Lögberg - 19.04.1951, Blaðsíða 6

Lögberg - 19.04.1951, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. APRÍL, 1951 NÓTT OG MORGUN Eftir LYTTON LÁVARÐ J. J. BtLDFELL. þýddi Hr. Birnie talaði ekki aðeins frönsku sem inn- fæddur væn, heldur var öll hans hegðun, hreyf- ingar og kækir franskir; ekki þó í samræmi við hegðun fólks, sem tilheyrði hinum betri félags- skap, heldur meira sérkennilegur og alþýðleg- ur. Það er ekki hægt að segja, að hann hafi verið ruddalegur, hann var of þagmælskur til þess, en hann var auðsjáanlega af ófáguðu fólki kominn og hafði verið kæruleysislega alinn upp; íþróttir hans voru allar verklegs eðlis; hann var afburða reikningsmaður, góður lyfja- fræðingur og hafði lyfjastofu heima hjá sér; hann bætti sín eigin föt og hálslín með óvið- jafnanlegri snild. Philip grunaði hann um að þrífa skó sína, en það var fordómur. Einu sinni kom hann að Philip, þegar að hann var að draga höfuð af hesti á pappír. „Þú hefir fundið þér verkefnið“, og hann gaf Philip nokkrar bend- ingar í sambandi við teikninguna, sem að sýndi að hann þekkti vel til þeirrar listar. Philip, sem varð hissa á því, reyndi að fá hann til að tala frekar um teikningar, en árangurslaust. Það eina, sem hann fékk Birnie til að segja var, að hann hefði einu sinni verið leturgarfari. Gawtrey virtist ekki vita mikið um þennan mann, uppruna hans eða fyrri lífsferil, eða ef hann vissi það, þá vildi hann ekki um það tala. Birnie læddist áfram, leynilega og hljóðlega eins og köttur; félagslyndi átti hann ekki til — hafði ekki gaman af neinu — drakk mikið, en var aldrei drukkinn. Það leyndi sér ekki að hann hafði eitthvert vald yfir Gawtrey — ekki minna vald, en Gawtrey hafði náð yfir Philip, en það var annars eðlis. Philip hafði öðlast einlæga velvild til velgjörðarmanns síns, en Gawtrey virtist hafa leynilega andúð á Birnie, og að það glaðnaði yfir honum í hvert sinn sem að Bimie fór frá honum. Það var vani Gawtreys að núa saman höndunum á kveldin. þegar að Birnie fór að taka púnsskálina út úr skapnum og búa sér til púns, á meðan að Philip lá á milli svefns og vöku á sóffanum, og talaði við hann svo klukkutímum skipti, stundum fram undir morgun, í ham sem var blending- ur af gosaskap og viðkvæmni, gamansemi og tilfinningu, sem að til samans gerðu hina lokk- andi samvist við hann hættulega. Það var kveld eitt, er þeir sátu þannig sam- an, að Philip eftir að hlusta á félaga sína minn- ast þannig á menn og málefni, sagði við hann: „Gawtrey! það er svo margt í sambandi við þig, sem að ég skil ekki, svo margt, sem að mér finnst erfitt að samræma við athafnir þín- ar og stöðu, sem þú ert nú í, að mig langar til — ef það er ekki of nærgöngult, að heyra eitt- hvað um þitt fyrra líf. Mér þætti gaman að bera það saman við mitt, þegar ég kemst á þinn aldur; ég get þá litið til baka og séð hvað ég á þinni fyrirmynd að þakka“. „Mitt fyrra líf! Jæja, þú skalt fá að heyra það. Það ætti að kenna þér að varast ásteiting- arsteina æskunnar — kvenkærleika og óholla vini“. Svo á meðan að hann var að búa til púnsið, sem Philip sá að hann bjó til sterk- ara en vanalega, hóf Gawtrey sögu sína þannig' ,,Saga manns, sem til einskis hefir verið nýtur". III. Kapítuli. „Afi minn seldi göngustafi og