Lögberg - 19.04.1951, Blaðsíða 8

Lögberg - 19.04.1951, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. APRÍL, 1951 Úr borg og bygð Malreiðslubók Dorcasfélag Fyrsta lúterska safnaðar hefir nú til sölu splunk- urnýja matreiðslubók, er það hefir safnað til og gefið út; bók þessi er með svipuðum hætti og hinar fyrri, vinsælu matreiðslu- bækur, er Kvenfélög safnaðar- ins stóðu að; þetta er afar falleg bók með fjölda gamalla og nýrra uppskrifta, sem koma sér vel á hvaða heimili, sem er. Matreiðslubók þessi kostar $1.50 að viðbættu 10 centa burð- argjaldi. Pantanir, ásamt andvirði, sendist: Mrs. A. MacDonald 11 Regal Ave. St. Vital Sími 205 242 Mrs. H. Woodcock 9 St. Louis Road, St. Vital Sími 209 078 eða til Columbia Press Limiied, 695 Sargent Ave. Sími 21 804. ☆ Frónsjundur Þjóðræknisdeildin Frón held- ur opinn fund í Good Templar húsinu á mánudaginn, 23. apríl, kl. 8 e. h. Ólafur Hallson, kaupmaður frá Eriksdale, mun segja frá ferð sinni til Islands síðastliðið sum- ar. Þeir, sem hafa fylgst með skrifum Ólafs um ferðina, vita að hann kann að segja frá því, sem fyrir augu hans ber. Hann mun segja frá ýmsu, sem ekki hefir birst á prenti. Séra Valdimar J. Eylands sýn- ir skuggamyndir, frá íslandi, sem ekki hafa áður verið sýndar meðal íslendinga hér í borg, og mun útskýra þær. Hljómplötur, níu íslenzk söng- lög — söngflokkur Nýja-íslands, undir stjórn Jóhannesar Páls- sonar. Þessi lög voru sungin á Landnámshátíðinni á Gimli í fyrra sumar. Þessum lögum má hæla mikið. Auk þeirra verða leikin nokkur lög, nýkomin frá íslandi. Góð skemtun, fjölmennið á Frónsfundinn! H. Th. ☆ First Lutheran Spring Tea The Women’s Association og the First Icelandic Lutheran Church, , Victor St. will hold their annual Spring Tea on Wednesday May 2, at 2.30 to 5.30 p.m. and 7.30 to 10 p.m. in the lower auditorium of the church. Receiving the guests will be Pres. Mrs. V. Jonasson and Mrs. V. J. Eylands with the general conveners Mrs. P. Good- man and Mr. G. W. Finnson. Table captains: Mrs. B. C. McAlpine, Mrs. R. Broadfoot, Mrs. H. Bjarnason and Mrs. I. Johnson. Home cooking: Mrs. H. Taylor, Mrs. I. Swainson, Mrs. O. G. Björnson, Mrs. J. D. Turner. Handicraft: Mrs. J. Anderson, Mrs. H. Olsen, Mrs. J. Ingimund- son, Mrs. L. H. Isford. White elphant: Mrs. O. B. Olson and Mrs. Thordarson. A feature of speclal interest will be a display of Copper tool- ing by Mrs. G. J. Johnson. ☆ The Women’s Association will hold their next meeting on Tues- day, April 24, at 2.30 p.m. in the lower auditorium of The First Lutheran Church. There will be a handicraft shower at this meeting. ☆ Dánarjregn Mánudaginn 29. marz s.