Lögberg - 19.04.1951, Blaðsíða 2

Lögberg - 19.04.1951, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. APRÍL, 1951 Ótryggar horfur á Norðausturlandi KVEÐJUÁVARP TIL SÉRA E. H. FÁFNIS Heyþrol sums staðar í næsta mánuði, ef ekki lekur upp snjó og kemur bráður bati. Með hverri harðindaviku sem líður verður ískyggilegra ástandið í þeim héruðum landsins, þar sem óþurrkarnir voru mestir og langvinnastir í sumar og veturinn hefir orðið harðastur, en það fer saman. Vofir sums staðar yfir fóðurþrot í næsta mánuði, ef ekki koma hagar handa sauð- fénu, en erfiðleikar eru um aðflutninga vegna snjóalaga. Mikill kvíði í mönnum. Fréttaritari Tímans að Egils- stöðum lét svo ummælt í gær: Um allt Fljótsdalshérað er ó- skaplegur kvíði í mönnum við það, sem í vændum kann að vera. — Sennilega er nú kominn mesti snjór, sem verið hefir hér í mörg ár, samgöngur allar tepptar og haglaust í öllum hyggðarlögum og hey þeirra, sem tæpastir eru fara senn að þrjóta. Engir eru aflögufærir, en ætla má, að yfirleittí hafi menn hey handa sauðfénaði og hross- um fram undir páska, án þess að taka meira en svo af fóðri nautgripanna, að hægt sé að fleyta þeim fram til vors. — Þar sem verst hefir verið, hafa ver- ið innistöður síðan um mánaða- mótin nóvember og desember, nema hvað jarðarbragð var stuttan tíma fyrir þetta síðasta áhlaup. — Hér fer illa, ef ekki hlánar vel, í síðasta lagi seint í þessum mánuði, sagði fréttarit- arinn. Haglaust á Efra-Dal. Ástandið er sennilega verst í Hjaltastaðarþinghá og í utan- verðri Eiðaþinghá, en þó hefir nú um nokkurt skeið verið hag- laust í uppdölunum, þar sem áð- ur náðist til jarðar — í Skriðdal, Fljótsdal og Jökuldal. Upp á Jökuldal hefir aðeins komizt einn bíll með fóðurvörur síðan um áramót, og nú er al- gert hagleysi á Efra-Dal, þar sem menn eru mjög fjármargir, en hey af skornum skammti og ganga því mjög fljótt til þurrð- ar. — „Þá fer að sópast innan hjá flestum". Fréttaritari Tímans í Jökuls- árhlíðinni lýsti svo ástandinu þar í viðtali við blaðið: — Hér er orðið afar slæmt út- lit með fóðurbirgðir manna, og er ekki langt að bíða, að mjóg sé gengið á hey sumra, og eftir einn mánuð fer að sópast innan í fjárhúshlöðum hjá flestum, ef ekki koma upp hagar. Heyfeng- urinn var bæði lítill og rýr eins og allir vita, en fyrningar manna gengu upp í vorharðindunum tvö síðastliðin ár. Nú er ekki lengur fært yfir Jökulsá og Lagarfljót og síðan inn Hjalta- staðarþinghá, en þá leið reynd- um við áður að brjótast með fóður, sem flutt var að. InnlstaSa síðan í nóvember. Fréttaritari Tímans á Kópa- skeri sagði, að geysimikill snjór væri í allri Norður-Þingeyjar- sýslu. Alger innistaða sauðfjár hefði verið í öllum sveitum sýsl- unnar, sem ekki ná að sjó síðan. í nóvember. Bændur eru að sjálfsögðu margir heytæpir eftir hið erfiða sumar, en verst er þó að mjög erfiðlega hefir gengið að flytja fóðurbæti út um sveitirnar. Kom hann svo seint í haust, að ekki var búið að flytja nema lítið eitt af honum út um hérað- ið, er vegir urðu ófærir í nóvem- ber. Síðan hefir hvað eftir ann- að verið reynt að ryðja vegi og hefir tekizt að koma litlu einu hverju sinni, því að jafn harðan hefir fennt aftur. Er marga bændur nú mjög farið að vanta fóðurbæti og hið