regnhlífar í ofurlitlum ranghala við Exeter Changi; hann var útsjónarsamur og allmikill spekúlant. Eftir að hann hafði dregið saman nokkurt fé, fór hann að lána það til einhvers fátæks ræfils, sem varð að borga okurverð fyrir íbúð sína og neyddi hann til að taka helminginn af láninu út í regnhlífum eða spansreyrstöfum og lét hann þar á ofan borga 20% í vexti. Með þessu náði hann fjárhagslegri fótfestu og reis hærra og hærra í fjárhagsstiganum, unz að hann hafði safnað 5000£ þegar að hann var fjörutíu ára. Þá fór hann að hugsa um að gifta sig. Heið- virður kaupmaður sem rak verzlun sína í Strand og verzlaði aðallega með álnavöru, átti einkadóttur, sem erft hafði 3220£ og nokkur hús í Gills-stræti eftir langömmu sína, og sem voru leigð til fanta og þjófa, er þó borguðu leigu sína vikulega. Faðir minn kom sér í vin- áttu við föður stúlkunnar, gaf honum bend- ingar með nýja tegund af dropóttu lérefti, kom honum til að fá einkarétt til að búa það til og selja og lánaði honum 700£ til að koma þessu í framkvæmd; og krafði hann svo um pening- ana þegar verðið á léreftsvörum var sem lægst, og fékk stúlkuna í stað peninganna, og á þeim skiptum hagnaðist hann 2520£ auk stúlkunnar. Afi minn gekk þá í félag við þennan heiðvirða verzslunarmann og þeir efldu þennan einka- rétt á léreftinu. Hann eignaðist tvo sonu með konu sinni, og þegar hann eltist óx metorða- gimi hans gagnvart sonum sínum, þeir áttu að verða herramenn — annar þeirra var send- ur á háskóla, hinn var látinn ganga í herinn. Afi minn ætlaði sér að verða auðugur áður en hann dæi; en hitaveiki, sem að hann fékk, þegar að hann var að innkalla húsaleigu í Giles stræti, varnaði honum frá því að ná því tak- marki, og hann skildi eftir sig aðeins 20.000£, sem var skipt jafnt á milli sona hans. Faðir minn, skólamaðurinn (hér þagnaði Gawtrey um stund og saup duglega á púnsinu, og hélt svo áfram með auðsjáanlegum erfiðleikum), „faðir minn, skólamaðurinn, var ákaflega siðavandur maður — hafði á sér almenningsorð og tók mik- inn og góðan þátt í málum og kjörum manna. Hann kvæntist ungur, virðuglega. Ég er eina afkvæmið af því hjónabandi; hann lifði sæmi- legu lífi, var harðgeðja maður og önuglyndur, heimilið var óskemtilegt, hann var siðavandur og harður faðir, og móðir mín dó þegar ég var tíu ára. Þegar ég var fjórtán ára kom franskur maður, lítill og aldraður til okkar, hann var heimspekingur og hafði flúið úr landi sínu sök- um ofsókna, hann fyllti huga minn með allra handa kenjum, sem sumar eru þar enn. Þegar ég var átján ára var ég sendur til St. Johns College í Cambridge. Faðir minn var nógu vel efnum búinn til að láta mig njóta betri heimilis- vistar á skólanum, en hann var að verða ágjarn, honum fanst að ég væri eyðslusamur, ég væri að verða að Sizar-þjóni máske til að storka mér. Það var þá sem ég í fyrsta sinni stóð andspænis þessari stéttaskipun lífsins, sem að franski maðurinn hafði verið að segja mér frá. Sizar; annað nafn á hundi! Ég var svo hraust- ur, heilbrigður og fjörugur, að það var meira líf í litla fingrinum á mér, heldur en helming- urinn af heldri, upphefðar sperruleggja spjátr- ungunum, sem þar voru, höfðu í öllum skrokkn- um. Og mér finst oft, hélt Gawtrey áfaram, að heilbrigði og fjör