Lögberg - 11.10.1951, Blaðsíða 2

Lögberg - 11.10.1951, Blaðsíða 2
2 i LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 11. OKTÓBER, 1951 Hústóftin, sem grafin var upp, hefir verið 30 kúa fjós Njóls bónda Hefir verið yzf og vesiast í hinni .-------------------------- fornu bæjarhúsaþyrpingu, sem gerðir þeirra verið úr við eða brann á söguöld. Kristján Eldjárn, þjóðminja- vörður, er nú kominn heim að loknu verki við uppgröft- inn á Bergþórshvoli. Ræddi hann við fréttamenn í gær og skýrði þeim að nokkru frá árangri rannsóknanna. Ég tel, að svo megi segja, að rannsóknum sé lokið þarna og varla verði grafið meira á okkar dögum. RANNSÓKNIR þær, sem nú fóru fram á Bergþórshvoli voru sem fyrr hefir verið frá sagt, framhald rannsókna þeirra, sem Matthías Þórðarson, þjóðminja- vörður, gerði árin 1927 og 1928. Þar sem nú er í undirbúningi ný útgáfa af Njálu hjá Fornrita- félaginu undir handleiðslu Ein- ars jól. Sveinssonar, þótti rétt að ljúka rannsóknunum þarna áður. — í fyrra voru grafnar þarna nokkrar gryfjur til athugana og var þá komið niður á brunalag frá fyrstu mannvistarárum þessum stað og fullsannað, að þar hefði bær brunnið á sögu- öld, svo að staðhæfing Njálu um þetta var fullsönnuð. Hins veg- ar var öll nánari rannsókn þessu eftir. — Mikið verk. Síðan fór Kristján Eldjárn austur að Bergþórshvoli 3. sept. torfi. Flórinn hefir verið eftir miðju gólfi endilöngu, en básar hvorum megin, svo að kýr sneru höfðum til veggja. Er gerð þessa fjóss mjög lík því, sem var á Stöng í Þjórsárdal, enda er þessi gerð fjósa alþekkt úr fornöld og fram eftir öldum hér á landi. „Ók skarni á hóla". Ef hér er um að ræða fjós Njáls bónda, sem verður að telj- hvoli, þaf sem þær höfðu gist furða, en nokkru ofar í jarðveg- inum fundust ýmsir smáhlutir svo sem snældusnúðar úr steini, kambabrot úr beini, hnífur vik- ursteinar, mörg brýni, útlend að gerð. Að líkindum eru brýni þessi frá seinni tímum, en gætu þó verið frá fornöld, því að er- lend brýni hafa verið flutt inn í fornöld og á öllum tímum síðan. Koma manni þá í hug orð Njálu, er farandkonur komu að Hlíðarenda, og Hallgerður spurði þær frétta frá Bergþórs- við þriðja^ mann og hóf verkið, sem stóð til 20. sept. Með hon um voru þeir Halldór Jónsson, kennari, og Gísli Gestsson, starfs maður þjóðminjasafnsins, en auk þeirra unnu með þeim að greftrinum nokkrir menn úr sveitinni. Þjóðminjavörður tók það og fram, að séra Sigurður Haukdal á Bergþórshvoli hefði veitt þeim alla aðstoð, er hann mátti. Yzl og veslasl í bæjarhólnum. Var nú hafizt handa og gráfið niður yzt og vestast í bæjar- hólnum, vestan við peningshús, sem nú standa á þeim stað, er Matthías Þórðarson rannsakaði 1928 og fann brunaleifar all- miklar. Hægi að fylgja jöðrum brunalagsins. Um tvo metra undir gras- sverði var komið niður á bruna- lag, og var síðan grafið út fyrir það og fylgt jaðri þess. Sjást þar greinilega, að hús hafði brunnið, og var þetta hús auðsjáanlega írá fyrstu dögum mannvistar, því engar mannvistarleifar fund ust, þegar dýpra var grafið. Mótaði fyrir hverri stoð. Fyrst í stað var ekki vel ljóst, hvers kyns hús þetta var. 1 brunajaðrinum sást móta fyrir hverri stoð með jöfnu millibili, og þar sem stoðirnar höfðu ekki staðið á steinum, vegna þess að grjót er nálega ekki til í landar- eigninni, höfðu þær staðið nokk- uð í jörð við veggina, og var fótur þeirra því oft lítið brunn- inn. Fundust stoðarfætur þann- ig með jöfnum millibilum, einn- ig