Lögberg - 26.04.1951, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. APRÍL, 1951
3
GILS GUÐMUNDSSON:
VÍKINGAFLOTINN
í fornum skáldskap norrænum
hafa sjónum og bylgjunum ver-
ið gefin svo mörg nöfn og fjöl-
breytileg, að þau ein sanna það
glögglega, sem raunar er vitað
úr öðrum heimildum, að nor-
rænan var tunga mikilla sigl-
ingaþjóða. Vísa ein dróttkvæð,
sennilega frá því á 12. öld, er
á þessa leið:
Dröfn skylur stál, þar er stafni
straumfylgin þvær Bylgja,
Hefring brestur, en hristir
Himinglæva mar Vimrar,
Hrönn dregur græn úr grunni
gadd, svelur Blóðughadda,
elg veður Uður og Kólga
egghús við glym Dúfu.
í þessari einu vísu koma fyrir
tíu bylgjunöfn, og er þó langur
vegur frá því, að allt sé upp
talið. Dæmi þéssu lík eru fjöl-
mörg, og mæla öll einu máli.
Fornfræðingar munu almennt
vera þeirrar skoðunar, að hinir
fyrstu steinaldarmenn hafi far-
ið að tínast til Norðurlanda eigi
síðar en 10 þúsund árum fyrir
Krists burð. Forfeður okkar hafa
því byggt Skandinavíu um 11
þúsund ára skeið þegar víkinga-
öld byrjar og raunveruleg saga
norrænna þjóða hefst. Fullyrða
má, að allan þann tíma hafa í-
búar Norðurlanda átt báta og
skip, verið fiskimenn, farmenn,
jafnvel sjóræningjar. Hægfara
hefir þróunin verið í siglingum
og skipasmíðum, en áfram þok-
aðist smátt og smátt, unz þar
kom, að norrænir menn skutu
aftur fyrir sig öllum öðrum
siglingaþjóðum, geystust á drek
um sínum um þvert og endilangt
Atlantshaf, fundu ný lönd og
jafnvel nýja heimsálfu.
Bátar og skip fornþjóða voru
jafnan úr tré eða skinnum, for-
gengilegu efni. Þess vegna hefir
lítið varðveitzt af minjum um
siglingar og skipasmíðar for-
feðra okkar fyrstu átta þúsund
árin, sem þeir byggðu hinar nor-
rænu slóðir. Saga síðustu fjögur
þúsund áranna er hins vegar
ekki ókunn með öllu, þótt strjál-
ar séu heimildirnar lengi vel og
flesta vitneskju verði að sækja
til fornfræðinga. Víðs vegar á
Horðurlöndum, einkum í sumum
héruðum Svíþjóðar, en einnig
úér og þar í Noregi, hefir fund-
12t, sægur af svonefndum berg-
ristum, skipamyndum, sem rist-
ar hafa verið á kletta og stein-
hellur. Bergristur þessar eru
flestar frá bronceöld, tímabil-
jnu 1800—600 fyrir Krists burð,
en sumar nokkru eldri. Siður
þessi, að rista myndir á berg,
stendur vafalaust í nánu sam-
úandi við trúarsiði og goðadýrk-
un fornmanna, og er óþarfi að
f^ra nánar út í þá sálma hér.
Nóg
er að vita hitt, að bergrist-
urnar eru merkilegar fyrir
^nsrgra hluta sakir og bregða
nokkurri birtu á þróunarsögu
siglinganna, þótt æskilegt hefði
Verið að margt væri ljósara og
Sleggra en það er. Fornfræðing-
ai- hafa starfað mjög að því á
Slðari tímum, að rannsaka berg-
rifturnar og leysa hinar mörgu
§atur, sem í hugann koma við
athuganir þeirra. Svíinn P.
Dahlgren hefir samið mjög
greinargott rit um sænsku berg-
^isturnar. Heitir það Primitiva
kepp, gefið út af forlaginu
atur och Kultur í Stokkhólmi.
tyðst ég við þetta rit um margt
það, sem ég segi hér á eftir.
