ekki urisskilist og svör hennar voru nitmiðuð; hugstæðust _______ enni jafnan, að því er mér fenst, mannfélagsmálin á breið- grundvelli jafnréttis og um heildarþróunar, þar sem allir ®ttu jafnan aðgang að gæðum ifsins og enginn væri settur Ja; hún tók styrkan þátt í irkju- og safnaðarmálum bygð- arlaga sinna, og gekk þar sem annars staðar, heil og óskipt að verki; trú hennar var á bjargi bygð, helguð í einlægni höfundi lífsins og þeim mikla tilgangi, sem lífið í eðli sínu býr yfir; frú Valgerður vildi brjóta til mergjar sérhvert mál án ein- hæfni eða öfga, og komast að þeirri skynsamlegustu úrlausn sem kostur væri á; ég minnist "þess eins ljóst nú og það hefði gerst í dag, er frú Valgerður lét sér þau orð um munn fara, þá hnígin allmjög að aldri, hve hún fyndi stundum til djúps sársauka yfir því, hve tiltölulega lítil rækt væri lögð við út- breiðslu hins alhliða kærleika á þessari fögru jörð, sem væri þó, og jafnan hlyti að verða, óað- skiljanlegur hluti af Guðsríki allra alda. Frú Valgerður var vel heima í ljóðum og kunni margt fag- urra kvæða utanbókar, og eigi var það ótítt, að hún kryddaði ræður sínarSneð tilvitnunum í okkar beztu skáld; hún var fög- ur kona og fegurð lífsins var henni alt í öllu. — Frú Valgerður var fædd að Svarfhóli í Borgarfirði hinum meiri, hinn 25. dag marzmán- aðar árið 1856. Foreldrar henn- ar voru þau Jón Halldórsson og Helga Jónsdóttir; með þeim ólst hún upp til sextán ára aldurs, er það ævintýri gerðist að hún fór til Englands; hin unga stúlka hafði þjáðst nokkuð af augna- bilun, er svo bar við að á heim- ili hennar komu hin þjóðkunnu voru hjón) meistari Eiríkur Magnús- son bókavörður í Cambridge og hans ágæta frú; buðu þau henni með sér til Englands í því augna- miði, ef auðið yrði, að ráða bót á sjóndepru hennar; var slíkt boð þakksamlega þegið, og dvaldist unga stúlkan á heimili áminstra merkishjóna á fimta ár; fyrir þeirra atbeina fékk hún allmikla bót á því auganu, sem óheilt var, og gekk eftir það í nokkur ár í skóla á Eng- landi; mintist hún jafnan þess- ara velgerðarmanna sinna með aðdáun og djúpri þökk; er heim kom, gaf hún sig í nokkur ár við kenslu í ensku. Frú Valgerður fluttist til Can- ada árið 1886 og settist að í Mikley, en þá var þar fyrir Jón bróðir hennar; ári síðar giftist hún Stefáni Sigurðssyni Er- lendssonar, einum hinum stór- brotnasta athafnamanni sinnar tíðar í Nýja-lslandi; fluttust þau hjón til meginlandsins árið 1890 og settust að þar sem nú heitir að Hnausum; stofnaði Stefán þar í félagi við bróður sinn Jó- hannes, sem einnig var hinn mesti framkvæmdamaður, verzl- un, sem brátt færði mjög út kvíar, og varð lyftistöng að framförum bygðarlagsins; keypti Stefán og, eða lét smíða fyrir sig, stór vöru- og mann- flutningaskip til afnota á Win- nipegvatni og rak fyrirtæki sín af frábærri elju. Þeim Valgerði og Stefáni varð sjö barna auðið, og hétu þau Jóhannes Helgi, Einar, Jórunn, Eiríkur Solberg, Sigurður Vic^ tor, Guðrún og Stefán; af þess- um hóp er nú aðeins eitt barn- anna á lífi, Sigurður Victor, stórútgerðarmaður í Riverton og mikill héraðshöfðingi. Mann sinn misti frú Valgerð- ur 16. marz 1917, hetjumenni, sem hún dáði og vitnaði tíðum í; var heimili þeirra víðfrægt fyr- ir höfðingskap og risnu. Tvo hálfbræður manns síns, Stefán og Sigurð, tók frú