dyrastafir. Var þannig grafið kringum hússtæði þetta og fylgt veggj- um. Kom þá í ljós, að hús þetta hafði verið um 14 metra langt og 4 metra breitt. Fjós Njáls bónda. Þegar farið var að grafa inn- an úr hússtæði þessu og skammt var komið inn frá dyrum, sem höfðu verið á enda hússins, sást svört rák í gólfinu undir sjálfu brunalaginu og kom í ljós, að þetta var flór og einnig fundust þar nokkrir hellusteinar, sem notaðir hafa verið í flórinn, þótt smátt væri til af þejrri vöru. — Einnig sást greinilega móta fyrir básunum, og hafa milli- ast allsennilegt, hefir kúaeign hans verið allmikil, því að fjós- ið hefir tekið um 30 kýr, líklega aðeins mjólkurkýr, því að geld- neyti hafa varla verið höfð í svo vönduðu fjósi og mjög gengið úti. Hefir Njáll því fengið nóg „skarn“ til að „aka á hóla“ eins og sagan segir, að hann hafi gert nágrönnum sínum til forundr- unar. Kannske brýni Skarphéðins? í þessari fjóstólft fannst ekk- ert af gripum, sem varla er að nóttina áður. Sögðu þær, að Njáll hefði „stritazt við að sitja“, en synir Njáls höfðu sitthvað að. „Skarphéðinn hvatti öxi, Grím- ur skepti spjót og Helgi hnauð hjalt á spjót“. Kannske er þarna komið brýni Skarphéðins, það er hann hvatti öxi sína með. Úr því fæst aldrei skorið. Lílið hús lil hliðar. Til hliðar við þetta fjós sást móta fyrir afhýsi, sem kannske hefir verið innangengt í úr fjós- inu. Er það til hægri handar við Flutt við útför Póls Reykdal Lundar, 15. sepi., 1951 Eftir séra JÓHANN FREDRIKSSON Páll Reykdal var fæddur heima á Islandi á Úlfsstöðum í Reykholtsdal. Foreldrar hans voru hjónin Helga Jónsdóttir og Árni Jónsson frá Deildartungu í Borgarfirði. Páll kom í þessa bygð fyrir 62 árum síðan, 1889, þá 11 ára gamall. Hann var því einn af frumbyggjum þessarar bygðar. Páll var óefað þarfasti og athafnamesti n^aður sveitar sinnar þann tíma sem hann dvaldi hér, um 40 ára skeið. Björn Stefánsson lögmaður skrifaði um Pál í sveitar-sögu Álftavatns- og Grunnavatns- bygða. Saga þessarar sveitar verður aldrei fullsögð nema Páll komi við sögu og hann mun alltaf í röð okkar merkustu og beztu manna. Þegar Páll var aðeins ungling- ur leituðu oft ungir sem gámlir til hans með vandamál sín. Hann rétti ætíð hjálparhönd eftir beztu getu. Það var hans hjart- ans löngun að greiða götu veg- farandans og ánægjan að geta Dað var honum fullnæg borgun. Páll var fallinn til forustu, enda var hann oft sjálfsagður leiðtogi hvort sem var á gleði- mótum eða úr vöndu að ráða. Ég get ekki gert mér í hugar- lund að nokkur hafi getað gleymt Páli, sem einu sinni sá .íann eða heyrði til hans. Hann var svo tígulegur, karlmannleg- ur og áhrifamikill. Það var oft að hann gagntók mann og ávann sér traust og virðingu hvort sem hann var með eða móti. Ég mætti Páli fyrst fyrir 17 árum síðan, það var við kirkju. Það sem hann sagði við mig hefir ef til vill mátt misskilja. En hann gagntók mig, það var einlægnin, hreinskilnin, hið drengilega og bróðurlega við- mót hans. Ég hefi mætt Páli oft síðan og alltaf fallið hann betur við hverja viðkynningu. Páll var allra mann hjálpsam- astur. Gömlu frumbyggjarnir okkar áttu oft erfitt með ensk- una, hann las, þ^ftdi og skrifaði fyrir þá, greiddi götu þeirra og fór oft með þeim langan Jeg. Þeir báru djúpan þakklætis- og bróðurhug til Páls. Hann átti ítök í margra hjörtum frá því fyrsta. * Páll var mikill og góður mað- ur og lífið og sálin í þessari bygð um langan tíma. Síðastliðinn