mesta áhyggju- efni hvernig honum verður komið til þeirra frá Kópaskeri. Hey bíður flutnings. Fréttaritari blaðsins á Vopna- firði segir, að tíð hafi verið mjög ill undanfarið. Snjórinn sé af- skaplegur og jarðbönn um allt hérað. Hefir svo verið lengi nema snapir öðru hverju á ein- stökum bæjum, en þær hafa al- drei staðið nema stutt því jafn- an hafa ný áhlaup dunið yfir. Nú er það hið mesta áhyggju- efni, hvernig heyforða þeim, sem nýlega kom til Vopnafjarð- ar, verði komið út um héraðið til þeirra, sem helzt þurfa hans með. Ófært er með öllu eins og er jafnt með bíla og hesta. Von er líka á meira heyi að sunnan og gegnir sama máli um flutn- ing þess. Heybirgðir manna eru misjafnar, en sumir eru orðnir afar tæpir. Slarka til sumarmála. Fréttaritari Tímans í Tré- kyllisvík segir innistöðu á fén- aði í Árneshreppi orðna sextán vikur, nema hvað sumir hafa fjörubeit, þegar veður leyfir. Flestir munu þó þrátt fyrir allt slarka með hey til surtiarmála, en ekki lengur, og er voði vís, ef vorharðindi fylgja fimbul- vetri. Eldborgin kom nýlega með 15—20 smálestir af heyi til Dj úpuvíkur, en það, sem á að fara í norðurhluta hreppsins, bíður flutnings til Norðurfjarð- ar með strandferðaskipum rík- isins. 5800 hestburðir farnir. Tíðindamaður frá Tímanum átti í gær tal við Svein Tryggva son, framkvæmdastjóra fram- leiðsluráðs og Pál Zóphoníasson búnaðarmálastjóra, og sögðu þeir, að alls væri búið að senda 5800 hestburði af heyi á óþurrka cvæðin, og enn væru ófarnir allt að 800 hestburðir. Var sumt af því heyi pantað nýlega, eftir að fóðurbirgðakönnun hafði farið fram, þar af nokkuð í Hjalta- staðaþinghá, Eiðaþinghá, Jökuls árhlíð og Hróarstungu. Haegt að láta í té meira hey. Öllum heypöntunum, sem bor- izt hafa, hefir verið fullnægt, og enn myndi vera hægt að útvega meira af heyi hér suðvestan lands. En hins vegar blasa við erfiðleikarnir á því að koma heyi frá höfnunum út um byggð- arlögin. —TÍMINN, 8. marz Svar til S. Einarssonar í síðustu þjóðræknisþingfrétt- um, 7. marz, kvartar St. Einars- son mjög yfir því að bændur úti á landi skuli fá að greiða at- kvæði á þingi félagsins, og seg ir, að með því séu ráðin komin í hendur hinna fáu, en úr hönd- um fjöldans! í Winnipeg eru 170 félagsmeð- limir, en úti á landi og í bæjum 700 meðlimir, þetta er sanngirni S. E. nefnilega, finst Winnipeg- búar vera fjöldinn, eða allir ís- lendingar. Þessu mótmælti ég í Lögbergi 20 marz og fleiru fimbulfambi sem í grein St. Einarssonar stóð, og benti honum á, að athuga það, „að bændur og búalýður, væri öll þjóðin“; „að bændur ættu alt landið“; „að bændur ræktuðu alt landið, og fram- leiddu allar nauðsynjar þjóðar vorrar“, og gætu svelt út allan borgarlýð landsins á fáum mán- uðum. Og bændasynir yrðu svo að taka að sér alla stjórn og forystu í landsmálum, engin önnur stétt manna gæti það. Þessu hefir Stefán illa reiðst, en getur ekki mótmælt, né þorir það. Stefán Einarsson var einnig að grobba af því hvað lög Þjóð- ræknisfélagsins væru viturleg, og sniðin eftir stofnlögum Bók- mentafélagsins, sem Jón Sigurðs son hefði samið! Ég benti á í svargrein minni, að Jón Sigurðs- son ætti engan þátt í samning þeirra laga, því þá var hann að- eins 5 ára gamalt barn. En Ste- fán