í. and- aðist að Elliheimilinu Stafholt, Blaine, Wash. ekkjan Sigurveig Sæmundsdóttir Jóhannsson 96 ára að aldri. Hún var fædd árið 1855 að Hóli á Melrakkasléttu í Norður-Þingeyjarsýslu, foreldr- ar hennar voru þau Gísli Sæ- mundsson og Þórdís Halldórs- dóttir búandi á áðurnefndum bæ. Hún kom til Vesturheims árið 1881 ásamt foreldrum sín- um og bræðrum. Sigurveig var gift Þórði Jó- hannsson, sem dáinn er fyrir fjölda mörgum árum, voru þau búsett í Blaine og hafði Sigur- veig dvalið þar yfir 45 ár þegar hún dó. Hún hafði verið blind í mörg ár og dvalið hjá ýmsu góðu íslenzku fólki, sem ávalt lét henni líða sem allra bezt. Hún var jarðsungin fimtudag- inn 1. febrúar frá útfararstofu McKinney í Blaine, að viðstödd- um vinum og vandamönnum, séra Guðm. P. Johnson jarðsöng. ☆ Dánarfregn Laugardaginn 17 marz andað- ist á Elliheimilinu Stafholt, Blaine, Wash., merkiskonan Guðbjörg Þorleifsdóttir Guð- mundsson. Hún var jarðsungin þriðjudaginn 20. marz frá útfar- arstofu McKinney að Blaine, að viðstöddu fjölmenni. Séra Guð- mundur P. Johnson og séra Al- bert Kristjánsson jarðsungu; hennar verður nánar getið innan skamms í íslenzku blöðunum. ☆ Lestrarfélagið á Gimli efnir til sinnar árlegu skemtisamkomu í samkomuhúsi bæjarins á föstu- dagskvöldið þann 27. þ. m., og h e f i r framkvæmdarnefndin, venju samkvæmt, vandað til alls undirbúnings hið bezta. Gutt- ormur J. Guttormsson skáld flytur ræðu og les gamankvæði, en Björn Björnsson, sem er ein- stakur í sinni röð, skemtir með eftirhermum og fleiru. Söng- flokkur undir forustu Gunnars Erlendssonar, syngur nokkur lög; þá fer og fram hlutavelta til arðs fyrir bókasafnið, dans verður stiginn og ágætar veit- ingar seldar á staðnum. Fjölmennið! ☆ Gjafir í Blómasjóð Hayland. Siglunes, Vogar. Mrs. J. Steinþórsson, Vogar, $5.00; Mrs. G. Hallson, Vogar, $5.00; Mrs. K. S. Baldwinson, Sachigo River, Ont., $5.00; Kven félagið ,„Aldan“, Vogar, $10.00; Mrs. Margaret Magnússon, Lundar, $4.00 í minningu um sína kæru stjúpmóður Stefaníu, Guðmundsson; Mrs. G. Free- man, Siglunes, $5.00 í minningu um sína kæru foreldra, Stefaníu og Hávarð Guðmundsson. Með kæru þakklæti, Ingibjörg Eggerisson ☆ „ Á R D í S“ — Hér með vil ég vinsamlega biðja þær konur, sem hafa haft á höndum útsölu Ársritsins „Árdís“ síðastliðið ár (1950) og hafa ekki gert skil, að gjöra það sem allra fyrst. Áríðandi er að hvert eintak seljist og borgun kcrmin til mín fyrir 15. maí, í tíma fyrir yfirskoðun bókanna fyrir kvennaþingið, sem haldið verður að Langruth, Man. 1., 2. og 3. júní næstk. Ef einhver óskar að koma ævi- minningum og myndum látinna meðlima í næstu útgáfu Ritsins (1951), ætti því að vera sint fyr- ir þann tíma; æskt er eftir að æviminningar séu ekki mjög langar. Einnig er gott ef umsjónar- konur auglýsinga út um lands- bygðir sjái um að allar auglýs- ingar fyrir næstu útgáfu verði komnar til mín eða Mrs. B. S. Benson Columbia Press, Wpg. Man. fyrir 15. maí, það inni- felur kvenfélags auglýsingar og nöfn embættiskvenna fyrir árið 1951. Gleymið ekki „Árdísi“, góðu konur, eina ritinu vestan hafs, sem gefið er út af íslenzkum konum. Mrs. J. S. Gillies, 680 Banning St. Winnipeg, Man. ☆ Mr. Harry Ólafsson frá Sel- kirk, er nýlega fórst í bílslysi á þjóðveginum skamt frá þeim bæ, var jarðsunginn frá lútersku kirkjunni þar í bænum af séra Sigurði Ólafssyni á mánudaginn; hann var 34 ára að aldri, fædd- ur í Selkirk, og var sex ár í konunglega, canadíska fluglið- í síðustu styrjöld; hann lætur eftir sig ekkju, Irene, ásamt þremur b ö r n u