Lögberg - 05.04.1951, Síða 6

Lögberg - 05.04.1951, Síða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. APRÍL, 1951 NÓTT OG MORGUN Eftir LYTTON LÁVARÐ J. J. BITjDFELL. þýddi Svo, að annar sonur Katrínar, og það sá yngri og sá, sem hún unni mest var óhultur. Og hinn, hafði hann ekki búið sér sína eigin sæng? Ó, vesalings Katrín! Þegar þú hélst að Philip væri sá, sem mundi ryðja sér veg til fés og frama, og að Sidney væri hjálparvana, hve lítið að þú þekktir hjartalag mannanna! Það var einmitt eðlisstyrkur Phil- ips, sem vakti stormana, stráði blómunum og sveigði stöngulinn ofan að rótum, þar sem mild- ara upplag og veikara eðli lét sveigjast fyrir þeim og var gróðursett í viðfeldnari jarðvegi. Ef að foreldrar lesa þessi blöð, þá ættu þau að hika við og hugsa vel um eðlisuppleg barna sinna. Látum þau í senn óttast mest og vona hæst, í sambandi við það barnið. sem geðríkast og skápmest er, sem og leiðir til baráttu. Fang- brögð veraldarinnar eru ómjúk og tök hennar bjarndýrstök. Heilsa Arthurs Beauforts var ekki sem bezt um þetta leyti og stórhætta á að tæringar- veikin næði verulegu haldi á honum og dró það ástand hugsanir meir og meir að framtíð hans sjálfs. Hann var neyddur til að hætta háskóla- námi sínu, og leita sér heilsubótar í hagkvæm- ara suðurlandaloftslagi. Svo hann og foreldr- ar hans fóru til Nicé á Frakklandi, og eftir nokkra mánuði var hann orðinn svo hress, að hann vildi fara að sjá sig um í heiminum, svo að foreldrar hans fóru heim til sín til Englands ánægð með heilsubata hans og með það að hann kyntist menningarbrag Mið-Evrópu- manna, en Arthur Beaufort ásamt kátum ferðafélögum sínum, gnægð farareyris og al- mennu eftirlætisdekri, hélt til ítalíu. Svo, Ó, þú myrki leyndardómur hins sið- ferðilega heims! — Svo ólíkur fyrirkomulagi hinna ytri náttúrulaga, liðið áfram hliði við hlið; skuggar næturinnar og morgunsins. At- hugið lífið í sínum eigin umheimi; blandið ekki þeim umheimi, hinum innri heimi, hinum hag- kvæma heimi, saman við hið sjáanlegra en loftkendara fyrirkomulags, sem lýtur valdi sól- arinnar, er ríkir á veldisstól sínum yst úti í geimnum, og mennina skortir vængi að ná til. í lífinu takmarkar hugurinn og kringumstæð- urnar hinar sönnu árstíðir og ráða myrkri og birtu. Af tveimur mönnum, sem báðir eiga heima í sama stað, þá nýtur annar þeirra gleði mið- dagsins, hinn nötrar í einveru næturinnar. — Stjarna dagsins lýsir ávalt von og velgengni. Tíminn og skugginn á skífunni er óbreytan- legt, þegar áhyggjur og allsleysi eiga í hlut. Erfinginn er arftaki morgunsins; þeir heim- ilislausu næturinnar, og auga guðs hvílir á báðum. % III. BÓK 1. Kapítuli í fjölförnum, virðulegum en heldur gamal- dags hluta Parísarborgar við sæmilega breiða götu nálægt Rue, — þar mátti sjá, um það leyti, er saga þessi gerðist, einkennilega bygg- ingu, sem að stóð í hálfhring fram úr öðrum verzlunarhúsum, er stóðu við götuna. Fyrir framan dyr hússins stóðu kalkaðar súlur með steyptum gyltum gipsmyndum efst. Fróðir menn í þeim parti borgarinnar sögðu, að bygg- ingin, sem var ný, væri bygð í rómverskum hofstíl. Súlurnar