vill ekki heyra nein mót- KAUPENDUR LÖGBERGS Á (SLANDI Gerið svo vel að senda mér sen. fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir &em eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMUNDSSON BARUGATA 22 REYKJAVÍK mæli, segir J. S. hafi alla sína ævi breytt og bætt lög Bók- mentafélagsins. En nú ber svo vei í veiði, að ég hefi á borði mínu 100 ára Minningarrit Bók- mentafélagsins, og lög félagsins, bæði þar og í „Skírni“ vel og nákvæmlega samin, og rök- studdi svo ritgjörð mína, að engu verður hnekt í henni. Jón, Sigurðsson var svo kosinn for- seti Bókmentafélagsins 1851, og hélt þeim heiðri í 30 ár, og breytti aðeins 2 atriðum: í stofn- lögunum stóð: „Það er lögmæt- ur fundur ef 9 félagar eru mætt- ir“; en Jón fékk því breytt í „ef 7 félagar eru mættir“. Ann- að atriði. — Félagið prentar ekki meira en 500 eintök af neinni bók — þessi tala var hækkuð. Annað eins og þetta, tel ég ekki breyting á lögum, heldur lítil- væga rýmkun á reglum. Stefán Einarsson slær því fram, að ég vilji gjöra lítið úr verkum Jóns Sigurðssonar, hann ætti skilið snoppung fyrir slíka aðdróttun; ég lærði ís- lenzka málfræði utanbókar áð- ur en ég fermdist, og valdi Jóni Sigurðssyni þau fegurstu hrós- yrði, sem ég þekki, fyrir fram- komu sína hvarvetna. Nú, þessi romsa, sem Stefán ritar í Kringlu, er því ekkert annað en vaðall og illkvnittni í minn garð; ég hefi í húsi mínu allar fræðibækur, sem gefnar hafa verið út á íslenzku í hundr- að og fjörutíu ár, hefi marglesið þær, og gleymi aldrei neinu sem ég set á minni, en rökstyð alt, sem ég rita, svo það er ekki Hornfirðingum fært að hnekkja því sem ég rita. Stefán klykkir út með því, að tungl vort líti öðruvísi út í Suð- ur en Norður-Ameríku — en sá vísdómur, sem hann hefir öðlast síðan hann skreið undir „stélið“ á Hornafjarðar-Mána. S. Baldvinsson, Gimli, Man. „Einhver vitur maður sagði, að þögn væri gull, er það ekki?“ „Ég held það, jú, af hverju ertu að hugsa um það?“ „Ég var bara að hugsa um hVe eyðslusamar margar konur éru“. (í nafni íslenzka Lúterska safnaðarins í Vancouver, B.C. 7. febrúar, 1951 — eftir Þ. K. K.) Að heilsa þér og fagna, sem góðum Austan-gesti, er gömlum sem ungum kært að taka í þína hönd, sem Lúterska Kirkju-félags forseta og Presti, í fyrsta sinn við heimsókn þína á okkar fögru strönd, og segja: vertu velkominn sem vinur, á þessar slóðir í Vancouver eru landar um kristnistarf þitt fróðir! Sem austurfrá á Mountain og Winnipeg, er hér vetur, og veðráttan í illu skapi bæði þar og hér — En íslenzkt hjartans sólskin, má sín miklu betur, í mannfagnað sem þessum, til heiðurs oss og þér. Svo þegar nýja kirkjan rís með turn til himins hæða koma hámentaðir prestar, um guðdóminn að fræða. Ef hamingjan er með oss og heimsins stríð ei bannar, í heimsókn til vor aftur ertu boðinn velkominn. Þegar vorsins dýrð og sumarsólskin láð og loftið spannar væri Ijúft að sjá þig og heyra kristni-boðskap þinn. Þá yrði þér vesturferðin, meir til gleði og gamans, ef vér gætum kynt þér borgina og fólkið—öll til samans. Að skilnaði, við biðjum þig að bera kveðju öllum, í bygðirnar ti! Islendinga — og Eylands í Winnipeg, og segja þeim að hugur vor og ósk, sé hærri Klettafjöllum, við Heima trúboðs-starfið, að