hafi fyrir mikið að svara! Þegar við erum ung, þá líkjumst við villimönn- unum, æskumönnum náttúrunnar, að því leyti að við leggjum undarlega mikla áherzlu á líkam lega hreysti og líkamsþjálfun. Hreystiátök mín og hvatleikur — lyddur, sem ég lumbraði á — girðingarnar sem að ég hljóp yfir — og róðrar- samkeppnin sem að ég vann — er það ekki alt skráð á St. Johns? Þessi afköst mín fylltu huga minn með yfirgnæfandi meðvitund um mína eigin yfirburði; ég gat ekki annað en fyrirlitið þessa auðugu menn, sem að ég hefði getað fleygt um með því að hnerra á. En þrátt fyrir það var óyfirstíganlegur þröskuldur á milli mín og þeirra — „Sizar“ var ekki hæfur félagi fyr- ir þá lukkulegu, sem að auðurinn blessaði! En það var einn ungur maður, ári yngri en ég, af aðalsættum og erfingi að allmiklum eign- um, sem aldrei sýndi mér þennan heimskulega uppskafnings gikkshátt, sem ég átti að mæta hjá hinum; það má vera að ættgöfgi hans hafi gjört hann kærulausan fyrir vana og siðum, sem áhrif hafa á þá, sem ófærir eru til að mæta aðköstum lífsins. Hann var sá villtasti og ærsla- mesti unglingur, sem á skólanum var — lampabrjótur — ærslabelgur — áflogahundur — í stuttu máli fjandans óróaseggur — flínkur, samt ekki til náms — lítill vexti, holdgrannur, en hugrakkur eins og ljón. Sameiginlegur vani dróg okkur saman og mér þótti eins vænt um hann eins og þó að hann hefði verið bróðir minn — vænna um hann en bróðir — ég unni honum, eins og hundur húsbónda sínum. Ég skýldi honum í öllum okkar svaðilförum með líkama mínum. Hann þurfti ekki annað en segja við mig: „Hentu þér í vatnið“ og ég hefði gert það, og ekki einu sinni gefið mér tíma til að fara úr treyjunni. í stuttu máli, ég ann þessum manni eins og að drambsamur maður ann þeim sem stendur á milli hans og fyrir- litningarinnar — eins og að vingjarnlegur mað- ur ann þeim sem stendur á milli hans og ein- stæðingsskaparins. Svo að maður segi langa sögu í fáum orðum, þá framdi þessi vinur minn óhæfu gegn skólareglunum eitt kveld. Það var gamall skinhelgis hræsnari við skólann, sem var á heimleið frá tedrykkju-samkvæmi. Þessi vinur minn ásamt öðrum félaga sínum tóku þennan mann, bundu fyrir augun á honum, settu á hann handjárn og báru hann til baka að húsi, þar sem piparmey, sem hann hafði ver- ið að elta í tíu ár, bjó, og festu frakkalafið á honum (hann var í síðum frakka) við dyra- bjölluna í húsinu og skildu hann þar eftir. Þið getið ímyndað ykkur hvaða endemis uppþoti það olli, þegar að maðurinn fór að reyna að losa sig; gömul vinnukona, sem var í þjónustu hjá piparmeyjunni, helti öllu sem hún gat náð í yfir höfuðið á manninum og hrópaði upp: „Nauðgun og morð!“ Lögreglumenn komu og leystu manninn og eltu þá sem valdir voru að verkinu, og sem höfðu verið svo hugsunar- lausir að bíða álengdar til að sjá hverju fram færi og njóta gamans af leikslokunum. Nóttin var dimm og þeir sluppu undan lögreglunni heim á skólann, en hún elti þá heim að girð- ingarhliði skólans. Fyrir þetta tiltæki var ég rekinn af skólanum“. „En þú áttir engan þátt í þessu“, sagði Philip. „Nei, en ég var grunaður og það var borið upp á mig. Ég hefði getað hreinsað mig af því með því að segja frá, hverjir þeir seku væru, en faðir vinar míns var í opinberri stöðu — harður, drambsamur stjórnmálamaður, sem að vinur minn var dauðhræddur við. Ef að ég hefði haldið sakleysi mínu ákveðið fram, þá hefði ég máske komið rannsókninni í rétta átt. Mér þótti vænt um að geta sýnt vini mínum vináttumerki með því að taka ásökun þessa upp á sjálfan mig fyrir hann. Hann var mér mjög þakklátur, tók í hendina á mér og sagðist aldrei skyldi gleyma þessari velgjörð minni. Ég fór heim með smán. Ég þarf ekki að taka hér fram hvað faðir minn sagði við mig. Ég held, að honum hafi aldrei þótt neitt vænt um mig upp frá því. Stuttu eftir þetta kom föður- bróðir minn, Pafteinn George Gawtrey, heim frá útlöndum; hann sýndi mér mikla vináttu, svo ég fór frá föður mínum (sem mér var nú orðið ómögulegt að vera hjá) og til hans. Hann hafði verið mjög tilkomumikill maður — glað- vær og eyðsluseggur; hann hafði eytt öllu sínu fé og lifði nú á vitsmunum sínum — var útfar- inn spilamaður. Ég varð hugfanginn af góð- lyndi og gamansamri glaðværð hans;' hann þekkti heiminn vel, og var eins og allir sem upp á peninga spila, ör á fé, þegar teningarnir voru honum hliðhollir — sem, ef satt skal segja, þeir voru oftast, því hann var ekki að hnit- miða hlutina. Þó að grunur nokkur ætti sér stað í sambandi við aðferðir hans, þá höfðu menn ekki komið auga á neitt athugunarvert í sambandi við þær. Við bjuggum í ágætri íbúð, kynntumst fólki úr öllum stéttum og nutum lífisins í fyllsta mæli. Ég burstaði af mér skóla- rykið og gjörðist eyðsluseggur. Ég vissi ekki hvernig á því stóð, en í þessu nýja lífsviðhorfi mínu voru allir mér góðir, og ég hafði skap- gerð þannig lagaða, að ég var alls staðar vel- kominn. Ég var bófi, en ærslafullur bófi, en sú skapgerð er alls staðar velkomin. Ég var enn sem komið var ekki óráðvandur, en sá óráðvendnina allt í kringum mig, og það sýnd- ist þægilegur og skemtilegur vegur, til að græða fé; og nú mætti ég aftur vini mínum, erfingjan- um unga. Skólabróðir minn var eins viltur í Lundúnum, eins og að hann hafði verið í Cham- bridge, en æsku-illvirkinn, sem var ekki tutt- ugu ára gamall, hafði nú vaxið upp í fullþroska þorpara“. Hér þagnaði Cawtrey og á andlitinu á honum var þungur þykkjusvipur. „Honum var ýmislegt vel gefið þessum unga manni — hann var vel skýr, fljótur til og slæg- ur, og hann komst í mikinn vinskap við föður- bróður minn. Hann lærði af honum að henda teningum og raða spilum og borgaði honum 1000£ fyrir kennsluna!“ „Að svíkja? Þú sagðir að hann hefði verið ríkur!“ „Faðir hans var stórauðugur, og hann hafði sjálfur ríflegar tekjur, en hann var eyðslusam- ur, og auðugir menn elska hagnað, ekki síður en þeir fátæku. Hann hafði enga afsökun, nema hina veglegu afsökun allra lasta — singyrni. Þó að hann væri ungur, þá varð hann nokkurs konar fyrirmynd og þreifst vel á ránherfangi jafninga sinna sem sóttust eftir þeim heiðri að vera í félagsskap með honum. Ég hafði nú séð föðurbróðir minn svíkja í spilum, en ég tók/það ekki upp eftir honum; en þegar fyrir- myndarmaðurinn viðhafði svik, og stærði sig af hagnaði sínum, en gerði gys að varfærni minni — þegar ég sá hann tignaðann og til- beðinn, og engan grun falla á hann, sökum þess að hann var í ætt við stóran hóp af aðals- fólki, þá varð freistingin fyrir mig mikil, samt