m, Sharon, Douglas og Doreen; faðir hans, O. M. Olafson er á lífi, búsettur að Wells, B.C. Einnig þrír bræð- ur, Laurence og Donald í Sel- kirk, og Roy, að Smithers, B.C.; svo og tvær systur, Mrs. Alex Swanson í Selkirk og Margrét í Prince Rupert. Amma hins látna, Mrs. Margrét Ólafsson, er búsett í Selkirk. ☆ Mr. Soffonías Thorkelsson rit- höfundur lagði af stað áleiðis til heimilis síns í Victoria, B.C. á mánudaginn, ásamt frú sinni. Mr. Thorkelsson gekk undir upp- skurð á Almenna sjúkrahúsinu hér í borginni og var búinn að fá góða heilsubót, er hann hvarf heim. ☆ Mrs. J. Ragnar Johnson frá Wapah, Man., var stödd í borg- inni í vikunni, sem leið. ☆ Mrs. Leo Barnes (Ola Sol- mundson) frá Fort William, er stödd í borginni um þessar mundir í heimsókn til ættmenna sinna. The Variety in Relation To Yield and Quality Barley is used in three different industries, i.e. malting, milling and feeding. Over the years, the barley breeders have developed varities suitable to one or more of these industries. The result is that we now have malting varieties, milling varieties, and feeding varieties. There are three varities approved for malting in Manitoba: Montcalm, O.A.C. 21, and Mensury Ott. 60. MONTCALM The Montcalm variety was developed at Macdonald College, Quebec, by means of hybridization. It has been thoroughly tested in Manitoba and has been recommended not only for malting but also as a feed barley in all zones in the province. The basis for this recommendation is its higher yield per acre, better malting quality and smooth awns. Its main faults are its susceptibility to all forms of smut and its tendency to peel in threshing. O.A.C. 21 O.A.C. 21 was developed at the Ontario Agricultural College at Guelph. It was produced, by selection, from an old variety “Mandscheuri”. For some forty years it'has been the standard malting barley in Manitoba. Under good condi- tions, such as on summerfallow, it yields well and produces a very acceptable quality. Its worst fault is that it “necks” badly if the weather is hot, dry, and windy at ripening time. It is recommended as second choice in the malting barley areas in the province. MENSURY OTT. 60 Mensury Ott 60 was developed at the Dominion Experi- mental Farm at Ottawa. It was produced by selection from the old Mensury variety. It is very similar to O.A.C. 21 in appearance, yield, and quality. In fact, about the only dif- ference is its alleged stiffer straw and resistance to “necking”. Since it is similar to O.A.C. 21 and is only grown in limited quantity, it is not now recommended in Manitoba. For further information write for Bulletin No. 2, “Barley Varieties in Western Canada,” published by the Barley Improvement Institute, 206 Grain Exchange Building, Winnipeg. Third of series of advertisements. Clip for scrap book. This space contributed by SHEA'S WINNIPEG BREWERY LTD. MB-282 Tveir Hósetar drukkna af Einari Þveræingi By popular request the Dorcas Society of the First Lutheran Church, Victor St., presents a repeat performance of their an- nual Spring Concert consisting of