finna nýjan veg! til framkvæmda að koma upp nýrri kirkju og stórum söfnuð, í kristilegri sameining, með frjálsan trúarjöfnuð. Fer til 4 mónaða dvalar við vísindastörf og nám í Noregi Viötál við Steindór Steindórsson frá Hlöðum, . sem fékk Nansenstyrk. STEINDÓR STEINDÓRSSON frá Hlöðum, menntaskóla- kennari á Akureyri, leggur af stað héðan í dag til fjögurra mánaða dvalar í Noregi við vísindastörf og nám. Hyggst hann einkum vinna að því að leggja síðustu hönd á ýmsar rannsóknir sínar hér heima og kynna sér nýjustu aðferðir, sem notaðar eru á Norðurlöndum við rann- sóknir í plöntulandafræði og plöntufélagsfræði. Nansensjóðurinn norski veitir einum íslenzkum vísindam^nni styrk til vísindastarfa og náms við norska háskóla og mennta- stofnanir ár hvert, en mennta- málaráðnuneytið hér v e 1 u r mann til fararinnar eftir til- nefningu háskólaráðs. Steindór Steindórsson varð fyrir valinu síðastliðið ár. Hefir hann fengið leyfi frá kennslustörfum og leggur af stað áleiðis til Noregs með Drottningunni í dag. Hann hefir að undanförnu unnið að undirbúningi starfs síns í för- inni. Alþýðublaðið náði tali af Stein dóri í gær og bað hann að skýra frá því, hversu hann hygðist haga i'orðum sínum ytra og vís- indastörfum. Hann sagði meðal annars: „Dvöl mín í Noregi mun vara um fjóra mánuði, og hyggst ég lengst af dveljast við háskólann og grasasafnið í Osló og fara auk þess til Norður-Noregs. Ég ætla mér að nota tímann í Nor- egi til þess að fullvinna úr ýms- um rannsóknum mínum á ís- lenzkum gróðri, en hér á landi er fyrir margra hluta sakir ekki aðstaða til þess að ljúka þeim til fullnustu. Ég hef einkum feng- izt undanfarin ár við þrjú verk- efni af þessu tæi, og er ætlun mín að velja eitt þeirra til fullnaðar úrlausnar, en ekki er ég enn búinn að ráða til fulls við mig, hvert þeirra það verður. Verkefni þessi eru hálendis- gróður, yfirlit yfir íslenzkan mýragróður og að síðustu gróð- ur í snjódældum, en snjódældir kalla grasafræðingar þá staði, sem snjó tekur mjög seint af; — er plöntufélagið þar jafnan mjög frábrugðið því, sem er í nágrenni þeirra. í þessu sam- bandi mun ég kynna mér nýj- ustu aðferðir, sem notaðar eru í Noregi við plöntulandafræði- og plöntufélagsfræðirannsóknir, en í þeim efnum standa Norð- menn mjög framarlega, svo og yfirleitt á þeim sviðum, er að gróðurrannsóknum lúta. Til Norður-Noregs ætla ég að fara til þess að kynna mér gróð- urríki þeirra slóða, sem þar eru líkastar Islandi, hvað snertir lífs skilyrði gróðursins, einkum í hinum nyrztu skógarhéruðum. Þá mun ég og kynna mér í þess- ari för nýjustu kennslubækur, sem notaðar eru í menntaskólum í Noregi. Það eru nú liðin um 14 ár síð- an ég fór til útlanda í þessu skyni, en síðan hafa rannsóknar- aðferðir grasafræðinga tekið ýmsum breytingum. Hér á landi er líka miklum örðugleikum bundið að fást við slíkar rann- sóknir. Engin einasta stór vís- indaleg flóra er hér til heil og mikill skortur á nýjum vísinda- ritum yfirleitt, auk þess sem trauðla er framkvæmanlegt að greina ýmsar erlendar jurtir, sem slæðzt hafa til landsins, nema völ sé á samanburði í stóru og vönduðu plöntusafni“. —Alþbl. 