Lögberg - 20.09.1951, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 20. SEPTEMBER, 1951
lööbtrg
GeflC út hvern flmtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
69 5 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
Utanáskrift ritstjórans:
BDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 21 804
Rritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram
The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnip^g, Manitoba, Canada.
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
Stórmáf, sem krefst fylztu íhugunar
Raforkukerfi Winnipegborgar, sem gengur undir
nafninu City Hydro, hefir reynst borgarbúum annað og
meira en algengur orkugjafi, því það hefir árum saman
verið ein meiri háttar tekjulind, sem miðlað hefir örlát-
lega af sjóðum sínum til lækkunar sköttum, auk þess
að miðla þeirri ódýrustu orku til heimilisnota og iðnaðar,
sem um getur á þessu mikla meginlandi; það liggur því
í augum uppi, að almenningur gæti ekki látið sér standa
á sama hvað um þessa mikilvægu stofnun verður í fram-
tíð’nni, hvort hún fái framvegis starfað á jafn örugg-
um grundvelli og hún fram að þessu hefir gert, eða hún
verði gleypt með húð og hári og brædd saman við eitt-
hvert risafyrirtæki, sem áður en varir, getur snúist upp
í lítt viðráðanlega einokun.
Vera má, að réttmætt sé með hliðsjón af orku-
þörfum framtíðarinnar, að þetta stórmál verði tekið
til íhugunar á breiðari grundvelli en fram að þessu hefir
gengist við; en þá ber þess jafnframt að gæta, að eigi
verði hrapað að neinu, er menn svo þurfi að naga sig í
handarbökin fyrir á eftir, en fái eigi að gert; og þar
sem svo mikið er í húfi, ætti þess að mega vænta af
þeim, sem valdaforustu hafa í málefnum borgarinnar,
að þeir láti það eigi viðgangast, að stórmáli sem þessu
verði ráðið til lykta án vitundar og vilja almennings.
Raforkukerfi Winnipegborgar er eign fólksins
sjálfs, og það hlýtur þar af leiðandi að eiga um það
nokkurn íhlutunarrétt hvaða ákvarðanir skuli teknar;
og liggur þá nokkuð beinna við en það, að látin sé fara
fram almenn atkvæðagreiðsla um málið, þannig, að
eigi verði um vilst, hvert stefnir?
Kjörseðillinn er áhrifamikið vopn, sem margur
maðurinn verður að lúýa, hvort sem honum fellur betur
eða ver.
í lýðræðisríkjum nýtur kjörseðillinn virðingar, sem
og það úrslitavald, er til grundvallar liggur. —
Eins og mál þetta nú horfir við, er svo að sjá sem
fimm bæjarfulltrúar séu því mótfallnir, að almenn at-
kvæðagreiðsla verði látin fara fram; af þessum fimm
mönnum teljast fjórir til C. C. F.-flokksins, þeir Victor
B. Anderson, Blumberg, Orlikow og McKelvey; afstaða
þeirra verður engan veginn. auðveldlega réttlætt; þeir
tjást allir eldheitir lýðræðissinnar, að minsta kosti er
þeir þurfa á atkvæðum að halda við bæjarstjórnarkosn-
ingar; en er þá alt lýðræðishjal þeirra skrum eitt, eða
blekking á blekking ofan? Kattarþvottur um kosningar
kemur að litlu haldi og endist ekki til frambúðar, hvorki
í Winnipegborg né heldur annars staðar.
Hitt þarf engan að undra þótt Penner bæjarfulltrúi
vilji þvo hendur sínar af almennri atkvæðagreiðslu um
þetta mikla velferðarmál bæjarbíía; hann er einræðis-
sinni eins og hinir pólitísku trúbræður hans austan
járntjaldsins eru, þar sem hernaðarlegt einveldi ríkir
og fólkið er kúgað til að kyssa á vöndinn eins og auð-
sveip peð.