voru málaðar ljósgrænar og gyltar, eins og sagt var, að ofan, og framan á húsinu fyrir ofan dyrnar voru þrjár litlar standmyndir og sú fyrsta þeirra hélt á ljósi, önnur á boga og sú þriðja á poka; það var sagt, ég veit ekki af hvaða ástæðum, að þær táknuðu Hymen, gríska hjónabandsguðinn; Cubid, guð ástarinnar; og Fortume, heimilisguðinn. Á hurð ina var smekklega grafið á látúnsskjöld: „Monsieur Love Anglais“, og ef þú hefðir farið inn á Lentersal og upp stigann og kom- ist upp á loftið, sem að Monsieur Love var á, þá hefðir þú séð aðrar dyr hægra megin í gang- inum og annan skjöld, sem tilkynnti, að þar væri skrifstofa hr. Love og að hún væri opin á hverjum degi frá klukkan níu á morgnana til klukkan fjögur eftir miðjan dag. Skrifstofa hr. Love — því skrifstofu verður að kalla það, var af sömu tegund og oft sáust í hinum smærri byggingum Parísarborgar — hún hafði verið þar í sex mánuði, og hvort sem það var heldur af embættisvinsældum, eða af lögun stofnunarinnar, eða þá af viðmóti hr. Love sjálfs, skal ég ekki segja, þá er eitt víst, að musteri Hymen — eins og hr. Love svo fagurlega nefndi skrifstofuna — var orðin mjög áberandi í Faubourg stræti. — Það var haft á orði, að ekki færri en níu giftingar þar í ná- grenninu hefðu verið framkvæmdar í þeirri lánsömu skrifstofu, og að þær hefðu allar ver- i, farsælar nema ein, þar sem að brúðurin var sextíu ára, en brúðguminn tuttugu og fjögra. Það hafði verið eitthvert pískur um ósamkomu- lag á milli þeirra, en svo varð konan léttari, — ég meina af bónda sínum, því að hann drekkti sér í Seine-ánni mánuði eftir hjónavíxluna, en hlutirnir hefðu ráðist betur en á horfðist, því ekkjan hafði sést leita aftur á skrifstofuna, sem að ekki voru lítil meðmæli með hr. Love. Leyndardómurinn að velgengni hr. Love, af hinum sýnilegu yfirburðum, sem að úthald hans hafði, bæði að því hve fullkomið það var og vinsælt, yfir sams konar stofnanir, stafaði máske frá því, hversu vel og frjálslega að hann rak sín viðskipti. Hann lagði alla alúð við, að eyða öllum formlegum vanareglum hjá þeim, sem vildu draga sig saman, og honum datt í hug það snjallræði að setja upp borðsal, sem mjög vel var stjórnað, þar sem að máltíðir voru framreiddar tvisvar í viku og var oftast dans að þeim loknum, svo að fólk í giftingarhug gæti kynnst hvert öðru án nokkurra sérvizku banda, og það var næstum merkilegt, hve vel að honum, glaðsinnuðum og skemtunarfúsum manni, tókst að láta þessar skemtanir ná tak- marki sínu. Persónur, sem í fyrstu virtust vera frá- hverfar hvor annari, fóru að færast nær hvor annari, þegar að þær voru búnar að drekka nokkur glös' af kampavíni. í viðbót við þetta lagði hr. Love sig fram til þess að kynnast verzlunarmönnunum í nágrenni sínu, og með skemtisögum sínum, útliti og hve vel að hann talið franskt mál, náði hann almennings hylli. Það voru margir sjálfbyrgings menn, sem á yfirborðinu gerðu gis að skrifstofuathöfnum hans, en þótti gott, að að minsta kosti ekkert athugave'rt við það, að sækja máltíðir til hans. Hann var mjög varasamur í sambandi við þá, sem ekki vildu láta heimsóknir