Lögberg - 11.10.1951, Blaðsíða 4

Lögberg - 11.10.1951, Blaðsíða 4
i 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 11. OKTÓBER, 1951 P Eögterg OeflíS flt hvern flmtudag af THE COLUMBIAPRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEÍ3, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: BDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Rritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Seeond Class Mail, Post Office Department, Ottawa Hin mikla þörf og hin sjálfsagða úrlausn Þó einmuna blíða ríki yfir borg og bygð þessa dag- ana, sem vonandi er að haldist sem lengst, verður sú staðrejmd eigi umflú'n, að áður en tiltöluíega langt um líði megi vænta vetrar, sem enginn veit hvað geymir í skauti sínu; hann getur orðið mildur og þjáll í viðmóti, .en svo er hitt ekki óhugsandi að hann verði kaldrifj- aður og ómjúkur á manninn, því slík hafa dæmin gefist ávalt öðru hvoru á liðnum árum. Við aðkomu vetrar verða þeir að jafnaði hreint ekki svo fáir, er standa berskjaldaðir gegn þungum og lítt viðráðanlegum búsifjum; margir eru þeir, sem úr litlu hafa að moða, og þá ekki sízt vegna hinnar gífur- '■r, °S óeðlilegu dýrtíðar, er þjakar kosti láglauna stéttanna, og hinna, sem draga fram lífið á ófullnægj- andi ellistyrk; margir eru hrumir og þarfnast mann- úðlegrar aðbúðar; margir fáklæddir, sem þurfa á hlýju að halda, en geta ekki af sjálfsdáð veitt sér hana; mörg börn standa uppi munaðarlaus; þörfin á hjálp er mikil og aðkallandi, og hin sjálfsagða úrlausn verður fólgin í því, að þeir, sem af einhverju hafa að miðla, Játi ekki sinn hlut eftir liggja, er til þess kemur að bæta úr þörf meðbræðra okkar og systra, er atvikin hafa rekið upp á sker. Nú er á ný hafin hin árlega fjársöfnun til Líknar- samlags Winnipegborgar, og nemur upphæð sú, sem talið er óhjákvæmilegt að safnað skuli, freklega sex hundruð þúsund dollurum; stofnanir þær, sem góðs njóta úr sjóði Líknarsamlagsins eru tuttugu og níu að tölu, og verðskulda allar þann stuðning, er þeim fram- ast verður látinn í té. Með kærleiksríku hjartalagi má stytta veturinn, og gera hann þolanlegri þeim, er af ýmissum ástæðum voru ekki sem bezt við honum búnir og fáa áttu að. Það er siðferðisleg skylda þeirra, sem njóta at- vinnu og heillar heilsu, að koma fagnandi til liðs við þá, sem ver eru á vegi staddir og veita inn í umhverfi þeirra birtu og yl. #/Facfrs Abouf- lceland#/ Slíkt er heiti á nýrri og laglegri bók, sem Ólafur Hansson mentaskólakennari hefir samið með aðstoð Gunnars Norland, en að útgáfunni stendur Menningar- sjóður íslands; bók þessi er, eins og nafnið bendir til, samin á ensku, og kemur að góðu haldi enskumælandi ferðamönnum og þeim öðrum, er kynnast vilja í nokkr- um megindráttum landi og þjóð; vitaskuld er hér ein- ungis um stutt yfirlit að ræða, þar sem bókin telur ein- ungis áttatíu blaðsíður, en á því er þó engu að síður margt og merkilegt að græða af samanþjöppuðum fróðleik varðandi viðskiptalíf, stjórnarfar og andlega menningu íslenzku þjóðarinnar. Porsíðu bókarinnar skreytir kort af íslandi ásamt þjóðfána íslands; er prentun hvors um sig að öllu hin ágætasta. í fyrsta kafla bókarinnar er lýst