stóðst ég hana ennþá, og það þrátt fyrir að faðir minn hafði sífelt látið dynja í eyrum mér, að ég væri til einskis nýtur og að ég kæmist aldrei hjá örlögum þeim, sem óumflýjanlega biðu allra slíkra manna. Um þetta leyti felldi ég ást til stúlku — þú skilur ekki enn hvað það meinar, sem betur fer. Stúlkan var falleg, og ég hélt að henni hafði þótt vænt um mig, og henni hefir máske þótt það — en ég var of fátækur, sögðu aðstandendur hennar, til að giftast henni. Við kyntustum og biðum átekta. Það var góðvild mín til hennar og ásetningur minn með að verða hennar maklegur sem að brynjaði mig gegn fyrirmynd þeirri, sem að vinur minn setti. Ég var nógu heimskur til að kynna hann Maríu, sem að endaði með því, að hann tældi hana“. (Gawtrey þagnaði aftur og stundi við). „Þegar að ég vissi um svikin, skor- aði ég hann á hólm. Hann neitaði að berjast við æfintýramann af lágum ættum. Ég sló hann til jarðar, og svo háðum við einvígi. Upp úr því hafði ég kúlusár í síðunni, en hann“, bætti Gawtrey við og néri saman höndunum og hló kesknislega, „hann varð krypplingur alla æfi! Þegar að mér fór að batna, þá komst ég aS því, að vinur minn sem var, og sem var umkringd- ur vinum og vegsemd í veikindum sínum, hafði eyðilagt mannorð mitt með því að bera upp á mig svikin, sem hann sjálfur framdi; og hin vafasama framkoma föðurbróður míns stað- festi þann framburð. Vinum hans háttbornum tókst að hvítþvo nafn hans, og svívirðingar hans lentu á mér. Þegar að ég komst á fætur, var föðurbróðir minn breyttur — genginn í félag með fjandmönnum mínum, og nafn mitt, ástamál mín, fortíð mín og framtíð, eyðilögð. Og þá, Philip — þá byrjaði sá ferill, sem að ég hefi síðan gengið — foringi slæpingja og iðju- leysingja með þúsundir gerfinafna og ótal við- fangsefni. Mannfélagið kastaði mér á bug sak- lausum. En ég hefi hefnt mín á því síðan! hæ! hæ! hæ!“ Hlátur þessa manns hafði í sér seiðandi mátt. 1 djúpi tóna hans var hlakkandi hrifning; þar var engin vonleysis volæðis-hreimur, held- ur innileg gleðihrifning! William Gawtrey var gæddur dýrslegu líkamsþreki, sem kom hon- um til þess að hafa dýrslega ánægju af öllu sem hann gerði; lífseitrið sem hann drakk í sig og lifði á var honum til hinnar mestu lífs- ánægju. „En hann faðir þinn — vissulega hefir hann faðir . . . „Hann faðir minn“, tók Gawtrey fram í, „neitaði mér um peninga (smáupphæð) sem ég einu sinni bað hann um, þegar ég á afturhvarfs- stund ásetti mér að hefja heiðarlega smáverzl- un. Neitun hans dró úr afturhvarfs kend minni, hún gaf mér afsökun til þess að halda áfram á vegi þeim, sem að ég var á — því meðvitund- in hangir í afsökununum, eins og maður sem er að drukkna í hálmstrái. En samt lét þessi harðhjartaði faðir — þessi varasami siðferðis- prúði peningadýrkari, mann, sem var óþokki og hann þekkti lítið, narra sig til að leggja fé í fjárhættufyrirtæki, sem átti að borga honum 50% hagnað. Það var í okurláns-verzlun og nógu mikið til þess að frelsa hundruð slíkra manna sem ég var frá tortýming, en hann tap- aði því öllu. Það var nærri því allt sem að hann átti; en hann lifir enn og við allsnægtir, hann getur ekki spekúlerað, en hann getur sparað: honum stæði alveg á sama þó að ég sylti, því að hann hefir hina mestu unun af að svelta sjálfan sig“. „Og vinur þinn“, spurði Philip eftir dálitla þögn; „hvað varð um hann og stúlkuna?