febrúar stóð Páll á þessum palli og talaði til íþróttafélagsins GRETTIR, sem hann stofnaði og leit eftir í mörg ár, og hvatti unglingana til að iðka fagrar íþróttir. Hann hvatti alla til drengskaps og dáða. Páll var með afbrigðum góður íþróttamaður á sinni tíð Allt fram á seinasta áfanga ævi sinnar hvatti hann til dreng- skaps og dáða. Páll var mælskur og ræðu- maður hinn bezti hvort sem var á íslenzka eða enska tungu. Sumt sem hann sagði, og marg- ar ræður hans, munu lengi í manna minnum. Ein ræðan var sú, sem hann flutti á 60 ára af- mæli þessarar bygðar. I lausri þýðingu hef ég eftir endalokin í ávarpi hans: „Það hefir sannast að í landi sem drýpur í mjólk og hunangi þar er fólk oft latt og veigalítið. Fólk í þessari bygð hefir ekki verið það. Fólk, sem flutt hefir úr þessari bygð víðsvegar um Canada og Bandaríkin, hefir reynzt fyllilega í meðallagi í hvaða stöðu sem það hefir gegnt. Það er erfitt að rækta hér korn því landið er ekki til þess fallið, það er erfitt að ala hér gripi, því landið er ekki til þess fallið. En við höfum eignast annað verðmætara. Þessi bygð hefir eignast margt af frábærilega góðu fólki“. Þannig talaði Páll um sveit- ina sína sem hann elskaði. Páll var einn af þessum miklu mönn- um, sem sveitin hefir átt, sveit sinni og þjóð til sóma. Páll hefir bygt sér ódauðlega minnisvarða í hjörtum allra sem þekktu hann og meta mikinn mann og góðan dreng. Ég sagði áðan, að fyrir stuttu síðan hefði Páll staðið á þessum palli og kvatt okkur til dreng- skaps og dáða. Ég mun lengi sjá og heyra okkar tígulegu sveitar- hetju hvetja okkur. Ég vil enda með broti úr kvæði eftir Ágúst Magnússon, sem mér finnst vera í Pals anda: „Sú minning er blönduð söknuði sárum, sundraður hópur, stórt komið skarð, fylking vor þynnist með fjölgandi árum, forlaga dómi því hlýða hver varð. En svo koma aðrir sem eyðurnar fyiia, öflugri, mentaðri, drengir og fljóð, því skulum við hugglöð, strengi svo stilla, að stefni til sigurs vor íslenzka þjóð“. Við kveðjum þig góðí vinur, þökkum þér fyrir samleiðina og allt gott sem þú gafst okkur. — Drottinn blessi minningu þína í hjörtum allra sem elska góðan dreng. Amen. langvegg skammt innar af dyr- um. Hefir hús 'þetta einnig tírunnið. Skáli byggður á grunninum. Eftir að fjós þetta hefir brunn- ið, hefir grunnur þess staðið ó- hreyfður um sinn og ekki verið byggt á honum næstu áratugi. En litlu ofar í jarðveginum sést, að á miðöldum hefir verið byggð ur skáli á fjósgrunninum, og var það mannabústaður. Þar fund- ust flestir þeirra hluta, sem getið var áður, en ekki er auðvelt að ákveða aldur skálans eftir þeim, Enn ofar í jarðveginum sést og gólf einnar eða tveggja síðari bygginga. Engar bæjarbrunarústir fundnar. Nú hefir naér allur bæjarhóll- inn á Bergþórshvoli verið rann- sakaður, svo að útilokað verður að telja, að þar finnist stæði brunnins bæjar, enda er það kannske ekki að undra, því að bærinn mun hafa staðið alla tíð á sama stað og þá verið reistur af grunni eftir Njálsbrennu og brunarústum þar með verið rutt brott, svo að þeirra sér nú ekki stað. Öllu bæjarstæðinu er og margraskað af margendurtekn- urteknum byggingum. Vindur stóð á austan. Ef fjós Njáls bónda hefir stað- ið vestast í hinni fornu bæjar- húsaþyrpingu er ekkert ólíklegt, að eldurinn bærist í það, því að Njálssaga hermir, að vindur hafi staðið á austan. Brunaleifarnar hafa því geymzt af þessu húsi einu íyrir það eitt, að þar var ekki byggt af nýjli, þegar