stærð landsins og legu þess og fylgja honum nokkrar ágætar myndir; næst er sagt frá uppruna fólksins, sem landið byggir, getið helztu bæja og ýmissa hinna helztu sögulegu við- burða; frá stjórnskipulaginu og flokkun þess, er all- skilmerkilega greint, ásamt yfirliti yfir félagsmálalög- gjöf og atvinnumál; bókin flytur ágæta mynd af forseta Íslands, herra Sveini Björnssyni, ásamt umsögn um margþættan æviferil hans; ennfremur getur að líta í bókinni mynd Steingríms Steinþórssonar forsætisráð- herríi og Bjarna Benpdiktssonar utanríkisráðherra, svo og mynd af stúlku í íslenzkum þjóðbúningi; getið er að nokkru lista og vísinda, og þeirra manna, er á þeim vettvangi hafa talist til brautryðjenda, svo.sem Einars Jónssonar, Ásgríms Jónssonar og Jóhannesar Kjarval, og Níelsar Finsen á sviði læknisvísindanna; myndir af Alþingishúsinu, Háskóla íslands og fleiri stórbygging- um prýða bókina, þó eigi verði þær hér taldar. Markaskráin yfir rithöfunda, fræðimenn og skáld, hefði vel mátt vera nokkru nákvæmari, og úr því að seilst var út fyrir landsteinana á annað borð, því var þá jafn ágætur fræðimaður og dr. Halldór Hermanns- son settur hjá, eða þeir dr. Richard Beck og dr. Stefán Einarsson? Vikið er nokkuð að þróun hljómlistar á íslandi, helztu sönglagahöfunda minst, og Páls ísólfssonar sér- staklega getið sem víðkunns organista, söngstjóra og sönglagahöfundar. Kort af íslandi, sem nær yfir heila opnu í bókinni, eykur mjög á gildi hennar og gerir mönnum, jafnt í ná- vist sem hugsýn, auðrataðra um landið; bókinni lýkur með nóteruðum þjóðsöngnum, Ó, Guð vors lands. — Þessi fróðlega og fallega bók kostar póstfrítt $1.25 og fæst í Björnsson’s Book Store, 702 Sargent Avenue. Winnipeg. * NeyzluvalniS breyttisi við Heklugosið: Sápan hæf-t-i að freyða í þvottinum vegna steinefna í vatninu Eftir Heklugosið tóku húsmæður á stóru svæði í Rangár- vallasýslu eftir því, að sápa freyddi ekki í þvottavatninu, eins og þær höfðu vanizt, og heimilisfólkið kvartaði allt undan annarlegu bragði af vatninu. Nú hefir iðnaðardeild atvinnu- deildar Háskóla Islands rann- sakað vatnið í fjölmörgum upp- sprettum og lækjum á þessum slóðum og efnagreint það. Er það Gísli Þorkelsson efnafræð- ingur atvinnudeildarinnar, sem haft hefir þetta verk með hönd- um. Vatnsrannsóknirnar. Rannsóknir hafa farið fram á þann hátt, að tekið er sýnishorn af neyzluvatninu og það efna- greint í atvinnudeildinni. Hefir þetta verið gert árlega, allt frá því að áhrifa Heklugossins fór að gæta á vatnið og verður hald- ið áfram, um skeið, eða að minnsta kosti þar til breytingar fara aftur að koma í ljós. Er þetta fyrsta rannsókn af þéssu tagi og má teljast merki- leg, þar sem mikilvægt er fyrir þjóð, sem býr í eldfjallalandi, að vita hvaða áhrif eldgos geta haft á neyzluvatnið. Ásíæðan lil þess, að sápan freyðir ekki. Eins og marga mun reka minni til, drápust skepnur í hraunboll- um við Heklu eftir gosið, vegna þess að kolsýra streymdi upp úr jörðinni og lá í lægðunum. Nú hefir komið í ljós, að kol- sýran, sem streymt. hefir frá Heklu, hefir einnig haft áhrif á efnasamsetningu vatnsins, og rannsóknirnar hafa þegar leitt í ljós ýmsar mikilvægar