sínar til hans spyrjast, en svo voru aðrir, sem ekki leituðust við að dylja óánægju sína með einlífið, en fyr- ir aðra var þessum skemtunum svo hagað, að særa aldrei blygðunartilfinningu neins, þó að þær á hinn bóginn miðuðu til kynningar, vin- áttu og samdráttar. Klukkan var hér um bil átta að kveldinu, og hr. Love sat enn við kveldmatinn, eða þó # réttara sagt við eftirmatinn með gestum sín- um. íbúð hans, þó hún væri ekki stór, var fallega máluð og húsmunir allir af beztu teg- und og borðsalur hans var prýddur á tyrkneska vísu. Gestirnir voru, — fyrst auðugur matsali, sem var ekkjumaður og hét Monsieur Gaupille, áhrifamaður og mikilsmetinn kaupmaður í Faubourg stræti; hann var á því skeiði lífsins, / þegar að eðlisbreyting mannanna er sögð að vera á hæsta stigi, en þó enn glæsilegur á- sýdum; hann hafði mjög vel gerða ljósjarpa hárkollu á höfðinu, var í þröngum buxum, sem skýldu vel þéttum kálfum, hafði snjóhvítt háls- og fellingarlín, sem að auðsjáanlega var mikill sómi sýndur. Næst honum sat smávaxin og hæglát kona, hér um bilþrjátíu og tveggja ára gömul, sem að sögð var stórrík. — Hamingjan má vita hvernig að hún gat verið það, því að hún var aðeins þjónustukona — þeir kölluðu hana ráðskonu, hjá enskri lávarðarfjölskyldu; hún kallaði sjálfa sig Mademoiselle Adéle de Courval, með sérstakri áherzlu á de, en lét lítið uppi um ættfólk sitt. Þegar Monsieur Gou- pille talaði til Mademoiselle de Courval, þá hall aði hann sér frá henni og strauk hendinni um hárkolluna, og Mademoiselli de Courval fitlaði með fingrunum við blómknapp, er hún bar á brjósti sér, þegar að hún svaraði Monsieur Goupelle. Hinu megin við þessa ungu konu sat laglegur ljóshærður maður, sem hét Sovolofski, Pólverji. Hann var í snjáðum fötum, en þó hreinum og var treyjan hneppt upp í háls. Við hliðina á honum sat smávaxin en feit kona, sem hafði verið forkunnar fríð, en veitti nú forstöðu matsöluhúsi, sem Englendingar, sem í París voru, gistu á. Sjálf sagðist hún vera ensk, þó að hún hefði nú átt lengi heima í París. Orðrómurinn sagði, að hún hefði verið ærið kát í æsku, og að rússneskur aðalsmaður hefði skilið hana eftir í París með mjög sæmi- legum eftirlaunum — og að hún og eftirlaunin hefðu vaxið jöfnum höndum síðan. Hún var kölluð Madame Beavor. Hinu megin við borð- ið var rauðhærður Englendingur, sem kunni lítið í frönsku máli, en hafði verið sagt, að franskar konur væru dauðskotnar í ljóshærð- um mönnum; hann átti 2000£ og vonaðist hann eftir að geta fjórfaldað þá upphæð með hag- kvæmri giftingu. Enginn vissi neitt um hann eða fólk hans. Hann hét Higgins. Sessunautur hans var ákaflega hár og beinastór franskur maður, með sérstaklega stórt nef, og var her- maður í her Napoleons. Næst honum var kona, mjög fögur ásýndum, glettin og gamansöm, en komin af gelgjuskeiði, sem gaut augunum oftar til hr. Love en nokkurra hinna gestanna. Hún var kölluð Rosalie Caumartin og stjórnaði búð þar sem sætmeti var selt. Hún var gift kona, en maður hennar hafði farið til frönsku eyjanna fyrir fjórum árum, og hún var í dá- litlum efa um að hún gæti réttilega kallast