Lögberg - 11.10.1951, Blaðsíða 8

Lögberg - 11.10.1951, Blaðsíða 8
8 Úr borg og bygð Malreiðslubók Dorcasfélag Fyrsta lúterska safnaðar hefir nú til sölu splunk urnýja matreiðslubók, er það hefir safnað til og gefið út; bók þessi er með svipuðum hætti og hinar fyrri, vinsælu matreiðslu- bækur, er Kvenfélög safnaðar ins stóðu að; þetta er afar falleg bók með fjölda gamalla og nýrra uppskrifta, sem koma sér vel á hvaða heimili, sem er. Matreiðslubók þessi kostar $1.50 að viðbættu 10 centa burð- argjaldi. Pantanir, ásamt andvirði, Mrs. A. MacDonald 11 P.egal Ave. St. Vital sendist: Sími 205 242 Mrs. H. Woodcock 9 St. Louis Road, St. Vital Sími 209 078 eða til Columbia Press Limited, 695 Sargent Ave. Sími 21 804. ☆ Gefin saman í hjónaband á prestssetrinu í Selkirk, af ís- lenzka sóknarprestinum þar, þann 1. okt. John Allan Riordau, Wpg., Man., og Alma Gyða Daníelson, Árborg, Man. Við giftinguna aðstoðuðu Miss Gene María Daníelson, systir brúðar- innar og Mr. Joseph Ward Mar- chout. — Ungu hjónin setjast að í Winnipeg. ☆ Gefin saman í hjónaband á prestssetrinu í Selkirk, af ís- lenzka sóknarprestinum þar 2. okt. Jónatan Eiríkur Jónatans- son, Árnes, Man. og Mary Ruth Taylor, Selkirk, Man. Við gift- inguna aðstoðuðu Miss Cather- ine Christiansen, Selkirk, og Mr. Nicholas Owsimok, R.C.A.F. Gimli. ☆ "FACTS ABOUT ICELAND" Bók, sem íllir ættu að eignast og gefa sonum sínum og dætr- um í þessu landi. Gefur góðar upplýsingar um land og þjóð og allskonar fróðleik. Með 47 mynd um, korti af íslandi, þjóðsöng íslands ög margt fleira. Kostar aðeins $1.25 og sent póstfrítt út um land. Björnsson's Book Store, 702 Sargent Ave., Winnipeg, Man. ☆ Þjóðræknisdeild íslendinga í Vancouver, STRÖNDIN, heldur Tombólu og dans í Swedish Hall, 1320 E. Hastings St. 24. okt. 1951 kl. 8 e. h. Inngangur, ásamt ein- um drætti aðeins 50c. Ágætir drættir. — Allir vel- komnir. ☆ Útlit er fyrir að yfirstandandi vertíð fiskimanna á Winni- pegvatni verði með bezta móti; aflinn hefir verið mikill fram að þessu og verðið er gott. Fisk- ur var fremur lítill á suðurvatn- inu í byrjun vertíðar en er nú að aukast talsvert. Einnig var erfitt að vitja um netin sölcum illviðra, en nú er ekki eins rok- viðrasamt. Þessar fréttir eru mikið fagnaðarefni, því vertíðin í sumar var fremur léleg; fiski- menn öfluðu þá aðeins 60 pró- sent af þeim fiski er þeir máttu veiða samkvæmt lögum. Þessi vertíð mun bæta þeim skaðann. ☆ Mr. og Mrs. M. Lechow eru al- komin til Winnipeg frá Los Angéles, en þar hafa þau dvalið undanfarin 3 ár. Mr. Lechow kann ekki við hið eilífa sólskin og sumar þar syðra. Móðir Mrs. Lechow er Mrs. Kristín Thor- steinson, 12 Acadia Apts. ☆ Dr. og Mrs. G. Gibson, sem dvalið hafa 1 borginni í nokkrar vikur lögðu af stað heimleiðis til Timiscaming, Quebec á föstu- daginn. Mrs. Gibson er dóttir Mrs. G. Thorsteinson 8 Acadia Apts. ☆ Margt fólk fór úr borginni í lok þessarar viku vegna þess, að frí var á mánudaginn og ein- muna blíða þessa daga. Margir fóru á fuglaveiðar, aðrir brugðu sér suður fyrir landamærin til nærliggjandi borga í Dakota og Minnesota; meðal þeirra