stað- reyndir í því sambandi. Það hefir sem sagt komið í Ijós, að heimilisfólk á mörgum bæjum á Landi og Rangárvöll- um, niður að Geldingalæk og austur að Keldum, sem fann annarlegt bragð að vatninu eft- ir Heklugosið, hefir haft á réttu að standa, því að vatnið er nú allt annað en það áður var. Enn- fremur er nú fundin ástæðan fyrir því, að sápan freyðir ekki meir 1 þvottabalanum. Kolsýran hefir haft þau áhrif á vatnið, að það er miklu stein- efnaríkara. Útstreymi hennar hefir leyst upp steinefni, sem koma með vatninu. Vatnið verð- ur hart sem kallað er, og þess vegna freyðir sápan ekki í þvott- inum. Þegar kemba verður sápuna úr kollinum. Það er til dæmis ekki ráðlegt fyrir þá, sem ætla að þvo á sér hárið, að bera í það mikla sápu, því að þegar þeir ætla að fara að þvo hana úr klessist hún í hárið og situr föst, svo að kemba verður hana úr aftur, ef menn vita ekki rétt ráð. Verður að nota sóda. Gísli Þorkelsson efnafræðing- ur hefir ráðlagt fólki á þessu svæði, sem hefir verið í vand- ræðum með að þvo úr vatnjnu eftir Heklugosið að nota sóda í þvottana, en við það fellur kalk- ið úr og sápan byrjar að freyða. Hefir þetta gefizt vel. Þetta steinefnaríka vatn er hvergi nærri eins ljúffengt til drykkjar eins og vatn var áður á þessum slóðum og harðara við tunguna en til dæmis hið ferska Gvendarbrunnavatn. —TÍMINN, 16. sept. LÍFSSPEKI. 'Fylgdu tilvísun hjartans, með- an ævin endist. Ger sífellt meira og betur, en þú hefir áður gert. —Fornegiptiskt ☆ Eiginkonan: — Veistu hvað hefir orðið að kvöldkjólnum mínum? Eiginmaðurinn: — Nei, en það var mjög stór mölfluga að koma út úr skápnum þínum. PÁSKAEYJAN Hún liggur um 360 mílur und- an strönd Suður-Ameríku. Þar eru engir skógar og engar ár; en eldfjall er þar á suð-vestur- ströndinni, Rana Roraka ca. 1600 feta hátt. En annars er megin hluti hennar grænu grasi vafin. En þótt hún hafi svona fátæk- legan jurtagróður, þá er hún stórmerkileg, af því að þar hafa fundist leifar af þjóðmenningu frá ómuna tíð, höggmyndir, flestar tröllauknar, sem að sumu leyti komas't meira en í jafn- kvisti við stórvirki Forn-Egypta. Þarna hafa fornfræðingar og sagnfræðingar mikið við að glíma. En það er að svara þess- um spurningum: Hvaða þjóð var það, sem lét eftir sig þessar aðdáunarverðu höggmyndir? Hvaðan var hún komin og hvernig leið hún und- ir lok? Hvernig gátu þeir flutt þessa feiknastóru einsteininga niðu'r af eldfjallinu og sett þá' niður á hina geysistóru steinpalla, sem þeir standa á. H v a ð a náttúrubylting var það, sem sundraði öllu þessu landflæmi, svo að myndhöggv- ararnir urðu að hverfa frá hálf- loknum iðjum? Af þessum má sjá, að hér er við ærið rannsóknarefni að fást. Auk ótal höggmynda af mönnum og hálfguðum eru þar líka stóreflis steinpallar með ströndum fram, eigi færri en 260 og hafa þær ekki staðið Forn Egyptum að baki, að því er stærðina snertir; eru þeir sumir 5 metrar á hæð og alt að 120 metrar að lengd. Á þessa stein- palla eru svo höggmyndirnar settar. Alt bendir á, að hér sé um grafreit að ræða frá ómuna- tíð, og höggmyndirnar muni vera af konungum og höfðingj- um afar-voldugs ríkis, sem nú er sokkið í sæ og elztu sagnir minnast á og