Lengi vel tafði það mjög fy
rannsóknum öllum og rétti
skilningi á bergristunum sæns
ug norsku, að ekki var vitað i
iðstæðar myndir neinsstai
Við Miðjarðarhaf, þar sem si
!ngasaga fornaldar var þó
° ru leyti hóti kunnari en
orðurlöndum. Bergristurnai
retagne voru að vísu svipa
ar ættar, en allt of frumstæi
°g illa gerðar til þess, að vera
^emieg stoð við lausn málsins.
g hinar ágætu myndir og líkön
skipum Forn-Egypta koma í
þessu efni að litlu haldi, vegna
þess hve þar er um að ræða
gjörólíkar skipategundir hinum
norrænu fleytum. Það var fyrst
eftir hina stórmerku, tiltölulega
nýju fornleyfafundi á eynni
Krít, sem grundvöllur var lagð-
ur að lestri úr rúnum norrænu
bregristanna. Á Krít og víðar
suður þar hefir nú fundizt svo
mikið af menjum er snerta sigl-
ingasögu, að með allmikilli ná-
kvæmni má rekja þróun skipa-
gerðar við Miðjarðarhaf á þriðja
og öðru árþúsundi fyrir Krists
burð. Það hefir komið í ljós við
nána athugun og samanburð, að
sú saga er um margt svo áþekk
siglingasögu Norður-Evrópu, að
merkilegt má heita, og verða
hinir flóknu þræðir bergristanna
í Svíþjóð og Noregi stórum auð-
raktari eftir en áður.
Þegar maður í fyrstu athugar
hinn mikla sæg norrænna berg-
ristumynda, virðist erfitt, út frá
þeirri heimild einni, að gera sér
ljósa grein fyrir skipalagi og
skipagerð í einstökum atriðum.
Það var jafnvel lengi vel álit
sumra fræðimanna, að berg-
ristumyndir þessar væru ekki
allar af skipum, sumt væru t. d.
sleðar eða önnur verkfæri. Þó
eru allir horfnir frá þeirri skoð-
un og er enginn vafi talinn á
því lengur, að bergristur þessar
eiga að tákna skip og ekkert
annað. Og þegar málið er kann-
að nánar, kemur það í ljós, að
hægt er með allmiklu öryggi að
skipta bergristunum í fáeina
flokka, sem hver um sig táknar
ákveðna gerð skipa. Höfuðflokk-
arnir eru tveir, en þeim má síð-
an skipta í minni deildir, bæði
eftir stærð skipanna og gerð, en
þó er allvandasamt að ákveða
slíkt með verulegri nákvæmni.
Hinir tveir höfuðflokkar forn-
aldarskipa eru þessir:
í fyrsta lagi eintrjáningar,
fleytur gerðar úr einum trjá-
stofni. í öðru lagi samsett eða
smíðuð skip. Eintrjáningarnir
eru venjulega táknaðir á berg-
ristunum með einni, nokkurn
veginn beinni línu, en samsettu
skipin með boglínum.
Við mjög umfangsmikla og
ýtarlega könnun á sænskum
bergristum hefir komið í ljós,
að 1/5 hluti myndanna var af
eintrjáningum, en 4/5 hlutar
áttu að tákna samsett skip.
Myndir þær, sem til eru af
eintrjáningum eru margar hverj
ar frumstæðar og svo illa gerðar
í einstökum atriðum, að þær
segja fátt um þessa báta. Sumar
eru aftur á móti nákvæmari og
gefa ýmsar ágætar bendingar.
Niðurstöður rannsókna á þessari
tegund báta eru þær, sem nú
skal grei-na:
Eintrjáningar hafa verið nokk-
uð algengir í norrænum löndum
á bronceöld, einkum fyrri hluta
hennar, tímibilinu frá 1800—
1000 fyrir Krist. Þeir hafa eink-
um verið af tveimur gerðum:
í fyrsta lagi litlir eintrjáningar,
4—8 metra langir, aðallega not-
aðir til veiðiskapar á ám og
vötnum eða með ströndum fram.