Orð í tíma fafað
í skýrslu þeirri, sem fjármálanefnd efrimálstofu
sambandsþingsins í Ottawa lagði fram á síðasta þingi,
er meðal annars komist svo að orði, og verður það
naumast dregið í efa, að þau orð væru orð í tíma töluð,
þar sem svo háttar til, að alls er krafist af stjórnar-
völdunum, án þess að hugsað sé út í afleiðingarnar:
„Séu einstaklingar í þessu landi eyðslusamir og
latir, getur ekki hjá því farið, að þeir skapi með því
erfiðar aðstæður fyrir þá sjálfa og hvaða stjórn, sem
með völd fer í þann og þann svipinn; og séu stjórnar-
völdin á hinn bóginn það auðsveip, að þau láti undan
hvaða goluþyt, sem er varðandi aukin útgjöld til hins
og þessa, gera þau skattgreiðendum óhægra fyrir en
ella myndi verið hafa og veikja með því einingu þjóðar-
innar; gerist pólitísku flokkarnir forsprakkar að því,
að baða almenning í loforðaflóði, eins og tíðum vill
brenna við, með það fyrir augum að afla sér fylgis hvað
sem öðru líður, er það síður en svo að þeir séu að vinna
þjóðþrifaverk; óuppfylt loforð, hversu vel sem þau hafa
kunnað að láta í eyra, fá sjaldan miklu góðu til vegar
komið, nema síður sé.
Það er síður en svo, að auðfarnasti vegurinn sé
ávalt viturlegasti vegurinn að ferðast eftir; stundum er
það hollara að leið liggi í fangið. Naumast líður svo vika,
að hópar sérhagsmunastétta safnist ekki saman ein-
hvers staðar í landinu til að knýja á dyr stjórnarvald-
anna um aukin fríðindi án þess að gera sér minstu
grein fyrir þeim útgjöldum, sem líkum kröfum hljóta
að verða samfara; og af þessum ástæðum er nú í raun-
inni svo komið, að allar stjórnir, hvort heldur sam-
bandsstjórn eða stjórnir hinna einstöku fylkja njóta
varla svefnfriðar yfir því, hvernig koma megi við nýjum
sköttum, beinum eða óbeinum, til að þóknast í svipinn
háttvirtum kjósendu.m, eða þá að minsta kosti nokkr-
um hluta þeirra; verði slíkum aðferðum framvegis beitt,
sýpur þjóðin af því fyr en varir biturt seyði“.
Það er vitaskuld ofur eðlilegt, að fólk leitist við
Varnarróðstafanir gerðar gegn ofveiði
í Norð-austur Aflantshafi
Forseti íslands undirritar full-
gildingarskjal varðandi aðild
íslands að alþjóðasamningi.
Frá utanríkisráðuneytinu:
HINN 10. þ. m. undirritaði for-
seti íslands fullgildingarskjal
varðandi alþjóðasamning um
möskvastærð og lágmarksstærð
á fiski, sem undirritaður var í
London 5. apiríl 1946. Samningur
þessi gildir fyrir Norð-austur
Atlantshafið, og er ráðgert sam-
kváemt honum, að auðsynlegar
verndarráðstafanir verði gerðar
til þess að koma i veg fyrir of-
veiði á þeim slóðum. Hinn 8. fe-
brúar 1949 var geröur hliðstæð-
ur samningur í Washington fyr-
ir Norð-vestur-Atlantshafið.
Þáttlaka íslands sjálfsögð.
Þátttaka Islands í samningum
þessum byggist auðvitað á því,
að nauðsynlegar ráðstafanir til
að vernda fiskimið úthafsins
verði eigi gerðar með öðrum
hætti en samningi þeirra ríkja,
sem hlut eiga að máli. Út frá
því sjónarmiði þótti sjálfsagt,
að Island væri aðili að samning-
unum, því að ísland byggir af-
komu sína að mestu leyti á sjáv-
arútveginum, enda eru 97% af
útflutningsverðmætum landsins
sjávarafurðir. Islendingar hafa
því flestum ef ekki öllum þjóð-
um meiri áhuga á því, að fiski-
miðin séu ekki eyðilögð með
rányrkju.
Verndun fiskimiðanna
við slrendur landsins
aðalatriðið.