hefir verið nefnt Atlantis. Allar eru myndirnar með einu og sama sniði. Af mannamynd- unum sést aðeins efri hlutinn; eru þeir allir uppleitir og djarf- mannlegir. Misstórar eru þess- ar standmyndir, eða frá 1 metra alt að 19 metrum. Fyrir framan hverja standmynd er leiði undir hinum stóra steinpalli og ná mislangt fram. Hvert leiði er sem kista höggvin í stein og hella yfir, sem vegur 1000 kg. Á höfði standmynda þessara er ávalt höggvin eins konar kó- róna úr rauðum eldfjallastein. — Enginn vafi er á, hvaðan efnið er tekið í þessar tröllauknu höggmyndir. Verkstæði þessara listamanna hefir verið þar á eynni, uppi á eldfjallinu. Þar er enn ógrynni af hálfgerðum myndum, alveg eins og þær voru, þegar ósköpin dundu yfir og myndhöggvararnir urðu að hverfa burt frá öllu saman. Verkstæðið var eldgígurinn uppi á fjallinu. Stærsti einsteinung- urinn, sem þar hefir fundist er ca. 21 meter á hæð. Fyrir 60 árum sendi Forn- gripasafn Breta skip og menn ti) að sækja slíkar höggmyndir. En er sendimenn koinu aftur, urðu þeir með sorg að segja, að þeir hefðu ekki getað tekið nema eina af hinum smærri myndum, þó að skipið væri næsta stórt. Og til að koma þessu trölli fram á skipið þurfti eigi færri en 300 farmenn enska og 200 eyjar- skeggja þarlenda. Fyrir 60 árum fanst trétafla þar á eynni, rituð undarlegum rúnum, sem engum hefir enn tekist að ráða. Það er eina ritn- ingin, sem fundist hefir þar á eynni. Þar hafa fundist menjar af bústöðum þeirra manna, sem þarna bjuggu í öndverðu. Það eru engin smáhýsi; eitt hefir tekið 40 manns og er því skipt í eldhús og dagstofu. Sum húsin eru 35 metrar á lengd. Á einum stað hafa fundist rústir af heilli borg. Húsveggirnir eru málaðir með kynlegri skreytingu. Þar hafa líka fundist beinagrindur, sem bera það með sér, að þjóðflokk- ur þessi hefir verið sterkur og stórvaxinn. Ekki hafa fundist nein deili til járnverkfæra eða málma. Alt hefir verið unnið með öxum og meitlum úr hörðum steini. Það var hollenski sjóliðsfor- inginn Roggeveen, sem fann eyna á páskamorgni 1722. Stóðu þá allar þessar merkilegu högg- myndir eins og risar á verði með ströndum fram. Nú eru það bændur frá Chile, sem búa á þessari eyju og eru alls um 200. En annars gæti eyj- an ekki fætt nema fáar ^úsundir. Þar blása löngum- dutlunga- fullir vindar héðan og handan svo eigi er þar smáskipum fært að landi mestan hluta ársins. Það er því mjög undir kasti komið, hvort eyjarskeggjar geta haft samgöngur við umheiminn. Heyrir þú einhvern tala illa um þig, skaltu ekki verja þig, heldur svara: „Hann þekkir ekki alla mína galla, annars hefði honum ekki nægt að nefna þenn- an eina“. —Epiktet ☆ Maðurinn getur ekki fengið á- hugaverðari dvalarstað en sína eigin sál. Sé þar samræmi skaltu sem oftast dvelja þar. —Marcus Árelíus ☆ Æfðu hið gamla og lærðu hið nýja, þá getur þú orðið kennari. —Konfuciu- Nýjar herstöðvar Bandaríkjamanna í Thule Þaðan á að koma í veg fyrir kjarnorkuárásir rússneskra flugmanna. Kaupmannahöfn. — Banda- ríkjamenn hafa nú hér um bil lokið við að gera nýja bækistöð í Grænlandi. Hún er í Thule, hér um bil miðja vegú milli New York og Murmansk. Er ætlunin, að þaðan v e r ð i hægt að varna