í öðru lagi stórir eintrjáningar,
10—15 metra langir eða lengri,
notaðir til hernaðar og í víkinga
ferðir þeirra tíma. Til endanna
hafa bátar þessir ýmist verið
sporöskjumyndaðir eða meitil-
laga, og lítill munur á skut og
stefni. Þeim hefir verið róið með
lausum árum, og hefir tala ræð-
ara farið eftir stærð bátsins. Má
gera ráð fyrir, að hinum stærstu
hernaðarfleytum af þessari gerð
hafi róið 30 menn eða fleiri, 15
á hvort borð. Á sumum þessara
báta hefir verið komið fyrir
eins konar trjónu á stefni eða
skut. Virðist það gert til skrauts
og til þess valin dýrahöfuð eða
þess konar. Er þar sjálfsagt um
að ræða fyrirrennara drekahöfð-
anna á skipum Víkingaaldar.
í Lincolnshire-héraði í Eng-
landi hafa fundizt leifar af ein-
trjáningi frá bronceöld, sem
fræðimenn telja um þrjú þúsund
ára gamlan. Er eintrjáningur
þessi mjög svo sambærilegur
við hinar stærri bergristumynd-
ir af eintrjáningum, sem fundizt
hafa á Norðurlöndum. Báturinn
í Lincolnhire er 14,8 metra lang-
ur, gerður úr miklum eikar-
stofni, og hefir stofninn verið
mjög digur, eða 5% meter að
ummáli. Botn bátsins reyndist
10 cm. þykkur, en síðurnar 5
cm. Stefnið er tilhöggvið og
allrennilegt. Fimmtán menn
hafa getað róið á hvort borð báts
þessa.
Þótt eintrjáningar séu þeim
lögmálum háðir, að geta aldrei
orðið nema ófullkomnir og
frumstæðir farkostir, hljóti að
hafa lítið burðarmagn og erfitt
sé að neyta þar mikilla segla,
eru þeir ekki svo lítilfjörlegar
fleytur sem ætla mætti í fljótu
bragði. Víkinganökkvar af þess-
ari gerð, 15 metra langir eða
stærri, með 30—40 manna áhöfn,
hafa vafalaust farið allra sinna
ferða í góðu veðri, bæði um
Eystrasalt, dönsku sundin, Norð-
ursjó og til Englands. Meira skal
ekki fullyrt. Skip þessi, svo löng,
mjó og borðlág sem þau voru,
hafa sennilega ekki þolað mik-
inn sjógang, enda trúlegt, að oft
hafi orðið á þeim mannskaðar.
Annars er það ótrúlegt, hve
langt menn hafa stundum kom-
izt á lélegum skipakosti, og verð-
ur því seint staðhæft, að Skand-
inavar hinir fornu hafi ekki
getað siglt víðar en nú var talið.
Smíðuðu skipin, sem eru eins
og áður segir, 4/5 hlutar berg-
ristumyndanna, hafa verið af
ærið mismunandi gerðum. Rapn
sakaðar hafa verið nákvæmlega
yfir 3000 sænskar bergristur,
flestar í Bohuslen og Austur-
Gautlandi. Skiptust myndir
þessar í sex tegundarflokka. Þar
af var eintrjáningunum skipt í
tvo hópa, annars vegar hinum
litlu nökkvum, sem eingöngu
hafa verið notaðir til fiskveiða
og snattferða á fjörðum inni eða
með ströndum fram, hins vegar
hinum stóru, margrónu her-
mannabátum. Annars skal látið
útrætt um eintrjáningana, en
vikið að hinum fjórum flokkum
smíðaðra eða samsettra skipa, og
helztu einkennum þeirra, hvers
um sig.
Fyrsti flokkur bergristumynd-
anna virðist tákna lítil skip, mjó
og borðlág. Bendir allt til þess,
að þar sé um að ræða fiskibáta,
sem aðeins einn eða tveir menn
hafa róið.
Annar flokkur er talinn sýna
húðkeipa eða skinnbáta. Þeir
bátar eru einnig litlir og virðast
ekki mjög algengir eftir að kem-
ur fram á bronceöld. Hefir tíma-
bil þeirra þá verið að mestu eða
öllu leyti undir lok liðið.
Þriðji flokkur sýnir myndir af
allstórum margrónum skipum,
löngum og rennilegum. Á mörg-
um þeirra er trjóna, er minnir
að ýmsu leyti á galeiðutrjónur
þær, sem algengar voru á her-
skipum Rómverja. Talið er, að
þetta séu myndir af meiri háttar
herskipum broncealdarmanna,
fyrirrennurum langskipanna á
víkingatímunum.