voru: Mr. og Mrs. A. Q. Eggertson; Mr. og Mrs. Jochum Ásgeirsson og Mr. og Mrs. Grettir Eggert- son. ☆ Dr. og Mrs. ArthUr Leppmann, eru nýfarin til Providence, Rhode Island, þar sem Dr. Lepp- mann er prófessor í tungumál- um við háskólann. Mrs. Lepp- mann — Theodosia — er dóttir Kristjáns heitins Ólafssonar og eftirlifándi ekkju hans, Mrs. Gerðu Ólafsson, og dvöldu gest- irnir hjá henni í sumarfríinu. Dr. Leppmann er farinn fyrir nokkru en Mrs. Leppmann á- samt syni sínum, Kristjáni, fór austur flugleiðis á mánudaginn. ☆ Þess var getið í útvarpinu á sunnudagsmorguninn að Bene- dikt Kjartansson, Hecla, Man., yrði 91 árs gamall þessa viku. Benedikt ber aldurinn vel, nema hvað sjóndepra hefir háð hon- um nokkur undanfarin ár. Lög- berg óskar honum til hamingju í tilefni afmælisins. ☆ Mr. Kári Byron, Lundar, Man., sem um tuttugu ára skeið hefir átt sæti í Coldwell sveitaráðinu og lengst af, ef ekki alltaf, sem oddviti, hefir tilkynt að hann gefi ekki kost á sér við kosning- arnar 21. október næstkomandi. Hann hefir getið sér hins bezta orðstírs í þessari stöðu, sem hann lætur nú lausa. (Þessi fregn er tekin úr blað- ihu Interlake Municipal Observer. ☆ Mr. og Mrs. L. Linder frá Los Angeles komu til borgarinnar síðastliðna viku í heimsókn til systkina og frændfólks Mrs. Linder. Þau dvöldu hjá systur hennar, Mrs. Clarence Julius, en heimsóttu síðan bróður hennar, Floyd Vatnsdal í Saskatchewan. Þau héldu heimleiðis með flug- vél á mánudaginn. ☆ Frú Doris Löve, doktor í grasa fræði, hefir verið skipuð um- sjónarmaður yfir safni grasa- fræðisdeildar Manitobaháskóla. Frú Doris er kona Dr. Áskels Löve prófessors í grasafræði við háskólann. — Væntanlega mun Lögberg birta mynd af frú Löve ásamt umsögn um náms- og starfsferil hennar í næsta blaði. ☆ Gamall bóndi í Kaupmanna- höfn er þeirrar skoðunar, að hann eigi elzta hest í heiminum; það er lítill íslenzkur hestur, sem er nú 54 ára gamall. „Hann er minn bezti vinur“, sagði hann. „Við unnum saman þar til hann var 44 ára, sem er tvö- falt hærri aldur en meðal aldur hesta“. ~~ \ Reasons why you should ELECT _ Geo. FRITH TRUSTEE A School Inspecior wroie: “In my opinion he is making good in your school and merits your continued confidence in him as Principal of the school.” Defence Indusiries said: “Mr. Frith secured a good knowledge of organization and modem personnel practice.” R.C.A.F. reporied: “He has proven to be a good organizer and a competent and efficient educational officer.” Elect George Frith on October 24th FRITH/ GEORGE LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 11. OKTÓBER, 1951 Mrs. B. ísberg frá Baldur, Man., hefir dvalið hér um hríð í heimsókn til dætra sinna. ☆ í fyrri viku voru stödd hér í borginni Mr. og Mrs. Magnús Einarsson frá Árnes, og frú Kristín Thorsteinsson og Ólafur N. Kardal tenórsöngvari frá Gimli. ☆ Heimilisiðnaðarfélagið heldur fund sinn á- þriðjudagskvöldið þann 16. þ. m., kl. 8, að heimili Mrs. Albert Wathne, 700 Ban- ning Street. ☆ Miss Salome Halldórsson, fyrr- verandi þingmaður, nú skóla- stjóri í Stonewall, var á föstu- daginn kosin forseti