“ „Vinur minn er lifandi og er orðinn stór- menni, hann erfði eignir hins tigna föður síns — óðal mjög gamalt og sem gefur af sér ágæt- ar tekjur. Vesalings stúlkan! Þú skalt nú heyra um hana. Við höfum heyrt sögur um fórnar- dýr, sem hafa verið tæld og dáið á fátækra heimilum, eða haugum mannfélagsins, iðrandi, hjartabrotin og ömurlega aðþrengd. Slíkt kem- ur máske oft fyrir, en það er ekki hið versta, sem fyrir getur komið. Það er verra, held ég, þegar hin geðþekku, iðrandi, saklausu fórnar- dýr, gjörast sjálf táldragendur, þegar þau, eða hún í þessu tilfelli, eitrast af and- rúmslofti því, sem hún áður var í og dró að sér — þegar hún fullþroskast, auð- mýkist og rotnar ofan í málaða, glitrandi, star- andi, allsherjar vændiskonu ástand v— sem oft eyðileggur æskuna með fölsku brosi og fögr- um loforðum — og verra — verra en allt ann- að — þegar þær eiga börn — dætur, sem eru máske aldar upp við þennan lifnað, læstar inni og haldið til handa einhverjum gráhærðum saurlifnaðargaur, tilfinninga- og hjartalausum, nema ef að þungi eða áhrif peningana getur kallast hjarta. Þetta varð hlutverk Maríu; og ég óskaði af heilum huga, að hún hefði heldur dáið í spítalanum! Ástmögur hennar eitraði sál hennar og fegurð, og þegar að hann var orðinn þreyttur á henni, útvegaði hann henni annan ástmög. Þegar að hún var þrjátíu og sex ára hitti ég hana í París, ásamt dóttur hennar, sem þá var sextán ára. Ég hafði þá nóga peninga, var tíður gestur í samkvæmum og hélt mig eins og herramaður. Hún þekkti mig ekki fyrst, og gjörði sér far um að kynnast mér, því þú skalt vita, vinur“, (sagði Gawtrey og vék út frá þræði sögunnar) „ að ég er ekki með öllu, sá dauðans ræfill, sem þú gætir haldið að ég sé með því að sjá mig hér í París — þú þekkir ekki París, það er sú yndislegasta ólga í félagslífinu hér, og úrhrökin sýnast oft hafa yfirtökin. Ég kom hingað þegar friðurinn komst á og hefi verið hér part úr hverju ári síðan. Hin miklu umbrot og líf eru sundruð af hinum mildari yl ríkisreglanna, en ótal ljón eru á vegi ríkisframtakanna. Sumir halda að veldi Napoleons sé liðið undir lok — áhrif þess eru nú fyrst að byrja. Félagslífið er sundurtætt, frá einum enda til annars, og ég hlæ að þess- um smásprænum, sem þeir halda að þeir geti haldið saman. (Þetta er ritað á því tímabili. sem að ríki Louis Phillip virtist að væri að komast á laggirnar, en veldi Napóleons að þverra). „En svo að við snúum okkur aftur að sögunni, þá segi ég að París er borg æfintýr- anna — aðkomnir menn og ný andlit vekja ekki neina undrun eða óþægilega athugun, það er svo algengt að menn komi hingað í gæfu- leit, og að menn verði stórríkir á einum degi, og eyði allri auðlegðinni á einum mánuði, að það er ekki fengist neitt við að leita uppi veil- urnar í karaktir manna, nema hjá mönnum sem tilheyra vissum flokki! Það var eitt af minniháttar skáldum Grikkja, sem lét gull í vasa sína svo að hann fyki ekki; — láttu gull í vasa þína í París og þá getur þú boðið stríð- ustu stormum lífsins byrginn, já, jafnvel and- varanum frá Orolushneykslinu gamla!

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.