Aðalatriðið frá sjónarmiði ís-
lendinga í þessum málum er þó
það, að fiskimiðin við strendur
landsins séu vernduð. Það er
skoðun ríkisstjórnarinnar að þar
sé um fjöregg þjóðarinnar að
ræða, og að Islendingum sé bæði
rétt og skylt að sjá um verndun
þess. Það hefir valdið íslend-
ingum sívaxandi áhyggjum að
horfa fram á eyðileggingu fiski-
miðanna vegna gífurlegrar veiði
útlendinga. Ríkisstjórnin telur
að Ifverju ríki sé rétt að ákveða
takmörk fiskveiðalögsögunnar
innan sanngjarnrar fjarlægðar
frá ströndum, — sem ekki sé tak-
mörkuð við 3 mílur, — með hlið-
sjón af fiskimiðum, landfræði-
legri legu, atvinnuvegum lands-
manna o. s. frv. Út frá því sjón-
armiði voru sett lögin frá 5. apríl
1948 um vísindalega verndun
fiskimiða landgrunnsins, þar
sem gert er ráð fyrir því, að sjáv-
arútvegsmálaráðuneytið geti af-
markað svæði við strendur lands
ins innan endimarka land-
grunnsins og sett þar þær regl-
ur, sem nauðsynlegar þykja. Á
grundvelli þessara laga var sett
reglugerð sumarið 1950 um
verndun fiskimiða fyrir Norður-
landi, þar sem togveiðar m. a.
eru bannaðar jafnt íslendingum
sem útlendingum.
íslendingar afsala sér
engum réfíindum.
Vitað er, að ýmsar þær þjóðir,
sem fiskveiðar stunda við Island,
álíta, að íslendingar ^eti ekki
sjálfir sett neinar reglur varð-
andi fiskveiðar útlendinga fyrir
utan þriggja mílna línu frá
ströndum, heldur verði að setja
slíkar reglur með milliríkja-
samningum. Á þessa skoðun
getur íslenzka ríkisstjórnin ekki
fallist, og álítur að sú aðferð, að
því er íslenzk fiskimið snertir,
sé of seinvirk, enda óvíst um ár-
angur þar sem margir eiga um
að fjalla. Hins vegar er ríkis-
stjórnin, eins og áður segir, fús
til slíkrar samvinnu á hafsvæð-
um, sem liggja utan yfirráða-
svæða nokkurs ríkis, því að önn-
ur leið er þar ekki fyrir hendiy
Þátttaka íslands í alþjóðasamn-
ingum um verndun fiskimiða
hlýtur því að byggjast á þeirri
forsendu, að íslendingar afsali
sér engu í sambandi við ein-
hliða ráðstafanif á sínum eigin
fiskimiðum.
Fullgilding samningsins.
í Washington-samningnum frá
1949 var beinlínis tekið fram, að
engin ákvæði hans hefðu áhrif
á skoðanir aðilanna um víðáttu
landhelginnar eða fiskveiðalög-
sögunnar. Sá samningur var því
hiklaust fullgiltur af íslands
hálfu. Öðru máli gegndi um 1946
samninginn, að engin ákvæði
samningsins hefðu áhrif á skoð-
anir aðilanna varðandi víðáttu
landhelginnar, en vafasamt þótti
hvort hið sama gilti um fisk-
veiðalögsögu utan hinnar eigin-
legu landhelgi. Áður en ákvörð-
un var tekin um fullgildingu
samningsins var því spurst fyrir
um það, hjá hinum aðilunum,
hvort þátttaka í honum væri tal-
in samrýmanleg fyrirætlunum
íslendinga um einhliða verndar-
ráðstafanir á landgrunninum.
Við þessu fengust óljós svör, og
var þá af íslands hálfu stungið
upp á því, að ísland fulgilti samn
inginn með formlegum fyrir-
vara, sem tæki >af skarið um
þetta atriði. Á grundvelli þeirrar
tillögu náðist loksins samkomu-
lag um að við afhendingu full-
gildingarskjals íslands yrði það
berum orðum tekið fram, að af
íslands hálfu væri litið svo á,
að þátttöku íslands í samningn-
um mætti eigi skýra þannig, að
hún hefði nokkur áhrif á fram-
kvæmd landgrunnsfyrirætlan-
anna, þ. e. að engu væri afsalað
í sambandi við þær. Verður full-
gilding íslands því með þeim
hætti.
—Mbl. 24. ágúst
Grísk börn endurheimt úr
höndum kommúnistanna
Brugðið upp svipmynd frá
landamærunum.