ekkja.. Næst við hr. Love, og í heiðurssæti, sat hvorki meiri eða minni persóna, en visi- greifi de Vaudemont, franskur aðalsmaður, vel ættaður, en sem að ýmsar óhófsathafnir höfðu eytt svo efnum fyrir, að hann naut ekki þess álits og virðingar, sem að honum sjálfum fannst að sér bæri. Hann hafði átt tvær konur; í annað sinnið enska konu, sem hafði látið ginnast af nafntitli hans. Þau áttu einn son. Móðirin náði sér ekki eftir fæðinguna og dó. Vísi-greifinn hélt þessum syni sínum lítt fram, því að hann faldi hann yfir á Englandi. Drengurinn var átján eða nítján ára þegar saga þessi gerðist. Monsieur de Vandemont vildi ekki láta halda, að hann væri eldri en þrjátíu ára, og honum fannst að ef fólk vissi, að hann ætti son átján ára gamlan, að þá mundi hann vera talandi vottur þess, að faðirinn væri að ljúga til um aldur sinn. En þrátt fyrir þessa varúð, þá gekk vísi-greifanum illa að ná í þriðju konuna, sér- staklega sökum þess, að hann var hvorki land- eigandi né hafði heldur neinar sýnilegar tekj- ur, og svo bætti það ekki úr skák, að hann var allur bólugrafjnn í framan eftir bóluveiki. Hann var lágur vexti og álitinn heimskur, en barst mjög á í klæðaburði. Aðstoðarmaður hr. Love var Englendingur, sem að Birnie hét. And- litið á honum var eins og elt skinn, og hann var allra manna þagmælskastur. Húsbóndinn sjálfur var glæsilegur gripur; hann var svo umferðarmikill, að hann tók upp rúm fjögra meðalmanna, samt var hann hvorki holdamikill eða ófimur; hann var klæddur í dökk föt, stífað hálstau með fjóra gyllta hnappa í skyrtunni að framan; hann var sköllóttur sem að gerði yfirbargð hans og enni mikilfenglegra, og það litla hár, sem hann enn hafði, var farið að grána; hann var nýrakaður og skegglaus, nema yfirskegg, sem var klippt mjög snöggt, augun voru lítil en snör. — Þannig litu gestirnir út. „Þetta er það bezta sætmæti (Bons), sem ég hefi smakkað“, sagði hr. Love og leit til Madame Coumartin. „Góðir vinir, fyrirgefið þio hve borðhaldið er ófullkomið“, sagði hr. Love. „Þú ættir að gifta þig, hr. Love“, svaraði hin fagra Rosalie og leit kesknislega til hans. „Þú sem lætur aðra giftast, ættir að setja fyrir- myndina“. „Öllu er óhætt“, svaraði Inv. Love og kinka& kolli. „Ég veiti viðskiptavinum mínum svo mikla ánægju, að það er ekkert eftir handa sjálfum mér“. Er hér var komið heyrðist smellur. Mon- sieur Goupille og Mademoiselle Adéle höfðu slitið í sundur á milli sín „Bon-bon cracker“. „Ég hefi ákvæðisseðilinn! — Nei — Mon- sieur hefir hann: Ég er alltaf svo óheppin“, sagði Adéle. Matvörukaupmaðurinn braut seðilinn í sundur alvarlegur á svip, letrið á honum var mjög smátt ,og hann langaði til að taka gler- augun sín upp úr vasa sínum, en hann hélt að það liti ellimannlega út, svo hann lét sig hafa, að stautast gleraugnalaust fram úr því, sem á seðlinum stóð með nokkrum erfiðleikum: „Daðurkvendi, sem stelur hjarta mans, en metur að vettugi tilbeiðslu þess, má meðhöndla sem sigurvegara: Af hógværri fegurð þolum við að vera í þrældóm hnepptir". „Ég afhendi Mademoiselle þetta“, sagði mat- vörukaupmaðurinn og lagði miðann á