kjarnorkuárásum rúss neskra flugvéla. Rétt eftir stríðið voru hafnar framkvæmdir í Thule. Var þar lagður flugvöllur og reist veður- athugunarstöð. —■ Síðan hafa Danir tekið við veðurathugunar- stöðinni og hafa umferðarstjórn við flugvöllinn. Afskekkt hérað. Thule er nyrzta hérað Vestur- Grænlands. — Þar búa nokkur hundruð manns, sumt eru hréin- ir skrælingjar. Nærri má geta, hvort risaframkvæmdir Banda- ríkjanna í auðninni hafa ekki komið þessu fólki á óvart, sem hafði ekki einu sinni séð venju- legt gufuskip fyrr en 1945. Seinna sáu þeir flugvélar og „jeþpa“, feiknastóra ísbrjóta og jafnvel kafbáta. Fluft loftleiðis. Framkvæmdir við þessar bæki stöðvar Bandaríkjamanna hófust fyrir alvöru, þegar Grænlands- samningur þeirra við Dani hafði verið undirritaður. Þar sem ís- inn torveldar mjög alla flutn- inga, verður að flytja mikið af efnivörunni loftleiðis. Blað í Washington skýrir frá því, að heil skipalest hafi meira að segja teppst í ísnum, þegar hún var á leið upp Baffinsflóann. Seinna losnaði þó um skipin. Heildarútgafa af skóldritum rtorðlenzkrar sveitakonu Þriðja bindið af ritsafni Kristín- ar Sigfúsdóttur nú komið á á markaðinn. ísafoldarprentsmiðja hefir nú lokið útgáfu sinni á rit- safni norðlenzku sveitakon- unnar Kristínar Sigfúsdótt- ur, sem kunnust er fyrir leikrit sitt Tengdamömmu, en það hefir árum saman verið leikið víðsvegar um land. En einnig hefir Kristín ritað skáldsögur og smásög- ur með slíkum árangri, að Sigurður Nordal varð til þess á sínum tíma að vekja at- hygli á henni og leiða hana til sætis á bekk íslenzkra skálda. Heildarútgáfunni af ritum Kristínar lýkur með þriðja bind inu, sem nú er komið á bóka- markaðinn, en það flytur leik- ritin Tengdamömmu, Óska- stundina og Melkorku og smá- sagnasöfnin Sögur úr sveitinni. og Sögur úr sveit og bæ. Áður höfðu leikritin Tengdamamma og Óskastundin birzt á prenti, hið fyrra 1923 og Óskastundin 1926. Melkorka hefir hins vegar ekki verið prentað áður og er það síðasta skáldrit Kristínar. Sögur úr sveitinni birtust á prenti 1924, og það var einmitt sú bók, sem Sigurður Nordal vakti athygli á. Sögur úr sveit og bæ hafa ekki verið prentaðar áður en sögurnar birst á víð og dreif í blöðum og tímaritum. Fyrsta bindi af ritsafni Krist- ínar f 1 u 11 i endurminningar hennar, í föðurgarði, sagnir um gamla sveitunga skáldkonunnar og ljóð hennar. Annað bindið flutti skáldsögurnar Gestir og Gömul saga. Jón úr Vör hefir séð um útgáfu ritsafnsins og rit- aði hann að fyrsta bindinu góð- an formála um ævi og störf Kristínar Sigfúsdóttur, norð- lenzku sveitakonunnar, sem tókst að geta sér frægðarorð á sviði ritstarfanna. —Alþbl., 14. sept. Skandinavar! Ef þér eigið vini á íslandi, í Noregi, Danmörku eða Svíþjóð, þá skuluð þér kaupa þeim nýjan kæliskáp eða þvottavél á Maytag sölu. Við höfum tegundir við allra hæfi. Sérstök sending fer frá New York þann 1. október 1951. Gjöf frá yður ætti að vera innifalin! Þessir nauðsynjamunir kosta minna, en samanlagt verð slíkra erlendra tegunda í heimalandinu. Maytag Sales & Service Company 16 N. 4TH ST., GRAND FORKS, NORTH DAKOTA — SÍMI 45377

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.