kennara- samtaka, sem 200 kennarar frá skólahéruðunum þar í kring til- heyra. Kennararnir héldu tveggja daga þing síðastliðna viku í Young United kirkjunni hér í Borg. F. K. Sigurdson frá Lundar var kjörinn varaforseti félagsins. ☆ Pétur Johnson kom vestan frá Saskatoon á miðvikudaginn síðastliðna viku. Sagði hann hin- ar verstu fréttir af afkomu bænda þar í grend. Uppskeran leit þar betur út en hún hafði gert í mörg ár^ en áður en bænd- ur gátu hirt nema lítið af henni, gengu rigningar í garð, og skemmdi það korn sem lá á ökr- unum., Um mánaðarmótin var mikil snjókoma, sumstaðar 6 þumlunga á dýpt. Seattle Eining í Blaine, Wash. 1 minningu um Steinunni Björnson: Gjafir frá Eining $2.00; Mr. og Mrs. Steve Scheving $1.00; Mrs Rósa Johnson og Miss Kristín Johnson $1.00; Mrs. Lillie Pálma son $2.00; Mr. og Mrs. B. O. Jóhannsson $2.00; Mr. og Mrs. Vadnois $2.00. 1 minningu um Boga Björn- son: Gjafir frá Eining $2.00; Vestri $5.00; Mr. og Mrs. J. J. Middal $3.00; Mrs. Lillie Palmason $5.00; Mr. og Mrs. K. Thorsteinson $3.00; Mr. og Mrs. B. O. Jóhanns- son $2.00; Mr. og Mrs. J. Magnús son $1.00; Mrs. Sigurlaug John- son; $1.00; Mr. og Mrs. Sigur- björn Johnson $1.00; Mr. og Mrs. J. A. Jóhannsson $3.00. í minningu um Odd Dahlman: Til arðs fyrir „STAFHOLT“ 1. júlí 1950 til 1. júlí 1951 Gjöf frá Eining $2.00. í minningu um Ragnhildi Goodman: Gjafir frá Eining $2.00; Mrs. Sigurlaug Johnson $3.00; Mr. og Mrs. J. Magnússon $2.00; Mrs. Lillie Palmason $2.00; Mr. og Mrs. B. O. Jóhannsson $1.50. 1 minningu um Christin B. George: Gjafir frá Eining $2.00; Mrs. Lillie Palmason $2.00; Mr. og Mrs. J. Magnússon $2.00. í minningum um Sigurð Haf- liðason: > Gjöf frá Mrs. Hafliðason $18.00. í minningu um Skafta Leo Johnson: Gjafir frá Eining $2.00; Vestri $5.00. í minningu um Áslaugu Ólafs- son: Mr. og Mrs. J. Magnússon $5.00; Mrs. Anna Thordarson $5.00. í minningu um Laura Opel: Gjöf frá Eining $2.00. í minningu um Sarah Peter- son: Gjöf frá Eining $2.00; Mrs. Lillie Palmason $2.00; Mr. og Mrs. J. Magnússon $1.00; Mr. og Mrs. B. O. Jóhannsson $1.50. í minningu um Ásgeir Sölva- son: Mrs. Sigurlaug Johnson $1.00. í minningu um Oddný Sigurd- son: Gjöf frá Eining $2.00; Mr. og íslenzkar verksmiðjur vel búnar vélum, en skorfur á faglærðu vinnuafli Enn um Kensington rúnasfeininn segir iðnaðarsérfræðingur frá Efnahagssamvinnustofnuninni í París. T. H. ROBINSON, iðnaðar- sérfræðingur frá Efnahags- samvinnustofnuninni í París, sem hér hefir dvalizt um skeið, lét svo um mælt á fundi. í Félagi íslenzkra iðn- rekenda 10. þ. m., að verk- smiðjur hér væru yfirleitt jafnvel eða betur búnar vélum en verksmiðjur af sömu stærð í Bandaríkjun- um, en skortur væri hér á faglærðu vinnuafli og iðn- aðarverkfræðingum. Robinson dvaldist hér um mánaðarskeið ,og heimsótti 40 verksmiðjur í Reykjavík, Hafn- arfirði og Akureyri, en er nú farinn til Noregs. Verk hans hér var í því fólgið að gera tillögur um bættar framleiðsluaðferðir í íslenzkum iðnaði. Robinson kvaðst hvað eftir annað hafa verið spurður að því, hvort íslendingar hefðu efni á því að verða iðnaðarþjóð. Þess- ari spurningu kvaðst hann svara með annari spurningu: „Hafa Islendingar efni á því að vera ekki iðnaðarþjóð?