Fjórði flokkur táknar tiltölu-
lega stutt, en breið og borðhá
skip. Þar er vafalaust um að
ræða kaupför og hafskip. Virð-
ist þegar á þessu tímabili hafin
sú tvískipting stórskipa, sem síð-
ar nefndust langskip annars
vegar, en knerrir hins vegar.
Mjög er það athyglisvert um
þessa síðastnefndu tegund skipa,
hvensu þau líkjast skipum Krít-
eyinga og Fönikíumanna, þótt
minni hafi sennilega verið. Hlýt-
ur sú spurning að vakna, hvort
norrænir menn hafi ekki að ein-
hverju leyti lært skipagerð af
þessum fornu siglingaþjóðum
við Miðjarðarhaf. Munu flestir
fornfræðingar þeirrar skoðunar,
að svo hafi verið. Hitt er vafa-
samara, með hverjum hætti þau
kynni hafa orðið. Engan veginn
er það óhugsandi, — raunar
einna líklegast, — að Fönikíu-
menn eða Kríteyingar hafi kom-
izt á hinum tiltölulega góðu
Business and Professional Cards
PHONE 724 944
skipum sínum alla leið til Eng-
lands og Norðurlanda.
Þótt mjög skorti á, að berg-
ristumyndirnar varpi björtu ljósi
á sögu norrænnar skipagerðar
langt aftur í tímann, virðist ó-
hætt að fullyrða þetta:
Norðurlandabúar hafa stund-
að fiskiveiðar á bátum allt frá
þeirri stundu, er fyrstu stein-
aldarmenn tóku sér bústað í
Skandinavíu. Á elztu tímum
hafa farkostirnir einkum verið
eintrjáningar og skinnbátar. Síð-
ar hófust meiri háttar siglingar
og fjáraflaferðir á stórum við-
arnökkvum. Einhverntíma áður
en bornceöld hófst var tekið að
smíða báta eða seyma saman. Á
bronceöld voru siglingar þess-
ara þjóða komnar á allhátt stig.
Þegar á fyrri hluta þess tíma-
bils áttu þær allmikinn flota svo
góðra skipa, að þau gátu í sæmi-
legu veðri, siglt milli landa, t. d.
til Bretlandseyja, og jafnvel
lengra.
Elztu leifar af skipi, sem fund-
izt hafa á Norðurlöndum, er
Als-báturinn svonefndi. Hann er
frá því á fyrri hluta járnaldar,
eða 200—300 árum eldri en tíma-
tal okkar. Bátur þessi fannst
fyrir 26 árum, á eynni Als, úti
fyrir austurströnd Suður-Jót-
lands. Báturinn, ásamt farviði
miklum og ýmsum gripum, sem
með fylgdu, var í mýri einni, og
svo meir orðinn, sem vonlegt
var, að hvergi mátti fingri á
drepa. Samt tókst kunnáttu-
mönnum að ná bátsleifunum
upp og skeyta allt saman að
nýju, svo að nákvæmlega er vit-
að, hvernig skip þetta hefir
verið.
Als-báturinn er rúmlega 13
metra langur milli stafna og að-
eins tveggja metra breiður mið-
skips. Dýpt hans er 68 cm. um
miðjuna, en 77 cm. til endanna.
Má af því sjá, að þeir rísa nokk-
uð, þótt lítið sé. Efnið í bátnum
er linditré, og er skrokkurinn
allur gerður úr aðeins fimm
plönkum, einum botnplanka,
tveimur hliðarplönkum og tveim
ur borðstokksplönkum. Borð-
þykktin er mjög lítil, aðeins IY2
cm. Tré þau , sem plankarnir
eru unnir úr, hafa verið mjög
stór. Botnplankinn er um 50
cm. breiður um miðjuna, en
mjókkar til endanna. Báðir end-
ar bátsins, barki og skutur, hafa
verið smíðaðir í einu lagi, holað-
ir út úr stórum trjástofnum og
festir hvor á sinn enda botn-
plankans. Við endanna eru svo
hliðar- og borðstokksplankar
festir. Bönd bátsins eru örmjó-
ar hesligreinar, bundnar við
oka, sem skornir eru út innan á
borðunum. í öllum samskeytum
bátsins er hvergi nagli, hvorki
járn né annar málmur hefir
verið notaður til smíðinnar.