Val- gerður að sér, er þeir voru korn- ungir, og reyndist þeim sem ást- rík móðir; eru þeir báðir miklir sæmdarmenn, er unnu fóstru sinni mjög; yfir fleiri ungmenni skaut hún skjólshúsi, er blessa minningu hennar. Árið 1936 kvaddi frú Valgerð- ur Hnausabygðina þar, sem megin ævistarf hennar hafði legið og settist að hjá hinum dygga og drenglynda syni sínum, Sigurði, í Riverton, og hans ágætu frú, Kristrúnu. Dvaldi hún þar upp frá því, eft- ir að sól tók að hallast í vestur, við slíkt ástríki, að til fyrir- myndar má jafnan telja, unz yfir lauk. Frú Valgerður bar jafnan í brjósti djúpa rækt til Mikleyj- ar og dvaldi þar tíðum nokkrar vikur þegar fegurst var um- horfs að sumarlagi hjá alúðar- vinum sínum, þeim frú Sigþóru og Kristjáni heitnum Tómasson á Reynistað, er báru hana á örmum sér; við hjónin hittum hana oft þar norður frá og urð- um ávalt sömu ánægjunnar að- njótandi af viðræðum við hana um áhugamál hennar, sem öll lutu að almenningsheill. Það skipti litlu máli hve árin færð- ust yfir frú Valgerði, andi henn- ar var ávalt jafn starfsglaður og vakandi, og þannig lagði hún, að loknu sérstæðu dagsverki, upp í langferðina hinztu. Frú Valgerður lézt að heimili sonar síns og tengdadóttur í Riverton á föstudagskvöldið þann 8. september, en útför hennar fór fram fjórum dögum síðar; hófst hún með húskveðju, er tveir prestar, þeir Dr. Rún- ólfur Marteinsson og séra Bjarni A. Bjarnason, önnuðust; síðar voru kveðjumál haldin í kirkju Bræðrasafnaðar og fluttu þar fagrar ræður áminstir kenni menn; mannfjöldi. mikill var viðstaddur útförina þrátt fyrir afar örðuga umferð vegna und- angenginna hellirigninga; hin mikla móðir, sem sett hafði ó- afmáanlegan glæsisvip á sam- félag sitt, var lögð til hvíldar við kirkju Breiðuvíkursafnaðar, í þessu vingjarnlega umhverfi, þar sem hún hafði notið sinnar innihaldsríkustu lífshamingju, og heldur ekki farið varhluta af hinum þyngstu sorgum. Einar P. Jónsson Frú Gróa Pólmason lótin Síðastliðinn fimtudag lézt á sjúkrahúsinu á Gimli frú Gróa Pálmason, kona Sveins Pálma- sonar trésmíðameistara að Win- nipeg Beach, 68 ára að aldri, mikilhæf kona og frábær hús- móðir; hún var ættuð frá Klöpp í Mýrasýslu; auk eiginmanns síns lætur hún eftir sig þrjú mannvænleg börn, Pálma, Pearl og Ruby; eru tvö hin fyrnefndu víðkunnir fiðluleikarar; einn son, Stefán að nafni, mistu þau Pálmasonhjón 1 síðustu heims- styrjöld, glæsilegan ágætis- mann. Útför frú Gróu fór fram að viðstöddu miklu fjölmenni frá Fyrstu lútersku kirkju á mánu- daginn, og flutti séra Valdimar J. Eylands þar yndisfögur kveðjumál. Hópur iðnaðarmanna hugleiðir að flytjast til Ástralíu Vísir fréttir fyrir skömmu, að nokkrir hérlendir iðpaðarmenn hefðu talsverðan hug á að flytj- ast til Ástralíu. Nýr utanríkisróð- herra ó Bretlandi Rt. Hon. Ernest Bevin, sem hefir gegnt utanríkisráðherra- embætti í stjórn Bretlands í síðastliðin 5% ár, hefir nú látið af embætti sökum heilsubrests. Rt. Hon. Herbert Morrison, einn af aðalforustumönnum verka- lýðsflokksins hefir verið skip- aður utanríkisráðherra; hann hefir litla æfingu í þeim efnum og hefir aldrei fyllilega látið í ljósi afstöðu sína til utanríkis- mála; segja þeir sem honum eru kunnugastir, að hann hafi í hyggju alveg nýjar friðartil- raunir. Mr. Morrison er 63 ára, og er talið að hann muni