“ Því að hans áliti væri hagnýting þeirra möguleika, sem nútíma iðnaður hefði að bjóða, nauðsynlegt skil- yrði fyrir auknum þjóðartekj- Memorial Fund Mrs. J. J. Middal $5.00. I minningu um Árna S. Sum- arliðason: Gjöf frá Eining $2.00; Mrs. Sig- urlaug Johnson $2.00; Miss Gunn laug Thorlakson $1.00; Mr. og Mrs. J. Magnússon $2.00; Mrs. Kristín Simpson $5.00. Samtals $119.00. Áður auglýst $658.00 1. júlí 1950 til 1. júlí 1951 119.00 Samtals $777.00 Sent til J. J. Straumfjörð, Treas., Stafholt, Blaine, Wash......... $700.00 í sjóði 1. júlí 1951 $ 77.00 MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Séra Valdimar J. Eylands. Heimili 686 Banning Street. Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. Ti. Á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóla kl. 12.15 e. h. ☆ Á sunnudaginri kemur, 14. okt., fer fram sameiginleg guðs- þjónusta í Fyrstu lútersku kirkju fyrir allan söfnuðinn. Messugjörðin, sem hefst kl. 7 e. h., fer fram á ensku. Söng- flokkarnir fara með hátíða- söngva. Allir vinir og velunnar- ar safnaðarins eru boðnir og vel- komnir. Veitingar verða fram reiddar eftir messu í samkomu- sal kirkjunnar. ☆ Gimli Lutheran Parish H. S. Sigmar, Pastor Sunday Oct. 14th 9 a.m. Betel. 11 a.m. Sunday School. 12 Noon Youth Bible Class. 2 p.m. Husavick. 7. p.m. Gimli (English). 8 p.m. Gimli (Icelandic) um og bættum lífskjörum. Það væri einnig mjög þýðingarmik- ið í þessu sambandi, að mikil fólksfjölgun ætti sér nú stað hjá okkur, og því yrðu menn að gera sér ljóst að sífelld aukning iðn- aðarins og afköst í iðnaðinum væri undirstaða þess, að allir hefðu næga atvinnu, en að öðr- um kosti mundi atvinnuleysi, með öllu því böli, er því fylgdi, verða hlutskipti æ fleiri verk- færra manna. Ræðumaður kvað það annars vera skoðun sína, að allir at- vinnuvegirnir, þ. e. landbúnað- ur, verzlun, siglingar, fiskiveið- ar og iðnaður, hefðu sínu hlut- verki að gegna í aukningu fram- leiðslunnar. Samt sem áður væri það augljóst að aðaláherzluna bæri að leggja á iðnaðinn og þess vegna þyrftu verkamenn og atvinnurekendur, bankar og ríkisstjórn, að leggjast á eitt í þessu skyni, en ef einhver þess- ara aðila skærist úr leik, þá væri ekki hægt að búast við miklum árangri, en það væri allra tjón að framleiðslan yrði ekki eins mikil og mögulegt væri. Þá vék hann að ýmsu, sem hann hefði séð hér ábótavant í verksmiðjum og margt af því mætti færa til betri vegar með litlum eða engum tilkostnaði Þyrftu iðnrekendur stöðugt að hafa í huga, á hvern hátt væri hægt að bæta framleiðsluaðferð- ir og framleiðslu og nauðsyn- legt væri að þeir notfærðu sér af þeirri þekkingu, sem hér væri völ á. Einnig væri þýðingarmik- ið, að iðnrekendur miðluðu hver öðrum af reynslu sinni og þekk- ingu á framleiðsluháttum og at- huguðu á hvern hátt þeir gætu leyst úr ákveðnum vandamál- um í verksmiðjum sínum. Gerði hann það að tillögu sinni, að komið væri á fót nefnd þriggja framkvæmdastjóra og verk- fræðinga, sem stjórnuðu vel reknum verksmiðjum og