AÞENU. — Það var í morguns-
árið, að lestin renndi yfir landa-
mæri Grikklands og Júgó-
Slavíu. Hún hægði ferðina og
stansaði við grísku landamæra-
stöðina Idhomeni. Þó að hún
væri þarna svo árla morguns,
var uppi fótur og fit á brautar-
stöðinni. Auk venjulegra starfs-
manna járnbrautarinnar og toll-
yfirvaldanna, voru þar saman
komnar hjúkrunarkonur frá
Rauða krossinum. Þær voru
önnum kafnar við að matselda.
Á stórri eldavél skammt frá
brautarstöðinni hveraði og sauð
og á langborði þar í grennd voru
stórir staflar af brúnu, grísku
brauði, girnilegur áskurður, og
könnur og kirnur með heitu
kakói stóðu í röðum á öðru
borði undir beru lofti rétt við
j árnbrautarteinana.
Börnunum skilað.
Ekki hafði lestin fyrr numið
staðar en forvitin barna-augu
komu í ljós bak við rúðurnar,
214 grísk börn, sem kommúnist-
ar höfðu rænt í bor^arastyrjöld-
inni og flutt til Júgó-Slavíu,
voru á heimleið í samræmi við
tilmaéli Allsherjarþingsins 1948,
1949 og 1950.
Gríska stjórnin hafði ekki
gengist fyrir neinni móttöku-
athöfn. — Enginn fréttamaður
hafði fengið leyfi til að vera við-
staddur.
Við landamærin var tafið
skamma hríð. Að vörmu spori
hélt lestin áfram, því að fyrir
höndum var tveggja stunda ferð
til Saloniki. Stjórnin gekkst
ekki heldur þar fyrir neinni
móttökuathöfn. Skipulega gengu
börnin fram, róleg og fasprúð
með pjönkur sínar. Að stundu
liðinni fóru þau út í almennings
vagna, sem biðu þeirra og var
þá ekið sem leið lá til Sankti
Demitrios, en sá staður var
skammt undan og ætlaður til
aðalmóttökuathafnarinnar, sem
færi þar fram. Er þetta eitt
þeirra mörgu heimili, sem Grikk
lands-drottning heldur uppi. Þar
fá heimilislaus börn samastað.
En þessi börn, sem nú sneru
heim, voru flutt í sérstaka deild,
sem er undir umsjá Alþjóða
rauða ktossins.
Áður en börnin komu yfir
landamærin höfðu júgó-slavnesk
stjórnarvöld fengið þau í vörzl-
ur Alþjóða rauða krossins.
Grískur læknir hafði gefið yfir-
lýsingu um, að þau væru við
góða heilsu og allir voru á einu
máli um, að þessi athöfn hefði
verið óaðfinnanleg. Þeim mun
að bæta lífskjör sín svo sem föng standa bezt til; en
fari kröfurnar út í öfgar, geta þær orðið tvíeggjað
sverð, og hamlað framgangi hollra og sjálfsagðra um-
bóta á vettvangi atvinnulífsins, og er þá ver farið en
heima setið.
eftirsóknarverðara var fyrir Al-
þjóðlega rauða krossinn, að
börnin yrðu fengin í hendur
réttum aðilum á sem skemmst-
um tíma, því að í þá átt gekk
samningurinn milli gríska og
júgó-slavneska Rauða krossins.
Áhrifaríkur sjónleikur.
' Daginn eftir var tekið að skila
börnunum til foreldra þeirra og
lögráðamanna, og í tvo daga var
þessum athyglisverða . sjónleik
haldið áfram. Þetta voru 99
drengir og 115 stúlkur á aldrin-
um 8 til 15 ára, þegar fráskilin
er 5 ára stúlka og önnur tvítug.
Nána athygli veittu menn af-
hendingarathöfninni. Þegar for-
eldrar og lögráðamenn höfðu
þekkt sitt barn, urðu þeir að
undirrita móttökuviðurkenn-
ingu eða kyittun í 5 eintökum.
Voru þau skjöl síðan send Rauða
krossi Grikklands og Júgó-
Slavíu og Alþjóða rauða kross-
inum í Genf.
En það var sjálft andrúms-
loftið, sem gerði atburðinn á-
Ilrifaríkastan. Mönnum fannst
eins og þeir væru áhorfendur
veigamikils sjónleiks. Hér hitt-
ust foreldrar og börn, sem ekki
höfðu sést árum saman. — End-
urfundirnir voru mikilfenglegir
og gengu hjarta nær.