verða eftirmaður forsætisráðherrans, Clements Attlees á sínum tíma. Mr. Morrison tilheyrir, eins og Bevin, hægra armi verkalýðs flokksins og er eindreginn mót- stöðumaður ágengni og heims- yfirráðastefnu kommúnista. Holdsveiki læknuð Frá Suður-Afríku kemur sú góða frétt að á holdsveikrahæli þar í landi hafi læknast 16 Ev- rópumenn og 63 innlendir menn af þeirri tegund líkþrár, er tal- in var ólæknandi fyrir nokkr- um árum. Amerískir vísinda- menn, sem voru að gera tilraun- ir við að lækna berkla með Sulphone-lyfi komust að því af hendingu að lyfið verkaði gegn holdsveikis-sýklum. Menn, sem taldir voru dauðvona, hafa nú öðlast fullkomna heilsu og eru útskráðir af hælinu. Fró Kóreu Það, sem þessu veldur, munu vera erfiðleikar þeir, sem nú steðja að hér heima á ýmsum sviðum, en áströlsk yfirvöld leggja mikið kapp á að fá menn frá Vesturálfu til að setjast að þar syðra. Er slíkum landnem- um veitt margvísleg aðstoð við að koma sér fyrir í landinu, en mest áherzla er lögð á, að inn- flytjendurnir séu lærðir í ein- hverri iðn eða á einhverju sviði, en ekki ólærðir með öllu. Nú mun hins vegar svo komið, að erfiðara er að setjast að í Ástra- líu en áður, þar sem húsnæðis- leysi segir nokkuð til sín af eðli- legum ástæðum, því aðstreymið er gífurlegt. Iðnaðarmenn þeir, sem hafa verið að hugleiða Ástralíuför héðan, hafa hins vegar haft í hyggju að koma þannig fyrir sig fótum, að þeir stofnuðu bygg ingafélag þar syðra. Er það ekki fráleit hugmynd, að þeir standi þannig saman, ef af för þeirra verður og vegna fagþekkingar þeirra riviðst eðlilegt, að þeir snúi sér einmitt að því verk- efninu, sem mest er af. Frá því að iðnaðarmennirn- ir — en þeir munu vera um tuttugu talsins, að því er Vísir hefir fregnað — fóru að athuga þetta mál, hafa þeir aflað sér upplýsinga erlendis frá varðandi innflutning tliÁstralíu og ann- að þ. h., en treglega hefir gengið að fá þær. Hins vegar mun Eggert Guðmundsson, listmál- ari, sem lagður er af stað áleiðis til Ástralíu, rannsaka málið fyr- ir þá, er þangað kemur. Annars er illt til þess að vita, að hópar mapna skuli hyggja á brottflutning af landinu. Þótt syrti í álinn í bili, munu koma betri tímar á þessu landi fyrr en varir og þess er að minnast, að enginn veit hvað átt hefir, fyrr en misst hefir. —VISIR, 31. janúar. Undanfarna daga hafa liðs- sveitir sameinuðu þjóðanna unnið einn sigurinn öðrum meiri, og eru nú, að því er síð- ast fréttist, innan við tuttugu mílur frá 38. breiddarbaug; mannfall af hálfu kommúnista á þessu tímabili, nemur að sögn þrjátíu þúsundum, eða jafnvel þar yfir; snjóa er nú tekið að leysa í Kóreu, og áður en langt um líður mun umferð batna svo hægara verði um aukna sókn. Smér ókaupandi Verð á sméri er, eins og á mörgu öðru, orðið svo gífurlegt, að það er næstum ókaupandi. Það er nú komið upp í 76 til 80 cents pundið. Salan er líka kom- in niður um 20 til 25 prósent, vegna þess, að margir geta hreint og beint ekki veitt sér þetta nauðsynlega næringar- efni, þegar það er þannig orðið að munaðarvöru hvað verð snertir. Þeir, sem þykjast skilja orsakir þessa fyrirbrigðis, segja að það stafi af því, að mjólkur- og smérframleiðsla hafi ekki síðan 1928 verið eins lítil og nú. Canadamenn í fylkingarbrjósti Samkvæmt fregnum síðustu viku eru Canadamenn ásamt Ástralíumönnum í