two one—act comedies. The pro- gramme will take place in the church parlors on Friday, April 27, 1951 at 8:30 p.m. Everyone is welcome, and refreshments will be served following this entertainfnent. ☆ Mr. Grettir Eggertson rafur- magnsverkfræðingur kom heim á mánudaginn eftir þriggja vikna dvöl í New York. • ☆ Mr. Guðmundur Grímsson frá Bismarck, dómari í hæztarétti North Dakotaríkis, kom til borg- arinnar síðastliðinn laugardag á- samt frú sinni; þau dvöldu hér fram á mánudagsmorguninn. ☆ Frú Sigþóra Tómasson frá Mikley kom til borgarinnar á föstudaginn og dvaldi hér fram á mánudag, en þá lagði hún af stað vestur til St. Paul, Alberta, í heimsókn til systurdóttur sinn- an, Margrétar Helgason, sem margir hér kannast við af hinni fallegu rödd hennar, en nú er Margrét gift lækni af frönskum ættum þar vestra; á heimleiðinni ætlaði frú Sigþóra að dvelja nokkra daga í Moose Jaw, Sask., hjá þeim Mr. og Mrs. Valentínus Valgarðson. Sandgerði, 13. marz. — Þau sviplegu tíðindi gerðust í gær, að er m.b. Einar Þver- æingur, sem gerður er út á veiðar frá Sandgerði, var að leggja línu sína, fékk hann á sig brotsjó og tvo háseta tók út og drukknuðu þeir báðir. Menn þessir voru Jón Gíslason frá Keflavík og R a g n a r Hinriksson frá Reykjavík. M.b. Einar Þveræingur fór á veiðar ásamt öðrum Sandgerðis- bátum í gær. — Er báturinn hafði siglt í um það bil þrjá tíma var línan lögð. Er lokið var við að leggja 27 bjóð reið brot- sjór yfir bátinn með þeim afleið- ingum, sem fyrr er greint. Er skipið hafði staðið af sér ólagið og skipverjar sáu hvað orðið var, hófu þeir þegar leit eftir félögum sínum, en hún varð árangurslaus, enda svarta- myrkur og sjór úfinn. Leitað var alla nóttina, en klukkan 6 um morguninn var leitinni hætt og kom báturinn til Sandgerðis á 12. tímanum í m°rgUn- —Mbl. 14. marz MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Séra Valdimar J. Eylands. Heimili 776 Victor Street. Sími 29017.— Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóla kl. 12.15 e. h. Allir ævinlega velkomnir. ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 22. apríl 1. sunnud. í sumri. Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 12 íslenzk messa kl. 7 síðd. Allir boðnir velkomnir! S. Ólafsson Þorlókur með hlaðafla í fyrradag, 23 smól. Tveir bátar búnir að afla yfir 400 smálestir af fiski á þessari vertíð ☆ Mr. J. J. Bíldfell, auglýsinga- stjóri Lögbergs, gekk undir upp- skurð á Almenna sjúkrahúsinu hér í borginni á laugardaginn var; er hann á góðum batavegi og nú kominn heim til sín. ☆ Dr. J. A. Bildfell frá Montreal er nýlega kominn til borgarinn- ar vegna veikinda föður síns, Mr. J. J. Bíldfells. ☆ Mr. Grettir L. Jóhannsson ræðismaður fór suður til Minnea- polis, Minn., á mánudaginn á- samt frú sinni; gerðu þau hjón ráð fyrir að verða vikutíma að heiman. GAMAN 0G ALVARA írlendingur skrifaði: „Á þessu augnabliki, elskan mín, er ég að skrifa þér með sverð í annari hendinni og skammbyssu í hinni“. ☆ Móðir: „Það er ekki kurteis- legt að hvísla, Halli“. Halli: „Jæja, ég var að segja hvað nefið á þessum manni þarna væri