að brunanum loknum. Merkar rannsóknir. Þótt bæjarstæði Njáls hafi ekki fundizt sjálft og brunaleif- ar þar, eru þó fengnar með rann- sóknum þessum sterkar líkur fyrir því, að Bergþórshvoll hafi brunnið á söguöld og er það hinn merkasti árangur, og verða rannsóknir þessar því að teljast meðal merkustu fornleifarann- sókna hér á landi hin síðari ár. —TÍMINN, 23. sept. Fræðslumynd um ísland Myndin fjallar að mestu um atvinnuvegi þjóðarinnar Undanfarnar vikur hefir franskur kvikmyndatökustjóri ásamt tveimur kvikmyndatöku- mönnum unnið að því að gera kvikmynd um ísland á vegum efnahagssamvinnustjórnar- innar. Kvikmynd þessi verður fræð- slumynd og mun hún verða að mestu leyti svipuð öðrum fræð- slumyndum sem gerðar hafa verið um starfsemi Marshallá- ætlunarinnar í öðrum löndum Evrópu, svo sem t. d. Noregi, Danmörku, Englandi og víðar. Efni myndarinnar fjallar mest megnis um atvinnuvegi Þjóðar- innar, bæði til lands og til sjávar, og þó einkum þá þætti þeirra er MarshSlláætlunin hefir haft ein- hver afskipti af, og má þar telja eftirfarandi: Hinar nýju Sogs- og Laxár- virkjanir; framleiðsla á karfal- ýsi og karfamjöli í verksmiðjum og voru myndir af þessari starf- semi teknar mestmegnis í hinni nýju Faxaverksmnðju í Reykja- vík; vinna og pökkun á fiskflök- um til útflutnings til Bandaríkj- anna og annara landa og var þessi starfsemi kvikmynduð í hraðfyrstihúsi Haraldar Böðvars sonar á Akranesi; svipmyndir frá klæðaverksmiðjunum og ullarþvottastöðinni á Akureyri; saltfiskþurkkun í einni af hinum nýju saltfiskþurrkunarstöðvum í nágrenni Reykjavíkur; hey- skapur með nýjustu tækjum og vélum; framræsla á landi, jarð vegrannsóknir og önnur land- búnaðarstörf. Einnig hafa verið teknar myndir af borun eftir gufu og heitu vatni á hverasvæð- inu við Námaskarð, gufugosinu hjá Krýsuvík, gróðurhúsum og ræktun tómata o^ annars græn- metis í Hveragarði og víðar, Hita veitunni í Reykjavík, jafnframt því sem fagrir staðir og ýmis merkileg náttúrufyrirbrigði hafa verið kvikmynduð. Þegar kvikmynd þessi er til- búin til sýninga, sem mun vænt- anlega verða snemma á næsta ári, mun hún verða sýnd í öllum löndum Vestur Evrópu og í Bandaríkjunum, jafnframt því sem hún mun verða sýnd hér á landi. Þeir sem unnið hafa að kvik- myndatöku þessari eru George Iabrousse, kvikmyndatökustjóri en hann er fastur starfsmaður hjá skrifstofu efnahagssamvinnu stjórnarinnar fyrir Evrópu í París, og Pierre Levent, franskur kvikmpndatökumaður. Þeim til aðstoðar er Magnús Jóhannesson útvarpsvirki, en hann hefir feng- ist allmikið við töku kvikmynda hér á landi. —Vísir, 27. ágúst Minningarorð íslendingar næstmestir mat- matmenn í Evrópu 320 hilaeiningar daglega á hvern íbúa landsins umfram þarfir líkamans. Landbúnaðar- og matvæla- stofnun S. Þ. hefir gertf skýrslu um neyzlu matvæla í löndum í Norðurálfu, og kemur í ljós af henni, að neyzla er hér á landi næst- mest á hvern einstakling, miðað við hitaeiningar. írar melþjóðin. írar eru efstir á blaðinu og er neyzla þeirra táknuð með töl- unni 109. Næstir koma íslend- ingar með 105, Svíar 104, Sviss- lendingar 102, Bretar 101, Danir og Finnar 100, Norðmenn 99, Hollendingar 96, Belgar, Lúxem- borgarmenn og Frakkar 90, Vestur-Þjóðverjar 86 og Austur- ríkismenn 85. Matarneysla með- al íslendings er því um það bil fimmtungi meiri en þeirra þjóða, sem lægstar eru í þessari skýrslu. Borðað fyrir 16 þúsund menn aukalega á íslandi. Nú mun talið, að hver