fylkingar- brjósti sóknarliðs Sameinuðu þjóðanna í miðvestur-víglíunni í Kóreu, um 30 mílur austur af Seoul. Á laugardaginn braust her Sameinuðu þjóðanna í gegn um víglínu kommúnista yfir ána Han; varð mikið mannfall í her óvinanna. — Á þremur dög- um 24.000 særðir og fallnir. Síð- ustu fregnir af Canadaherdeild- inni herma, að 17 canadískir her- menn hafi fallið og 51 særst. Nýjar bækur íslendingasagna- útgófunnar Islendingasagnaútgáfan- held- ur áfram hinni vinsælu útgáfu- starfsemi sinni. Síðastliðið ár komu út á vegum hennar þessir tveir nýir flokkar íslenzkra fornrita: Karlamagnús saga í þrem bindum og Fornaldarsög- ur Norðurlanda i fjórum bind- um. Er verð hinna fyrrnefndu $6.50 óbundið og $8.50 í bandi, en hinna síðarnefndu $10.50 ó- bundið og $13.50 í bandi. Fást bækur þessar í svörtu, brúnu eða rauðu leðurbandi. Hér er því áreiðanlega um góð kaup að ræða. Ég nota einnig tækifærið til þess að minna fólk á eldri út- gáfubækur sama útgáfufélags, sem nú fást við eftirfarandi lækkuðu verði, eins og fyrri hef- ir getið verið: íslendinga sögur I.—XIII., ó- bundið $17.50. Innbundið $22.50. Skrautband $35.00. Biskupa sögur, Sturlunga, Annálar og nafnaskrá, 7 bindi, óbundið $12.50. Innbundið $17.50. Skrautband $22.50. Riddara sögur I.—III., óbundið $6.00. Innbundið $7.50. Skraut- band $10.00. Eddukvæði, Snorra-Edda o. fl. óbundið $7.50. Innbundið $10.00. Skrautband $13.75. Bókamenn og bókasöfn ættu að notfæra sér það .tækifæri, sem hér gefst til þess að afla sér þessara íslenzku úrvalsrita í handhægri en vandaðri út- gáfu og við sanngjörnu verði, eftir því sem nú gerist um ís- lenzkar bækur. Bækurnar geta menn pantað beint frá útgáfunni, en áritun hennar er: íslendingasagnaútgáfan h.f. P. O. Box 73, Reykjavík Richard Beck Skóli tekur til starfa Nýlega er tekinn til starfa skóli stór og mikill í Gimlibæ, sem verið hefir íy smíðpm frá því í sumar, sem leið; vár þörf slíks skóla orðin fyrir löngu brýn nauðsyn, með því að bær- inn færir ört út kvíar og fólki fjölgar þar árlega mjög. Skólastjórinn er Mr. Edwald Sigurjónsson. Nýr forsætisróð- herra í íran I stað Ali Razmara, er myrtur var síðastliðna viku, hefir Hus- sein Ala verið skipaður forsæt- isráðherra í Iran. Ala er 68 ára að aldri og nýtur mikilla vinsælda í landi sínu, serstaklega fyrir það að standa stöðugur gegn kommúnistum í deilunni um Azerbayan-fvlkið, sem liggur að landamærum Rússlands. íran er auðugt af olíulindum, er kommúnistar hafa augastað á; vestrænum ríkjum er það því fagnaðarefni að Hussein Ala hefir tekið að sér forsætisráðherraembættið, vegna afstöðu hans gegn á- gengni kommúnista. Krefjast rannsóknar Kommúnistastjórnin í Kína hefir krafist þess af Bretum, að þeir leyfi kommúnista-nefnd að fara inn á Malayaskaga til þess að rannsaka hvernig búið er að Kínverjum, sem þar dvelja; þeir segja að Kínverjar þar séu of- sóttir og kúgaðir. Hætt er við að Bretar taki ekki vel þessari kröfu Kommúnista, sem er vit- anlega einn þáttur í áróðri þeirra gegn Vesturveldunum. Séra Bjarni Jónsson sækir um lausn fró embætfri Séra Bjarni Jónsson vígslu- biskup og dómpróf astur í Reykjavík hefir sótt um lausn frá embætti frá 1. júní að telja. Séra Bjarni er nú 69 ára að aldri og hefir verið þjónandi prestur um fjörutíu ár.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.