Yngstu börnin mundu for-
eldra sína varla, en undravert
var, hve ást þeirra og innileikur
varð skjótt töfraður fram.
Svo var um hnútana búið, að
foreldrarnir gátu verið í Sankti
Demestrios allan daginn og
fyrstu nóttina eftir að þeir end-
urheimtu barnið. Var þeim
þannig gefinn kostur á að knýta
á ný þau vébönd, sem höggvið
hafði verið á fyrir mörgum ár-
um. Þá hófst ferðin til heim-
kynnanna í þorpum Vestur-
Makedóníu, þar sem börnin eiga
Manit-oba Creomeries
V/in Top Awards at
London Fair
M a n i t o b a creameries con-
tinued to take top honours for
creamery butter at major com-
petitions in Eastern Canada by
winning the Championship Rib-
bon, Highest Scoring Butter, Re-
serve Championship and best
finished creamery solids at the
Western Fair held in London,
Ontario, September lOth to 15th.
In addition, creameries from
Manitoba won 84 per cent of
all First Prizes awarded at the
show.
Notre Dame Creamery, Notre
Dame du Lourdes, was winner
of the Championship Ribbon
and Reserve Championship for
the highest scoring/ butter, ac-
cording to reports received by
C. H. P. Killick, Dairy Commis-
sioner.
High scorer in each of the
three sections of the competition
was a Manitoba creamery: Sec. I
(June Creamery Solids) Gar-
denton Creamery; Sec. II (July
Creamery Solids) Notre Dame
Creamery, Notre Dame du
Lourdes; Sec. III (Creamery
Prints) Notre Dame Creamery.
Prize for best finished box of
creamery butter at the fair went
to Chatfield Creamery, Chat-
field.
London’s Western Fair is the
last major butter competition to
be held before the opening of the
Royal Winter Fair at Toronto in
November.
Creamery Bulier Resulls—
Weslern Fair.
Sec. I: Gardenton Creamery;
Reston Creamery; Somerset
Creamery; Canada Packers Ltd.,
Manitou; Canada Packers Ltd.,
Glenboro; Notre Dame Cream-
ery, Notre Dame du Lourdes;
Tolstoi Creamery; Moosehorn
Creamery.
Sec. II: Notre Dame Creamery
Notre Dame du Lourdes; Canada
Packers Ltd., Manitou; Mani-
toba Dairy & Poultry Co-op.,
Miniota; Reston Creamery, Res-
ton; Canada Packers Ltd., Rapid
City; Morden Creamery; Canada
Packers Ltd., Dauphin.
Sec. III; Notre Dame Cream-
ery; Morden Creamery; Canada
Packers Ltd., Manitou; Tolstoi
Creamery; Somerset Creamery;
Canada Packers Ltd. Rapid City.
— Af hverju er dagblað eins
og kona?
— Af því hver maður ætti að
eiga sitt eigið, en ekki vera á
þönum eftir blaði (eða .konu)
nábúa síns.
að taka aftur upp þráðinn í
fósturbæ sínum.
Þessi barnasending, sem kom
yfir landamærin hinn kyrrláta
morgun, er sú langstærsta hing-
að til. Áður hafa komið 2 hópar,
en þeir eru minni, fyrst 21 barn
í nóv. 1950 og seinna 54 börn 14.
marz þessa árs.
—Mbl. 22. ágúst
The Gilson "Weather-Maker” is
the most modern development in
the heating industry. Inside the
beautifully styled Steel Cabinet
is a leak-proof, welded steel
heating unit — a silent automatic
fan—long-lasting cleanable fllters
— and an automatic humidifier.
It sends hected, cleaned and
humidified air all through the
house — completely changes the
air four times every hour.
18" Complele Forced Air Unil
Only $279.50 and up
IMMEDIATE DELIVERY
AND INSTALLATION
aí prices Ihat will please you.
For DETAILS, FREE ESTIMATES
Write, Phone or See Us or a
“Gilson’* dealer today. ’
Here is a big, sturdy, and lower-priced
furnace — made to deliver more heat
from less fuel — more efFicient, radiates
faster. One piece radiator cannot
possibly leak aust, fumes or qas-
18" All-Steel Furnace with
Casing Only $119.50 and up
Factory Distributors:
C.A.DeFEHR&SONSLTD.
78 Princess St., Winnipeg
Phone 933 612 - 934 154