myndu fást til þess að fórna einum morgni í viku til þess ab athuga verksmiðjur annarra og vita hvort þeir kynnu ekki að koma auga á eitthvað, sem betur mætti fara. —Alþbl., 14. sept. Mikið hefir verið ritað og rætt um þennan stein síðan Olaf Ohman, norskur bóndi nálægt Kensington, ' Minnesota, fann hapn 1898 þegar hann var að yrkja land sitt. Steinninn er 200 lbs. á þyngd og á hann eru skráðar 200 rúnir, er skýra frá því að á þennan stað hafi komið 8 Svíar og 22 Norðmenn árið 1362. Síðan* hafa verið miklar deilur um þennan stein. Rúna- fræðingar og málfræðingar hafa haldið því fram, að málið á steininum væri ekki líkt neinu norrænu máli eða málýsku og steinninn væri því falsaður. Fáir sérfræðingar hafa því hirt um að rannsaka steininn í síðustu fimmtíu ár, en maður nokkur að nafni Hjalmar R. Holand; hefir stöðugt í mörg ár haldið því fram í ræðu og riti að steinninn væri ósvikinn. Steinninn hefir verið geymdur hjá Smithsonian Institution. Nú nýlega hefir danskur sér- fræðingur í rúnafræði látið í ljósi þá skoðun, að hann sé far- inn að efast um að steinninn sé falsaður því að á honum sé samskonar letur eins og á Kingigtorssaug rúnasteininum, sem fanst á Norður-Grænlandi 1823, en enginn efast um að hann sé ósvikinn. Hinn danski sérfræðingur, Dr. Thalbitzer, er fullviss um að málið á Kensington steininum sé eðlilegt fyrir þetta tímabil — seinni hluta 14 aldar, þá hafi tungurnar á Norðurlöndum ver- ið að taka hröðum breytingum og Latínu-letur hafi verið að koma í stað rúnaletursins; þess- ar breytingar orsaki hið ein- kennilega mál á rúnasteininum. Hjálmar R. Holland, sem fyr er nefndur, hefir þá skoðun, að á þessar slóðir hafi komið 1362 menn þeir, er Magnús Eiríksson konungur sendi árið 1356 til þess að vita hvað orðið hefði af hinum norrænu Grænlending- um, og þegar þeir fundu þá ekki á Grænlandi, hafi þeir siglt upp Hudson-flóann og þan eftir án- um og vötnunum til Minnesota. r 50=^) INKÖLUNAR-MENN LÖGBERGS Bardal, Miss Pauline...Minneota, Minnesota Ivanhhoe, Minnesota Einarson, Mr. M............ Arnes, Manitoba Fridfinnsoh, Mr. K. N. S...Arborg, Manitoba Geysir, Manitoba - Hnausa, Manitoba Riverton, Manitoba Víðir, Manitoba Goodmundson, Mrs....... Elfros, Saskatchewan Gislason, T. J.............Morden, Manitoba Gislason, G. F. Churchbridge, Saskatchewan Bredenbury, Sask. Grimson, Mr. H. B....... Akra, North Dakota Crystal, N. D. Edinburg, N. D. Gardar, N. D. Hallson, N. D. Hensel, N. D. Mountain, N. D. Johnson, Mrs. Vala Selkirk, Manitoba Kardal, Mr. O. N............Gimli, Manitoba Husavik, Manitoba “Betel,” Gimli, Manitoba Winnipeg Beach, Manitoba Lindal, Mr. D. J...........Lundar, Manitoba Lyngdal, Mr. F. 0..... 5973 Sherbrook Street, Vancouver, B. C. Middall, J. J........... 6522 Dibble, N. W. Seattle, Washington Olafson, Mr. J. .......Leslie, Saskatchewan Simonarson, Mr. A.......R. F. D. No. 1 Blaine, Washington Bellingham,Wash. Sigurdson, Mr. J.....Backoo, North Dakota Cavalier, North Dakota Valdimarson, Mr. J. Langruth, Manitoba (i=OC=30C >ocr>oci3ocz>oc m J

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.