maður þurfi ekki nema 3000 hitaein- ingar á dag sér til viðhalds, en hér á landi mun neyzlan vera að meðaltali um 3320 hitaeiningar daglega, samkvæmt þessum skýrslum. Þó er mjög vafasamt, að öll matvælaneyzla komi fram, því alveg tvímælalaust koma ekki öll kurl til grafar um innlenda framleiðslu, er fer til heimilisnota, svo að sennilega er þessi tala lægri en rétt er. Sé miðað við tölu matvæla- stofnunarinnar er hér borðað borðað fyrir sextán þúsund manns aukalega og umfram það sem er þörf á. Við gætum með öðrum orðum tekið sextán þús- und manns í fæði, án þess að kosta neinu til eða neinn liði við það baga, ef neyzlunni væri hag- að eftir þörfum mannsins. Orðnir miklir malmenn. Það má því með sanni segja, að við séum orðnir í fremstu röð matmanna meðal þjóðanna. Fyr- ir stríðið voru Danir hæstir með hitaeiningar á hvern íbúa, að svo miklu leyti sem slíkar tölur voru fyrir hendi. En nú höfum við skákað þeim rækilega, enda er neyzla þeirra nú 1% minni en áður var. —TÍMINN, 15. sept. Þann 14. apríl síðastliðinn lézt að heimili sínu í grend við Swan River, Man. ekkjan Jónasína Jónasdóttir Laxdal. Hún var fædd árið 1869 á Borgum á Skógarströnd þar sem foreldrar hennar Jónas Daníels- Bon og Guðbjörg Jónasdóttir bjuggu. Árið 1893 fluttist hún til þessa lands og settist að hjá foreldrum sínum í Mouse River byggð í Norður Dakota, en þau höfðu flutt vestur nokkrum ár- um áður. Tveimur árum seinna gekk hún að eiga Guðmund Jó- hannsson Laxdal; hann var ætt- aður frá Laxárdal á Skógar- strönd. Árið 1899 fluttu þau til Swan River byggðar, sem var þá rétt að myndast og voru því með þeim fyrstu sem að fluttu í þá nýlendu. Mann sinn misti Jónasína fyrir sjö árum. Þeim varð níu barna auðið sem öll komust til fullorðins ára og eru öll á lífi að undanteknum yngsta drengnum, sem dó fyrir nokkr- um árum. Nöfn barnanna, 6 dætra og þriggja drengja eru sem hér greinir: Málfríður (Mrs. W. H. Steward, Benito, Man.), Kristín (Mrs. H. Corngal, Swan River), Jótífenna (Mrs. W. Taylor, Swan River), Emily * Guðný (Mrs. S. Einarsson Mini- tonas) Ingibjörg og Anna sem bjuggu með móður sinni, Ingi- mar í Churchbridge, Sask., Daníel, sem hefir staðið fyrir búi hjá móður sinni og Jónas dáinn eins og fyrr getur. Jónas- ína heit. átti fjórar alsystur: Guðnýju, ekkju Einars Breið- fjörð, Upham, N.D.; Solveigu, sem er dáin fyrir mörgum ár- um; Júlíönu (Mrs. B. Finnsson, Swan River) og Ingveldi, heima á íslandi. Hún átti einnig sjö hálfsystkini og eru nöfn þeirra þessi: Kristín (Mrs. Meadow), Guðrún (Mrs. Donaldson), Guð- björg (Mrs. Johnson), Ingibjörg (dáin) Hlíf (dáin), Halldór og Jóhann. Jónasína missti sjónina fyrir mörgum árum, en bar það mót- læti með stakri ró pg var hún jafnan glöð í geði, þó að ellin legði hana að velli um síðari ár- in svo að hún varð að halda sig við rúmið mest megnis. Börn hennar stunduðu hana með mestu umhyggjusemi og skemtu henni með lestri íslenzkra bóka og blaða, og sýnir það að hún hafði innrætt þeim góða og gamla íslenzka menning. Jónasína var jarðsett við hlið bónda síns og sonar í íslenzka grafreitnum fyrir vestan Swan River. Blessuð sé minning hennar! S. E. KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sen» fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir tem eiga ógreidda eldri árgangaHeru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMUNDSSON FREYJUGATA 34 . REYKJAVÍK

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.