Barki, skutur og borð hafa ver-
ið saumuð saman með harð-
tvinnuðum ullarþræði og rifurn-
ar þéttar með viðarkvoðu. Þóft-
urnar eru reyrðar við efstu ok-
ana innan á borðstokksplönkun-
um. Þær eru tíu, svo að tuttugu
menn hafa getað setið undir ár-
um í einu.
Mikið af vopnum og verjum
fannst þarna í mýrinni hjá bátn-
um. Leikur enginn vafi á því,
að hér er um herskip að ræða,
þótt hvorki sé það stórt né full-
komið.
Als-bátnum bregður bæði í
ætt við eintrjáninga og skinn-
báta, enda á hann rót sína til
beggja að rekja. Hann er sam-
settur úr eins fáum stykkjum og
framast er unt, með stöfnum,
sem holaðir eru út í einu lagi.
Að því leyti kippir honum í kyn-
ið til eintrjáninganna. Hins veg-
ar er hann saumaður saman, og
er sú aðferð komin frá skinn-
bátagerðinni. Má og á það
minna,, að enn í dag er talað
um að seyma skip, og naglar í
skipi heita saumur.
Ekkert verður um það full-
yrt, hvort Als-báturinn sýnir
hámark skipagerðarlistar á þeim
tíma, sem hann tilheyrir. Sumt
bendir til þess, að svo sé ekki.
Þessi bátur hefir ekki getað tal-
Framhald á bls. 7
Dr. S. J. Jóhannesson
SUITE 6—652 HOME ST.
ViStalstími 3—5 eftir h°i
S. O. BJERRING
Canadian Stamp Co.
RUBBER & METAL STAMPS
NOTARY & CORPORATE SEALS
CELLULOID BUTTONS
324 Smith St. Winnipeg
PHONE 924 624
Phone 21 101 ESTIMATES
FREE
J. M. INGIMUNDS0N
Asphalt Roofs and Insnlated
Sidine — Repairs
Country Orders Attended To
632 Simcoe St. Wlnnlpeg, Man.
DR. A. V. JOHNSON
Dentist
506 SOMBRSET BUILDING
Telephone 97 932
Home Telephonpe 202 398
Talsími 925 826 Heimilis 404 630
DR. K. J. AUSTMANN
Sértrœöingur í aufjna, eyma, nef
og kverka sjúkéómum
209 Medical Arts Bldg.
Stofutími: 2.00 til 5.00 e. h.
DR. ROBERT BLACK
Sérfræöingur i augna, eyma, nef
og hdlssjúkdómum.
401 MEDICAL ARTS BLDG.
Graham and Kennedy St.
Skrifstofusimi 923 815
Heimasimi 403 794
Branch
Store at
123
TENTH ST.
BRAN00N
Ph. 926 885
GUNDRY PYMORE
Limited
British Quality Fish Nettino
58 VICTORIA ST. WINNIPEG
Phone 928 211
Manager T. R. THORVALDSON
Your patronage will be appreciated
Gunnar Erlendsson
i
Pianist and Teacher
Studio — 636 Home Street
Telephone 725 448
Dr. P. H. T. Thorlakson
WINNIPEG CLINIC
St. Mary’s and Vaughan. Winnlpeg
PHONE 926 441
PHONE 927 025
H. J. H. Palmason, C.A.
H. J. PALMASON & CO.
Chartered Accountants
505 Confederation Life Bldg.
WINNIPEG MANITOBA
PARKER, PARKER &
KRISTJANSSON
Barristers - Solicitors
Ben C. Parker, K.C.
B. Stuart Parker, A. F. Krlstjansson
500 Canadlan Bank of Commerce
Chambers
Winnipeg, Man. Phone 923 561
JOHN A. HILLSMAN,
M.D.. Ch. M.
332 MEDICAL ARTS BLDG.
Office 929 349 Res. 493 288
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir.
Keystone Fisheries
Limited
Wholesale Distributors of
FHESH AND FROZEN FISH
404 SCOTT BLK, Sími 925 227
447 Portage Ave.