disk Adéle hátíðlega. „Það er mjög fallega gjört“, svaraði hún og leit niður fyrir sig. „Það er mjög vel viðeigandi“, hvíslaði mat- vörukaupmaðurinn og strauk hárkolluna helzt til mikið í geðshræringu sinni. Hr. Love sparkaði í hann undir borðinu, lagði fingurinn á skallann á sér og svo á nefið til bendingar. Matvörukaupmaðurinn var nógu skýr til að skilja hvað Hr. Love meinti og lagaði á sér hárkolluna. „Þykir þér gott sætmeti, Mademoiselle Adéle? Ég hefi alls konar tegundir af því heima hjá mér“, sagði Monsieur Goupelle. Modemoiselle Adéle de Courval stundi við: „Ó, það minnir mig á betri daga, þegar að ég var ung og hún elsku amma mín tók mig á kné sér og sagði mér sögur af því, hvernig að hún hefði komist undan guillolínunni. Hún var útleridingur og þið vitið að faðir hennar var aðalsmaður“. Matvörukaupmaðurinn laut höfði og virt- ist undrandi. Hann gat ekki áttað sig á sam- bandinu á milli sætmetisins og guillolínunnar. „Þú ert þögull, Monsieur“, sagði Madame Beavor heldur stuttlega við Pólverjann, sem ekki hafði lagt orð í samtalið. „Madame, allir útlagar eru þögulir. Ég er að hugsa um vesalings föðurlandið mitt“. „Heimska!“ sagði hr. Love. „Það er enginn útlagi við hliðina á fallegri stúlku!“ Pólverjinn brosti raunalega. „Togaðu“, sagði Madame Beavor og rétti „Cracker“ að ættjarðarvininum, og sneri and- litinu frá honum. „Já, Madame, ég vildi að það væri fallbyssa í þjónustu ættlandsins“. Með þessari háfleygu hugsjón um ættland- ið tók hinn hugprúði Sovolofski í, neri saman höndunum og/hafði orð á að „Crackers“ gætu verið hættulegar og að sprengiefni væri ægi- lega aflmikið. „Ég hélt, þangað til í dag, að ég hefði vald yfir tilfinningum mínum“, sagði Madame Bea- vor og las það sem á seðlinum stóð. „Hvað segir þú um það?“ „Madame, það er ekki um sigur að ræða fyrir Pólverja!" Madame Beavor svaraði einhverju í stytt- ingi og leit til hins rauðhærða samlanda síns og sagði á ensku: „Ert þú stjórnmálamaður líka?“ „Nei, Madame! Ég er kvennamaður“. „Hvað sagði hann?“ spurði Madame Cou- martin. „Monsieur Higgins est tout pour les dames“. (Hr. Higgins segist vera kvennamaður). „Það er nú víst ekki mikill efi á því, sagði hr. Love. „Allir Englendingar eru kvennamenn, og sérstaklega rauðhærðir Englendingar. Kon- ur, sem þrá að vera tilbeðnar, ættu alltaf að giftast rauðhærðum mönnum — alltaf. Hvað sagðirðu Mademoiselle Adéle?“ „Mér líkar ljóðhærðir menn“, sagði Made- moiselle og renndi augunum út undan sér á hárkollu Monsieur Goupillé. „Amma sagði, að pabbi hennar — aðalsmaðurinn — hefði alltaf borið gult duft á hárið á sér: Það hefir verið ákaflega fallegt“. „Ég skyldi nú segja það — eins og banka- biggs sykur“, (á la sucre d’ orge) sagði mat- vörukaupmaðurinn og brosti með hægra munnvikinu þar sem að hann hafði beztar tennur. Mademoiselle de Courval lét sér fátt um finnast. „Ég held, að þú sért lýðveldisinni, Mon- sieur Goupille“. „Ég, Mademoiselle. Nei, ég er keisarasinni“, og aftur reyndi matvörukaupmaðurinn að koma auga á sambandið á milli lýðveldisins og banka byggs sykursins. „Annað staup af víni. Rétt eitt til“, sagði hr. Love og seildist yfir vísi-greifann til að aðstoða Madame Caumartin. „Herra“, sagði stóri Frakkinn með langa nefið, við matvörukaupmanninn: „Þú segist vera keisarasinni. — Ég er keisarasinni líka — það er ég!