skrýtið svo að þú sérð að það hefði verið miklu dónalegra að segja það upphátt". ☆ Merki um elli. Gömul kona: „Ég er að verða gömul og ég finn það á margan hátt. Núna taka lögregluþjón- arnir aldrei undir handlegginn á mér, þegar þeir þurfa að fylgja mér yfir götuna“. Hér er nú orðin afbragðsgóð vertíð, og eru tveir bátanna, Isólfur og Þorlákur, búnir að afla yfir 400 smálestir á vetrarvertíð. í fyrradag fékk einn bátanna, Þorlákur, 23 smálestir, og er það mesti afli, sem bátur hefir fengið þar í róðri í vetur. Hlaðafli, minna í gær. Þótt afli bátanna væri ágætur, hefir meira af fiski komið á land á einum degi í Þorlákshöfn á þessari vertíð. Hjá Þorláki var þó hlaðafli, en hinir bátarnir voru með 12—15 smálestir. í gær var afli hins vegar nokk- uð minni. Stopular gæftir hjá trillubátum. Það eru fjórir vélbátar, sem stunda róðra frá Þorlákshöfn í vetur og auk þeirra eru tveir útilegubátar og sex trillubátar. Hefir trillubátunum gengið mið- ur sökum þess, að gæftir hafa verið stopulli fyrir svo litlar fleytur. I heild er þetta þó orðin ágæt vertíð í Þorlákshöfn, og þó vonandi, að enn aflist vel fram til vertíðarloka, ef sjóveður verða sæmileg. —Tíminn, 10. apríl Um sjálfan mig Tvítugur var ég vaxtar hár, vafalaust hvergi boginn. Nítugur orðinn gamall, grár, grettur og kinnfiskasoginn. Finnbogi Hjálmarsson MARINE MOTORS 1 Simplex 8-Cylinder Marine Motor, 100 h.p. One 6-cylinder converted Marine Motor. For immediate sale. PRITCHARD ENGINEERING COMPANY 259 Fort St. Winnipeg Phone 922 471 Ferðist ekki eingöngu ☆ Hún (ávítandi): „Þú metur kossa mína ekki eins mikils eins og þú gerðir“. Hann: „Met þá ekki! Það er nú helzt! Áður en við giftumst, vildi ég fá tuttugu fyrir kon- fektkassa, en nú álít ég einn vera nóga borgun fyrir heilan kjól“. ☆ „Sæl, Alice“ sagði kona við svertingjastúlku, sem hafði áður unnið hjá henni. „Ég hefi heyrt að þú sért gift“. „Já, það er alveg rétt“. „Sér eiginmaðurinn vel um þig?“ „Vel! Já, það gerir hann bless- aður. Ég er bara svo dauðhrædd um að þeir grípi hann í vinn- unni“. Þrálr þú ekki a8 sjá fjölskyldu þlna? Spyröu ekki stundum sjálfan þig. hvernig ættingjum og vinum 118i? Þvl ekki aS láta eftir löngun þinni — og berja á dyrnar hjá þeim ? “THR.IFT SEASON” (SPARNAÐARTÍMABILIÐ) GERIR ÞÉR AUÐVELT Af> FERÐAST „HEIM“. Frá september til aprtl eru fargjöldin ,,heim" lægri, ferSaskilyrSin betri. Allt mælir meS ferSinni, sem þú hefir frestaS svo lengi. Og mundu — aS ef þú ferS meSan hin lágu fargjöld þessa tímabils eru íyrir hendi, þá getur þú heimsótt eitt eSa tvö lönd sem þig hefir alltaf langaS til aS sjá. Svo því ekki aS tala viS ferSaskrifstofu þína strax? Framkvæmdu hugmynd þína um ferSina „heim“ meSan íerSin er svona údýr. European Travel Commission Vegna frekari upplýslnga skrifið CONSULATE GENERAL OF ICELAND 50 Broad Street, New Vork 4, New York AUSTRIA • BELGIUM • DENMARK • FRANCE • GERMANY • GREAT BRITAIN GREECE • ICELAND • IRELAND • ITALY • LUXEMBOURG • MONACO NETHERLANDS • NORWAY • PORTUGAL • SWEDEN • SWITZERLAND • TURKEY I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.