21. marz Herra Helgi Johnson 85 áray 2. apríl 1951. Tæpt er vaðið trúðu mér, tíminn hraðar ferðum. Kalt er bað þá kulna fer, ef karlar vaða á skerjum. Fram hjá skerjum skreið hann oft, í skipi móti vindi, Bárur þó við bæru loft, braut hann þær í skyndi. Barnalánið bœtir alt, bæði fjœr og heima. Þau sjá um honum sé ei kalt, sízt mun hann þeim gleyma. öll þau leggja eitthvað til, aldraðan föður gleðja. Góðum skyldum gjöra skil, grœða hann og seðja. __+__ Réttum daga tugum tveim, — töflum æfi saman ber. Fæddist þú í þennan heim, til þessa lífs á undan mér. __+__ Guð ég bið að gæta þín, góði vinur kœri. Bregðist þér ei sálarsýn, þó sjónar bili færi. BANGSI Fréttabréf úr nyrztu byggð íslands Séra Robert Jack, sóknar- prestur í Grímsey, hefir skrifað Tímanum fréttabréf úr hinu fjarlæga og af- skekkta prestakalli sínu norður við heimskautsbaug- inn. Segir hann í miða, er fylgdi fréttabréfinu, að hann hafi aldrei lifað slíkan vet- ur sem þenna. — Bréfið er dagsett í Grímsey 31. marz. Fimbulvetur — kviðið hagleysi. Ofan á aflaleysissumar, sí- felldar rigningar og kulda, má segja, að veturinn hafi gengið í garð með haustnóttum. Strax var snjókoma og frost fylgdi, svo>að jarðlaust varð, og kindur voru teknar á gjöf, og hefir þeim ekki verið sleppt síðan. Hingað til hefir veturinn ver- ið vondur, með miklum storm- um, kulda og snjó — þó að al- drei liggi mikill snjór í Grímsey sökum þess, að hann fýkur jafn óðum í hafið. Það má segja, að hey sé bæði lélegt og lítið, og xvíða menn heyleysi, ef tíðar- farið batnar ekki. 72 heimilisfaslir. í eyjunni í vetur eru skráðir 72 manns til heimilis, en þó er ekki nærri svo margt heima. Yngra fólkið hefir leitað sér at- vinnu á meginlandinu. Ekki hef- ir verið viðlit að róa til fiskjar svo teljandi sé í vetur, sökum óveðurs. Fiske-afmælið. Þrátt fyrir fólksfæð var hald- ið upp á afmæli Fiske 11. nóv- ember, eins og Grímseyingar eru vanir að gera, og stundum hefir fólkið komið saman í skólahús- inu, spilað og dansað. Tregar samgöngur. Samgöngurnar við landið eru litlar, miðað við aðra staði á landinu. Póstbáturinn „Drang- ur“ frá Akureyri kemur hingað — þegar veður leyfir — með þriggja vikna fresti, en 1 júní-, júlí- og ágústmánuðum kemur hann út tvisvar á mánuði. Tvær Grímseyjar. Það er sagt, að víkingurinn Grímur fann tvær eyjur, sem bera nafn hans, enn þann dag í dag. Önnur er þessi eyja, hin er ein af Suðureyjum við vest- urströnd Skotlands, sem heitir nú orðið Grimsay. — Fyrir nokkrum árum minnkaði fisk- urinn svo mikið í kringum skozku eyjuna, að framtíðarvon- ir urðu dökkar. En í stað þess að fara burt, jók fólkið fjárrækt- ina og flutti inn vélar, og nú í dag er allt í blóma þar. Ullin er spunnin, alls konar föt eru prjón uð í höndum og með vélum, og skozkir Grímseyingar hafa góð- ar tekjur. Má vera að við verð- um að gera slíkt hérna, því að ekki drepast Grímseyingar ráða- lausir. —TÍMINN, 5. apríl Rovalzos Flower Shop 253 Notre Dame Ave. WINNIPEG MANITOBA Bus. Phone 27 989—Res. Phone 36 151 Our Speclaltles: WEDDING CORSAGES COLONIAL BOUQtJETS FUNERAL DESIGNS Mlsi 1. Chrlstle, Proprletreu Formerly wlth Robinson & Co. Minnist í erfðaskrám yðar. ifiodern Jetvcllers 678 Sargent Avenue Repairs to all makes o/ WATCHES, CLOCKS, JEWELLERY AND RONSON LIGHTERS

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.