“ Við tölum ekki meira um stjórnmál“, sagði hr. Love. „Við skulum fara inn í setustofuna“. Vísi-greifinn, sem hafði sýnst vera meir en minna utan við sig á meðan á þessu samtali stóð, tók í frakkalafið á hr. Love um leið og að hann stóð upp og hvíslaði að honum önugur: „Ég sé engan hér, sem að ég get fellt mig við — engan við mitt hæfi“. „Guð minn!“ svaraði hr. Love. „Það eru til auðugar heimasætur. Ég gæti gert þig kunn- ugan hertogainnu, en það kostar peninga. Þarna er hún Mademoiselle de Courval — hún er af- komandi Carlo-vingjanna“. „Hún er eins og soðin koli“, svaraði vísi- greifinn og gretti sig. „En samt — hvaða heiman mund fær hún?“ „Fjörutíu þúsund franka, og heilsuleysi“, svaraði hr. Love, „en henni falla stórir menn vel í geð og Monsieur Goupille er . . . .“ „Stórir menn eru aldrei vel gjörðir menn“, sagði vísi-greifinn önugur og dró sig til hliðar á meðan að hr. Love gekk til Madame Beavor og tók undir handlegginn á henni, því að Pól- verjinn krosslagði hendurnar á brjóstinu þeg- ar að hann stóð upp og hreyfði sig ekki. „Fyrirgefðu, Madame“, sagði hr. Love við Madame Beavor, er þau gengu inn í setustof- una. „Mér finnst að þér takist ekki vel að stjórna þessum hugrakka manni“. „Vinur minn, þessi Pólverji er frábærilega leiðinlegur", svaraði Madame Beavor og yppti öxlum. „Satt er það; en hann er prýðilega vel vax- inn, og svo er það bót í máli, að það er ekki að óttast neinn keppinaut annan en föðurland hans. Treystu mér og gefðu honum undir fót- inn dálítið meira. Ég held, að þið munduð eiga einkar vel saman“. Þegar hér var komið tilkynnti eftirlitsmað- urinn, sem ráðinn hafði verið fyrir kveldið, að Monsieur og Madame Giraud væru komin, og inn komu kona og maður litil vexti, ljósleit og mjög feitlagin og svo lík, að þau þekktust varla í sundur nema fyrir klæðaburðinn. Þetta voru fyrirmyndar hjón, sem hr. Love hafði til sýnis — agn hans — síðasta og bezta sýnis- hornið af giftingar-afrekum hans. Þau höfðu verið gift í tvo mánuði og vöktu aðdáun allra nágranna sinna fyrir samúð og hjónabands- prýði. Eftir að þau giftust hættu þau tíðum heimsóknum á giftingarskrifstofuna og til mál- tíða og skemtana hjá hr. Love, en hann bauð þeim oft, eftir að máltíðunum á stofnun hans var lokið til þess að vera öðrum til uppörfunar. „Góðu vinir“, sagði hr. Love og tók í hend- ina á þeim. „Mér þykir undur vænt um að sjá ykkur. Herrar mínir og frúr, leyfið mér að kynna ykkur Monsieur og Madame Giraud, þau lukkulegustu hjón, sem til eru á meðal krist- inna manna. — Þó að ég hefði ekki gjört neitt annað, en að leiða þau saman, þá hefði ég ekki lifað til einskis!“ Gestirnir veittu þessum hjónum nákvæma eftirtekt. „Monsieur, mín heitasta ósk er, að, vera verðugur slíkrar ánægju“, svaraði Monsieur Giraud. „Sama segi ég!“ sagði frúin og þau settust niður hlið við hlið.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.